Lögberg - 09.09.1915, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.09.1915, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1915 Hann kom aftur. Sönn soga, fctrð í letur af Allan Sullivan. Þegar Jan Peeters kom fyrst til Pittsburg, var hann utan viö sig í viku tíma, tók svo til viö sína iöju, aS blása gler. Og meS því aS hann var staSfastur og ráSsvinnur maSur, eins og sást í hans bláu tryggu aug- um og hans hraustu lungu voru betri en gerist og vandlega á valdi hans,, iþá lagöi hann fyrir fimm þúsund dali á fimm árunum fyrstu. Hann hugsaöi hann til bankabókar sinnar rósamri ánægju og eftir sjö ár til átti hann fimtán þúsund dali til góöa. Inst í hugskoti hans bjó alla tíö sívakandi þrá eftir heiSlofti og slétt- um grundum Belgíu. Nú var sv'o komiS, aS hann át*i víst aS geta sett upp glersmiöju í Charleroi, er hann ætti sjálfur. Hann sá staSinn í hug- anum rétt hjá götunni Poissoniere. ÞaS færöust hrukkur á andlit hans er hann hugsaSi til konu sinnar. En hjarta hans svall, er hann hugsaöi til barnanna; Paul og Albert mundu vinna hjá honum, ah, gaman var aö hugsa til þess. Og var ekki dóHir hans, María, gift og lukkuleg í Liége. Jan Peterr var þvi vanur, aö taka til framkvæmda, undir eins og hann hafSi komiS sér niöur á eitthvaö, sv’o aö hann tók peninga sína í ávísun á Antwerp og fór svo og kvaddi verk- stjórann. Sá tók illa í brottför hans, því Jan War bezti verkmaSur í smiöju hans. “Nú, jæja, þaö verSur víst svo aö v’era,” mælti hann önuglega. “ÞaS fer svo, aS þú tapar öllum pening- unum og kemur svo og biöur um vinnu á ný, og hana skaltu eiga visa.” Sá belgiski hristi sinn stóra, úfna koll. “Nei, þá missi eg ekki, og eg vil veröa ánægöur og láta mér líSa vel.” “Jæja, faröu vel, Frísi” (“‘Dutchy” —venjulega haft um Hollendinga, stundum þýzka—ÞýS.J sagöi verk- stjprinn, ófróöur í landafræöum. “Vinnuna skaltu fá aftur, nær sem þú vilt.” Jan steig á skip í Boston, fór beina leiö til Antwerp, og hálfum mánuöi síSar fögnuSu börnin honum, Paul, Albert og' María, föömuSu hann, klöppuöu honum og sögöu .honum, aö hann vSeri unglegri og hraustlegri í útliti en áSur. SíSan fóru þau um Liége til aS hitta bónda Maríu, og Jan stóS viö og staröi klökkur á bæj- arráSshöllina og trúSi börnum sínum fyrir því, er hugsuSu sér þaS dýrö- legan staS, þar sem glersmiöur gæti innunniö sér 7 dali á dag, aö ekkert væri til í Ameriku, er væri nándar nærri eins fallegt og liún—, siöan til Charleroi, þar gekk hann rakleiöis til Poissiére götunnar og aS þeim staS, þar sem hann haföi hugsaö sér aö setja verksmiSju sina. Margra hluta veröur aö gæta, þegar stofna á glersmiSju, og hann fór hægt og rólega aö öllu og naut sent bezt þeirrar reynzlu, sem honum haföi hlotnazt og hann haföi séö sjálfur, er dauöar vélar voru látnar vinna þau störf er mannshöndum voru áöur falin. Þar af kom þaS, aö smiöja Jan Peters var næsta vel gerS og fullkomin aS öllu, sem meS þurfti. Þar var stóreflis bræSsluker í miöri smiöju, samsuSu-ofnar og deiglur, pípur til aS leiöa loft yfir þá, sem aö verki voru, góS birta og böö handa verkamönnum. ÞaS tók næstum því heilt ár, aö koma öllu þessu i kring; en er öllu þessu var lokiö, brosM Jan Peeters, því aö honum líkaöi vel. Þar næst reisti hann nýtt hús á næstu lóö og ræktaöi aldinatré í garöi sínum. Tímar liSu. Jan hafSi óskaö sér gæfu og sú ósk hafSi ræzt. Paul og Albet stjórnuSu verkum, en Jan rækt- aöi jaröarber og stundaöi blómin sín. ÞaS var ekki fyr en *íu árum síöar, aö bliku dró skyndilega á heiSloft hans. Synir hans voru kvaddir í herinn. ÞaS hafSi veiS altalaö í viku, ajj striö milli Þýzkalands og Frakklands stæöi til. ÞaS umtal fór dagvaxandi og fréttir sögSu orösendingar fara milli Belgíu og Þýzkalands. Belgía hlustaöi á hyggjusamlega. Jan undr- aöist og er hann afgreiddi stóra vöru- pöntun til háskólans í Freiburg síö- ustu dagana í Júlí, þá hló hann aö stríöstalinu. Laugardaginn næsta skrapp hann til Liége, aö sjá Maríu. Þar var krökt af hermönnum á borg- argötum og engum var leyft aS koma nálægt hinum frægu Creusot virkj- um, er skaut upp og fóru í hv'arf eftir vild, og allir hugöu óvinnandi. Hann hafSi heyrt, aS þau væru smíö- uö af hertu. stáli og vær fet á þykt- ina. Þau yrSu eyöilögö? DauSans heimska; og hann sneri heimleiöis, hálf óþolinmóöur á ameríska vísu, ' yfir því hvernig ástatt var. Sex vikum síSar var verksmiöja hans niannlaus og aögeröalaus. Stóra keriö var fult af storknuöu gleri og á gólfinu lágu sárir hermenn, eins eins margir og fyrir komust. I noröri og austri dunuöu fallbyssuskotin án afláts. Creusot vigin voru brotin, þar var ekki annaö eftir en haugur af sprengdri steins'eypu og brota- járni. RáShúsiö var rjúkandi rúst. Fylking vopnaöra manna haföi þust þar hjá, eins og tröllsleg bára. skolliö yfir Namur og var nú komin hálfa leiö til Antwerp. Paul og Albert voru horfnir. Út viö sjóndeildar- hring bar gráa reyki viö loftiö. Charleroi, bærinn hans, var fullur af hræddum borgurum, er voru fótgang- andi á vesturleiö, svo og konum og börnum, er sátu á náum rúmfata- haugum í vögnum sínum. Kaup- menn voru aö negla fyrir búSar- glugga sína. Fyrir utan borgina voru í skyndingu grafnir þrennir vigskuröir í hálfhring, og voru þeir fulKr hermanna í bláum herklæöum og síöum yfirhöfnum. AÖ baki þeirra voru vélabyssur faldar. Enn nær borginni gullu s’órar sprengiskota- byssur. Þrjár mílur burtu lagöi þykka reyki upp af bóndabæ, er brendur var til ösku, svo að fjand- mennirnir heföu þar ekki hæli. Austur til Namur liggur vegur meö espitrjám á báöa bóga; langt langt burtu sást blá svört móöa gjósa upp á honum og í sama bili skall fyrsta sprengikúlan á Charleroi, þar næst önnur og síðan fleiri og fleiri. Hinu- ntegin við brenda bæinn sáust menn á ferö, smáir eins.og flugur fyrst, en stækkuöu brátt, er þeir komu nær. Jan Peeters sá þá kom nær og nær, i þéttum fylkingum. Þeir námu staS- ar og aö því búnu virtust þeir hværfa ofan i jörðina. Þá kom ógurleg hríö og skullu þá skotin ótæpt á borgina. P'ylkingarnar komu aftur í ljós og hurfu á ný. Þessu hélt frarn unz fjndmannaliöiö var orSiö þriöj- ung milú vegar á brott. Alla tiS gusu bogadregnu vígskuröimir eldi1 og vélabyssurnar þutu meö reiöi- raust. Gjallandinn í þeim þótti Jan líkastur því glamri, er hýsasmiöir keyrðu saman stálgrindur í hifnin- skafa í Pittsburg. Áöur en langt leið, skall fylkinga- bylgjan á vígskuröunum og flæddi I yfir þá; riSlar bláklæddra hermanna hrukku undan eftir fáein ógurleg augnablik og leituöu afdreps á götu- hornum. Jan tók til fótanna og reikaði ósjálfrátt til glersmiðju sinn- ar. Hann heföi getað hlaupið lengra, en sú bygging, sem hann elskaði af öllum hug, mátti ekki vera mannlaus.' Sáru hermennirnir höföu verið burtu fluttir. Alstaöar heyröist eins og veriö væri aö loka gluggum og skella huröum. Rifflar gullu i fjarska og þess á milli dundu þung- ir skothvellir, er færöust nær og nær. Jan gekk upp í svefnhús sitt og beið. Hann stakk höfðinu út um gluggann og sá hóp manna með hvassa hjálm- kamba og teppaströngul um öxl, koma upp strætiö. Þeir-stefndu til Poissoniére götunnar, svo sem hálfa mílu í burtu. Hann heyröi þungt, þrammandi fótatak, er nam staöar úti fyrir, og í sama' bili voru verk- smiðjudyrna sprengdar upp og strax á eftir kom brothljóð, er farið var aö brjóta vélarnar. Þetta gekk honum til hjarta. Hann skalf eins og hrisla. “SmiSjan mín!” stundi hann. “Smiðjan mín I Hana mega þeir ekki skemma.” Skellir og dynkir fóru vaxandi. Hann skildi af hljóöunum hvaö brotnaði í hvert skifti. Nú fór kalda lofts myllan, nú dyrnar á samsuðu- ofninum. Hann sá í huga sér hv’ern- ig alt fór fram. Aö lokum sá hann gegnum gluggann, að bláan reyk tók aö leggja út um skrifstofugluggann. Fótatak heyröist í anddyrinu niöri er færöust upp stigann. Jan sat á rúm- stokknum þögull og hljóöur'og bæröi varirnar. Svefnhússdyrunum var hrundið upp og geM< fyrirlitöi inn, meö tvo liðs- menn á hælunum. í sama bili miö- uöu þeir byssufleinunum á bringu hans. í einu horni herbergisins stóö peningaskápur ótraustur, af tré og járnþynnu, og dinglaöi þar lás á keng. Fyrirliöinn miðaöi skam- byssu sinni, skaut af henni með ógur- legum hvell og féll þá lásinn niður. Augu Jans fyltust beizkum tárum. Fyrirliöinn stakk inn hendinni og greip 8,000 franka úr peningastokkn- um, og mælti svo viö Jan: “Þfetta er stríð, og þú mátt þakka þinum sæla aö þú fyrirfanst hérna en ekki úti á götu. Þú skalt ekki héöan hreyfa þig í heilan sólarhring.” Hann snerist í hring og skoðaði sig um í herberginu, sá hvar úr hékk á uglu, greip þaö og stakk því á sig, mælti hrottalega til liSsmanna sinna og þrömmuöu þeir síöan allir ofan. Sá belgiski sat eftir hreyfingarlaus. Fótatakiö hætti aö heyrast, því að alstaðar gullu viS kynleg hljóö úr Ix^ginni. Hann þóttist heyra liróp og köll álengdar, greip hann þá skyndileg löngun til hefndar; hann spratt upp og hélt djarflega út. Hann mintist þá þess, aS sex hundruö frankar voru undir rúmdýnunni, sneri viö og sóttti þá. Þegar seölarn- ir skrjáfuöu i höndum hans. sveif aö honum sú hugsun, aö hér væri allur árangurinn af tuttugu og finim ára striti hans. Hann þóttist sjá fyrir sér Jean Valjean, er segir frá í “Les Miserables”, galeiöuþrælinn, er á- vann sér 109 frauka þau nítján ár er hann þrælaði, bundinn jámfestum viö aöra fanga. Hann fór í rnarga króka þar til hann kom í miöja borgina, þar sem bláklæddir hermenn höföu reist varn- argarð af götugrjóti, þriggja feta háan. Á bak viö hann voru tólf j vélabyssur. Einhver þekti hann og kallaði: “Faröu í skjól, Jan Peeters, leikurinn er aö byrja.” Hann faldi sig i dyragætt og horföi niöur eftir götunni. Hjálmar blik- uöu viö svo sem mílu vegar á burt. Eftir litla stund fjölgaSi þeim, þar til gatan var orðin full. Sá fylking- arveggur fór á kvik í áttina til hans. Hann nam staðar og i sama bili þaut kúluhríö yfir hinn lága varnar- garö. Fylkingin fór af staö aftur, fimtiu eöa sextíu menn i röSurn, og svo breið, aö hún tók aö húsunum beggja rnegin. Eins langt og auga hans eygöi skein á kambhvassa hjálma. Undir þeim voru höfuð, hjörtu- sem slógu heitt í brjóstum, blá augu—fjandmennirnir. Alt i einu gaus upp grimmilegur og ferlegur ágangur rétt hjá honum. meö djöfullegu braki og brestum, — eins og miljón púkar gerðu uppistand fyrir hliSum helvítis. Glamrandinn var svo átakanlegur, aö hann náöi ekki andanum. Úr gini hverrar véla- byssu stóö eldur, samfasHir logi og óteljandi skothylki soguöust inn í þær og úr þeini. Jan horföi á fylkingarveggjnn. Hann nam staðar. Hann haföi veriö sléttur, maöur staðið viö mann, en var nú meö geilum og sköröum. Fyrir framan hann voru margir komnir á kné eöa lágu flatir. AS baki þeirra voru aðrir, er römbuöu á fótunum og duttu því næst. Aö baki þeirra voru enn aörir, heilar raöir, gegnum smognir af málmbrotum, en yfir þá færðist svört helja, ef‘ir þvi sem blóðiö tæmdist úr æöum þeirra. Þeir gátu ekki falliö. Þeim var ýtt sterk- lega áfram af þeirn, sem aÖ baki þeim stóöu, en fram undan var valur dauöra og dauSvona svo þykkur, aö þeir héldust uppi. Þannig römbuöu þeir, í kvíum milli kvikandi líka og þeirra, sem áttu skamt eftir ólifað. í þessari kös varö hvert skeyti mann- skætt. Fin kúlan fór gegnum liösfor- ingja, yfirliöa og óbreyttan liösmann og varö öllum aö bana. Jan þoldi ekki meira; hann tók til fótanna ok flýði úr einu afdrepi í annaS, á burt frá þessum hrikaleik. LoftiS var oröiS blóörautt. Það kveld gat hann ekki aS sér gert aö læðast aftur á vettvang, þar sem bardaginn stóö. Þá var strætiö hljótt og gluggar allir tjaldalausir og ljós- lausir, dyr harölæstar. Hvergi heyrðist mannsmál, hvergi vottur um manna nærveru. Broddur fylkingar- innar lá þar sem hann haföi falliö, nár viö ná í ýmislegum stellingum, haugar hjálma og vopna, útdauö vél, sem engum stóö ótti af Iengur—auð íbúö anda, sem horfnir voru úr íbúö sinni , leir og aska og hræ, þó fyrir skömmu heföu veriö aösetur hug- prýöi hláturs og ásta. Máninn helti hvítum geislum yfir valinn og Jan skalf af hrolli, er hann horfði á þá sjón. Svöna var striöiö I Hann varö þess var, að hanii stóö í bleytu, þykkri og klísturslegri. Hann gekk þaðan með hrolli—þetta var blóö. Þegar morgun kom, var hann á leiö komini) til Liége. Nöfnin Paul, Albert, María, titruöu alla tíð á vör- um hans. Ef til vill voru nú Paul og Albert þeim líkir og lágpt á götum Charleroi—Maríe—hvaö var orðið um hana ? Hvarvetna blöstu viö her- virki i landinu. Þorp eydd að húsum og mönnum, manna hýbýli brend, hross með gínandi sár í kvið eSa síðu. akrar grafnir sundur af vígskurðum, byssukerrur í brotum, mannabúkar ofanjarðar. Eftir þessum vegi höfðu svietamenn farið óttaslegnir i stórum hópum. Alstaðar gat aö líta vegsummerki eyöileggingar, sundruö heimili, hrun og harm. Þegar mikinn harm ber aö, dofnar eyraö og tárin þorna. Sá tími kem- ur, aö hjarta, sem ber þunga byrði, missir kraft til kveinstafa. Jan þrammaöi leiö sína þangað sem hug- urinn bar hann, til Liége. Hann kom þangað á sjötta degi, um hádegisbilið, fram hjá Namur, sem hann gat ekki fengið af sér að koma í. Strætin voru full af fjandmönn- um, hlæjandi, etandi, sofandi, en sumir hirtu hesta sína fyrir framan bæjarhallar rústimar, meö gleidd og stóru státi,' við drykk, viö aS hreinsa byssur, en sumir sátu reykjandi og sleik'u sólskiniö eða býttuðu her- fangi. Þeir litu ekki við Jan. Hann sá fyrirliða slá óbreyttan liðsmann framan i, en maöurinn lyfti hendinni til kveðju og félagar hans spruttu upp og settu sig í hermanna stelling- ar. Bæjarlýöurinn gekk um niðurlút- ur og litu varla upp. Illa skemdar byggingar voru á hverju stræti vegg- ir hrundir, eða meö stórum sköröum, svo aö sá í gegn um þær. Búöir voru opnar, en bak viö borðin stóöu konur og töluðu í hálfum hljóöum. Hann gekk aö húsi dóttur sinnar í Rue de Spa. Útihuröin var á einni löminni, gluggarnir brotnir og úr einum þeirra blaktaði rautt glugga- tjald, eins og blóðstraumur. Húsiö var autt og mannlaust. í stássstof- unni hékk mynd af honum sjálfum í gyltum ramma. Hann horföi fast á varir og augu sjálfs sín á myndinni. Fyrir þeim haföi sá .örlagaleikur út- kljáður veriö, sem hér haföi gerzt, en þau voru þögul og hljóö. ÞaS var aö eins mynd hans, sem lifað hafði af angistina og flóttann. Ff til vill var þaö fult eins æskilegt, aö enginn var til frásagnar um þaö sem gerzt haföi. Honurn sortnaði fyrir augum, er hann leitaöi um húsiö. Það var kalt og óvistlegt og hafði engin svör við spurningum hans. Andi þess var horfinn með Maríu. Eftir var ekkert nema kjarnalaus skelin. Nú var aö eins einn kostur fyrir hendi. Sú Belgía, er hann þekti og elskáði var spjölluö og rúin fegurö og }rndi, aS eins leggur blómi sviftur. Sjálfur var hann fyrirlátinn af guSi, iSja hans árangri svift, hjartastreng- ir hans skornir og lamaöir. Hér t Liége virtist hann vera á limlestu brjósti lands síns. Þessar rjúkandi rústir, strætin alþakin brotamálmi sigurvegarans, fótatak vopnaðra fjandmanna, hræöilegra brúöusveina keisarans, ógn af sívaxandi straum- um hjálmaöra herskara, er ávalt kom fljótandi sína leiS, dynurinn af ótelj- andi byssum—viS alt þetta flökuðu sár hennar á ný og tóku aö blæða. Var enga huggun aö fá af einveru, jafnvel fyrir þá sigruöu? Jan Peeters lét alt þetta sem minst til sin taka, heldur kepti á hina víöu braut, sem liggur yfir sandöldurnar til Flushing. Þaö var langur gang- ur,— en hann haföi sex hundruð franka í vasanum og viö þá ætlaði hann aö bjargast. Eftir skamma göngu varö alstaöar fyrjr honum eymd, volæöi og hungur. Hann nam staðar, sá á og hugsaði meS sjálfum sér. Eftir drykklanga stund hélt hann leiöar sinnar, tíu frönkum fátækari. Hans þreyttu fætur báru hann frá einu mótlætinu til annars. Brautin til Flushing virt- ist vera volæðisbraut, ævalangt sýn- ingarsviö þjáninga, er aldrei var fortjaldi _huliö — ekki einu sinni fortjald myrkursins. Á nóttunni blöstu viö þúsund eldar, en umhverf- is. hvern voru hvirfingar flóttafólks. Hann varö æ feginn myrkrinu, því aö þá sváfu börnin , of þreytt til að gráta. Á hverri mílu bar eitthvaö fyrir, sem sinna varö—og Jan Peet- ers gaf gjafir, flýtti sér svo burt til aS komast hjá þakklæti og blessunar- óskum. Hann taldi aldrei hvaö hann átti eftir, því að á þessu sviði virt- ist eySilegging og hernaöur hafa náö sinu hæsta stigi. ViS landamæri Hollands hleyptu verðir honum hjá án spurninga. Þeir menn höföu horft upp á heila þjóð skríöa inn um athvarfs hlið inn i land þeirra, og þeir höfðu séö svo æfa marga honum líka, rákaöa i frarnan, uppsletta og óhreina og tóm- henta. Hann nam staöar hjá bökun- arhúsi og baö um brauð. Lyktin af þvi var sæt. Hann tók upp vasabók- ina sína. Af sex hundruð frönkum var enginn eftir. Tveim vikum seinna lenti hann í Liverpool meö þrjú hundruö öörum flóttamönnum. Þeir voru fluttir i opinbera byggingu, er undirbúin hafði veriö undir komu þeirra. Hann fékk þar föt og fæSi. Daginn eftir fór hann til yfirvaldanna. “Eg vil Vinna,” mælti hann; “eg get ekki lif- aö á ölmusugjöfum.” Honum var liðlega tekið. “Þaö er bágt, aö viö skulum ekki hafa neina vinnu handa þér; en matur er þér heimill og húsaskjól opiö til loka striösins. “Viö getum ekki gert betur en við gerum.” Hann hneigði sig og þakkaöi þeim alvar- lega. Þeir geröu þaö sem þeir gátu fyrir hundruð þúsunda af landsmönn- um hans. Hann reikaði til sjávar og horföi á skipafjöldann, kominn af ýmsum löndum og til ýmsra landa i brottbúningi. Eftir vikutíma liitti hann á skipstjóra á kaupfari, sem ætlaði til Kingston, Jamaica. “Eg skal flytja þig þangað fyrir ekki neitt, þaS er þér velkomiö,” mælti hann og gætti Vandlega að skuggunum í augum Jans. Jan hugsaði aö Kingston væri nær Pittsburg en Liverpool. “Þakka þér fyrir. Þetta er vel boöið af þér.” Hann hékk yfir handriði þilfarsins svo dögum skifti og staröi út í sjón- deildarhring. Skipstjóri sá hvaö í skapi hans bjó og lét hann eiga sig. Þessi sjór, meö sínu undirdjúpi minti Jan á eilífðina. Hér var djúp að finna, er í mátti drekkja öllu vol- æði veraldarinnar. Það var óróa- laust, oröalaust, ókannandi. En hve- nær sem sjórinn breiddi út sinn græna faðm og bauð honum heim til sín, flaug Jan í hug þaö land, þar sem hann gat gengið uppréttur og horfst í augu við hvern sem vera vildi. Hann geröi sér jafnan i hug glersmiöjuna í Pittsburg, öskriö i aflinum, er hver var öörum nærri, og hið skæra gler til blásturs búiö. Þeir komu til Kingston eftir sext- án daga ferö. Skipstjórinn kv'addi Jan með handabandi, fékk honum tíu dali og árnaði honum góös.. HiS góða fólk í Kingston fékk aö vita, hvaö á daga hans hefði drifið og út- vegaði honum vinnu, þangaö til svo bar viö, ein daginn, að snekkja brun- aöi inn á leguna, snjóhvít á lit meö Stjörnu og Randamerkiö í Siglutoppi, Jan horföi á, er akkeri hennar sukku í sjó niöur aö kóralrifinu. Vegir drottýis eru órekjandi, og svo bar viS, aö eigandi skemtisnekkj- unnar hvítu fékk aö heyra söguna af Jan Peeters, sem margur kunni í Kingston, og hann fann Jan aö máli og hughreysti hann, tók hann með sér á skip sitt og skaut honum á land í Key West meö annari tíu dala gjöf. Tveim vikum síðar leit v'erkstjór- inn í glersmiöjunni í Pittsburg upp frá vinnu sinni og sá mann standa í dyrum skrifstofu sinnar. Hann þótt- ist þekkja manninn og horföi á hann forvitnisaugum. Loks kannaðist hann viö hann—en ekki var Jan grá- hæröur þegar hann skildi viö hann síöast. “Hana nú.—Er þetta þú, Jan? Eg ætlaði varla að þekkja þig. Fáöu þér sæti.” Flóttamaðurinn lét fallast á stól. Verkstjórinn tók eftir því, hve lotinn hann var og hrukkóttur orðinn i framan. Alt í einu fann hann aö hann staröi djúpt í augu Jans, og varö þeirrar kvalar var, sem hann næstum klöknaði viö. “Viltu fá aftur gamla verkið þitt? Þaö bíður etir þér,” mælti hann vin- gjarnlega. Jan Peeters kinkaði kolli. “Já, þakka þér fyrir; eg þarf þess nú með.” Þar næst studdi hann höfði á skrifborð verkstjórans og gekk upp og niöur af ekka. Skógur á sléttum vesturlands. Á sléttunum hefir hingaötil lít- iö vaxiö er til eldiviöar mátti hafa, annaS en hveitistrá, en strá er betra eldsneyti í brennur, heldur en til beimabrúkunar ,einsog- allir vita. En þetta er nú óöum aö | breytast, því aö bændur eru farnir aS rækta tré á jöröum sínum, er| meö tíö og tíma veitir eldiviö og er til skjóls og prýði. Þaö era nú fjortán ár síöan stjórnin í Canada tók til aö gefaj bændum trjáplöntur til útsæöis, og á þeim tíma hefir 'húnl útbýtt um 25 miljónum slíkra planta meðal bænda í Manitoba, Saskatchewan | og Alberta og er sagt aö níutíu per cent af þeim þrífist og vaxi vel. Sumt af því sem fyrst var sáö, er fariö aS nota til eldsneytis. ÁSur langt um líður, hafast af því fleiri not, giröingastólpar og ýmis- legt annaö er búi hentar. Þegar stjórnin byrjaöi á þessu, var ekki trútt um aö brosað væri aS því uppátæki, og gerðist marg- ur til aö segja, aö úr því að ekki hefðu vaxiö tré á sléttunum, allan þann óratíma sem liðinn var, frá því þær urSu til, þá væri þýöing-, arlítiö aö reyna aö rækta þau. En hin fyrsta tilraun hepnaöist furö- anlega vel og var þá haldið áfram af kappi. Nú á landiö gróörar- stöð viö Indian Head, Sask. og eru þaöan sendar um 5 miljónir af trjáplöntum árlega, til bænda víös- vegar um slétturnar. Þeim fylgir leiöarvísir um ræktun og meðferð þeirra, og er 'þetta alt gefins og skilmálalaust, nema aö trjáplöntu reitunum verður aö halda viö. Þær, tegundir, sem helzt eru ræktaðar, er askviöur, Manitoba maple, Russian poplar, cotton- wood, willow, tamarack og Scotch pine. Um fimtíu þúsund slíkir gróðrarreitir finnast nú á víö og dreif um slétturnar, og bætast margar nýjar viö á ári hverju. Nautaveiðar á sœ úti. Einu sinni sem oftar voru menn sendir út á eina af éyjunum í Ytlre Söndfjord i Noregi til aö sækja nokkur naut, er var haldiö þar í haga til aö fita þau áöur en þeim yrði slátraö, eins og víSar er siður. En nautin voru engin lömb viö aö eiga, Þau höföu engan mann séö í margar viknr og voru oröin svo vilt aö þeim v'arö með engu móti komiö i réttina, sem bygö haföi veriö á eynni í því augnamiöi. Þau urðu því styggari, sem þau voru lengur elt og loks lögöu sex á sund út á fjörðinn. Ylgja var talsverð í sjó- inn, svo bátum var þegar hrint á flot til að elta þau, því menn óttuö- ust, aö þau kynnu aö drukna. Tvö þeirra sáust komast upp á eyju í mílu fjarlægö, en fjórum varö snúið aftur til lands. En jafnskjótt og bátarnir komu aö landi, lögðust nautin aftur til sunds. Uröu sendi- menn því að koma múl á þau á sundi og draga þau til lands. En nú voru þau svo hamslaus af reiði, að ekki var hættulaust viö þau aö fást, og svo var hiö stærsta skapilt, aö því varö að stytta stundir samstund- is. Einu nautinu týndu smalarnir, og meö iþví aö dimt var orðið uröu þeir aö halda heimleiöis viö svo búiö. Daginn eftir fanst þaö á eyju skamt í burtu og var þá svo hamslaust, aö leitarmenn uröu aö senda því kúlu í höfuðið. Nútíðar eldspýtur eru afleiðingar af 60 ára reynslu í eldspýtna tilbún- ingi á heimsmarkaðinum. EDDY’S “Silent Parlor” Eldspýtur ef rétt er haldið á og þeim strokið yfir hrufótt efni, er ábyrgst að gefi stöðugt og bjart ljós. The E. B. Eddy Company, Limited, HULL, CANADA i Miss Halldóra Bjarnason. Fœdd 7. Maí 1898.-Dáin 19. Júní þ. á. Hér eg sit og harma hjartans Dóru mína. Gegnum þoku þétta þiöir geislar skína.— Hugsa’ um heljar grimmu hret, sem koma á vorin. Hugsa’ um hana eina og hennar síðstu sporin. Hún er frá mér horfin, hjartans góöa barnið, ungum anda sv'ifin yfir kulda’ og hjarnið. Ei má framar æðrast, er sá hlutur skeöur, en alt, sem á hana’ minnir, angrar mig og gleður. Breiöa auðnan blasir biturt nú við augum, er því fátt, sem ylar innstu hjartans taugum. Sól og sunnan blærinn sungu’ mér fyrrum betur; kulda kraminn andi kveöið ekki getur. Fagur fugla hópur flaug nær opnum glugga; ó, þeir ættu’ aö syngja og eyða dimmum skugga. Eg bað alla’ aö kveöa óö um Dóru látna; liélt þaö mætti hugga hjartað tárum grátna. Einn úr hópnum heyrði,— hjartans bæn gat metiö. Hann var hennar vinur og haföi oft hér setið; átti unga fjóra efst í toppi grænum; Eikin væna vildi vagga þeim í blænum. Þú, sem þarna unir þéttum uppí greinum, heyröu. hörpuvinur, hygðu’ að sárum meinum: Láttu lága’ og þíöa ljóöa strengi titra; —helgir söngv'a hljómar harminn sefa bitra. Lítill, ljúfur vinur leit hér innum gluggann, sá í sálu minni sorgar dimma skuggann, auön og ógnar þunga, endir bjartra vona; kvaö hann kvæöi’ um Dóru, en kvæöið hans er svona: “Andans sjónum opnast ómælandi vegir, hátt í lofti heyrast hljómar undarlegir, eins og einhver væri uppi lengstt aö hringja,— eöa máske er þar elsku-Dóra’ aö syngja? Eg sé hana’ í anda, eins og vildi’ hún segja: ‘Gráttu' ei. góöa mamma, gott er aö fá aö deyja; sástu mig ei sofa sætt á köldum fjölum, bjarta’ og blíða á svipinn, bitrum leysta’ af kvölum?’ Kom þú, elsku andi, oft í draumi niöur; hevröu, hjartaö góöa, hv'ers þig mamma biöur: Legöu litla hendi Ijúft að pabba hjarta, svo hann fái’ aö sjá þig sæla’ og engilbjarta. Man eg lítinn lófa löngum fyltan brauði, mér og ungum mínum miöla’ af smáum auði; hér var hlýtt aö lifa og hlýða’ á blíða sönginn, fagra tónaflóðiö fylti skógargöngin. Margan fagran morgun man eg, herra góður, yfir ungum mínum æ þá grúfði’ eg hljóður, og er genginn geisli gylti skýja tjöldin, oft viö saman sátum síöla hér á kvöldin. Hún mér sínar sögur sagöi þá í næöi, og um ým.sa hluti orkti lítil kvæöi; og þó eitthvaö brynni innra sárt í taugum, fjör og glettni glóöi, gráum þar í augum. Fegurö, æskuyndi innri’ af rótum sprottin, gáfum gæddur andi gaf æ sama vottinn. Bygö var brú úr vonum bratta yfir strauma; —seytján ára aldurv elur fagra drauma. Hinsta kvöldiö höfuö hneigði’ aö lágum beöi. Einatt angri veldur eitthvaö það, sem skeði. Um það eg í tómi alt af getum leiddi, hv'að hana myndi hryggja og hvers hún aftur beiddi. Eitt sinn orðin heyröi, er hún baö sinn drottin: sér i hjarta senda sanna kærleiks vottinn, sæl, í sátt viö alla síösta stríöiö hevja, ung meö æsku bjarta að hún fengi’ að deyja. Blóm og bernskustöðvar brostu hjarta móti, eins og fögur eyja öldu vafin róti. Bamsins anda blíöum björt þar mundi töfin, en skýld i skugga dimmum skein viö opin gröfin. Aö hverfa heims úr glaumi hjartaö unga þráði; hún fékk hæga’ og blíða hvíld aö drottins ráöi. sælu sanna veitir svala’ og kyrra húmiö. Beztu bróður hendur bjuggu’ upp siðsta rúmið. Hinstu hjartans kveöju henni vinur gefur. Hér er hlýtt aö una. Hérna Dóra sefur. Hennar hv'ita rúmiö t hnausar moldar þekja. Haföu hljótt, minn vinur, hana má ei vekja. Þegar stríður stynur stormur hér um nætur. eg skal yrkja kvæöi um ástar djúpar rætur. alt, sem fegurst á eg, i þann leggja sjóöinn, og um hana’ eina kveöa öll mín sólarljóðin. Og hjá lágu leiði löngum skal eg vaka; ,aörir æskuvinir undir munu taka og syngja þar hún sefur sæl en andarvana, bera þangaö blöðin og breiöa ofan á hana.” Illa leikinn. Stúlka var á gangi i skemtigaröi ein síns liös og tók efitr því, aö rnaður hafði elt hana góöa stund. Hún nam því staöar og þegar maöurinn nálgaðist hana, spuröi hún; “Hvers vegna ertu aö elta mig?” “Af þvi eg- elska þig,” sagöi maöurinn. “Jæja,” .sagöi stúlkan. “En eg skal segja þér nokkuð: systir mín er héma rétt á eftir mér og hún er miklu fríöari en eg. Játaðu henni ást þína.” Maöurinn snéri viö og mætti stúlku, sem var mjög frið. Gekik hann þegjandi fram hjá henni og hljóp þversum yfir grasflötinn til aö ná aftur sem fyrst tali af hinni stúlkunni. “Þvi skrökvaöiröu aö mér?” spurði hann. “Þú sagöir mér heldur ekki satt,” mælti stúlkan, “því ef þú heföir elskaö' mig, hefðirðu ekki hlaupiö eins léttilega frá mér og þú gerðir, þó þú heföir átt von á aö hitta fríöa stúlku á næstu grös- um.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.