Lögberg - 09.09.1915, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.09.1915, Blaðsíða 7
LOGBERG, FIMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1915 r Lífið og líðandi stund. í ritinu “Iíunn”, sem annars staSar getur í þessu blaði, ritar próf. Ágúst Bjarnason stutta grein með þessari fyrirsögn, er vel má, halda á lofti, þvi úr henni, að minsta kosti, er hór fer á eftir: Mér er enn í minni það sem einn kennari minn sagði við okk- ur nemendur sína fyrir mörgum árum. Við sátum þá á skóla- bekknum og hann dró dæmi af iþví upp á lífið. “Hver haldið þið,” j sagði hann, “að komist fremur upp úr bekknum og verði efstur í næsta bekk, sá sem vinnur dyggi- lega með degi hverjum það verk, sem hann á að vinna og hefir all- an hugann við námið, eða sá sem alt af er að óska þess að hann komist upp úr bekkum, en gerir aldrei neitt til þess? Og hver haldið þið að verði fyrstur í öðru lífi, sá «sem lifði þessu lífi vel og dyggilega, eða hinn, sem alt af var að hugsa um það?” Þetta voru nú orð kennarans og svari nú hver fyrir sig spum- ingum þeim sem hann lagði fyrir okkur. Menn eru að kvarta um fátækt, mótlæti og misjöfn kjör í lífinu. Og að vísu eru kjörin misjöfn. En í raun réttri erum vér allir jafn-ríkir eða jafn-fátækir. Því að: hverju höfum vér vald á? Ekki höfum vér vald á því liðna, því að það er horfið og kemur aldrei aft- ur. Og ekki höfum vér heldur vald á framtíðinni, því aðj hún er enn ókomin. Hvað er þá á voru valdi? Líðandi stundin og ekkert annað. Hún er aleiga vor. Að þessu leyti erum vér allir jafn- ríkir. i En hvað er þá þessi líðandi stund, þetta augnablik, sem vér einungis höfum vald yfir? Það er efniviður alls, móðurskaut það sem alt sprettur úr, ilt og gott. Það er upphefð vor og niðurlæg- ing. Notum vér það illa, verður það oss til böls og tjóns í bráð og lengd. Noturn! vér það vel og dyggilega, verður það oss til heilla. fyrir þetta eitt, hvemig maðurinn fer með líðandi stund, verður hann sinnar gæfu smiður. Og hann verður það í orðsins bókstafleg- asta skiliningi. Á hinni líðandi stund aflar hann sér þeirra þekkingarmola, er að síðustu verða að hinni dýpstu speki; á henni get- ur hann göfgað svo tilfinningar sínar, að hann verði í raun réttri góöur maður, og á henni einni getur hann stælt svo vilja sinn með starfi og framkvæmd, að hann verði að miklum manni. Hin líðandi stund hefir alla hluti í séf fólgna og 'hana eina höfumi vér á voru valdi. Það ættum vér jafnan að hafa hugfast. Eg hefi aldrei getað áfelt menn svo mjög fyrir það, þótt þeir eyddui fé sínu eða annara; þvi að það má þó fá það aftur með at- orku og fyrirhyggju. En að eyða tímanum vitlaust og botnlaust, það hefi eg aldrei getað fyrirgefið, hvorki sjálfum sér né öðrum, því að — tíminn kemur aldrei aftur. Og það er ekki tíminn einn, sem menn þá missa, heldur lika and- legur og líkamlegur þroski. Þ.ví að það er nú einusinni eitt af höf^ uðlögmálum lífsins, að hæfilegt starf styrkir og þroskar, en iðju- leysi og leti veikir manninn og lin- ar. Sá sem fer illa með tímann, fyrirgerir líka sínum eigin þroska, UPP! með Canada VÖRUR • „er búið til í Canada“ i sinni eigin fullkomnun. Aldrei líða mér úr minni harma- tölur eins æskuvinar míns, er eg sat yfir aðframkomnum. Hann harmaði það ekki svo mjög, að hann ætti að deyja; en að lifið væri þrotið svo, að hann hefði ekki gert neitt ærlegt handtak, það kvaldi hann mest og því gat hann ekki gleymt. Lifum og störfum, líðum og njótum hver í sínum verkahring og liver upp á sinn hátt. En gleymutn ekki því eina, sem vér höfum á voru valdi, hinni liðandi stund. Það þykir nú ef til vill heimska að minna á svona hversdagslega hluti. En svo er ekki. Og lifs- vizkan lýsir sér einmitt bezt i þvi, hvemig vér förum með liðandi stund. Hina liðandi stund! Eg vildi að eg gæti brent þetta inn i hugi manna. A. H. B. Rottan og músin. ( Aðsent.) Einu sinni v'ar rotta, sem bjó rétt hjá lítilli tjörn; en tjörnin var mesta gullnáma fyrir rottuna, full af smá- síluni- og vatnspóddum, froskum og enn fleiru góðgæti; og þegar heitt var á sumrin, synti hún aftur á bak og áfram hægt og tignarlega. Aldr- ei sá hún neina aðra rottu en foreldra sína og bróður; bróðir hennar var fjögra ára og orðinn vel fullorðinn; en hún var tveggja, og því komih á giftingaraldur eftir þeirra siðvenj- um. Foreldrar hennar álitu sig kong og drotningu, bæði af þvi að þau voru ein í svona góðtt plássi, og svo áttu þau ógrynni af húsum og göng- um sem voru þeirra eigin handaverk. Nú var vorið að koma i allri sinni dýrð. ísinn var farinn af tjörninni og froskarnir komnir, og litla rottan var að ganga úr hárum svo að gljáði á brúna skrokkinn hennar; svörtu augum skutu eldingum og gömlu hjónin horfðtt með stolti á fallegu dóttúr sína, og sögðu það mætti svei mér vera maður, sem væri henni samboðinn. Einn dag, þegar litla rottan var að leika sér að sundi og taka löng köf, þá sá hún eitthvað vera á kreiki við norðurendann á tjörninni. Hún synti þangað; en hvað sá hún ? Unga karlrottu á aldur við hana sjálfa, með blágráan skrokk og langa kampa; hún starði alveg hissa á þetta nátt- úru afbrigði. En hvað hann synti hraustlega og var hvatlegur í öllum sínum tilþrifum. Hann synti til hennar og heilsaði mjög kurteis- lega og alúðlega; svo tóku þau tal með sér; hún spurði hann hvaðan hann kæmi. Hann kom ósköp langt að, og hvergi hefðl hann fundið pláss sem sér líkaði, fyr en þarna. Hér ætlaði hann að setjast að, þarna ætlaði hannn að reisa mikinn bæ og eyða dögttm sínum. Sv'o léku þau sér saman fram undir kvöld; þá varð hún að fara heim. Ekki sgaði hún foreldrum sínum frá þessum fundi; en þegar hún sofnaði, gat hana ekki dreymt annað en hann. Næsta dag fann hún hann aftur, og svo fór það i heila viku, að þau voru saman á hverjum degi, ogieinu sinni beiddi hann hana að verða föru- nautur sinn á lífsleiðinni, en sagði þó að hann ætti ekki nema sjálfan sig. Hún kvaðst fús að fylgja honum hvert sem væri og hún ætti nóg fyrir þau bæði. Svo beiddi hún hann að koma með sér til foreldra sinna, hún ætlaði að sýna þeim mannsefni sitt. Þau gengu fyrst fyrir móðurina, og hún samþykti vilja dóttur sinnar hiklaust; svo fóru þau til gamla mannsins og dóttirin sagði honum, að þetta væri nú mannsefni sitt. Öldungurinn þrútnaði út af reiði og gremju, að hún dóttir hans skyldi ætla að eiga allslausan flæking. Móð- irin hjálpaði dóttur sinni og sagði, að ekki væri alt undir ríkidæmi komið; ánægja og gleði væri ekki keypt fyrir peninga. Öldungurinn stóð upp skjálfandi af reiði, og vísaði flæk- ingnum, sem hann kallaði, á dyr og sagði honum að fara svo langt í burtu, að fundum þeirra gæti aldrei aftur borið saman, 0g skjálfandi af sorg og gremju varð hann að hlýða því, en dóttirin lagðist veik og sagð- ist aldrei mundi sjá glaðan dag fram- ar. Svo leið langur tími þangað til hún fór að hressast og geta farið út til að synda. Einn dag þegar hún kom heitn, var lítil og ljót tnús að tala við föður hennar. Hún vissi hvað það niundi vera um; hún þurfti ekki að vera lengi í óvissu. Faðir hennar kallaði til hennar; og skjálfandi af ótta fór hún til fundar við hann. Hann skýrði henni frá því, að þetta væri nú bóndaefni hentiar, og eftir viku skyldi brúðkaupið haldið. Hún hafði ekkert að segja, henni var orðið sama urn alt. En móðir hennar v'ar ekki spurð ráða; hann hélt hann þyrfti ekki meðráðamann, sá gamli. Einn dag voru. þau úti, kærustu- pörin; henni var sama hvert hún fór, og þau voru komin hér um bil yfir tjömina, þegar snarpur hvellur kom af landi ofan og eitthvað small í vatnið hjá þeim. Músin, sem hvorki átti hraustan né fagran líkama og því síður hugmikið hjarta, sneri við og synti að hinum bakkanum, en j skeytti ekkert urn hana. Hún sneri j við líka, en synti hægt og rólega; henni var svo hjartanlega sama, hvernig alt veltist,.hún hafði enga á- nægju af lífinu hvort sem var. Ann- ar hvellur kom og hún faun eitthvað margt og heitt brjóta á sér bóginn og fara í gegn um brjóstið; vatnið v'arð rautt af blóði, sém rann úr henni og hún átto bágt með að synda. Einhvern veginn. komst hún samt heim til sín, en þar voru kraftarnirj þrotnir og hún sneri til föður síns með veikum mætti og datt niður og var liðin. Faðirinn stóð yfir henni orðlaus og undrandi. Þegar móðir- in kom, sá hún að eina ánægjan henn- ar í lífinu var farin. Hún leit ásak- andi augum á bónda sinn og sagði: “Við vorum bæði búin að berjast fyr- ir uppeldi hennar, en svo þegar það er búið, leggur þú banaspjóti í brjóst henni.” \. Músin hvarf aftur heim til auðæfa sinna og sást enginn söknuður á henni. Hút\ hafði ekki elskað rott- una; bú hennar var svo stórt, að hún gat ekki séð uhj það sjálf, svo hún þurfti að fara ao leita fyrir sér ann- ars staðar. En gömlu hjónin sáu aldrei glaðan dag eftir dag, og fann nú gamli maðurinn það út, að lífið er litils virði ef ánægjuna vantar. Og hún fæst ekki fvrir peninga. 3-10-13 Dánarminning. Hér með kunngerist skyldmennum okkar og vtrtum, bæði hér í álfu og 4 Islandi, að heittelskuð dóttir okkar, Kolþerna, andaðist að heimili hennar í Svoldarbygð, eftir nær fimm vikna j átakanlegar þjáningar. Banameinið j var heilabólga; alt upphugsanlegt var reynt til að bjarga lifi hennar, en reyndist árangurslaust. Kolþerna var fædd 28. Sept. 1891 í Austur- Selkirk. Fluttist með foreldrum sin- um í Svoldarbygð í Marz 1892; ólst upp hjá þeim og naut þeirrar ment-i unar, sem á sveitaskólum tíðkast. 3. j Júní 1914 gekk hún að eiga Þorstein V'aldimar Dalsted, búsettan í sömu sveit. Ágúst Marvin, sonur hinna ungu foreldra, er of ungur til að skynja, hve mikið hann hefir mist; hann er að eins sex mánaða gamall. Kolþerna Th. V, Dalsted. Auk aldurhniginna foreldra syrgja hina látnu göfugu konu maður henn- ar, sem hún svo fús hefði viljað eiga lengri samleið nteð, tvær systur, El- ísabet, gift Ásgeiri Sturlaugssyni, og Helga, til heimilis hjá foreldrum sín- um. Bræður hennar, Hjálmar og Sigttrbjörn, báðir búsettir í Nýja fs- landi, Jónas og Jóhannes, búsettir í Eaxárdal í Dalasýslu á íslandi. — Æfi Kolþernu v'ar stutt, samt nógu löng til þess að geta sér góðan orð- styr hjá öllum, sem nokkur kynni höfðu af henni; ljósan vott þess bar hinn mikli fólksfjöldi, er fylgdi henni til grafar, hverjum við hjartanlega þökkum nærveruna og innilega hlut- tekninguna. Jarðarförin fór fram frá Péturskirkju laugardaginn 31. Júli. 'Athöfnina framdi séra K. K. Ólafsson; fórst hún sem önnur prestsverk hans snildarlega. Betra og elskulegra barn en Kol- þernu, er ekki hægt að hugsa sér. Guð blessi minningu hennar. Blöðin Heimskringla og Lögrétta eru vinsamlega beðin að taka upp dánarminninguna. Svold, N.D., 18. Ágúst 1915. Jóhannes Halldórsson. Guðrún Halldórsson, frá Svarfhóli í Laxárdal, Dalasýslu. Kolþerna Th. V. Dalsted. MINNING. Hér sýnist nú dáið hvert scelunna ...ljós og solin er gengin í fölnuð og köki er híiVÍ&v rc í frosti um hásun^daftiiW S' &, V X SCHOOLS and COLLEGES SUCCESS BUSINESS COLLEGE WINNIPEG, MANITOBA Byrjið rétt og byrjiS nú. I.æriS verzlunarfræði — dýrmætustu þekkinguna, sem til er i veröldinni. LæriS I SUCCESS, stærsta og bezta verzlunarskólanum. Sá. skóli hefir tíu útibú i tiu borgum Can- adalands—hefir fleiri nemendur en allir keppinautar hans i Canada til samans. Vélritarar úr þeim skóla hafa hæstu verðlaun.—útvegar at- vinnu — hefir beztu kennara — kennir bókhald, stærÖfræSi, ensku, hraSritun, vélritun, skrift og að fara meS gasolín og gufuvélar. SkrifiS eSa sendið eftir upplýsingum. F. G. GARBUTT D. F. FERGUSON.. President. Principal E. J. O SULLIVAX, 31. A. Pres. Members of the Commercial Educators’ Association Stærsti verzlunarskóli I Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöSu_ kennir bókhald, hraSritun. vélritun og aS selja vörur. Fékk hæstu verðlaun á heinissýningunnl. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, einkum kennarar. öllum nemendum sem pað eiga sltilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, kom- iS eða fónið Main 45 eftir ðkeypis verðlista meðmyndum. THE WINNIPEG BUSIXESS COLLEGE 222 Portage Ave. Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. Fjóra inánuði $45.00 Einstaklings kensla Sveitanemenduin útvegað húsnæði. Metropolitan gusiness Institute WINXIPEG Phone 3Iain 2529 3IAXITOBA EIXI VERZLUXARSKÓLIXX I XÚTfflAR STÓRHÝSI. Ágæt kensla I verzlunarfræði. Nútlðar kenslutæki notuð. Kenn- ararnir hafa notið praktiskrar kenslu og æfingar og hafa þvl reynsl- una fyrir sér. Sérstök stund lögð á a'S hjálpa tornæmum. Vér hjálp- um þeim, sem út skrifast, til að fá vinnu. Vér látum póstinn flytja lexíur heim til þeirra, sem ekki geta dvalið langdvölum að heiman. SKRIFIr) TAFARLAUST EFTIR UPPLÝSIXGU3I Húsfreyjan ung, svo ástrík og blíð, í æskunnar gróandi blóma, fram undan eygði svo fagra lífs tíð: að fullnægja skyldum og sóma. Konu og móður hin margbreyttu störf hún mundi að iðka með prýði, æfinni að fórna í ástvina þörf; enginn það hindraði kvíði. Hamingjumorguninn byrjaði blítt, þá brosti lífs sólin í heiði; hádegið framleiddi harmsefni nýtt, hreinasta gleðin svo deyði. Hverflyndi tímans er meiningin máls, margur að kveldi er hryggur; unaðar nautn er hér ekki til hálfs, enginn lífsdagurinn tryggur. Unnustinn tregar sitt elskaða víf, í anda svo dapur og hljóður; sonurinn ungi, hann átti sér hlíf við arm sinnar blíðlyndu móður. Sú dagstjarnan fagra, er unaðsemd ól og ylgeislum varpaði hlýjum, birtast mun ástvinum sínum sern sól á síðan, í lífskrafti nýjum. Steinkudys. Garnall Revkvíkingur, séra Pétur á Kálfafellsstað, ritar: “Það er rétt hjá “Þjóðinni” að Steinunn á Sjöundá dó af geðshrær- ingu. Faðir minn fháyfirdómari Jón PéturssonJ sagði mér að hún hefði dottið niður, er hæstaréttar- dómurinn var lesinn yfir henni. Lvgasaga, að Brúnn fangavörður hafi drepið hana vanfæra eftir sig á eitri. Nærgöngulir og frekir hafa þeir verií^ í Reykjavík, er þeir grófu svo að dysinni, að það sást að fótagafl- inn v'ar úr kistunni. Gátu þeir hvergi nnarsstaðar fengið ofnaí- burð ? k grssssnani B,ud svoaf Ós,r Eg lagði margan stein á Steinku- dys, er eg var ungur. Var sagt, að það ætti hver að gera, er gengi þar hjá, og var hugsunin sú að halda við dysinni. Eg man að strákar höfðu þá hálfvegis beig af dysinni, en sum- ir kendu í brjósti um hana, er þar var jarðsett..”------ Ódauðleiksblærinn mun anda þá hlýtt, inndæla, burtfarna Cora, þá blómgast gleðin og þá er alt nýtt þegar fer aftur að vora. Vinanna hluttekning þakkar hún m nú þrotin er vanheilsu mæðin; til foreldra sinna hún brosir svo blíð og blessar þau öll fyrir gæðin. Geta mætti þess um leið, að skáld- ið Gestur Pálsson hugsaði og talaði mikið um raunasögu Steinunnar, þeg- ar hann var í skóla. Var þá öllu trúað um ástir og eitur, og enda dreift til sjálfum stiftamtmanni. Sat Gestur stundum á dysinni og sótti skáldmóð í sig, og kvaðst mundu yrkja um, en ekki orðið af þv'í. — N. Kbl. Kristín D. Johnson. Hin hryllilegu morð. Frekt eru rofin þau friðarins bönd , að ferlegust morðin ei dvína, er þýzkarinn brunar um bygðir og lönd með blóðhunda gapandi sína. Ógnandi kúgun er æðst þar á grein; ört magnast spjótanna hvinur; réttvísin troðin, þar trú finst ei nein, en titrandi’ hinn sárþjáði stynur. Morðingi þjóðanna háðslega hlær, þá hálf-dauðir búkarnir sprikla. Ei skópstu þó mannkynið, skaparinn kær, til skemtunar fantinum mikla. Táranna stunur ei tjáist nein vörn, týranna sjáum þess vottinn: morðstungnar konur og handhöggvin börn hrópa’ á hinn réttláta drottin. Lastanna voðalegt veraldar-bál, hin volega spjótanna senna, týrannans grimmúðg^a, gjörspilta sál í guðs reiði hlýtur áð brenna. Grimdanna þungi fram geisandi fer, grátlegan sjáum þess vottinn; heyrðu nú þúsundir hrópandi hér, vor himneski, alv'aldi drottinn. Stiltu þau bálin, sem blossa hér nú af bölvunar gjörræði sprottin; þitt eilíft er valdið, það einn getur þú, vor ástkæri mannanna drottinn. Margrét Sigurðsson. EIGNIST BÚJÖRÐ BORGIST A 20 ÁRU3I EF VILL Jörðin framneytir yður og borgar sig sjálf. Stórmikið svæði af bezta landi í Vestur Canada til sölu með lágu verði og sanngjörnum skilmálum, frá $11 til $30 fyrir þau lönd, sem nægr- ar úrkomu njóta, áveitulönd $35 og yfir. Skilmálar: 20. partur verðs út í hönd, afgangur á 20 árum. I á- veitusvæðum lán veltt til bygginga o. s. frv. alt að $2,000, er endurborgist á 20 árum með nðcins 6 prct. Hér gefst færi til að auka við búlönd yðar hinum næstu löndum eða fá vinl yðar fyrlr nágranna. Leitið upplýslnga hjá F. W. RUSSELL - - . Land .Vgent Dept. Xatural Resources, C.P.R. Desk 40, C.P.R. Depot - WIXXIPEG Sálmabókin. Hin nýja sálmabók kirkjufé- lagsins er nú til sölu hjá féhirði félagsins herra Jóni J. Vopna. Utanáskrift Box 3144 Winnipeg Man. Afgreiðsla á skrifstofu Lögbergs. Bókin er sérstaklega vönduð að öllum frágangi. Kostar $1.50, $2.25, $2.75, eftir gæöum bands- ins; allar í leðurbandi. — Þessi sálmabóik inniheldur alla Passíusálma Hallgríms Pétursson- ar og einnig 'hið viðtekna messu- form kirkjufélagsins og margt fleira, sem ekki hefir veriö prent- að áður í neinni íslenzkri sálma- bók. Busíness and Professionaf Cards Dr. Bearman, Þekkir vel á / Augna, eyrna, nef, kverka sjúkdóma og gleraugu. Skrifatofutímar: 10-12, 2-5 og 7-8 Tals. M. 4370 215 Samerset Blk Dr.R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng.. CtskrifaBur af Royal College of Physiclans, London. SérfræSingur t brjðst- tauga- og kven-sjúkdómum. —Skrlfst. 306 Kennedy Bldg., Portage Ave. (4 mðti Eaton’s). Tals. M. 814. Heimili M. 2696. Ttmi til vlStals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. / Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Tuíphome garrv 3SO Ofpice-Tímar: 2—3 Heimili: 776 VictorSt. Telephone garry 381 Winnipeg, Man. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfræ8ioe;ar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenue Áritun: P. O. Box 1058. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg GARLAND & ANDERSON Ami Anderson E. P Garlané LÖGFRÆÐINGAR 801 Electric Railway Chambcr* Phone: Main 1561 Joseph T. Thorson islenzkur lögfræðingur Aritun: CAMPBELL, PITBLADD & COMPANY Farmer Building. * Winnipeg Man. Phons Main 7540 ------------------------------ Dr. O. BJORNSON Office: Cor. Sherbrooke & William rELEPHONBGARRy 32» Office-tímar: 2—3 , HEIMILI: 764 Victor Str*et TelepuonE! garry 763 Winnipeg, Man. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J Aargent Ave. Telephone Aherbr. 94-0, ( 10-12 f. m. Office tfmar < 3-6 e. m. ( 7-9 e. m. — Heimili 467 Toronto Street — WINNIPEG TELEPHONE Sherbr. 432 Dr. J. Stefánsson 401 BOYD BLDG. Cnr. Portage and Edmonton Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma. — Er aS hitta fr& kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. — Talsími: 3Iain 4742. Heimili: 105 Oiivla St. Taisíml: Garry 2315. J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR, ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St Suite 313. Tals. main 5302 Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre Dame J. J. BILDFELL FASTEIGnASALI Hoom 520 Union tsank - TEL. 2685 Seiur hús og lóðir og annast alt þar aölútandi. Peningalán J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um ■eigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 504 Tlse Kensington.Port.&Smith Phone 3Ialn 2597 8. A. 8IOURPSON Tals. Sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & CO. BYCCI(iCAIilEfiN og F/\STEICN/\SALAR •Skrifstofa: 208 Carlton Blk. Talsími M 446* Winnipeg Columbia Grain Co. Ltrf. H. J. LINDAL L. J. HALLGRIMSON íslenzkir hveitikaupmenn 140 Grain Exchange Bldg. Dr. A. A. Garfat, TANNLÆKNIR 614 Somerset Bldg. Phorje Main 57 WINNIPEC, MAN. A. S. Bardal B43 SHERBROOKE ST. seVnr líkkistur og annast am útiarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur bann allskonar minnisvarða og legsteina fa’s. He mlli Qarry 2151 „ OFfice „ 300 og 373 Skrifstofutímar: Tals. N(. 1524 10-12 f.h. og 2-4 e.h. G. Glenn Murphy, D.O. OstcopatHic Physician 637-639 Somerset Blk. Winnipeg Tals. G. 2292 McFarlane & Cairns æfðustu skraddarar i Wianipeg 335 fiotre Oams Ave. t dyr fyrir vestan VVinnipeg leikhtís Vér leggjum sérstaka áherzlu & ftS selja meðöl efttr forskrlftum læknft. Hin beztu melöl, sem hægt er aB fá, eru notuC eingöngu. t>egar þér kom- lö meS forskriftlna tll vor, meglC þér vera vtss um a8 fá rétt það sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH A CO. Xotre Dame Ave. og Sherbrooke 8L Phone Garry 2690 og 2691. Giftingaleyfisbréf seld. D. GEORGE Gcrir við allskonar húsbúnað og býr til að nýju. Tekur upp gólfteppi og leggur þau á aftur Sanngjarnt veið Tals. G. 31 12 369 Sherbrooke St. Lœrið símrítun Lærið simritun; járnbrautar og verzlunarmönnum kent. Verk- leg kensla. Engar námsdeildir. Elnstaklings kensla. Skrifið eft- ir boðsriti. Dept. "G", Western Schools, Telegraphy and Rail- roading, 27 Avoca Block, Sargent Ave., near Central Park, Winni- peg. Nýir umsjónarmenn. Mrs. E. Coates-Coleman, Sérfræðingur Eyðir hári á andliti, vörtum og fæðingarblettum, styrkir veikar taugar meö rafmagni o. s. frv. Nuddar andlit og hársvörö. Biðjið um bækling Phone M. 996. 224 Smith St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.