Lögberg - 09.09.1915, Síða 5

Lögberg - 09.09.1915, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1915 5 Bændur takið eftir! Allir kornkaupmenn, sem auglýsa á þessari blaðsíðu, hafa lögumj samkvæmt leyfi til að selja hveiti fyrir bændur. pcir liafa einnig, sain- kvæmt komsölulögura Canada, lagt fram svo mikið trygKlngarfé, að Canada Grain Cominission álítur að þeir geti borgað ba'nduin fyrir alt það kom, er þeir senda þeim. Lögberg flytur ekki auglýsingar frá öðr- um komsölum en þeim sem fullnægja ofangreindmn skilyrðum. THE COLUMBIA I»RESS, M’D. The Ogilvie Flour Mills Co. WINNIPEG, Man. Limitod Æskja hveitis er sendist til THE OGILVIE ELEVATOR Fort William, Ontario Nýjustu tæki. Rúmar 2.000,000 bushels SKRIFIÐ EFTiR “SHIPPING BILLS” OG ÖÐRUM UPPLYSINGUM. Licenced Bonded Simpson-Hepworth Co., Limited 446 Grain Exchange, Winnipeg Góöir kornsölumenn fyrir bœndur aö skifta við Hveitiprísarnir verða breytilegir og kornsölumenn geta orðið yður að liði. VÉR HÖFUM STAÐIST REYNZLU TÍMANNA Tuttugu og tveggja ára trú þjónusta í þarfir kornyrkju- manna stendur á bak við nafnið: Herbert H. Winearls Aðal skrifstofa: i Utibú: 237 Grain Exchange Union Bank Building WINNIPEG BRANDON Eins og að undanförnu er mér ant um a<5 komast að sem beztum kjörum fyrir mína gömlu viðskiftamenn og geta orðið mörgum nýjum að liði í ár. SKRIFIÐ EFTIR WINEARLS: “HELPFUL HINTS T0 GRAIN SHIPPERS”. NÝ ÚTKOMIÐ. KOSTAR 10c. VIÐSKIFTAMENN FÁ KVERIÐ ÓKEYPIS. ÞAÐ SPARAR YÐUR PENINGA. KORNYRKJUMENN pegar ágæt uppskera er t nánd eins og nft er hún, hugsa bændur að vonum mest um tekjurnar, hvernig þeir geti selt hveitið til þess að fá sem mest I aðra hönd. Bændur sannfærast um þaS meS hverju ári, aS ráSlegt sé aS senda hveitiS I heilum vagnhlössum og aS bezt er fyrir þá aS skifta viS áreiSan- lega umboSsmenn, sem bera hag þeirra fyrir brjðsti og útvega þeim hæsta markaSsverS, þegar þeir vilja selja hveitiS, skýra þeim frá markaSsverSi og gefa þeim gðSar bendingar. Bartlett and Langille, 510 Grain Exchange, eru verki sinu vaxnir og áreiSanlegir umboSsmenn, og bændur geta trúaS þeim til aS selja vel fyrir sig. Mr. Langille hefir lengi veriS Chlef Deputy Grain Inspector. Geta bændur þvi fyliilega treyst honum til aS lita eftir skoðun, geymslu og vigt kornsins. Hann lítur sjálfur eftir hverju vagnhlassi, sem þeim er sent. þeir eru “licensed” and “bonded”. svo bændur geta fyllilega treyst Þeim. Drjúga borgun fyrirfram fá þeir, sem vilja geyma hveiti sitt 1 von um hærra verS siSar meir. SkrifiS oss eftir öllum upplýsingum hveiti viSvíkjandi. ötulir umboSsmenn geta veriS til ðmetanlegs gagns fyrir alla hveitisala. Komist í kynni viS Þá og sendiS hveiti ySar tll BARTLETT & LANGILLE 510 GRAIN EXCHANGE, WINNIPEG Skylda við sjálfa yður. Þegar vagninn stendur Klaðinn hveiti á brautinni, þá seljið það aldrei án þess að síma eða fóna til ^GGGfe eftir tilboði. Skiftið við félag sem bændur hafa stofn- að; eiga og starfrækja. Pér getið fengið borgun fyrir- fram fyrir bveiti yðar ef þér farið með Hleðslu skýrteinið til bankens sem þér skiftið við eða sendið oss það í áðyrgðarbréfi. Vér seljúm: Epli, Kol, Hveiti, Timbur, Búsáhöld, o.s.frv. The /raVri /rowers /ra iln (o~ Kzirud. Winnipe^-Manitoba Branehcs at REGINA.SASK. CALGARY.ALTA FORT WILLIAM.ONT. A^cncv at NEWWESTMINSTER Dritish Columl'ia --------1------- uð, eftir það afrek þeirra, að koma á vínsölubanni á Islandi. Höfúnd- urinn, Pétur Zophoniasson er manna bezt kunnugur efni þessu._ Andvari, 39. ár. Skemtilegast af innihaldi þessa árs Andvara eru bréff sem þeim Raldvin Einarssyni og Bjama amt- manni Þorsteinssyni hafa á milli farið. Þar kemur svo skýrlega fram einfeldni og áhugi ungdóms- ins á þeim hugsunum sem hann finnur fyrir sér og ríkastar eru með þeirri kynslóö, er hann vex upp með, svo og ró og kalt hyggjuvit aldurdómsins. Á Bald- vins tíh var því trúað, sem enn er í góðu gildi, að öll mannfélags- mein mætti lækna meö ,því atS veita almenningi sem rífasta hlutdeild í stjóm landsmála, og er nærri átak- anlegt að sjá, hversu fastlega þessi fjör- og kappsmaður hefir trúað þessu. — Auk bréfanna eru ýms- ar fróðlegar og læsilegar ritgerðir: í þessu hefti, æfisaga Steingríms Thorsteinssonar með mynd, um dularfulla fyrirburði, um skilnað Svía og Norðmanna, söguleg rit- gerð, um Björn Jórsalafara og ýmislegt annað. “Nú eða aldrei” Greinarstúfur sá sem hér fer á eftir, er kafli úr lengri ritgerð eftir Lovat Fraser og birtist fyrir nokkru i “Daily Mail,” London. Fraser hefir áður ritað gætilega og hyggilega uni ófriðinn. Þótt lítt troði hann þjóðvegu, hafa margar getgátur hans ræst. Eg hefi þá skoðun, að Þjóð- verjar muni gera hart áhlaup á vestari vígvölli eins fljótt og þeir fá þvi við komið. Margir sem sérfræðingar eru taldir í þeim fræðum, hafa gagn- stæða skoðun og það kann að þykja fjarstæða að mótmæla þeim. En þegar litið er á spádóma þeirra síðustu tólf mánuðina, þarf ekki lengi að leita til að sjá að þeir hafa oft og mörgum sinnum ekki ræst. Þegar Þjóðverjar létu undan siga við Marne, var oss sagt, að loksins hefðum vér þá unnið bug á þýzkum; en áður en vika var liðin höfðu þeir búið svo vandlega um sig hjá Aisne, að lengra urðu þeir ekki hraktir. 1 allan vetur var oss sagt, að vér hefðum ráð þeirra í hendi vorri. Þegar oss nú er sagt að: Óliklegt sé að Þjóðverjar geri* 1 áhlaup á vestara vígvelli og, Að þeir geti ekkert gert þó þeir reyni, þá verður mörgum á að líta aftur í tímann og íhuga hvað gerst hefir og enginn hefir ilt af því. “óvinimir verðd að halda áfram.” Um þessar. mundir er því oft- ast haldið fram, að Þjóðverjar og Austurríkismenn hafi svo mikið að gert á Rússlandi, að þeir verði að halda áfram. Mörgum virðist lít- iö á þessu byggjandi. Þjóðverjar mundu að vísu fegnir ganga á milli bols og höfuðs á rússneska hemum ef þeir gætu og það hafa þeir eflaust í hyggja eða að minsta kosti höggva í hann svo stórt skarð, að Rússar þurfi marga mánuði til að fylla það. Þeim hefir þegar orðið talsvert iágengt i þessa átt og þe/ir hafa lamað svo Rússa að lengi hlýtur fremur að verða vörn en sókn af þeirra hendi. Þjóðverjar eru komnir svo langt austur fyrir landamærin, að þeir þurfa ekki að óttast árás úr þeirri átt. Það virðist fjarri öll- um sanni, að Þjóðverjar séu neyddir til að halda mjög langt austur á bóginn þaðan sem þeir nú eru og þurfa tiltölulega lítið lið til að' halda því sem, þeir hafa tekið. Sennilegt er að vísu, að þeir haldi enn um stund áfram og reyni' að króa af allan þorra rússneska hersins, en það er ekki síður senni- legt að þeir fari nær um hve nær stanza ber. Það virðist mjög ólíklegt, að Þýzkárar hugsi sér að halda til Odessa. Tvær aðrar leiðir er oss sagt að standi þeirni opnar. Sumir halda að þeir muni senda megin þorra liðs síns móti Itölum og nota veturinn til að berja á þeim, því þar er vetrarríki lít'ið. Aðrir halda að þeir muni leggja leið sína til Constantinopel og freista að reka lið vort í burtu af Gallipoli skaganum. Beinasta svarið við báðum þessum ágizkunum er; það, að Þjóðverjar og Austurríkismenn gætu sent lið bæði til Italíu og Constantinopel og samt sent drjúgan liðsauka á vestara víg- völl. En Þáð er ólíkt Þjóðverj- um að eyða kröftum sínum við smámuni og láta voldugustu óvin- ina í friði og hefja ekki árás á hendur þeirra fyr en næsta ár. Þeir sem tala og skrifa um ófriðinn, virðast oft lítið skyn- bragð bera á það sem þeir eru að tala um. Margir virðast líta svo á, að Þjóðverjar verði að flytja þann her sem þeir hafa nú á Rússlandi, vestur á bóginn, ef þeir hyggja á áhlaup. Það er deginuni Ijósara, að þetta er mis- skilningur. Þjóðverjar hafa nú sem stendur fullar tvær miljónir manna á vestra vígvelli og hið vel æfða lið sem enn hefir ekki á víg- völl komð, skiftir hundruðum þúsunda og líklega miljómun, Þ.eir hafa því nægan liðsauka heima fyrir til að fylla í skörðin og þurfa litlu liði við að bæta til að hefja árás ef þeim svo sýnist. En Þjóðverjum er tíminn dýr- mætur. Þeir mega ekki bíða þang- að til handamenn hafa viðað að sér óþrjótandi hergögnum, ef svo má að orði komast. Þeir verða að hefja árás á bandamenn nú eöa aldrei. Þeir hafa haft þá aðferð i Galiziu að steypa sprengikúlum yfir landið, sem regn væri, svo ekkert hefir fengið fyrir staðist. Þegar brautin þannig hefir verið rudd, hefir fótgöngu og riddara- liði veist auðvelt að vinna það sem eftir var. Eg efast ekki um„ að þeir muni reyna sömu aðferðina á vestari vígvelli, áður en langt um líður. Engin ástæða virðist til að ætla, að þeir hugsi sér að semja frið í haust. Þeir vita hug banda- manna og ekki mundi Þjóðverj- um koma til hugar, nú sem stend- ur, að fara fram á frið án þess jafnframt að krefjast hárra skaða- bóta. En til þess að geta krafist skaða-bóta. verða þeir að buga bandamenn ef þeir geta. I ró auðnarinnar. 1 flestum afkymum veraldar hefir lúðrahljómur ófriðarins mikla ómað og víðast hefir hann sett merki sitt á daglegt líf matina. Bkki alllangt frá einum útjáðri Sahara stendur gamalt viggirt klaustur eins og eyja í úthafi eða sæluhús i öræfum. Þangað hafa öldur ófriðarins ekki náð. Einn af starfsmönnum stór- blaðsins “Times” hefir nýlega ver- ið þar á ferð og lýst því. Þáð heitir Nitriaklaustur og íbúar þess vita svo að segja ekkert um stríð- ið. Umhverfis klaustrið eru þykk- ir múrveggir, segir tíðindamaður- inn. Dyrnar eru þröngar og vandlega lokaðar. En klukku- strengur hangir niður af múrnum. Eg kippi í taugina. Löng þögn. Eoks kemur berfættur munkur til dyra og opnar hurðina með erfið- ismunum. Eg sýni honum vega og meðmælabréf og mér er lofað inn. Munkarnir eru glaðir í | bragði og bjóða mig velkominn. Ungur munkur sem er í klaustrinu til reynslu þvær mér um hendurn- ar, annar gefur mér rósrautt syk- urvatn og því næst er mér boðið sætt kaffi. Ábótinn talar vin- gjarnlega og innilega við mig;l hann er dökkhærður og hrein- skilnin skín út úr andlitirtu á honum. I klaustrinu dvelja 16 munkar; en í grendinni dvelja nokkrir mein- lætamenn svo ábótinn ræður yfir hundrað og fimtíu helgum mönn- um. Á fjórðu öld voru aö minsta kosti hundrað klaustur á víð og dreif í grendinni og í þeim bjuggu meira en 7000 munkar og nunnur. Flest var það meinlætafólk, menn sem lifðu árum saman á háum súlum og konur sem bundu sig við krossa. Þegar tímar liðu fram var það talið mesta helgimerki, að draga sig með öllu út úr skarkala lífsins og solli og setjast að í Nitra. Þar sem hælar og súlur meinlætafólksins voru þéíttastar risu upp klaustur og þangað söfn- uðust nú gersemar og gull og silfur. En þá bar óvini að garði; þeir myrtu munkana, höfðu flest sem fémætt var á braut með sér, brutu ölturu og lögðu klaustrin í eyði. En löngu seinna settust Arahar, er flestir höfðu tekið kristna trú, að í landinu. Þeir reistu eitt af klaustrunum úr rúst- um og gerðu um það þykka múr- veggi er standast skyldu árásir óvina. Þetta er eina klaustrið sem nú er við líði. “Hvað hafið þið hér fyrir ábótann. “Við biðjum, lesum og syngj um,” svaraði hann. “Hvernig lízt ykkur á stríðið?” “Stríðið kemur okkur ekkert við. Þeir mega koma og myrða okkur. Við látúm okkur það einu gilda. En við biðjum guð daglega um að draga úr vonzku mann- anna, svo stríðið hætti, ef það er hans vísdómsfullur vilji.” “Hvað nuinduð þið taka til bragðs ef óvinirnir kæmu?” “Ef þeir ætluðu að skjóta á okkur, mundum við reyna að kasta til þeirra brauði. Það mundi verða okkar svar.” “Heimsækja ykkur margir?” “Mjög fáir.” Koma russneskir pílagrimar liingað ” “Já, Rússar biðjast hér líka fyrir.” “Leiðist ykkúr ekki að lifa hér, svona fjarri skarkala og umbrotum heimsins ?” “Einn sækist eftir fé; hann vel- ur sér þá leið. Annar sækist eftir völdum, þriðji eftir heiðri; það er þeirra unaður og yndi Aðrir gera skyldu sina, sá og plægja — og eg alít að allir komist fyrir í veröld- inni.” Frá Islandi. Akureyri, 25 Júní 1915. Flutningsbifreið ætla Þingeyingar að hafa í sumar á akbrautinni milli Húsavíkur og Breiðumýrar. Bifreið- arstjóri verður Kári Arngrímsson frá Ljósavatni. í Rvík liggur mótorkútter nýkom- inn frá Noregi; er hann 120 sniálest - ir að stærð. A hann að fara á laug- ardaginn til Jan Mayn og sækja æð- ardún, tirnbur, 'tófur og fleira fyrir félag í Reykjavík, sem stofnað er i þessum tilgangi. Formaður félags þess er Emil Strand. Fjalla-Eyvindur var fyrir nokkrum tíma sýndur í Berlín og var gerður að, honum góður rómur. Fvrsta kvekiið, er hann var leikinn, voru á- horfendur 2,400 að töln. Höfundur leiksins, Jóhann Sigurjónsson, er þar var staddur, varð að koma oft fram á leiksviðið, til þess að þakka fyrir lófaklappið. Þýzku blöðin luku ein- róma lofi á leikinn. Eftir að v'íst var orðið að gufubát- urinn Jörundur yrði ekki á ferðinni í sumar, voru nefndir kosnar bæði af bæjarstjórn og sýslunefnd, til þess að sjá um. ef hægt væri, að flutninga- bátsferðir hér um fjörðinn féllu ekki niður. Hefir nú styrkur nokkur úr landssjóði fengist til ferða þess- ara, og hefir svo um samist að Bjarni Einarsson skipasmiður tekur að sér að halda ferðunum uppi i sumar, und- ir umsjón Ragnars kaupm. Ólafsson- CflNADft? FIPtEST THEATK4 Nú verið að leika Matinec Miðvikudaginn og Verkamanna- daginn A Pair of Sixes Alla næstu viku Tvisvar á dag 2,30 og 8.30 Heimsins mesti kvikmyndaleikur “The Spoilers,, úr bók Rex Beach. I níu þáttum Áhrifamikil, stórkostleg og falleg mynda- sýning Verð á kveldin: og laugard. Mat. 50cog25^ Gallery lOc Aðrar Mat. Fullorðnir I5c. börn lOc. ar. Byrja ferðir þessar nú í næstu viku, og er ákveðið að bátur Bjarna fari vestur á Siglufjörð og út í fjörðu, tvær ferðir alls ð viku hverri. Áætlanir um ferðirnar verða birtar innan skamms. — Islendingur. Skólakveðja. Lyft þér, sól, því að ljóma slær á tinda, lyft þér v'or ástkæra fold. Vorgolan leikur um lautir og rinda liljurnar gægjast úr mold. Hvar er nú veturinn? Vald hans er dáið. Velkomið, heilaga ljós! —Komið að segja við sölnaða stráið: sestu’ upp og brostu sem rós!— Lyft þér sól yfir sali þessa skóla, sumarið kallar oss braut, hugurinn ber oss til helgustu skjóla, heim, heim í ástvina skaut. Alt var að verpast í vetrarins dróma vini þá kvöddum í haust; heim þegar komum með hagsæld og blóma heilsar oss blíðsumars raust. Lyft þér sól yfir sálir vorar ungu, signdu oss smáviðarstrá, leystu nú höftin af hjörtum og tungu, helga þér frækornin smá Sólnanna sól, eins og ósprottið engi erum v'ér, fáráðu börn; lýs þú oss, ger þú oss drósir og drengi, dáðríka fósturlands vörn. — Kærustu feður, með klökkvandi hjarta kveðjum vér yður í dag. Megi yðar alúð og uppfræðsla skarta, efla vorn framtiðarhag I Ekkert vér höfum sem iðgjöld að bjóða, utan þá löngunarþrá: ást til hins sanna, hins göfuga og góða— guðsríki jörðinni á. Lýstu sól yfir sálu þessa skóla! signdu hans ágæta vörð; ljósið er dýrkeypt og langt milli skjóla, lýs þú hans ungmenna hjörð !— Norðurland, hér er þin gifta, -þinn gróður, arfur og framtíðarnægð; héðan skal spretta þinn ófæddi óður, afrek og skínandi frægð! Matth. Jochumsson. Daginn áður en gagnfræðaskólan- um á Aktireyri var sagt upp 29. f.m. JMaíJ, færði skládið skólanum kvæði það, er hér er birt.—Islendingiir. Stjórnmálaumræða. Hið nýja blað “Islendingur” fer þessum orðum um stjórnmálaumræð- urnar, og má ef til vill af því marka hver stefna þess er i landsmálum: “Það sem framar öðru hefir ein- kent trúna á óskeikulleikann í lands- máladeilunum er umburðarlyndis- skorturitin gagnvart niótstöðumönn- um, en umburðrlyndisskorti fylgja ill- indin, úlfúðin og hatrið.— Þegar alt þetta er fyrir hendi, þá er lagður grundvöllurinn að allskonar stjórn- málasiðspillingu. íslenzkir stjórnmálamenn ættu að geta haft nóg annað þarfara fyrir stafni en að hanga í hárinu hv'er á öðrum. Ekki svo að skilja, að deilumál verði ekki og þurfi ekki að eiga sér stað; væru deilumálin engin til, væri það afleiðing þess, að þjóðin væri hætt að hugsa , og þá væri hún að hana komin. Þess vegna er það, að þó stjórn- málaillindin séu eitt af okkar verri meinum, þá eru þau þó skárri en dauðakvrð: þau bera, þrátt fyrir alt, vott um lifsmerki og krafta meðal þjóðarinnar, en þeim kröftum er ekki beint í rétta átt. ÍJr því nú að deilumálin eiga sér stað, þá verður lika eðlileg afleið- ing þess sú, að menn skipa sér í st j órnmálaf lokka. í hverjum stjórnmálaflokki v'erða svo einhverjir — vanalega tiltölu- lega fáir menn — til þess að gerast leiðtogar og ráða stefnu og aðför- um. Þessir menn veljast leiðtogar fvrir ýmsra hluta sakir. annað hvort vegna þekkingar eða hæfileika, eða þá fyrir viðburðanna rás. Mikil á- bvrgð hvílir á þeim mönnum, sem gerast leiðtogar lýðsins. Tæpast verður hjá því koniist að draga það í efa, að þessir leiðtogar hafi rætt deilumálin svo, að ekki hefði mátt betur v'era, þvi umræð- urnar um málin hafa æði oft haft nokkuð mikinn keim af illvígu flokks fvlgi. Albert Gough Supply Co. Wail Street and Kildonan West ALSKONAR BYGGINGAEFNI Talsimar: Sher. 3089 og St. Jonn 2904 SEGID EKKI “EG GET EKKI BORGAÐ TANNLÆKNI NÚ.” Vér vitum, a<5 nú gengur ekki alt aC öskum og erfltt er a8 elgn&st skildlnga. Ef tll viíl, er oss þati fyrlr beztu. paS kennlr oss, sem verðum a8 vlnna fyrir hverju centi, aC meta gildi peninga. MINNIST þess, aC dalur sparaCur er dalur unninn. MINNIST þess einnig, aC TENNUR eru oft melra virCi en peningar. HEILBRIGÐI er fyrsta spor til hamingju. pvl verClC þér aC vernda TENNUHNAR — Nú er tíminn—hér er staðurinn til aS láta gera vtU tennnr yðar. Mikill sparnaður á vönduðu tannverki EINSTAKAR TENNUR $5.00 HVER BESTA 22 KAIi, GTTT.T, $5.00, 22 KARAT GULI/TENNUR Verð vort ávalt óbreytt. Mörg hundruð manns nota sér hið lága verð. HVERS VEGNA EKKI pt> ? Fara yðar tilbúnu tennur vel? eBa ganga þær lCulega úr skorCum ? Ef þær gera þaC, finniC þá tann- lækna, sem geta gert vel viC tennur yCar fyrir vægt verð. EG slnni yður sjálfur—Notið fimtán ára reynslu vora við tannlæknlngai $8.00 HVALBEIN OPID A KVflLDUM DE. PAESOlsrS McGREEVT BLOCK, PORTAGE AVE. Telefónn M. 699. Uppl yfir Grand Trunk farbréfa skrifstofu. UT >» • •. I • timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgöir tegundum, geirettur og al«- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar með margvís- lcgri tilbreytni. Komið og sjáið vörur vorar. /Etíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. -------------- Limited — HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Þetta erum vér Tbe Coast Lumber Yards, Ltd. 185 Lombard St. Phone M. 765. Þrjú yards Orðhengilshátturinn hefir t. d. oft gengið úr öllu hófi, og rifrildi um aukaatriði hefir stundum hulið fyrir mönnum merg málsins. 1 umræðum sumra leiðtoga vorra hefir undirtónninn verið þessi: Vér einir vitum og skiljum. Andstœðing- ar vorir eru gersneiddir vitinu og skilningnum.. Svo hefir getsökum uni illar hvatir verið stráð yfir alt saman. Þetta er gott dæmi þess, hvernig ekki á að ræða mál. ■ Hugsum okkur hvílíkri feikna breytingu til batnaðar það mundi valda, ef andstæðingar gætu hætt að lita hverjir á aðra senj skoðana- féndur sína; ef skoðanaandstæðing- ar gætu litið hverjir á aðra sem samverkamenn sína í leit eftir sann- leikanum og engu öðru, þá mundu deilumar ekki lengur snúast um það, að finna höggstað á mótstöðumann- inum, heldur mundi þá leitað eftir þeim sannleikskornum, sem finnast kynnu í því, er hann hefir frm að bera, og þau tekin til greina. Þá mundu hártoganir hverfa og per- sónulega áreitnin, og illkvittnis get- sakir ekki lengur eiga griöastað í blöðum okkar, en málin rædd í bróð- erni með það eitt fyrir augum, að þau skýrist og skiljist sem bezt. Vísst er, að þess verði langt að bíða að umræður um stjórnmál fær- ist í það horf, sem hér hefir verið bent á. — En það er undir okkur sjálfunt komið hvenær það verður.” Einkennileg málaleitun. Af öllum þeim bónum og málaleit- unum, munnlegum og bréflegum, — en þær munu vera æfamargar—, sem viðtakandi þessa bréfs hafa borizt, mun sú vera einna kynlegust, sem eftirfarandi bréf inniheldur. “......P.O. 18. Júní 1915. Hon. Tomas Jónsson! Hei'ðraði herra! Eg býst við, að þér þyki skrítið að fá hréf frá mér, en enn skrítnara mun þér þykja innihald þess. Eg er fæddur heima á Islandi í ..........sýslu, og er eg búinn að vera hér tíu ár; en ekki hefir lánið leikið við mig hér. Eg hefi verið veill á heilsu, þó mér mundi batna fljótt til fulls, ef eg hefði efni á að njóta læknishjálpar. En hér hefi eg aldrei átt sent sem kallað er, og get eg þó sagt með sanni, að eg er reglu- maður sem kallað er. Jæja, það var nú reyndar ekki Það kostaryður EK.KERT að reyna Record fibur en þér kaupltt rjómaskilvindu. RECORD er elnmitt skllvindan, gem bezt á viti fyrlr bændur, er hafa ekki fleiri en 6 KÝR Þegar þér reynið þessa vél, mnnuð i þér brátt sannfærast um, að hún i teknr öllum öðrum fram af sömu | stærð og verðl. Ef þér notið RECORD, fáið þér meira smjör, hún er auðveldarl meðfcrðar, traustari, auðhreinsaðri os scl«l svo lágu verði, að aðrir 8<‘ta ekki eftir lcikið. Skrifið eftir söluskilmálum 08 ðil- um upplýsinguni, til The Swedish Canadian Sales Ltd. 234 Logan Avenue, Winnipes. þetta, sem eg ætlaði að tala um, þó eg léti það fljóta með. Eg hefi tek- ið dálítið eftir stjórnmálaþjarkinu hér í Canada og Manitoba, og er eng- inn efi á því, að þú ert sá mælskasti íslendingur á þinginu í Manitoba, en um leið sá ófyrirleitnasti í munnin- um, og er leitt að hinn flokkurinn, nefnilega -conservatívar, skuli engan íslending eiga á þinginu jafnsnjallan þér í munninum, og datt mér þess vegna í hug að spyrja þig að, hvort þig langi ekki til að eignast mótstöðu mann jafnan þér, sv'o þú getir háð ærlega hólmgöngu? Mig vantar þekkingu i opinberum málum og eg kann ekki enska tungu; en eg er fljótur að læra og vil feginn læra hvorutveggja. En til þess vantar mig peninga. Og ef þig langar til að eignast mótstöðumann, sem aldrei gefur þér eftir um hársbreidd, þá taktu mig að þér og kendu mér lög- fræði og stjórnfræði eins vel og þú kant það sjálfur, og skal eg vera þér allra manna þakklátastur nema í stjórnmálum; þar skulum við heyja stríð unz annar hvor fellur. Að gera þetta af þér mundi verða merkilegt og einstakt í sinni röð. Eg skal geta þess, að það var ekki í upphafi eðlislöngun mín að vinna stritvinnu, lieldur hafa kringumstæðurnar hagað því þannig; því hefði eg getað geng- ið þá braut, sem andi minn hefir alt af þráð, þá væri eg nú einn sá stærsti eðlisfræðingur og heimspek- ingur, sem heimurinn ætti nú. Og svo er eg fátækur nú, aö varla er að eg hafi að borða, því eg get lít- ið unnið með köflum, hefi verið og er þjáður af húðveiki og má ekki vinna líkamlega v'innu, en verð að gera það til að lifa, og batnar þess •vegna ekki til fulls. Þú fyrirgefur, að eg brúka engin fleðulæti eða kurteisi sem kallað er. Eg hata alt svoleiðis, alla kirkjutrú og presta, hræsni og yfirdrepsskap, flærð og fagurgala. Þetta hata eg og conservatívi er eg og ætla að verða. Eg ætla að biðja þig að gera svo vel og láta mig v’ita þína skoðun á þessu; en skrifaðu á íslenzku. Bezt kvaddur með virðingpi og vin- semd. Þinn einl. ■r ♦ ♦ >- Það er víst óhætt að láta það fylgja, að ráðgjafinn mun ekki ætla sér að brynja þennan kappa á hólm- inn gegn sér.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.