Lögberg - 16.09.1915, Síða 6

Lögberg - 16.09.1915, Síða 6
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1915 LUKKUHJOUÐ. Eftir LOUIS TRACY. Þegar hér var komið, hafði Mrs. Haxton loks sannfærst um, aö óhætt væri að trúa skipverjum til að koma kistunum út á skip án þess að brjóta þær og lyfti upp pilsunum lítið eitt svo faldurinn skyldi ekki saurgast á bryggjunni. Því næst bar hún gler- augu með silfurhöldu upp að augunum og leit á skútuna. Hún starði góða stund á Dick. “Er þetta skipstjórinn?” spurði hún og snéri sér að Mr. Fenshawe; hann hafði beðið á bryggjunni til að hjálpa henni út á skipið. “Nei. Það er, Mr. King, ungi maðurinn sem Irene var að segja þér frá.” “Nú, er það hann. Appollo, íklæddur holdi og blóði; sýnist þér það ekki ?” “Hann virðist vera myndarlegur maður, vel vax- inn og vel siðaður. En það er ekki gott að segja hvem-ig okkur litist á hann jafn fáklæddan og Apollo í Delphi.” "7 Mrs Haxton kimdi. “Mikill æringi geturðu verið,” sagði hún. “Eg öfunda þig af glaðlyndinu. Eg kvíði alt af fyrir að ferðast á sjónum. Það er venjulega ofviðri og haf- róti þegar eg fer um Miðjarðar hafið eða einhver óhöpp vilja til. Ætli þessi lausabrú detti nú ekki þegar eg stíg á hana? ág er svo hrædd við þetta hrákasmíði.” Þótt Mrs. Haxton væri hrædd og kvíðafull, tók hún eftir að simskeytadrengur var á leiðinni til þeirra. Hann hafði hægt á sér til að lesa nafn skipsins. “Komdu hingað drengur minn. Ertu með sím- skeyti til mín?” Hún talaði frönsku ágætlega vel og drengurinn rétti henni bréf í bláu umslagi. Hún leit á áritunina í gegnum gleraugun. “Richard RoysQn, brezka skútan Aphrodite, Mar- seilles,” sagði hún eftir augnabliks þögn. “Hver er Richard Royson?” spurði hún og leit á Mr. Fenshawe og þvi næst á manninn sem stóð út við borðstokkinn; en sá maður var einmitt Royson. Dick kom þetta á svo óvænt að hann roðnaði í andliti og hikaði við. En sá enga ástæðu til að neita að hann væri maðurinn. “Skeytið er til mín,” sagði hann. “Til þín ? Mr. Fenshawe var að segja mér aö þú hétir King.” “Barón von Kerber gaf mér þetta nafn af mis- skilningi. Eg heiti Royson.” “Það er skritið! Ákaflega er það skrítið!” , Hræðsla Mrs. Haxton við brúna virtist vera gleymd. Hún gekk stilt og rólega til Dicks og rétti honum bréfið. Þegar Dick tók við bréfinu, fann hann, að Irene, Stump skipstjóra og Mr. Fenshawe fanst það ákaflega undarlegt, eins og Mrs. Haxton, að einn af áhöfn skipsins skyldi ganga undir fölsku nafni. V. KAPITULI. Miss Fenshawe finnur samverkaman? Royson lét ekki á sig fá hjal konunnar; hann átti ekki sök á því að hann gekk undir gerfinafninu. Von Kerber hefði getað hjálpað honum úr klípunni með einu orði, en hann 'hafði ástæðu til að leyna sér, enda lét hann ekki sjá sig. Dick lyfti þess vegna höfði hvatlega likt og sá, sem ekki 'hvikar þótt öldur risi. Hann lét sem hann heyrði ekki hvað Mrs. Haxton sagði, en snéri máli sínu að skipstjóranum. “Eg er feginn að nafnið mitt komst til tals,” sagði I hann. “Þegar barón von Kerber kemur upp á þil- farið, skal eg biðja hann að skýra frá hvemig á nafnaskiftunum stendur, svo engan þurfi framar áð undra.” “Alveg rétt,” sagði Stump. “Eg skyldi líka gera það, ef eg væri í þinum spomm.” “Mér þætti nú‘ mest varið í að fá að vita hvar okkur er ætlað að vera á skipinu,” sagði Mrs. Haxton skærri röddu og dró seiminn. “Farðu með konunum aftur á — Mr. Royson — og léttu þær velja sér klefa,” sagði Stump og var stuttur í spuna. Dick mundi hafa hlýtt því þegjandi ef Miss Fenshave hefði ekki gripið fram í; hún hélt að ekki væri úr vegi að leggja honum liðsyrði. Henni hafði ekki fallið sem bezt við Mrs. Haxton á leiðinni frá London og henni fanst óþarft af henni að nota fyrsta tækifærið sem henni bauðst, til að hreyta í Mr. Royson. “Okkur Hggur ekki svo mikið á, að þú getir ekki lesið simskeytið áður en þú vísar okkur á bústaðinn,” Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVl AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXl sagði hún við Dick. Þvi næst snéri hún sér að I Stump og brosti hreinskilnislega. “Eg veit þið ætl- ið að leggja samstundis á stað, en það er ekki ólík- legt að Mr. Royson þurfi að koma svari áður en við fömm frá Marseilles. Þú reiðist ekki þó við bíðum á meðan hann les skeytiö?” “Nei, alls ekki,” sagði skipstjórinn, “hann er i ykkai? þjónustu. Eg get verið án hans — hæglega.” Stump var gramur Við Dick og hikaði ekki við að sýna það. Sjálfur var hann hreinn og beinn og op- inskár og hataði alt pukur og óhreinlyndi. Hann hafði fyrst og fremst furðað stórum á þekkingu Roysons á öllu er að sjómensku laut og þegar hann nú sá að hann gekk undir gervinafni, 'hélt hann að óhreinn' leikur færi fram á bak við tjöldin og ekki væri ólíklegt, að árásin á von Kerber ætti að ein- hverju leyti skylt við hann. Og ekki bar minna á undmn og vanþóknun Mrs. Haxtons er hún, heyrði orð stúlkunnar. Hún hafði ekki átt von á að Irene drægi svona eindregið taum Roysons og henni var illa við það. Hún var ráðrík og drotnunargjörn og bjarmi æstra hugsana leiftr- aði í augum hennar. En hún stilti sig í tíma og slefti ekki taumhaldi á tilfinningum sínum. “Nei,” sagði hún við Irene, eg reiðist því ekki. Símskeyti eru stundum áríðandi. Sendisveinninn bíður líka á bryggjunni.” Royson opnaði umslagið og las skeytið. Það var jafn óljóst og það var stutt. “Ættir að koma tafarlaust til Englands. Eg ber ábyrgðina á því og að þú tapir engu. . Forbes.” “Forbes” var eflaust lögfræðingur frænda hans. En hvemig hafði hann getað komist eftir nafni skútunnar og hvemig vissi hann hvaðan hún lagði á stað? Og hvemig stóð á því að hann, gamall lög- maður, skyld óhlýðnast þeirri fyrirskipun skjólstæð- ings síns, að hann mætti á engan hátt hjálpa eða leið- beina hinum þverlynda og óróafulla manni? Og ekki nóg með það, heldur einnig að lítilsvirða ósk Dicks um að| kalla hann King en ekki Royson. Ótal spurningar ruddust fram í huga Dicks. En það þýddf ekkert að stara á skeytið; hann fékk ekki svar við neinni þeirra. En hann varð að skera úr samstundis hvað gera skyldi. Stump hafði þegar sent menn á land, er voru reiðubúnir að losa land- festar þegar kallið kæmi. Ef til vill var Sir Henry Royson að dauða kominn? Ef svo var, hvaða gagn var þá að félausri nafnbót? Það mátti skilja sím- skeytið þannig, að lögfræðingurinn væri að bjóða honurn 'fjáVhagsleag hjáJp. En til þess að verða þeirrar hjálpar aðnjótandi, varð hann að hlaupa sam- stundis á land og fara á mis við æfintýrið, sem hon- um virtist blasa við fram undan og hann hafði hlakk- að svo mikið til. Þá sagði Irene hlýlega: “Eg vonast til að þú hafir ekki fengið slæmar fréttir, Mr. — Royson.” Þegar skipstjórinn, skömmu áður, hafði 'hugsað sig um Iitið eitt, áður en hann nefndi hann réttu nafni, hafði hann gert það í háði. En Irene gerði það vegna þess að hún hélt að hann kærði sig ekki um að fara lengur í felur. Rödd stúlkunnar sópaði áhyggjunum úr huga hans. “Nei, Miss Fensahwe; eg hefi engar slæffnar fréttir fengið. Mig furðar bara á hve fréttasnautt skeytið er. Chasseur!” fSendisveinn . “Oui, m’sieu’,” og boðberinn lyfti hattinum. “Voila!” Dick kallaði til hans á frönsku. “II n’a pas de response.” fÞú þarft ekki að bíða eftir svari). “Merci bien, m’sieu’.” i Þessi fáu orð sýndu að Royson hafði afráðið hvað gera skyldi. Hann hafði kastað teningum við lukkuna og lét sér í léttu rúmi liggja hvort vann. Boðberinn dró sig frá lausabrúnni og gaf sig á tal við ökumanninn, því hann var enn ekki farinn. Stump gaf manni sem á bryggjunni var bendingu. Landfestin fram á var losuð og hún féll í sjóinn. Tveir hásetar hlupu upp á skipið. Rafklukka hringdi niðui-r í vélarúminu, skrúfan snérist og stýriskeðj- umar surguðu þungan við hjólin. Um leið og Aphrodite skreið hægt aftur á bak vatt hún sér við svo stefnið snéri að hafnarmynninu. Aftur hringdi klukka niðri í vélarúminu; skipið staðnæmdist eitt augnablik; svo leið það áfram. Aftur duttu festar í sjóinn; skipið var laust. Bryggjur, hús og skip virtust smækka og innan fárra mínútna leið Aphro- dite með léttum stunum suður á bóginn. Mrs. Haxton virtist ekki jafn áköf og áður að fá að sjá herbergi sín; hún stóð hreyfingarlaus á þilfarinu og starði á land. “Fyrst þú gerðir það fyrir mig áð bíða, skalt þú fá að kjósa þér fyrst herbergi,” sagði Irene glaðlega. “Vísaðu okkur leiðina, Mr. Royson. Við skulum líta á 'hreiðrin.” Eu í sama bili kom von Kerber hlaupandi til þeirra; hann bauð þau velkomin með brosi út undir eyru. Þáð var auðséð, að eitthvað annað en líkam- leg veiki hafði haldið honum undir þiljum þangað til skipið var kornið á stað. Dick heyrði hann segja þeim, að hann hefði orðið fyrir lítilsháttar slysí á j götunni, þegar hann kom um kveldið. Hann sagði j að sér 'hefði því gengið venju fremur illa að komast á fætur og ekki heldur búist við að lestin kæmi áj þeirri mínútu, sem til var tekið í ferðaáætluninni; því hefði hann ekki komið fyr til að heilsa þeim. En hann fullvissaði þau um að alt væri til reiðtt og vonaðist til að Mr. Fenshawe kynni vel við sig á skútunni; hann væri svo vanur sjóferðum. Þau færðust í hægðum sínum aftur á skipið á meðan hann lét dæluna ganga. Þegar hann var í mesta máta að afsaka sig, tók hann eftir því að Dick fylgdist með þeim og sagði stuttlega að hann þyrfti ekki 'hans hjálpar með. Hann gekk því upp á efra þilfarið og var í fremur þungu skapi. Það hittist svo á, að skipstjórinn var þá að segja Tagg frá hinu undarlega símskeyti. Það var eins og hvorugum væri um að sjá hinn og það er ekki gott að vita hvað fyrir hefði komið, ef Aphrodite, líkt og Miss Fenshave áður, hefði ekki komið honum til hjálpar. Skipið mundi það sem Stump virtist ekki skeyta um að muna eftir. Þótt stjórnarpallur væri á skútunni líkt og á gufuskipum var auðséð á byggingarlaginu og eink- um reiðanum, að henni var fremur ætlað að ganga fyrir vindi en gufu. Fyrsti eigandi hennar hafði látið smíðá hana þannig af ásettu ráði. Hann hafði haft mesta yndi af því að dvelja jafnvel árum sam- an, fjarri siðaðra manna bygðum. Þá var oft erfitt a$! afla kola svo hann treysti meira á vind en gufu. En Stump og fyrsti stýrimður og flestir hásetamir voru vanari að sigla fyrir gufu og vonuðust því til að vélamar' yrðu oftast notaðar; þeir hötuðu seglin. Skipstjórinn hafði hugsað sér að nota segl að eins þegar vindur var hagstæður og þegar sær var ósléttur, til þess að skútan mggaði minna. En ekki höfðu segl enn verið undin upp. Það var gott ráð að nota segl til að létta undir með skrúfunni, en ekki hefði skipstjóri látið slökkva eldana og treyst segl- um eingöngu fyr en í síðusttr lög. En það var sem skipið sjálft tæki í taumana og kendi honum þarfa lexíu. Þegar hann var að velta fyrir sér skamma- klausu, sem hann ætlaði að segja um Royson, stans- aði skrúfan skyndilega og skipið veltist dræmt yfir næsta öldu'hrygg. Það var auðfundið, að vélarnar höfðu stansað. Stump kallaði til vélastjórans í gegnum talpípuna og spurði hvað að væri. Honum var sagt að vélam- ar hefðu stansað; meira fékk hann ekki að vita. Óvíða er verra að vera í Miðjarðarhafinu á biluðu skipi, erf úti fyrir höfninni í Marseilles. Lions fló- inn er að visu því nær falllaus, en þar eru því stríð- ari straumar. Þar er særými lítið sökum smáeyja og skerja, þangað til komið er fram hjá vita, sem stendur í nokkurra mílna fjarlægð. Stump 'hugsaði sér auðvitað að nota seglin, áður en skipið ræki svo Lngt inn á milli skerjanna, að því. yrði ekki bjarg- að. En hann réði sér varla af gremju og var ekki tamt| að skipa fyrir um tilhögun segla. Þess vegna kom hik á skipstjórann, þótt fjarri væri því að hann þegði. Royson varð sjaldan ráða- fátt, og sízt þegar mikið lá við; hann tók þvi að sér stjómina. Hver skipunin rak aðra svo hásetum varð hverft við. Sjálfur var hann eins og andi, ým- ist við framsiglu eða aftursiglu eða fram við stefni til þess að gæta þess að hásetarnir gerðu ekki eitt- hvert axarskaft, og innan örfárra mínútna skreið Aphrodite fyrir þöndum seglum. Þegar öll segl voru upp undin mundi Royson fyrst eftir því, að hann hafði gripið fram fyrir hendur á skipstjóran- um, því skipstjórinn hafði ekki skipað að draga upp segl. Blóðið hafði hlaupið fram í andiitið á Royson, bæði vegna áreynslunnar og vegna þess, að hann fyr- irvarð sig, er honum varð ljóst hvað hann hafði gert. Hann hljóp upp á stjórnpallinn. Stump stóð þar og virtist vera að bíða eftir honum. “Eg vonast til að eg hafi ekkert rangt gert,” sagði hanni með öndina í hálsinum. “Eg hélt að það væri nauðsynlegt að halda skriði á skipinu, svo það léti að stjórn, það er slæmt að hrekjast hér fyrir falli og vindi og —” “Hvað heitirðu nú?” grenjaði Stump og leit svo hvast á hann að Dick hélt að hann hefði framið stórglæp. “Sama nafni og áður — Royson.” “Eg hélt að þú kynnir nú að heita Smith eða eitt- hvað annað; þú virðist breyta um nafn við hvert handtak. En farðu nú niður í vélarúmið og grensl- astu eftir hver þremillinn þar er að.” “Eg skal gjarnan fara ef þér þóknast, en eg er enginn vélfræðingur.” “Vertu þá hór á brunni. Þú ábyrgist skipið. I Haltu í 'sama horfinu. Farðu hálfa mílu fyrir vest- an þennan vita; þar er ekkert að óttast.” Stump hvarf og skipið var í ábyrgð Roysons, þótt tæplega væru tuttugu mínútur liðnar frá því lagt var frá landi. Meiri virðing og betri viður- kenningu hefði hinn óþýði skipstjóri varla getað sýnt honurn. “Þáð þýðir ekkert að úthúða mér og bölva fyrir það, að þetta stykki í vélinni var sprungið,” sagði vélastjóri, þegar skipstjórinn hafði helt yfir 'hann Jónsbókarlestri ai skömmum og Stóryrðum. “Eg get ekki fremur en þú séð hvort stál, sem er hulið málningu, er gallalaust eða ekki.” “Nóg komið af þessu! 1 Eg gæti kannske víða fundið galla á þér ef vel væri leitað. En geturðu gert við þetta út á rúmsjó eða verðum við að halda til hafnar?” Vélstjórinn gugnaði fyrir hinu harða augnaráði skipstjórans. “Það væri betra að snúa við. Mér getur hepnast að gera við vélina, en eg er ekki viss um það.” Stumpi fór aftur á til að ráðfæra sig við von Kerber. Með svo snörum handtökum höfðu segl verið upp undin þegar vélin bilaði, að hvorki von Kerber né félagar 'hans höfðu tekið eftir að neitt hafði í skorist. Þeir sem sjóferi5um eru vanir hefðu auðvitað strax fundið, að skipið gekk nú fyrir vindi en ekki gufu, en ferðafólkið aftur á tók ekki eftir því. Þegar barónninn heyrði hvað að höndum hafði borið og skipstjórinn gerði ráð fyrir að snúa aftur, þver-neitaði hann að halda aftur til Marseilles og Stump var jafn fastráðinni í þvi, að fara ekki með brotna vél í gegnum Bonifacio sundið. Þeir komu sér því saman um að halda til Toulon og þang- að var haldið, síðari hluta dagsins. Þeim þótti það ráðlegast, úr því sem komið var. Þar eru skipa- smiðjur allmiklar og var ekki lengi verið að gera við vélina. Auk þess fengu þeir ýmsa búta með sér til vara, ef vélin kynni að bila aftur. Það var hyggi- legd. því að skipasmiðjur voru ekki á þeim slóðum, sem þeir ætluðu að ferðast um. Eftir að 'haldið var frá Toulon gekk ferðin slysa- laust. • Royson greip fyrsta færi til að skýra von Kerber frá hvernig stóð á misskilningnum með nafn hans. Barónninn brosti ánægjulega; strendur Frakk- Iands voru að hverfa og honum þótti vænt um það. Stump sannfærðist bráðlega um, að Aphrodite gekk betur undir seglum en fyrir gufu, ekki sist þegar vindur var hagstæður. Þess vegna hafði Royson meira að gera og kunni betur við sig. Þó fanst honum lífið fremur tilbreytingarlítið og leið- inlegt. Að vísu sá 'hann Mr. Fenshawe einstöku sinnum, en þeir að eins heilsuðust þegar þeir hitt- ust, en töluðust sjaldan eða aldrei við. Konumar ýmist lásu í bókum, eða gengu um sér til skemtunar eða léku ser við Mr. Fenshawe og baróninn. Þær urðu himinlifandi þegar þær sáu Stromboli og frá sér numdar þegar farið var í gegnum Messinasund- ið; og tímum saman stóðu þær með sjónauka fyrir augunum á meðan þær eygðu Etnu. Þá tók við löng sjóleið og sjaldan sást til lands þangað til komið var til Port Said; þau lentu þar fyrsta nóvember. 1 Port Said var skipið fylt af vistum og kolum, en skipverjar fengu ekki að fara á land. Stórar hrúgur af símskeytum, bréfum og blöðum komu til ferðafólksins. Eitt bréf kom til Roysons; aðrir skipverjar fengu engin skeyti úr átthögunum. Von Kerber gerðist póstur og færði Dick bréfið. En ekki gerði hann það fyr en þeir vom komnir góðan kipp frá höfninni og hafnsögumaðurinn var aftur kominn í land. Honum var órótt, en hann reyndi að láta sem minst á því bera. “Hvemig stendur á því, að þú sagðir einhverj- um kunningja þínum, að við mundum koma við í Port Said?” sagði barónninn. “Eg gerði það ekki,” sagði Dink og hann var« svo hissa, að barónninn sannfærðist um að hann segði satt. “Þá hefir ein'hver getið furðu rétt til, já?” sagðií hann. “Eg átti ekki von á neinu bréfi og sagði engum að við mundum korna til Port Said, af þeirri ein- földu ástæðu, að mér datt ekki sá staður í hug, fyr en þú; sagðir mér að ferðinni væri heitið suður i Rauðahaf.” “Það er undarl^gt. Hér er þó bréf; til þín. Ef til vill skilurðu hvernig í öllu liggur þegar þú ert búinn að lesa það. Eg vildi ekki láta komast í há-| mæli hvert ferðinni væri heitið og enginn maður í London veit hvar neinn þeirra sem innanborðs em, em niður komnir, nema þú, Mr. Fenshawe og eg.” Nú vildi svo til, að ekki var hægt að lesa póst- stimpilinn á bréfinu. En Von Kerber var búinn að lesa bréfið, 'hafði beitt sömu ráðum og rússneskir ritskoðarar. Þegar skrifað er á þykkan pappír sjást merki í pappímum þegar þannig er farið með bréf. Royson tók ekki strax eftir því, en braut upp bréfið og las það. Seinna umi daginn sá hann hvernig far- ið hafði verið með bréfið og varð hissa og áhyggju- fullur. Bréfið var frá Mr. Forbes og var á þessa leið: “Eg sendi þér símskeyti til Marseilles og hefi sönnun fyrir því að þú fékst það. Mér þykir slæmt að svo litur út sem þú viljir ekki fara áð ráðum min- um. Sir Henry Royson er veikur, sumir segja að hann sé hættulega veikur og eg hefi ástæðu til að ætla, að hann langi til að bæta fyrir fyrri framkomu sína við þig. Eg fékk bréf þitt; þú segist vera ráð- inn á skip og ganga þar undir nafninu King. Það var auðvelt að rekja slóð þína að skútu Mr. Fens- hawes og eg tel mig ekki hafa rétt til að kannast við gervinafn þitt. Eg ræð þér aftur til að snúa 'heim- leiðis. Eg er viss um að vinnuveitandi þinn hefir ekkert á móti því; hann er mjög sannsýnn maður. Ef þú yfirgefur Aplirodite í Port Said eða Ismalia og sendir mér símskeyti, þá skal eg senda þér eins mikla peninga og þú þarft á að halda.” ' Dick hafði haldið að hann væri laus við þetta óþœgilega mál. Hann hafði ekki verið lengi að hugsa sig um svarið í Maseilles og hann var ekki heldur lengi að því nú. Hann rétti bréfið að von Kerber. En Dink hafði engan grun um hve vel hafði verið tekið eftir hverjum drætti í andliti hans á meðan hann var að lesa bréfið. “Lestu það,” sagði hann, “þá sérðu að eg er á engan hátt sekur.” Von Kerber virtist ekki hafa átt von á svona miklu trausti. “Nei, nei,” sagði. hann drembilega. “Eg kseri! mig ekkert um að lesa það. Þú segist ekki veraj sekur. Það er mér nóg.” “Má eg senda svar?” “Já, frá Suez.” Mr. Tagg hafði vörð á þilfari frá klukkan átta um kveldið til miðnættis. Ef ekkert sérstakt hefði ver- ið um' að vera, mundi Royson hafa gengið til hvilu, því hann þurfti ekki að koma á þilfar fyr en klukk- an fjögur um morguninn. En það fór líkt fyrir hon- um og mörgum, öðrum, sem fara í fyrsta skifti um Suez skurðinn; honum fanst hann verða að vera á þiljum uppi. Að loknum kveldverði fór hann upp á þilfar til að reykja pipu sína.i Hann settist á bakvið raf- magnslampann sem festur var á kinnung skipsins og lýsti upp hinn vota borða, sem tengir saman tvær heimsálfur. Ljósgeislamir vörpuðu töfraljóma á gróðurlausa auðnina til beggja hliða, en fram undan var sem þúsundir gimsteina tindruðu í geislaflóðinu. Rauð vitaljós og lulctir á siglutoppum skinu eins og daufar stjörnur i dökkri auðninni. Himininn hvelfd- ist dökkblár yfir höfðum þeirra, stjörnum stráður, en í vestri sást daufur bjarmi hins 'hverfandi dags. Við og við gat hann greint náttstaði Araba ál bökk- unum. Þeir sátu eins og vofur umhverfis hálfdauð- ar glæður, en úlfaldamir teygðu úpp höfuðin og störðu forvitnis og undraunaraugum á skipið. Skip á siglingu finst þeim jafnan kynjasýn. ]\|ARKET JJOTEL Viö sölutorgiC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Fumiture Overland J. C. MacKinnon ELECTRICAL CONTRACTOR Sher. 3019 588 Sherbrooke St. Viðfeldinn bjór Bjórinn sem þér líkar Kasaar með heilflöskum eða hálf- flöskum frá ölgerðarhúsinu eða kaup- mar ni þínum. E. L. DREWRY, Ltd. Winnjpeg Isabel CleaningS Pressing Establishment J. W. QUINN, eigandi Kunna manna bezt að fara með Loðskinnaföt Viðgerðir og breyt- ingar á fatnaði. Garry 1098 88 isabel St. borni McDermot Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Paul Bjarnason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olg. Friðriksson, Glenboro. Albert Oliver, Brú P.°., Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. OI. Johnson, Winnipegosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurðsson, Bumt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts. Sigurður Jónsson, Bantry, N.D. Aðeins $2.00 á ári íyrir Lögberg og premíu þar að auki stærsta íslenzka fréttablað í beimi gjörist kaupandi þess.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.