Lögberg - 16.09.1915, Blaðsíða 8

Lögberg - 16.09.1915, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTCJDAGINN 16. SEPTEMBER 1915 “Puddingurinn sannar gæði sín bezt þegar hann er borBaður.” Gott te er bezt að dæma um þegar þaS er drukkið Hinn mikli fjöldi fólks, sem drekkur reglulega BLIE WBBON $%TEA$% hefir augun opin þegar það velur sér það. — Það þekkir gæði þess og að það reynist ávalt eins og þar að auki er sparnaðarauki. Það þekkir og hreinleik þess og að hinar tvöföldu umbúðir eru loftþéttar. Þúsundir hafa sannað það með því að drekka “BLUE RIBBON”. Gerðu því eins. — Peningunum er skilað aftur, ef þér ekki líkar það. — Dr bænum Bazaar.—Kv'enfélag Skjaldborgar- safnaðar er að undirbua Bazaar, sem verður hldinn að kvöldinu, þess 24. og 25. September. Sjá auglýsingu í næsta blaði. Guðsþjónustur sunnud. 19. Sept,—- Séra N. S. Thorláksson prédikar í Kristnes skólahúsi kl. 12 á hádegi og i Leslie kl. 3.30. Séra H. Sigmar prédikar í Grain Growers’ Hall við Hol P.O., kl. 11 f.h. og í Elfros kl. 3. Allir velkomnir. Hon. Thos. H. Johnson, ráðgjafi opinberra verka, fór til Oakland, Cal., í vikunni sem leið, að vera a alheims- fundi þess félags, sém starfar að góðra brauta gerð í sem flestum löndum. Vegagerð í voru viðlenda fylki er eitt af þeim stóru málum, sem heyra undir embætti hans. ” Ráðgjafinn verður burtu i þriggja vikna tíma. J. G. Hjaltalin, starfsmaður á Union bankanum, sem dvalið hefir í Ninette, sér til heilsubótar, kom það- an á laugardagskveldið albata. Einn af bréfburðarmönnum i þjón- ustu póststj órnarinnar var staðinn að því að hnupla skildingum úr bréfum, og var sá dæmdur í þriggja ára betr- unarhússvinnu. Hann a konu og tvö börn. Maðurinn hafði verið grunaður um tima og var setið um han þangað til hann var staðinn að verki. Eg hefi nú nægar byrgðir af ‘granite” legsteinunum “góðu”, stöðugt við hendina handa öllum sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur, A. S. Bardal. í Bardals Block finnið þér mig, enn á ný reiðubúinn til að gera alt gull og úrsmíði eins vel og ódýrt og hægt er. Gömlu viðskiftavinir mínir ættu ekki að gleyma þessu. G. Thomas. Til sölu 80 ekrur af góðu landi skamt frá Gimli. Upplýsingar að Lögbergi hjá ritstjóra. Hrein, góð herbergi, uppbúin og óuppbúin, eru til leigu að 498 Victor stræti. Húsið er vel hreint og hlýtt. Leigan rýmileg. Upplýsingar fást í húsinu eða með telefón Sherbrooke 2294. Komið og lítið á herbergin. BAZAR Kvenfélagsins í Fyrstu lútersku kirkju stendur í tvo daga, þann 5. og 6. Október. Munum eftir hon- Halldór Johnson stud. theol., óskar eftir að fá að vita heimilisfang Guð- laugar Jónsdóttur Sv'einssonar fMrs. Vincentý, áður til heimilis í Nor- wood. Hver sem vita kynni geri honum aðvart að 620 Alverstone St., Winnipeg. Að kvöldi næsta þriðjudags, 21. þ.m., heldur bandalag Skj aldborgar- safnaðar fyrsta fund sinn á þessu hausti. Félagar eru alvarlega á- mintir um að sækja fundinn og koma stundvíslega. Herra Halldór Johnson, guðfræða- nemi, er nýkominn sunnan úr Dakota, þar sem hann hefir starfað fyrir kirkjufélagið um tíma, aðallega na- lægt Hensel, þar sem heimili hans er. Uppskera þar um slóðir er sú bezta, sem þar hefir fengist síðast- liðin tuttugu ár. Til dæmis fékk einn bóndi, Þorlákur Björnsson, 29 bush. hveitis af tuttugu ára gömlum akri. Frost skemdi mais-uppsker- una til muna og garðamat líka, en^ hvorki hveiti né annan akragróða, er sleginn v'ar að mestu, þegar frostið kom. Mr. Johnson flytur guðsþjón- ustu j Skjaldborg á sunnudaginn kemur, kl. 7.30. 23. Ágúst síðastl. voru þau Hall- dóra Pálsson frá Árnes P.O., Man., og Jón Benediktsson á Gimli, gefin saman í hjónaband af séra Carl J. Olson, presti á Gimli. Hjónavígslan fór fram á heimili Helga Bensons, bróður brúðgumans. Á eftir var haldin einkar skemtileg veizla, þó að eins nánustu skyldmenni væru við- stödd. Ánægjan er ekki ætíð undir fjölmenninu komin. Ungu hjónin verða búsett á Gimli framvegis. 14. Júlí síðastl. andaðist að Oak View, Man., konan Anna fHjálm- arsdóttir) Vigfússon, kona Péturs Vigfússonar. Anna sál. fluttist frá Seyðisfirði á Islandi fyrir þremur árum ásamt tveimur börnum þeirra hjóna. Efti/lifandi maður hennar kom ári síðar og hafa þau dvalið í þessari bygð síðan. — Anna sál. var fædd og uppalin á Hvalsnesi á Mið- nesi í Gullbringusýslu, giftist austur við Seyðisfjörð eftirlifandi manni sínum og bjó þar þangað til hún fluttist hér vestur. — Blaðið Austri er vinsamlega beðið að geta um þessa dánarfregn. Herbergi til leigu að 724 Beverley stræti, óuppbúið, stórt og rúmgott, fyrir væga borgun. Uppbúið ef óskast. Það er í næsta húsi Við Jóns Bjarnasonar skóla. Við morgunguðsþjónustu í Fyrstu lút. kirkju á sunnudagin var (12 þ. m.J var byrjað að nota hina nýju sálmabók er kirkjufélagið hefir gefið út. Helgisiðareglur þær er í bókinni eru prentaðar, voru og framkvæmd- ar og þótti mörgum sem sérstakt há- tíðasnið væri því á messugerðinni. um. Sigurður Jóhannesson er nýkom- inn úr þriggja vikna ferðalagi um Nýja ísland. Hann var nokkrar nætur í Árborg hjá þeim séra Jóhanni og Stefáni Guðmundssyni, er tóku honum með einstakri góðvild og gest- risni. Sigurði leizt vel á bygðir landa vorra og þykir þeir athafna- miklir í búskap og öðrum fram- kvæmdum. Sérstaklega tók hann til þess, hve unga kynslóðin er hinum eldri ólík að vaxtarlagi, hávaði frum- vaxta manna eru sex fet, segir hann, og óvíða getur gerv'ilegra fólk. Gestrisni manna lét hann mjög vel yfir, enda efni og ástæður víða góð- ar, bæir vel hýstir, með dýrum timb- urhúsum og innanstokksmunum sem í bæjum. “Undraverðum framförum hefir það tekið, síðan eg sá það fyrst, og er sannast að segja, að það er á miklum framfaravegi,” sagði Sigurður um Nýja Island. Ágirndin er eiturpest, óræk sjást þess merki. Ráðvendnin sig borgar bezt, bæði’ í orði’ og verki. Roblin með sín ráðanaut rýma hlaut úr völdum, ráðvendnis því boðorð braut. Brot æ sæta gjöldum. Það oss nægi, þeir eru frá, þá skulum hart ei dæma. Dauðra hræum hoppa á horskum v'art má sæma. _____________ S. J. Herra K. Kemested er í herliði Canada, því sem nú er á Englandi, og höfum vér séð tvö bréf frá hon- um þaðan, til systur hans, Mrs. J. W. Thorgeirsson, hér í borginni. Hann lætur vel yfir líðan sinni, hef- ir notað frídaga til að skoða sig um í London, og lýsir greinilega þeim miklu mannaverkum, er þar bar fyr- ir sjónir honum. — Lögberg mun með ánægju flytja fréttir af íslenzku piltunum, sem í hernum eru, ekki sízt þær, sem skrifaðar eru nálægt víg- vellinum. Bandalag Fyrsta lút. safnaðar hélt fyrsta fund sinn eftir sumarleyfið síðastliðið fimtudagskveld, og var það mjög ánægjulegur fundur. — Á næsta fundi (í kv'eldj er búist við að séra Friðrik Friðriksson verði viðstaddur, og mundi honum ánægja í að sjá sem flest af unga fólkinu þar viðstatt. Maður kom sér fyrir í kosti og húsnæði hér í bænum, þóttist hafa vinnu hjá félagi, sem hann tiltók og var lofað að vera um stund. Þegar húsmóðirin gekk eftir borgun hjá honum, lofaði hann hátíðlega að koma og borga næsta dag, en lét ekki sjá sig. Lögreglan leitaði hann uppi og var piltur dætndur í þriggja mánaða stritvinnu í Stony Mountain. CONCERT og SDCIflL í Tjaldbúðarkirkju MIÐVIKUDAGINN 22. Sept. nœstkomandi, kl. 8 að kveldi PROGRAM: 1. Pi&no Duet 2; Vocal Solo — Sigurður Helgason 3. Raeða - Séra F. J. Bergmann 4. Vócal Solo— Mrs. Lulu Johnson 5. Kafli úr letkriti— A. Sigurðsson 6. Vocal Duet-Mr.ðcMr8.A. Johnson 7. Organ Solo—Pröf. S. K. Hall 8. Vocal Solo— Alex Johnson 9. Violin Sölo — Violet Johnston 10. Orchestra Kaffi í salnum á eftir. INNGANGUR 25c. Verð sálmabókarinnar nýju var á kirkjuþingi ákveðið $1.50, $2.25, $2.75 eftir gæðum og dýrleik bands- ins.—Engin sölulaun eru greidd út- sölumönnum. Afsláttur sá, er auglýstur hefir verið, nær einungis til SAFNAÐA, sem stórt upplag kaupa í einu (20 eint. minst). En ekki er til þess ætlast, að söfnuðirnir selji einstök- um mönnum bókina með Iœgra verði en kirkjufélagið sjálft, af- slátturinn veittur aðeins með því skilyrði. JÓN J. VOPNI, féhirðir kirkjufélagsins. Þeir flokkar ungra manna og drengja, sem ganga undir nafninu “Boy Ssouts”, eru nú farnir að búa sig undir vetrarstarfið, sem aðallega er falið í ýmiskonar líkamsæfing- um hjálp í viðlögum ffirst aidý o. fl. Margir slíkir flokkar eru hér í bæ, og heyra flestir til einhverjum söfn- uði og öðrum slíkum félögum. Mikil áherzla er á það lögð af forstöðu- mönnunum, að drengir þeir er til- heyra þessum félagskap, séu siðferð- isgóðir og hæverskir í framgöngu, og er stranglega bannað að viðhafa ljótt og ósæmilegt orðbragð.— Nokkrir ís- lenzkir drengir munu heyra þessum félögum til, þó enginn slíkur alís- lenzkur drengjaflokkur sé til hér í borg. Tv'eir klúbbar fengu heimsókn af lögreglunni eitt kveldið og urðu var- ir að sögn, tóku með sér vænan skamt af eldvatni og stjórnendur þessara staða. Búnaðarskóli fylkisins byrjar ekki fyr en 26. Október, en umsóknir eru þegar komnar frá 90 nemendum, þar með frá allmörgum stúlkum. Eldri stúdentar byrja nám 19. Október, en fyrsta, anars og þriðja árs stúdentar viku síðar. Bæjarstjórn hefir í ráði að prýða bogagöngin á Main street með ljós- um, smáum og stórum, til skrauts og prýði fyrir bæinn. Ýfirlits skýrsla yfir hag ljósa- stofnunar bæjarins segir svo, að tekjur í Júlímánuði hafi v'erið 17 þúsundir dala frarn yfir útgjöld, en fyrirfarandi mánuði hafa útgjöldin verið hærri en tekjurnar. Aðsókn að Cornish-baðstað bæj- arins við Assiniboine-á hefir minkað stórum í seinni tíð. Orsökin er talin sú, að sá kvittur kom upp ekki alls fyrir löngu að margir þeir er þangað sóktu hefðu sýkst af kvefkendum sjúkdómi, er læknar hér telja nýjan og óþektan kvilla. Fólk hefir orðið hrætt við sýkingu af kvilla þessum og hætt að sækja böðin. Mikið um- tal hefir orðið um þetta og vill for- stöðunefnd baðanna gera lítið úr og segir, að kvilli þessi stafi ekki frá böðunum, því alls hreinlætis og var- úðar sé gætt. Aftur halda aðrir þvl fram, að ekki sé nægilegt eftirlit með böðunum og sóttkveikjur geti því fluzt frá einum til annars, bæði með þurkum og öðru, sem ekki sé nægi- lega sótthreinsað. Bæjarstjórn hefir málið til meðferðar og mun gera all- ar ráðstafanir til að ekki þurfi að forðast böðin framvegis. Svo margir sóktu um að verða í för þeirri, sem á verkamannadaginn var farin austur með hinni nýju vatnsleiðslu bæjarins til Indian Bay við Shoal Lake, þar sem endastöð veitunnar er, að ekki var unt að fá nægilegt Vagnrými handa þeim öllum. Hefir því verið afráðið að annar slíkur leiðangur skuli farinn laugardaginn 2. Október. Það mun ráðlegt fyrir þá, sem fara vilja, að fá sér farbréf sem fyrst, því óefað verður aðsóknin mikil nú eins og í fyrra skiftið, þar sem marga mun fýsa að sjá með eigin augum þetta stórvirki, sem verið er að vinna fyrir bæinn. Þakkar og kveðjuorð til séra Fr. Friðrikssonar. Öllum, sem eg hefi talað við, hefir komið ásamt um, að samkomur þær, sem séra Friðrik Friðriksson hélt hér í West Selkirk, hafi verið bæði vel fluttar og lærdómsríkar. Eg Iiafði því vonað, að einhver af til heyrendum hans mundi þakka honum framkomu hans hér með nokkrum orðum, þegar liann kvaddi, en sú sú von brást. F.g vil því leyfa mér að votta hon- um innilegt þakklæti fyrir allar sam- komur hans hér, og óska honum langra og góðra lífdaga og umfram alt. að hann megi sjá mikinn árang- ur af sínu háleita starfi. Guð fylgi mikla barnavininum heim til gamla landsins og hvert sem hann fer, og veiti oss þá ánægju að fá að heyra til hans $íðar. West Selkirk, 12. Sept. 1915. Ein af tilheyrendunum. Þorbergur Arinbjörn Þorvarðsson Að morgni hins sjötta dags Sept- ember mánaðar þ.á. andaðist á Al- menna spítalanum í Winnipeg Þor- bergur Arinbjörn Þorvarðsson, úr heilameini, eftir langa og afar þjáningarfplla sjúkdómslegu. Kendi hann fyrst veikinnar í Febrúarmán- uði, dvaldi þá nokkrar vikur á heim- ili tengdaforeldra sinna við Narrows; en er sóttin elnaði fór hann, þótt með veikum burðum væri, til Winni- peg og lagðist á Almenna spítalann til að geta sem bezt notið læknis- hjálpar og annarar hjúkrunar, er í mannlegu valdi stóð. En alt kom fyrir ekki. Sá stóð við stjórnvölinn, borbergur A. Þorvarðsson. sem ekki lætur að augnabliksóskum vorum og vonum, sá, sem betur sér en vér, sá, sem öllu stjórnar v'el. Við það huggar sig ekkjan unga og skyldfólk og vinir hins látna. Þorbergur sálugi var fæddur að Leikskálum í Dalasýslu 28. Nóvem- ber 1888; var því tæplega tuttugu og sjö ára gamall, er hann lézt. For- eldrar hans eru þau Þorvarður Berg- þórsson og Halla Jóhannesdóttir, bæði á lífi. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum þar til hann var 17 ára gamall, fór þá til Reykjavíkur að læra trésmíði og stundaði þar þá iðn þar til hann fluttist vestur um haf sumarið 1911 og stundaði sömu iðn í Winnipeg eftir að þangað kom. Hinn 25. Júlí 1914 gekk hann að eiga Þórdísi Kernesteð, dóttur Páls Kernesteð frá Narrows. Lifir hún niann sinn ásamt fárra vikna gamalli dóttur, Þorbergu Þelmu Guðnýju.— Fimm stystkyni Þorbergs heitins eru hér vestan hafs: Jónas matvörusali í Winnipeg og Hanna Kristín einnig í Winnipeg, Bergþór og Þórarinn við Svold P.O., N. Dak., og Hallur við Bifröst í Nýja íslandi; nokkur systkini átti hann og heima á íslandi. Þorbergur heitinn var meira en meðalmaður á hæð, Iiðlega Vaxinn, i þrekinn, svo hann samsvaraði sér vel og mjög prúður í framgöngu. Hann var fríður sýnum og yfir andlitinu hvíldi barnslegur sakleysisblær. Stilt- ur var hann og gætinn, en þó glað- vær, orðvar og þíður í v'iðmóti og laðaði að sér alla er kyntust honum. Eignaðist hann því fjölda vina þá stuttu stund, er hann fékk að dvelja hér vestan hafs. En samverutíminn varð stuttur, styttri en margur hafði óskað og vonað. í blóma aldurs síns var hon- um í burtu kipt, löngu fyrir hádegi Iífsins til að inna af hendi annað og veglegra verk í víngarðinum mikla. Þar bíður hann þeirra er nú harma og þar hitta þeir hann aftur, er nú bera söknuð i brjósti. Þjóðviljinn og ísafold eru beðin að geta um þetta dauðsfall. X I sömu mynt. “Elsku Gunna,” skrifaði ungur maður í bréfi til stúlku, “þú verður að fyrirgefa mér hvað gleyminn eg er. Eg bað þin í gærkv'eldi, en eg er alveg búinn að gleyma, hvort þú sagðir já eða nei.” “Góði Jón,” kom svarið, “þakka þér fyrir tilskrifið. Eg veit, að eg tók einhverjum í gærkveldi. en mér er ómögulegt að muna hver það * Oskast strax. Hjón til vinnu á sveitaheim- ili í haust og vetur. Helzt barnlaus. Vanalegt kaup er í boði, ferðakostnaður lagður fram ef vill. H. J. Jósefsson, Elfros, Sask. DÁNAliFKEGN. Þann 21. Ágúst síðastl. andaðist á heimili sinu hjá dóttur og tengdasyni, Mr. og Mrs. August Johnson, Winni- pegosis, Man., ekkjan Aðalbjörg Þorkelsdóttir, 85 ára. Hún var fædd 9. Nóvember 1829 að Hólsseli á Möðrudalsfjöllum í Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru Þorkell Tóm- asson og EHsabet Brynjólfsdóttir, þá búendur á áðurnefndum bæ. Móður sína misti hún 11 ára, en frá föður sínum fór hún 15 ára, þá til Raufar- hafnar. Hún giftist 19 ára Jóni Sig- urðssyni, er ættaður var af Langa- nesströndum í Norður-Múlasýslu, og voru þau á ýmsum stöðum í Þistil- firði eftir það, en þó lengst á Sval- barði, um eða yfir 12 ár, hjá prest- unum séra Gunnari Gunnarssyni og séra Guttormi Vigfússyni. En sum- arið 1883 fluttust þau til Ameríku og settust að í Norður Dakota hjá áður- nefndri dóttur sinni og fyrri manni hennar, Aðaljóni Goodman. Þar misti Aðalbjörg sál. mann sinn 1893; svo fluttist hún til Winipegosis 1899 með þessum hjónum og var hún alla tíð til heimilis hjá þessari dóttur sinni frá því hún kom til þessa lands og þar til hún dó, utan 4 mán. tíma sem hún var hjá öðru v'enzlafólki sínu. — Þau hjón eignuðust 5 börn; 3 dóu í æsku á íslandi, en 2 dætur komu til þessa lands, Elísabet, gift Þorvaldi Einarssyni, dáin 1884, og Ólöf Sigurveig, sem enn lifir og áð- ur er nefnd. Aðalbjörg sál. var góð kona; eg, sem þessar Hnur rita, vissi ekki til að neinn bæri kala til hennar: hún var ekki fljót að velja sér vini. en sleit aldrei þá trygð sem hún tók; hún var glaðlynd og skemtin í viðtali. fróð um margt, því hún v'ar bók- hneigð og las mikið svo lengi sem hún gat sjónarinnar vegna; auðvitað þótti henni mest til koma fornaldar- sagna og rímna, en þar var hún Iíka vel heima. Hún hélt vel sína kristi- legu barnatrú, svo að það getur enginn betur; hún vildi enga breyt- ingu þar á, enda var hún lítið gefin fyrir alla nýbreytni, því hún v'ar aldrei eitt í dag og annað á morgun. Hún bar ellina vel og var vel hraust til heilsu þar til síðastliðinn vetur í Aprílsmánuði; þá fór að sjást breyt- ing á heilsu hennar, hún sljóvgaðist til sálar og líkama og ágerðist það smátt og smátt svo hún var orðin al- gerður aumingi síðast, en hún var alt af jafnróleg og treysti guði sin- um, og eg veit. að henni hefir ekki brugðist það, því það mátti með sanni segja um hana eins og sálma- skáldið segir: “Gekst þú með guði.” Friður sé yfir moldum hennar. Vinur hinnar látnu. Mrs. Sigurlaug Johnson er nýkom- in v'estan úr bygðum Islendinga í Saskatvchewan, kom til Leslie, Elf- ros, Mozart, Kandahar, Wynyard, Churchbridge, Foam Lake og víðar. Hún er, eins og getið hefir verið um áður hér í blaðinu, að safna til sjó- mannahælisins í Reykjavík, er Hjálp- ræðisherinn gengst fyrir að reist verði ■ þar. Horfir Mrs. Johnson hvorki í tima né fyrirhöfn til að styrkja þetta fyrirtæki. Kvað hún landa vora þar vestra hafa tekið sér mæta vel, þótt upskera stæði yfir, er hún var á ferðinni, og biður Lögberg að flytja þeim kæra kveðju og alúð- arfylsta þakklæti sitt. Munið eftir sjónleiknum dansinum i Goodtemplara húsinu á fimtudags- kv'eldið 16. þ.m., sem auglýst var í síðasta blaði. Arðinum er varið til að hjálpa veiku fólki. Leikhúsin. DOMINION. Miss Anne Bronaugh endurtekur í næstu viku eitt af hinum áhrifamiklu hlutverkum, er hún hefir nokkru sinni sleikið, því næstu viku verður sýndur leikurinn “A Butterfly on* the Wheel”. Maður sem mark er á tak- andi, sagði um hana, er þessi leikur var síðast sýndur: “Miss Bronaugh leysti hlutverk sitt svo vel af hendi, að áhorfendunum fanst það ekki v'era leikur; þeim virtist þeir hafa fyrir sér lífið sjálft.” “A Bufterfly on the Wheel’ ’er nútíðarleikur ensk- ur eftir þá Hon. Edward George, K. C., M.T., og Francis Neilson, M.P. Leikurinn er hinn lang áhrifamesti leikur sinnar tegundar og höfundarn- ir kunna mæta vel að fara með efnið, því flest sem í leiknum er sýnt, hefir komið fyrir í dómssölum þar sem þeir eru daglegir gestir. PANTAGES. Næstu viku verða margskonar gamanleikir sýndir í Pantages leik- húsinu. Efstur á blaði verður hinn ágæti Ieikur “The Prosperity Eight” með óviðjafnanlegum söng og hljóð- færaslætti. Ollie og Johnny leika “Hazards on the Wire”; hefir sjaldan áður sézt annar eins lista- Ieikur. Þá koma þrjár gamansýning- ar. Margir munu hafa gaman af að sjá “In College Days”; vekur sá leik- ur sjálfsagt margar gamlar endur- WILKINSON & ELLIS Matvöru og Kjötsalar Horni Bannatyne og Isabel St. Sérstök kjörkaup á hverjum Föstu- og Laugardegi. Sím- ið oss eftir kjörkaupum á hænsum, öndum, tyrkjum, smjöri og eggjum. GŒÐA VÖRUR FYRIR LITLA PENINGA Tals. Garry 788 ♦ ♦ W. H. Graham KLÆDSKERI ♦ ♦ Alt verk ábyrgst. Síðasta tízka + i i i I + X ♦ ■r ♦ + ♦ + ♦ + ♦+♦+♦+♦♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦ t + + ♦ ♦ ♦ 190 James St. Winnipeg Tals. M. 3076 t + ♦ t f ♦ + ♦ t t Eruð þér reiðubúnir að deyja? ef ekki, þá finnið E. H. Williams Insurance Agent 806 Límlsay Block Phone Main 2075 TJmboðsmaðnr fji’ir: The Mut- ual Llfe of Canada; The Ðomlnion of Canada Guar. Accldent Co.; og og einnig fyrir eldsábyrgðarfélög, Plate Glass, BifreiSar, Burglary og Bonds. Viðgerðum sér.takur gaumur gefinn Alt verk ábyrgst í 12 mánuði R DAVIS Örsniiöur, U'* V Ik.1, Gullsmiður Xður hjá D. R. Dingwall, Ltd. 874 Sherbrook St., Winnipeg Nálægt William Ave. Til Leigu Sex herbergja hús á Toronto stræti nálœgt Sargent Ave. Verður laust 16. Sept., með gasi og ljósum og (Hot Wat- er Heating) fyrir $ I 5.00 um mánuðinn. Og 1 1 herberg- ja hús á Alverstone Stræti, fæst að öllu eða að parti með afar vægum skilmálum yfir vetrar mánuðina. Listhaf- endur snúi sér til S. Vilhjálmssonar 637 ALVERSTONE ST. minningar, og síðast koma stúlk- urnar Santos og Hays í leiknum “The Health Hunters.” ORPHEUM Hljómfagur hljóðfærasláttur, ynd- islegir gamanleikir og viðhafnar- miklir dansar eru nú daglega sýndir í Orpheum leikhúsinu. Aðalleikur- inn næstu viku er “The Blue Dia- mond.” Er demantinum stolið í New York og taka þátt í því Nihilistar og Kínverjar. Annar leikurinn er “Primrose Four.” Piltarnir, sem han nleika, eru þektir um allan heim undir nafninu “Thousand Pounds of Harmony.” Jed og Ethel Dooly dansa og riða á hjólum og gera æf- ingar á köðlum, og enginn jafnast við Billy Fogardy. Allir laðast að Orpheum, þvl sætin á aðalgólfi kosta ekki nema 25c. hvert og 15c. og lOc. uppi á lofti. Fyrir þetta verð eru sýndir hinir beztu gamanleikir, sem til eru í veröldinni. ITALS. G. 2252 Royal Oak Hotel GHAS. GUSTAfSON, Eigandi Eina norrœna hótelið í bœnum. Gisting og máltíðir $1.50 ó dag Sérstakar máltíðir 35c. Sérstakir skilmálar fyrirstöðuga gesti 281-283 Market St., Winnipeg SENDISVEINAR. Pegar þér kauplö einhvern hlut etSa pantiö metSöl, þá er baS ekki nautSsyn- legt fyrir ySur atS bíSaT'þangaö til bf.iö er að afgreiSa pöntunina, meS þvl a?5 vér sendum alla hluti, hverju nafni sem nefnast, heim til kaupanda, án tafar og án aukakostnaöar. Vér vtlj- um leggja kurteisi viS hina mestu ráövendni ekki aðeíns I lyfjaverzlun inni, heldur I öllu, smáu og stðru, er verzlun vorri viðkemur. FRANKWHALEY IJresmption Urugðiðt Phone She'br. 258 og 1130 Horni Sargent og Agnes St. Meðala ráðlegging. SANOL LÆKNAR nýrna og blöCru sjúkdðma. Verð $1.00.— Sanol Anti-diabetes læknar þvag sjúkdðma. Sanol Blood Build- er endurnærir blððið. Sanol dys- pepsia salt bætir meltinguna.— Ráðleggingar ðkeypis. Læknis- skoðun ef um er beðið. — Sanol fðn Sher. 4029. 465 Portage ave. C. H. DIXON, Lögfræðingur, Notary Public. 508 Portage Ave., W.pg ] Tals. Shcrbr. 4111 Lögfrœðislegar ráðleggingar gefnar fyrir 50c., með pósti fyrir$1.00, Sakamálum sérstakur gaumur gefinn Lán — Renta — Innheimtun Matreiðslu-stór úr járni og stáli Nýjar—á öllu verði. Sl.00 ’við móttöku og $1.00 á viku Saumavélar, brúkaðar og nýjar; mjög auðveldir borgunarskilmálar. Allar viðgerðir mjög fljðtt og vel af hendi leystar. pér getið notað bif- reið vora. Phone Garry 821. J. E. BRYANS, 531 Sargent Ave., Winnlpeg. H. EMERY, liorni Notre Damo og Gcrtle Sts. TALS. GARRY 48 Ætlið þér að flytja yður? Ef yður er ant um að húsbúnaður yðar skemmlst ekki i flutningn- um, þá finnið oss. Vér leggjum sérstakiega stund á þá iðnaðar- grein og ábyrgjumst að þér verð- ið ánægð. Kol og viður selt lægsta verði. Baggage and Express KENNARA VANTAR viö Pine Valley skóla, Distr. No. 1168, fyr- ir sex mánuði. Kenslutími er frá 15. október 1915 til 15. apríl 1916. Kennarinn verður aö hafa 2nd Class Professional Certificate. Til- boöum er skýra frá æfingu og kaupi er óskað er eftir, veröur veitt móttaka af undirritutSum til 15. september 1915. B. Stephanson, Sec. Treas... Piney, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.