Lögberg - 30.09.1915, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.09.1915, Blaðsíða 7
IíOGBEBG, FIMTUDAÖINN 30. SEPTEMBEK 1915. r Tjón af skógareldum. Fyrir skömmu kvaö einn velþekt- ur maöur í Ottawa svo aö oröj, í umræöum öldungadeildar þingsins um tjón af skógareldum, aö nýbyggj- ari á tilteknum stað kveikti bál til að ryöja svæöi undir fimm bushela kartöflugarð, en þegar sá eldur sloknaöi undan regni, þá var hann búinn að brenna furuskóg, sem var þriggja miljón dala v'irði. Þessi saga er ekki einstæð, heldur mjög almenn; sú saga gerist árlega á mörgum stöðum í landi voru, segir Robson Black í McLean Magazine, —það er gömul og ný saga, þessi, að skógarauöur landsins eyðist stór- kostlega fyrir kæruleysi og athugun- arleysi einstakra manna. Nú kveður alstaðar við í þessu landi, að mest ríði á þvi að auka framleiðsluna, að hver einstakur dragi við sig eyðslu til sinna þarfa og styðji innlendan iðnað. Tilgang- urinn með eggjan þeirri að auka uppskeru jarðarinnar, er skiljanlega sá, að draga úr eyðslu sem stríðinu er samfara með því að auka auðæfi sem frjósemi jarðarinnar veitir. Tilgangurinn er sá, að leiða eftir- tekt almennings að uppsprettum stöðugrar v'elgengni í heimahögum vorum og fá oss til að rannsaka bú- skapar framtíð landsins með trú- mensku og góðri greind. Það er búið að brýna vandlega fyrir oss, að auka jarðræktina, að fara sparlega með og að styðja innlendan iðnað; svo rækilega hefir það verið gert, að varla er þörf á að gera meira að því í svipinn, enda er eitt atriði í þjóðarbúskapnum, sem ekki er þýðingarminna en þetta, heldur jafnvel merkilegra til fram- búðar, en það er skógariðnaður lands vors. Látum Canada vita af því að landssjóður hinnar þýzku þjóðar hefir haft sínar mestu tekjur, ekki af skyndilegri og fallvaltri hveitiupp- skeru, heldur af vísindalegri og vit- urlegri meðferð skóga þess lands. Canada hefir 500 miljónir ekra af skógivöxnu landi, og á því í heima- högum sínum tekju-uppsprettu sv'o auðuga, að vel dugar til að afnema skuldir landsins, auka stórmikið tekjur, bæði landsjóðs og fylkis- sjóðs, til að þurka út sérstaka tolla og stimpilskatta og létta gjöldum á sveitum og einstökum mönnum til opinberra þarfa. Hér liggur mikið til lausnin á því, hvernig auka skuli tekjurnar á þjóðarbúinu. Sú upp- skera stendur fullþroskuð úr jörðu vaxin, nægileg til allra þarfa þjóð- arinnar um ókomnar aldir — ef vel er með farið. Til hennar útheimtast þó af þeim útgjöldum, sem uppskera annars jarðargróða er samfara, en að visu útheimtir hún nokkuð, sem hér skal sýnt verða. Þýzkaland hefir í árstekjur af skógum sínum 190 miljónir dala. Canada hefir fjórtán sinnum stærri skóga fþó ekki séu þeir ^jórtán sinnum eins mikils virðiý, en tekjur vorar eru um 170 milj. dala af húsa- viði, tré til pappírsgerðar og annara þarfa, auk eldiviðar. En mismunur- inn á skógatekjunum, milli Canada og hinna evrópeisku landa, er enn meiri én tölumar sýna, vegna þess, að það, sem vér tökum árlega úr skógunum,. eyðir þeim til fulls og alls, sem árstekjunum nemur, en í Þýzkalandi standa skógarnir jafn- réttir eftir. í Evrópu eru skógarn- ir sem Drauþnir, er tekjumar drjúpa af á ári hverju, þeir eru sem ræktaður akur, er uppskera fæst ár- lega af; >þar er jafnan lagður grundvöllur að framtíðartekjum, er skifta hundruðum miljóna, jafnóð- um og ársgróðinn er tekinn. Það skiftir ekki- máli hér, hvernig Þýzkaland og önnur Evrópulönd gerðu sér arðsöm með skógarækt þau lönd, sem ekki voru til akur- yrkju hæf, hitt er þýðingarmest, að hin sama aðferð í skóga meðferð er tiltækileg og hentug hér, og það er hverri stjórn í lófa lagið, er v'ill láta hendur standa fram úr ermum, í stað þess að hreyfa sig ekki, að afla land- inu stórmikils tekjuauka með því móti. Mótbára gegn þessu er viss að klingja við: “Það er búið að gefa skógana burtu, þeir eru úr eign al- mennings.” Skógarnir hafa ekki verið gefnir burtu, og eru ekki úr eign almennings, nema að því leyti, sem mikil partur skóga vorra hefir verið leigður einstökum mönnum eða félögum, og það í sumum fylkj- um um aldur og æfi. En níutíu og átta per cent af skógum Canada eru enn þá opinber eign, og þó að ekki séu af þeim stór árleg auðæfi fyrir hið opinbera, þá er það vænn skild- ingur, sem þeir leggja til opinberra gjalda. Þaðan fær Ontario árlega um tvær miljónir dala í tekjur. Brit- ish Columbia hefir haft mestar tekj- urnar af skógarhöggi að undan- förnu, þ.e. af gjöldum þeim sem skóglönd hins opinbera fengu til leigu eða umráða. New Brunswick gæti ekki komist af án tekjanna af skógarhöggi, og Quebec fylki mundi þurfa að leggja á marga og mikla skatta, ef það misti árstekjurnar af skógum sínum. Hverrar þýðingar er nú það, að þessar skóglendur eru opinber eign, þegar timbrið á þeim er leigt? Svarið má fá glögt og greinilegt í Bandaríkjuunm. Þar hafa fjórir fimtungar alls opinbers skóglendis með ýmsum ráðum komist í v'ald eistakra manna og félaga. Þó að stjórnin þar kunni að vilja vernda hag almennings og ná aftur þessum opinberu eignum, þá vill það ekki duga. Hér í landi er öðru máli að gegna. Ontarip stjórnin, til dæmis að taka, gefur ný skógarleyfi á ári hverju; enginn hefir meira en árs- leigu á skógarhöggslöndum þar, og því getur stjórnin haft í hendi sér að knýja fram hlýðni við þær regl- ur, sem hún setur um skógarhöggið, endurnýja ekki leyfið nema rækilegá sé farið eftir tilsettum skilyrðum. Þau skilyrði verða ríkari og harðari með ári hverju. En aðalkosturinn við þessa tilhögun er þó sá, að borg- urum landsins er í lófa lagið, að framtíð skóganna sé borgið. Að svo komnu er varla við því að búast, að stjórn Canada taki að sér skógarumsjón og rækt með sama hætti og stjórnir Frakklands eða Prússlands gera. Til þess þyrfti landstjórnin .að vera fastari í sniði og skorðum, en nú á sér stað hér í landi. En eigi að síður má vel ætl- ast til þess, að stjórnin geri meira en hirða afgiftir ar skógarhöggs- leyfum, og skifta svo skógartekjun- um með sér og hinum stóru félögum er skógana leigja, að almenningur fái minsta partinn. Fyr á dögum, þegar stjórnir voru breyzkar, gerðu leyfishafar sig heimakomna og settu sér sjálfir lög og reglur. Þeir hjuggu jkóginnn eins og þeim leizt og hentast þótti— fóru ekki eftir neinum reglum, sem síðar urðu þeir háðir, svöruðu ekki neinum gjöldunr til skógarvarða. Þegar bygðin færðist út, batnaði um að tvennu leyti: þá fékst meiri markaður fyrir við og stjórnir fengu meiri hug og aðhald til eftirlits. Menn hættu smásaman að skoða skóginn sem auðn eða “wilderness” og gættu þess, að hann gat orðið tekjugrein. Skógarhöggsmenn fengu meira aðhald með ári hv'erju. Skóg- fræðingar fóru að flytja sínar kenningar um eyðingu skóga af manna völdum og um þann leynd- ardóm að halda þeim við um aldur og ævi. Almenningur vaknaði við og tók að veita þessu efni eftirtekt og athuga. Menn fóru að skilja, að hér var um geysimikil auðæfi að gera og ætlast til þess af landstjórn- 1 armönnum, að þessi eign almenn- ings væri vernduð og gerð arðber- andi, og þær kröfur styrkjast með ári hverju. Það er orðið allra manna álit, að þótt stórfé- lögin, sem leyfi hafa til skógar- höggs, séu nauðsynleg, þá sé aðferð þeirra svo varið, að framtíðinni stafi þaðan lítil heill. Þegar skóg- ur er lagður að v'elli i Canada, þá liggur 'iann niðri fyrir fult og alt eða rís upp í verra og lélegra standi en áður. Ráðið gegn þessu er ekki það, að bægja skógarhöggsmönnum burtu frá skógunum, heldur að gera þá háða því valdi, vizku og bol- rnagni, sem landstjórnin á að hafa til að bera, en hún á að bera ábyrgð fyrir landsmönnum, að vel sé séð fyrir hag þeirra bæðl i nútíð og framtíð. Tekjur lands vors af skógarhöggi eru, sem sagt, meiri en tekjurnar af hveiti uppskerunni. Og þess verð- ur ekki langt að bíða að sú atvinnu- grein nær rétti sínum til fulls. Sú kemur tíðin, áður langt um líður, að kjósendur munu ganga eftir því við þingmannaefni á kjörfundum, að þeir fylgi hollri stefnu í þessu máli —að skógarhöggi landsins verði stjórnað eftir vísindalegum reglum. eftir því sem bezt gerist í öðrum löndum. Skógarnir hér leggja miklu minna til auðæfa landsins, en vera ætti, og allra sízt er vel fyrir tekjunum af þeim séð í framtíðinni. En hver ráð hafa skógfræðingar að gefa um þetta efni? Um það eru skiftar skoðanir milli þeirra og leyfishafa. Skógfræðingar segja þá, sem slíóg- inn höggva, ganga í hann og fella það, sem þeim gott þykir, án nokk- urs tilits til þess, hvað skóginum Hður í framtíðinni, og stafi þaðan ó- hemju eyðsla, sem aldrei verði bætt að fullu. 'En um eitt atriði eru þessir flokk- ar sammála, og gera hvað þeir geta til að vinna þar að í sameiningu, en það er um eyðingu skóga af bruna. Gegn því böli berst hver og einn, sem skógum landsins vill v’erða að liði. Vér erum að tapa skógunum í landinu, ekki af því að þeir séu högnir, heldur af því, að þeir eru brendir. Sá þátturinn í sögu lands vors, sem hljóðar um skógabruna, er í sannleika sorglegur. Af þeim hefir stafað bæði óvirðing og vand- ræði ,og fátækt. Vér borgm 30— 40 dali fyrir þúsundið af hvítfuru. Afar okkar og feður hefðu, ef þeir hefðu haft á því hug og vit, getað haldið þeim prís niður um 75 per- cent. Húsgagnasmiðjur borga um 500 dali fyrir bol af valhnotartré. Hver olli þeirri v'erðhækkun, nema forfeður okkar í Ontario, er hjuggu valhnot í eldinn og vermdu fingur sína við bál af gulli? Landsnytjar eru ekki eign þeirra, sem nú lifa, heldur allra kynslóða, sem eftir oss koma í landi þessu. Eitthvað á þessa leið fórust Sir Robert Borden orð nýlega, og voru lofuð, fyrir hve mikla framsýni þau bæru vott um; þau voru lík þvi, sem landstjórnar- menn tala, — hljóma vel í veizlum og á málfundum, en vilja gleymast í hinu daglega stjórnarstrith Skógareldar eru dýrir, sem þjóð- in fær að finna, því að reikningarn- ir fyrir þá koma daglega. í British Columbia, til dæmis að taka, voru skógfræðingar settir til að kanna 20 miljónir ekra af skóglandi; þeir komust að raun um, að helmingur þessa lands hafði eyðst af eldi á síðasta aldarfjórðungi. Stórir skóg- ar af beztu Douglas furu hafa eyðst þar fyrir eldi„ en í stað þeirra er komið lélegt stóð af “jack-piue”, sem enginn vill kaupa. Það sem eyðst hefir á þessu svæði einu, er talið vera um 30 biljónir feta af trjávið, eða sjöfalt meira, en alt skógarhögg landsins nam árið 1912. í Alberta hefir eldur'igeysað i skóginum í austurhlíð Klettafjalla, og síðan má fylkið heita skóglaust. í Manitoba hefir eldur gert feiknamikið tjón á skógum og enginn fær með tölum talið, hvern skaða Ontario hefir beðið af eldi, er geysað hefir í skógum fylkisins hvað eftir annað. Frá Quebec er sömu sögu að segja. New Brunswick hefir sömuleiðis orðið hart úti, einkanlega meðfram járnbrautum. í því fylki varð sá mesti skögareldur, sem sögur fara af í allri Ameríku, árið 1825, er skógarbelti, 80 mílna langt og 25 mílna breitt, brann til kola á níu klukkustundum. í þeim bruna fór- ust 100 manns, fjöldi gripa og ná- lega öll villidýr. Eldur hefir geysað yfir fjórða part Nova Scotia fylkis, 1,986,000 ekrur, og svo vandlega eytt skóginum, að varla fanst þar tré cftir, er til verzlunarvöru megi hafa. Nýlega bættist þar við, að etd- ur eyddi skógi á hálfri miljón ekra. Af þessu má sjá, að orð ræðu- snillinga um “ótakmarkaðan skógar- auð”, er orðasnillin tóm og ekkert annað. Vér ' eigum ekki nema fjórða part af verzlunartimbri á við það, sem Bandáríkin eiga. Sir Clifford Sifton hefir reiknð út, að ef skógar í Ontario eru eyddir og ’irendir í næstu 30 ár, á borð við það, sem nú á sér stað þar, þá verði þar skóglaust að þeim tíma liðnum. Ef Bandaríkin eyða sínum skógi, eins og þau keppast nú við að gera, þá mundi Canada geta lagt til þann við, sem við þarf í norðurparti álf- unnai^ í að eins sjö ár. Síðan Can- ada fékk stjórnarskrá, fyrir gildum mannsaldri síðan, höfum vér kynt brunafóm, sem meta má að minsta kosti sex biljónir dala. í þau 48 ár, sem síðan eru liðin, höfurn vér stungið 21 trjábol i eldinn fyrir hverja þrjá, sem klofnir hafa verið til notkunar. Af skógum landsins, sem fyrir voru, þegar bygð hófst hér, hefir helmingurinn brunnið. Það sem horfið hefir með þessu hraparlega móti, ef metið væri til peninga, með mjög lágu verði, þá mundi það nema einni biljón dala, og eru þó ótalin margskonar hag- ræði, sem notkun þessá eydda auðs hefði verið samfara. Bálið sjálft v'eldur ekki alt af mestu tjóninu í skógi, heldur það, sem á eftir því kemu’r, og ekkert skilur eftir. Það er oft, að þó að eldur hafi drepið ungu trén, fram- tíðar von skógarins, þá standa hin eldri, þau sem vel eru til verzlunar hæf. En í far skógareldanna renn- ur viðarbjallan, skorkvikindi, er bora sér inn í kjarna trjánna og smjúga um þau fram og aftur, svo að ófær verða til notkunar. Það sem eldurinn skilur eftir, hirða skorkvik- indi þessi. Á hverju ári skemma þau timbur, sem metið er til 50 miljóna dala. Eldurinn verður þar magnaðast- ur í skógi, sem honum er minst við- nám veitt, eins og huglausum gikkjum er öllum farið. Ef hann mætir öruggri mótstöðu, þá leggur hann á flótta, sem bezt hefir sýnt sig í Sviss og á Frakklandi og ann- arsstaðar, þar sem skógameðferð er í góðu lagi. Þar vita þeir varla hvað skógarbruni er. Skógunum er þar skipt í reiti, með göngum og stígum, eins og vel bygðum bæjum, svo að greiður gangur er að hv'erj- um parti skógarins með slökkvitól, ef í kviknar, en skógstigarnir sjálfir varna útbreiðslu eldsins. Háir turnar eru bygðir, en þaðan sést víða vega yfir skóginn, ef reykur kemur upp einhversstaðar, er hægt að kalla á hjálp í tíma, til að slökkva. Það er eitthvað annað en í Canada, og má skjótt við bregða og margt gera, þó ekki sé alt eins fullkomið í þessu efni til að byrja með og í gömlu löndunum í Evrópu. Flestir skógareldar koma af manna völdum. Það kemur fyrir, að þeir byrja af eldingu, eða af þvl að í þurru laufi kviknar af því sólar- geisla leggur á það gegn um flösku- SCHOOLS and COLLEGES Buswss and Proíessional Cards SUCCESS BUSINESS COLLEGE WINNIPEG, MANITOBA ByrjiS rétt og bvrjiS nú. I.æriS verzlunarfræSt — dýrmætustu þekkinguna, sem til er í veröldinni. LæriS 1 SUCCESS, stærsta og bezta verzlunarskólanum. Sá skóli hefir tiu fltibú 1 tíu borgum Can- adalands—hefir fleiri nemendur en allir keppinautar hans i Canada til samans. Vélritarar úr þeim skóla hafa hæstu vcrðlaun.—Útvegar at- vinnu — hefir beztu kennara -— kennir bókhald, stærSfræði. ensku, hraSritun, vélritun, skrift og aS fara meS gasolín og gufuvélar. SkrifiS eSa sendiS eftir upplýsingum. F. G. GARBUTT D. F. FERGUSOV. President. Principal E. J. O’STJIiMVAN, M. A. Pres. Members of the Commercial Educators’ Association Stærsti verzlunarskóli I Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu_ kennir bókhald, hraSritun. vélritun og aS selja vörur. Fékk hæstu verðlaun á hehnssýningunnl. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, einkum kennarar. öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað tU að fá atvinnu.. SkrifiS, kom- iS eSa fóniS Main 46 eftir ókeypis verSlista meSmyndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave. Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. gler, eða af loftsteini, en yfirleitt er það maðurinn, sem er orsök í þessu brunatjóni, hann kveikir i skógum og leiðir feikna tap yfir alda og ó- borna í þessu landi. Tildrögin eru margvísleg. Úr lestum járnbrauta fljúga neistar og af eldum þeirra, sem járnbrautir byggja, er hafa lagt miljónir skóga- ekra í eyði. * Nýbyggjarar, er ryðja vildu lönd sín, hafa gert álíka að verkurn. Ferðalangar, er úti hafa legið, landmælingamenn og málm- nemar, hafa allif lagt sinn skerf til eyðileggingarinnar. Elfargrímar, er ferðast hafa upp og ofan fljót með skógi taöxnum bökkum, hafa margoft byrjað stóra elda með eldi úr pípu sinni, með þvi að slökkva illa soðelda sína og margháttuðu kæruleysi. Frá þreskivélum og vél- um, sem í skógarvinnu eru brúkað- ar, hefir margan neista lagt, sem orðið hefir að stórum skógareldi, en öll stafa þau af kæruleysi, vanþekk- ingu eða síngirni. Við þeim verður að gera með því að vísa fólkinu á hið rétta og með hörku laganna. Margur heldur, að skógarbál fær- ist frá einu trjálimi i annað, hendi sund milli limanna, en svo er ekki. Slíkt kemur fyrir að vísu, en al- mennast er það, að loginn læsir sig eftir jörðinni í þurru laufi, könglum og rusli, sem við trjáræturnar ligg- ur. Þar sem skógarbotninn er hreinn eins og í skógi, þar sem mannshöndur hafa ekki nærri kom- ið, eða þar sem hann er vandlega hreinsaður, þar kemst eldurinn ekk- ert áfram, og deyr út. Þó að eld- urinn geti kviknað af ótal orsökum, þá þarf þetta ævinlega að vera sam- fara, að skógarbotninn sé óhreinn, til þess að eldurinn nái að breiðast út. Hér er komið að því, sem n^esta þýðing hefir í meðferð skóga í þessu landi, að því er eldv'örn snertir — hvernig skógum verði haldið hrein- um, svo að gagn sé að, án gífurlegs kostnaðar. Skógarhöggi er nú svo hagað af flestum, að bæði er hættu- legt og ódrjúgt. Þegar búið er að fella trén, eru limar höggnar af, bolurinn sagaður og fluttur þurtu þegar í stað. 1 slóðum skógarhöggs- manna, finnast því hvarvetna limar • * og greinar, storar og smaar, með laufi sínu, og verða mjög eldfimar á einu eða tveim missirum. Ef þessar greinar væru vandlega sniðnar, sv'o að þær lægju á jörðinni undir áhrifum raka og fúa, þá mundu þær alls ekki geta brunnið eftir fáein ár. En með því að þær haldast á lofti af liminu og smærri öngum, þá verða þær eldfimar og haldast svo þurrar og skrælnaðar svo árum skiftir, og fuðra upp, ef neisti kemur í þær. Enginn skógarvörður ber á móti því, að kurl skógarhöggsmanna sé afar hættulegt fyrir skógana. 1 Ev- rópu og Bandaríkjunum er gert við þessu og kvistum brent í köstum eða þá dreift, og fer aðferðin eftir því sem hentast og ódýrast þykir. Þetta atriði er merkilegt og má ekki dragast að gera gangskör að því að koma því í viðunanlegt horf. Kostnaðinn við að hirða kurlið, mætti leggja á leyfishafa. Það er vitnalega rétt mælt, að landsnytjar tilheyri ekki einni kyn- slóð, heldur öllum, sem í landinu verða bornar. En hver sem tekur eftir þ>ví, hve ódjörf eða eftirgangs- lítil stjórnin er í sumum pörtum lands vors, er knúður til að komast á þá skoðun, að lítið tilit sé tekið til hinna óbornu og framliðnu borgara þessa lands. Dauðir menn og ófædd börn greiða ekki atkvæði. Nú er ekki svo að skilja, að alls ekkert sé gert í landi voru til að verja skógana, því að öll fylkin hafa þegar byrjað á s^ógvörnum. Ont- ario ver fjórðung miljónar til elds- varna i skógum árlega, og hafði 900 manns til þess verks fyrir tveim ár- um síðan. Úr landssjóði og sjóðum annara fylkja, er varið um miljón dölum árlega í þessu skyni, en þeir, sem skógarleyfi hafa, svo og járn- brautir, leggja fram hálfa miljón ár- lega. En svo mikið er í húfi, að þessar upphæðir hljóta að vaxa með ári hverju og það stórkostlega. Að stjórnirnar, járnbrautir og skóg- arhöggsmenn taka höndum saman í þessu skyni, spáir góðu um árang- urinn. Víg á veiðum. Meðal margra veiðimanna er sóttu eftir öndum Í sefinu við Rauðárósa, voru þeir Wright málningar-contractari hér úr borg- inni og með honum franskur mað- ur að nafni Ducharme. Þ.eir höfðlu kænu til að flytjast á yfir kílana og eitt sinn er þeir lentu við háan sefbakka, flaug upp andahópur skamt frá þeim. Þeir skutu báðir a£ byssum sínum, en í sömu svipan •féll Duchorme dauður niður, fé- lagi hans hafði skotið1 hann í höf- uðið, og var það ærið til bana; höfuðið á banninum sundraðist er hann var skotinn á svo stuttu færi. Sá sem vígið vann lagði liki'ö í bát- inn og leitaði mannabygðar, en viltist margar klukkustundir innan um ósana, því aði sefið er hátt og kílarnir straumlausir. Loks hitti hann á veiðimenn er vísuðu hon- um til vegar. Var úrskurðað af ‘coroner’, að ekki þyrfti kviðklóms rannsóknar, með því að um voða- skot væri að ræða. Þœr hjálpuðu henni dásamlega. MlíS. II. BEST SEGIR ALIT SITT UM ‘ DODD’S KIDXEY PILLS”. Kona úr Alberta talar fyrir munn kvenna Vesturlandsins pesar hún segir, að “Dodd’s Kidney PUls” séu beztu vinir kvenfólksins. Retlaw, Alta ------------ (Sér- stakt). "Dodd’s Kidney Pills hjálp- uðu mér dásamlega.” pannig kemst Mrs. H. Best að orSi, kona, sem hér dvelur og nýtur virSjngar allra. Mrs. Best talar fyrir munn mörg þúsund kvenna I Alberta. Mrs. Best er lík öðrum konum í þvl, að hún vill ekki mikið tala um veikindi sin. en hana langar til aS konur, sem þjást eins og hún gerSi, viti, aS þær eiga vissan bata, ef þær nota “Dodd’s Kidney Pills.” “Eg er fyllilega á- nægS meS þær, þær hjálpuSu mér dásamlega,” segir hún, “og ykkur er velkomiS aS segja alþjöS, hve mikiS eg á þeim aS þakka.” Konur, sem ltSa hljóSlaust, geta fengiS bata án þess mjkiS beri á. Heilsan bilar, ef nýrun eru ekki /I lagi. Ef þau eru heilbrigS, helzt blóSiS hreint og ef bióSiS er hreint, er allur llkaminn hraustur. Dodd’s nýrna pillur lækna nýrnaveiki. pvl eru Þær kallaSar “bezti vinur kven- fólksins.” Dodd’s Kidneý Pills. 50e. askjan, eSa sex öskjur fyrir $2.60, hjá öllum smásöium, eSa The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto. Canada. E. J. Skjöld, Lyfsali Horni Simcoe & Wellington T»U. Garry 4368 Dr. Bearman, Þekkir vel á Augna, eyrna, nef, kverka sjúkdóma og gleraugu. Skrifstofutímar: 10-12, 2-5 og 7-8 Tals. IM. 4370 215 Simerset Blk Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., fltskrlfaSur af Royal College of Physicians, London. SérfræSingur I brjóst- tauga- og kven-ojúkdðmum. —Skrifst. 306 Kennedy Bldg., Portage Ave. (4 móti Eaton’s). Tals. 14. «14. Heimili M. 2696. Timl til viStals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telephone garry 320 Offick-Tímar: 2—3 Heimili: 776 Victor St. Telephone garry 321 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON Office: Cor. Sherbrooke & William iTg.f.ihonb garrv 32» Office-tímar: 2—3 HEIMILII 764 Victor Str»et Telephonei garry T63 WÍHnipeg, Man Dr. W. J. MacTAVISH Officb 724J Aargent Ave. Telephone Aherbr. 940. í 10-1* f. m. Office tfmar -( 3-6 e. m. ( 7-9 e. m. — Hhimili 467 Toronto Street — WINNIPEG telbphonk Sherbr. 432 Dr- J. Stefánsson 401 BOYD BLDG. Oor. Portage and Edmontsn Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma. — Br aS hitta frá kl. 10—12 f. h. o* 2—6 e. h. — Tnlsími: Maln 4742. Helmlll: 105 Oliiia St. Tnlsíml: Garry 2315. J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St Suite 313. Tals. main 5302. Dr. A. A. Garfat, TANNLÆKNIR 614 Somerset Bldg. Phoiie Maln 57 WINNIPEC, MAN. Skrifstofutímar: Tals. H. 1624 10-12 f.K. og 2-4 e.h. G. Glenn Murphy, D.O. Osteopathic Physiclan 637-639 Somerset Blk. Wlnnipeg Vér leggjum eérstaka áherzlu 4 aB selja meSöl efttr forskriftum lækna. Hin beztu melöl, eem hægt er aS f4, eru notuS eingöngu. fegar þér kom- 18 meS forskriftina til ror, meglS þér vera viss um aC (4 rétt þaS aera læknirlnn tekur til. COLCLEUGH * * CO. Xotre Dame Ave. og Sherbrooke SL Phone Garry 2690 og 2691. Glftlngaleyflsbréf seld. Lœrið símrítun LæriS slmritun; járnbrautar og verzlunarmönnum kent. Verk- leg kensla. Engar námsdeildir. Einstaklings kensla. SkrifiS eft- ir boSsriti. Dept. “G”, Western Schools, Telegraphy and Rail- roading, 607 Builders’ Excliange, Winnipeg. Nýir umsjðnarmenn. Mrs. [. Coates-Coleman, Sérfræðingur Eyöir hári á andliti, vörtum og fæöingarblettum, styrkir veikar taugar meö rafmagni o. s. frv. Nuddar andlit og hársvörö, Biðjið um baekling Phone M. 996. 224 Smith St. TH0S. H. JOHNSON og • HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfræðiagar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenue Aritun: P. O. Box 1658. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg GARLAND & ANDERSON Arni Andenon £. P Onrtaæd LÖGFRÆÐINGA* 801 Electric Railway Chambara Phone: Main 1561 Joseph T. Thorson islenzkur lögfræðingur Aritim: ClMPBEll, PITBLADB S DflMPflNY Farmer Building. • Winnipeg Man. Phon« Main 7540 Gísli Goodman TINSMIÐUR VÉRKSTŒÐI: / Homi Toronto og Notre Dame A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, selnr líkkistur og annast nm útxarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina ra’». He'mili Gctrry 21 61 „ OfVtce „ 300 eg: 370 Thorsteinsson Bros. & Company Syggja hús, selja lóðir, útvega lán og eldsábyrgð Fón: M. 2992. S15 Sommet Bld«. Helinaf.: G. 7SC. Wlnlpec, M»" Sálmabókin. Hin nýja sálmabók kirkjufé- lagsins er nú til sölu hjá féhirði félagsins herra Jóni J. Vopna. Utanáskrift Box 3144 Winnipeg Man. Afgreiðsla á skrifstofu Lögbergs. Bókin er sérstaklega vönduð að öllum frágangi. Kostar $1.50, $2.25, $275, eftir gæðum bands- ins; allar í leðurbandi. — Þessi sálmabók inniheldur alla Passíusálma Hallgríms Pétursson- ar og einnig túð viðtekna messu- form kirkjufélag-sins og margt fleira, sem ekki hefir verið prent- að áður í neinni íslenzkri sálma- bók.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.