Lögberg - 30.09.1915, Blaðsíða 8

Lögberg - 30.09.1915, Blaðsíða 8
8 LiÖGBKlltí, FIMTCDAGINN 23. SEPTEMBER 1915 Biðjið um nýja pakkann Hér eftir kemur BLUERIBBON TE til kaupendanna í nýjum, loftþéttum umbúðum. Þetta er langbezta aöferöin til aö búa um te. En hana geta notað aö eins stór félög. því hún útheimtir mjög kostnðarsöm áhöld. í staö gömlu umbúðanna, sem voru mjög veikar og oft vildu ryðga, eru nú notaðar tvöfaldar umbúðir, algerlega rykheldar og loftþéttar, úr olíubornu perga- menti og stífum skothylkja-pappír. í þessum umbúðum er teinu engin hætta búin, hvað sem á gengur. , í skemstu máli—fullkomnar umbúðir um gallalaust te. BLUE RIBBON TEA Or bænum Matvörubúð. Utanáskrift séra Friðriks Friðriks- sonar er nú: Minneota, Minn. Stórt loftherbergi, hentugt fyrir tvo, til leigu að 724 Beverley stræti, í næsta húsi við Jóns Bjarnasonar skóla. Þrjú herbergi niðri — framstofa, matstofa og eldhús, með hita og stó í eldhúsi, eru til leigu í nýtízkuhúsi. Svefnherbergi með í leigunni, ef vill. Vægir skilmálar. — Lysthafendur gefi sig fram að 473 Toronto stræti. Herra Björn Líndal frá Markland, Man., var á ferð um helgina; segir uppskeru i sínu plassi frábæra, svo að jafnvel fékk einn bóndi þar 60. bush. hveitis og 100 bush. hafra af ekru hverri, en nýting lítur út fyrir aö verða með lakara móti/ Herra Jósep Hanson frá Gimli var á ferð hér fyrir helgina. Mr. Hans- son verzlar með aktýgi á Gimli og kom til að kaupa vörur í verzlun sína, og kvaðst hafa komist að góðum kaupum, er hann ætlar að láta við- skiftamenn sína njóta góðs af. Hann mun hugsa sér að setja upp útibú við íslendingafljót i haust og ætlar sér að hafa nóg til af vörubirgðum undir veturinn. Dómarinn H. A. Robson hefir sagt upp embætti sínu, sem dómari i mál- um um almennings nytjar, og er orðinn lögfræðilegur ráðanautur Union bankans. Staða þjóðnytja- dómarans er launuð með 10 þúsund dölum, ein hin bezta, sem í þessu fylki veitist, en ekki vandalaus, að sögn. Samkvæmt símskeyti lagði frú Lára Bjarnason á stað frá Kaup- mannahöfn, áleiðis til New York, þann 23. þ.m., og er búist við að hún komi þann 3. Okt. til hins síðar- nefnda staðar, en til VVinnipeg er vonast eftir henni þann 7. Okt., ef alt fer með feldu. Herra Guttormur Finnbogason, er verið hefir gjaldkeri í Northern Crown bankanuin á horni William og Sherbrooke stræta, hefir sagt jpp þeirri stöðu og keypt matv'æla- rerzlun á Portage Ave., er þar hefir verið rekin í nokkur ár undir nafn- intt “The Avenue Grocery Store”, að 1114 Portage Ave. Mr. Finnbogason er alvanur .þesskonar verzlun, hefir góöar vörur og selur með lægsta pris, sem hægt er. Hann er orðinn íslenzku fólki að góðu kunnur fyrir lipurð og viðfeldni við þá, er hafa haft saman við hann að sælda í bankastöðunni. Eg œtla að biðju alla vini mína og kunningia að festa í minni að eg hefi keypt „The Avenue Groc- ery Store“ að 1114 Portage Ave., og værí mér mikil ánægja að sjá ykkur sem flest, eða að hlusta á mál ykkar gegnum Talsímann. Búðin er „Up-to-date“ og vörurnar „First CIass“. Afgreiðsla fljót og áreiðanleg. Með vinsemd, G. FINNB0GAS0N, “The Avenue Grocery Store” 1114 Portage Ave. Tals. Sherbr. 308. Eg hefi nú nægar byrgðir af “granite” legsteinunum “góðu” stöðugt við hendina handa öllurn, sem þurfa. Svo nú ætla eg að biöja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finn mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur, A. S. Bardal. Jóns Bjarnasonar skóli verður, ef guð lofar settur í hinu nýja heim- kynni hans, 720 Beverley stræti, kl. 10 f.h. á fimtudaginn f30. Sept.J, en kl. 8 að kveldi fer fram skólasetning- arhátíð í Fyrstu lútersku kirkju. Verður þá skólastjóri settur í em- bætti af forseta kirkjufélagsins. Flyt- ur skólastjóri erindi um skólamál og enn fremur verður sönglistin þar til skemtunar. öllum er boðið að vera við þessar hátíðir. Næsta kvöld, föstudagskvöldið, kl. 8 til 10, verður skólastjóri og kona hans, ásamt skóla- ráðinu, kennurum og fleirum í skól- anum, til að taka á móti þeim gestum, er vildu koma og sækja hann heim og skoða hinn nýja bústað hans. Allir eru velkoinnir á þessum ofannefnda tíma. Skiftar eru skoðanir í bæjarstjórn- inni hér um það, hvort ráðlegt sé að bærinn leggi fram á næsta ári sem að undanförnu þær $20,000, sem út- heimtast til þess að stofnun sú, er gengur undir nafninu “Industrial Bureau” geti haldið áfram að starfa. Þeir sem á móti fjárveitingunni eru segja, að tilgangur stofnunar þessar- ar geti ekki náðst nú meðan stríðið stendur yfir og vilja því ekki að bærinn leggi fram þessa stóru fjár- upphæð til hennar nú í harðærinu; nóg annað þarfara sé við þá peninga að gera. Herra G. Eyford kom til borgar í vikunni frá Prince Albert, Sask., þar sem hann hefir haft aðsetur í allmörg ár, sem eftirlitsmaður brauta C.N.R. félagsins á stóru svæði þar vestra. Hann er nú að flytja sig vestur að hafi með fjölskyldu sína og býst við að setjast að í Vancouver. Mr. Eyford hefir verið settur yfir braut- ir C.N.R. félagsins frá Edmonton til hafs, þær sem bygðar hafa verið á seinustu árum. Þykir J>að mikill frami, og langaði alla ‘Roadmasters’ félagsins í það stykki. Mr. Eyford hefir verið í þjónustu félagsins frá því það byrjaði og svo vel séður, sem raun ber nú vitni um. Hann er maður gervilegur á velli, glað- legur og viðfeldinn. Þaö er ráð landbúnaðar ráðgjaf- ans, Hon. Val. Winkler, til bænda, að flýta ekki þreskingu á komi, sem er miður vel þurt, heldur bíða enn um stund. Væta hefir seinkað þreskingu á mörgum stöðum í Mani- toba, en í Sasktchewan hefir veðrátt- an verið mikht þurrari og þresking gengið þar vel, að sögn. Nýjan uppdrátt af Manitobafylki, mjög skýran og fallegan, hefir land- búnaðarráðaneytið látið gera, með greirúlegum itakmörkum sveita, svo og landaukans nýja norður til hafs. BAZAR Kveafélagsiiu Fyrstu lútersku kirkju stendur í tvo daga, þana 5. og C. Október. Manum eftir hon- um. Mrs. Guðrún Johnston frá Árborg var á ferð í borginni um helgina. Staðarbakki heitir jörð hennar, hið prýðilegasta setur, á árbakkanum, er hún hefir rutt að miklu leyti, um- komulaus ekkja með mörgum börn- um. Eigulegir munir með lágu verði. Eins og þegar hefir verið auglýst, heldur kVenfélag Fyrsta lút. safn- aðar BAZAR í sunnudagsskólsal kirkjunnar þriðjudag og miðvikudag í næstu viku (5. og 6. Okt.J. Bazar- inn byrjar kl. 8 á þriðjudagskveldið og verður einnig seinni partinn á miðvikudaginn og að kveldinu. — Margir eigulegir og gagnlegir munir verða þar til sölu með mjög lágu verði. Kaffi selt, öllum, sem vilja. Þess má sérstaklega geta, að í saln- um verða útbúnar þægilegar og fall- egar stofur, þar sem seldar verða sérstakar v'eitingar, svo sem ýmsir íslenzkir réttir, sem of- langt yrði upp að telja, en sem allir ættu áð sjá og reyna. Kvenfélagið býst við mikilli aðsókn og allir þekkja hversu vel {>að æfinlega lætur sér farast að taka á móti gestum. Ungmennafélag Unitara heldur fund i kvöld ffimtudagj á venjuleg- um stað og tíma. Blaðið “Free Press” segir frá því í annálsdálk sínum, að í dag (29. Sept.J fyrir fjörutíu árum síðan hafi hópur 300 íslendinga lagt upp frá Samia, Ont., áleiðis til Vesturlands. Með hópnum var séra Jón Taylor, sem foringi og tilsjónarmaður. í Bardals Block finnið þér mig, enn á ný reiðubúinn til að gera alt gull og úrsmíði eins vel og ódýrt og hægt er. Gömlu viðskiftav'inir mínir ættu ekki að gleyma þessu. G. Thomas. Til sölu 80 ekrur af góðu landi skamt frá Gimli. Upplýsingar að Lögbergi hjá ritstjóra. Að undanförnu hef eg ekki haft dýrustu sálmabókina ($2.75) en nú hefi eg nokkuð af henni. bœði fulla stœrð og (Indian paper) minsta stærðin; get því fylt pantanir af hvaða verði sem er. John J. Vopni. Útaf fréttagrein um vetlingakaup útlendra ríkja, er í síðasta blaði stóð, hafa blaðinu borist nokkrar fyrirspurnir, þar á meðal ein frá manni í Alberta, sem hefir sextíu pör að selja af vænum vetlingum, er hann hefir sjálfur prjónað í hjá- verkum. Þeim iðjumanni og öðrum, sem upplýsinga hafa leitað um þetta atriði, svarast hérmeð, að ekki er til neins að leita samninga um þetta nema í þúsunda tali. Ef nokkur von væri til að geta fengið nokkur þús- und pör hjá íslenzku fólki vestan- hafs, þá mætti leita .samninga, en fyr ekki. Ólst upp hjá öpum. Fáheyrð og értrúleg saga barst frá Bombay fyrir nokkrum vik- um. Unglingsstúlka, sem að vísu var líkari dýri en manni, fanst í grend við Naina Tal í Indlandi. Bóluör fundust á báðum hand- leggjum hennar, en á kinnum og baki var hún hári vaxin svo hún var likari apa en menskri mann- eskju; er haldið að útivistin og klæðleysið hafi valdið hárvextin- um. Eftir útliti hennar að dlæma hefir hún jafnan gengið upprétt, en hreyfingar, og látbragð alt eru miklu líkari hreyfingum apa en manna. Þegar hún fanst lyrst, varð hún hamstola af hræðslu og grenjaði hástöfum- Og þegar hún kom til manna bygða vildi hún á engu nær- ast nema hráum kartöflum og grasi, en brátt vandist hún þó við að bonða brauð og drekka mjólk. Ekkert orð gat hún sagt en heym- in var skörp. Helzt lítur út fyrir, að hún hafi týnst þegar hún var fárra ára gömul og apar orðið fósturforeldrar hennar. Hefir hún því vanist á lifnaðarháttu þeirra og neytt samskonar matar- og þeir. Þessi fregn minnir á eina sögu Kiplings. Atburðurinn er ihugun- arverður, ef rétt er frá skýrt, vegna þess, að af honum má ráða, hve djúpt fólk getur fallið, ef nógu illa er i garðinn búið og hve auðvelt er að veikja þá hæfileikal og jafnvel drepa, sem greina1 mennina frá dýrunum. Athafnir hinna eldri er mælikvarðinn sem böm og unglingar miða gjörðir sinar við. F réttabréf. Quill Lake, Sask., 24. Sept. 1915. ,Herra ritstjóri Lögbergs! Af því nú kom öskrandi vindur með stórrigningu, stöðvaðist þreski- vélin og mér var sagt að yfirgefa hafrahraukana og rölta inn í kofa, þá hefi eg tíma til að taka handbæran penna, blek og blað til að skrifa fréttabréfs-mynd, en efnið í það verður örðugra viðfangs að v’elja svo að þér líki. Grasspretta varð allgóð hér um pláss og nýting þess sæmileg, en tíðarfar fremur umhleypingssamt (a.ð jafnaðartali síðan í vorj, þó meiri þurkar en rigningar í það heila tekið. Frostin fóru heldur ekki fyrir ofan garð né neðan hjá oss fremur en í öðrum nærliggjandi bygðum, heldur setti sitt eyðilegg- ingar innsigli allvíða þykt og þétt á garðávexti, og einnig sumstaðar á kornakra, sem ekki var búið að slá fyrir síðasta frost. Það eru nú víst liðnar 4 eða 5 vikur síðan að 2 menn sáu sýn hér í himinhvolvinu; annar þeirra er enskur, en hinn er sagður þýzkur að ætt. Sá enski heldur það hfi verið flugvél, en sá þýzki ber það til baka og fullyrðir, að það hafi einungis verið þykt ský. En þótt engir aðrir hafi séð sýn þessa, geta margir af enskum þess til, að sá fymefndi hafi rétt að mæla, en sá þýzki af auðsæj- um ástæðum beri það til baka; en það eina vita menn fyrir víst, að báðir þessir menn hafa séð þetta á sama tíma og sem eg bezt veit vorui i mílu fjrlægð hvor frá öðrum. Nú, herra ritstjóri, hefi eg engu við að bæta í þetta fréttabréf, ef það annars getur kallast því nafni; en með því eg er ekki óvilhallur dómari í því máli, legg eg þann dóm í þín- ar hendur, með allri virðingu. A. Frímannsson. Rigningasamt hefir verið hér um slóðir það sem af er þessari viku, og er sama að frétta að úr bygðunum, svo þreskingarvinna tefsl mjög. Norsk-Ameríska línan Ný farþegaskip með tveimur skrúfum “KRISTIANAFJORD” og “BERGENSFJORD” í förum milli NewYork og Bergen 1 Nor- egi. Frá Bergen eru tíðar ferðir til lslands. Fardagar frá New York: “Bergensfjord” 16. okt. “Kristianafjord” 6. nóv. “Bergensfjord” 27. nóv. “Kristianafjord” ll.des. Skipin fara 250 mílur norður af ófrið- ar svæðinu og fara frá New York til Bergen á minna en 9 dögum. Um fargjöld, lýsingar með myndtim, og s.f.v. ber að leita til. HOBE & CO., G.N.W.A. 123 S. 3rd Street, Minneapolis, eða H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. Vígsla Gamalmenna- heimilisins Gamalmennaheimili kirkjufélags- ins verður vígt, ef Guð lofar, sunnu- daginn 3. Október. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í lútersku kirkj- unni á Gimli kl. 11 f.h., en sjálf vígslan fer fram á heimilinu kl 3 e. h. Reynt verður að gera athafnir þessar sem hátíðlegastar. ölluin, sem liknarstarf þetta láta sig varða, er boðið að sækja vigslu-samkomur þessar, bæði þeim, sem búsettir eru á Gimli og í því nágrenni, og eins þeim öllum, er komið geta frá fjar- lægari stöðum. Winnipeg, Man., 21. Sept. 1915. B. J. Brandson, formaður stjórnarnefndar Gamal- menna-heimilisins. Að forðast eldingar. Þrumuveður geysuðu 35 sinnum í Ohio ríki árið sem leið og 52 menn fórust fyrr eldingum. B ún- aðarskóli ríkisins hefir gengist fyrir rannsókn á öllu er að slys- unum laut og gefur eftirfarandi ráð sem gott er að hafa í huga þegar þrumuveður standa yfir: 1. Standið ekki 1 hnsdyrum eða göngum. 2. Standið ekki nálægt ofntim. 3. Standið ekki nálægt stór- gripum. 4. Sfándið ekki nálægt vírgirð- ingum. Áttatíu og fimm skepnur af hverju hundraði sem drápust urðu fyrir eldingum nálægt vir- girðingum. Úr hættunni sem af virgirðingum stafar má draga með því að grafa þráð í jörð niður frá þriðja eða fjórða hverjum stólpa. Með þrumuleiðurum má og verja hús fyrir eldingum. Af 654 húsum, sem eldingar kveiktu í á árinu var að eins eitt með þrumu- leiðara. 1 ' Mikið hár og hreinn hársvörður. Enginn þarf að búast við að fá þykt og fallegt hár nema hár- sveröinum sé haldið hreinum og mjúkum og hann fái nóga nær- ingu. 1 hársverðinum eru blóð- kerin sem næra hárið. Ef hár- svörðurinn er skorpinn og óþjáll streymir minna blóð að hárrótun- um og hárvöxturinn minkar. Það þarf engan sérfræðing til að nudda hársvörðinn. En hver mað^ ur og kona ætti að gera það á hverju kveldi. Það þarf ekki nema tvær mínútur til að nudda allan hársvörðinn í hvert skifti, en et ]>að er gert á hverjum degi, líður ekki á löngu að áhrifin sjáist. Engin smyrsli þarf að brúka, nema ef svo stendur á, að hársvörðurinn sé beinlínis veikur og er þá sjálf- sagt að fara að læknisráðum. Fingurnir einir duga til að vinna verkið. Þegar búið er að nunda svo lengi, að það er eins og nýtt lif hafi færst í hársvörðinn, er nóg komið; það bendir á að blóð- straumurinn hafi aukist. Þess verður vandlega að gæta að neglumar séu stuttar, svo húð- in særist ekki. Bezt er að teygja eins mikið úr fingrunum og unt er. Byrja skal neðst við hársræt- ur fyrir framan eyru og aftan, færa hendurnar upp eftir höfðinu báðum megin uns fingurnir mæt- ast á hvirflinum. Gott er að nudda hársvörðinn með tyrknesku hand- klæði; það hreinsar hárið og eyk- ur blóðrásinu. En gæta verður þess vandlega, að slíta ekki upp heilbrigð hár. Þá er ekki siður gagnlegt að bursta hárið með stífum bursta; það hreinsar hárið og styrkir húð- ina. Sumir halda því fram, að ef burstinn sé góður, þá sé hann betri en fingumir. Burstið því hárið bæði kvöld og morgun — að eins örstutta stund. Það þarf ekki að bursta lengi til að finna nýtt “líf” í hársverðinum. Burstinn þarf að vera svo stífur, að hann gangi í gegnum hárið, en þó ekki svo, að hann særi hörund- ið. Hikið ekki við að bursta hár- ið, þótt talsvert komi af lausu hári L bursta'nn. Ef hárið er burstað á hverjum degi eða tvisvar á dag, þá kemur nýtt hár í stað þess sem fellur í burtu- Þótt hárið sé heilbrigt og mikill hárvöxtur, þá fellur það smám- sarnan líkt og yfirhúðin á Ihörund- inu, en nýtt hár vex upp af rótum hins gamla. Ekki vita menn með vissu hve langlíft hárið er. Sumir segja að það verði tveggja til sex ára gamalt. Ef svo er, \ra. ættu 40 til 60 hár að falla á hverjum degi að meðaltali. En hárfallið er misjafnt eftir árstíðum og heilsufari. En ef hársvörðurinn er heill og líkaminn hraustur kem- ur nýtt hár í stað þess sem fer- Ef hárið fellur mjög ört, þarf að leita ráða við hármissinum í tíma. Haltu bursta þínum og kambi vandlega hreinum og notaðu alnrei greiðu eða bursta annars manns og leyfðu engum að nota bursta þinn og greiðu. Þvoðu burstann og greiðuna iðulega úr sápuvatni og þurkaðu þau í sólskini eins ott og unt er. Ef þú hefir hárveiki verðurðu að sótthreinsa kamba og bursta. Sumar stúlkur hafa þann sið að særa hárið í hverja tunglfyllingu og álíta að þær auki með því Ihár- vöxtinn. Það er hverju orði sannara, að þessi siður styrkir hár- ið og eykur vöxt þess. En það er ekki því að þakka að tunglið er fult. heldur vegna þess, að þá er harið klipt með jöfnu millibili. Mætti eins vel miða hárklipping við einhvem vissan dag í mánuði hverjum t. d. fyrsta eða fimtánda hvers mánaðar. Fyrstu tvo dagana eftir að hár- ið er þvegið er ]>að strítt og því erfitt að greiða það. Úr þessu má bæta með því að bera í það ofur- lítið af vaselíni eða baðmolíu. Genginn í herinn. Joe Johnson frá Winnipegosis. Þessi ungi maður hefir nýlega boðið sig fram í A C079. Battalion sem nú er undir heræfingu í Brandon, Man., Hann heitir Johannes Guðmundur; alment meðal ensku mælandi manna nefndur Joe Johnson. Foreldrar hans eru 'hjónin Þórður Jónsson frá Neðra Hálsi í Kjós og Guð- björg Guðmundsdóttir frá Kára- neskoti í sömu sveit. Jóhannes er fæddur á Gimli við Winnipegvatn, hann er 23 ára gamall, maður í hærra lagi og rétt vaxinn, bjartur á hár og fríður yfirlits, þíður í viðmóti og glaðlegur. Hann inn- ritaðist 3. ágúst síðastliðinn. Leikhúsin. í “Via Wireless” er hinn ágæti kvi myndaleikur, sem sýndur er í Wal er leikhúsinu þessa viku, rneð mati ees daglega kl. 2.30. “Via Wireles: er ákaflega laðandi og yndislegi leilcur og eykur það ekki lítið á áhr hans, hve aðal persónurnar, þ; Miss Gail Kane og Bruce McR; leys hlutverk sín vel af hendi. Ai þessara mynda eru sýndar ýms; fleiri myndir til fróðleiks. Á mám daginn 4. Okt. og alla þá viku ver ur “Peg of My Heart” leikin í Wall er leikhúsinu með matinees að van< á miðvikudag og laugardag. Það er vert að koma til að sjá nýju “Peg”, þó ekki væri annað. Hún hefir ást blómsins í hjartanu, unaðshreim söngsins í röddinni og nokkuð af himinblámanum í augunum. Snemma í Okt. verður sýndur fyrsti söngleik- urinn í Walker leikhúsinu, “When Dreams Come True” og “Twin Beds,” “Dady Long Legs” og The Trail of the Lonesome Pine.” DOMINION. Leikirnir, sem sýndir hafa verið síðustu viktirnar í Dominion leikhús- inu, hafa v'erið alvarlegir og sorg- blandnir, en þeir hafa eigi að síður dregið húsfylli á hverjum degi. Leikendunum ætti því eigi síður að verða vel tekið næstu viku, er þeir spretta úr spori í gamanleik. “Ma’ amselle”, sem sýndur verður alla næstu viku, er einhver mesti gaman- leikur, sem nokurn tíma hefir sýnd- WILKINSON 81ELLIS Matvöru og Kjötsalar Horni Bannatyne og Isabel St. Sérstök kjörkaup á hverjum Föstu- og Laugardegi. Sím- ið oss eftir kjörkaupum á hænsum, öndum, tyrkjum, smjöri Og eggjum. GŒÐA VÖRUR FYRIR LITLA PENINGA Tals. Garry 788 W. H. Graham KLÆDSKERI 71% i -'r 4- t •fc X 4- t t t * ♦ 4 Alt verk ábyrgst. Síðasta tízka 4 4 190 James St. Winnipeg Tals. M. 3076 4 4 h4+4+44+444+444-f 444+444+ é Eruö þér reiðubúnir aö deyja? ef ekki, þá finnið E. H. Williams IiiHurance Agent *06 l.imlsay Block Phone Maln 2075 Umboðsmaðnr íyrir: The Mut- ual Llfe oí Canada; The Ðomlnlon of Canada Guar. Accldent Co.; og og elnnlg fyrlr eldsábyrgtSarfélög, Plate Glass, BifreiSar, Burglary og Bonds. _____ ViSgerðum sér.takur gaumur gefinn Alt verk ábyrgst ( 12 mánuði BDAVIS Úrsniiður, . L-'/A V lO, Gullsmiður ÁÖur hjá D. R. Dingwall, Ltd. 874 Sherbrook St., Winnipeg Nálægt William Ave. ur verið í leikhúsinu. Það er víst að þeir, sem kannast við leikinn, hlæja með leikendunum löngu áður en þeir koma inn í leikhúsið. Annne Bronaugh og Frank Camp leika að- al hlutverkin. PANTAGES. Hin tignarlega og fádæma fagra vatnadís, Lottie Mayer, verður í Pantages leikhúsinu næstu viku með aðstoðarfólki sínu, danspalli, fjaðra- stól og vatnskassa til að sýna sund- fimi sína. Áður en hún kastar sér í baðið darlsar hún nokkra undur fagra dansa. Erábær fiðslusnilling- ur leikur þar á fiðlu sína, sá heitir Paul Pereirs og hefir til skamms tíma verið fiðluleikari við hirðina í Portúgal. Hann hefir nokkrum sinn- um sýnt list sína í Austurfylkjunum og hlotið almannalof. Þeir, sem bezt hafa vit á að dæma um listir lians hafa hrósað honum mest. Þá má og nefna gamanleikinn “The Jealous Lovers" og kvikmyndimar frá vígvelli. ORPHEUM Sýningarskráin á Orpheum leik- húsi næstu viku, er vandaðri en venja er til í samskonar leikhúsum. Þar v'erður hinn víðfrægi Houdini, sem allir dást að. Hann er nýkom- inn úr ferð umhverfis jörðina og í lÁstralíu hlaut hann verðlaun fyrir leikni i fluglist. Fólk ætti því sann- arlega ekki að láta undir höfuð leggjast að sjá hann í Orpheum næstu viku. Robert L. Dailey and Co. sýna gamanleiki sina og ekki má gleyma Dainty Marie, sem syngur vso dásamlega. Elsie Faye ásamt Joe Miller og John Hogan flytja söngva sína og Mabelle Lewis og Paul Mc Carthy sýna sig líka, sem jafnan koma einu sinni á hverju ári eins og jólin og 4. júlí. JTALS. G. 2252 Royal Oak Hotel GHAS, GUSTAFSON, Eigandi Eina norræna hótelið í bænum. Gisting og máltíðir $1.50 á dag Sérstakar máltíðir 35c. Sérstakir skilmálar fyrir stöðuga gesti 281-283 Market St., Winnipeg LÆKNIRINN ÞINN í striði við hina ýmsu kvilla með meðulum. Ef meðalið er íekki af réttu tegund, þá vinnur hann ekki á veikinni. Vér blöndum meðulum rétt, alveg eins og læknirinn biður um. Þér getið hjálpað lækninum með því að fá meðulin frá oss. Öll meðul send gjaldfrí, til hvaða staðar sem er í Manitoba. Whaley FRANKWHALEY flrmription Uruggtst Phone She*-br. 258 og 1130 Horni Sartjent og Agnes St. Meðala ráðlegging. SANOL LÆKNAR nýrna og blöCru sjúkdöma. VerC $1.00.— Sanol Anti-diabetes læknar þvag sjúkdóma. Sanol Blood Build- er enduroærir blóöiö. Sanol dys- pepsia salt bætir meltingruna.—• RáSleggingar ókeypis. Læknis- skoóun ef um er beöiö. — Sanol fðn Sher. 4029. 465 Portage ave. C. H. DIXON, Lögfræðingur, Notary Public. 508 Portage Ave„ W.pg Tals. 8hcrbr. 4111 Lögfræðislegar ráðleggingar gefnar fyrir 50c., með pósti fyrir$1.00, Sakamálum sérstakur gaumur gefinn Lán — Renta — Innheimtun Matreiðslu-stór úr járni og stáli Nýjar—4 öllu verCl. Sl.00 við móttöku og $1.00 á viku Saumavélar, brúkaBar og nýjar; mjög auðveldir borgunarskilmálar. Allar vitSgertSir mjög fljótt og vel af hendi leystar. pér getiB notaB bif- reiB vora. Phone Garry 821. J. E. BRYANS, 531 Sargent Ave., Winnipeg. H. EMERY, hornl Notre Dame og Gertie Sts. TALS. GARRY 48 ÆtllB þér aB flytja yBur? Ef yBur er ant um aB húsbúnaBur yBar skemmlst ekki I flutningn- um, þá finniB oss. Vér leggjum sérstaklega stund 4 þá lBnaBar- grein og ábyrgjumst aB þér verB- 18 ánægB. Kol og viBur selt lægsta verBi. Baggage and Exprees Land til sölu á Point Roberts, Wash., 17 ekrur, með nýlegu húsi og öðr- um umbótum. Um nánari upplýsingar, verð og borgunar- skilmála, skrifið TH. SIVERTZ, Point Roberts, Wash>

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.