Lögberg - 14.10.1915, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.10.1915, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1915. Te eða te-gutl, -- Hvert heldur drekkið þér? Þaö er mikiö komiö undir því, aö teiö sé blandaö rétt— og einnig í vexti þess—einnig hv'ernig það er búiö til— og jafnvel hvernig gengiö er frá því í pökkunum. Takið eftir tvöföldu umbúðunum. BUE MBBON TEA Kynnist því te, sem hefir reynst vel og mun þaö þá veröa stööugt brúkað á heimili yöar. Yrkt eftir bezta hætti og i beztu umbúðum Blue Ribbon hefir alla þá kosti til að bera, sem af tei eru heimtaðir. Takið orð vor trúanleg, þér munuð sannfærasta—annars verður peningunum skilað aftur. Or bænum Stórt loftherbergi, hentugt fyrir tvo, til leigu að 724 Beverley stræti í næsta húsi við Jóns Bjarnasonar skóla. Einar Gíslason bókbindari frá Gimli kom inn á skrifstofu Lög- bergs á fimtudaginn, ungur, kátur og fjörugur þótt árin fjölgi. Gunnar Thordarson frá Geysi var hér á ferð síðastliðinn fimtu- dag. Hann kvað fiskimenn komna að því að búa sig í verið, sagði að þeir byggjust við snemmri vertíð. Útsölu fbazar) mikla hélt kven- félag Fyrsta lút. safnaðar fyrra þriöjudag og miövikudag. Voru þar margir eigulegir munir og nyt- samir. Ýmsir höföu gefið sérstak- lega verðmæta hluti. Útsalan var vel sótt. Sigurður Baldvinson frá Nar- rows sagði þær fréttir að elding hefði lostið íbúðathús Mrs. Láru Frímann í síðasta mánuði og skemt það til muna; rifið úr því annan stafninn og skekt það á grunni, en ekki kveikt í því. Til allrar ham- ingju var enginn í húsinu þegar þetta vildi til, ella hefði manntjón vafalaust hlotist af. Lögberg gat ekki stilt sig um að þýða og birta greinina: “Vetur úti í sveitinni” eftir herra Gunnar Björnsson, og er hann beðinn af- sökunar á því ai5 það var gert leyf- islaust. Ritstjóraargreinar af þvi tagi og þeirri snild eru fágætar, barn''af" s‘Íysum'Jfyrir einu ári síð an, og er það víst að þau eiga sam Eg hefi nú nægar byrgðir af “granite” legsteinunum “góðu” stöðugt viö hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finn mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins v'el og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur, A. S. Bardal. John Johnson frá Oak Point ("Jón frá Grund) kom til bæjarins í verzlunarerindum á fimtudaginn. Hann var kátur og ræðinn eins og honum er lagið og hafði margt fleira um að tala en veður og tíðarfar. Jón tekur mikinn þátt í öllum hreyfingum sem fram fara, sérstaklega í félags- og siðbóta- málum, og les mikið. Tíminn líð- ur því fljótt þegar hann ber að garði, og vekur hann venjulega hjá manni einhverja nýja hugsun. Þau hjón Joseph Walterson og kona hans urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa þriggja ara gamla stúlku af slysum í vikunni sem leið. Börn þeirra, þrjú alls, voru úti við að leika sér. Skamt frá hús- inu hafði verið hlaðið upp girð- ingastaurum i buðlung eða vörðu- myndaðan strók. Bömin léku sér að því að smjúga inn á milli staur- anna og inn í hvelfingu þá sem myndast þegar staurunum er hlaðið á þennan hátt. En buðlungurinn hrundi og beið stúlkan bana svo að segja á svipstundu. Sveinn Bjömsson frá Gimli var á ferð í bænum á föstduaginn. Hann kvað það samþykt mótmæla- laust af sveitastjórninni að ganga til atkvæða um vínsölubann í Gimli bæ og Gimli sveit i haust. Kvað hann mikinn undirbúning frá hálfu bindindismanna og ekkert látið ósparað af ærlegum ráöum og sæmilegum til þess að vinna; enda ekkert efamál talið að brennivínið verði þar að fullu og öllu útilok- að. Gimli menn hafa lagt sig fram í bindindisbaráttunni í seinni tíð svo að undrum sætir hve miklu þeir hafa komið til leiðar. Virðast þeir vera þar sammála all- flestir þótt á greini í ýmsu öðru. Greinin um kvenréttindamálið er að nokkru leyti tekin upp úr “Tribune”, það er að segja partur af síðari helmingnum. Á laugardaginn 9. þ. m. voru þau Leifur Eiríksson Sumarliðason og Sigurlaug Anderson gefin sam- an í hjónaband í Tjaldbúðar kirkj- unni af séra F. J. Bergmann. Brúðhjónin höfðu búið sér heimili á Arlington Ave. nálægt Ellice og var þar vegleg veizla á eftir hjóna- vígslunni. Sátu hana um 40 manns og var skemt sér hið bezta. Lögberg óskar ungu hjónunum til hamingju. Missagt var það í síðasta blaði að konan sem vestur að hafi fór héti Arndís; hún heitir Agnes: Það var heldur ekki rétt að Hekla hefði gefið henni regnhlíf, heldur tvær bækur; Nýju sálmabókina og þýðingu Dr. Jóns Bjamasonar af “Ben Húr”. Nokkrir vinir og kunningjar herra G. J. Goodmundson og þeirra hjóna heimsóttu þau fyrra mið- vikudag, aðallegá til þess að fagna því að Gunnar var kominn heim og hafði fengið mikla bót heilsu sinnar. Um 60 manns munu hafa verið þar alls. Voru fluttar all- margar stuttar ræður og eitt kvæði. unarsfml almennings gæti veitt og væri honum til góðs. Snoturt teppi — Björn Pétursson hafði orð fyr- ir gestum og afhenti þeim hjónum skrautritað ávarp eftir Friðrik Sveinsson. Jafnframt því afhenti hann Gunnari dálitla fjárupphæð. Þessir töluðu auk hans: Séra Rögnvaldur Pétursson, Sig Júl. Jóhannesson, Magnús Pétursson, Sigfús Anderson, Jóseph Thorson, Hannes Pétursson o. fl. Auk Gunnars sjálfs og konu hans. Gunnar sagði ýmislegt frá sýning- unni er fróðlegt var og skemtilegt. Kvæði birtist á öðrum stað í blað- inu, sem einn af gestunum las upp. Að loknum ræðum voru sungmr ættjarðar- og gleðisöngvar og skemtn meun sér hið bezta langt fram yfir miðnætti. Elenora Julius, forstöðukona Gamalmennaheimilisins á Gimli, kom til Winnipeg á þriðjudaginn. Var hún að flytja hingað Mrs. G. Bergþórsson, sem er eitt gam- að minsta kosti í hinum smærn blöðum. Minneotabúar mega vera stoltir af blaðinu sinu. Ottó Kristjánsson, sem Bjami Magnússon frá Mary Hill var á ferð í bænum nýlega. , ’' Ekki kvað hann ngnmgamar hafa1 valdið eins miklum skaða í sínu héraði og víða annarsstaðar, fyrir þá sök að margir hefðu stakkað í tíma. almennið á stofnuninni. Mrs. Bróðir i Bergþórsson er alvarlega veik og hennar dálitið eldri meiddist einnigl l>arr uppskurðar; fór hún á sjúkra- eitthvað, en ekki hættulega. Slysið j húsið í því skyni og verður skorin er þeim mun sorglegra þegar þess UPP at ^r. Brandson. Miss Julius er minst að þessi sömu hjón mistu!^va® ve^ fara um gamla fólkið þar j norður frá og það flest kunna ágæt- j lega við sig. Gimlibúa sagði hún sýnt hafa frábæra mannúð og vel- vild í garð heimilisins. Hún fer heim aftur á morgun. hygð allra Islandinga kringumstæðum. þessum avalið sumar við smíðar, kom til bæjarins á mánudaginn vár og lagði af stað daginn eftir til Mafeking, þar sem hann ætlar sér að stunda fiskiveið- _____________ ar í vetur. Þresking kvað hann Andrés Frímann, kona hans og miö£ skamt a veg komna í Argyle dóttir lögðu af stað til Santiago i! °S dálítlar skemdir orðnar sökum Mrs. G. Hannesson frá Oak Point var á ferð í bænum á þriðju- daginn. Hún er etn af gamla fólkinu, sem tíminn hefir tvift öll- um ættingjum og vandamönnum. Sumir dánir og sumir í fjarlægð. En hún var glöð og kát þrátt fyrir það. Fréttir frá Jéns Bjarnasonar skóla. Nú eru komnir 23 nemendur i skólann og má með sanni segja, að hópurinn er vænlegur til þess að láta gott af sér spyrjast. Að þessu hafa hinir andlegu vöðv- ar nemendanna verið meira æfðir, síðan byrjað var, en vöðvar líkam- ans; en piltarnir eru nú orðnir hungraðir í einhverja líkamlega afl raun, til þess að jáfnvægið geti hald- ist, og er líklegt að þeir byrji bráð- lega á knattspymu eða öðrum líkam- legum íþróttum. Þegar verið er að byrja búskap eru ungu hjónin stundum svo heppin að þau geta veitt sér alla skapaða hluti, sem hendinni þarf til að rétta; en fyrir mjög mörgum nýgiftum hjónum er þannig ástatt, að þau geta ekki veitt sér nema sumt af því, sem þau þarfnast. Það stendur á fyrir .skólanum okkar eins og ,fátækum hjónum, sem eru að byrja búskap. Að visu er skólanefndin búin að leggja honum til gott húspláss og nauðsynlegustu tæki öll, til þess kenslan geti verið vel af hendi leyst. Samt er margt smávegis, sem hugs- í stúlkna herbergið, og annað í pilta stofuna; sálmabækur og kirkju- söngsbók fyrir morgunguðsþjónust- urnar, tjöld fyrir suma gluggana, myndir á veggina, fáeina fleiri stóla i biðstofurnar, auglýsingaspj ald í forstofuna og margt og margt fleira smávegis, sem kæmi sér dæmalaust v'el, því vér ætlum ekki að nefna töfralukt eða slaghörpu í þetta sinn. Ef allir vildu hlynna að skólanum, þó ekki væri nema í einhverju ofur- litlu, yröi skólinn fljótt fjölskrúðug- ur að öllu þvi, sem honum er þörf á. Þess má líka geta, að kona ein hefir þegar gefið skólanum fögur blóm, og nú ættu íslendingar að láta sér þykja svo vænt um skólann sjnn, að þeir á allan hátt, sem þeim er unt, sýni hon- um hugsunarsemi og örlæti. Skólanum veittist stórkostlegur og óvæntur heiður siðastliðinn miðviku- dag, er dr. G. A. Andreen, forstöðu- maður Augustana College í Rock Island, Ulinois, stærsta skóla August- ana sýnódunnar sænsku, sótti hann heim. Dr- Andreen var fenginn til þess að vera aðal ræðumður á 25 ára afmælishátíð lút. safnaðarins sænska í bænum. og greip hann svo tækifær- ið að koma og heilsa upp á skólann. Hann flutti ræðu fyrir skólalýðnum, oss öllum til stórrar ánægju. Meðal annars sagöi hann frá því, að nú veitti enginn hinna stærri háskóla suður í Bandaríkjunum doktors- gráðu í neinum germönskum fræðum nema þeim, sem hefði numið forn- íslenzku. Þannig hljóta tunga vor og bókmentir vaxandi viðurkenn- ingu. Séra Tengvald, prestur lút- erska safnaðaríns sænska í bænum, var með Dr. Andreen, og ávarpaði einnig skólann mjög ánægjulega. Skólinn er þessutji góöu gestum þakklát.ur. z. Þær fréíttir flutti Ottó að 17 ára gamall sonur Hall- dórs bónda Sveinssonar hefði lát- Califomiu á fimtudagskveldið. Bú- ast þau við að dvelja þar vetrar- langt. Andrés hefir verið alvar- lega veikur að undanförnu, en hei- *st 1 vikunni sem leið eftir alllang- ir fengið furðanlega góða heilsu' na sjúkdóm. aftur. Hann hefir unnið fyrir Sambandsstjórnina og fær hann frí í vetur frá störfum sínum með fullum launum án þess að missa stöðuna, Á stjómin þakklæti skil- ið fyrir þá sanngirni, er hún hefir sýnt honum. Það er ósk allra hinna mörgu vina Frímanns að hann megi fá fullkomnari bót heilsu sinnar og vonast þeir eftir að sjá hann og fólk hans heilt á húfi með sumrinu og hlýjunni, þegar veturinn er á enda. Þau hjón og dóttir þeirra ætla sér að verða á sýningunni í San Francis- co. Gjafir til ”BeteI‘ Stinnudaginn 17. október verður prédikaö í Elfros kl. 11 f. h. og í Mozart kl. 3 e. h. Tombolu OG DANS heldur Stúkan Hekla til arðs fyrir sjúkrasjóðinn Þriðjudagskveldið 19. okt. 1915 í Goodtemplara húsinu, Inngangur og dráttur 25c byrjar kl. 7.30 Komið snemma og komið mörg, kær- leiksverkið stiðjið. Jón Sigurðsson, Guðmundur Breckman og Skúli Sigfússon þingmaður komu til Winnipeg á þriðjudaginn í því skyni að finna stjórnina og óska liðsinnis hennar við vegabót, er þeir hugsa sér að koma á fyrir vestan bæinn Lund- ar. Þar kváðu vera vegleysur, er allmargir verða yfir að fara til þess að flytja rjóma sinn á smjörgerð- arhúsið á Lundar, og í ýmsum öör- um verzlunar erindum. Viðvíkjandi “Columbia Grain Co. Ltd.” sem getið er um í síðasta blaði, bað L. J. Hallgrímsson að geta þess að hann er ekki félagi þess lengur; hann hefir selt sinn part í því og er því H. J. Lindal þar einn að íslendingum til. Fyrstu Islendingar komu hingað fyrir réttum 40 árum 11. þ. m. Voru þeir 285 talsins, þar á meðal þessir: Sigtryggur Jónasson, Sig- urður Christopherson, Olafur frá Espihóli, Munka-Þverár bræður Jakob og Jón o. fl. Séra B. B. Jónsson flutti eink- ar fagra ræðu á sunnudags kveldiö var í tilefni af þessu. Líkti hann þar fyrstu fjörutíu ára veru Is- lendinga hér í álfu við fjörutíu ára hrakning ísraelsmanna í eyðimörk- inni. Mrs. Elin Eirikson, utto P. O.. kom til bæjarins á þriðjudáginn var með syni sínum, sem var að koma á Jóns Bjamasonar skóla Hún er að nokkru leyti fóstra Einars Jónssonar myndhöggvara. í síðasta blaði Lögbergs, þar sem sagt var frá samkomunni á íslenzka skólanum var þannig komist að orði að skólanefndin hefði staðið fyrir því, en þannig var ekki. Séra Rúnólfur Marteinsson og kona hans buðu fólki þangað og stóöu algerlega fyrir heimboðinu og kostuðu það að öllu leyti. Þeir sem þar voru og minnast hversu rausnarlega alt var af hendi leyst, þakka því að sjálfsögðu fyrir við- tökurnar. Vinnukonu vantar á gott heimili vestur í Vatnabygð. Ritstjóri vís- ar á. Herra J. J. Thorvardson kaupm. kom heim aftur á þriöjudaginn frá N. Dakota. Fór hann þangað til þess að vera við jarðarför tengda- systur sinnar Mrs. Bergþór Thord- arson, sem varð bráðkvödd á föstudaginn. Mrs. Thordarson læt- ur eftir sig mann og 6 börn. Nán- ar getið síðar. Um það leyti, er gamalmennaheim- ili kirkjufélagsins,, “Betel” var vígt og því gefið nafn, bárust mér þess- ar gjafir til hælisins: Kvenfél. Björk í Álftavants- bygð ....................... $25.00 Mrs. Elín J. Ólafson ......... 25.00 S. S...............,.......... 5.00 H. F. Davidson................. 5.00 V- Sölvason .................. 10.00 Áheit frá ónefndum, afhent af séra B. B. J................. 10.00 Kvenfélag Selkirk safn........ 90.50 Fyrir þessar höfðinglegn gjafir þakka eg innilega, fyrir hönd for- stöðunefndarinnar. Jónas Jóhcmnesson, féhirðir. Herra G. J. Erlendsson lyfjafræðingur frá Edinborg N.- Dakota kom til bæjarins á mið- vikudaginn; var hann að leita sér lækninga hjá Dr. Brandson. Mr. Erlendson kvað alla íslendinga þar syðra hafa náð hveiti sínu óskemdu. Uppskeran er þar með allra bezta móti og verð hátt. Mais uppskera hafði þó gjörsamlega brugðist sökum vorfrostanna. Marteinn Jónasson kaupmaður og Jón Sigurðsson oddviti frá Viðir voru á ferð í bænum á miðv'ikudag- inn í Verzlunar- 0g sveitarmála-er- indum. Hr. Snorri Einarsson á bréf á skrifstofu Lögbergs. íslands- Fulltrúar Fyrsta Iút. safnaðar eru að undirbúa samkomu, sem haldin verður í sunnudagaskólasal kirkjunnar, fimtudagskveldið 21. þ. m. Verður sérlega vandað til samkomunnar og hún nánar aug- lýst í næsta blaði. J. J. Vopni, ráðsmaður Lögbergs, kom heim í gær. Hann hefir verið í burtu um nokkra daga niður á milli Lake Frances og Lake Manitoba á fuglaveiðum. Aflaði allvel, en stormur og ókyrð hamlaði þó. Bændur, munið eftir því að Is- lendingur er aðalmaður “Columbia Grain Co. Ltd." Þar sem taldir voru nefdarmenn Gamalmenna heimilisins í síðasta blaði hafði eitt nafnið fallið úr af vangá. Það var Jónas Jóhannes- son; hann er einn aðalmaður nefndarinnar. Frú Lára Bjarnason kom heim úi ferð sinni til íslands og Danmerkur á föstudaginn var. Hún lét vel yfir ferðinni; kveðst aldrei hafa fengið betri ferð yfir hafið en með GulL- foss í vor og nú vestur aftur frá Kaupmanahöfn til, New York með einu af skipum Skandinavian-Ame- rikan línuunnar. Til Gunnars J. Goodmundssonar- Flutt t samsœti 6. okt. 1915. Setjumst enn i sólarylinn syngjum vorsins gleðibrag þó að heldur halli degi húm er fjarri og sólarlag. Gunnar hefir glímt við Elli, gengið röskar fram en Þór; æskan hefir haldið velli hans þó armur sýndist mjór. Þökkum ljóss og lífsins drotni lyftum glaðir fullri veig, drekkum allir út að botni æskufull í löngum teig. Gott er þegar efri árin eiga manndóm, hreysti og þor,— gott er að flytja á gratarbarmínn geisla þína, sól og vor. Margt var starfið, margt var sporið mörg var raun á lífsins braut. En gæfan hefir Gunnar borið > greiðst hefir úr hverri þraut. Söm var lundin, samt var brosið sífelt þessi létti blær, gleði hún er goðumborin gott á sá sem altaf hlær. Lifðu Gunnar langa æfi leiktu æ við fingur þinn. Fyrir sólu svellin bráðna sefast brosi harmurinn. Gef oss ennþá gamanstöku gleði-yrði og hnytti-svör og í Valhöll inst að lokum eigðu sæti á Bragaskör. P. G. Bessi Tómasson, 78 ára að aldri, lézt að Reynisstað í Mikley þann 25. ágúst síðastl. Bjó áður fyrri á Grímsstöðum í Þistilfirði, en flutti vestur um haf 1887. .Var þá fyrst nokkur ár búandi í grunnavatns- bygð. Flutti svo þaðan til Mikleyj- ar og bjó í Ingólfsvík. Lét af bú- skap fyrir nokkrum árum, og hef- ir síðan verið til heimilis hjá frændum sínum. Systkini Bessa voru fjórtán alls og liföi hann öll. Einn af bræðrum hans var Helgi sál. Tómasson á Reynisstaö, faðir þeirra bræðra Kristjáns og Gunn- ars, merkismaður mesti, dó sum- arið 1909. Bessi var valinkunnur sæmdarmaður, ekki eins atkvæða- mikill og Helgi bróðir hans, en gæðamaður mesti og ljúfur í við- kynning allri. Bona Bessa, Jám- brá að nafni, lifir enn. Stundaði hún ljósmóðurstörf í mörg ár og þótti vel takast. Voru þau hjón mjög samhent í að gera gott þeim sem bátt áttu og koma fram til góðs í hvívetna. Þau áitu engin börn, en ólu upp ein fjögur fóst- urbörn. Tvö af þeim eru hér vestra, annað stúlka Friðný að nafni, til heimilis vestur á Kyrra- hafsströnd, hitt piltur, heitir Bessi í höfuðið á fóstra sínum, er til heimilis á Mikley. Viö fráfall Bessa Tómassonar er hniginn til moldar einn af ágætismönnum vor- um hér vestra, einn af þeim mönn- um sem hin yngri kynslóð vor gerði vel að taka sér til fyrirmynd- ar að þvi er snertir göfuglyndi og ágæta mannkosti. Næsta sunnudag (17. okt.) verð- ur guðsþjónusa haldin, ef guð lof- ar, á Gimli kl. 2 siðdegis í kirkj- unni og kl. 5 á Betel Gamalmenna heimilinu. Annan sunnudag (24. okt.) býzt eg við að verða fráverandi. En sunnudaginn 31. okt. messa eg í Ámes bygðinni kl. n f. h., og á Gimli kl. yy2 e. h. sama dag. Fólk á Gimli og í Ámes bygðinni er beðið að taka eftir þessu. Allir boðnir og velkomnir. Vinsamlegast. Carl J. Olson. WALKER. Fegar drautnar rœtast, hinn áhrifa mikli gleðisöngleikur er viss að draga að sér fjölda manns þessa viku. í félagi við Silvio Hen, sem er höfundur söngsins og hljómfræö- innar, hefir M7. Bartholomae fram- leitt listaverk, sem ekki gefur eftir neinu, sem á undan er komið- “Þeg- ar draumar rætast” er reglulegt lista- verk. Búningar eru í þessum leik af bezta tagi og leikendur eru valdir hinir, færustu. Mr. Hen er aðalmað- urinn, sem um hljóðfærasláttinn sér og leikur hann um 24 lög með sinni alþektu snild. í fyrsta skifti í þessum bæ verða “Twin beds” leikin á Walker af Sel- wyn and Company og byrja þar næsta mánudagskveld 18. Október. Salisbury Field-Margaret Mayo Laugh Festival verður leikið alla vikuna. Það kemur beint frá New York þar sem það var leikið í 52 vikur samfleytt. Sagan er búin til út af því sem getur viljað til þegar þrenn hjón búa sitt á hverju lofti í sama húsi. Ein hjónin eru nýgift, önnur eigin- Iega ekki orðin hjón en komin að giftingu, og ein eru um það leyti að halda 10 ára giftingarafmæli sitt.— Þau eru öll afbrýðissöm en heim- sækja hvert annað, stundum þegar þeim er boðið en stundum af mis- skilningi, stundum á daginn og stund um á kveldin. — Áhrifin af “Twin beds” eru bæði vegna þess hve fljótt það er leikið og vegna þess hve meistaralega vel það er skrifað. Það er eiginlega háörit upp á félagslífið. Norsk-Ameríska línan Ný farþegaskip með tveimur skrúfum “KRISTIANAFJORD” og “BERGENSFJORD” í förum milli NewYork og Bergen í Nor- egi. Frá Ðergen eru tíðar ferðir til Islands. Fardagar frá New York: “Bergensfjord” 16. okt. “Krietianafjord” 6. nóv. “Bergensfjord” 27. nóv. “Krietianafjord” II. des. Skipin fara 250 mílur norður af ófrið- I ar svæðinu og fara frá New York til Bergen á minna en 9 dögum. Umfargjöld, lýsingar með myndum, og s.f.v. ber að leita til. HOBE & CO., G.N.W.A. j 123 S. 3rd Street, Minneapoli., eða H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. C. H. DIXON, Lögfrœðingur, Notary Public 508 Portaer* Ave., W.peg Tals. Sherbr. 4111 Lögfræðielegar ráðleggingar gefi ar fyrir 50c., með pósti fyrir $1.00. Sakamálum sérstakur gaumur gefinn Lán — Renta— Innheimtun Aukið rúm í kornvögnum. Allir kornræktendur ættu að veita nákvæma eftirtekt breyting-j unni sem orðið hafa á því hvað mest má láta í kornvagna. “The Grain Growers Grain Co. Ltd.” beinir athygli manna aö því aö skjal Nr. 267, sem gefið er út af C. P. R. félaginu nemur úr gildi allar fyrri skýringar meö tilliti til vagnahleöslu á brautum C.P.R. fé- lagsins framyfir þaö sem á þau er stimplað að þau taki. Þetta skjal ('No. 267) kveður svo á að vagn með 40 smálesta stál- grind, röð 100,000 til 139,998 og 200,000 til 219,998 og einnig með 40 smálesta viðargrindum röð 140,000 til 149,994 og röð 150,000 til 153,238 hafi nú viðurkent flutn- ingsrúm fyrir 94,000 lb. Þess skyldi gætt að þegar þeir vagnar sem hér er um aö ræöa, eru hafðir til hveitiflutninga, kom- rúg eða hörflutninga (flax), þá má ferma þá xo þumlungum upp fyrir komlínuna sem er stimpluð innan á vagninn, og þegar um bygg er að ræða eða hafra, þá má fylla vagninn alveg eins og hægt er. Þeir sem senda þurfa vagna ættu að spyrjast fyrir hvenær þeir geti fengið þá og reyna að koma því svo fyrir að þeir geti altaf haft vagnana fulla. DOMINION. Hinir föstu leikendur sýna hiö fræga rit “When Knighthood was in flower“ næstu viku. Þetta verður hiö lang tilkomumesta, sem leikiö veröur þetta tímabil í Dominion leik- I húsinu. Menn eru strax farnir að I hlakka til að sjá hin frægu tjöld, hina dýrðlegu búninga og framúr- skarandi leiklist. Enda hafa aöstand- endur ekkert til sparað- Engin saga hefir þótt meira skemtandi en “Tale of ludor Days” meö hinu forna Ruthland kastala í fjarsýni. Gleym- ið ekki þessum áhrifamikla leik í Dominion leikhúsinu næstu viku. PANTAGES. Lawrie Ordway, hin hugrakka dansmær, og félagar hennar, beztu leikendur, sem nokkru sinni hafa far- ið hingað vestur frá London, koma aftur í næstu viku. Hún er viður- kend sem ein frægasta söngkona og leikari er sögur fara af nú og dreg- ur að sér fólk eins og segulstál. Lawrie verður stóra stjaman á hin- um bjarta himni 1 Pantages í næstu viku. Aðal leikina leikur Imperial Grand Opcra flokkurinn. í honum eru 15 ítalskir listaleikendur, með úrval af öJIu því bezta og fullkomn- asta. Fjórsöngur v’erður einnig sunginn, sem vert verður aö heyra. Einn bezti leikarinn verður Laura Winston, og hefir hún með sér hóp æföra manna. Stóri svarti björn- inn verður ekki sízt til þess að vekja áhorfendum gleöi. Alice Teddie er einnig hlægilegri1 og flinkari en svo að hægt sé aö trúa! nema maður sjái það. Alice og Teddy fara á hjólskautum eftir öllu I leikhússviðinu og halda áhorfendun-1 um skellihlæjandi frá byrjun til enda.! ORPHEUM Næst.u viku verður merkilegur dansleikur á Orpheum. Þar dansar Miss Maria Morgan af mikilli list, egypzka, gríska og rómverska dansa. Þaö sem La Loi Fuller reyndi fyrir heilurn mannsaldri og það sem Isa- doru Duncan hefði ef til vill hepnast ef hún hefði ekki Verið of gróf, hef- ir nú Marion Morgan tekist fullkom- lega. Það eru sex dansendur i hópnum og dansa þeir meö mikilli fegurð og þeim fimleika, sem ekki þekkist meðal grófara fólks er á venjulegum stöðum dansa. Sýning- in byrjar meö egypzkum dansi- Að eins <nnn leikur gríska dansinn. Hann er fegurstur allra dansanna. Þá er annaur grískur dans, sem sex taka ITALS. G. 2252 Royal Oak Hotel GHAS. GUBTAFSOH, Eigandi Eina norræna hótelið í bænum. Gisting og máltíðir $1.50 á dag Sérstakar máltíðir 35c. Sérstakir skilmálar fyrir stöðuga gesti 281-283 Market St., Winnipeg Eruö þér reiðubúnir aö deyja? ef ekki, þá finnið E. H. Williams Insurance Agent BOÖ LXndsay Block Phone Maln 2075 Umboðsmaður fyrlr: The Mut- ual Life of Canada; The Ðominion of Canada Guar. Accident Co.; og og einnig fyrir elds&byrgðarfélög. Plate Glass, BifreiSar, Burglary og Bonds. pægilegt og áreiðanlegt liægða- meðal. Pólk veigrar sr oft við þvi að taka hægðameðal, þðtt það viti að þess sé þörf, ag eins vegna þess að því er illa við slæmt bragð og ilí áhrif meðala, sem það hefir tekið. Nyals Pigsen töflur eru eins bragðgððar og brjðstsykur; þær valda engum verk.ium né óþæg- indum af neinni tegund. Fólk ætti að fagna Þessu meðali, sem er svo ð- líkt öllum gömlum hægðameðulum, sem það er vant og það hefir kvaliQ sig til að taka. Verð 10 cent og 2 cent. FRANKWHALEY íJrcocription JOrnggtst Phone Sherbr. 258 og 1130 Horni Sargent og Agnes St. MatreiSslu-stór úr járni og stáli Nýjar—á öllu verðl. Sl.00 vlð mðttöku og $1.00 á vlku Saumavélar, brúkaðar og nýjar; mjög auðveldir borgunarskllmálar. Allar viðgerðlr mjög fljðtt og vel af hendi leystar. |>ér getið notað bif- reið vora. Phone Garry 821. J. E. BRYANS, 531 Sargent Ave., Winnipeg. H. EMERY, horni Notre Daine og Gertie Sts. TALS. GAIlIiY 48 Ætlið þér að flytja yður? Ef yður er ant um að húsbúnaður yðar skemmist ekki i flutnlngn- um, þá finnið oss. Vér leggjum sérstaklega stund á þá iðnaðar- grein og ábyrgjumst að þér verð- ið ánægð. Kol og viður selt lægsta verðl. Baggage and Express Lœrið símritun I.ærið simrituri; Járhbrautyr og verzlunarmönrtum kent. Verk- ieg kensla. Engar námsdeildir. Einstaklings kensla. Skrifið eft- ir boðsriti. Dept. "G", Western f,cbool3. Teleg’anby an.i Uoíl- roading, 607 Builders’ Exchange, Winnipeg. Nýir umsjðnarmenn. taka þátt í. Næst er arabiskur dans, þá róm- verskur dans og síðast allskonar leik- ir, en alt er mjög fagurt og laust viö aö vera gróft- — Þá eru Leigh- tons piltarnir sem hafa ákaflega skemtilegar samræður og söngva- Og loks má telja hina fimm Annopolis drengi, sem taldir eru áhrifamestu söngmenn þessara tíma, og leika þeir “On a Cruise to the land of Harmony”, og er þar sýnt Banda- ríkjaskip á leið til Mexico eða Pan- ama ásamt ööru fögru.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.