Lögberg


Lögberg - 21.10.1915, Qupperneq 2

Lögberg - 21.10.1915, Qupperneq 2
2 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1915. Eimskipafélagið og nýja skipið. Viðtal við Nielsen framkvœmdar- stjóra. í sambandi við hina nýju hluta- fjársöfnun Eimskipafélagsins, mun mörgum þykja fróölegt aö heyra um starí félagsins, siöan þaö hóf göngu sína, og framtiöarfyrirætl- anir þess. — Vér fórtun þvi á . fund framkvæmdarstjórans i gær og báðum hann segja frá. — Skipin bæöi hafa verið tfullfermd allar feröirnar, segir Nielsen, bæöi til útlanda og þaðan aftur. Að meðaltali mun flutningsgjaldið nema rúmlega 40 þús. kr. hverja ferö fram og aítur, en reksturs- kostnaöur Gullíoss, sem er dýrara skipið, mun nema um 21 þús. kr. á manuði. í þvi er þó ekki reikn- aöur skrifstofukostnaður og stjóm- arkostnaður félagsins, en hann verður aö skiftast nafnt niður á bæði skipin. Þess ber að geta, aö útgjöldin eru miklu nærri nU a þessum ófriðartimum, en endra- nær. lðgjald striðsvátryggingar nemi^r 3000 kr. á mánuði fyrir hvert skip og þar ofan á bætist aukin kolaútgjolr, tafir við að íara til Kirkwall eða annara brezkra hafna o. s. frv. — Hvernig er með lánið sem fé- lagið fékk i Hollandi! Verður ekki hægt að borga töluvert af þvi eítir fyrsta áriö? — Félagið fékk 500 pus. Kr. ían 1 hollenzkum banka til 12 ára. — Vextir eru að eins 5% og má það heita ódýrt lán á þessum tímum. Þegar eg nefndi reksturskostnað skipanna, þá vom vextir og ai- borganir innifalið i þvi. Það verð- ur áreiðanlega borgað af þessti láni sú upphæð, sem ákveðin er i samningnum. Félagið þroskast smátt og smátt, en það versta er, að við höfum ekki getað tekið að okkur að flytja allar þær vömr sem beðið hefir verið um. Við verðum þráfaldlega að neita fólki um rúm fyrir vörur i skipunum, svo það er nóg að gera fyrir þriðja skipið þegar það kemur. « — Þegar Gullfoss kemur næst til Khafnar er* útrunninn reynslutimi skipsins. Verður það þá afhent fé- laginu og maðurinn, sem skipa- smíðastöðin hefir látið vera á skip- inu síðan það fyrst fór frá Khöfn, hættir að sigla á því. Þá er í ráði að Gullfoss verði látinn i ‘‘þurk- dokk'’ til þess að nákvæm rann- sókn geti farið fram, en eg er í engum vafa um, að frágangur all- ur á skipinu er i bezta lagí. — Ruglingur töluverður hefir orðið á ferðaáætlun skipanna í sumar. Er það eingöngu vegna tafanna,1 sem þvi eru samfara, að skipin verða að koma ,við í brezkri höfn, \ bæði á hingað leið og á leið til út- landa. Bretar eru mjög nákvæm-1 ir í því efni og við höfum orðið að! gefa þeim yfirlýsingu þess efnis, að skip félagsins framvegis komi | við í brezkri höfn í hverri ferð. Við höfum nú samið nýja áætlun fyrir skipin til ársloka og mun hún bráðlega verða gefin út og auglýst i blöðunum. — Hvemig Verður hið nýja skip og hvenær verður það bygt? — Við höfum hugsað okkur að láta smíða skipið um 1500 smálest-' ir að stærð. Er gert ráð fyrir að það geti tekið 10—12 farþega, hafi sérstakan útbúnað til þess að flytja hesta, sild og yfir höfuð allar vör-: ur. Skipið verður pantað við fyrsta hentuga tækifæri eftir að hlutafjársöfnuninni er lokið —j en hún er ffrsta skilyrðið fyrir því, j aö félagið geti eignast skipið. Að likindum mun slíkt skip kosta um 500 þúsund kr. Er það ætlun vor, að láta það skip ekki sigla ettír neinni fastri áætlun, heldur nota | það eingöngu hér þegar ]>ess erí þörf, annars láta það sigla þangað, I sem bezt er og mest fæst upp úr því. En eg hygg, að það muni vera þörf á slíku skipi mestan hluta árs hér*við land. Allur undirbúningur ér þegar gerður — nú vantar ekkert annað' en peninga, en eg vona að ekki standi á þeim. — Hvemig gengur með loft- skeytatækin á Gullfoss? — Það er ráðgert, að vélunum verði komið fyrir næst þegar Gull- foss kemur til Hafnar. En stöðv- arnar á skipunum verða ekki opn- aðar til almennra afnota fyrst um sinn. Þegar það verður gert/verða ráðnir sérstakir loftskeytamenn á skipin, samkvæmt lögum, sem ný- lega hafa öðlast gildi í Danmörku. — Hver borgar fyrir tafimar,' sem verða þegar skipin em Iátin sigla til brezkrar hafnar til rann- sóknar? — Auðvitað stríðsvátryggingar- félagið. Við höfum gert kröfu til félagsins fyrir rúmlega 8000 krón- um fyrir útgjald við ferð Gullfoss til Kirkwall í júlímánuði. Við höfum vátrygt skipin fyrir þessu og því eigum vér heimting á skaða- bótum. — Hvemig lízt yður á framtíð f élagsins ? Félagið hlýtur að hafa góða framtíð fyrir höndum — eínkan- Iega ef það nú eignast þriðja skip- ið, svo hægt sé að fullnægja kröf- unum. — Menn verða að muna það, að það er tiltölulega miklu ódýrara að gera út þrjú skip held- ur en tvö, því að tekjurnar verða svo miklu meiri. Eg álít að það sé nauðsynlegt að bæta þriðja skip- inu við, og það hið allra fyrsta. —Morgunblaðið 15. sept. Ástaguðinn og félagar hans. Stutt leikrit í þrem þáttum soðið upp úr sögubroti í “Tribune’. Persónur. Tómás Anderson, umboðsmaður Ágúst Hallson, vinur hans Doretea Backman, heimasæta Maria Peterson, vinnukona Sofia Johnson-, skrifstofustúlka Nokkrir utnboðsmenn. Fyrsti þáttur. Leiksviðið er lestrarstofa heima hjá Anderson. Hallson og Ander- son sitja við borð að tefla. Ágúst'. “Þú hlýtur að hafa skilið eftir taflgáfuna hjá Backmanns fólkinu í gærkveldi. Eg er bú- inn að máta þig þrisvar og þú ert rétt að verða mát í fjórða skiftið. Það er nú ekki tiltöku- mál þó ókvæntir menn týni hjartanu, þegar þeir heimsækja , eins fallega stúlku og hún Doretea Backmann er; en að þeir skuli týna heilmum líkaj það er tæpast afsakandi; og það sízt þegar um ráðinn og roskinn mann er að ræða eins og þú ert. ] Tómás: “Hvað ‘ertu nú að bulla. — Það er annars skrítið þetta; það er eins og eg geti ekki unn- j ið eitt einasta tafl í dag; eg hlýt! að vera annars hugar.” Ágúst: "Auðvitað ertu annars hugar. Heldurðu ekki að eg hafi augun hjá mér? heldurðu j ekki að eg hafi tekið eftir því að þú leikur öllu taflfólkinu! hugsunarlaust og viðsteðulaust | nema drotningunni? Þegar þú átt að leika henni þá heldurðu henni í hendinni þann eilífðarj tíma, að mér liggur við að skellihlægja. Það er alveg eins og þú getir ekki slept henni; eins og hún sé límd við finguma á þér.” Tómás: Hvað ertu að bulla, mað- ru ? Hvað meinarðu með þessu öllu ? Ágúst: “Eg meina ekkert annað en það sem eg ségi; en ég á eftir að segja meira. Hugsanir manna og tilfinningar koma glöggast fram í smámununum. Eg hefi veríð leynilögreglumað- ’ur i mörg ár. eins og þá veizt, og eftirtekt á smáatriðum hefir komið mér að beztu haldi. Þú ert trúlofaður eða að minsta kosti skotinn. Hugsanir þínar eru langt frá taflinu nema þeg- ar þú litur á drotninguna og snertir hana, þá koma hugsan- irnar til þín alt í einu, því hún verður þá imynd sæludrauma þinna, bara vegna nafnsins — vegna þess að hún er drotning, Þú hugsar þér ástmey pina eins og framtíðar drotningu, og ósjálfrátt leiðist því liugur þinn að tafldrotningunni, þótt þú gleymir öllu öðru í taflinu, þú veizt kannske ekkert af þessu sjálfur, en það er nú syona samt. Ef þú segir að eg fari með rangt mál/ segir mér að þú sért ekki ástfanginn, þá veit eg að þú ert að ljúga, kunningi.” Tómás: “Mikill dæmalaus spek- 'ingur þekist þú vera! Þú ætl- ar vist að telja mér trú um ao sálir manna og hugsanir sétu fyr- ir þínum augum éins og opin bók, sem þú getir lesið ofan í kjöl. En eg trúi nú ekki öllu; eg er eldri en tvævetur, karl minn.” * - ígúst: “Mér er bókstaflega sama hvað þú segir; eg veit það ^ upp á mína tíu fingur að þú ert dauðskotinn.” Tómás: “Sannast að segja get eg nú ekki borið á móti því með góðri samvizku. Eg hélt eg mundi komast hjá þeim veik- leika, þar sem eg er orðinn svona roskinn; en það fór á ann- an veg. Af því við höfum venjulega sagt hvor öðrum öll okkar leyndarmál, þá er mér sama þó eg segi þér það að mér lízt rækalli vel á hana Doreteu Backmann. Og eg held að henni litizt á mig líka. Eg var þar í heimboði í gærkveldi. Eg er viss um að hún er fallegasta og elskulegasta stúlkan á jarð- ríki.” Ágúst: ” Já, þær eru það nú allar þegar svona stendur á." Tómás: “Heldurðu að eg sjái ekki hvernig hún er! heldurðu að eg sé steinblindur?” Ágúst: “Auðvitað ertu stein- blindur; þú sagðir mér frá því rétt áðan og nú ætlarðu að fara að bera á móti þvi I” Tómás: “Sagðist eg vera blindur! Hvað gengur að þér maður, ertu að ganga af göflunum?” Ágúst: “Þú sagðir mér að þú værir skotinn, og pao ao vera, skotinn og vera blindur er al- veg sama.” Tómás: “Það er nu ekkert að marka þig, þú ert svoddan dæmalaus galgopi. En þú mátt ekki láta nokkurn lifandi mann vita þetta; eg vil ekki láta fólk- ið fara að sama um það — ekki strax að minsta kosti.” Ágúst: “Það eru til fleiri eyru en mín og fleiri tungur. E>g gæti bezt trúað að þetta yrði komið um allar jarðir á morg- un. Svona mál eru venjulega ekki lengi leyndarmál.” Tómás: “Hvemig i ósköpunum ætti fólk að komast að þvi? Engum segi eg frá því, og ekki er hætt við að hún Doretea geri það heldur.” •Ágúst: “Það er eins ogj hver veggur hafi eyru, hvert stræti tungu, þegar • um svona mál er að ræða. Þú mátt vera alveg viss um að það verður komið um allar tryssur innan fárra daga. Þú sást1 hvernig tafl- drotningin sagði mér frá því, og fleiri þögulir hlutir geta talað en hún. En annars skal eg þegja. (Drepið á dyr). Tómás: “Kom inn. , Komumaður: “(Dpnar dyrnar og kejmur inn). Fyrirgefið þér, herrar minir; en eg er erinds- reki ferðamanna’félagsins “Col- umbus” og hefi hér allar nauo- synlegar upplýsingar viðvíkj- andi skemtilegustu giftinga ferðum.” Tómás: “Giftingaferðum?” Komumaður: “Já, herra minn. Tafnvel þó þið kaupið ekki far- seðla hjá okkur, þá erum við samt viljugir að gefa! ykkur allar naúðsýniegar upplýsi'ngar, það eru okkar störf. að gefa ný- giftu fólki leiðbeiningar. Hlust- ið nú á. Eg hefi eitt eða tvo ágæt tilboð með beztu kjörum. þar sem brúðhjónin geta farið útúrkróka til ýmsra fagurra staða. Þessi vilkjör hafa aldrei verið boðin fyr af nokkru fé- lagi, og —” Tómás: /Starir á hann stein- hissa, en Agúst -byrgir niðri í sér hláturinnj. “Hvemig stóð á því að þér datt í hug að mig varðaði nokkuð um gittmga- ferðir?” Komumaður: (brosir). “Það er okkar starf að komast eftir öllu þess konar, og eg skal sýna þér hversu hægt vér eigum með það. Við höfum nöfn alls þess fólks, sem er ógift og liklegt til þess að giftast. Við höfum vakandi auga á því öllu; vitum hvert það fer og hvað það að- hefst. Eg vona að þú skoðir þetta ekki þannig að eg hafi sýnt neina ókurteisi. Héma er nafnspjaldið mitt, þú getur tal- að við mig í gegnum símann, hvenær sem þú þarfnast ein- hverjar upplýsingar. Gerðu svo vel að semja ekki við neinn annan en mig, ef þú þarft ein- hvers. Þú mátt trúa mér til þess að eg ráðlegg ykkur hjón- unum eins heilt og nokkur annar. Þakka þér fyrir og vertu nú sæll” (fer). Tómás: “Okkur hjónunum! ekki nema það þó! Sá er bærilega vitlaus! Ágúst.. (skellihlæjandi: “Nei, hann er svei mér ekki vitlaus! hann veit hvað hann syngur jæssi náungi. Ástamál eru aj- drei lenydarmál lengi.” /Þeir halda áfram að tefla. Ágúst syngur lágt en skýrt; “Eg veit að þú, vinur, ert skotinn, það vitnaðist fleirum en mér, því laununga lykill er brotinn og lesið i* hjartað á j>ér. Já, stöðugt á stúlkuna þína ])ú starir, en taflgáfan dvín, það friðaði forvitni mína sem fræddi mig drotningin þin.” Tjaldið fellur. Annar þáttur. (l/eiksviðið er skrifstofa). / Sofia Johnson (situr við borð og ritar: “Hver ansinn ætli að sé nú á seyði! Svei mér ef þeir eru ekki orðnir einir tólf þama frammi sem bíða eftir húsbónd- anum. Hann fær heldur en ekki í lúkumar J>egar hann kem- ur. Tómás (kemur inn um bakdyr og er ánægjulegur á svipj. Sofia (alvarleg): “Það er heill herskari sem bíður eftir þér frammi.” Tómás: “Hvaða erindi hata þeir ?” Sofia: “Þeir segjast allir hafa heimulegt erindi.” Tómás: “Jæja, láttu þann fyrsta koma inn, það er bezt að láta j>á Ijúka erindinu svo maður losni við þá. Sofia (fcr). ' ( 1. komumaður ('snyrtilega klædd- ur): “Er þetta herra Anderson? Góðan daginn, herra minn. ^Þarft ])ú ekki að káuipa lóðir til þess að byggja á fyrir utan bæinn? Eins og þú veizt vill fólk oftast hafa það rólegt fyrstu hjónabandsárin (tekur upp landabréf). Sjáðu til héma er indyl byggingarlóð — fram- úrskarandi góð. Það er ekki nokkur minsti vafi á því að þessi eign þrefaldast í verði næsta ár — já, einmitt næsta ár. Það er J>riggja mínútna gangur frá brautarstöð. Eða et pið hjónin vilduð heldur vera inni í bænum þá hefi eg ágætar eignir þar lika. Héma er nafnspjald- ./'xö mitt. Hvenær sem----------” Tómás (hálfhrindir honum út og sá næsti er látinn koma inn, hann er grófari). 2. komumaður: “Eg kom til þess að fá hjá þér lofun á því að þið hjórtin kaupið matvöra hjá okkur. Við högum því þannig til að ekkert þarf aö matreiða á heimilinu. Við Icttum allri matreiðsiu áhyggju af nýgiftum konum. Við ábyrgjumst að alt sé í bezta lagi framreitt, svo fólkið þarf * ekki einu sinni að hafa fyrir því að koma og velja. Við vitum hvað því geðjast bezt. Þetta er einstaklega þægilegt fyrir nýgiftar konur, sem oft eru óvanar matreiðslu • störfum svona fyrst í stað. Vlð útvegum ábyrgðarmenn ef þess er óskað. Við sendum reikning vikulega, þið borgið bara eftir hentugleikum. Viljið þið hjón- in ekki gefa okkur pöntun til reynslu ?” Tómás: “Eg skal skrifa hjá mér nafnið þitt.” 3. kotnumaður (kemur innj: “Mig langar til að draga athygli þitt að bankareglum okkar. Eg er umboðsmaður frá sextánda þjóðbankanum. Við gerum okkur sérstaklega far um að ná í viðskifti nýgiftra kvenna. Eins og þú auðvitað skilur, er það sjálfsagt að láta j>ær hafa sér- stakan bankareikning. Við gef- um nákvæmar skýrslur yfir öll viðskifti. Þú kemst að raun um svoleiðis bankar eins og okkar eru alveg ómissandi. Gerðu svo vel að skrifa niður nafnið mitt þér til minnis. Eg skal koma aftur hvenær sem þú óskar og gefa ]>ér nákvæmar skýringar. Vertu nú sæll” (fer). 4. komumaður (kemur mn): “Komdu sæll, herra Anderson. Eg er umboðsmaður fyrir inn- anhússmuni. Við gerum okkur sérstakt far um að velja smekk- lega fyrir nýgift hjón. Sjáðu til (opnar stóran stranga).' Við höfum að rúinsta kosti hundrað mismunandi tegundir af innan- hússmunum, alt nákvæmlega og smekklega valið til ]>ess að gera heimilið aðlaðandi. Eins og þú kannske getur skilið höfum við lagt sérstaka áherzlu á að kom- ast eftir smekk og þörfum ný- gifts fólks. Við erum útfarnir í að komast eftir að hverju því geðjast bezt. Við höfum 26 ára reynslu í því. Eg gifti mig sjálfur fyrir nokkrmn árum bara til þess að geta sett mig nákvæmlega í spor nýgifts fólks og valið handa því. Eins og þú hefir tekið eftir verða flest ný- gift hjón að breyta um ýmislegt fyrstu árin; þau hafa ekki vit- að hvað bezt fór. Það er um að gera að hafa heimilið aðlað- andi.. Það hefir mikilsverðari áhrif en hægt er að telja með tölum. Þú mátt vera viss um það, herra minn, að ef þú kaup- ir nýju húsgögnin okkar No 47, þá ber á engri heimþrá hjá kon- unni þinni.” Bréfberi (opnar dyrnar og fær Tómási að minsta kosti 20—30 bréf og póstspjöld; hann tekur við þeim forviða og leggur á borðið). Tómás (hringir bjöllu). Sofia (kemur inn). Tómás: “Hvað eru J>eir margir þarna úti ennþá?” Sofia: “Að minsta kosti tíu eða tólf.” . Tótnás: “Eáttu þá koma alla inn í einu.” Sofia: “Allan hópinn í einu?” Tómás: “Já, allan!” Sofia (fer). 11 komumenn í einu (koma inn, allir með henclina í brjóstvasan- um á vestinu til þess að vera við því búnir að taka upp nafn- spjaldið sitt og kasta því á borðið ef þeir kynnu að verða reknir út). Tómás: “Herrar mínir. Eg þakka ykkur öllum fyrir um- hyggju ykkar fyrir mér. Það er eitt sem eg skil ekki. Hvern- ig í dauðanum vissuð þið allir _____?” Einn komumanna (tekur tram í stillilega, auðsjáanlega valinn af hinum til þess að hafa orð fyr- ir þeimj: “Það er auðskilið herra minn. Við erum meðlimir í verzlunarfélagi, sem selur vör- ur nýgiftu fólki. Við leigjum leynilögreglulið og lækna og þar að auki hálærða sálarfræðinga. Um miðnætti í gærkveldi var öllum meðlimum félagsins gert aðvart um það að þú hefðir heimsótt unga stúlku og verið hjá lienni í þrjá klukkutima. Þess var einnig getið að þessi stúlka væri gagn ólík þér bæði að útliti og lyndiseinkunnum, og þess vegna væri það mjög lík- legt að þið yrðuð ástfangin hvort í öðru og að hjónaband mundu verða afleiðingar heim- sóknarinnar. Leynilögreglan okk- ar vissi um allar kringumstæð- ur sem til heimsóknarinnar leiddu. Útreiknings- og skýrslu- nefndin komust að þeirri niður- stöðu að þú mundir verða góð- ur og áreiðanlegur skiftanaut- f ur. Þetta var svo nákvæmlega reiknað út að líkindin voru 75%. Skýrslur um þetta voNx sendar til allra meðlima félagsins, og nú erum við komnir hingað. Eg mætti láta þig vita það að eg er umboðsmaður fyrir bezta vinnufólks ráðninga félag, sem til er í þessu landi og jafnvel þótt víðar væri leitað. Við ábyrgjumst hvem einasta mat- reiðslumann, sem við útvegum ^ og-------” Tómas (bendir þeim öllum að fara lit: “Skiljið þið eftir nafn- spjöldin ykkar piltar; eg læt ykkur vita þegar eg þarf ein- hvers.” Kotnutnenn (fara allir út og kveðja kurteislega). Tómas (tekur hvert bréfið á fæt- ur öðru sem bréfberinn hafði komið með, og les): “Nafn- j spjöld frá þremur prestum,1 tveimur læknum, fjórum yfir- setukonum; naumast er það. En hamingjan góða hjálpi mér! (hann verður hryggur á svip). Það skyldi þó ekki vera að hún Doretea hefði orðið fyrir sömu plágunni! Eg verð að fara undir eins og finna hana” (fer út). Tjaldið fellur. briðji þáttur. Leiksviðið er stofa hjá Back- mann fólkinu. Doretea (situr við borð og er að blaða í stórum bréfabunka fyr- ir framan sig; les eitt og eitt bréf og er þungbúin og gremju- leg á svip. Drepið á dyr): “Kom inn.” Tótnás (kemur inn feimnislegur) : “Komdu sæl, Doretea! Fyrir- gefðu að eg kem svona strax aftur.” Doreteq, (þurlega): “Komdu sæll, Tómás. Hvað getur alt þetta átt að j>ýða? Það hefir verið stöðugur straumur af fólki hing- að í allan morgun; og er viss um að hver einasti agent og flakkari i öllum bænum er bú- inn að koma hingað. Og svo koma þessi ósköp úr öllum átt- um af blöðum og bréfum og spjöldum og sniðum og pruf- um og öllu mögulegu og ómögu- legu, frá þeim stöðum sem eg hafði enga hugmynd um að væru til. Líttu á öll þessi ósköp. Eg held að fólkið hljóti að vera gengið af göflunum, eða það heldur að eg sá ekki með öllum mjalla; eða það er að gera gys að mér. Eg veit ekki hvað þetta á alt að þýðe!” Tótnás: “Hélztu að þetta væri mér að kenna?” Dorotea A “Eg vissi ekki hvað eg átti að hugsa. Þetta er alt svo undarlegt. Þú hefir þó vænti eg ekki átt neinn þátt í þessu?” Tómás: “Eg get fullvissað þig um það og lagt ‘ við drengskap! minn, að eg hafði enga hug- mynd um þetta fremur en þú sjálf. Eg bjóst við að ems hefði verið farið með þig, og ]>ess yegna flýtti eg mér hingað til þess að verja þig fyrirf þess- um ófögnuði ef á þyrfti að! halda, og jafnframt til Jæss að láta þig vita að eg væri saklaus j af a® hafa átt nokkum þátt í því. Dorotea (ójxrtinmóðj; “En heyrðu góði, heldurðu ekki að það geri ilt verra að þú skyldir fara að koma núna?” Tómás: “Eg býst nú við því. Sannleikurinn er sá að þangaðj til í morgun hafði mér ekki dottið gifting í hug fremur en jarðarför. En þegar athygli mín hefir verið þannig dregín að því, og þar sem allir verzl- urarmenn bæjarins virðast halda að við ætlum að fara að gifta okkur, og eyða stórfé til þess að tryggja sér viðskifti okkar; væfi ,það þá ekki bezt að ljúka því af strax?” Dorotea (lítur á hann og ^brosir innilega en þreytulega og hall- ast upp að honum. Það er drep- ið á dyr. Þau þjóta á fætur í of- boði og fara sitt í hvora áttina): “Kom inn!” Vinnukona (kemur inn). Dorotea: ”Hvað er nú um að vera, María ?” Vinnukonan: “Það eru komnir einir þrír eða f Jórír enn þá, sem vilja fá að finna þig; þeir segj- ast endilega þurfa að finna þig sjálfir. Dorotea: “Hverjir eru þeir?” Vinnukonan: “Það eru alt tómir agentar; eirm er með gullstáss, einn með tilbúna fæðu handa bömum og einn með bamakerr- ur.” (Tjaldið fellur). Sig. Júl. Jóhannesson. Myndin. í björtum reit við báralind þar blómin prýða grein, við sjónum brosir máttug mynd svo munár blíð og hrein. Já, þangað oft minn hugur hljótt frá heimsins glaumi snýr. Sem stjarna björt um blíða nótt þar brosir myndir skýr. Á meðan geng eg lifsins leið er ljúf og kær sú mynd, þó mig og hana skilji skeið hún skín við hjartans lind. M. Markússon. Friðarþing Stríðsþjóðirnar ekki á móti þvi, segja hlutleysingjar í Evrópu, sem leita samvinnu við Bandaríkin. Opinber yfirlýsing var gefin út í New York á föstudaginn af al- heims friðarnefnd kvenna, þar sem frá því er skýrt að þær þjóðir sem í stríðinu séu hafi ekkert á móti því að alheims .friðar þing sé kallað saman, þar sem fulltrúar mæti frá öllum hlutlausum þjóð- um í því skyni að binda enda á stríðið. Einnig er því lýst yfir að hlutlausu þjóðirnar í Evrópu séu fúsar til að kalla saman jiess kon- ar þing ef Bandaríkin fáist til þess að vera með. Dr. Aletta Jacobs frá Hollandi fór f?á New Ýork 5. október; hún boðaði konur á friðarfund í Hague og hafði með sér afrit af þessari yfirlýsingu. Var hún birt í Amsterdam á föstudaginn var. Alheimsfriðar þing kvenna sem kom saman í Hague í aprílmánuði í vor útnefndi tvær sendinefndir; aðra til stjórna j>eirra j>jóða, sem í stríðinu \ era nema Rússlands, einnig til Holláhds og Svisslands; hina til Rússlands og skandinav- isku landanna. Á skýrslum þess- ara tveggja nefnda er yfirlýsing sú bygð, sem gefin var út í Amsterdam á föstudaginn. brjár hlutlausu þjóðirnar reiðu- búnar. Yfirlýsingin er undirrituð af Dr. Jacobs frá Hóllandi, Miss Chrystal Macmillan frá Stóra- Bretalandi, Madömu Rosika Schwimmer frá Austurríki og Ungverjalandi, prófessor Emily Greene Balch frá Wellesley skól- anum og Miss Jane Adams< frá Chicago. Miss Adams er for-: maður nefndarinnar, Miss Mac-j millas skrifari, Dr. Jacobs og Madama Schwimmer varafor menn. Sendinefndirnar hafa báðar géfið sameiginlega skýrslu, og fullyrða leiðtogar þeirra að þeir hafi sannfærst um. að stríðsþjóð imar mundu alls ekki verða and stæðar þingi til þess að ræða um frið, og enn fremur að hlutlausu þjóðirnar mundu ekki verða ófús- ar til slíks þings ef þær fengju vissu fyrir samvinnu Bandaríkj anna í því. “Þegar vér virðum fyrir osS allar kringumstæður,” segir í skýrslunni, “erum vér sannfærðar um að af hinum 3 hlutlausu þjóð- um Evrópu sem vér heimsóttum, eru þrjár reiðubúnar að taka þátt í þess konar þingi og tvær þegar að hugsa um að kalla j>að saman. Um afstöðu Bandaríkjanna vitum vér ekki enn.” Nefndin hafði ekki leyfi til að segja þjóðerni né nöfn stjómar fulltrúa þeirra sem hún sérstak- lega mintist á. En hún hefir svötin orðrétt eftir mörgum þeirra: “Sú þjóð sem eg er fulltrúi fyrir mundi alls ekki skoða það sem óvináttu merki þótt hlutlausu þjóðirnar gengjust fyrir þess kon- ar þingi,” sagði utanrikisráðherra einnar stórþjóöarinnar sem í stríð- inu er. •“Stjórnin í mínu landi mundi ekki gera neitt til j>ess að hindra þess konar þing,” sagði annar, sem talaði fyrir andstæða þjóð. “Eftir hverju era hlutlausu ]>jóðirnar að bíða?” sagði sá ]>riðji; og er hann maður í stór- kostlegu áliti ekki einungis í sínu eigin landi heldur um heim allan. Flinir þrir útlendu sendiherrar friðar nefdnarinnar komu til Bandarikjanna í september og hefir framkvæmdamefndin verið á ráðstefnu siðan við amerísku fulltrúaná. bcssa töluðu fulltrtiarnir við. Asquith forsætisráðherra Breta og Sir Edward Gray utanrikisráð herra Englands. Von Bethipann Hollweg þing- forseta og Von Jagou utanríkis- ráðherra og Burier utanríkisráð- herra Austurríkis. Tiszra forsætisráðherra Ung- verja i Buda Pest . Sakabdra forsætisráðherra og Somino utanrikisráðherra Italíu í Rómaborg. Viviani forsætisráðherra og Delcassé utanríkisráðherra Frakka og d’ Avignon utanríkisráðherra Frakka í Havre. Sasonoff utanríkisráðherra Rússa í Pétursborg. Enn fremur fulltrúa þá sem hér segir frá hlutlausu löndunum, sem töluðu í nafni stjórnarinnar hver um sig. Cort van der Lunden forsætis- ráðherra og Loudon utanríkisráð- herra Hollands í Hague. Zahle forsætisráðherra og Sca- venius utanríkisráðherra Dana í, Kaupmannahöfn. Hákon Noregskonung, Knud- sen forsætisráðherra og Hlen ut- anrikisráðherra Noregs og alla fjóra þingforsetana í Christjaniu (Laevland, Aarstad, Castberg og Jahren). Wallenberg forsætisráðherra Svía í Stokkhólmi. Motta forsætisráðherra ogHoff- man utanríkisráðherra Svisslands í Beme. Woodrow Wilson forsætisráð- herra Bandarikjanna í Washing- ton. , Þegar sendinefndin var í Róm fór hún prívatlega (það er að segja án þess að vera send frá friðarjunginu) á fund páfans og fulltrúa hans. (Týtt úr Winnipeg blöðunum).

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.