Lögberg - 21.10.1915, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1915.
! Fullur mælir af verö
leika, gæöum og
sparnaöi
v 'v *
I
' í- . i v I
PURITy FLOUR
Fjörutíu árabarátta
Þess var minst í síðasta blatSi
atS fjörutíu ár hefðu verið liðin II.
október síðan Islendingar námu
fyrst land í Manitoba.
Þess var einnig getið að séra
B. B. Jónsson hefði flutt gullfall-
ega ræðu í tilefni af því.
Það má ekki minna vera en að
íslenzku blöðin minnist þess at-
burðar, þótt ekki sé nema með fá-
ehum línum.
Sú stund sem flutti Islendinga
hingað vestur verður óhjákvæmi-
lega talin þýðingarmikil í sögu
þjóðarinnar, ekki einungis að því
er Islendinga sjálfa snertir, held-
ur einnig alþjóð þessa lands og
landið sjálft.
Að því hefir verið nokkuð unn-
ið að safna saman hinum dreifðu
pörtum í landnámssögu Islend-
inga hér, og hefir séra Friðrik
J. Bergmann átt þar í gildastan
þáttinn. En það er ótölulega
margt,"' sem fróðlegt og uppbyggi-
legt væri að vita og geymast ætti
sem helgir dómar í minningu þjóð-
ar vorrar, sem ekki hefir náðst
inn í þá sögu.
Á því er enginn efi að nákvæm
og rétt sögð saga íslenzku land-
námsmannanna, er saga erfiðleika
og sárra sorga þótt sólskinsblett-
ur blasi við hér og þar og þótt í
heiðan himin sjáist á milli margra
og stórra skýja.
Hugarkvölina og sálarangistina
sem þeir hljóta að hafa liðið er
fyrstir kvöddu ættjörð vora og
tóku sér bústað í ókunnu landi,
mála engar myndir og lýsa engin
orð, því samkvæmt Islendingseðl-
inu hafa flestir geymt þau í eigin
hjarta og ekki ritað þau stóru
auglýsingaletri utan á húsveggi
sína. Samt sem áður er það ótal
margt, sem fræðast mætti um af
eigin vörum þeirra sem í fjörutíu
ár hafa hrakist um eyðimörkina,
ef vel væri að verki gengið og
einhver hefði hæfileika, tíma og
tækifæri til þess að ferðast um
bygðirnar og tala við fólkið sjálft.
Landnemarnir eru óðum að
leggjast til hvildar eftir langt og
sigursælt dagsverk. Væri það því
vel ef sólsetursstundimar væm
notaðar til þess að safna saman í
eina heild öllu því er framvegis
geti mint oss á alla þá sjálfsfóm
og ósérplægni, sem feður vorir og
mæður létu oss að eftirdæmi íj
baráttunni fyrir framtíð barna
sinna.
Vér vitum það með vissu að !
kveldbænir sofnandi manna og
kvenna þegar þau loka augum
sínum í hinsta skifti fyrir ljósi
þessa lífs, em allar eða flestar
þess eðlis að gæfan megi stjóma
hverju skrefi sem böm þeirra
stíga á þeim vegum sem þau hafa
búið þeim.
Það er eins og maður sjái í huga
sér mörgum vinnulúnum höndum
og ellimerktum brugðið á loft fyr-
ir hugskotssjónum sínum. Það
eru hendur hinna kvéðjandi land-
nema þegar þeir í hinsta skifti
signa böm sin og bjóða þeim
góða nótt.
Það er sorgblandið þakklæti
sem grípur hugi vora þegar vér
mætum einhverjum þessara manna
og kvenna. Þakklæti fyrir það
hversu vel þau hafa búið í haginn
fyrir oss; sorgblandið vegna þess
hve mikið þau hafa orðið að
leggja á sig vor vegna.
Þegar vér ryfjum upp fyrir oss
alt það sem þetta fólk hefir getað
gert, og þegar vér jafnframt
minnumst þess að þetta eru feður
vorir og mæður, þá er eins og
heilagur andi þreks og trausts og
vonar komi yfir oss og geri osS
að meiri og betri mönnum. ■ Vér
finnum það að vér hljótum að
hafa erft eitthvað af einkennum
þessa fólks, og vér finnum til þess
með fögnuði og jafnvel stolti að
oss muni hvorki þrjóta vit, krafta
né mannkosti til þess að jafnast á
við þá sem beztir em í þessu
landi.
Þegar vér minnumst þess hve
vel þessir menn hafa auglýst nafn
og heiður vorrar litlu þjóðar,
þrátt fyrir þær erfiðu kringum-
stæður sem þeir áttu við að búa,
þá finnum vér til þess hvilík
skylda oss ber til þess að setja
ekki markið lægra og hversu
óendanlega miklu betur vér stönd-
um að vígi til þess að gera enn þá
betur.
Hver einasta endurminning frá
landnámstíðinni, hlýtur að vekja
huga vom og hvetja til nýrra
framkvæmda, nýrra starfa og
s ó
L, S K I N.
Eins er það með ótal
augnablikin smá,
af þeim öllum saman
eilífð skapast má.
Eins er það með okkar
afbrot—jafnvel smá,
seiða þau til syndar
sálir guði frá.
Eins er það með okkar.
orð og verkin góð,
blessun öll þau eru
okkar landi’ og þjóð.
(Lausl. þýtt.)
Tvö andlit á einni manneskju.
Einu sinni var maður í heimboði
hjá vini sínum. Han nsýndi honum
margar myndir, sem héngu á veggj-
unum í húsinu hans. Sumar þeirra
voru sérstaklega fallegar.
“Nú hefi eg sýnt þér allar mynd-
irnar, sem eru niðri,’’ sagði hann
loksins við gestinn. “En eg á tvær
myndir uppi á lofti í svefnherberg-
inu mínu, sem eg held meira upp á
en allar hinar til samans; eg má til
að sýna þér þær.”
Svo fór hann með vin sinn upp á
loft. Uppi yfir rúminu hans héngu
tvær mannsmyndir. ónnur Var af
ungum manni, einstaklega fríðum og
fallegum. Hann var brosleitur og
hýr í bragði. Og það var eitthvað
við tnyndina, sem gerði hana sól-
skinslega. Augun voru vel opin,
brosdrættir í munnvikjunum, spé-
koppar í kinnunum og yfir höfuð var
myndin þannig, að manni leið vel
að horfa á hana.
Hin myndin var líka af karlmanni;
hann sýndist vera svo miklu eldri en
hinn að hann hefði getað verið faðir
hans. En myndirnar voru svo ó-
líkar, að mennirnir, sem þær voru af,
gátu ekkert verið skyldir eftir útlit-
útlitinu að dæma. Andlitið var alt
saman hrukkótt; augun hálfkreist
aftur, neðri vörin hékk niður á höku
eins og flibi á hesti og einhver
kuulda og leiðindasvipur var á öllu
andlitinu. Manni leið illa af því að
horfa á þessa mynd.
“Af (hverjum eru myndirnar?”
spurði gesturinn.
“Þekkirðu þær ekki?” svaraði hús-
bóndinn.
Gesturinn horfði betur á þær og
sagði loksins: “Mér sýnist þessi
vera hálfsvipuð þér” og benti á fall-
egu myndina.
“Já, hún er af mér,” svaraði hús-
bóndinn; “en af hverjum heldurðu
að hin sé?”
“Það veit eg ekki,” svaraði gest-
urinn, ,“eg er viss um að eg hefi
aldrei séð þann, sem hún er af.”
“En ef hún skyldi nú vera af mér
líka?” sagði húsbóndinn.
Gesturinn horfði vel og lengi og
sagði svo:- “Það er ómögulegt! al-
veg ómögulegt.”
“Jú, þær eru báðar af mér,” sagði
hinn. Eg tók eftir því, hversu mik-
ill munur var á útliti fólks, eftir því
hvort það var kátt eða glatt eða í
illu skapi, svo mér datt í hug að mála
tvær myndir af sama manninum til
þess að sýna mismuninn. Eg tók
mig því til og fékk mér góðan spegil
og stóð frammi fyrir honum eins
glaður og eg gat verið og málaði
sjálfan mig. Þegar það var búið
stóð eg aftur frammi fyrir speglin-
um eins grettinn og ólundarlegur og
kuldalegur og eg gat og málaði af
mér aðra mynd. Og þetta eru mynd-
imar.”
Gesturinn varð alveg hissa, en
hann sá að þetta var satt.
nýrra ráða.
Það er því áríðandi að gleyma
ekki fjörtutíu ára baráttunni i
eyðimörkinni, heldur halda henni
á lofti sem lýsandi ljósi og hvetj-
andi sprota.------
Þaí var II. október 1875 a®
fyrstu Islendingar námu land í
Manitoba. Hópur þeirra hafði
sezt . að til bráðabirgða í Kin-
mount í Ontario 1873. Sendu
þeir fjóra fulltrúa norður á bóg-
inn til þess að leita sér framtíðar
vemstaðar. Þessir fjórir fulltrú-
ar voru þeir: Sigtryggur Jónas-
son, Einar Jónasson, Sigurður
Christopherson og Skafti Arason.
Skoðuðu þeir landið meðfram
Winnipegvatni og leizt vel á að
því leyti að þar var skógur nægur
til húsabygginga og fiskur í vatn-
inu til bjargar. Allslaust fólk í
ókunnu landi þarfnaðist þess um-
fram alt að geta fengið fæði og
húsnæði. Þarna sáu þessir menn
að náttúran mundi sjá fyrir
hvorutveggja, ef hönd og hugur
veittu henni aðstoð sína.
Þeir fengu því þess vegna
áorkað að öll ströndin frá því 10
mílur fyrir sunnan þar sem Gimli
er nú og norður fyrir svokallaða
“Whitemud River (nú Islendinga-
fljót) var heimilað Islendingum
einum tíl landnáms.
Þess má geta að þessi för var
að miklu leyti farin fyrir áeggjan
manns er John Taylor hét, og var
af irskum ættum. Hann kyntist
Islendingum og tók við þá nokk-
urs konar ástfóstri; gerðist hann
því einn foringinn þegar Islend-
ingar fluttu norður og reyndist
þeim einkar drengilega. William
Taylor bróðir hans gekk síðar að
eiga móður Friðriiks Sveinssonar
málara, en tvær dætur hans gift-
ust íslenzkdm mönnum, önnur
Sigurði Christopherssyni, en hin
Halldóri Briem kennara.
Aður en flutt var norður fór
Sigtryggur til Milwaukee í því
skyni að bjóða Islendingum þar
að verða méð í förinni og taka
þátt í nýlendustofnuninni. Varð
það til þess að allmargir fóru það-
an; þar á meðal Ólafur Ólafsson
frá Espihóli með fjórum fóstur-
sonum sinum. Var Friðrik
Sveinsson einn þeirra. Ólafur
var þá fyrir skömmu kominn frá
Alaska þar sem hann hafði dvalið
um tíma í landskoðun ásamt Jóni
Ólafssyni ritstjóra og Páli Björns-
syni, bróður Dr. Ólafs Bjömsson-
ar. Varð Páll síðar læknir í
Milwaukee og dó þar.
Frá Milwaukee fóru einnig
Jakob Jónsson frá Munkaþverá
og Stefán Eyjólfsson bróðir
Gunnsteins sál. Eyjólfssonar.
Milwaukee hópurinn sameinaðist
Kinmount hópnum í Duluth. Var
farið þaðan til þess staðar í
Minnesota, sem Fisher Landing
heitir; þar endaði járnbrautin.
Var það við Red Lake River, sem
rennur í Rauðána,
Frá Fisher Landing var farið á
æfagömlum báti alla leið til
Winnipeg. Var það síðasta ferð
þess báts, þvi hann var ekki
ferðafær lengur. Hefir það lik-
lega ekki þótt vera hundrað i
hættunni þótt ekki væri sem bezt
tíl skips vandað, þar sem um
þessa útlendinga var að ræða.
Þegar til Winnipeg kom var
útlitið ekki björgulegt, því urmull
af engisprettum hafðP farið eftir
árbökkunum beggja vegna og ger-
eytt allan grassvörð. Hafði ein-
hver í hópnum það á orði að
þetta mundi vera fyrirboði nýrra
Egyptalands plága, sem Islending-
ar yrðu að fara í gegnum í þessu
landi. Hefir sá verið næsta get-
spakur, sem þau orð mælti.
Það sáu menn að eitthvað varð
að hugsa fyrir vetrinum, og var
því fengið peningalán hjá Sam-
bandsstjóminni og keyptur fyrir
forði hjá Hudsönsflóa félaginu.
Var það aðallega vísundakæfa,
ormétnar baunir, svínakjöt, kar-
töflur og ómalað hveiti; en tvær
handkvarnir úr stálr vom fengnar
til þess áð mala i, og var rnjölið
afar gróft.
Þrir dallar voru slegnir saman
og kallaðir bátar. Vom þaS
nokkurs konar grunnir kassar,
flatbotnaðir og ferkantaðir, sér-
staklega ófærir í sjó að leggja. A
þessum döllum vom menn og
matvörur og allur farangur flutt-
ur.
Þó ekki væru horfur sem feg-
urstar og framtíðin lofaði litlu
góðu eða glæsilegu í fyrstu, þá
hefir þó verið gert að gamni sínu
á leiðinni og spaugsyruuin xastað.
Sést það á því að menn byrjuðu
strax á því að byggja hina fyrstu
islenzku borg í Ameríku — það
er að segja menn skeggræddu um
það hvernig sá bær mundi Verða
er þeir bygðu fyrst, og kom þeim
saman um að hann mundi helzt
likjast goðheimum eða bústöðum
hinna fomu Norðurlanda goða.
Ólafur frá Esphóli stakk því upp
á nafninu ,‘Gimli”. Var það
upphaflega i spaugi gert, en þann-
ig fór þó að það var látið duga
og nafnið festist við staðinn.
Maður var með í förinni niður
eftir ánni sem Everett hét; var
hann í þjónustu Taylors eða nokk-
urs konar félagi hans; en fyrir þá
sök var hann þó aðallega fenginn
að hann var vanur að stýra alls-
konar bátum og flekum á vötnum
og ám, og þótti þar æfðari og
ráðabetri en aðrir menn. Auk
þess var hann fyrirtaks skytta og
búist við að hann gæti orðið að
miklu liði við dýraveiðar að vetr-
inum, ef annað brysti.
Ferðin gekk furðanlega vel,
þegar tillit er tekið til skipakosts
og útbúnaðar. Þegar kom niður
í Rauðárósa var fenginn gufubát-
ur, er Colville nefndist til þess að
toga áfram dallana, norður méð
ströndinni. Veður var hið bezta
og vatnið slétt að heita máttí;
enda var það bezt hent því engum
efa er það bundið áð flekamir
eða dallarnir hefðu liðast í sund-
ur ef ókyrð og öldugangur hefði
skollið á. Þegar norður með
ströndinni kom ókyrðist dálítið og
var þá konum og börnum skipað
upp i gufubátinn, en karlmenn
voru kyrrir tneð farangrinum.
Ferðin gekk þó stórslysalítið og
komust menn með heilu og höldnu
að landi þar sem nú heitir að
Gimli. Þá var ekki til setu boðið.
Það var kominn 11. október og
fór brátt að kólna og snjóa. Fyrstu
I skýli sem upp voru sett voru gerð
úr vísundaskinnum þöndum yfir
staura, eins og nokkurs konar
tjöld; en þar sem fólkið var hátt
á þriðja hundrað nægði það ekki
og voru því bygð bjálkahús í
snatri og hlúð að eftir föngum.
Veturinn var afskaplega forst-
harður, 53 stig fyrir neðan frost-
mark þegar kaldast var. Kveðst
Friðrik Sveinsson minnast þess að
steinolía hafi orðið svo þykk af
kuldanum að henni hafi tæpast
orðið helt. Vjð þennan kulda
bættist það að dýraveiðar brugð-
ust algerlega. Fóru þeir sem frá-
astir voru á fæti og beztar skytt-
ur um allar eyðimerkur og fundu
ekki neitt. Everett sá, er um var
getið og Stefán Eyjólfsson urðu
aðallega fyrir þeim ferðum. Aft-
ur á móti veiddist talsvert af
kaninum og voru þær hafðar til
matar.
ts var þykkur á vatninu og þar
engum manni vært sökum kulSa;
var ekki hægt að afla sér fiskjar
sökum þess, og einnig vegna
áhaldaleysis og þekkingarskorts.
Skortur á heilbrigðri fæðu og
illur aðbúnaður olli því að undir
vorið komu upp sjuxaomar, svo
sem skyrbjúgur og blóðþynna.
Dóu af því um 20—30 manns, eða
10 af hundraði þeirra sem þangað
fluttu um haustið.
Altaf var kjarkurinn sá sami
þótt að þrengdi á ýmsa vegu; alt-
af eitthvað á takteinum hjá for-
ingjunum til þess að dreifa
skýjum þungra hugsana og leiða
bros á andlit manna. Þannig var
það að ýmsir hagyrðingar, svo
sem Einar Jónsson, Jónas Stefáns-
son og fleiri “tíndu blóm í Braga-
túnum” og létu sér hrjóta ljóð af
munni. Ortu þeir háðvísur um
vistina að Gimli og gerðu gys að
nafninu. Fór þeim líkt og her-
manninum sem skrifar úr stríðinu.
Kveðst hann vera þar sem sagt
sé að aldengarðurinn Eden hati
verið, og þyki sér vistin ill. Kveðst
hann ekki lá Evu þótt hún gerði
sitt til að komast þaðan. Má vera
að eitthvað sé enn geymt i manna
minnum af vísum: þessum, en
enga þeirra kann eg. Er svo sagt
að Ólafur frá Espihóli hafi tekið
því rólega þótt gys væri gert að
nafni því, er hann gaf bænum,
og sagt þeim að sá kæmi tíminn
að hann bæri nafn með réttu.
Þykir þetta nú vera að sannast.
Og þótt hérlendir menn hafi ef til
vill í þá daga tekið undir og spurt
hvort nokkuð gott gæti komið frá
“Nasaret”, þá mættu þeir minnast
þess nú hversu mikið útlending-
amir i Nýja Islandi hafa lagt til,
canadisku þjóðinni til sóma. 'Þáð-
an eru komnir flestir þeir Vestur-
8ÖLSEIK.
3
Hafið þið aldrei tekið eftir hvað
önnur börn eru falleg, þegar þau eru
glöð og í góðu skapi? Þegar þau
gera það með góðu} sem mamma
þeirra biður þau, og þegar þau eru
að leika sér og láta sér koma vel
saman og þegar þau keppast við að
læra það, sem þau eiga að kunna í
skólanum? Þá verður andlitið á
þeim alveg eins og sólskin. Hafið
þið aldrei sjálf litið í spegil, þegar
þið voruð kát og glöð og brosandi
og í góðu skapi ? Ef þið hafið ekki
gert það, þá skuluð þið gera það og
sjá hvað þið eruð falleg.
En svo hafið þið kanske séð ein-
hverja aðra krakka, sem hafa verið
óþekk og í illu skapi, og grettin og
útskæld, þegar þau vildu ekki gera
það sem mamma þeirra bað þau,
eða þegar þau voru slæm við hin
börnin, sem þau léku við, eða þegar
þau voru löt og nentu ekki að læra
það sem kennarinn setti þeim fyrir?
Hafið þið ekki séð, að þau voru þá
alt öðru vísi. Þau höfðu þá annað
andlit, ósköp leiðinlegt.
Þegar þið eruð glöð og falleg og
þæg, þá ættuð þið að taka spegil
eins og maðurinn geiði og mála
mynd af ykkur. Og ef það skyldi
einhvern tíma koma fyrir, að þið
yrðuð óþekk og grettin, þá ættuð
þið líka að standa frammi fyrir
speglinum og mála aðra mynd, eins
og hann gerði.
Hver sem reynir þetta og sendir
“Sólskini” beztar myndir af sjálfum
sér, þegar hann er kátur og falleg-
ur, og aðra, þegar hann er óþekkur
og grettinn, fær fallega bók í verð-
laun. Og svo koma myndirnar í
“Sólskini.”
Ef þið viljið síður senda myndir
af ykkur sjálfum, þá mega það bara
vera tjvær myndir eins og þið hugsið
ykkur barn þegar vel liggur á því
°g þegar það er í illu skapi; en báð-
ar myndimar verða að vera af sama
barninu.
Mömmu vísa.
Elskulega mamma mín,
mjúk er áv'alt hendin þín,
tárin þorna sérhvert sinn,
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór eg orðinn er,
alt það Iauna skal eg þér.
Vorvísa.
Nú lifna blóm um börð og hlíð
og brosir fögur sumartíð
og sólin bræðir svellin hörð
og signir vora jörð;
og blessuð fósturfoldin mín
hún fer í grænu klæðin sín,
og hún skal mér sem móðir kær
á meðan hjartað slær.
Gátur.
^2. Jón ög systir hans stóðu hjá
kirkjunni, þegar klukkan sló sex.
Hann horfði á úrið sitt meðan
klukkan var að slá og sagði við
systur sína: “Klukkan var 30 sek-
undur að slá sex.” “Hvað er hún þá
lengi að slá tólf?” spurði systir hans.
“Sextíu sekundur,” svaraði Jón. —
Var það rétt?
. 2. Mrs. Thompson bað mjólkursal-
ann um fjóra potta af mjólk. Mjólk-
ursalinn hafði átta potta í brúsanum,
en fkkert til þess að mæla með. Mrs.
Thompson hafði tvær.könnur, önnur
tók 5 potta en hin 3. Mjólkursalinn
sagðist ekki geta mælt fjóra potta í
þeim, en Kalli litli sýndi honum
hvernig hann gæti það. Hvernig fór
hann að þvl ?
Isleiidingar er frægast natn hafa
getið sér á skólabekkjum og öðr-
um virðingarsætum. Og þaðan er
sá sem öTl Canáda horfir nú á með
móðurlegu stolti — Vilhjálmur
Stefánsson.
Eitt af því sem tilfinnanlega
þröngvaði kosti nýlendumanna var
mjólkurleysið. Var það sérstak-
lega þungbært að því, er börnin
snerti. Mæðurnar áttu við skort
að búa og mjólkuðu því ekki
börnum sínum og engin tæki þess
að fá neitt er komið gæti í stað
móðurmjólkurinnar. Atakanlegar
sögur frá þeirri tíð eru til svo
margar, sem sýna sjálfsfórn þá,
er móðurástinni einni er gefin, að
npg væri í stóra bólc og hana
áhrifamikla. Eg man serstaklega
eftir sögum af því tagi sem Mild-
ríður sál. kona Friðriks Bjama-
sonar í Wynyard sagði mér.
Loksins voru tveir menn til
þess kjörnir að fara á skiðum út
í slcoga þar sem kynblendingar
bjuggu og fá hjá þeim mjólk til
þess að bjarga lifi bamanna.
Voru það þeir Magnús Stefáns-
son og Stefán Eyjólfsson. Komu
þeir aftur með mjólkina og fluttu
hana í frostnum skjöldum eins og
storkna tólg.
Um vorið voru keyptar nokkr-
ar kýr fyrir peninga, er stjómin
lánaði og var kúnum skift niður á
milli manna; sérstaklega með til-
liti til barnafjölda.
Árið eftir kom Sigtryggur Jón-
asson að heiman meo 2000
manns “stóra hópinn”, sem kall-
aður var. Var þá numin öll
ströndin 10 mílur suður fyrir
Gimli og norður fyrir Islendinga-
fljót.
Eins og altaf á sér stað vora
það vissir menn sem beittu sér
fyrir málefnum nýlendubúa,
lögðn á ráð og stóðu fyrir fram-
kvæmdum. Má auðvitað telja
þar fremstan í flokki Sigtrygg
Jónasson, sem með réttu hefir
verið nefndur faðir nýja íslands.
Islendingar voru auðvitað mál-
lausir þá allir að heita mátti og
var það hlutverk Friðjóns Frið-
rikssonar að túlka fyrir þá, hann
hafði bókfærslu á hendi og aðal-
umsjón með útbýtingu þess sem
keypt var fyrir stjómariánið. Var
liann einkar vel að séir og hafði
numið enska tungu. Varð hann
að þýða, alt það er Taylor hatði
saman við Islenclínga að sæida.
.Taylor þessi var ’trúhneigður mjög
og gekst fyrir guðsþjónustu á
hverjum sunnudegi; prédikaði
hann þá sjálfur, en Friðjón þýddi
hverja setningu jafnótt og hún
var töluð. Og það hefi eg frá
eigin vörum þeirra er þar voðu
staddir að aldrei hafi þeim orðið
eins andlega heitt og aldrei hafi
þeir haft eins mikla sálarlega
nautn af neinni ræðu í skrautleg-
um kirkjum, eins og af þessum
ófullkomnu prédikunar molum í
bjálkakofunum á þeim tímum.
Það er eins og einhver helgisvip-
ur færist yfir andlit gamla fólks-
ins þegar það talar um þetta. Og
þrátt fyrir alla erfiðleikana og
baslið, þá er það ejMhvað frá þeim
dögum sem gerir endurminning-
una sæla.
Einn maður hafði orðið eftir í
Quebec af stóra hópnum; veiktist
hann þar og gat ekki haldið áfram
ferðinni. Samt frískaðist hann
svo að hann kom nokkru síðar og
fluttist norður að íslendingafjlóti.
Ólafur frá Esphóli var þar þá;
skoðaði hann manninn og leizt illa
á. Sendi hann tafarlaust eftir
enskum lækni, sem var á ferð fyr-
ir hönd stjórnarinnar fcil þess að
líta eftir heilbrigðismálum. Lækn-
irinn skoðaði manninn og kvað
enga hættu á ferð. Skömmu síð-
ar hafði læknirinn lokið störfum
sínum fyrir stjórnina og fór á
brott. En fáeinum dögum seinna
kom bólan út á manni þessum, og
með því að hann var í bjálkakofa
þar sem fjöldi fólks var og engar
sóttvamir mögulegar, þá breiddist
veikin út bæði meðal Islendinga,
en J)ó enn þá ver meðal Indiána.
Allar þær hörmungar sem ból-
unni fylgdu verða ekki taldar hér,
enda engum fært að lýsa þeim
öðrum en þeim er sjálfir vora þar
og reyndu. En fjöldi Islendinga
dó af veikinni, eins og nærri má
geta.
Þegar þeirri plágu Iétti af, kom
upp önnur eftir nokkum tíma, var
það skarlatsott er einnig reyndist
mannskæð. Sannaðist það á fram-
þýlingunum að sjaldan er ein bár-
an stök.
En kjarkunnn og þrekið lifði
þrátt fvrir alt og alt, og aldrei
voru lagðar árar í bát. “Þótt við
séum nú stödd á Egyptalandi,”
sögðu þeir, “0g allar plágumar
endurtakist, þá verður nú sem
fyrri að þeim léttir upp um síðir.”
í sambandi við landnám íslend-
mga hér er það merkilegt að þeir
komu sér upp blaði eftir örstutt-
an tíma þrátt fyrir alla erfðileika.
Sýnir það ef til vill betur en nokk-
uð annað kjark og áræði frum-
byggjanna. Blaðið hét “Fram-
fari" og var fyrsta íslenzkt rit
gefið út hér í álfu. Ritstjóri þess
var Halldór Briem og var það
prentað i bjálkakofa þar sem nú
heitir Riverton, en þá nefndist í
Etmdi. Er það illa farið að ís-
lendingar skyldu ekki halda í
nafnið, eins fallegt og það var.
Nafnið “Riverton” norður í Nýja
Tslandi sómir sér álíka vel og
hráki á hreinni stétt. — f kofan-
nm þar sem prentsmiðjan Var
voru guðsþjónustur einnig fluttar.
Prentari blaðsins var Jónas Jön-
asson bróðir Sigtryggs, og mestan
þáttinn mun Sigtryggur hafa átt í
blaðstofnuninni.
Það er tæplega hægt að bindast
tára þegar hugsað er um þær
þrautir, sem hver einstaklingur
varð að þola fyrstu landnámsárin.
Ln á því er aftur á móti enginn
efi að hinar sterku rætur íslenzkr-
ar þrautseigju hér í álfu mynduð-
ust aðallega í þeim eldraunum.
Hefði alt leikið í lyndíl og titið
þurft fyrir lífi að hafa þegar ís-
lendingar komu fyrst að heiman,
Þá er vafasamt hvort menningar
og manndygðaspor þeirra hér
hefðu mótast eins óafmáanlega
þar sem þeir stigu. Það eru ein-
mitt erf iðleikarnir og sorgirnar
sem skapa bæði kjarkinn og mann-
kostina; stæla vöðva og taugar* og
stækka hjarta og sál.
Það er merkilegt í sambandi
við þetta fjörutíu ára tímabil að
einmitt nú þegar það er á enda
safnast örvasa gamalmenni ís-
lenzku þjóðarinnar saman til þess
að eyða síðustu stundum æfi sinn-
ar i friði og kyrð; og það er á
Gimli sem þau finna þann griða-
stað. Þar sem geislar vestrænnar
sólar skinu fvrst a íslenzka vöggu,
þar signa þeir einnig silfurhærur
þeirra sem aftur eru orðnir böm.
Þar eiga þeir að eyða síðustu
stundum æfi sinnar í minningun-
um um fjörutíu ára stríðið, sem
svo mikla blessun hafði haft í för
með sér. Ut frá Jæssum forn
helga bletti hafa breiðst greinar
hins islenzka þjóðlífs hér í álfu, að
þessum sama síhelga bletti safn-
ast fölnuð laufin um leið og þau
falla til jarðar aftur af trénu sem
altaf hækkar og stækkar og breið-
ist út.
“Ekkert fegra á fold eg Ieit
en fagurt kveld á haustin.”
r
D0DD’S;|K1DNEY PILLS,
Lsekna gigt, nýrnaveiki, bakveik og alla
aðra nýrna sjúkcMma.
The Dodds Medicine Co., Lt.d,
Toronto, - Canada
i