Lögberg - 23.12.1915, Side 3

Lögberg - 23.12.1915, Side 3
LÖGBÍÍ^ FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1915 3 yógberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd., Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JÚL. JÓHANNESSON, Editor ]. J. VOPNI, Business Manauer Ijtanáskrift til blaðsins: THE COLUMBWt PRESI, Ltd., Box 3172, Winnipeg, »(an- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, »fan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Hátíð friðarins. Meira en nítján hundruð ár eru liðin síðan friður var boðaður á jörðu. Meira en nítján hundruð ár hefir friðarliátíðin verið heilög hald- in meðal vor. “Friður á jörðu!” hljómaði hér á jarðríki fyrir meira en nítján öldum. Það mætti því ætla, að áhrifin hefðu fest svo djúpar rætur í hugskoti manna, að friðarþrá og friðar- andi væru þar mestu ráðandi. En með blygðun verða liinar svokölluðu kristnu þjóðir að mæta friðargyðjunni við komu þessara jóla. Þegar hún kemur fram á hátíð friðarins eftir liðið ár, og lítur yfir alt það, sem aðhafst hefir verið; lítur yfir alt ársstarfið, ger- ir upp reikninga hjá þeim, er liún heimsækir og krefur þá um fulla greinagerð ráðsmenskunnar, hverju eiga þeir þá að svara? Hvernig geta kristnar þjóðir horfst í augu við drottinn friðarins, sem nú á að fylla hvert heimili, hvert hjarta, hvert land; stjórna gerðum og breytni hverrar þjóðar og vera þeirra á meðal konungur konunganna? Þar sem gleðiboðskapurinn og friðartíðindin hafa verið boðuð oftast og lengst, fljó^. löndin í heitu blóði myrtra manna. Margra alda starf til uppfyndinga allskonar véla nota nú hinir svo- kölluðu kristnu hræður til miljónfaldra morða. Boðskapur jólanna er aðallega friður, og er það því tæplega hægt að minnast þeirra án þess að skoða í huga sér og minnast í orðum alls þess ó- samræmis, sem þjóðirnar eru sekar um. Aldrei síðan sögur fara af, hafa þjóðirnar í breytni sinni verið fjær friðarkenningunni, en þær eru nú. Dýpsta hugviti og hæstu þekkingu er til þess varið að eyðileggja líf og eignir, heill og liamingju. Listaverk, sem margar aldir liafa framÞitt, eru gjöreydd; heilar borgir, sem þús- undir manna hafa varið kröftum sínum til að byggja og prýða, eru tættar sundur svo ekki stendur steinn yfir steini. Vísinda- og velferð- ar-stofnanir, þar sem vit og mannkostir hafa tekið saman höndum þjóðunum til uppbyggingar og sælla daga, eru á svipstundu numin brott — gjöreydd. Friðsælar sveitir, þar sem tugir þús- unda starfsamra bænda hafa bygt sér heimili og liugðu sér trygga framtíð; þar sem faðir og móðir höfðu vakað í einingu yfir velferð barna sinna og lagt fram alla krafta sína þeirn til hag- sældar, þar sem þau væntu þess að mega loka augum sínum í friði og leggjast til' hinstu hvíldar áhyggjulaus með bjartar framtíðarmyndir í huga sér úr ófarinni æfi harna sinna; yfir þessar blóm- legu og friðsælu sveitir hefir andi ófriðarins farið vanhelgum fótum og undir iljum hans hafa þær á svipstundu breyzt í gróðurlaust flag. Miljónir mæðra, sem átt liafa margar á- hyggjustundir yfir sonum sínum í æsku og hjúkr- að þeim með allri þeirri nákvæmni, sem móður- höndinni er gefin, í þeirri von að þeir fengju lengi að lifa og miklu til leiðar komið, sjá þá nú í huga sér, þar sem þeir ýmist liggja á vígvellinum tættir í sundur af morðvopnum, eða limlestir og örkumla um alla daga. . Drengirnir, sem þær fæddu og fóstruðu í björtum vonum og sælum friði, liafa nú verið hrifnir úr faðmi þeirra til þess að verða hinum voðalega herguði að bráð. Hörmungar þær, sem af þessu stríði leiða, eru stórkstlegri en svo, að nokkur orð geti lýst eða nokkur penni málað. Löndum friðarboðskap- arins hefir verið breytt í orustuvelli. Aðal- hugsun stórþjóðanna hefir frá því um síðustu jól og til þessara verið sú, hver ráð væri hægt að finna til þess að vinna annari nágrannaþjóð sinni og samtrúarþjóð sem mest tjón. Það þarf ekki trúaðan mann til þess að of- bjóða hversu fjarri er stefnt friðarmarkinu; hversu andstætt er að farið við þær kenningar, er meistarinn flutti. Hverju sem menn trúa, þá má svo segja, að sú bæn, sem hann kendi, sé lærð og lesin af hverju mannsbarni. Faðirvorið er sameiginleg bæn allra Vesturlanda-þjóða— allra stríðsþjóðanna, og það er tæplega hægt að trúa því að þær þjóðir, sem þá bæn hafa látið kenna öllum sínum borgurum, skuli breyta jafn fjarri henni og nú er raun á. 1 fyrsta parti hennar: “Faðir vor, þú sem ert á himnum, ’ ’ viðurkenna þær allar sameigin- legan föður; viðurkenna þær allar bróður- eða systkina-skylduna. Hvernig geta þær samrýmt það því, sem nú er að gerast? Hvernig geta þær hugsað sér einn sameiginlegan föður, sem þær lyfti til huga sínum í barnslegri bæn og biðji fyrir sjálfum sér og öllum systkinum sínum, og gengið svo til þeirra hryðjuverka, sem það hefir í för með sér að svifta eins mörg systkina sinna lífi og hægt er? Hvernig er hægt að hugsa sér meiri f jarstæðu en þá, að flytja aðra grein faðirvorsins: “Helg- ist þitt nafn”, og vinna svo þau verk, sem stríði eru óhjákvæmileg? Getur guðs nafn verið helgað með því? Hvílíkt guðlast! Hvernig er hægt að leggja guðs nafn við verra en hégóma fremur en með því, að segja í bæn sinni til hans: “Til komi þitt ríki,” og breyta síðan jarðríki í þann vansælustað, sem stríðið hefir gert? Lýsir ekki þetta ósamræmi eða því, að eitthvað bresti á heilbrigða hugsun eða skilning á því, sem sagt er og gert? Hvernig á maður að liugsa sér, að guð líti á þær bænir, sem honum berast frá hugskoti þeirra, sem stríðinu valda? Er það ekki að gera gys að almættinu að syngja því lofsöngva og segja: “Verði þinn vilji svo á jörðu sem á liimni,” og ganga síðan frá bænaborðinu til þess að leggja hönd á plóginn í því skyni að breyta þessari sömu jörð,' sem beðið var um að guðs vilji mætti gerast á, í orustuvöll, með öllum þeim hörmungum sem því fylgja ? Er það ekki vanhugsað, að biðja: “Gef oss í dag vort daglegt brauð” og verja svo framleiðslu- kröftum þeim, sem almættið veitti, til þess að eyðileggja björg og bÞssun? Er ekki sú bæn í fylsta máta syndsamleg undir þeim kringum- stæðum ? Og er það ekki synd á móti heilögum anda— höfuðsynd og ófyrirgöfanleg—að biðja og segja: ‘ ‘ Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrir- gefum vorum skuldunautum ”, en neyta á sama tíma alls vits og allra krafta til þess að æsa þjóð- ír og einstaklinga upp hvert á móti öðru; kveikja hatur og heift og hrekja úr hug og hjarta anda friðar og fyrirgefningar, sátta og samlyndis? Er hægt að hugsa sér meira alvöruleysi, meiri hræsni, meiri óeinlægni? þ Það er ekki hægt að hugsa mn þá tíma, sem yfir standa og þau ósköp, sem eru'að gerast, án þess að margar spurningar í sambandi við þetta vakni í huga manns; og sízt af öllu er það mögu- legt um jólin—hátíð friðarins. Um jólin á maður að gera reikningsskap í huga sínum; gera sér grein fyrir því, hversu mikil áhrif friðarboðskapurinn hefir haft á liðnu ári. 1 þetta skifti, á þessum jólum, verður þar grátleg-ur reikningshalli, ef rétt er reiknað. En er þá ekkert til að gleðjast yfir á þessum jólum? Er enginn geisli, sem skinið ge|i í hjörtu manna á þessari liátíð, sem á að vera helguð friði og fögnuði? Jú. Þrátt fyrir allar hörmungar birtist von- arbjarmi, sem vex og lýsist með degi hverjum. Hann er svo auðsær, að engu auga getur dulist. Það er bjarmi stöðugs og varanlegs friðar. Það er eins og ótal öfl hafi vaknað einmitt nú til með- vitundar mn, að eittlivað alvarlegt verði að gera til þess að stríðum verði afstýrt framvegis. Það er venjulega svo, að þegar þörfin er brýnust, rísa upp einhver öfl til líknar; undir dÖgunina er oft dimmast; rétt á undan bata, eru sjúkdómar oft svæsnastir. Til þess bendir margt, að þetta voða stríð séu fjörbrot hernaðarguðsins. Hvernig sem því lyktar, þá má treysta því, að þannig verði í tauma tekið af ýmsum góðum öflum, að slíkt komi ekki fyrir aftur; og þegar þess er gætt, að tákn tímanna bénda á, að þetta stríð verði hið síðasta, þá er mikið fyrir að þakka, mikið til þess að gleðjast yfir jafnvel mitt í hörmungunum. Ef þessi voða umbrot skyldu vera fæðingarhríðar varanlegs friðar, þá væri jafnvel fremur ástæða til fagnaðar en lirygðar. Ef þett ayrði seinasta blaðsíða sögunnar, er blóði yrði rituð, þá væri ekki um það að æðrast, þótt feitir væru drættirn- ir og þétt ritað. Ef þjóðunnm skildist það af þessu stríði, að þær hefðu svo fylt mæli synda sinna, að ekki dygði lengur, þá væri skaðinn jafn- vel að fullu bættur. “ELskið óvini yðar, bl^ssið þá, sem yður for- mæla, biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,” sagði sá, er þessi hátíð er tengd við og til minn- ingar um. Hingað til liafa þessi orð á vörum manna verið eins og hljómandi málmum og hvell- andi bjalla, þar sem ekki hefir hugur fylgt máli. Það er glögt af verkum og athöfnum þeirra. Ef þessi jól eru allsherjar tímamóta-hátíð, þar sem hernaðarandinn er í f jörbrotum og frið- aröld í fæðingu, þá má með fullru alvöru syngja hin fögru orð skáldsins: “Sælu njótandi, sverðin brjótandi faðmist fjarlægir lýðir.” Með þeirri ósk, að slíkt megi verða og í þeirri von, að það geti orðið áður en önnur jól koma, skal þessum alvöru hugleiðingum lokið, og nokkr- um orðum til þess varið að athuga afstöðu vor íslendinga sérstaklega um þessi jól. Þegar á alt er litið, þá hefir framtíð vor sem þjóðar sjaldan verið bjartari, sjaldan meiri á- stæða til bjartari vona, sjaldan meiri velgengni. Heima á ættjörðinni hefir blessun árgæðanna breitt vængi sína yfir þjóð og land; úr skauti láðs og lagar liefir ógrynni fjár fallið henni í hönd og auðgað hana. Það afl, sem nauðsynlegt er til hluta þeirra, sem gera skal, hefir nú fyrst orðið lilut- skifti bræðra vorra svo nokkru nemi. Landið og þjóðin hefir svo auðgast síðastliðið ár, að þess hljóta að sjást virkileg merki framvegis á ýmsan hátt. Fyrir það má þakka af alhug, að ættjörð vor liefir ekki á neinn hátt dregist inn í hringiðu þeirrar glötunar, sem stríðinu fylgir. Andi réttlætisins hefir þannig gætt þeirra, er lögum ráða þar heima, að þeir hafa veitt systr- um vorum stjórnarfarslegt jafnrétti við sjálfa sig; er þar með trygður sá hreinleikur og sú sam- vizkusemi framvegis, er mestu varðar í opinber- um málum. Þá hefir sú blessun einnig hlotist heimaþjóð vorri, að hinn skæðasti óvinur hennar hefir bug- ast og verið rekinn á fiótta. Áfengið, sem þung- an skatt hafði heimt af þjóðinni um langan ald- ur, hefir nú mist afl heljartaka sinna og þjóðin er að því leyti frjáls. Framtíð Islands hefir aldrei verið eins björt og nú; þjóðin hefir aldrei verð eins auðug og aldrei eins fjölkunnug, aldrei eins vel stödd. “Guð vors lands” hefir aldrei haft betur vakandi auga á ættjörð vorri né “líkn- að bet«r landinu kalda” en einmitt nú. I þessum skilningi og fyrir þessar ástæður getum vér boð- ið hverjir öðruin gleðileg jól sem íslendingar og • þau orðið oss sannarleg friðarhátíð. Þegar litið er á þann hluta þjóðarinnar, sem liingað hefir flutt og hér sezt að, er einnig ástæða til þakklætis og gleði. Náttúran hefir hagað því þannig, að livergi í víðri veröld hefir bóndinn fengið betur launað erfiði sitt g fyrirhöfn í ár, en einmitt á þeim svæðum, er Islendingar byggja. Blessun hefir sannarlega hvílt yfir verkum íslenzkra bænda hér í álfu yfir liöfuð. Hagur þeirra hefir aldrei verið blómlegri en nú; jóla- gleðin og andi friðarhátíðarinnar geta lieilsað hjá þeim flestum með bros á vörum og birtu í auga. Aldrei hefir íslenzku þjóðinni í sögu sinni lilotnast eins margvísleg upphefð og margskonar álit og nú í ár. Síðan jólin kvöddu seinast, hefir einn af sonum þjóðar vorrar aukið stórum gim- steini í heiðurskórónu móður sinnar—Vilhjálmur Stefánsson liefir á þessu ári trygt sér þann fram- tíðarsess meðal stórmenna lieimsins, sem ávalt verður minst í sögu þjóðanna með lotningu og aðdáun; hann hefir áunnið oss þann lieiður, sem stórþjóðirnar vildu gjarna eiga og væru stoltar af. Sunnan úr heimi koma nýlega þær fréttir, að annar bræðra vorra liafi letrað nafn þjóðar sinnar með lifandi Ijósstöfum á himinhvelfingu ódauðlegrar frægðar. Hjörtur Thordarson lief- ir vakið þá eftirtekt og stigið það spor, sem ekki er unt að reikna hversu víðtækar afleiðingar kann að liafa. Þannig liafa tveir synir íslenzku þjóðarinnar skarað fram úr í samkepni við alla borgara heimsins—annar í vísindum, sem hann hefir aflað sér án þess að liafa stigið inn fyrir skóladyr, og má það heita kraftaverki næst; liinn í vísindum samfara þeirri þrautseigju, sem full- konmust hefir verið, jafnvel í Islendingseðlinu. Þá væri ]»ess skylt að minnast, að á svæðum stjórnmála og borgaralegs trausts hefir tslending- um hér aldrei ldotnast meiri heiður en á þessu ári. Aldrei fyr hefir nokkur Islendingur liafið sig hér upp í liæsta sæti stjórnar og trúnaðar. Þar liefir Thos. H. Johnson skrifað glæsilegan kafla í þjóðarsögn vora. Alt ]>etta bendir til þess, að hinn forni kjark- ur, liið meðfædda vit, hin margreynda þraut- seigja og hið mikla manngildi Islendinga sé enn í fullu fjöri og liafi aldrei verið í meiri blóma. Fyrir þetta alt berum vér fram þakklæti í liug og hjörtum á þessari hátíð. Vér höfum sérstaklega ástæðu til að fagna sem farsæl og friðvernduð þjóð. . Vér getum vfir liöfuð boðið jólahátíðina velkomna í ár. En því má ekki gleyma, að ekki er nóg að rifja upp fyrir sér sólskinsblettina og einblína á þá; meðal vor eru einnig ský, er hylja heiðan himininn og byrgja bjarta sól. Meðal vor hafa sár verið höggvin og tár verið feld; meðal vor hafa vonir dáið og óskir fallið óuppfyltar í opnar grafir. Meðal vor hefir dauðinn barið að mörg- um dyrum og lagt kalda hönd á hjörtu sem öðr- um voru kær. Á meðal vor liafa erfiðleikarnir á sumum stöðum og sumum lieimilum lagst eins og þungt farg á hugi manna. Meðal vor eru til mun- aðarlaus börn, hrum gamalmenni, ástvinalausir einstæðingar, syrgjandi foreldrar, yllítil hús og jafnvel bjargarlítil lieimili. Til allra þessara staða er það jólaskylda vor að beina friðar- og gleðigyðjunni og segja henni til vegar þangað. En það má gera á margan liátt; hlýlegt orð, vin- legt bros, þétt. handtak, hluttekningarsvipur; alt þetta getum vér veitt og látið í té oss að kostn- aðarlausu; hvort sem vér erum auðug eða snauð, há eða lág, þá er það á valdi vor allra, að gefa þessar gjafir—og þótt þær séu ekki keyptar dýru verði, þá eru þær allra jólagjafa beztar og áhrifa- mestar. Verðliár hlutur sem gefinn er fyrir siða- sakir eða af vana með lítilli lúýju eða vinarhug, er ekki jólagjöf—ekki liátíðinni samboðin. Lítið atvik, sem greinilega sýnir innilega einlægni og löngun til þess að gleðja, hversu lítilfjörleg, sem er, gerir mennina sælli, stækkar jólagleðina og þýðir anda friðarhátíðarinnar. Mesta böl nútíðarinnar í þessu landi er það, að of mildð er af útvortis glingri, en of lítið af innra skrauti; of mikið af tómum húsum, en of lítið af heimilum; of mikið af líkama og of lítið af sál; of mikið af ytri jólum og of lítð af innri friðarhátíð. En það er oft eins og sorgirnar flytji menn- ina nær hverja öðrum; við líkkistuna virðast allir vera bræður; við gröfina fella þeir tár í samein- inlegri hluttekningu. Hver veit nema hinar þvngu sorgir þessara tíma, sem óhjákvæmilega hafa náð að nokkru leyti til vor, færi oss nær hverja öðrum og gefi oss hluttekningaríkari jól en venjulega. Með þeirri ósk býður Lögberg öllum gleði- leg jól—öllum. € THE DOMINIUN BAN K mr KUIMJMU B. OMI.EB. M P„ Pim W. O. HATTHlWg .Tlw-rw C. A. BOtiEHT. General Managor. Stofnsjóðnr..................$6,000,000 Varasjóður og óskiftur gróði. . . . $7,300,000 SPARISJÓÐSDEIL.D er ein deildin t öllum útibúum bankans. Par má ávaxta $1.00 eða meira. Vanalegir vextir greiddir. paS er óhultur og þœgilegur geymslustaður fyrlr spari- sklldinga yCar. Notre Dame Branch—W. M. HAMH/TON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BCRGER, Manager. Höndin ritar á vegginn. Eins og getið var um í siðasta blaði voru víða atkvæði greidd um það í Saskatchewan fyrra þriðju- dag, hvort brennivínssala skyldi byrjuð þar sem hún var ekki áður, eða hvort hún skyldi útilokuð þar sem hún var komin á, 4>g bar brennivínið alstaðar lægra hlut; fóru brennivínsvinir þá mestu sneypuför sem hugsast gat. Eftir- farandi tölur sýna hvcisu emareg- inn var vilji manna í þessu máli. í Walrous var farið fram a að vínsala væri afnumin og var það samþykt með 767 atkvæðum gegn 276. 1 hænum sjálfum voru með brennivíni aðeins 40, en á móti 89. í Biggar var einnig farið fram á að afnema vínsölu og það sam- þykt með 526 atkvæða meiri hluta, sem er afarmikið í svo fámennu héraði; i bænum sjálfum þar voru einungis 5 með brennivíninu en 67 á móti. í Wadena var beðið um að vín- sala væri sett á stofn; en bræðurn- ir Þórður og Friðrik Vatnsdal, landar vori,r tóku sig til og unnu röggsamlega á móti, ásamt fleiri góðum borgurum, og urðu áhrifin þau að brennivínið hlaut þar í bænum aðeins 5 atkvæði en 54 á móti. í Kinley voru 2 með en 12 á móti, í Eeney 2 með og 48 á móti, í Invermay ekkert með en 24 á móti, í Margo 1 með og 13 á móti, í Kurski 6 með en 24 á móti, i Peswegin 1 með og 43 á tnóti, í Clair 1 með og 44 á móti, í Buehanan 3 með og 75 á móti, í Young 5 með en 28 á móti, í Prussia 10 með en 45 á móti og eftir þessu allstaðar. Það er því auðséð að Saskatchewan bmar eru ákveðnir i þvi að útiloka Bakkus fyrir fult og alt, og mun hann fara sömu farir i Manitoba í vor. Höndin ritar á vegginn daglega og greinilega. St. LouisFur&Hide Co. 736 Banning St.,fe Winnipeg Hvers vegna seljið þér loð- skinn yðar og húðir heima fyrir? Hvers vegna sendið þér það ekki til vor? Þér get- ið nálega tvöfaldað verðið á ?eim flestum. Vér borgum hátt verð fyrir góð rottuskinn, tóu- skinn, refaskinn, hreisikattar- skinn o.s.frv. Vér borgum alt flutningsgjald á smádýraskinn- um. Fljót og skilvís borgun fyrir alt, sem sent er. Upp- lýsingar um verð og annað gefnar tafarlaust. Ráð til þess aff vera veikur. Eftirfarandi grein er þýdd úr “The Public Health Journal'’ í desember 1912. Mikið hefir verið um það ritað og rætt hvernig hægt væri að komast hjá veiki og vera h^il- brigður. Það hefir . attur á móti verið stórlega vanrækt að kenna fólki óyggjandi reglur til þess að vera veikur; og með því að pré- dikanir í verki og framferði eru miklu áhrifameiri en orð, þá er það ljóst af breytni margra að þeim er annara um að vera veikir en hraustir. Reglum þeim sem hér tara, á eftir hefir verið safnað saman frá ýmsum stöðum og heimildum og eftir langa reynslu og tilraunir. Þess vegna er það að þeir sem láta sér í einlægni ant um að vera veikir mega trúa því og treysta að sé reglunum fylgt samvizku- samlega, þá eru þær óbrigðular. Þær hafa allar verið reyndar og eru stöðugt reyndar daglega af fjölda fólks með bezta árangri. Hafið gluggana lokaða ;alla nótt- ina og opnið þá aldrei, hreint loft þarf að varast því það styrkir heilsuna. Gætið þess að byrgja alla sólar- geisla út úr húsum yðar. Sótt- kyeikjum er illa við sólarljósið og þrífast ekki í því; þess vegna er um að gera að forðast það, til þess að halda,við veikindunum. Andið aldrei djúpt, því það styrkir lungun og gerir þau heil- brigð. Ónáðið ekkþ flugumar; þér tap- ið heilmiklu af óhreinindum ef þær hverfa. Borðið hvaða mat sem vera vill án (tillits til heilnæmis eða nær- ingargildis; dálítið af óhreinind- um er gott til uppfyllingar. Tyggið ekki, heldur gleipið fæðuna í stómm stykkjum! — Munið að þér hafið engar tennur i maganum. Borðið sem allra óreglulegast. Um að gera að meltingin sé í sem allra mesta ólagi, þá hlýtur yður að hepnast að vera oft veik. Baðið yður aldrei né þvoið. Sápa og vatn em óvinir S'júkdóma. Verið sem minst úti undir beru lofti. Spilið inni í loftlitlum ; kytrum, látið það. nægja ,sem lík- amsæfingar. Hreyfing og hreint |loft eru óvinir s'júlcfjómanna. | Sofið sem minst og óreglulegast. Þá erað þér vis's um að taugakerfi ; yðar bilar fyr eða síðar og heilsan 1 með því. Drekkið hvaða vatn sem fyrir j kemur; því óhreinna sem það er | því betra. Taugaveikisgerlar eru j altaf í slíku vatni. Hafið húsin yðar óhrein. I Óhreinindi og sjúkdómar eru skyldgetin systkini. Látiö ekki bólusetja yður, því þá fáið þér tæplega bóluveiki. Hugsið ekkert um þÓtt þér kaupið óhreina mjólk, með því móti getur vður vel hepnast að verða veik og sérstaklega að láta börnin yðar veikjast. Berið altaf áhyggju fyrir öllu, það lamar þrek vbai og veldur veikindum. , Verið skapill 0g stirð i geði; [rnð gerir hugsunina dimma og biður heim sjúkdómum. Haldið þessar reglur nákvæmlega og mun- uð þér þá aldrei þurfa að óttast heilbrigði. Hreinasta loft. Hreinasta loft sem vér öndum að oss er næturloftið. Það hefir verið sannað með því að telja gerla i lofti á daginn og aftur á (Niðurl. á 5. bls.) NORTHERN CROWN BANK AÐALiSKRIFSTOFA t WINNLPEG Höfuðstóll (löggiltur) - - - $6,0(10,000 Höfuðstóll (greiddur) - - . $2,850.000 STJóRNENDUR : Formaður..........- - - Slr D. H. McMLLJLAN, K.C.M.G. Vara-formaður.......... Capt. WM. ROBIN8ON Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION W. J. CHRISTIE, A. McTAVTSH CAMPBELL, JOHN STOVEL Allskonar bankastörf afgreidd. — Vér byrjum reilminga Tlð eln- stakllnga eða félog og sanngjarnlr skUmálur velttir. — Avisanlr aeldar tU hvaða staðar sem er á fsiandi. — Sérstakur gaumur geflnn spart- sjoðs innlogum, sem byrja má með elnum doUar. Rentur lagðar vlð á hverjum sex mánuðum. T E. THORSTETNSSOlSr, Ráí,maik,r Cor. William Ave. og Sherbrooko St., Wiimipeg, Man.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.