Lögberg


Lögberg - 23.12.1915, Qupperneq 7

Lögberg - 23.12.1915, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1915 T Háskólinn. Kann var settur þann ,i. okt., eins og lög gera ráS fyrir. Há- skólarektorinn Guðm. prófessor Hannesson var fjarstaddur, á ferö fyrir noröan, en í hans staö setti fyrra árs rektor Jón prófessor Helgason skólann. Flutti hann setningarræöu þá, er hér fer á * eftir, áður en hann afhenti hinum nýju nemendum háskóla-borgara- bréfi*: “Háakólarektorinn nýi, sem í dag átti að taka við af mér, prófessor Guðm. Hannesson, hefir beðið mig að gegna rektorsstörium nokkra daga framan af hinu nýja skóla- ári, þar eð hann er á ferð norður i landi og getur ekki venö kominn til bæjarins fyr en vika er liðin af þessum mánuði. Fyrir því stend eg hér í dag, þótt rektorstíð mín se á enda runnin. Og hlutverk mitt er að ávarpa yður, ungu nem- endur nokkrum orðum í nafni þeirrar mentastofnunar, sem í dag opnar yður dyr sínar og býður yð- ur velkomin hingað í sveit skrá- settra borgara sinna með þeim rétt- indum og skyldum, sem því er samfara, um leið og eg afhendi yður borgarabréf yðar. 1>ér standið nú á tímamótum. Einn hinn mikilsverðasti áfangi æfileiðar yðar er nú á enda, þar sem þér hafið kvatt þá æruverðu mentastofnun, sem um allmörg undanfarin ár hefir vatið flest vðar að brjóstum sér, til þess að þroska anda yðar með nytsamri fræðslu, og veita yður þá undir- búningsmentun, sem að haldi megi koma í lífinu, hvar sem íeiðir yð- ar kunna að liggja. Að vísu verð- ur því ekki neitað, að sú undir- búningsmentun, sem þér hafið hlotið í mentaskólanum, er aðal- lega miðuð við áframhaldandi nám við svokallaðar æðri mentastofn- anir. Eitt aðal takmark hennar er að gera námsmennina hæfa til að færa sér í nyt þá vísindalegu fræðslu, sem slíkar stofnanir veita. En þá væri i sannleika illa farið ef sú skólamentun, sem þér hafið þegar hlotið gæti ekki líka orðið þeim að gagni, sem að loknu skóla- námi hverfa frá bókinni og snúa sér í þess stað að verklegum við- fangsefnum, hver sem þau nú kunna að vera. Sú skólamentun, sem þér hafið hlotið væri ekki nein sannnefnd mentun fyrir lífið, ef hún væri gagnslaus fyrir aðra en þá, sem ætla, að loknu skóla- námi, að halda áfram á menta- brautinni sem vísindaiðkendur við æðri mentastofnanir. En eg veit4 sem betur fer, að hún er það ekki. Þótt hún sé méðfram sniðin með framhaldandi vísindanám fyrir augum, þá er hún þó áreiðanlega jafnframt sniðin eftir þörfum lífs- ins, hvað sem stúdentamir kunna að vilja taka sér fyrir hendur að afloknu mentaskólanámi. Þctta hefir mönnum hér á landi yfirleitt ekki verið svo ljóst sem skyldi, og er ekki enn. Sú skoðun mun enn vera algengust meðal manna, að mentaskólanámið sé ein- göngu undirbúningsnám undir æðra vísindanám, — að sá sem lokið hefir stúdentsprófi sé að sjálf- sögðu eins og fyrirhugaður til vís- indanáms á æðri mentaskólum, til þess vísindanáms, er gerir leiðina greiða til opinberra embætta og sýslana í landinu. Svo mikill misskilningur sem jætta er, hygg eg þo, að hann sé enn býsna rótgróinn hjá öllum al- menningi. Ræð eg þaö meðal ann- ars af því hve tiltölulega fáir þeir eru hjá oss, sem að afloknu stú- dentsprófi hverfa frá bóknámi. Svo mikil sem viðkoman hefir verið í seinni tíð/svo mjög sem student- unum frá mentaskóla vorum fer fjölgandi ár frá ári, er petta óheppilegt og afleiðingin sú, a ð mörgum góðum manni fer að verða það áhyggjuefni hve margir þeir eru hinir ungu námsmenn, er ár hvert þyrpast út á mentabraut- ina. Og miðað við okkar fá- mennu og fátæku þjóð fer stúdents- útgáfan að verða of mikii þegar allur þorrinn álítur sér skylt að halda áfram bóknámi að afloknu stúdentsprófi, rétt eins og skóla- mentun þeirra væri gagnslaus að öðrum kosti. Það þarf alls ekki að vera af neinum kala sprottið til vlsmda- náms eða mentunar yfirleitt þótt menn spyrji, með okkar tiltölulega mikla námsmanna fjölda í huga: Er þessi fjöldi lærðra manna holl- ur þjóð vorri ? Slíkur hugsunar- háttur gæti alt eins verið sprottinn af innilegri umhyggju fyrir heill og þrifum þjóðar vorrar, og þá elcki sízt hinna ungu námsmanna, sem leggja út á þessa vísindanáms braut. Mér finst ekki ástæðulaust að minna á það við þetta tækifæri, hversu það verður með ári hverju erfiðara og erfiðara fyrir “lærðu mennina” svonefndu að fá, að af- loknu námi sínu, lífvænlega at- vinnu, þar sem þeir geti gert sér vísindanám sitt arðberandi. Á þessu sumri hefir tala stúdent- anna frá mentaskólanum okkar komist einna liæst. Og allur þorr inn þeirra mun hafa i hyggju að halda áfram bóknámi. Að vísu staðnæmist ekki hér heima nema rúmur helmingur stúdentanna að þessu sinni. Hinn helmingurinn hefir þegar lagt land undir fót, til þess að stunda nám við hinn sterka keppinaut háskólastofnunar vorrar, háskólann í Kaupmannahöfn. En þetta gerir minst til. Stúdenta- viðkoman er, hvað sem því líður, að verða of mikil í hlutfalli við fólksfjölda hér á landi. Því að þótt svo og svo margir þeirra, er til Hafnar fara, staðnæmist þar í landi (og þeir eru orðnir býsna margir hin síðari árin), — þá mun mega gera ráð fyrir, að tuilur helmingur hverfi aftur heim fyr eða síðar, að hálfnuðu námi eða fullnuðu. ^ Að sjálfsögðu getur þjóð vor ekki verið án háskólamentaðra manna, fremur en aðrar þjóðir, ekki aðeins vegna þeirra embætta, sem ekki verða talin vel skipuð öðrum en þeim, sem vísindalega mentun hafa hlotið, heldur og vegna þjóðmenningarinnar yfir- leitt; því að henni væri það mikið tjón ef hreint vísindanám legðist niður í landi voru. ^ En það er ekki vel farið, ef vís- inranám, með embættið sem hið mikla óskatakmark, yrði sá segull, er drægi til sín allan hinn skóla- mentaða æskulýð vorn. Því að sé skólameitunin í sannleika mentun fyrir lífið, getur hún vissulega að notum komið á fleiri sviðum lífs- ins en þessu eina. Og þjóð vor þarf þess með, ekki sízt á nálæg um alvörutímum, að blómi æsku- lýðs hennar dragist ekki allur í þessa einu ákveðnu átt, svo mörg og svo mikilsverð verkefni, þjóð vorri til viðgangs og heilla, sem við blasa hvert sem augunum er rent. Hér er vissulega ástæða til að minnast hins fornkveðna: “upp- skeran er mikil, en verkamennirnir fáir”, þótt upphaflega væri það í öðru sambandi talað. Vor fátæka og fámenna þjóð þarf þess mikil- lega við, að henni bætist á sem flestum svæðum nýtir og vel ment- aðir verkamenn, ekki að eins í em- bættisstöður og opinberar sýslanir, heldur og hverja þá stöðu þar sem mönnum er mögulegt að vinna þjóð sinni og landi til blessunar og heilla. Þegar því allur þorrinn hinna ungu námsmanna vorra, eins og nú, býr sig til þess að af- loknu stúdentsprófi að halda áfram bóknámi, ekld glæsilegri en fram- tíðarhorfurnar eru fyrir þá, er leggja út á vísindanámsbrautina, er vissulega ástæða til að brýna fyrir þeim, að líta til köllunar sinnar, að athuga vel hvað þeir eru að gera, er þeir leggja út á þessa braut, ekki arðvænlegri en hún er nú, en láta ósint ýmsum öðrum verkefnum, sem kynnu að vera margfalt betur við hæfi þeirra en bóknámið. Þess er ekki að dyljast, að þeir eru sizt allir beint “k'allaðir” til visindanáms, sem borist hafa fyrir einhver sérstök atvik út á hina svokölluðu mentabraut, nema hvað þeir kunna að álíta sig1 til þess “kallaða” með stúdentsprófinu að ná því námi, sem á undan er gengið. En sé þar urn kohuii ao ræða. verður það aldrei talið ann- að en ytri köllun, en það er ekki hún sem mestl máli skiftir hér. Hér er þar á móti alt undir hinni innri köllun kokmið. En aðalatriði hinnar innri köllunar tel eg í þessu sambandi brennandi þrá mentun- arþyrstrar sálar eftir að svala anda sínum af svalalindum þeim, sem visindin eru hverjum einlægum iðkanda þeirra, er leitar sannleik- ans fyrst og fremst vegna sann leikans sjálfs x lifandi traustí þess, að “sannleikurinn geri oss frjálsa” — sannleikurinn einn. Og þar sem þessi innri köllun er það, sem knýr hinn unga námsmann eða námsniey út á mentabrautina, þar haldast venjulega í hendur þær þrjár höfuðdygðir góðs náms- manns: iðnin, skylduræknin og reglusemin. Þar sem aftur hina innri köllun vantar, en námsmað- urinn leggur út á vísindabrautina eingöngu vegna hinnar ytri köll- unar, sem stúdentsprófið hefir í sér fólgna þar er eqgin trygging fyrir því, -að nýnefndar náms- mannsdygðir myndi föruneyti hans; og þá vill fara, eins og því miður alt of oft hefir farið, að mentabrautin verður hlutaðeiganda alt annað en hamingjubraut. Eg bið þess líka og óska, að þeir verði sem allra fæstir, sem án hinn- ar innri köllunar láta innritast í vom litla íslenzka háskóla. Þegar eg nú lit yfir yður, ungu meyjar og menn! sem í dag eruð hingað komin til þess sem skrá- settir háskólaborgarar að byggja ofan á þann mentunargrundvöll, sem þegar er lagður hjá yður, með áframhaldandi vísindanámi, þá vil eg mega gera ráð fyrir, að það sé meira en eintóm ytri köllun, sem leitt hefir yður hingað. Eg vona, | að þér hafið ekki aðeins reynt að J velja yður námsgrein, hver sem | hún er, með nákvæmri athugun hæfileika yðar og hugarstefnu, | heldur og að þér yfirleitt hafið gengið í grafgólf við sjálf yður um, hvort þér hafið einnig hina innri köllun, sem er meginskilyrði ’ gæfusamlegs og arðvænlegs vis- indanáms. Því að þá aðeins er full von þess, að þér á námsferli yðar fáið að reyna sannleik hinna alkunnu orða skáldsins: “Visindin efla alla dáð orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa farsældum vefja lýð og láð”. Staða yðar sem háskólanáms- manna verður eðlilega í verulegu tilliti frábrugðin stöðu yðar sem námsmanna hingað til. Háskólinn gerir ráð fyrir, að þér ; hafið öðlast þá almennu mentun , og þann andans þroska, sem er' skilyrði fyrir að geta iðkað nám hér, og hagar allri kenslunni sam- kvæmt því. Þar sem þér hingað til hafið átt að glíma við margar I námsgreinar og þær harla ólíkar J hvor annari, þá er hér ekki nema! um eina höfuðnámsgrein að ræða, ;■ sem alt starf yðar hvers um sig lítur að, þá námsgrein sem per j hafið valið yður með hliðsjón af þeirri lífsstöðu, sem hugur yðar á þessu skeiði sérstaklega hneigist að. Að vísu greinist hver höfuð- námsgrein í fleiri og færri, stærri og smærri sérgreinar, en pær standa allar í nánu sambandi hvor við aðra svo sem greinar á einum og sama stofni. Þetta gefur auð- vitað náminu sérstakan blæ og verður til þess að móta nemend- uma á alt annan veg en nám yðar hingað til. Því að þar sem hugur- inn dregst óskiftur að einhverju einu viðfangsefni, getur ekki hjá því farið, að nemandinn mótist af þvi og það á því hærra stigi, sem áhuginn á náminu er meiri, hver svo sem námsgreinin er. En það er fleira en þetta, sem veldur þeim mismun, sem er á mentaskólanámi og háskólanámi. Háskólanámið er alt frjálsara og óbundnara. Þetta er þó ekki svo að skilja sem stúdentum sé heimilt að velja og hafna eftir eigin vild á þá leið að þeir leggi kapp á sumar en afræki aðrar af sérgreinum Jæim, er teljast til þeirrar höfuð- námsgreinar, sem þeir hafa kjörið sér að viðfangsefni. Það sem ger- ir námið frjálsara og óbundnara hér hjá oss er því síður, eins og j sumir virðast ætla, að hér sé náms-! mönnum alveg í sjálfsvald sett hvort þeir færi sér í nyt eða ekki kenslu þá, sem háskólinn hefir á boðstólum. Slíkt væri meiri mis- skilningur á námsfrelsi háskóla- borgara og meiri þroskaleysisvott- ur en heimilt er að gera ráð fyrir hjá mentuðum stúdentum. Það sem gerin háskólanámið svo frjálst j og óbundið er, að hér er yður heim- ilt og frjálst að haga námi yðar í flestum greinum eins og yður jrykir bezt og hagkvæmast. Að j visu hefir hver deild semja látið i lestrar- og kensluáætlun fyrir ! nemendur sína. En þær áætlanir! eru ekki annað en leiðbeiningar, ' sem nemendum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara eftir þeim eða i ekki; sérstaklega eiga þær að gefa byrjendum nokkurnveginn greini-1 legt vfirlit yfir námið í öllum þess einstöku greinum. Það sem enn fremur gerir námið hér svo frjálst og óbundjð er, að nemenduniir eru ! alls ekki skyldir til að tileinka sér skoðanir kennara sinna óprófaðar °g órannsakaðar, og yfirleitt ekki skyldir til að gjalda neinum öðrum skoðunum og kenningum jákvæði en læim, sem þeir hafa sjálfir sannfærst um við ítarlega prófun j og nákvæma athugun að eru sam- kvæmar sönnu og réttu. Það er sem sé meira að segja einmitt einn megintilgangur háskólanámsins að menta námsmennina til svo sjálf- stæðrar skoðunar á hlutunum og lífinu yfirleitt, sem frekast ér unt. En þetta leiðir beint af sjálfu eðli vísindanna eins og þau eru eftir frumtaki sínu og markmiði. Eins og hin vísindalega hvöt er i insta eðli sinu hungur og þorsti eftir sannleikanum, svo er sjálft frum- tak allra vísinda sannleikurinn og markmið Jieirra þekking sannleik- ans. Það er nú ósk mín og von, að þér hafið þetta hugfast á því skeiði lifs yðar, sem nú fer í hönd, svo að þér látið engar tálmanir aftra framsókn yðar í leit sannlevkans, engar óviðkomandi hliðsjónir eða hleypidóma hafa áhrif á stefnu yö- ar, en keppið að takmarkinu með þann leiðarstein í stafni, sem er sannleikurinn i hverju efni sem er. Þá verður nám yðar í sannleika frjálst og óbundið. CANADIAN NORTHERN RAILWAY Desember Excursions ð 1915 Austur Canada Daglega Des. 1. til 31 á, fyrsta farrými með ýmsum brautum. RAILWAY pœgilegir skilmálar til þrggja mánaða RAILWAY LÁGT FARGJALD FRAM OG AFTUR TIL STRANDHAFNANN A I sambandi viS allar skipalínur til GAMLA LANDSINS Daglega, frá 15. Nóv. til 31. Des. Pimm mánaða samningnr. NY CANADISK BRAUT milli Winnipeg ogToronto Raflýstir vagnar. öll nýjustu þægindi. TOURIST C»R Upplýsingar fást hjá öllnm CANADIAN NORTHERN Agentum. og R. CREELMAN, ASal umboSsmanni I Winnipeg. Skrifstofur í helztu bæjimi vestanlands— REGINA—Eleventh Ave.. gegnt pósthúsinu, Tals. 1942. SASKATOON—Cor. 2nd Ave4 og 22nd St. Tals. 2453. W. M. Stapleton, umdæmis farbréfa umboSsmatSur. EDMONTON—McLeod Bldg., gegnt pósthúsinu. Tals. 1712. PRINCE ALBERT—Canadian Northem brautarstöC. CALGAÍt Y^—218 Eighth Avenue West. • WINNIPEG—N.W. Cor Main og Portage. Tals. Main 1066. BRANDON—1 stöSvarhúsi, hjá Prince Edward Hotel. Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng.. útskrlfatSur af Royal College of Physicians, London. SéríræÖlngur I brjóst- tauga- og kven-ojúkdömum. —Skrlfst. 305 Kennedy Bldg., Portage Ave. (4 möti Eaton's). Tals. M. 814. Heimlli M. 2696. Tlmi til viBtals. kl. 2—6 og 7—8 e.h. CANADIAN NORTHERN RAILWAY Beinar Ferðir Alla Leið -TIL- iVANCOUVER Byrjar 21. Nóvember Rafmagnslýstir vagnar Fer frá WINNIPEG á Sunnudögum, Miðvikudögum og Föstudögum kl 10.30 e.h. Fer frá PORTAGE la PRAIRIE á Mánudögum, Fimtu- dögum og Laugardögum kl' 12.23 f..h Fer frá DAUPHIN á Mánudögum, Miðvikudögum og Laugardögum kl. 4.45 f.h. Fer rá SASKATOON á Mánudögum, Miðvikudögum og Laugardögum kl, 3.28 e.h. Fer frá EDMONTON á Priðjudögum, Föstudögum l og Sunnudögum kl. 8 f.m. Sama góða fyrirkomu aglð á lestum vorum til Toronto og Austur-Canada Farbréf, svefnvagnapantanir og aðrar upplýsingar fást hjá umboðsmönn- um Canadian Northern. Og svo bið eg þess og óska yður til handa, ungu nemendur! að þessi dagur verði yður öllum upphaf ánægjuríks, giftusamlegs og arð- vænlegs námstíma, að þér megið bera gæfu til að færa yður sem bezt í nyt þá fræðslu, sem her er á boðstólum, til þess að menta sem bezt anda yðar og auðga hann að nytsamri þekkingu, og til þess að þroska sem bezt þá hæfileika, sem vður eru af guði gefnir, sjálf- um yður til gagns og gleði, háskóla vorum til heiðurs og sóma, og þjóðfélagi voru til blessunar og lieilla. Með þessari ósk býð eg yður svo, ungu meyjar og menn, I nafni há- skóla vors, velkomin hingað sem rétta skólaborgara. . Guð blessi háskóla vom Guð blessi alt starf kennenda hans og nemenda. —tsafold. ^ * Ur bygðum Islendinga. Nýja Island. Helga Jónsdóttir, kona Bjarna fHelgasonar frá Hrappstöðum i Víðidal lézt að heimili Bjöms son- ar síns í Víðibygð í Nýja Islandi 20. nóv. síðastliðinn. Helga sál. var ættuö úr Eyjafirði, fædd þar og uppalin, en fluttist vestur í Húnavatnssýslu og giftist þar. Þau hjón eignuðust 15 böm alls; komust 9 af þeim til tullorðist ara; eitt þeirra þó nú dáið, Bjarni; ágætt mannsefni, dó 10. apríl 1900, 25 ára gamall. Hin sem lifa em: Ósk kona Þórðar Júnssonar að \\ aldville, Sask., Sigríöur kona Guömundar Jónssonar sömuleiðis til heimilis að Waldville, séra Jóhann í Arborgi Helgi bóndi viö Narrows, Tryggvi hreppstjóri og sýslunefndarmaður i Kothvammi i Húnavatnssýslu (fyrv. alþingisi- maður Ilúnvetninga), Björn bóndi í Víðibygð, Þorbjörg og Sigurður að W ynyard, Saskatchewan. tieiga sál. fluttist vestur um haf árið 1887 I með sumt af börnum sinum, en hin komu litlu síðar; dvaldi hún lengstum í Dakota mest í grend við Mountain, en fluttist vorið 1910 til Nýja íslands til séra Jóhanns sonar síns og var hjá honum síðan að mestu, en nokkuð hjá Birni syni sínum, þar sem hún andaðist. Helga skorti rúmlega þriðjung árs til þess að vera 79 ára; var hún fædd 25. marz 1837. Hún lá rúm- föst aðeins tvo daga. Jarðarförin fór fram þann 1. desember. Séra Steingrímur Thorláksson jarðsöng. Kristján Kristjánsson fyrrum bóndi í Árdalsbygð í Nýja tslandi andaðist á Gunnarsstöðum í Breiðivík við Hnausa pósthús 26. nóv. síðastl. Kristján var Þing- eyingur að ætt og bjó fyr meir á FTILLKOMIN ItENSLA VEITT BRJEFASKRIFTTJM ——og öðrum— VERZLUNAllFRÆÐIGREINUM $7.50 Á heimili ySar getum vér kent ySur og börnum ySar—meS pósti:— AS skrifa góS “Business" 'oréf. Almenn lög. Auglýsingar. Stafsetning og réttritun. Útlend orSatiltæki. Um úbyrgSir og félög. Innheimtu meS pósti. Analytical Study. Skrift. Ymsar reglur. Card Indexing. Copying. Filing. Invoicing. Prófarkalestur. pessar og fleiri námsgreinar kend- ar. FylliS inn nafn ySar I eySumar aS neSan og f41S meiri upplýsingar KLIPPIÐ 1 SUNDUR HJER Metropolitan Business Institute, 604-7 Avenue Blk., Winnipeg. Herrar, — SendiS mér upplýsingar um fullkomna kenslu meS pósti I nefndum nómsgreinum. paS er 4- skiliS aS eg sé ekki skyldur til aS gera neina samninga. Nafn ....................... Heimili .................. StaSa ................... Business and Professional Cards mwwurr-rinrnmm'.- ' Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telkphonk oarkySSO Offick-Tímar: 2—3 Heimili: 776 Victor St. Tklephokk garry 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJ0RN80NI Office: Cor. Sherbrooke & William rKL.KPHOIVI5,G»RRY 32« Officetimar: 2—3 HEIMILI: 764- Victor Stroet fEI.EPHONKi GARRY T63 Winnipeg, Man. Dr. W. J. MacTAVISH Officb 724J Yargent Ave. Telephone Yherbr. 940. ( 10-11 f. m. Office tfmar -I 3-6 e. m. ( t-9 e. m. — Heimili 467 Toronto S'treet — WINNIPEG tblbphonk Sherbr. 432 Dr- J. Stefánsson 401 BOYD BLDG. Cor. Portage and Ertmoiitsn Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frA kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. — Talsími: Main 4743. Heimili: 105 OUvia St. Talsfmi: Garry 2315. J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St. Suite 313. Tals. main 5302. Ættjarðarvinir Vcrndið heilsuna og komist hjá reikningum frá Iæknum og sjúkra- húsum með því að eiga flösku fulla —af— R0DERICK DHU Pantið tafarlaust. THE CITY L1QU0R ST0RE, 308-310 Notre Dame Ave. Garry 2286. Búðinni lokað kl. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir iógfræOiagar, Skrifstofa:— Koom 811 McArthur Building, Portage Avenue Aritun: P. O. Box 1056. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg GARLAND & ANDERSON Arni Anderaon E. P GarlMá töGFRÆÐINGAl 801 Electric Railway Chambars Phone: Main 1561 Joseph T. Thorson íslenzkur lögfræðingur Aritun: CAMPBELL, PITBLAM & COMPANY Farmer Building. • Winnipeg Man. Phono Main 7540 Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre Dame Phone Helmilía Garry 899 Qarry 2988 J. J. BILDFELL FASTEIGnASALI Hoom 520 Union Bank - TEL. 2685 Selur hús og lóðir og annast alt þar aölútandi. Peningalán J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir O. fl. 504 The Kenslngton.Port.ftSmlth Phone Main 2597 A. SIGURD80N Xa!s sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & C0. BYCCIfiCAMEfiN og F/\STEICN/\SALAR Skrifstofa: 208 Carlton Blk. Talsími M 4463 Winnipeg A. S. Bardal B43 SHERBROOKE ST. selur líkkistur og annast am úixarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina ra's He mlli Garry 2151 „ OfYice „ 300 ogr 378 Hólseli á Fjöllum, og viCar, og búnaðist vel. Flutti hann roskinn hingað vestur, en búnaðist þó ve' meðan heilsa og kraftar entust Var hann orðinn þrotinn að heilsu og nálega blindur síðustu árin Fluttu þau Kristján og Herborg kona hans til Winnipeg þegar þau létu af búskap í Árdalsbygð, en undu þar ekki; hurfu því aftur til Nýja tslands og fengu að byggja sér heimili rétt við íbúðarhús fom- vina sinna Gunnars bónda Helga- sonar og Renediktu konu hans, að Gunnarsstöðum í Breiðuvík. Hafa þau dvalið þar síðan. Kristján sál. varð 77 ára gamall. Fór jarðar- för hans fram 30. nóv. Séra Jó- hann Bjamason jarðsöng. Norður Dakota. Guðmundur Grímsson rikislög- maður í Lagden hefir unnið sér verðugt lof og álit bænda fyrir þann frábæra dugnað er hann hef- ir sýnt í því að fá haganlegri flutn- ing á komvörum til markaðar en verið hefir. Vegna linunnar og tollsins hefir orðið að flytja lang- ar Ieiðir með mikilli tímatöf og ærnum kostnaði, en Grímsson hefir komið í veg fyrir það og fengið því framgengt að flytja megi norður fyrir linu og án þess að tollur sé greiddur (meö ábyrgðj. Kostaði þetta mikla fyrirhöfn og dugnað, en ótalið hversu mikill hagnaður kann af að hljótast. Yf- ir höfuð hefir Grímson á sér frá- bærilega gott orð í alla staði. Mrs. Anna Anderson frá Milton sem hefir þar hattasölu og einnig í Edinborg, meiddi sig talsvert ný- lega. Hún datt ofan stiga nálægt Stephen í Minnesota, þar sem hún var að heimsækja ættingja sína; marðist hún og tognaði á báðum úlfliðum og víðar, svo hún getur ekki unnið í bráð. M. Éjörnson 0g dóttir hans á Mountain hafa tekið við stjóm á gistihúsinu þar og er þar myndar- lega um beina gengið. Mr. Sigurður Indriðason og Mrs. J. Jóhannesson að Gardar1 voru gefin saman i hjónaband 7. þessa mánaðar. Kyrrahafsströnd. Kristján Pálsson í Seattle var nýlega skorinn upp á sjúkrahusinu þar; var hann allhættutega veikur ! lengi; en er nú kominn á fætur, en þó ekki heill heilsu. Hann dveluf i Bellingham sem stendur. ! Tals. G. 2292 McFarlane & Cairns æfðustu skraddarar í Wianipeg 335 Natre Dame Ave. J dyr fyrir vestan Winnipee leikhiis D. GEORGE Gerir við allskonar húsbúnað og býr til að nýju. Tekur upp gólfteppi og leggur þau á aftur Sanngjarnt veið Tals. G. 5112 369 Stierbrooke St. Thorsteinsson Bros. & Company 3y«gja hús, selja lóðir, útvef* lán og ekisábyrgð Fón: M. 9992. 916 Homweot Rlrtf. Helmaf.: G. 79«. WLiUpt*. Man. Edinburg Tribune. hefir skift um ritstjóra A. C. J Thompson hefir hætt ritstjórn og J G. S. Breidford lanai vor hefir J tekið við. í ritstjómar grein er J liann skrifar í fyrsta eintakið er hann stjórnar lýsir hann steinu sinni og fyrirætlun með blaðið og má ætla samkvæmt þvi að það J verði fjölbreytt og skemtilegt, eins og smábæjarblöð þurfa að vera, en eru venjulega ekki. Blað í litlum bæ á að vera þar lífið og sálin í félags- og framfaramálum r en sannleikurinn er sá að þau eru aðallega auglýsingablöð. Lögberg óskar Breidford til hamingju með blaðið og væntir þess að hann stjórni því þannig að það verði áhrifablað og læsilegt. Mrs. E. Coates-Coleman, Sérfræðingur Eyöir hári á andliti, vörtumog fæöingarblettum, styrkir veikar taugar meö rafmagni o. s. frv. Nuddar andlit og hársvörö. Biðjið um bækiing Phone M. 996. 224 Smith St. Vér legKlum aérstAka Aherxlu 6 a8 selja metöl eftir fonritriitum lnkna. Hln beztu melttl, aem bægt er aB fk. eru notuS einKÖnm. peear þér kom- 18 meS forskrtftlna tll ror, meciC Mr vera vtss um aC f& rétt pað som lseknirinn tekur tll. COLCLEUQH * CO. Notre Dame Ave. eg Sherbrooke 94. Phone Oarry 2(90 og »691. etftlnsaleyfUbrAf nli. Vilhjálmur Einarsson A.T.C.M. ISLENZKUR FlOLI NSKENNARI Kenslustofa 543 Victor St. Tals. Sherbr. 2697

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.