Lögberg - 06.04.1916, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.04.1916, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. APEIL 1916. 3 RICHARD HATTERAS Eftir Guy Boothby Haiin var naumast búinn aö halla sér aftur á bak, þegar kolsvartur köttur hoppaði upp á bortSið, stóð þar kyr með bunguvaxinn hrygg og logandi augu sem horfðu á mig. Eg hefi séð þúsundir af köttum, kín- verska, persneska og ástralska villiketti, en engan jafn viðbjóðslegan og þenna. Þegar hann hafði horft á mig í meira en rnínútu, fór hann til húsbónda sins og nuggaði sér upp við hann, stökk svo upp á öxl hans og horfði á mig þaðan. Dr. Nikóla hefir séð undran mina, þvi hann brosti, tók köttinn ofan af öxl sinni og fór að strjúka hann. Þetta var meðal þess ógeðsleg- asta sem eg hefi séð um mína daga. “Hr. Hatteras”, sagði hann hægt, “svo þér ætlið að yfirgefa okkur”. “Já”, svaraði eg og teygði úr mér af undrun. “En, hvernig vitið þér það?” “Eftir sjónhverfingaleikinn—okkur kom saman um að kalla það svo—sem eg sýndi yður fyrir fáum vikum, furðar mig að þér skuluð spyrja þann:g. Þér haíið farseðilinn í vasanum núna”. Á meðan hann talaði við mig starði hann hvildar- taust á andlit mitt, eins og hann væri að lesa hugsanir mínar. “Mig langar til að koma með fáeinar spurningar viðvíkjandi þessari sjónhverfingalist”, sagði eg. “Vit- ið þér að þér vöruðuð mig við yfirvofandi ógæfu, á þann hátt sem eg fæ eigi skilið?” “Mér þykir vænt um að heyra það, og eg vona að það hafi komið yður að gagni”. “Ó, það gerði mig mjög kviðandi og órólegan, ef yður er nokkur huggun i þvi. Mig langar til að v;ta hvernig þér gerðuð þetta?” “Nafnfrægð min sem töframanns mundi strax hverfa, ef eg segði yður frá aðferðinni”, svaraði hann og horfði enn þá fast á mig. En ef þér viljið það, skal eg gefa yður nýtt sýnishorn af valdi minu. Það skal vera ný aðvörun. Treystið þér mér nógu vel til að vilja þiggja hana?” “Eg ætla fyrst að bíða og sjá hvað það er”, svaraði eg með varkámi, um leið og eg reyndi að lita af aug- um hans. “Jæja, aðvörun mín til yðar er sú—áform yðar er að fara með “Saratoga” til Ástralíu á föstudaginn, er það ekki ? Gerið þér það ekki. Ef yður langar til að lifa, þá gerið það ekki”. “En hvers vegna á eg að hætta við það?’ hróp- aði eg. Hann starði hvíldarlaust á mig í meira en hálfa mínútu áður en hann talaði. Það virtist enginn mögu- k;ki vera til að iosna við þessi voðalegu augu, og reglu- bundna strokið með löngu fingrunum hans um bakið á þessum viðbjóðslega ketti, svo mér fanst eins og kalt vatn rynni niður bak mitt. Smátt og smátt fann eg til svima og eins og einhver svefnhöfgi ásækti mig. “Af þvi þér viljið ekki fara. Þér getið ekki farið. Eg banna yður að fara”. Með mikilli áreynslu reyndi eg að átta mig, stökk á fætur og hrópaði: Hvaða heimild hafið þér til að gera hvað helzt sem er? Eg fer á föstudaginn, hvað sem fyrir kemur. Og mér þætti gaman að sjá þann mann, sem gæti hindrað m:g i því”. Hann hefir vitað að tilraun hans til að dáleiða mig, mishepnaðist. En hann sýndi enga undrun. “Góði vinur minn”, sagði hann hægt og vingjam- lega, um leið og hann hreinsaði öskuna af smávind- lingnum, “það er enginn sem reynir að hindra yður. Eftir yðar eigin beiðni—eg vona að þér viðurkennið það—gaf eg yður ráðleggingu. Ef þér viljið ekki fylgja henni, þá snertir það mig ekki. Verðið þér endi- lega að fara nú? Jæja, góða nótt þá og verið þer sæll. Eg býst ekki við að sjá yður aftur héma megin við miðjarðarlínuna”. Eg þrýsti hendi hans og bauð honum góða nótt, glaður yfir því að losna við þann eina mann, sem eg var ofurlitið hræddur við. Þegar eg var á leiðinni til borgarinnar með lestinni, fór eg að hugsa um þennan samfund í “Green Sailor”, og jafnframt um heilan hóp af ráðgátum, sem erfitt var að skilja. Hvernig fékk Dr. Nikóla fyrst að vita um nafn mitt? Hvað vissi hann um fjölskylduna Wetherell? Var hann dularfulla persónan sem Weth- erell hafði mætt, og kom honum til að flýja England? Hvers vegna hafði Baxter símað honum að sprengi- gröfin væri tilbúin? Var eg nýja hættan sem kom í Ijós fyrir augum þessara tveggja félaga? Hvers vegna var Baxter kominn til “Green Sailor”? Hvers vegna varð hann svo hræddur þegar hann sá mig? Hvers vegna kom Nikóla með svo lélega ástæðif fyrir nær- veru hans þar? Hvers vegna varaði hann mig við að fara með “Saratoga”? Og umfram alt, hvers vegna hafði hann reynt að dáleiða mig, til þess að ná áformi sinu ?” Eg spurði sjálfan mig að þessu öllu, en gat ekki fundið neitt fullnægjandi svar. En eitt var víst, og það var, að min upprunalega undrun Var rétt. Það var eitthvað duiarfult viö þetta alt saman. Hvort sem það kom nú í ljós á föstudaginn eða ekki, fengi eg þá að vita. Þegar eg kom til síðustu stöðvarinnar, gekk eg til hótels míns í nánd við Strand. Klukkan var nærri 12 þegar eg gekk inn i anddyrið, en samt fékk eg tækifæri til að líta á bréfin. Tvö voru til mín, og þau tók eg með mér til herbergis míns. Annað bréfið var merkt “Port Said”, og áritanina hafði kærasta min skrifað. Eg las bréfið hennar fyrst. Hún sagði að þau væru komin heilu og höldnu til Suez skurðarins, faðir sinn jafnaði sig þeim mun betur, sem hann fjarlægðist Evrópu meira. Hann væri nú næstum jafn góður, en væri enn jafn ófáanlegur til að viðurkenna mig sem tengdason. En hún kvaðst engan efa hafa um það, að sér tækist að ná samþykki hans. Svo segir hún: “Farjægarnir sýnast vera myndarlegir menn og konur, að einum undanteknum. Hann heitir Prender- gast og er fram úr hófi viðbjóðslegur, hárið er snjó- hvítt og andlitið alt saman bólugrafið. Við fundumst í Neapel og vorum kynt þar, og síðan er hann ávalt í nánd við mig. Pabbi gefur honum litinn eða engan gaum, en eg hlakka til að geta losnað við hann hér”. Endir bréfsins snerti mig einan, svo braut eg það saman og stakk því í vasa minn. Rithöndina á hinu bréfinu þekti eg ekki, hún var fögur en mér alveg ókunn. Eg opnaði bréfið fremur forvitinn og leit fyrst á nafnið. Það var: Beckenham. Það hljóðaði þannig: “West Cliff, Bournemouth, þriðjudagskveld. Minn kæri hr. Hatteras! Eg hefi miklar og und- ar'.egar nýjungar að segja yður. Þessi vika hefir verið óvanalega þýðingarmikil fyrir mig—getið þér gizkað á hvers vegna? Faðir minn hefir alt í einu ákveðið að eg skyldi ferðast. Alt sérstakt i sambandi við ferð- ina er búið að ákvarða. Þér munuð skilja þetta þegar eg segi yður það, að hr. Baxter og eg eigum að fara í næstu viku meö gufuskipinu “Saratoga” til Ástralíu. Faðir minn hefir símritað Baxter, sem er nú í London, að hann skuli kaupa farseðla og velja okkur gistiklefa. Það sem eg helzt óska, er, að þér vilduð verða okkur samferða. Er það ómögulegt? Getið þér ekki komið þvi svo fyrir að þér getið það? Við eigum að fara yf- ir meg nlandið til Neapel og út á skipið þar. Þetta er uppástunga hr. Baxters, og þér getið ímyndað yður, að þegar eg hugsa um hvað eg fæ að sjá á leiðiruii, þá hefi eg ekkert út á þetta fyrirkomulag að setja. Ferð okkar varir lengi, því við eigum bæði að heimsækja Ástralíu og Nýja Sjáland, fara þaðan til Honolulu, þaðan til San Francisco, og svo heimleiðina yfir Banda- pkin, Canada og til Liverpool. Þér getið gizkað á hve æstur eg er af voninni um skemtunina af þessu ferðalagi, og þar eð eg finn að eg að miklu Ieyti á yður að þakka þessa gæfu, vil eg lika verða fyrstur til að segja yður frá henni. Yðar ávalt hreinskilni Beckenham’*. Eg las bréfið aftur, og settist svo á rúmið til að hugsa um það. Nú vissi eg hvernig Nikóla gat vitað um hina fyrirhuguðu ferð mína. Baxter hafði séð nafn mitt á farþegalistanum og sagt honum frá því. Eg fór úr fötunum og lagðist á rúm!ð, en gat ekki sofið. Eg átti gátu að ráða, sem var óvanalega ill við- fangs. Hér var hinn ungi markgreifi tældur til að leggja upp í langa ferð fyrir tilmæli mín.. Þetta var samsæri af einni eða annari tegund, um það var eg viss, og ungi maðurinn var takmark þess. Og samt sem áður hafði eg ekkert við að styðjast, þetta var að eins ágizkun. Nú var spurningin: átti eg að aðvara hertogann eða ekki ? Ef eg gerði það, gat verið að eg. hræddi hann að ástæðulausu, og ef eg gerði það ekki, en ólán hlytist af, þá gat eg orðið saklaus orsök i mik- illi og varanlegri sorg fyrir heimili hatys. Margar stundir hugsaði eg um þessa spurningu, óviss um hvernig eg ætti að haga mér'. En þegar dagur rann upp, var eg kominn að þeirri niðurstöðu að segja hon- um ekkert, en jafnframt að ferðast með sama skipi og hann, og gefa honum eins nánar gætur og forða honum frá öllu illu, og eg gæti. Þegar morgunverðartíminn nálgaðist, fór eg á fæt- ur eftir þessa þreytandi, svefnlausu nótt, og þrátt fyr- ir baðið, ,sem eg fékk mér, var eg samt f jörlítill. Eg gekk ofan, leit á bréfin og fann þar eitt til mín. Eg gekk inn í borðsalinn, bað um morgunverð og fór svo að lesa bréfið. Það var frá hertoganum i Glenbarth, föður unga mannsins: “Sandbridge Castle, Boumemouth, 3. ágúst. Kæri hr. Hatteras! Sonur minn segist hafa til- kynt yður þá nýjung, að hann eigi að ferðast til Ástralíu í næstu viku. Eg efast ekki um að þetta komi flatt upp á yður; en það orsakast af óvanalegu sambandi kringumstæðanna. Fyrir tveim dögum síðan fékk eg bréf frá gömlum vini, jarlinum frá Amberly, sem, eins og þér vitið, hefir verið landstjóri nýlendunnar Nýju Suður-Wales síðustu 5 árin, og hann sagði mér að em- bættistími sinn tæki enda að 4 mánuðum liðnum. Enda þótt hann hafi ekki séð son minn síðan hann var tveggja ára gamall, er mér þó ant um að sonur minn geti farið til Ástralíu meðan þessi vinur minn stendur þar fyrir stjórn. Af þessu kemur þetta skyndilega áform. Eg hefði helzt viljað sjálfur fara með syni mínum, en mjög áríðandi viðskifti krefjast veru minnar hér, skil- yrðislaust. Eg sendi Baxter með honum, og hefi gef- ið honum meðmæli til ýmsra voldugra manna, og ef svo bæri undir að þér gætuð veitt þeim aðstoð, mynduð þér stórkostlega auka þá þakklætis skuld, sem eg er í við yður. Eg er. kæri herra Hatteras, yðar mjög vinveitti Glenbarth”. Þegar eg hafði neytt morgunverðar, svaraði eg báðum þesusm bréfum og sagði þeim, að það væri áform mitt að fara með þessu skipi, og lofaði að gera alt, sem í mínu valdi stæði, til þess, að ferð unga manns- ins yrði eins þægileg og óhult og mögulegt væri. Það sem eftir var morgunsins notaði eg til að skrifa kærustu minni, sagði henni að eg væri í þann veginn að fara aftur til nýlendanna, og einnig frá öllu því sem fyrir mig hefði kofnið síðan hún fór. Síðari hluta dag's kvaddi eg viðskiftavini mína, sem eg hafði kynst í London, og um kvöldið gekk eg í síð- asta sinn i leikhúsið. Morguninn eftir, þegar klukkuna vantaði 5 minút- ur í 11, sat eg í fyrstu raðar vagni i vesturengelsku hraðlestinni, sem var á leið til Plymouth, þar sem eg ætlaði út i skipið sem fara átti til Ástralíu. Enda þótt stöðvarpallurinn væri troðfullur af fólki, var eg enn þá einsamall i mínum klefa, og gladdist yfir því með sjálfum mér, en alt í eintt kom jambrautarþjónn inn til min með tösku, sem hann lét í hornið beint á móti mér. Fáum augnablikum síðar, einmitt þegar lestin rann af stað, stökk maður inn í klefann, gaf þjóninum vikaskilding og lét körfu í sætið. Lestin var að hálfu leyti farin frá stöðinni, þegar hann snéri sér við, og grunur minn reyndist réttur. ;Þetta var Nikóla. Enda þótt hann hafi hlotið að vita hver ferðafélagi hans var, lét hann þó eins og hann yrði alveg hissa. “Hr. Hatteras”, sagði liann, “þetta held.eg sé sá óviðbúnasti samfundur, sem eg hefi átt á æfi minni”. “Því þá það?” spurði eg. “Þér vissuð að eg ætlaði til Plymouth i dag, og ef þér hefðuð hugsað um það eitt augnablik, máttuö þér vita, að þar eð gufuskipið fer kl. 8 i kvöld, mudni eg taka morgunlestina, sem kemur þangað kl. 5. Er það of mikil forvitni að spyrja hvert þér ætlið ?” “Eg ætla til Plymouth, eins og þér”, svaraði hann, um leið og hann tók körfuna og lét hana á gólfið, tók svo franska skáldsögu úr vasa stnum. “Eg á von á gömlum vin frá Indlandi, sem kemur til Plymouth i kvöld. Eg kem til að finna hann’. Eg varð glaður við að heyra að hann ætlaði ekki með “Saratoga”, og þegar við höfðum skifzt á fáein- um kurteisum orðum um veður og vind, þögnuðum við báðir. Eg var grunsamur og hann var of hygginn til að sýna sig vingjamlegan. Lestin fór fram hjá Wimbledon, Clapham, Sarbitan, Wrybridge og Wo- king, og vorttm komnir á móts við Bosingbroke áður en við töluðum saman. Þegar við vorum líka komnir fram hjá þeirri stöð, tók Nikóla körfuna og opnaði hana. Upp úr henni kom svarti kötturinn, sem eg hafði áður séð, og virtist nú stærri og tryHingslgeri við dagsljósið en hann áður sýndist. Hæfileikar þessa manns til að ná vináttu' annara voru svo aðdáanlegir, að þegar við vorum komnir til Andover Junction, hafði samtal okkar gert mig svo glaðan, að eg gleymdi öllum illum grun um hann, og var farinn að hugsa með sjálfum mér, að þessi jám- brautarferð væri sú skemtilegasta, sem eg hefði nokk- uru sinni átt. í Salisbury fengum við matarkörfur inn í klefann, og auk þess tvær flöskur af kampavíni, sem samferða- maður m:nn borgaði, þrátt fyrir mótmæli mín. Þegar lestin rann í gegn um hinn indæla dal, þar sem smábæimir Wilton, Dinton og Tisbury standa, fullvissuðum við hvor annan um vináttu okkar og vorum orönir hinir beztu vinir. En þegar við fórum fram hjá Exeter, var mig fariö að syfja og þrótturinn að réna, og áður en lestin nam staðar í Phehampton, var eg sofnaður. ■ Eg man ekkert meira um þessa óhappa ferð, já, eg mundi ekkert fyr en eg vaknaði í herberginu nr. 37 í “Ship and Vulture” hótelinu í Plymouth. Só’.in sendi geisla sína gegnum gluggann, og við rúmið stóð roskinn maður með hvitt hár, rjóður í fram- an, hann hélt hendi sinni um úlnlð minn og horfði á mig. Hjúkrunarkona í sjúkrahússbúningi stóð viö hlið hans. “Eg held honum fari nú að batna”, sagði hann við hana. “en eg kem seinna í dag til að líta eftir honum”. “Bíðið þér ögn”, sagði eg lágt. “Viljið þér gera mér þann greiða að segja mér hvar eg er og hvað að mér gengur?” “Mér þætti vænt um að geta það”, svaraði læknir- inn. “Eg held að yður hafi verið gefið eitur, á miög óvanalegan og lævísan hátt. En hvaða eitur það hefir verið, og hver hefir gefið yður það, og af hvaða ástæð- um, get eg ekkert um sagt. Eftir því sem hóteleigand- inn hefir sagt, voruð þér fluttur hingað frá járnbraut- arstöðinni í gærkvöldi i vagni, og með yður var maöur, sem hitti yður af tilviljun i þeim klefa, sem þér höfðuö verið í frá London. Ástand yðar var svo grunsamt, að eg var sóttur og þessi hjúkrunarkona fengin. Nú vitið þér alt”. “Hvaða dagur er þetta?” “Laugardagur ? Þá er eg kominn of seint til að ná í “Saratoga”. Látið mig fara héðan undir eins, og segið hóteleigandanum að senda boð eftir lögregluum- sjónarmnninum. Tsg verð að komast að því rétta í þessu efni”. Eg settist upp í rúminu, en varð feginn að leggjast niður aftur, svo máttlaus var eg. Eg leit á læknirinn. “Nær verð eg fær um að ferðast?” “Þér verðið að hvíla yður í þrjá daga”, svaraði hann, “og svo skulum við sjá hvað við getum gert”. “Þrjá daga ? Og svo tvo og hálfan dag yfir megin- landið, það verður fimm og hálfur—eða, segjum sex dagar. Gott, eg næ gufuskipinu í Neapel, og þá, dr. Nikóla, ef þii ert á skipinu, sem mig grunar að nú sért, máttu gæta þin”. VII. KAPÍTULI. Port Said og reynsla okkar þar. Það vildi svo heppilega til, að kl. hálf tvö síðari hluta hins sjöunda dags, eftir að eg hafði mætt Nikóla á hraðlestinni, haföi eg ferðast yfir meginlandið, og stóð og horfði á fjörðinn við Neapel. Til hægri hand- ar var hæðin San Martina, bak við mig var Capo di Monte, og i fjarlægð til suðurs var Vesúvíus. Ferðin frá London var vanalega álitin löng og leið- inleg, að minsta kosti fanst mér það, því eg var enn ekki jafn fríksur orðinn eftir veikina og eg áður var. Það fyrsta sem eg þurfti aö gera, eftir aö eg kom til Neapel, var að finna rólegt hótel, þar sem eg gæti hvílt mig og náð betri kröftum, því skipiö ætlaði ekki fyr en um miðnætti, og eg vildi ekki fara út á það, fyr en dimt væri orðið. Á mínútunni kl. 8 kom eg út í skipið, og gekk strax að dyrum fyrsta salsins. Eg kallaði á frammistöðu manninn til að vísa mér á klefa minn, fékk svo far- angur minn fluttan þangað inn, og byrjaði strax á þvi að koma öllu eins vel fyrir og eg gat. Ekkert sá eg til vina minna,, enda komu þeir ekki fyr en með siðasta bátnum, þá mætti eg Beckenham lávarði á þilfarinu, og varö hann heldur glaður við að sjá mig. “Hr. Hatteras”, sagði hann, og rétti mér hendi sina, “þessi samfundur var alt sem mig skorti til að vera fyllilega ánægður. Eg vona að klefinn yðar sé nálægt okkar”. “Eg er á bakborða, rétt við matgeymsluklefann. En segið mér frá sjálfum yður”, svaraöi eg og þrýsti hendi hans. “Eg vona að þér hafið átt. þægilega ferð yfir meginlandið ?” “Ágæta”, svaraði hann. “Viö dvöldum einn dag í París og annan i Rómaborg, og siðan við komum hing- að, höfum við flækst um alt og séð alt, alveg eins og enskir feröalangar”. Nú kom hr. Baxter og heilsaði mér, miklu vin- gjarnlegar en eg átti von á. Stundu síðar, þegar við komum að káetustiganum, sagði hann: “Eftir því sem lávarðurinn sagði mér, hélt eg þér munduð fara út á skipið í Plymouth, en hafi eg séð rétt, fóruð þér ekki út á það fyr en í kvöld”. “Alveg rétt. Eg fór yfir meginlandið eins og þið, og sté á skipsfjöl fyrir svo sem tveim stundum”. Nú sagði Markgreifinn: “Hvað er orðið af öllum mönnunum, hverra nöfn eg sá á farþegalistanum?” Þeir eru allir háttaðir”, svaraði eg. “Það er orðið framorðið, og ef mér skjátlar ekki, fer skipið af stað að fám mínútum liðnum”. “Þá b;ð eg yður að afsaka mig litla stund, meðan eg gegn ofan til að láta Baxter vita hvar eg er”. Eg stóð kyr og horfði á Ijósin á landi. Bátarnir fóru frá skipinu, og akkeriö var dregið upp. Fimm mínútum síðar stefndi skipið til hafs. Eg stóð við borðstokkinn, horfði á hverfandi landið, gamla Vesú- vius og “stóra bjöminn” á noðrlæga himninum. Eg var glaður yfir þvi að eg var á heim'.eiö aftur. Gufuskipið rann áfram næstum hreyfingarlaust, og 45 mínútum síðar vorum við komnir á móts við Capri. Meðan eg stóð og horfði á þessa fögru ey, kom Back- enham gangandi til mín. Þegar hann fói' að tala, vissi eg að hann var eins kátur og áður, hann talaði hlýlega um þá ánægju, sem hann bjóst við að fá af ferðinni. “En eruð þér viss um að þér reynist eins vel og góður sjómaður?” spurði eg. “Eg hefi oft verið á skemtiskipi minu í vondu veðri, og aldrei fundið til sjósóttar, svo að því leyti hefi eg ekkert að hræðast. En nær komum við til Port Said?” “Eftir hádegi á fimtudaginn, ef alt gengur vel”. “Viljiö þér leyfa mér að verða yður samferða, ef þér farið á land? Eg ætla ekki að gera yður ómak, en eftir því sem þér hafið lýst plásisnu fyrir mér, vil eg helzt sjá það í samfylgd yðar”. “Eg skal með ánægju taka yður með mér, ef Baxter leyfir það”, svaraði eg. “Við verðum liklega að skoða hann sem umsjónarmann yðar”. “Ó, eg held við þurfum ekki að óttast að hann neiti mér þeirrar ánægju. Hann er mjög góður og lætur mig ráða hegðan minni að mestu leyti”. “Hvar er hann núna?” ' “Hann er niðri og liklega sofnaður. Hann hafði i mörgu að snúast og áleit bezt að hátta áður en skipið legði af stað. En það er líklega bezt að eg fari nú. Góða nótt!” \ “Góða nótt!” svaraði eg, og hann fór. Þegar eg var orðinn einn, fór eg að hugsa um Phyllis og framtiðina, og þegar eg var búinn að reykja úr pípunni minni háttaði eg. Sá sem svaf í sama klefa og eg, var gamall og feitur, enskur kaupmaður, sem nú var á ferð til Ástraliu til að heimsækja umboðs- menn sina þar. Eg var svo heppinn að fá neöra rúm- ið, og þegar eg var lagstur út af, sofnaði eg strax, og svaf þangað til frammistöðumaöurinn vakti mig kl. hálf átta morguninn eftir. Fyrst baðaði eg mig og svo klæddi eg mig í fötin. Félagi minn var nú líka vaknaður, en hann var sjáanlega ekki fús til að byrja á samræðum, og virtist hejdur ekki að vera vel frískur. Það var allmikill öldugangur og skipið ruggaði mikiö. “Eg óska yður góðs morguns”, sagði kaupmaður- inn. “Hvemig líður yður í dag?” “Ágætlega”, svaraði eg, “og eins svangur og bjam- dýr”. Hann hallaði sér aftur á bak á koddann og sagði: “Ó, guð—”; svo varð alger þögn. Eg rakaði mig, lauk svo við að klæða mig, lét á mig hattinn og gekk upp á þilfar. Morguninn var reglulega fagur. Þilfarið gljáði i sólskininu, sjórinn blár og loftið svo hreint, að maður sá strendur Italíu, þó þær væru í margra milna fjar- lægð. Eg var búinn að komast eftir því að Nikóla var ekki á skipinu, og fants mér það undarlegt. Fór eg svo að ganga aftur og fram um þilfariö og hugsa um þá Nikóla og Baxter, en þegar eg eitt sinn kom að dyrum reykingasalsins, kemur Baxter þar til mín og réttir mér hendi sína brosandi. “Góðan daginn, hr. Hatteras”, sagði hann galðlega, “þetta er sannarlega ágætur morgun. Mér finst að sjávarloftið hafi breytt mér í nýjan og f jörugan mann”. “Mér þykir vænt um að heyra það, en hvemig lið- ur okkar unga vin?” spurði eg. “Honum líður alls ekki vel”. “Ekki vel? Þér álítið þó ekki að hann sé sjó- veikur?” “Mér þykir leitt að verða að segja að hann er það. Hann var frískur þangað til hann fór úr rúminu fyrir hálfri stundu siðan. Eg hélt að hann yrði meðal þeirra síðustu til að verða sjóveikur, en hann fékk svima og varð að fara í rúmið aftur”. “Mér þykir leitt að heyra það, en eg vona að hon- um batni bráðum. Eigum við að ganga dálitið ?” “Með ánægju”, svaraði hann, og svo fónim við að ganga aftur og fram um þilfarið og tala saman, og héldum því áfram unz klukkan sló 9 og hringt var til morgunverðar. Þegar eg var búinn að borða, hraðaði eg mér til svefnklefa markgreifans og barði að dyrum. Hann sagði mér að koma. inn, og eg fann hann í rúminu með öllum sjóveikismerkjum. Hann var öskugrár í andliti hendurnar kaldar og rakar, og svitinn safnaðist á enni hans eftir hverju uppsölutilraun. “Mér þykir afarle'tt að finna yður í þessu ásig- komulagi”, sagði eg og laut niður að honum. “Hvem ig liður yður nú?” “Mjög illa”, svaraði hann og stundi. “Eg skil það alls ekki; áður en»eg fór á fætur i dag, var eg eins frískur og hugsanlegt er. Svo var hr. Baxter svo vin gjarnlegur að færa mér kaffibolla, og fimm mínútum eftir að eg hafði drukkið það, varð eg að fara i rúmið aftur, þar eð eg varð svo veikur”. Fáið það nú! Það er eitthvað við þennan bjór sem gerir hann naering- argóðan^Hjá öllum vínsölum eÖa hjá E. L. DREWRY, Ltd. WINNIPEG ^JARKET pOTEL ViC sölutorgiC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag i Eigandi: P. O’CCNNELL.^ Á sigurhátíð Goodtemplara 1916. Sé markið skýrt er mikiö jafnan unnið, þótt málalokin sýnist kannske fjær. Hvert orð af vörum einlægs starfsmanns runnið, ber allar fleytur sigurströndum nær. Og þótt vér höfum átt í vök að verjast, ei voru margir sem að blésu í kaun. Því okkar sveit var aldrei hrædd að berjast og uppskar striðsins mestu sigurlaun! Já, þökk og heill sé þeim er veginn ruddu, og þorðu’ aö marka skýrt hin fyrstu spor. — Og þökk og heill sé þeim er eitthvað studdu, og þorðu’ að rétta styrktararm til vor. Vér sjáum fyrir björtum degi blána, með boð hins nýja tíma alt um kring. Og drögum hátt vom hreina sigurfána og höldum uni 'ann dáðrikt vöku-þing! Einar P. Jónsson. Furniture Overland FULUiOMIN KENSI.A VKITT BILIEFASK BIFTUM — —ng ö^runi— VERZLUNAIt FltyEHlGIlKUíUM $7.50 A heimlll ytSar ge' ‘Ti vér kent yCur og börnum yCar- pðstl:— luslnens" bréf. .'•Uglýstngar. •í'ttrltun. kl. AB skrlfa göt Almenn lög. Stafsetnlng e Útlend ortSatl Um ábyrgBir og rélögr. Innheimtu met5 pöstL Analyticai Study. Skrift. Tmsar reglur. Card Tndexing. Copyi-ng. Fillng. Involclng. Pröfarkalestur. Þessar og fleiri nftmsgreinar kend- ar. FvlliB Inn nafn yBar t eyBumar ati neBan og fftiti melrl upplýalngar __KLIPPID I SUNDUR HJER Metropolitan Buslnesa Instltute. 604-7 Avenue Blk., Wtnntpeg. Ðarrar, — SendlC mér upplýalngar um fullkomna kensiu metS pöstl nefndum nftmsgrelnum. fa8 er á- akiliC aC eg sé ekkl skyldur til aB gera neina samnlnga. Nafn .......................... Helmili ..................... StatSa ___________________ Skýi ring. Við æfiminningu Mrs. ólafar Kjernested í Lögbergi, ætla eg að gera litla skýringu. Máske að rit- stjóri Lögbergs vildi gefa þvi rúm í blaðinu. 1 æfiminningunni er Guðrún Davíðsdóttir talin fósturdóttir þeirra hjóna. Það er ekki rétt; hún vann hjá þeim í fjögur ár á Borg í Miklaholtshreppi. Kom til þeirra þegar hún var á tuttugasta árinu, og er þá vanalega talið að komið sé fram yfir uppeldis árin; og varð hún þeini samferða til Ameríku. Um hin uppeldis böm þeirra hjóna er rétt hermt. Guðrún, sem nú er Mrs. S. Bard- arson, er alsystir Ólafar Daviðs- dóttur i Winnipeg. Ólöf átti fransk- an mann, George Perry að nafni. Þær systur voru systurdætur Mrs. Ólafar Kjernested, dætur Margrét- ar Þorsteinsdóttur Helgasonar á Kjalveg við Ingjaldshól undir Snæ- fel’.sjökli, eins og segir í æfiminn- ingunni. Þorsteinn Helgason var orðlagt valmenni og þau hjón bæði. Ekkert er ofsagt um Mrs. Ólöfta Kjernetsed i æfiminningu hennar og gæði þau sem hún lét i té til mannfélagsheillR, af hinu alúðar- fylsta eðallyndi, oft fram yfir það sem efnalegar kringumstæður leyfðu, bæði heima á gamla land- inu og hér í þessu landi. Mun því margur minnast hennar af alhlýj- um huga og blessa minningu henn- ar. S. Bardarson. Ráðherramálin. Þau eiga að koma fyrir hærra rétt 31. maí. Er þá talið víst að þeir verði komnir báðir Kelly og Dr. Simpson. M. G. Hook, sem lengi hefir verið í felum og ekki fundist hefir loksins náðst í New York. Vill hann ekki koma til Winnipeg að svo stöddu en kveðst viljugur að bera vitni í New York. Roblin er veik- ur sem stendur; kveða læknar hann vera hjartveikan. J. F. Bole, fyrverandi þingmað- ur fyrir Regina, hefir veirö kærður um að vera í félagi með brenni- vínsmönnum til þess að hindra mál- sókn á hendur þeim.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.