Lögberg - 06.04.1916, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.04.1916, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. APRIL 1916. PURITy FLOUR “ Morc Bread and Bettef Bre ad“ ttM HEILBRIGÐI. Einkaleyfis meðul. Niöurlag Þegar hinn heimsfrægi læknir Robert Koch var spuröur um vott- orö þaö sem hann átti aö hafa gef- iö um “Sid O”, sem var talið ör- ugt meöal viö tæring, svaraði hann því að hann heföi aldrei gefið vott- orðið og aö þaö væri blátt áfram falsaö. Þessi dæmi eru aigeng. vottoröin eru ýmist svikin út meö ýmsum brögöum eöa þau eru fölsuð. Þegar vottorö eru prentuö frá því fólki sem ekki er nafnkunnugt, þá er þaö eftirtekta vert aö það á venjulega heima langt í burtu það- an sem auglýsingin er prentuð eöa send út, litur svo út að það sé í því skyni aö erfiðara sé aö rannsaka. Samt sem áður var nákvæmlega rannsökuö auglýsing af þessu tagi ekki alls fyrir löngu, og er þetta í skýrslu þeirra sem rannsókninni stjórnuöu: “Fyrsta vottorðið var frá konu; þegar grenslast var eftir, þá var ekki til húsnúmer það sem til var vísað og haföi aldrei verið til. Það sannaðist aö konan hafði aldrei gefið vottorðið af þeirri einföldu áslæðu að hún var ekki til. Það var gersamlega falsað. Annað vottoröið var frá konu. Þegar eg talaði við hana, sagöi hún mér að hún hefði aldrei reynt með- alið sem hún var sögö mæla meö. En kona hefði komið til hennar og boðið henni aÖ láta taka af henni 12 myndir á beztu myndastofu bæj- arins, og þyrfti hún ekkert að borga fyrir þær, aðeins aö leyfa aö mynd- imar væru prentaöar og skrifa nafniö sitt undir bréf. Hún gerði þetta, en hún hafði aldrei verið veik af þeim sjúkdómi, sem til var tekinn í vottorðinu og hún hafði aldrei bragöaö einn ein- asta dropa af meðalinu. Sá næsti sem eg fann var frænd- kona eins eigandans i meðalastofn- uninni. Þegar eg spuröi hana hvort hún hefði tekið meðalið og reynt það, svaraði hún brosandi: “Nei; langt frá; eg veit hvað í því er, þess vegna hefi eg ekki tekið þaö.” Þá kom eg til fjórðu konunnar; hún hafði virkilega notað meðalið: “Eg hafði kvalir”, sagöi hún, “þeg- ar eg byrjaði aö taka það; en þær hurfu; hvenær sem eg hætti að taka það fæ eg kvalirnar aftur, en þær hverfa altaf eftir* 2—3 inntökur; svo þú sérð hvaða undra meðal þetta er.” Eg lét rannsaka meðal- ið og lækni skoða konuna; í meöal- inu var morfín og konan var orðin yfirfallin af morfínfýsn. ' Við nánari rannsókn þessa fé- Iags fann eg þaö út aö spmir sem vottorðin gáfu höfðu þann samn- ing við félagiö að það skyldi borga þeim 25 cents fyrir hvert gott svar sem þeir gæfu mönnum, sem leit- uðu hjá þeim upplýsinga um með- alið. Mrs. Anderson hafði t.d. gef- ið vottorð—þótt hún hefði aldrei verið veik og aldrei reynt meðalið. — 1 vottorðinu var vísað á hana til upplýsinga fyrir þá sem veikir voru og vildu afla sér álits þeirra sem reynt heföu meöaliö. Þeir skrif- uðu Mrs. Anderson og hún svaraði með löngum lofklausum um félag- iö, og fékk svo frá því 25 cent fyr- ir hvert svar, en hún varö auðvit- aö aö sepda svarið til félagsins og þaö sendi það aftur til hlutaðeig- anda. Þannig eru þessir vottorðagjafar látnir vinna aö því aö breiða út lýgi ‘prangaranna. Stórauði er hrúgaö saman af þessum kynjalyfja sölum, og sér- staklega þegar eitthvað er í meöul- unum sem skapar löngun í þau, rétt eins og áfengi. Og það er um að gera að hafa eins mikið af- morfini og ópium í þeim og þorandi er, því þá skapast löngunin og salan helzt. í svo aö segja öllum einkaleyfis lyfjum er áfengi, ópíum, morfín, cocain og önnur deyfilyf, sem skapa löngun. í fyrsta lagi minka öll þessi meðul þrautir, það er að segja þau deyfa tilfinninguna, svo þraut- irnar finnast ekki, blekkja þau þannig og Ieiöa sjúklinginn til þess að trúa því að hann sé á batavegi svo að hann leitar sér ekki lækn- inga fyr en í ótíma, og hins vegar eru þau hættuleg því þau eitra lík- amann og veikla. Það er algengt aö sjúklingur kemur til læknis eftir aö hann hefir verið veikur í margar vikur eða mánuöi og hefir fyrst reynt eitt kynjalyfiö eftir annaö. Eg þekki t.d. marga sjúklinga sem héldu aö þeir hefðu nýrnaveiki og eyddu stórfé til þess aö kaupa “Dodds nýmapillur”, en þaö sem aö þeim gekk var ekkert annað en of lítið vatnsefni í líkamanum og þeir þurftu því ekkert annað en drekka nóg af vatni. Aðrir hafa þjáðst af meltingar- leysi og verið að brúka alls konar svo kölluð uppbyggjandi meöul, t. d. járn, sem eru erfið á melt- ingunni og auka hægðaleysi. Einnig er það algengt að böm hafa vindverki, sem aðeins stafa af óhentugri fæðu, og þeim eru gefin deyfandi—jafnvel eitruð — meðul, en þaö sem veikinni veldur er látið óbreytt og hefir eftir því verri og skaölegri áhrif sem lengra líður. Bömin eru aðeins friöuð til bráða- birgöa meö því aö sljófga tilfinn- ingar þeirra og lifi þeirra stofnað í hættu. Þaö er algengt aö fólk meö tær- ingu reynir alls konar meðul sem talin em áreiöanleg. En allir ættu að vera orðnir svo upplýstir nú orðiö að ekkert meðal er til sem lœknar tœringu, og allar þess kon- ar auglýsingar eru svik og lýgi. F.g þekki iq ára g imlan pilt í norður Englandi sem tók svo kall- að tæringar meðal í sjö mánuði og trúði öllu sem auehst vai um það. E11 honum fór smá versnandi og þegar hann loksiris' lcitaði læknis, var þaö orðið langt of seint. Þetta meðal var kal’.aö “Tuberculozyne”. f auglýsingum sem því fylgir, er byrjað á því aö hræða sjúklinginn á þessari voða veiki, tæringunni, og svo er meö mörgum fögrum orð- um lofað hið undraverða “Tuber- rulozyne” (Youkmans), sem sé mesta kraftaverk aldarinnar og lækni tæringu. , Er það talið svo fullrevnt að þaö hafi verið notað í 20 ár og altaf og alstaðar reynst eins—altaf læknað. “Dr. Derk P. Yonkermans “Tub- eruulozyne” hefir ekki einungis læknað tæringu, held'ur má svo segja að þaö hafi gert kraftaverk” segir auglýsingin frá Dr. Yonker- man. “Það læknar ekki ei.nungis tæringu í byrjun”, segir enn frem- ur, “heldur þegar menn eru langt leiddir og svo að segja fyrir dauð- ans dyrum. Þegar Dr. Yonker- man sagöi frá uppfundingu þessa merkilega meðals, þá voru menn tregir til að trúa að það gerði alt sem því var eignað. En hann hafði fundið eins konar koparsölt, sem höfðu ótrúleg læknandi áhrif; með- alið var reynt og rannsakað á al'.a vegu með mestu nákvæmni og reyndist eins og sagt hefir verið. Tæringargerilhnn lifir ekki þar sem kopar er, og meö því aö “Tuber- culozyne” flytflT kopar inn í blóð- ið, þá geta tæringargerlarnir ekki lifað.” Sjúklingar fengu bréf eftir bréf, þar sem þeir voru fastlega eggjað- ir á að halda áfram meö meðalið fyrir $10 á mánuði. Tvö glös eru þeim send fyrir $10, en efnið í þau kostaði alls 5 cent. í öðru glasinu var alls enginn kopar, heldur sódi, glycerine og hóstadeyfandi meðal, litur og vatn. I hinu glasinu var svo litiö af kopar aö tæplega var hægt að finna þaö, en mestmegnis var i því brendur sykur, glycerine og vatn. Yonkerman hefir aldrei tekiö læknispróf, en hann er útskrifaður hestalæknir. Hann er einhver ó- svífnasti erkilygari í auglýsingum sínum og einhver hættulegasti fjárdráttamaöur sem sögur fara af. 4MeðaI er selt, sem kallast “Mrs. \Vinslows Soothing Syrup”; á það að vera við tanntöku; þaö á aö eyða illri bólgu, taka burt sársauka og krampa og halda hægðunum reglu- 'egum. “Vér höfum búið þetta meðal til í 60 ár” segir auglýsingin, “og getum vér sagt um það það sem ekki er hægt að segja um nokk- urt annað meðal, að aldrei hefir það komið fyrir að það hafi ekki lœkit- að, þegar það var notað strax.” Fyrir skömmu var þetta meðal rannsakað og fanst þaö þá aö i því mar morfín—hættulegasta meðal og skaðlegasta sem hægt er aö gefa bömúm. Lögin bönnuðu þvi aö búa þetta meðal til eins og það var og var morfínið tekið burt, en salt lát- ið i þess stað. Það hefir sannast aö þess konar meðul sem þetta, hafa oft verið bein orsök i dauöa barna og unglinga. Sum þessara einkáleyfis meöala hafa afarmikið af áfengi, alt upp í 45% °& er þa® nærri því eins sterkt og brennivin. ág hefi fyrir framan mig prufu af 72 einkaleyf- is meöulum, og er ekki i einu ein- asta þeirra minna en 20% af áfengi. Eg þekki menn sem blátt áfram kaupa þessi svikameðul bara fyrir áfengið sem í þeim er. Fjöldi manna hefir vanist á áfengi og orð- ið drykkjumenn, einmitt fyrir þetta. í mörgum einkaleyfismeöulum er heilmikið af koltjöru, og er hún afar hættuleg fyrir hjartað; marg- ir eiga hjartveiki sina að rekja þann:g til einkaleyfismeða’a. Kol- tjara veiklar hjartað og lamar það, en hún er í stórum sti! í stimum þessara kynjalvfja. Meðal er t.d. kallað “Capudine”, sem á að lækna höfuðverk, taugagigt og taugaverki. i því er áttundi partur tek'ð úr kol- tjöruefni i hverjum skamti. og sjö- undi partur er tekiö af sama efni í hverjum skamti af meöali sem kallað er “Hoffmans Harmless Headach Powder”. Meðal sem kal’að er “Daisy Powder” er sagt að sé laust við öll skaðleg efni, en í því er e:nn áttundi parturinn úr teskeið af koltjöruefni í hverjum skamti. Þá eru rafmagns beltin, svoköll- uð; þau eru eitthvert finasta fjár- dráttar meðal, sem þekst hefir, og jafnframt einskis verðust. Marg- ir borga svo hundruðum dollara skiftir fyrir þetta gagnslapsa gling- ur i þeirri trú að þvi fylgi krafta- verk. Fólk athugar það ekki að meðul eru oft alveg óþörf þótt það sé veikt —alveg óþörf og jafnvel skaðleg. Það þarf oft og einatt ekkert ann- að en heil ráö til þess aö breyta lifnaðar eða matarhætti. Það er satt að margir eru svo skammsýnir að þeir álita að lækn- irinn geri ekki skyldu sina nema þvi að eins að hann gefi meðal, hvort sem þess þarf eða^ekki. En slikt er heimska; aðal köllun læknanna nú á dögum er ekki að gefa meðul, heldur ráð. Póstpantanir á meðulum eru al- gengar og flestar frá Toronto. Meðal af þvi tagi, sem alt lækna, kosta venjulega $3.0o, stundum $5.00; en þegar sendingin kemur þarf kaupandi að borga 90 cent á hverja $3.00. Þess þykir rétt að geta að einka- leyfismeðul eru til sem mæla má með. En það sem hér er haldið fram er það að lyfseðill skuli fylgja öllum meðulum sem seld eru, til þess að opinbert sé hvað i þeim er og ekki hægt aö svikja, hvorki aö verði né efni.” Þessi grein er að mestu þýdd úr Heilbrigðisriti, sem gefið er út af heilbrlgðis félagi Canada ríkis, prentaö í Toronto í desember 1912 og er höfundurinn Dr. A. W. Wakeíield M.A. M.D.; B.C. M.R. C.S.; L.R.C.P. GUÐBJÖRG JÓNASDÓTTIR Fædd 14. maí 1853. Dáin 26. marz 1916. I. Eins og getið var um í seinasta blaði, lézt Guðbjörg kona Odd- bjamar Magnússonar að heimili sínu aö Toronto stræti hér í borg- inni, þann 26. marz s!.. Haföi hún lengi verið heilsuveil og legið rúm- föst af og til í vetur. Hjartasjúk- dómur þjáði hana mest, enda varð hann henni loks að bana. Guðbjörg sál. var fædd 14. maí 1853 að Orra- stöðum í Ásum í Húnaþingi. Hún var dóttir merkisbóndans Jónasar Erlendssonar og konu hans Helgu Jónsdóttir. Bjuggu þau hjón lengst af á Tindum í sömu sveit og þar ólst Guðbjörg upp til fullorðins aldurs. Árið 1887 giftist hún eft- irlifandi rrlanni sínum og fluttist ári síöar ásamt honum frá Tindum og hingað vestur til Winnipeg, hafa þau ávalt síðan átt heimili sitt hér. Þau eignuðust saman 4 börn, af hverjum að eins e!tt er á Mi, stúlka Sigríður að nafni, komin yfir tví- tugt. Tvö önnur dóu fullorðin, Gróa, gift kona, og piltur, Sigurð- ur að nafni, að tvítugu kominn. Það má með sanni segja að Guð- björg sál. var ein meðal vorra merk- ustu kvenna, bæði hér vestan hafs og austan. Hún var bráðgáfuð kona, ágætlega vel að sér, bæði til munns og handa, skarpgerð, dugleg og kjarkgóð hvað sem á reyndi. En þó var mest varið i hennar kærleiks- ríka og góða hjartalag og brjóst- gæði .við alla þá sem bágt áttu, því hún gat vist ekkert aumt séð, enda eignaðist hún fjölmarga vini, sem nú munu sakna hennar sárt og blessa og heiðra minningu hennar. Ekkillinn biður blaðið svo vel gera að færa öllum þeim vinum þakklæti, sem heiðruöu minningu hennar meö nærveru sinni við út- förina, sem og blómgjöfum og ann- ari hluttekn ngu í sorgarkjörum hans við þetta tækifæri. Blessuð sé minning hennar. II. Þá sumri hallar, hausta fer og harðna veðrin taka, æ þjáðum hvíldin þekkust er, svo þreyttur að beði hallar sér, sá dyggur Iengi er búinn var aö vaka. Þú valinkunna vina mín sem við oss hlaust að skilja, hér sáran margir sakna þín, já, sakna þar til æfin dvín, en mögla ei tjáir móti drottins vilja. í striði lífs þú stóðst með dáö og stökum andans þrótti. Þú treystir á alvalds ást og náö og alt þ:tt honum faldir ráð, af dauðanum því enginn stóð þér ótti. Þig enginn heldur æðrast sá þótt andkul heimsins næddi, S ð 1 8 K I », 8 6 L, S K I N. * og hann sagði þeim aö blettimir þeirra hlytu að verða fjarska fall- egir, þegar kæmi fram á sumarið og blómin færu að vaxa þar. Og hann sagði þeim að eftir því sem þau undirbyggju blettina sína bet- ur og vökvuðu þá og gættu þeirra, eftir því yrðu þeir fallegri og blóm- legri. Þið sjáið hvað þau eru ánægju- leg, hvert í sínu lagi. Sólskin segir ykkur í sumar hvernig blettimir þeirra líat út. Bókargaldur. Leikurinn sem hér fer á eftir er mjög skrítinn. Allir sem ekki skilja hann verða alveg hissa á honum. Hann er svona. Þú biður einhvern að taka bók og opna hana einhversstaðar, kjósa sér eitthvert orð í 1. níu línunum á blaðsíðunni og hafa orðið ekki aft- ar en það níunda í línunni. svo á hann aö taka eftir blaösíðutölunni og margfalda hana með 10; við út- komuna á hann aö leggja 25 og línunúmerið. Það sem þá kemur út á að margfalda með 10 og leggja orðnúmerið við útkomuna. Láttu hann svo fá þér bókina og blað þar *em hann hefir skrifaö á töluna, sem hann fékk út seinast, þú lest töluna, þykist vera að hugsa þig um stundarkorn, svo opnar þú bókina og lest orðið sem hann hefir kosið sér. Þetta þykir manninum fjarska skrítið; en þú þarft ekkert annaö en aö draga í huganum 250 frá töl- unni sem skrifuð var á blaðið. Seinasti tölustafurinn táknar orö- númerið á línunni, annar tölustaf- urinn aö aftan táknar línunúmeriö og þaö sem eftir er táknar blaðsíðu töluna. Setjum svo að maðurinn hefði kosið fimta orðið í níundu línu á áttugustu og fjórðu blaðsíðu. Þá yrði það svona: 84X10=840 840X25X9=874 874X10=8740 8740X 5=8745 8745—250=8495. Þegar þessi tala er tekin í sund- ur, eins og talað var um, koma 84, 9 °S 5! 5 táknar fimta orðið; 9 tákna níundu línuna og 84 tákna áttugustu og fjórðu blaðsíðuna. Maðurinn hefir því flett upp 84. blaðsíðu og hugsað sér fimta orðið i níundu línunni. Galdrahnútur. Taktu vasaklút eða snærisspotta og hnýttu á hann hnút þannig aö taka sinni hendi í hvorn enda og sleppa hvorugum endanum fyr en hnúturinn er kominn á. Þetta geturðu rtieð þvi aö “halda að þér höndunum”, sem kallað er, áður en þú tekur í homin á klútn- um eða endana á snærinu. Þegar þú hefir þannig tekið í endana. kemur hnúturinn á sjálfkrafa ef þú tekur sundur handleggina. Silver Bay, 10. marz 1916. Heiðraði, kæri ritstjóri Sólskins og Lögbergs. Eg ætla aö reyna að myndast viö aö skrifa svolitla sögu í Sólskin, eins og eg sé aö mörg böm gera á minum aldri og yngri. Fyrir þrem ámm fanst mér eg standa einmana uppi í heiminum. Mamma kvaddi mig, hún var að fara á hospítailð, dauðveik. Eg spurði hana hvenær hún ætlaði aö koma aftur. Hún sagöi: “Þegar guð vill”, meö fleiru sem hún sagöi við mig, eg horfði eins lengi á eftir henni og eg gat. Eg ætla ekki að láta hér allar tilfinningar í ljósi því viðvíkjandi. Eg fór út i skóg að leika mér við náttúruna, sem þá var að vakna af vetrardvalanum. Eg vil ráðleggja ykkur, kæru Sól- skinsbörn, að leika ykkur við nátt- úruna þegar illa liggur á ykkur.— Jæja, mamma kom heim aftur eftir fimm vikur. Dr. B. J. Brandson læknaði hana, og hefir hún ekki fundið til nokkurs meins síðan, og gaf henni upp alla skulidna, eins og ekki er óvanalegt af þeim heið- ur§manni. Fyrir þetta hefi eg heyrt hana óska honum alls góös, 0g ekki einasta honum, heldur og hans í þriðja og fjórða lið. Svo að endingu ætla eg aö segja eitthvað ósköp gott um þig fyrir Sólskin, sem mér þykir svo ósköp vænt um. En mamma segir að eg þurfi þess ekki, því bæöi Sólskin og önnur málefni sem þú ræðir um, tali fyrir sig sjálf. Með beztu óskum til þín og allra Sólskinsbarnanna. Laurens Asmundson. Gimli, 3. marz 1916. Kæri ritstjóri Lögbergs. Eg þakka þér fyrir fallega kvæð- ið, sem Lögberg flutti okkur í gær, eg er nú aö læra þaö, og ætla aö flytja það á opnum barnatsúku fundi, sem verður haldinn á miö- vikudaginn 8. marz hér á Gimli. Mér þykir vænt um Sólskins- blaöiö og eg óska aö það geti flutt sólskin til allra bama, því þaö æru svo mörg börn sem lítið sólskin hafa. Meö vinsemd. Margaret Peturson. St. Adelaide, 16. marz 1916. Kæri ritstjóri Sóisklns. Eg á þrjá bræður, og viö syst- urnar erum fjórar. Eg á eina brúðu, sem mamma min gaf mér á jólunum, og yngsti bróöir minn bjó til rúm, sem brúðan sefur í á hverri nóttu. Bróðir minn sem bjó til rúmið er tólf ára gamall, en eg er 9 ára gömul. Unnur Sigurlaug Johnson. JÓLAVÍSA. Nú er blíð náðartíö nálgast jól; kristinn lýö kætir fríö kærleikssól. Guð lát flóa gleðitár, gef að þróist farsælt ár og lát gróa öll vor sár öll vor sár. 5. Holar, Sask., 25. marz 1916. Kæri ritstjóri Sólskins. Eg þakka þér fyrir litla Sól- skinsblaðið okkar, sem mér þykir svo gaman að lesa. Eg hlakka til þegar sumariö kemur, vona eg að þaö verði bráðum. Þá fer eg aö ganga á skóla, því hann á aö byrja þriðja apríl. Eg hugsa að þetta sé ekki rétt stafað, svo eg ætla að biðja þig að Iaga það og láta þaö í Sól- skinið, ef þú vilt gera svo vel. Veð viröingu. l’orlákur B. Arford, II ára. VOR. J?egar blessuð blómin smá brosa sólskins fögur, út um hæðir hleyp eg þá, heyri fossinn, gil og á segja margar sögur. Bjargið og lœkurinn. I norðrinu kalda um kletta þröng sér kiðaði lækur og mjúkt hann söng. Hann liðlega henti sér brún af brún og blíðlega kvaö sína frelsis rún. En bjargið, það laut yfir lækinn smá og langaði’ að vita um ferð hans þá: “Þú kemst ei um gljúfrið svo kynja*hátt, Svo kafnarðu’ í sandinum smátt og smátt.” En lækurinn sorglegur leið af staö og laumaðist niður um gljúfriö þaö. í tárum hann vökvaði bergsins brún og blíölega söng sína frelsis rún: “Þú hlær að mér, berg mitt, en heyrðu mér, ég held að ég komist nú fyrir þér, því dropinn fær holaö,—já, harðan klett, ég hef það með tímanum. — Ekki rétt?” Sem bergið, er kórónað vanans vald aö virða það, ber með sér synda gjald. Sem lækurinn, frelsið sér brýtur braut og bugar með tímanum hverja þraut. —S. B. þér trúarljósin lýstu há, er ljómuðu vonar himni frá, og sigurfögnuð sálar þinnar glæddi. Þú aldrei varst að verki sein að veita liðsemd þjáðum, þín önd var frjáls og eðlishrein, sem allra vildi græða mein, hér fáa líka fann eg þér að dáðum. Þitt glaða bros, þitt gáfna skraut, oft gerði hrygðum eyða, þíns mikla punds hér margur naut er með þér gekk á lífsins braut, því allra jafnt þú götu vildir greiða. Þinn ektamaki og elskaö jóö, sem unna þér af hjarta, nú saknaðs bera sáran móð, því sjá—í gegnum táraflóð,— að slokkið er þeirra leiðarljósið bjarta. En sorgarskýjum svifar frá og sefast beizkur kvíði, því lífsins fagra landi á þig lifa nú í anda sjá, þars lokið allri lífs er þraut og striði. Vor kæra systir farðu í frið, þann friö sem aldrei þrýtur, þig kærleiksherrann kannast við, því kostgæfin hans ræktir sið, þín sál að launum sigurkr^nsinn hlýtur. S. J. Jóhannesson. Skýrslum neitað. (Úr “Forest Free Press”, Ontario) “Vér sögðum nýlega að alvarlegt ranglæti ætti sér stað gagnvart bændunum í Canada með því að auka skatt á akuryrkjuverkfærum og jafnframt að eggja þá á að auka framleiðslu og uppskeru. Þessi tollur er í tvennum skiln- ingi ranglátur, af því verkfærafé- lögunum er veittur afsláttur á járni og stáli, sem þeir hafa í áhöld og verkfæri. •Ríkisskýrslurnar 1913 sýna þenn- an afslátt og nemur hann yfir fjög- ur hundruð þúsund dollars' (400,- 000). Það var eins og hér segir: Cockshutt Plow Cou .. $ 22,394 Verity Plow Co............. ^4,441 International Harv. Co. 81,103 Frost & Wood Co......... 12,768 Massey-Harris Co...........161,916 Skýrslur ársins 1914 sýna það að samskonar afsláttur sem akuryrkju verkfærasalar fengu , nam hálfri miljón dollars ("$500,000), en nöfn félaganna voru ekki gefin. Skýrsl- ur ársins 1915 bera meö sér aöra hálfa miljón ("500,000) í afslætti; en þá var nöfnum einnig leynt. Pree Press skrifaði tollmáladeild- inni í Ottawa og bað um nöfn þes's- ara félaga og upphæð afsláttarins, en fékk það svar að slíkar upplýs- ingar væru ekki nú orðið gefnar alþýðu. Þetta er býsna gott ástand í landi, þar sem það á að heita að fólkið stjórni sér sjálft. Ógæfan er sú að einveldi sem stjómað er af auðfélögum, en ekki þjóðþingiö, ræður landinu. Hversu lengi ætlar þjóöin aö líða þaö?” Margt smátt gerir eitt stórt jafnvel þegar um eldspítur er að ræða, þá ættu menn að hafa augun á smámunum. Viðartegundin, gæði brennisteinsins, hversu hægt er að kveikja á þeim EDDY’S ELDSPlTUR eru búnar til úr sterkum hreinum furuviði og svo vel gerðar að í þeim kviknar frábærlega vel. Eddys eld- spítur hafa verið til sölu í sextíu og fimm ár það er því ekki að undra þó þetta félag kunni að búa til eldspít- ur. Það er altaf óhætt að reiða sig á vörur sem Eddy félagið býr til. \ /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.