Lögberg - 13.04.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.04.1916, Blaðsíða 2
2 LOGBERG, FIMTUDAGINN13. AFRfL 1916. B ROT úr Maídrotningu Tennysons. M«ð „Tableau" akýringum I. SÝNINQ. Miðaldra kona, klædd látlausum, dökkum búning, með hvíta mússellns húfu á höfCi, sitjandi & stórum, óbrotnum stól, sýnir móðirina. Ung stúlka, björt og fögur, klædd I ljósleitt músselfn, með langt og þykt hár, sveiflar garðhatti á handlegg sér, stendur við hliðina á stóinum, leggur höndina mjúklega undir kinn móður sinnar og lyftir andliti hennar upp tii sln og horfir glaðlega I augu hennar. Stutt frá stendur Effa litla, á að gizka átta til tlu ára að aldri, klædd i snotur en einföld barnaföt. Maídrotningin. Snemma’ í fyrramálið, mamma, mundu, kæra’, að vekja mig, því á morgun skærust skína 8krautblóm fram með ársins stig. Ársins bjarta bezti dagur blíðan unað færir þá, því hin mæra Maídrotning, mamma kær, eg verða á. Mörg þótt augun bláu bliki bjartast sagt er ljómi mín. — Magga, Kata, Marja’ og Lína — margar fleiri’ er æskan skín; samt þær fegurð Lýsu litlu, lýður segir ei þær ná, svo hin mæra Maídrotning, mamma kær, eg verða á. Sætum blundi sef eg, mamma, svo eg vakna eigi má, ef þú hátt ei á mig kallar eygló þegar rís úr sjá; en eg blóma ljósar liljur lesa verð í knýti smá því hin mæra Maídrotning, mamma kær, er verða á. Effa fljótt í fyrramálið fer með mér á skemtistað, og þú mamma, sjálfsagt, sjálfsagt sérð mig gjörða drotning að. Smaladrengi allra átta út á bala líta má — og hin mæra Maídrotning, mamma kær, eg verða á. Svo í fyrramálið, mamma, mundu, kæra’, að vekja mig, því á morgun skærust skína skrautblóm fram með ársins stig. Ársins bjarta bezti dagur blíðan unað færir þá, því hin mæra Maídrotning, mamma kær, eg verða á. II. SÝNING. Föl, ung stúlka, sveipuð hlýjum uliardúk, hallar sér aftur á bak I stórum ruggustól, og spennir greipar. Svipur hennar er mjög sorgþrunginn, en alls ekki bljúgur. Hún horfir þreytulega til móður sinnar, sem stendur og leggur höndina & stólbakið og horfir niður 6. hana, og skln sameinuð sorg og meðaumkvun úr augum hennar. Gamlárskveld. Vakandi’ ef þú verður, mamma, vek mig snemma morgun á svo eg fyrsta sólargeislann sjái’ á nýárs dagsbrún gljá. Hinsta sinn eg ársins unga eygló rísa lít af fold, því af björtum leiðum lífsins lögð eg verð í dimma mold. Síðsta Maí bjartan blómhring bar eg degi glöðum á, hagþorni’ undir út á bala eg var gjörð að drotning þá. Hesliviðs var hvelfing undir hoppað kringum Maístöng — dansað létt unz ljósar stjömur ljómuðu’ yfir skógargöng. pegar blóm mót bleiku ljósi byrja að spretta, mamma, þá mig ei framar særða sérðu sorgarbrautum nætur á. pegar blæs úr þungum bakka þerrisvalinn yfir fold, máske þá sé sælt að sofa svefni löngum niðri’ í mold. óþekk þér eg oft hef verið, en þú fyrirgefur það. Fyrirgefur, mamma milda, mér, sem brátt kveð þennan stað. Gráttu ekki góða mamma, geymdu’ ei sorg við hjartans am; minstu þegar minning klöknar, mamma, þú átt annað bam. Góðar nætur, góða mamma, gleym ei mér um óttustund. Myrkrar nætur má eg vaka, morgunn hvem þó festi blund. Vakandi’ ef þú verður, mamma, vek mig snemma morgunn á, svo eg fyrsta sólargeislann sjái’ á nýárs dagsbrún gljá. III. SÝNING. Veika stúlkan hallar sér aftur & bak I lltinn legu- liekk (loungej. Hún er klædd hvítum hjúp Tlndir höfuðið er hlaðið svæflum. Móðirin situr I stól við höfðalagið, lýtur niður að sjúklingnum og hagræðir honum. Augu veiku stúlkunnar horfa út I fjarska og friðar- og ánægjubros skln & andliti hennar. Effa iitla stendur skamt frá. Niðurlag. Enn eg hjari, lífsins ljósið logar enn, samt bráðum dvín. Úti’ á bölum lífið ljómar — lambajarmur berst til mín. Vel eg man hve drunga dulin dagsbrún ársins sýndist mér, spáði feygð, er fyrri kæmi — fjólan úti þroskuð er. Fanst mér þungt, í fyrstu móðir, fagra sól að skilja við. En nú dvöl mér enn er þyngri — alvalds náð mér sendu lið. Styttist leiðin, lausnin nálgast, — lítil, skammvinn stundarbið. — Presturinn með bljúgum bænum brjósti mínu veitti frið. Já, eg held að nóttin nálgist, nú eg trúi, finn og veit, eftir hana opnast dagur eilífðar í sælureit. — J?ótt í nótt eg síðast sofni sama er, en heyrðu mér Effa, hana hugga’ og gleddu héðan þá eg farin er. Undra kend mig unaðs grípur eftir þennan síðsta dag — friðarraddir fagurt hljóma fyrir handan sólarlag. — Eilíflega, eilíflega öllu sönnu’ og góðu hjá. — Hví að syrgja, hví að gráta hverfulleikans ströndum á? Eilíflega, eilíflega á þeim bjarta sólarvang — aðeins tímans örbið þreyja unz þið komið mitt í fang — hvílast guðs í lífsins ljósi líkt og eg við brjóstin þín — alt hið vonda þá er þrotið — þreytan hvíld við dýrðarsýn. p.p.p. Saga New York. fFramh.'' Eftirmaður hans var Wauter V. Twiller. Er honum lýst þannig: “Hann var 5 fet 8 þumlungar á hæð og s fet 6 þumlungar aö ummáli, höfuðið alveg hnöttótt og svo afskaplega stórt, að móðir náttúra meö sínu takmarkalausa hug-viti, hafði ekki séð sér fært að byggja vanalegan svira fyrir slíkt höfuð, heldur skorðað það á hryggjarliðinn milli herðanna. Fæt- umir vom mjög stuttir og sverir, því þeir höfðu erfiða byrði að bera, búkurinn virtist óeðlelega langur og óvenjulega rúmmikill neðan til. begar hann stóð beinn, þá liktist hann mest öltunnu á planka Hann var sælkeri og seinn að hugsa og þröngsýnn. Sagt er að tveir úr stjómarnefnd félagsins hafi komið honum að sem nýlendustjóra. W. V. Twiller kom til New Amsterdam snemma í apríl 1633. 'Þegar hann sté á land, þá mættu honum milli tvö og þrjú hundruð af hans eigin landsmönn- um, auk Indiána. Karlmenn klæddir heima tilbúnum skirtum og setulöngum, gráum stuttbuxum; kvenfólkið í stuttum kjólum. Fatn- aður þess slitinn og óhreinn. Twill- er settist að í virki Hollendinga. Eftir stuttan tíma lenti hann í deil- um við hina ensku nýlendustjóra Winthrop og Winslow, út af verzl- un og eignarrétti Conneiticut árinn- ar. Höfðu ýmsir sigur i þeim deilum. Þessir voru helztu landnemar á þeim svæðum sem nú tilheyra New York á dögum W. V. Twillers: De Vries kaupir Statan eyjuna, Jacob V. Carleor, Andres Hudds og Wil- fert Gessilsen kaupa alt svæðið þar sem nú er Brooklyn. W. V. .Twiller keyfti Govemors og Blackwell eyj- amar og fleiri eyjar. Allmiklar framfarir voru á dög- um Twillers. Félaginu þótti hann kosta of miklu til bygginga og ann- ara umbóta, jafnvel þótt tekjur þess margfölduðust með hverju ári. Er talið að inntektir félagsins 1635 hafi verið frá Manhattan eyju 40,- 000 í loðskinnum. 1636 var W. V. Twiller vikið frá embætti. Verður ekki annað sagt en að hann reynd- ist betur en nýlendubúar gerðu sér vonir um. Eftirmaður Twillers, Wilhelm Kieft, svarinn inn annan september 1637, liklega sá grimmasti harð- stjóri sem verið hefir í Norður Ameríku. Hann lagði dauðahegn- ingu við óleyfilegri verzlun við Indiána, atvinnumissir og stórsekt- ir við smá afbrotum. Sjálfur var hann dómari og dómnefnd í öllum glæpamálum, þrátt fyrir reglugerð félagsins. Þegar hann hafði komið öllu fyrir eftir sínum eigin geðþótta, þannig að hann var sá æðsti og sá eini dómstóll i nýlendunni, allir meðráðamenn brotnir á bak aftur. Þá byrjaði hann á rannsókn gagn- vart verzlun og öðrum frágangi fyrirrennari hans. Útdráttur úr skýrslu hans: “Virki og byggingar ffélagsins) í mikilli niðumíðslu, skipastóllinn á höfninni að fúna niður, ein mylna brúkleg, enginn leiguliði á búgörðum félagsins, grip- ir jæir sem þar áttu að vera seldir eða teknir burt af Van Twiller. Óþrifnaður og óregla meðal ný- lendubúa. Það sem verst er af öllu, ólögleg verzlun við Indiána meðal allra jafnt.” Nú byrjaði hann að semja lög, sem áttu að fyrirbyggja alt brotlegt. Ekkert mátti flytja út án leyfis stjómarinnar, enginn mátti verzla í nýlendum Hollend- inga án leyfis. Sjómenn máttu ekki vera á landi eftir sólsetur. Engir samningar voru löglegir nema þeir væm dregnir upp af nýlenduskrifara. Eru hér aðeins tilfærð nokkur atriði af öUum þeim boðskap. Eins eg geta má nærri hafði þessi löggjöf mjög slæmar afleiðingar, lagabrot vom framin, og mörgum varpað í fang- elsi og líflátsdómar alltíðir. Svíar gera tilraun til að stofna nýlendu í Ameríku. Peter Minuit sem áður var nýlendustjóri, gerist foringi fyrir Kristínu drotningu Svía. Sendiboði flytur Kief tíð- indin, um komu Peter Minuit, Kieft fyrirbýður landnámið. Minuit sinnir því, engu nema svárar að- eins: “Drotningin hefir hér eins mikinn rétt og þú sjálfur”. Minnit bygði tvö virki og hélt áfram landnámi í nafni Kristínar drotningar. Kieft hefir víst haft mörgu að sinna á þessum timum og ekki þóst vera sem fastastur í sætinu. Nú átti hann í endalaus- um ófriði við Indiána og beitti við þá mikilli grimd. Kom þar að lok- um að margir Indiána flokkar gerðu uppreist á móti honum, urðu J þeir 1500 saman á móti 250 hvítra I manna. Kieft lét drepa jafnvel þá Indiána sem vinveittir voru. Milli fimm og sex hundruð Indiánar voru teknir óvörum, þar sem þeir gátu engri vörn komið fyrir sig. Voru þeir drepnir með eldi og sverðum, menn og konur og böm. Þannig lét Kieft drepa átta hund- ruð á stuttum tíma. Margar bæn- arskrár voru sendar til Amsterdam, þar sem sýnt var fram á grimd og Íagaleysi Kiefts. Þeim var ekki svarað fyrst lengi. Þar til vorið j 1645, þá var send bænarskrá og jafnframt hótun um að Hollending- ar ætluðu að gera samtök og yfir- gefa nýlenduna, nema því aðeins að Wilhelm Kieft væri vikið frá völdum. Var hann þá kallaður be m, eftir sjö ára blóöuga hárð- stjórn. Kieft druknaði á leið til Hollands. Þegar hans er minst að síðustu, er rétt að geta þess góða sem hann gerði til þess að leggja það á vog- ina á móti hinu illa, sem hann að- hafðist. Hann gerði mikið til þess að prýða eyjuna Manhattan og gera hana byggilegri; hann lét gera göt- umar beinar og samdi lög til þess að heilbrigðisreglum væri betur hlýtt; hann lét mæla út aldingarða og ávaxta og hvatti aðra til þess að gera það sama; hann gerði við virkin og opinberar byggingar. 1642 bygði hann afarstórt kastala- hús úr steini, er síðar var gert að bæjarráðshöll, og byggingar lét hann einnig reisa handa verka- mönnum félagsins. Voru þær þannig gerðar að þær bæði prýddu bæinn og veittu honum fegri svip þegar tímar liðu fram. Hann byrjaði á að byggja stóra steinkirkju, og nálega lauk við hana. Hinn siðasti stjómari Hollend- inga, Petur Stugvesand, kom til New Amsterdam 11. maí 1647. Var hann prestson, en var þó alinn upp sem hermaður. Hafði hann lengi verið í þjónustu West India félags- ins í Suður Ameríku og landstjóri 1 Carocoa nýlendu, og átt þar i bar- uogum við ýmsa þjóðflokka. Er nonum lyst sem miklum vitsmuna manni og atkvæðamiklum höfð- mgja; einveldissinnuðum að eðli og uppeldi. Hefir honum í spaugi ver- íð ,ikt við Rússakeisara, sem hvorki sýndi vægð ne tilslökun. Látbragð hans bg framkoma var eins og hann væri konungur. Þegar hann sté é land í New York og tók við em- bætti tuttugasta og sjöunda maí, let hann fólkið standa berhöfð- aö í meira en klukkustund en hafði hattinn á höí&Ttu sjálfur. “Eg stjórRa minu fólki eins og faðir bömum sínum”, er haft eftir honum. Þó hefir víst fljótlega minkað um föðurlega sanngirni, þvi i annað skifti segir hann mönnum, sem orðið höfðu fyrir ranglátum dómum: “Ef eg tryði því að þessu máli yrði skotið til hæsta réttar, þá léti eg hengja ykkur á hæsta tré sem fyndist í New Netherland”. Skömmu eftir að hann tók við stjóm nýlendunnar, kallaði hann niu menn sér til aðstoðar, lét svo útbúa skip með þjónum og her- mönnum. Sigldi svo til Connecti- cut, kom til höfuðstaðarins Hart- ford eftir fjóra daga og settist á ráðstefnu með nýlendustjóra Eng- lendinga Winttrop, til þess að ræða um landamerkjamál og ágreinings- mál Indiána, um strokna svertingja og fleira. Það er eftirtekta vert, að hann var sá fyrsti af nýlendu- stjórum Hollendinga, sem ráðfærði sig við Englendinga. Honum varð fljótlega ljóst að hans eigin lands- menn litu ekki á þessa aðferð með velþóknun. Var honum bmgðið um að hann Ieitaði sér styrktar hjá Englendingum frekar en hjá sin- um eigin landsmönnum. “Getur það vel satt verið”, bæt:r einn sagn- ritari við, “þvi hinir einvaldssinn- uðu Englendingar voru miklu nær skapi rikisstjórans en hinir lýðveld- issinnuðu Hollendingar”. Englend'ngar höfðu látið nýlendu Hollendinga að mestu afskiftalausa til þessa tíma. Nú risu þeir upp litlu síðar, og Hollendingar missa algjörlega fótfestu á austurströnd Ameríku. Miklum tíðindum þótti það sæta að New Amsterdam vom veitt bæjarréttindi 1652. Var þar viðhaft að miklu leyti sama fyrir- komulag og það sem samið var fyrir Amsterdam á 13. og 14. öld. Þjóðkjömir fjórir bæjarstjórar og 36 umráðamenn. Stugvestant lýsti því yfir að hann hefði sama vald og áður, og í stað þess að láta fólkið sjálft útnefna og kjósa í bæjarstjórn, útnefndi hann þá menn alla sjálfur ög sagði þeim hinum sömu að hann mundi stjóma fundum þeirra og ráða mál- um þeirra (til úrslita), þegar hon- um virtist þess þurfa með. Þetta voru réttindi sem einvalds- stjóranum geðjaðist alls ekki að, og gerði hann alt sem i hans valdi stóð til þess að aftra því að fólkið sýncji nokkur fagnaðar læti. Tveir fyrstu borgarráðsmenn í New Amsterdam, útnefndir af Stugvesant, Arent Van Hattan og Martin Cregiest. Hinn síðari var áhrifamaður í borginni; var hann • yfirmaður bæjar varðliðsins og eigandi fjölsóttrar veitisgastofu rétt á móti skemtigarðinum. Bæjarstjórn þessi átti að hafa eft- iriit með ekkjum og munaðarleys- ingjum. Enginn landsdómur var löglegur nema með þeirra sam- þykki. Þeir voru æðsta úrskurðar- vald í öllum almennum málum, bæði í friði og á ófriðartimum. Þeir höfðu umráð yfir og stjórn- uðu fjármálum bæjarins og at- kvæðum. Ekki var hægt að taka fastan neinn borgarbúa fyrir skuid- ir nema því aðeins að það væri gert að þeim viðstöddum. Þeir mynd- uðu einnig borgararétt fyrir al- menn brot og glæpi. Nú voru átta ár liðin frá því Svíarnir bundu hér landfestu í nafni Kristínar drotningar. í júlí 1644 komu skip frá Hollandi að reki Svia tafarlaust frá suður- ánni. Aldrei hafði hann undið bráðari bug að þvi að framkvæma skipun frá Hollandi. Kallarar hans voru sendir í allar áttir til þess að draga saman bæjarbúa og lands- búa. Fimta september sigldu sjö skip vel búin að vopnum og mönnum (700 hermenn) til suðurárinnar. Þar höfðu Svíarnir tvö virki og dá- litla bygð. Hin litlu kastalavitki þeirra hétu “Kristína” og “Þrenn- ing”. Var Kristina þar sem nú er Witmington bær. Komu Hollend- ingar að Þrenningar virkinu og skoruðu á kaftein Schute að gefast upp. Schute bað um frest til sam- tals við nýlendustjóra Risingh. Stugvesant neitaði þeirri beiðni. Schute bað um frest til næsta morg- uns, og var það veitt. Svíamir voru liðfáir og lítt búnir að vopn- um, gáfust þeir því upp án þess að berjast. Þar með var þeirra ný- lendumálum lokið í Ameríku. Þeg- ar þessi mál vom til lykta leidd, kom sendiboði frá New Amster- dam að Indiánar hefðu gert áhlaup. Var sú orsökin að Indiána kona hafði verið drepin, þar sem hún var að stela ávöxtum. Indiánar söfnuðu liði og urðu saman 1900 manns í 64 “canoes”. í dögun 15. sept. 1654 fóra þeir æðandi yfir New Amsterdam, brutust inn í hús og leituðu morðingjans. Bæjar- stjórinn reyndi að friða þá og tókst það um stundar sakir. Yfirgáfu þeir bæinn og héldu til Govemors eyjunnar, en snéru til baka og gerðu áhlaup næstu nótt. Frá íslandi. Látinn er Guðmundur Erlends- son trésmiður á Búðareyri við Seyðisfjörð. hann andaðist 6. janú- ar 59 ára gamall. Einhver “áhorfandi” hefir skrif- að skammaritdóm um leikrit Guð- mundar Kambans “Hadda Padda”; er sá dómur mjög ósanngjam og það versta við hann að höfunrurinn skuli ekki vera nógu hreinlyndur til þess að birta nafn sitt. Hörð deila virðist vera að vakna heima milli andatrúarmanna og ýmsra annara. Hefir Gísli Sveins- son lögmaður ritað snarpa og harð- orða grein tun þær kenningar í blaðið Lögrétta. Ber séra Haraldi Níelssyni það á brýn að hann hafi sagt að Kristur hafi ekki verið ann- að en góður miðlll. Greinin er svæs- is mótmælagrein gegn andatrúnni og harðyrði í þeirra garð, sem henni fylgja. Á móti þeirri grein hefir séra Haraldur aftur skrifað í Lög- réttu ; mótmælir staðhæfingum Gísla og kemur með vottorð margra merkra manna um það að Gisli fari með rangt mál, er hann segir séra Harald Ni- elsson kalla Krist aðeins miðil. Hætt er við að þessar deilur standi yfir nokkuð lengi því báðir eru menn- imir sérlega kappgjarnir og báðir mjög færir rithöfunrar. 1 Lárus H. Bjamason flutti ný- lega fyrirlestur, er hann kallaði “Maður og kona”. Var hann um lagalega afstöðu kvenna og karla hvers til annars, og sérstaklega í hjónabandi. Tók hann það fram hversu mikill munur þar væri gerð- ur karls og konu. Þá mintist hann ítarlega á ranglæti löggjafarinnar að því er óskiilgetin böm snerti og kvað það einn hinn svartasta blett þjóðanna hvernig saklaus böm væra látin líða—og þeim bókstaflega hegnt fyrir svokallaðar yfirsjónir foreldranna. Fyrirlesturinn var bæði fróðlegur, nytsamur og skemtiegur, eftir því er Lögrétta segir. Háskólahátíð héldu nemendur og kennarar háskólans 7. marz. Hafa þeir stofnað félag í skólanum til gleði og skemtunar og er svo til ætlast að það félag haldi samkomu á hverju ári. Formaður er Gunn- ar Sigurðsson lögfræðisnemi frá Selalæk. “Þegar Reykjavík var 14 vetra” hét fyrirlestur sem séra Jón Helga- son flutti i Reykjavík 5. marz. Lýsti hann bænum í byrjun 19. ald- ar, 14 áram eftir að hann hafði fengið kaupstaðarréttindi. Kvað hann það hafa komið til oröa þá að skíra bæinn eftir konunginum HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum Kristjáni VII. og kalla hann Krist- jánsstað eða Kristjánsborg. Þegar bærinn var 14 ára voru þar aðeins milli 300 og 400 manns. Séra Jón hefir verið að safna ýmsum atrið- um viðvikjandi sögu bæjarins og var fyrirlesturinn því einkar fróð- legur. Kaupfélag Borgfirðinga hefir keypt verzlun Gisla Jónssonar í Borgarnesi. Er það sama verzlun- in sem Brydesverzlun átti; hafði Gísli keypt hana fyrir skömmu. Álafoss verksmiðjan hefir ný- lega fengið nýjan spunameistara frá Noregi; hann heitir K. A. Patterson. Lögrétta segir þá frétt eftir færeyiska blaðinu “Dimmuletting” 8. marz að Hólar hafi strandað skamt frá Skotlandi; en ekki brotn- að mikið og allir menn komist af. 8. marz segja blöðin að tíðin sé hin æskilegasta, stöðug þíða dag og nætur, sólskin og hlýindi. Hlaðafli fyrir suður- og vestur- landi bæði á botnvörpuskipum og þilskipum. Alvarlega er farið að vekja máls á því í Reykjavík að koma þar upp rafmagnsstöð og raflýsa bæinn. Snjóþyngsli svo mikil á Norður- dandi i vetur að menn muna tæpast annað eins. Thor kaupmaður Jensen í Rvík hefir keypt Thorfélagssldpið “Mjölnir”. Maður að nafni Sigurður Jóns- son að Klapparstig xB í Reykjavík, ungur maður og ólcvæntur, dó af slysi 12. marz. Hann var að vinna við grjót uppi í öskjuhlíð, ætlaði hann að ná sprengihylki sem ekki hafði kviknað í upp úr holu úr steini og notaði til þess meitil, en hylkið sprakk meðan hann var að fást við það. Meitillinn lenti í brjósti hans og dó hann eftir stutta stund. Jens Jóhannsson í Reýkjavík lær- 'brotnaði nýlega í vélabát frá Akur- eyri; varð að taka af honum fótinn. Benedikt Þórarinsson kaupmað- ur höfðaði nýlega mál gegn lands- stjóminni fyrir hönd brennivíns- manna út af bannlögunum og tap- aði þvi, sem betur fór og hlaut að verða. “Tíðin er stöðugt hin bezta, logn og sólskin dag eftir dag” segir Lög- rétta 15. marz. Sama dag segir blaðið að afli sé svo mikill fyrir suður- og vestur- landi að menn muni varla annan eins. Guðmundur Magnússon læknir og háskólakennari liggur hættulega veikur; var hann kominn á bataveg en sló niður aftur og var mjög þungt haldinn 15. marz. Það eru gallsteinar sem að honum ganga. Séra Árni Jónsson prestur að Hólmum í Reyðarfirði varð bráð- kvaddur 27. febrúar, 66 ára að alrri. Hann var einn með merkustu mönnum landsins, fæddur og upp- alinn í fátækt, brauzt í gegn um nám á fullorðins aldri og sýndi frá- bæran dugnað í lærdómi. Hann kom til Vesturheims og var um tíma í Quebec, stundaði þar vinnu og nám jöfnum höndum með svo miklum árangri að orð var á gert í enskum blöðum. Síðan hvarf hann heim, las guðfræði og varð einn hinna fremstu presta þjóðarinnar. Uann kom vestur þjóðhátíðarárið, þá hálfþrítugur, og er það Ijósasti votturinn um dugnað hans og gáfur að hann skyldi tafarlaust geta stundað nám og kept við aðra í framandi landi—allslaus. Hann kom heim aftur 1877 og útskrifað- ist af latínuskólanum 1882 með I. einkunn og af prestaskólanum 1884 eipnig með I. einkunn. Árið 1886—91 var hann þing- maður Mýramanna og 1902—1907 þingmaður Norður Þingeyinga. p Séra Árni var tvíkvæntur og era tvö börn hans af fyrra hjónabandi hér vestra, Þuríður og Jón (á læknaskólanum í Winnipeg). Þingmanna efni Heimastjórnar- manna við landskosningarnar eru þessi: H. Hafstein, G. Björnsson landlæknir, Guðjón Guðlaugsson, Briet Bjarnhéðinsdóttir, Ágúst Flygering, Sigurjón Friðjónsson, Jón Einarsson hreppstjóri á Hemra, Pétur Þorsteinsson verkstjóri í Reykjavík, Jósef Bjömsson bóndi á Svarfhóli; Hallgrímur Hallgrims- son hreppstjóri á Rifkelsstöðum, Gunnlaugur Þorsteinsson herpp- stjóri á Kiðjabergi og Hallgrímur Þórarinsson bóndi á Ketilsstöðum. Þeir sem í kjöri verða fvrir hönd stjórnarinnar eru þessir: Einar Arnórsson ráðherra, séra Sigurður Gunnarsson, séra Ólafur Ólafsson og séra Bjöm Þorláks- son, um fleiri ekki víst enn. Af hálfu Sjálfstæðismanna verða þessir: Sigurður Eggerz, Bjöm Kristjánsson, séra Kristinn Daníels1- son; fleiri ekki tilnefndir þegar síðast fréttist. Bændaflokkurinn óákveðinn enn. í nefnd til undirbúnings og framkvæmda viðvíkjandi Flóaáveit- unni hafa þessir verið skipaðir af stjórninni: Jón Þorláksson lands- verkfræðingur, Gísli Sveinsson yf- irdóms lögmaður og Sigurður Sig- urðsson ráðanautur. Á nefndin að leita samninga við bændur í Flóan- um um alt sem til þeirra tekur við- víkjandi áveitumálinu, sérstaklega um hæfilegt endurgjald á landi ef verkið er fræmkvæmt á landsjóðs kostnað; athuga hversu lögnám á jörðum á áveitusvæðum yrði fram- kvæmt; kostnað og áhættu við það; gera tillögur um hversu bygðinni, skiftingu lands, býlastærð og býla- fjölda á áveitusvæðinu, túnstæði og því líku yrði bezt fyrir komið. — fÞessar fréttir eftir “Lögréttu”). Úr bygðum Islendinga. Detroit Harbor, IVis. Hinn 21. febrúar síðastliðinn lézt að heimili sínu hér hin aldraða heiðurskona Hallfríður Oddsdóttir, kona Bárðar Nikulássonar; dauða- mein afleiðingar af influenzu, sem gekk hér allskæð í vetur. Mrs. Nikulásson var fædd aö Fróðhallshól í Oddasókn í Rangár- vallasýslu 10. maí 1833, og var því komin hátt á 83. árið þá hún féll frá. Átta ára gömul fór hún til Helga biskups ,Thordarsen og ólst upp hjá þeim hjónum, var hjá þeim bæði í Laugamesi og Reykjavík, þar til hún hafði tvo um tvítugt. Giftist eftirlifandi manni sínum 30. júní 1873, Þau kjón konu hingað af Eyrarbakka 1887 og hafa lifað hér siðan. Ekki varð þeim bama auðið, en tvö börn tóku þau til fóst- urs og ólu upp, pilt og stúlku; fósturdóttir þeirra dó fyrir 10 eða 12 árum síðan, hún var gift norsk- um manni, en fóstursonurinn lifir hér, velmetinn og hæfur maður. Um hina framliðnu má segja að hún gerði verk sinnar köllunar með trú og dygð; hver gerir betur ? Hún .var fölskvalaus og hreinhjörtuð. “Hreinhjartaðir munu Guð sjá”. Aldan heldur áfram. Stjómin í Ontario hefir lofað því að öll vínsala þar í fylki skuli afnumin 15. september i haust, og skal áfengisbann vera þar frá þeim tíma og þangað til stríðið er á enda, þá á að bera það undir atkvæði fólksins hvort það vilji fá vínsölu aftur eða ekki. Síðustu kosningar þar í fylki voru aðallega um það mál; liberal flokkurinn kom út með algerðu vín- sölubanni, en conservativar voru á móti, og urðu hinir síðarnefndu yf- irsterkari, aðallega vegna þess að Whitney, sem þá var stjómarfor- maður, lá banaleguna og var hon- um og mönnuxn hans hlíft við harðri sókn fyirr þá sök. Rowell leiðtogi liberala er eindreginn vínbanns- maður, og er stefna hans að ná sér svo niðri að hinir þora ekki annað en láta undan.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.