Lögberg - 13.04.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.04.1916, Blaðsíða 4
♦ 31‘ögbci'Q Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd./Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor |. J. VOPNl, Business Manaaer Utanáskrift til blaðsins: TI(E COLUY|8UV PffESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Ucanáskrift ritstjórans: EDITOR L0C3ERC, Box 3172 Winnipeg, tyan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. í bróðerni. Vinur vor Ámi Sveinsson hefir ritað grein í Heimskringlu 30. marz, með yfirskriftinni “Sigur bindindismanna í Manitoba”. Hún er, eins og vænta mátti, vel skrifuð og kurteislega; sting >r þar mjög í stúf við hin óhreinu fingraför rit- 8tjórans. En samt er þessi grein þannig vaxin að hún er villandi, sé hún ekki athuguð. Ami Sveinsson er sá maður sem vér treystum betur öðrum til þess að vera sanngjam, en hann hefir ekki verið það að öllu leyti hér. Núverandi ritstjóri Lögbergs hefir altaf hoft þá skoðun og hefir hana enn, að því aðeins séu málefni góð að þau þoli andmæli og umræður— frjálsar umræður. Og hann hefir þá skoðun að eftir því sem meiri munur sé á tveimur hliðum eins máls, eftir því græði heilbrigða hliðin meira á því að báðar komi fram. Hann hefir flutt marg- ar ræður á opinberum fundum og altaf óskað þess að brennivínsmennimir væru þar staddir til þess að færa fram sín meðmæli til þess að þau kæmu fram í dagsljósið og hægt væri að sýna veikleika þeirra og Ijótleika. pað er skoðun vor að Ámi Sveinsson hafi einn- ig þessa stefnu; hann er svo sanngjam maður að hann getur ekki verið þektur fyrir að þiggja sig- ur þannig fenginn að andmælanda séu slegin vopn úr hendi og vamað hólms. Ámi Sveinsson hefir meiri trú á þeim málum, sem hann annars vill ljá fylgi, en svo að hann telji þeirrar aðferðar þörf ög hann er samvizkusamari maður en svo að hann telji, þá aðferð sér samboðna í virkileika. Setjum sem svo að um eitthvert mál væri að ræða, þar sem ritstjóri Lögbergs og Ámi Sveins- son væru sinn á hvoru máli. Setjum sem svo að allur fjöldi manna teldi skoðun vora óheilnæma, skaðlega og óverjandi, en stefnu Áma heilbrigða og rétta. Setjum sem svo að komið væri á al- mennum fundi, þar sem úr því skyldi skorið með atkvæðum hvor stefnan ætti að ráða; setjum sem svo að vér vildum halda fram málstað vorum áð- ur en málið væri lagt í dóm. Mundi Ámi Svei t •- son þá standa upp og segja sem svo að þetta kæmi ekki til nokkurra mála; sín skoðun væri réí:c, en vor röng; sín væri heilbrigð en vor sjúk; sín væri heillavænleg en vor skaðleg, þess vegna ætti hann einn að njóta málfrelsis en vér að þegja og vera sviftir þeim möguleikum að koma fram með vorar veiku varair? Nei; Iangt frá. Vér þekkjum Áma Sveinsson of vel til þess að vita ekki hver afskifti hans yrðu og hvaða tillögur hann kæmi með. Hann mundi standa upp og brýna það fyrir öllum þingheimi í nafni réttlætis og mannúðar að leyfa oss málfrelsi að jöfnu við sig; það eitt væri samboðið frjáls- hugsandi manni, eins og hann er, og réttlátum manni eins og hann er. En svo mundi hann koma hlífðarlaust og rífa niður til grunna alt það hrófa- tildur, sem vér hefðum reynt að setja upp sem vígi, vorum illa og veika málstað til varnar. (Framh.). Otrúlegt en satt. (Framh.). Svo langt hefir verið farið af hendi þeirra manna, sem fyrir stjórnina voru fulltrúar, að þeir hafa látið búa til kúlur suður í Bandaríkjum og borgað fyrir þær $4.00 og $4.50 hverja, þegar canadiskir borgarar buðust til að selja þær á $3.00 og $4.00. Borgarar þessa lands hafa hálfsoltið að undanfömu sökum atvinnuskorts og samt hafa gæðingar stjómarinnar tekið tugi miljóna dala burtu úr ríkinu, til þess að láta vinna fyrir það annarsstaðar, og þannig svift landsmenn atvinnu þeirri, sem þeir áttu heimting á, og tekið þeirra eígin peninga til þess að borga fyrir hana annars- staðar, miklu hærra verð. Sama stjómin sem bannaði canadiskum bænd- um að selja sína eigin framleiddu vöru til Banda- ríkjanna og lagði við sektir á hvern mæli af komi þangað fluttu — sektir sem hún kallar toll — já, þessi sama stjórn sem vildi þannig hindra viðskifti Canadabóndans og Bandamannsins á kostnað hins fymefnda og þóttist vera hrædd um að náin skifti leiddu til ofmikilla pólitískra áhrifa, hún lætur sér nú vera svo ant um viðskifti við þennan sama Bandamann að hún lætur það viðgangast að brauðið sé tekið frá sveltandi bömum þessa lands og kastað suður fyrir línu. Og engum dettui* í hug að trúa því að það hafi verið af neinum sinnaskiftum. Nei, það var hagur flokksins sem réði í fyrra skiftið á kostnað þjóð- arinnar, og það er hagur flokksins sem réði einn- ig í þetta skifti. pað á vel við að taka hér upp nokkur orð eftir Frank Oliver þingmanni frá Ed- monton í sambandsþinginu 18. janúar 1916. Hon- um farast þannig orð: Vér emm allir á sama máli og ráðherrann um það að nú þurfi á samtökum að halda í þessu LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 13. APRÍL 1916. % heimsstríði. En fólkið í Canada, sem verður að borga brúsann í peningum og blóði, krefst þess af þeim, er nú sem stendur hafa stjómtauma landsins í höndum sér, að meðferð peninganna og ef eg mætti svo segja stjórn á blóði þjóðarinnar, beri vott um ráðvendni og hagsýni frá byrjun til enda, svo að baráttu þeirri er vér nú stöndum í megi lykta sigurvænlega. Af $50,000,000 (fimtíu miljónum) þeim, sem veittar hafa verið nú þegar, hefir að minsta kosti $25,000,000 (tuttugu og fimm miljónir) verið varið til skotfærakaupa, og ef vér reiknum ekki að meira hafi verið borgað en 25% of hátt, þá er það samt $6,000,000 (sex miljónir) eða dálítið meira, sem þjóðin hefir borgað þessum pólitísku vinum stjómarinnar fyrir ekki neitt.” Og Charles Murphy fórust orð í þinghúsinu í Ottawa eins og hér segir 1. janúar 1916: “Svo mörgum sögum hefir verið hvíslað frá eyra til eyra; svo mörgum ákærum hefir verið kastað fram að þögnin þýðir ekkert annað en við- urkenning um sekt; ekkert annað en það að enn hafi ekki það versta verið sagt. Aldrei síðan grundvallarlög ríkisins voru sam- þykt hafa aðrar eins sögur um svik og klæki, f jár- drátt og óráðvendni verið á vörum manna í Canada. pegar einhver vildi fá atvinnu hjá stjórninni við það að búa til hervörur, þá varð hann fyrst að fá settan á sig stimpil flokksfylgis. pví var það að þegar maður að nafni Jones, sem hafði öll tæki til hervörugerða, bað um pöntun og var vísað frá af því ullin á þeim sauð var ekki conservative á litinn, þá fór hann til Bordens sjálfs, en hann vildi ekki veita honum áheym. “Gott og vel” sagði Jones. “Eg hefi öll tæki til að leysa þetta verk vel af hendi fyrir þjóðina þegar henni liggur á; eg loíast til að gera það ódýrara og á styttri tíma og gera það betur en þeir hafa gert, er útnefndir hafa verið. Ef það eru ekki landráð að seinka fyrir hervörugerð með því að fá það í hendur þekkingarlausum og verkfæralausum mönnum í stað þeirra, sem bæði hafa reynslu og áhöld, þá veit eg ekki hvað landráð eru. Verið þér sælir Sir Borden, eg ætla að gefa blöðunum bita.” En Borden var ekki um það að sjá bitann í blöðunum; hann kallaði aftur á Jones og varð það út úr að hann fékk pöntunina. “Fyrsta og helgasta skylda stjórnarinnar” sagði Murþhy, “er að stöðva þessar blóðtökur á þjóðinni í fjármálalegu tilliti. Og það verður gert aðeins með einu—með fullri og óhindraðri rann- sókn. Og sem einn af fulltrúum þjóðar minnar krefst eg þess hér með að rannsókn sé hafin eða leyfð án írekari tafar.” En rannsókninni var neitað. Hvers vegna? (Frh.). Hvert stefnir? Auknar samgöngur og milliferðir frá íslandi hingað og héðan þangað, mundu byggja þá brú yíir hafið, sem lengi hefir verið í smíðum, en skamt komist áleiðis. Og það er einmitt á vissum tímum, sem heppi- legt er að byrja stórkostlegar hreyfingar. Með- vitund þjóðanna sefur svo fast stundum, að engin köll fá vakið hana; aftur er hún á öðrum tímum á milli svefns og vöku og þá þarf ekki nema rétt herzlumuninn til þess að hún rísi upp, nuddi stír- urnar úr augum sér og stígi á fætur. Ekki þarf lengra að fara en lesa einn kafla veraldarsögunnar til þess að sjá að svona er því varið. Stjómarbyltingin á Fraklkandi umskapaði allan heiminn—að minsta kosti Evrópu, áhrifa- öldur hennar brotnuðu á ströndum allra landa— jafnvel íslands og vöktu þjóðimar af svefni. Um þetta atriði þarf engar skýringar, það er viður- kendur sannleikur í sögunni—ekki sögu eins sér- staks lands, heldur í’hinni órituðu sögu þjóða- meðvitundarinnar. En ef atburðimir á Frakklandi kölluðu til * starfs og vöku, þá má nærri geta hver áhrif þau stóru tíðindi, sem nú eru að gerast, hafa með tíð op tíma. Á meðan stríðið stendur yfir vita þjóðimar tæpast hvaðan á sig stendur veðrið; þær gera sér aðeins óljósa grein fyrir því að eifthvað er á seyði; eitthvað er bogið. En þær em alveg eins og maður sem stórslasast alt í einu. Hann finnur ekki svo mjög til sársaukans fyrsta kastið; hold- ið er hálfdautt og tilfinningasljótt í sárum fyrstu augnablikin og hugsunin er svo lömuð að meðvit- undin mókir. En eftir að maðurinn kemur til sjálfs sín fyrir fult og alt, þá vaknar sársaukinn og kvalimar, og þá er ekki svefnvært. Eins verður það með þjóðimar eftir þetta stríð. ' Pær hefja allskonar umbóta byltingar; heimta meiri persónulega hluttöku í stjóm og forstöðu mála en þær hafa haft. pær finna það þá og hafa fengið sönnun fyrir að einvaldsstjórnin, sem hefir ráð á lífi og limum allrar þjóðarinnar er óheil- brigð. pær krefjast fullkominnar þjóðstjórnar. pað verður heitt í veraldarpottinum að afloknu stríðinu; þar vinna margar hendur að kinding- unni, og einmitt sökum þess að öllum verður ant um að ekki sjóði upp úr, verður kröfunum sint. Heimurinn á í vændum meiri framför á næsta áratug en nokkum dreymir um. pjóðameðvitund- in verður svo vakin meðal fólksins sjálfs, að rödd- um hennar verður að hlýða. pær verða svö”há- værar að hvert það eyra sem hygðist að daufheyr- ast mundi springa af ofurafli þeirrar hljóðöldu, sem veltur með heljar þunga frá meðvitunda- djúpi vaknandi þjóðsálar. í öllum Evrópulöndum verða konur settar á bekk með mönnum að því er réttindi snertir. pjóðimar fara sjálfar að búa búi sínu og ráða ráðum sínum, í stað þess að láta fáeina menn gera það á eigin reikning fyrir eigin hagnað. pað verður regluleg stjómbylting í hverju einasta landi í EvrÓþu. Og við lifum það að sjá þetta verða. pessir verða hinir góðu ávextir stríðsins. Og áhrifin berast heim til ættjarðar vorrar, alveg eins og þangað bárust áhrif stjórnarbylt- ingarinnar á Frakklandi. pegar þjóðarmeðvitundin er þannig eins og lifandi kvika; þegar lítið þarf til þess að vekja, þá er um að gera að setja signetið á lakkið—gera það áður en það storknar. Stígum því fyrsta sporið í nýjum samgöngum og nýjum skiftum við bræður vora heima; söfn- um líði og förum heim að ári á voru eigin skipi— þótt það sé leigt til að byrja með. Með slíkri för væri loksins fest önnur uppistaða hinnar lang- þráðu brúar yfir hafið. Með því væri þjóðbrotun- um “stefnt” saman, hingað til hefir þeim meira og minna verið “stefnt” sundur. Og ef séra Bjöm hefði áunnið það með grein sinni að breyta strauma stefnum þeim, sem ráðið hafa í afskiftum Austur- og Vestur-íslendinga hvorra af öðrum, þá væri vel. En það er ekki nóg að stíga fyrsta sporið. Jafnvel þótt þjóðvakning yrði komið á, með því sem hér hefir verið tekið fram og nýir straumar íslenzkra áhrifa leiddir hingað vestur, þá gætl aftur stefnt í sundur, ef ekki væri jáminu haldið heitu. Hér vestra þarf því að koma á fót föstum stofnunum— þjóðstofnunum, sem tryggja fram- tíð íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðemis hér í landi, eins fyllilega og hægt er, til þess vér deyjum að minsta kosti ekki fyr hér, en skapadæg- •ur vort er komið; að vér gerum alt sem í voru valdi stendur til að halcla hér fótfestu sem íslend- ingar, eins lengi og mögulegt er og að vér höfum stigið svo þungt til jarðar að spor sjáist í bjarg- inu, þar sem íslendingurinn stóð, ef það á fyrir honum að liggja að líða hér undir lok. (Frh.) Borgarar Canada. Grein sú sem hér fer á eftir, er þess virði að hún sé ekki einungis lesin, heldur einnig að um hana sé hugsað. Greininni fylgir bréf það er hér fylgir. “Skrifstofa þj óðfélagsrannsóknarnefndarinnar fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta, 3. apríl 1916. Ritstjóri Lögbergs, Winnipeg. Kæri herra: Fyrir nokkrum vikum flutti eg ræðu þá er eg sendi yður á borgarafundi Pólverja í Saskatoon. par sem málefnið snertir þjóðemi og er ekki nákvæmlega í samhljóðan við allar raddir þess- ara tíma, þá datt mér í hug að kaflar úr því væru velkomnir í blað yðar. Vér höfum enn ekki fundið beztu ráð til þessfe að bræða öll þjóðbrotin hér í Canada saman í eina heild, eftir mínum skilningi. Og vér eigum enn eítir að komast að niðurstöðu um það hvaða af- stöðu Canada skuli vera í með tilliti til sambands- ríkisins. * Eftir mínum skilningi er það mjög áríðandi að hin ýmsu þjóðemi þessa lands finni til þess að þau eigi hvert um sig sinn ákveðna þátt í því að byggja upp þetta þjóðfélag og þetta land. Um leið og eg sendi yður þessar línur leyfi eg mér að draga athygli yðar að stofnun þjóðfélags- nefndarinnar. Vænti eg þess að með þessari nefnd verði auðið að fá greinilegri skýrslur og upp- lýsingar um þjóðfélags ásigkomulag vor á meðal. Vér óskum eftir samvinnu sem allra flestra borgara landsins. Yðar einlægur. J. S. Woodsworth. Skrifstofustjóri í þjóðfélags rannsóknamefndinni. Hér er ræðan. “Romanus sum” — eða, “eg er rómverskur borgari” var orðtak þeirra sem því láni áttu að ' 'fagna að heyra til hinu heimsfræga rómverska ríki. “Eg er canadiskur borgari”—hvað þýðir það? Hvað er meint með því? Er eg stoltur af því? Kunna böm mín að meta borgararétt þann, sem eg eftir læt þeim ? * Pegar eg var drengur, var þessi setning ekki til. Hugmyndin var ekki fædd. Sumir skóla-' bræður mínir voru enskir, og þeir létu ekki þurfa að spyrja sig að því tvisvar hverrar þjóðar þeir væru. Aðrir voru skozkir og þeir voru stoltir af því. Enn aðrir voru írskir, og þeir voru reiðubún- % ir að verja það gegn öllum heiminum. Við hinir vorum dálítið illa staddir. Við gátum ekki haldið því fram að við værum neitt sérstakt—við vorum svo sem ekki neitt, því við vorum fæddir í Ontario. Satt er það að forfeður okkar höfðu verið enskir, og við vorum stoltir af því; en þegar ensku pilt- amir héldu því fram að við værum ekki sannir Englendingar, þá vissum við eiginlega ekki hvað við áttum að gera af okkur; við gátum ekkert sagt —loksins hertum við upp hugann eftir stundar umhugsun og hugarkvalir og sögðumst vera al- veg eins góðir og hinir, hvað sem um það væri. En tímarnir breytast og mennirnir með. Cana- disku skóladrengimir skoða sig nú orðið virikilega canadiska, og ér þeim nú hætt við að líta niður á böm innfluttra Canadamanna, sérstaklega þeirra, sem þeir kalla “útlendinga”. pessi breyting hefir það í för með sér að stórkostleg -breyting hefir átt sér stað í voru canadiska þjóðlífi. pjóðemis- meðvitund hefir vaknað; ný þjóð er í fæðingu. W THE DOMINION BANK au BUIMJND B. 08I.U, M. F, Free W. D. MAITHIWV Tll. Fom C. A. BOGERT, Generml Mmnagnr. Borgaður liöfuðstóll.............. Varasjóður og óskiftur ábati .. ., SPARISJÓBSDEIT.D $6.000.000 $7,300,000 er ein deildin I öllum útibúum bankans. J>ar má úvaxta $1.00 eða meira. Vajialegir vextir greiddlr. pað er óhultur og þægilegur geymslustaður fyrir spari- skildinga yðar. Notre Dame Branch—W. M. HAMH/TON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BURGER, Manager. pegar vér komum saman, mælum vér öll með eldmóði fyr- ir minni “Canada”. En hvað er Canada ? Ræðumenn vorir byrja vana- lega með því að telja upp auðæfi landsins og víðáttu þess. “Can- ada nær frá hafi til hafs og frá “ánni” til enda jarðarinnaI,,, segja þeir; þar eru ágætar hafn- ir, stórir skógar, frjósamir dal- ir, straumharðar ár, stór vötn með eyjaWösum, víðáttumiklar sléttur og himinhá fjöll. Innan takmarka Canada getum vér farið frá vínberjatrjánum og aldingörðunum syðra, eftir fögr- um engjum og haga og frjóum kornökrum til risavaxinna og víð áttumikilla furuskóga og auð- ugra náma nyrðra. Já, Canada hafir alt þetta, en það er ekki Canada! Vér skoðum sögu Canada. Vér h’ugsum um Indíánana’sem réru skinnbátum sínum eftir ánum eða reikuðu um sléttum- ar. Vér hugsum um frönsku landleitarmennina — hina harð- fengu æfintýramenn og frum- herja. Vér sjáum þá í anda þegar þeir réðust inn í veglaus- ar eyðimerkumar. Vér hugsum um ensku frumbyggjana — mennina sem hjuggu rjóðrin í frumskóginn til þess að byggja þar heimili sín. Vér hugsum um hina trúu sambandssinna (Loyalista), sem brutust áfram norður í óbygt brezkt land til þess að halda við og varðveita frelsi sitt og helgar minningar. Vér sjáum frumbyggjana í huga vorum, frumbyggjana sem með stöku hugrekki og sjálfsafneit- un ruddu sér braut norður í óbygðir. Vér hugsum um hinar fjölmennu og mörgu fylkingar innflytjenda sem komið hafa hingað í síðari tíð—fólk frá ýmsum löndum og ýmsum þjóð- ernum, sem alt hefir átt sinn þátt í því að byggja land vort og skapa þjóð vora. pessir síð- ari innflytjendur hafa ekki rétt frumbyggjanna, ekki rétt her- takendanna—þeir taka með oss sinn skerf í hinum hærri rétt- indum, sem því heyrir til að skapa þjóð. Vér berum virðingu fyrir og þökkum öllum þeim sem til þess hafa hjálpað að leggja grund- völlinn að þjóðlífi voru. En 'Canada er ekki ‘einstæð- ingur í heiminum. Allir cana- diskir borgarar eru nú brezkir borgarar. Vér bendum með gleði á stöðu vora í alríkinu. Vér gerum það ekki einungis vegna vors sögulega sambands eða ein- ungis af hagnaðar hugsun, held- ur vegna þess að brezkar hug- myndir eru vorar hugmyndir. Og vér væntum þess að geta lagt til vorn skerf til þess að koma þeim hugmyndum í virki- lega framkvæmd. Brezkar hugmyndir eru hug- myndir frelsis, heimastjómar, sameining anda fremur en 6- hagganlegs fyrirkomulags. Sam- bands fáninn sjálfur er myndað- ur af þrem fánum; hann táknar samband margra þjóða. Brezka ríkið heldur ekki fram undirokun, heldur umburðar- lyndi og réttlæti. pað reynir ekki að neyða alla til að syngja með sama nefi, heldur fagnar því að margir syngi og allir hver með sínu nefi. Brezka ríkið tileinkar sér alt það bezta, sem hver eins.tök þjóð hefir að færa og miðla, og með því að gera það verður það með degi hverjum yfirgripsmeira í köllun sinni og starfi. pegar tímar líða fram verður alheimsstofnun að komast á. Brezka ríkið — móðir þjóðþing- anna — gæti maður ætlast til að yrði leiðandi ríkið í því að stofna alheimsþing, samband alls heims- ins í eitt. Jafnvel þótt það afreksverk kostaði brezka ríkið leiðtoga stöðu sína meðal þjóðanna; jafn- vel þótt það yrði til þess að fórna hinu sterka ríkjasambandi sínu og annara þjóða, þá verður það að gerast. Ríkið glatast ekki; með því hertekur brezka ríkið allan heim- inn. i Sannarlegt heimsveldi er al- heims bræðalag. En Stór Bretland hefir ekki ávalt lifað eftir sínum fögru og háu kenningum. Tilvera Banda- ríkjanna er sönnun þess hversu mjög því skjátlaðist þegar um stórvægilegt atriði var að'ræða. Nýlendubúamir sem kröfðust heimastjórnar voru sannbrezk- ari en hinir heimsku stjórnend- ur, sem ekki gátu skilið afstöðu bræðra sinna er yfir hafið höfðu Jforið. Með því að sundrungin í sambartdi við það er nú löngu um garð gengin, getum við nú tekið höndum saman við vora amerísku bræður, og jafnvel þakkað þeim fyrir að þeir hjálp- uðu til að varðveita hinar helg- ustu skyldur brezkra manna. Ef til vill getur þetta verið sönnun þess að fullkominn póli- tískur aðskilnaður hafi verið nauðsynlegur til þess að hinn • nýi heimur gæti verið frjáls að fullkomna þroska sinn í allar áttir og öllum skilningi. Hér á þessu norðurhveli hins ameríska meginlands lifa því tvær systurþjóðir sem nágrann- ar. pær eru tengdar saman með sameiginlegri tungu og sameig- inlegum hugmyndum og lífs- skoðunum, og samt er hvor um sig fullfrjáls til þess að vaxa og þroskast eftir því sem henni til- heyrir. pessar tvær systraþjóðir hafa áhrif hvor á aðra, þær hvetja hvor aðra, og þær starfa í sam- vinnu hvor með annari. Til þessara þjóða streyma heilar fylkingar innflytjenda frá öllum löndum í Evrópu.' 1 Vesturheimi er Evrópuþjóðunum gefið tækifæri í annað skifti. pað sem gamla heiminum hefir mishepnast að gera verður nýi heimurinn að reyna að fram- kvæma. pjóðir sem eru af mis- munandi uppruna, mismunandi tungum, mismunandi trúar- brögðum, mismunandi félags- hugmyndum, verða að læra að lifa saman í friði, sátt og sam- lyndi. úr þessum mismunandi og ólíku pörtum verðum vér að byggja samræma heild og sam- eiginlegt félagslíf. f þessu ameríska þjóðlífi verður að reyna stórkostlegar og nýjar þjóðstjómarhugmynd- ir, og hepnist þær tilraunir, þá verða þær til þess að ráða mik- ilsverðustu gátu mannlífsins. pað er á þessum mikla endur- fæðingar- og byltingar tíma þjóðanna, á þessum ægilegu tím- um sem Canada finnur innra í þjóðlífi sínu vakna sanna sjálf- stæðis meðvitund. Og ennþá spyrjum vér, hvað er þá Canada, og hvert á að verða starf þess í sköpun heimsins? (Frh.). 25 ára afmælishátíð Fyrsta Unítara safnaðar í Winnipeg. Eins og um var ge^ið í síðustu blöðum, verSur þess atburSar minst að íslenzki Únítara söfnuð- urinn er orðinn 25 ára gamall, með hátíðahaldi í kirkju safnaðarins, þann 20. apríl n.k., á sumardaginn fyrsta. Hefir söfnuðurinn verið að und- irbúa hátíð þessa nú um mánaðar tíma. Verður samkoman óefað ein með þeim ánægjulegustu er menn eiga að venjast. Margar ræður verða fluttar, bæði af utanbæjar mönnum og þeiim sem hér eiga NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Varasjóðu. . . Foririaður - Vara-formaður ..... Sir D. C. CAMERON. K.C.M.G., Höfuðstóll greiddur $1,431,200 . $715,600 - Slr D. H. McMIIiIjAN, K.C.M.G. - - . - Capt. \VM. ROBINSON J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION E. F. IHJTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEBli, JOHN STOVED Allskonar banicastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avisanir seldar til hvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar viðá bverjum sex mánuðum. T. E. TH3R3rEIIM9SON, Ráðsmaður Cor. WiIIiam Ave. og SherbrookejSt., - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.