Lögberg - 27.04.1916, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.04.1916, Blaðsíða 3
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 27. APRIL 1916. 3 RICHARO HATTERAS Eftir Guy Boothby “Fyrst að þér hafið sigrað okkur aftur, Dr. Nikóla, verið þér þá ekki að draga það, að segja okkur hvað nú á að gera við okkur”. “Sé það áforrtjið, að flytja okkur aftur í fangelsið”, sagði Beckenham með þeim róm, sem eg naumast þekti, “þá vil eg miklu heldur deyja svo öllu sé lokið”. “Verið þér óhræddur, lávarður, þér skuluð ekki deyja”, sagði Nikóla, snéri sér að honum og hneigði sig. “Trúið þér mér, þér munuð lifa og njóta margra gæfuríkari stunda heldur en þeirra, sem þér hafið verið neyddur til að eyða undir mínu þaki”. “Við hvað eigið þér?” ' Doktorinn svaraði ekki strax. Hann tók eitthvað upp úr vasa sínum sem líktist símþráðar skeyti, og horfði lengi á það. Þegar hann var búinn að því, sagði hann rólegur: “Herrar mínir, þið spyrjið mig við hvað eg eigi. Já, eg á við þetta. Ef þið viljið yfirgefa þetta hús á þessu augnabliki, þá er ykkur það alveg frjálst með einu skilyrði”. “Og það skilyrði er?” “Að þið látið binda fyrir augu ykkar hér í þessu herbergi, og látið svo þjóna mína leiða ykkur niður að höfninni. Enn fremur verðið þið að leggja drengskap ykkar við, að þið reynið ekki að losa bandið frá aug- unum, fyr en ykkur er leyft þaö. Gangið þið að þessu ?” Það er óþarft að geta þess, að við samþyktum þetta báðir. Þetta leyfi, að mega yfirgefa bygginguna sem frjálsir menn, kom okkur á óvart. “Látum þá sitja við þetta. Lávarður og þér, hr. Hatteras, það er mér sönn ánægja að veita ykkur frelsi aftur”. Hann gaf Prendergast bendingu, og hann kom undir eins. En eg þurfti að segja nokkuð áður en eg færi. “Eitt orð, hr. Nikóla. Þér hafið —” “Hr. Hatteras, ef þér viljið fara að mínum ráðum, þá gætið þér tungu yðar. Látið þér það vera gott, sem er 'gott. Það er eins og orðtækið segir: Gætið þess að vekja ekki hinn sofandi hund. Hvers vegna eg hefi breytt við yður, eins og eg hefi gert, fáið þið máske einhvemtíma að vita, en þið megið reiða ykkur á það, að eg hafði fylstu ástæðu til þess. Þér verðið nú að trúa mér og fara, meðan ykkur gefst tækifæri til þess. Skoðanir mínar geta breyzt, og þá —” Hann sagði ekki meira. Samkvæmt bendingu lagði Prendergast þykkan klút fyrir augu min og batt hann ramlega, hið sama gerði annar maður við Beckenham. Maður, sem stóð mér til hægri hliðar, tók í handlegg minn, og á næsta augnabliki vorum við komnir út á götu. Hve lengi við gengum, veit eg ekki, en loks námu þeir staðar sem fylgdu okkur, og var Prendergast sá sem fyrir réði, því hann sagði: “Herrar mínir, þið verðið að Ieggja drengskap ykkar við, að taka ekki böndin frá augunum fyr en fimm mínútum eftir að við erum farnir”. Við gerðum eins og hann bað okkur, svo sleptu þeir handleggjum okkar og við heyrðum að þeir gengu burt. Mínútumar liðu hægt. Þá sagði Beckenham: “Hve lengi haldið þér að við séum búnir að standa hér ?” ■' “Hér um bil þann tíma sem um var samið”, svaraði eg. “En til þess að gera engan misgáning, skulum við bíða dálítið enn þá”. Við stóðum dálitla stund þögulir, svo reif eg bindið mer’ frá mínum augum og Beckenham gerði það líka. “Þeir eru farnir og við erum aftur frjálsir”, hróp- aði hann, húrra”. Við þrýstum hvor annars hendi innilega, og litum svo í kringum okkur. Skipsklukka hringdi hálfa stund eftir miðnætti, og verulega dimm nótt var þetta lika. A höfninni lágu mörg skip, og af hávaðanum að dæma, sem frá þeim barst, voru þau að taka á móti kolum. “Hvað á nú að gera?” spurði Beckenham. “Við verðum að finna okkur eitthvert hótel og hvíla okkur í nótt, og það fyrsta sem við gerum á morgun, er að finna konsúlinn okkar og svo gufuskipa skrif- stofumar”. “Komið þér þá. Eg tók eftir hóteli, sem okkur mun samboðið, mjög nálægt þeim stað, sem við stigum fyrst á land”. Fimm mínútna gangur dugði til þess að flytja oss til þess staðar, sem við le:tuðum. Eigandinn tók vel á móti okkur. Fyrst lauguðum við okkur, borðuðum og svo háttuðum við. Morguninn eftir gekk eg að loknum morgunverði til gufuskipa skrifstofunnar, en skildi markgreifann eftir af góðum og gildum ástæðum, sem seinna koma í Ijós. Eg hitti Saratogas agentinn önnum kafinn í skrif- stofu sinni. Hann var hár og magur maður og dálitið sköllóttur, talaði hægt og alvarlega. “Eg bið yður afsaka”, sagði hann, þegar eg var sestur í stólinn sem hann bauð mér; “en skildi eg þjón minn rétt, þegar hann sagði, að nafn yðar væri Hatteras. “Það er nafn mitt”, svaraði eg. “Fyrir þrem vik- um síðan var eg farþegi með “Saratoga” á leið til Astralíu, en eg var svo óheppinn að missa af skipinu og verða eftir”. “Já, eg man það alt saman mjög vel”, sagði hann. “Markgreifi Beckenham varð yður samferða á land, og það munaði líka litlu að hann yrði eftir hér”. “Munaði litlu, segir þér”, hrópaði eg. “En hann er hér líka enn þá”. “Nei, nei, yður skjátlar”, svaraði hann. “Hann hefði orðið hér eftir ef kennari hans og eg hefðum ekki farið á land að leita hans, og við fundum hann líka ráfandi í jaðri Arabadeildarinnar. Eg man ekki til að hafa séð jafn reiðan mann og kennari hans, hr. Baxter var, og þaö var heldur engin furða, því þeir náðu ekki gufuskipinu fyr en á síðasta augnablikinu”. “Með þessu viljið þér fullvissa mig um, að mark- greifinn hafi haldið áfram til Ástralíu ?” sagði eg. “Getið þér sagt mér hvemig ungi maðurinn gerði grein fyrir því, á hvern hátt hann skildist frá mér?” “Hann skildist við yður'í múgþrengslunum”, sagði agentinn. “Það er í heild sinni mjög óvanalegur við- burður”. Hann var það áreiðanlega, já, miklu óvanalegri en hann lýsti honum. Mér fanst hnötturinn hafa verið reistur upp á endann. Alt sem eg var fær um að gera, var að spyrja agentinn nær næsta gufuskip færi til Astralíu, og hvað gert mundi hafa verið við farangur ur- minn, þegar hann hafði komið áleiðis. Svo hraðaði eg mér út úr skrifstofunni. Þegar eg kom aftur í hótelið, sagði eg félaga mín- um sögu þessa frá byrjun til enda. Hann sat í rúminu sínu og hlustaði með opinn munninn, og sagði svo: “En hvað þýðir þetta? Segið mér hvað það þýðir?” “Það þýöir”, svaraði eg, “að okkur skjátlaði alger- lega þegar við héldum að áform Nicola væri, að þvinga föður yðar til að kaupa yður lausan fyrir stóra upp- hæð peninga, og að áform hans hefir verið alt apnað. Þetta er dularfult samsæri, sem er miklu erfiðara að skilja, og það eru eflaust fleiri sem eru við það riðnir. Nú verðið þér að afráða, hvort þér viljið hjálpa til að ráða þennan leyndardóm ea ekki. Já, þú góði Baxter, ef eg næ í þig, þá verður það skemtilegt”. “Á eg að skilja þetta svo að þér ætlið að rannsaka þetta málefni?” Já, auðvitað. Nikóla og Baxter hafa komið mér algerlega að óvörum og sigrað mig. Nú vil eg gera alt hvað eg get til að grípa þá við þetta svikastarf 1 þeirra”. “En hvemig er þá þessu málefni varið?” “Það er nú mjög auðskilið. Eg skil nú mjög vel hvers vegna Baxter kom til ykkar, hvers vegna hann símritaði að “sprengigröfin væri tilbúin”, hvers vegna mér var gefið eitur í Plymouth, hvers vegna þér urðuð sjúkur milli Neapel og þessa bæjar, og hvers vegna við vorum báðir hneptir í fangelsi”. “I hamingju bænum, skýrið þér greinilega frá þessu". “Það skal eg gera. Lítið þér nú á. Minnist þess fyrst og fremst hve undarlegt uppeldi þér hafið fengið hjá föður yðar. Ef þér íhugið það, munuð þér skilja að þér eruð eini ungi aðalsmaðurinn í hárri mannvirð- ingaröð, sem fáir af stöðubræðrum yðar þekkja. Af því þannig stendur á, hefir Nikóla viljað senda yður til Ástralíu í einu eða öðru augnamiði sem hann hefir fyrir stafni. Faðir yðar aúglýsti eftir heimiliskenn- Nikóla sendir einn af umboðsmönnum sinum, við vorum fangar”, svaraði eg. “Mig langar til að vitá ívar það er, það gæti komið sér vel seinna að vita það”. Haldið þér að það sé óhætt að nálgast það ?” “1 dagsbirtunni, já. En til þess að vera alveg vissir, skulum við kaupa okkur tvær skammbyssur á leið- inni, og ef nauðsyn krefur, skulum við nota þær”. “Komið þér þá”. Við gengum út og stefndum þangað sem “Carinó”, var, og á leiðinni keyptum við skammbyssurnar. Þegar við vorum komnir þangað, sem við ætluð- um okkur, námum við staðar og litum í kring um okk- Eg benti á götu til hægri handar. Þessa leið komum við frá musterinu”, sagði eg. Þegar eg þar næst benti á götu, sem var næstum þvert á móti okkur, bætti eg við: “Og þarna var það sem eg sá Nikóla standa og gæta okkar. Þegar við komum út úr þessari byggingu, snérum við til vinstri, og ef mér skjátlar ekki, stefndum við í þessa átt. Ef þér hafið ekkert á móti því, þá held eg við ættum að taka )á stefnu nú”. Við gengum hratt af stað, og innan skamms kom- um við þangað sem ungi fylgdarmaðurinn kom til okkar. í sólskininu sást nágrennið að vera eins ljótt og óhreint og hugsanlegt var. Beckenham leit ná- kvæmlega í kringum sig og sagði svo: “Nú snúum við til hægri, held eg”. “Alveg rétt. Við skulum fara”. Við gengum ofan eina götu og upp aðra, unz við komum þangað sem eg hafði séö dyraspjaldið með gríska nafninu, og þar sem snærið var lagt um háls okkar. Húsið, sem við leituðum að, hlaut því að vera nánd. En enda þótt viö leituðum fram og áftur, fundum við enga byggingu sem líktist því. Þegar við íöfðurn leitað í heilan klukkutíma árangurslaust, snér um við til hótels okkar aftur. Þegar við höfðum lokið hádegisverði, sáum við stórt gufuskip koma inn á höfnina, og lagðist það við akkeri beint á móti bænum. Við spurðum gestgjafann hvaða skip þetta væri, og sagði hann að það væri Pescadore” frá Hull á leið til Melboume. Þegar við heyrðum þetta fórum við út á skipið og fundum skipstjóra. Til allrar lukku hafði hann auka klefa handa okkur. Við keyptum því farseðla, útveg- uðum okkur klæðnað og annaö sem okkur skorti o.s. frv., og litlu fyrir miðnætti héldum við inn í Suez- skurðinn. Við vorum nú lausir við Port Said. Ferð vor, hingað til svo auðug af viðburðum, var nú aftur byrjuð—hver skyldi endirinn á öllu þessu verða? ara. sem fær stöðuna. Samkvæmt skipun Nikóla reynir Baxter að kveikja hjá yður ferðalöngun. Þér eruð sífelt að biðja föður yðar um leyfi til að mega ferðast. Einmitt á sömu stundu og hann lætur undan, kem eg til sögunnar. Bexter fær illan grun um mig. Hann símritar Nikóla: “Sprengigröfin er tilbúin”, sem þýðir, að það er því sem næst afráðið með ferð yðar, þegar þriðja persónan kemur fram á sjónarsviðið — með öðrum orðum, það meinar að eg er nýja hættan. Hann býr alt undir ferð yðar, og alt lítur vel út. Svo fær Nikóla að vita, að eg ætla með sama skipi. Hann reynir að hindra þetta áform mitt — og nú skil eg eitt enn. Hvers vegna að Baxter stakk upp á því, að þér skylduð fara landleiðina til Neapel og fara þar út á skipið? Já, að eins af því að ef þér hefðuð farið á skip í Plymouth, þá hefði jður verið þötnuð sjóveikin áður en þér komuð til Port Said, hafi það á ananð borð verið sjóveiki, og þá hefðu farþegamir verið orðnir kunnugir yður og útliti yðar. Það má ekki eiga sér stað, hefir hann hugsað, og þess vegna fyr hann með yður yfir land til Neapel, gefuð,yður inn eitrað efni næsta morgun—því þér munið að þér urðuð veikur eftir að hann færði ykkur kaffið—og af því urðuð þér veikur og máttuð dvelja í káetu yðar alla leiðina til Port Said. Svo fær hann yður til að fara á land með Það gerðuð þér, og afleiðingarnar þekkið þér, Svo fer hann að kvarta yfir því að þér komið ekki aftur, og fær umboðsmanninn til að hjálpa sér til að leita yðar. Þeir fara af stað og finna yður í arabisku deildinni. Þér verðið að athuga, að hvorki umboðs- maðurinn, skipstjóri eða farþegamir höfðu séð yður nema að næturlagi, svo að maðurinn, sem átti að koma í stað yðar, og sem auðvitað er valinn með mikilli ná- kvæmni og fengið góðar leiðbeiningar, yrði ekki upp- götvaður. Svo fer gufuskipið af stað, og við erum skildir eftir örmagnandi í fangelsi”. “Haldið þér að kringumstæðurnár séu þannig?” “Já, það geri eg sannarlega”. “Hvað ráðið þér mér þá til að gera? Minnist þess að Baxter hefir bréf frá föður mínum til ýmsra lands höfðingja”. “Eg veit hvað eg mundi gera”. “Fara til konsúlsins og fá hann til að aðvara yfir- völdin í Ástralíu?” “Nei, það yrði gagnslítið. Þér vitið að þeir eru 3 vikum á undan okkur “Hvað eigum við þá að gera? Eg ætla að hlýða yður, og það sem þér bendið mér á að gera, megið þér vera viss um að eg skal gera”. “Væri eg i yðar sporum, mundi eg sleppa aðals- nafni mínu, taka mér nýtt nafn og verða mér sam ferða til Ástralíu. Þegar við komum þangað, setjumst við að þar sem ekki er auðvelt að finna okkur, og svo byrjum við að starfa að þvi að rífa grímuna af þess- um þorpurum, og eyðileggja áform þeirra, hver sem þau eru. Viljið þér vera með í þessu?” “Þá förum við nieð næsta gufuskipi—ekki póst- gufuskipi—sem gengur til einhverrar hafnar í Ástralíu, og þegar við erum komnir á land þar, þá skulum við byrja með dugnaði svo um muni”. “Þorparinn Baxter. Eg er vanalega ekki mjög hefnigjarn, en mér mundi Iíka að geta gefið honum verðskuldaða refsingu”. “Já, ef þeir eru ekki flúnir þegar við komum til Astralíu, þá álít eg sennilegt að þér fáið ósk yðar framkvæmda. En það er Nikóla, sem eg vil jafna reikninginn við”. Beckenham hrylti við að heyra nafnið. Til þess að breyta umtalsefninu sagði eg: “Eg ætla út aftur til að hreyfa mig. Viljið þér verða samferða?” “Hvert stefnir?” spurði hann. “Eg ætla að fara og reyna að finna húsið þar sem Annar kafli. I. KAPITULI. Við komnm til Astralíu. , Pescadore var ekki hraðskreið, en stöðugt og áreið anlegt skip, og 36 dögum eftir að við fórum frá Port Said, komum við til Williamstown, sem er endastöð járnbrautarinnar, og þaðan aðeins einnar stundar ferð til Melbourne. A leiðinni bar ekkert við, nema hin undarlega framkoma lávarðar Beckenhams, strax í fyrstu vikunni virtist hann eins og utan viö sig, og hvorki ásakanir eða samhygð höfðu nein áhrif á hann Frá morgni til kvelds ráfaði hann aftur og fram um þilfarið, og það var auðséð, að hann átti oft erfitt með að svara spurningum og aldrei talaði hann lengi í einu Loks áleit eg það skyldu mina að reyna að vekja hann til heilbrigðrar meðvitundar, annaðhvort með því að hræða hann eða laða hann að mér. “Komið þér nú”, sagði eg, “mig fýsir að vita hvað það er sem að yður gengur. Þér hafið vakið ólund hjá okkur öllum nú að síðustu, og eftir svip yðar að dæma lítur út fyrir að það ætli að halda áfram. Segið þér eins og er. Er það heimþrá, eða er þetta óbrotna líi: á skipinu of leiðinlegt fyrir yður?” Hann horfði á mig um stund með undarlegum svip, svo sagði hann: “Eg er hræddur um að þér haldið að eg sé heimsk ingi, þegar eg segi yður það, en tilfellið er, að andlit Nikóla stendur ávalt fyrir hugskotssjónum minum, og eg get ekki losnað við það. Þessi stóru, svörtu, hvössu augu, eins og við sáum þau stara á okkur í voðalega herberginu, hafa gert mig mjög taugaveiklaðan, og eg get ekki hugsað um neitt annað. Þau elta mig dag og nótt”. “Þetta er heimskuleg imyndun”, sagði eg. “Hvem ig getur hann hrætt yður? Þrátt fyrir sína djöfullegu slægð, er Nikóla þó að eins maður, og auk þess held eg að við sjáum hann ekki aftur. Verið þér hugrakkur, fáið yður eins mikla hreyfingu og þér getið, og þá munuð þér gleyma honum algerlega. En það var ekki til neins að reyna að sannfæra hann. Nikóla hafði haft þau áhrif á hann, sem voru meira en merkileg, og það var ekki fyr en við komum inn í ástralsku sjóleiðamar að hann varð nokkurn veg inn líkur því sem hann var. Og satt að segja, þá var eg kvíðandi yfir að mæta Nikóla aftur. Eg hafði nú fjórum sinnum fengið tækifæri til að meta þennan slæga mann með yfirburða vitsmunum, og mig lang- aði alls ekki til að mæta honum aftur. Þegar við vorum komnir til Melbourne, fórum við þaðan með kveldlestinni til Sydney, og komum þangað morguninn eftir. Um það leyti sem við komum þang- að, höfðum við ráðgert mikið og margt um framtiðar áform okkar, og niðurstaðan varð sú, að við skyldum finna okkur rólegt hótel i borgarjaðrinum, og svo ætl- uðum við að reyna að komast eftir leyndarmálinu sem umkringdi Nikóla og verkamenn hans. Við töluðum um undirborgirnar og kosti þeirra, enda þótt eg þekti þær lítið og markgreifinn enn þá minna. Við töluðum um Paramatta, Penrith, Woolahra, Bahmain og marg- ar vikur og hafnir, þangað til við völdum Bahmain sem þá hentugustu fyrir okkur. Þegar við vorum komnir að fastri niðurstöðu, fór- um við yfir um Darlingfjörðinn, og þegar við höfðum skoðað okkur um, fundum við lítið en laglegt hótel í hliðargötu, sem hét „General Officer”. Þar leigðum við okkur herbergi og fluttum þangað farangur okk- ar, og þegar við vorum búnir að koma öllu í lag, sett- umst við niður og fórum að spjalla um ásigkomulagið. “Þetta er þá Sydney”, sagði Beckenham, teygði úr sér og lét fara sem bezt um sig á legubekknum und- ir glugganum. “Og nú, fyrst við erum komnir hingað, hvað eigum við að byrja á að gera?” “Fá okkur eitthvað að borða”, svaraði eg rösklega. “Og svo”, bætti hann við. “Fara til opinberu bókhlöðunnar, og líta yfir Morning Herald” tölublöðin fyrir nokkrum vikum síðan. Þau geta sagt okkur allmikið, en þó ekki alt sem okkur langar til að vita. Svo skulum við spyrja okkur fyrir-. 1 fyrra málið vil eg biðja yður að afsaka mig nokkrar stundir. En síðari hluta dagsins ættum ið að vera búnir að útvega okkur þær upplýsingar, sem gera okkur mögulegt að byrja á því starfi, sem við höfum fyrir stafni”. “Þér eigið við, sem gera okkur færa um að rífa grímuna af þessum þorpurum”. “Auðvitað. I hverju öðru skyni erum við hér?” “Við skulum þá borða hádegisverð og fara svo. Mig sárlangar til að byrja”. Við báðum því um hádegisverð, og þegar við höfð- um neytt matar, gengum við beina leið til hinnar opin- óeru bókhlöðu. Þegarvið komum þangað, gengum við út í eitt homið og fundum þar síðustu tölublöðin af Sydney “Moming Herald”. Mér fanst á mér að eg mundi finna það, sem eg leitaði að, og mér brást þaö íeldur ekki. A annari blaðsíðu í gærdagsblaðinu, var undir fyrirsögninni með feitum og stómm bókstöfum löng frásögn um hestasýningu, sem haldin var daginn áður, þar sem viðstaddir vom, varakonungurinn og fjölda margir mikilhæfir aðalsmenn. Meðal þeirra vom hans hágöfgi landshöfðinginn og greifainna Am- berley, lafði Maud og lafði Ermyntrude, dætur þeirra, markgreifi Beckenham, liösforingi Barrender, einn að- stoðarforingi og hr. Baxter. Með rödd sem eg naum- ast þekti sjálfur, svo var geðshrfring mín mikil, bað eg Beckenham að koma til mín, og sýndi eg honum nafn lans. Hann stóð og starði á nafnið, og gat namnast trúað sínum eigin augum. “Hvað þýðir þeta?” hvíslaði hann, alveg eins og íarin gerði í Port Said. “Hvaö þýðir þetta?” Eg fór út með hann áður en eg svaraði, og klappaði svo á öxl hans. “Það þýðir, góði vinur minn”, sagði eg, “aö það er komin flækja i áform þeirra, og að við erum komnir nógu snemma til að eyðileggja skemtun þeirra”. “En hvar haldið þér að þeir búi—þessir tveir þorp- arar ?” “í landshöföingjahúsinu, auðvitað. Sáuð þér ekki að í blaðagreininni stóð: “Greifinn og greifainnan Amberley, og gestir úr húsi landshöfðingjans, meðal jeirra markgreifinn o.s.frv. ?” “Við skulum þá strax fara til bústaðar landstjór- ans, og rífa grímima af þeim, það er bein skylda okkar gagnvart mannfélaginu’. “Alt sem eg hefi að segja, er, að sé það skylda okk- ar gagnvart mannfélaginu, þá verður það að bíða Nei, nei. Við verðum fyrst að fá að vita hvert áform jeirra er. Þegar við erum orðnir þess vísir, þá fylgir Fáið það nú! Það er eitthvað við þennan bjór sem gerir bann næring- argóðan. Hjá öllum vínsölum eða hjá E. L. DREWRY, Ltd. WINNIPEG jy/[ARKET OTEL VjB sölutorgiC og City Hall $1.00 tíl $1.50 á dag ; Eigandi: P. O’CONNELL^ Fumiture Overland uppgötvanin á eftir. Skiljið þér það ekki?” “Eg er hræddur um að eg geri það ekki. En eg álít að þér segið satt”. Nú vorum við kömnir þangað sem ferjan var. Þar eð flutningstíminn var enn ekki kominn, styttum við okkur stundir með því að lesa auglýsingamar. Stór leikhús auglýsing vakti eftirtekt mína, og gekk eg til hennar til þess að lesa hana. Hún auglýsti, að í einu stóra leikhúsinu yrði sýning, og þar yrði landstjórinn til staðar, þetta kveld, ásamt markgreifa Beckenham og mörgum öðrum. “Héma er nokkuð”, kallaði eg til félaga míns, sem stóð fáa faðma frá mér. “Við verðum að fara og sjá það, þar ætlar markgreifi Beckenham að vera”. Við settum á okkur nafn leikhússins og götimnar, fónun svo heim og neyttum matar, að því búnu geng- um við inn í borgina aftur, til þess að finna leikhúsið. Þegar við komum inn í það, var það troðfult af fólki, og allir bjuggust við komu landstjórans og gesta hans á hverju augnabliki. Strax á eftir varð kyrð í leik- húsinu, svo stóðu allir upp á meðan hljóðfæraflokk- urinn lék “Guð varðveiti drotninguna”, og landstjór- inn, ásamt skrautlegum fylgdarflokk, gekk inn í stúku varakonungsins. Engir störðu á þenna hóp jafn ná- kvæmlega og eg og félagi minn. Og þar var lika nóg til að stara á, því til hægri hliðar greifainnunnar, konu landstjórans, sat ungur maður skrautklæddur, svo lik- ur félaga minum, að eg hélt að Beckenham hefði yfir- gefið mig og sezt þama. En hafi mig furðað á hve likir þeir voru, þá var undran hans ekki minni. Eg leit í kring um mig og sá þá Baxter í annari bekkjaröð, brosandi og ánægðan. Svo byrjaði sýningin, og við urðum neyddir til að gefa henni athygli. PCliLKOMIN KENSLA VKTTT BRJKFA8KIUFTTTM —og öBrum— VKRZIiCNARFRÆmORE3NTJll $7.50 A helmlll yQar ge i vír kant y8«r og börnum yCar- -C pðstl:— AC akriía gOt uatneaa” br*f. Almenn lög. •glýatngar. Stafsetningr e 'ttrltun. Otlend orCatt 1 Um AbyrgClr og tílog. Innhelmtu meC pösU. An&lytlcal Study Skrlft. Ymsar reglur. Card Indexing. Copytng. Flllng. Involclng. Pröfarkalestur. Pessar og flelrl n&msgrelnar kend- ar. FylllC Inn nafn yCar 1 eyCumar aC neCan og fálC melrl uppl?alngar KLIPPIÐ 1 SUNDUR HJKR Metropolltan Buslnesa Instltute 604-7 Avenue Blk., Wlnnlpeg. Harrar, — SendlC mér upplpslngar um fullkomna kenslu meC pösU nefndum námsgrelnum. paC er á- sklUC aC eg sé ekkl skyldur tll aO gera neina samnlnga. Nafn ......................... Heimlli .................... StaCa ____ _______________ Lögmál lífsins. Ég syng og spila um frelsi og frið, er fegurð grær og hlusta á fagran fugla klið um sumardag er sólin hlær. Ég les á fagur letruð blóm þá lífsins rún, er skýrir mér minn skapadóm, mér engin ritning er sem hún. Ég upp í heiðan himin lít, sé hæð og vídd, um eilífð þá ég hugsa hlýt í þeirri auðn hún er mér þýdd. Er sé ég blóm, sem blika skær á bernsku stund, að eitt á lögmál alt sem grær, er þekking mín við þeirra fund. Ég syng og spila um sorg og böl er syrtir að um horfna ást og hjarta kvöl, þá fölnað sé ég blóm og blað. fer fölnuð sofa fögur blóm á frosnum beð þar les ég út minn dauða dóm, hef æfi mína alla séð. pó óttist lífsins örlög hörð bæði eg og þú. pau eru svo af guði gjörð — að vita er sælla en villu trú. S. B. 223. Canadíska-Skandi- nava herdeildin. Fréttir frá 223. Skandinavisku deildinni. Vikuna sem leið hafa þessir gengið í deildina, eins og sést koma þeir frá öllum pörtum Vestur Canada. Valdi Sveínsson, Wynyard, Sask. Pete Kellman, Saskatoon, Sask. Thomas J. Ruttle, Melford, Sask. Robert Peterson, Saskatoon, Sask. Helgi I. Gíslason, Nes P.O., Man. George Houghton, Foam Lake Sask K. A. Einarsson, Gimli, Man. Otto A. Norland, Saskatoon, Sask. Paul Schmidt, Deylsford, Sask. Earl R. Bonner, Albertsvilla, Wisc. Guðm. Josephson, Wynyard, Sask. Eiríkur Vigfússon, Oakview, Sask. H. G. Thorbergsson, Winnipeg Richard J. P. Munch, Winnipeg J. P. Christenson, Nut Lake, Sask. Karl Anderson, Saskatoon, Sask. C J. Th. Casparson, Cleverland.B.C Teo. O. Johnson, Lundar, Man. Joseph N. Poole, Hyanton, Man. Jens P. Neilson, Eston, Alta. Johan O. Johnson, Saskatoon, Sask Karl G, A. Alrik, Ryley, Alta. Martin Groningð Provost, Alta. Hilmar R. Satre, Provost, Alta. John Bergeson, Provost, Alta. William J. Rowley, Lundar, Man. Emil Jensson, Winnipeg, Man. Marel Th. Einarson, Churchbridge $6,000 á hverjum klukkutíma. Herinn í tíunda herhéraði f'sléttu- fylkjunum) kostar landið svo að segja $6000 á hverjum klukkutíma. Nákvæmlega reiknað er það eins og hér segir: $4,250,000 á mánuði. $14,666 á dag. $S>9°3 á klukkutíma eða $98 á mínútu. Þegar það er athugað að þetta e» kostnaðurinn aðeins í einu herhér- aði, þá sést hversu mikið það er alls sem þjóðin leggur á sig. Af þessu fé er: $1,750,000 í kaup $1,000,000 fyrir fæði og $1,500,000 fyrir hitt og þetta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.