Lögberg - 27.04.1916, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.04.1916, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, MMTTJDAGINN 27. APRIL 1916. 3. CANADISK SKANDINAVA HERDEILD (Overseas Battallion) Undir stjórn Lt.-Col. Albrechtsen. Lt.-Col. ALBRECHTSEN, Aðal-skrifstofa: 1004 Union Trust Building, Winnipeg: Stjómað eingöngu af Skandinövum og lið safnaður allur undir þeirra umsjón. SKANDINAVAR ERU BEÐNIR AÐ GANGA I ÞESSA DEILD INNRITIST STRAX! Gerist kaupandi Lögbergs þér tem lesið það en hafið ekki enn : l að yður fyrir því. HEILBRIGÐI. Böð og bakstrar. Eftir Vald. Erlendson lœkni. Allir, sem baða sig daglega, et5a að muij hafa nota'Ö böö, geta boriö vitni um, hve hressandi og styrkj- andi þau eru fyrír líkamann, meira aS segja bæði fyrir sál og líkama. Þegar þess er gætt, er þaö mjög merkilegt að íhuga, að : öllum öld- um hefir meginþorri manna bein- línis verið hræddur við vatnið, hræddur við að væta á sér kropp- inn. Og þrátt fyrir allar framfarir, aukna mentun og hollari lifnaðar- hætti hefir mikill hluti almennings enn þá ýmugust á böðum. Mér er kunnugt um, að bæði víða á íslandi og hér í Danmörku eru margir, einkum eldra fólk, sem napstum heldur vilja láta sig drepa, en fara niður í baðker, að eg ekki tali um steypiböð. Að minsta kosti upp til sveita á íslandi þvoðu menn sér ekki nema endrum og sinnum um allan líkamann í ungdæmi mínu, og þá helzt á stórhátíðum, einkum á aöfangadag jóla. Viða úti á lands- bygðinni hér í Danmörku er engu betur ástatt, að því er böð snertir. Eg man eftir, þegar eg árið 1908 var aðstoðarlæknir á sjúkrahúsi einu á Sjálandi, skamt frá Kaup- mannahöfn, að maður á sjötugs- aldri, sem lagður var inn á spítal- ann, hélt, að hjúkrunarkonumar ætluöu að drekkja sér í baðkerinu, og bað þær hástöfum, eins og guð sér til hjálpar, að þyrma sér; og seinna, er eg kom til sögunnar, barðist hann um á hæl og hnakka og hrópaði, að hann vildi heldur, láta skera sig kvikan á hol, en drukna þarna í lauginni. Hann vissi ekki hvað það var, hafði aldrei á æfi sinni þvegið séf- um allan kroppinn. (Þess ber að geta, að hann var að öðru leyti mjög á eftir tímanum, hafði t. d. aldrei komið til Kaupmannahafnar, þótt hann byggi ekki nema 3 mílur frá höfuð- staðnum; og hafði aldrei ferðast með járnbraut. í sparisjóðsbók, er hann hafði með sér á spítalann, átti hann aftur mörg þúsund krónur; svo að það var ekki fátækt, sem olli hinum miðaldarlegu lifnaðarháttum hans. ( En eg þarf ekki að leita svo langt aftur í timann sem til 1908. í verkahring mínum hér í Vendil- sýslu ber það þráfaldlega við, að fólk, sem eg legg hér inn á sjúkra- húsið, fyrst og fremst biður mig um og grátbænir, að eg skuli sjá um, að það verði ekki laugað. Marg- , ir óttast baðið miklu meira en sjálf- an holdskurðinn. Sumt eldra fólk hér um slóðir til sveita þvær sér heldur ekki nema endrum og sinn- um í framan og hendurnar. Ný- lega bað roskin kona mig að afsaka, þó maður hennar væri allóhreinn, því hann hefði ekki fengist til að þvo sér í 6 vikur! Því fer þó fjarri, að mentun manna og menn- ing hér á Norður-Jótlandi sé nokkru minni en í öðrum landshlutum, heldur stendur hún hér að mörgu Ieyti framar, einkum að því er snertir húsakynni og bóklega þekk- ingu. Á öllum öldum hafa böð verið notuð og þekt af visusm mönnum og stéttum, bæði sem heilsusamlegt nautnameðal og sem lækning við ýmsum sjúkdómum og kvillum. Það er líka óhætt að fullyrða að vatn á ýmsan hátt notað er eitt- hvert hið bezta jyf, sem til er. Allir þekkja, hvílík undra-áhrif rétt lagðir vatnsbakstrar hafa á næstum alls konar útvortis-bólgu, einkum og sér í lagi æðabólgu, handar- og fóta-mein og minniháttar blóðeitrun Nú á tímum er bæði heitt og kalt vatn notað til þessara bakstra, þó einkum heitt, því notkun þess mæt- ir yfirleitt minni mótspyrnu hjá al- menningi en köldu bakstramir, sem margir eru sífelt hræddir við. Á Seinni tímum er farið að nota kalt vatn á ýmsan hátt frekar til lækn- inga en áður, og við langtum fleiri sjúkdómum, og eru það einkum þýzkir, austurrískir og franskir læknar, er gengið hafa þar í broddi fylkingar. Þeir nota ekki aðeins köld böð og bakstra, þegar um full- orðið fólk er að ræða, heldur og einnig við sjúkdóma hjá bömum og gamalmennum, þótt það lengi hafi verið skoðaður sem heilagur sann- leiki, að kuldinn eða hið kalda vatn væri bráðskaðlegt fyrir ungböm og háaldrað fólk. Auðvitað má of- mikið af öllu gera, og herðingu bama með köldu vatní, einkum köldum böðum, má óhætt telja við- sjárverða. Því þess ber að gæta, að bömum er hættara við ofkæl- ingu en fullorðnum, vegna þess að yfirborð likama þeirra er að tiltölu miklu stærra en á fullorðnu fólki. Öðru máli er að gegna með kalda bakstra, sem oft er hægt að nota í sjúkdómstilfellum, þótt um börn sé að ræða, eins og síðar mun getið. Alment stafar hræðsla fólks við kalt vatn frá þeirri skoðun, að það rýri eða steli í burt nokkru af hin- um eðlilega hita likamans, og sé það sérstaklega skaðlegt, er um böm eða veiklað fólk sé að ræða. En þessi slfjðun er alveg röng; því að snögg kuldaverkun á hörundið, eins og t. d. köld böð (65—75 stiga kerlaug- ar eða steypiböð) framleiða aukinn hita í líkama mannsins, eða að minsta kosti aukna hitatilfinningu í hömndinu. Köld böð draga þann- ig ekki úr eðlilegum líkamshita, ekki einu sinni þótt um veiklaða menn eða blóðlitla sé að ræða, heldur geta þau einmitt aukið hann; því að við böðin styrkist og stælist taugakerfið, sem aftur verð- ur þess valdandi að hitaframleiðsla líkamans vex að meiri mun, en hör- undið missir af hita sínum. En þar eð htiaframleiðsla er eitt hið mikil- vægasta lífsstarf næstum allra líf- færa líkamans, og þau á hinn bóg- inn við aukna hitaframleiðslu fá meiri kraft og lífsþrótt, þá getur þetta einmitt haft mikla þýðingu, þegar um börn er að ræða og veikl- aða menn, sem þurfa að auka og efla líkamskraft hinna ýmsu líf- færa. Sem dæmi þess, hve gott heil- brigðismeðal kaldir vatnsbakstrar geta verið, jafnvel við mjög þunga sjúkdóma hjá börnum, skal hér til- færð frásögn eftir þýzkan barna- lækni. Þar segir svo: “Eg hafði fyrir skömmu til lækn- inga barn eitt, þriggja mánaða gam- alt, er þjáðist af maga- og garna- bólgu. Það var mjög aðfram kom- ið, er eg sá það í fyrsta skiftið, þvi kalt á höndum og fótum, blátt í andliti og á vörum, og hjartað svo máttvana, að varla varð vart við, að lífæðin slægi. Eftir að barn þetta hafði fengið kalda vatns- bakstra kringum kviðinn og bakið, brá undir eins til batnaðar, uppsala og niðurgangur hættu alveg, og bamið lifnaði við að öllu leyti og náði fullri heilsu.” Til að lækna að fullu þetta dauð- vona bam, nægðu aðeins kaldir bakstrar, og það þurfti hvorki að grípa til þess að nota “mixtúru” né “púlver”. Það hefir auðvitaö af- armikla þýðingu, að bakstramir séu rétt 0g vandlega á lagðir. Bezt er að nota þykt léreft eða líndúk, sam- anbrotinn fer—sexfaldan; svo dýf- ir maður honum nokkrar mínútur niður í 65—70 gráðu heitt vatn, þ.e. vatn sem hefir alment stofuhitastig. Því næst er baksturinn þurundinn og lagður í snatri á hinn sjúka lík- amshluta. Utan yfir sjálfan kuldabaksturinn em svo lagðir 2 til 3 þurrir dúkar, helzt úr ull, svo að engin væta komist í rúmið. Að þessi einfalda lækningarað- ferð getur hjálpað gegn ýmsum sjúkdómum, er bezt sönnun þess, hve mikilsverð styrking tauganna, einkum æðatauganna, er fyrir líf og heilsu manna. Köldu böðin, og þá líka köldu vatnsbakstrarnir, hafa, eins og áður var á drepið, þau miklu áhrif á liffærin, að efna- breytingin verður skjótari; og af því leiðir aftur, að hin eðlilegu gagneitur likamans gegn ýmsum sjúkdómum myndast skjótar og öflugar. ('Frh.), —Eimreiðin. Um vorið heima. Blíða vindinn fóstran fær fossar sterkir gjalla fríða lindin hlíða hlær, Hossar merki fjalla. Bláu fellin missa mjöll “manar” sagnaríku gráu svellin eyðótt öll allir fagna sliku. Græðir sunna kalið kíf: kyssir unnar dætur. Klæðir runna, lofar lif lóu munnur sætur. Færir lýðum svana söng sólskins blíða heima, nærir tíðum fagnaðs föng frændur kvíða gleyma. Flóar skrýðast, brekku börð blómstur fæðir munna, móar prýðast, jafnast jörð, júní græðir sunna. Nætur sólin lýsir lýð ljúfust hryndir trega, þrætu tólin stanzar stríð, styrkir lyndis vega. Greiða fríðar liljur lokk lengist hárið nýja, breiða prýða dala dokk drekka tárið skýja. 7. apríl 1916. Sv. Simonsson. pakkarávarp. Hér með þökkum við kærlega hinum heiðruðu ritstjómamefnd- um Lögbergs og Heimskringlu. Ekki einungis fyrir sendingu á báð- um blöðunum: Heimskringlu og Lögbergi, 8 eintök ('að gjöf), skil- víslega og vikulega send. Ekki einungis fyrir þetta þökkum við innilega, heldur einnig þökkum vér mjög vel fyrir mikla og ríflega úti- látna bókasendingu að gjöf frá báð- um,—bókasöfnum beggja blaðanna. — Hlýlegur hugur og kær kveðja okkar allra hér skal endurgoldin til frumkvöðla og gefenda þessara bóka og blaða. Vinsamlegast, með ósk um gleði- legt sumar og góðan árangur þess. 24. apríl 1916. Fólkið á Gamalmennaheimilinu á Gimli. Fjörugt í Víkínni. “Fréttir” sem út komu mánudag- inn 13. marz geta þess að sunnu- dagskveldið á irndan hafi þessar samkomur verið haldnar all- ar í senn í Reykjavík og alstaðar verið húsfyllir: Bjami Jónsson frá Vogi hélt fyrirlestur um áhrif styrjaldarinnar á Islandi; séra Jón Helgason hélt fyrirlestur um Reykjavik þegar hún var 14 ára; Sigurður kennari Jónsson flutti fyrirlestur um þjóðþrif; Ieik- urinn “Tengdapabbi” var leikinn í leikhúsinu; samkoma og dans var haldinn í Goodtemplarahúsinu; myndasýning á tveimur kvikmynda- húsum og guðsþjónusta í þremur kirkjum. — Það er orðið fjörugt í Reykjavík. Þriggja ára gamalt barn féll of- an í sjóðandi súpupott fyrir þrem vikum að Fairford í Manitoba; var barnið flutt á spítalann í St. Boni- face og andaðist á laugardaginn. foreldrar þess heita J. Donabay. 8 6 L 1 K I I, 8 O l. S K I N. S Smásaga. Kæri ritstjóri Sólskins. Eg þakka þér kærlega fyrir Sól- skm, mér þykir gaman að þvi. Eg ætla að senda Sólskini ofurlitla sögu; hún er á þessa leið: Það var heima á Islandi, þegar mamma mtn var lítil stúlka á sjö- unda ári. Það var á aðfangadags- kveld jóla. Allir voru komnir upp í rúm, og ljós logaði í baðstofunni. Allir voru sofnaðir nema manna, hún sat uppi í rúminu sínu og var að skoða lítilfjörlega myndabók, sem henni var gefin í ljólagjöf, og gat ekki sofnað af kátínu yfir því að blessuð jólin voru komin og af því ljósin loguðu. En þegar hún er búin að sitja uppi dálitla stund, þá heyrir hún að gengið er um bæ- inn og fótatakið færist nær, þangað til að baðstofuhurðinni var lokið upp og inn kemur lítil og lagleg stúlka, á að gizka 10 til 11 ára og kemur inn eftir gólfinu, litur í kringum sig og gætir vel að öllu. ('Systkini mömmu voru mörg og voru þeim gefin kerti, og var einu kertinu skift á milli 4 krakkanna, og létu þau kertin sín, þegar þau slöktu á þeim, upp undir sperru). Stúlkan steig upp á rúmstokkinn á öllum rúmunum og skoðaði alla kertisstúfana, nema þann sem var uppi yfir rúmi foreldra hennar, og var hún mjög hýrleit og brosandi, og lét svo hvern stúfinn á sama stað. En mamma lagðist út af af hræðslu þegar hún steig upp á fyrsta stokkinn. Hana dauðlangaði til að segja henni aö hún mætti eiga kertisstúfinn. En hún gat ekki talað fyrir hræðslu, en sá þó að hana langaði til að eiga hann. Svo fór hún út eins og hún kom. En mamma hljóðaði upp af hræðslu þegar hún var farin svo mamma hennar vaknaði og spurði hana hvað að henni gengi, og sagði hún henni alla sögtma, og sagði mamma henn- ar henni að hún hefði ekki þurft að vera hrædd, hún hefði átt að segja henni að hún mætti eiga kertið. Þetta er nú stutt saga, en hún er sönn. Mikið þótti mér gaman að vís- unum í blaðinu um fuglinn og hann Fúsa. Eg er búin að læra þær. Svo óska eg þér og öllum Sól- skinsbömunum gleðilegs sumars. Með vinsemd. G. J. M. GuSmundsson, 8 ára. Mikley, Man. Bellingham, Wash. Herra ritstj. Lögbergs og Sólskins. Þegar eg sé svo marga skrifa i Sólskin, jafnvel á mínu reki, lang- ar mig til að leggja orð i belg, með fullkomnu þakklæti fyrir það sem Sólskin flytur okkur hintjm ungu, sem er birtan og blíðan, sem leiðir bamssálina meira og betur en nokk- uð annað, í grend við það sem gott er. Þegar við komum af skólan- um, spyrjum við mömmu: “Hvar er Sólskin?” Bendir hún mér og mínum eldri bræðrum á einhvern kafla til að æfa okkur á. Og svo komum við nokkur börn saman á sunnudögum, og þá með okkur ein- hverjir úr íslenzka félaginu “Kári”, til að vita hvað vel við lesum í Sól- skininu. Þá erum við stundum lát- in skrifa upp úr þvi kafla og ger- um það sem bezt við getum. Við berum góðan hug til Sólskins og rit- stjóra þess og óskum honum og blaðinu gæfu og gengis. Bertha Bjarnason, 8 ára. Tóbaksnautnin er hœttuleg. Bréf til þín. Heyrðu, lesari góður! Ef þú ert lítill drengur, þá ætla eg að biðja Æskuna að segja þér frá mér tvær sannar smásögur. Þær sýna þér, hvernig tóbaksnautnin getur óbein- linis orðið orsök i dauða manna. Það bar við á Frakklandi, að maður, sem ekið hafði út í bifreið, fanst dauður hjá bifreið sinni brot- inni í stórgrýtisurð meðfram vegi einum. Enginn sá þegar bifreið- in fór út af veginum. En brátt komust menn að, hvað þessu hafði valdið. Maðurinn var með vindling milli tannanna, eldspitustokk í ann- ari hendi og eldspítu i hinni. Tó- baksílöngunin hafði orðið skynsem- inni yfirsterkari; hann hafði slept stýrishjólinu, vagninn svo runnið út af veginum og maðurinn stungist á höfuðið á steinnibbu, sem braut gat á höfuðkúpu hans. — Hinn viðburðurinn er yngri og átakanlegri fyrir okkur, þvi það var ungur og myndarlegur íslendingur, sem þar hlaut svo sorgleg æfilok.— Það var í fyrra vetur, að íslenzkur maður var á gangi fyrir utan borg- ina Hull á Englandi eftir að dimt var orðið og kveikti í pípu sinni. Lögreglan sá ljósið og hélt að það væri njósnari frá óvinaþjóð að gefa einhverja bendingu og skaut i átt- ina til mannsins; skotin hittu hann og urðu honum að bana. Hugsið þið nú um! Hefði bif- reiðarstjórinn aldrei vanið sig á að reykja, hafði hann aldrei slept stýr- ishjólinu til að kveikja i vindlingn- um, og þá hefði vagninn hans að líkindum aldrei runnið út af vegin- um. Sama er að segja um hinn mann- inn. Hefði hann aldrei kveikt í pipu, hefði hann liklega aldrei verið skotinn.------ “Til þes seru vond dæmi að var- ast þau”, segir máltækið. Ef þú venur þig á að neyta tóbaks, getur enginn sagt nema að fyrir þér kunni að fara líkt eða eins og þessum mönnum. En þú veizt, að landið okkar er alt of fáment til að missa nokkum sona sinna á svo hrapar- legan hátt. Farðu þvi að minu ráði: Byrjaðu aldrei á að neyta þessa dýra, skað- lega og viðbjóðslega nautnameðals — og þig mun aldrei iðra þess. Vinsamlegast. H. Hannesson. —Æskan. Hvaðan fáum við korktappaaa? Öll vitum við líklega eitthvað um það, en ekki til fulls. — Korkið er börkur af sigrænni eik, sem eink- um vex á Spáni og í öðrum löndum við Miðjarðarhafið. í^egar kork- eikin er 15 ára gömul, er börkurinn orðinn nógu þykkur til þess að nota hann. Honum er þá flett af eik- inni, og að átta árum liðnum er þá kominn jafn þykkur börkur á hana. Þannig má taka börk af sömu eik- inni hvað eftir annað með 8 ára millibili, einum 10—12 sinnum. Korkstykkir eru bleytt í vatni og síðan þurkuð; að því búnu eru þau látin yfir eld og hituð og dregur þá korkið sig saman. Loks eru þau lögð undir þurra pressu og flött út meðan þau eru heit. Korkplöturnar eru siðan sendar um allan heim og tappaskerarar búa til úr þeim flöskutappa og fleira. —Æskan. ULL JV/IANITOBA-STJÓRNIN tekur að sér að selja ull fyrir bændur fylkisins. 1 fyrra seldi stjórn- in ull fyrir bændur og fékk 25* cent fyrir pundið að meðaltali. Með því að flokka ullina og selja hana í stórum stíl getur stjórnin fengið gott verð fyrir hana. Upplýsingaskjal no. 33 [prentað einungis á ensku] skýrir frá þessu fyrirkomulagi. Skrifið [ann- aðhvort á ensku eða yðar eigin máli] eftir eintaki af upplýsingaskjalinn. Látið svo einhvern sem les ensku segja yður hvað þar er sagt. VALENTINE WINKLER, Búnaðarráðherra í Manitoba. Margt smátt gerir eitt stórt jafnvel þegar um eldspítur er að ræða, þá ættu menn að hafa augun á smámunum. Viðartegundin, gæði brennisteinsins, hversu hægt er að kveikja á þeim EDDY’S ELDSPlTUR eru búnar til úr sterkum hreinum furuviði og ávo vel gerðar að í þeim kviknar frábærlega vel. Eddys eld- spítur hafa verið til sölu í sextíu og fimm ár það er því ekki að undra þó þetta félag kunni að búa til eldspít- ur. Það er altaf óhætt að reiða sig á vörur sem Eddy félagið býr til. • ,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.