Lögberg - 27.04.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.04.1916, Blaðsíða 2
2 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 27. APRIL 1916. Eftir Ellu Wheeler Wilcox. Á ríkismanns borði ræddust við rommstaup og vatnsglas hlið við hlið. Annað var rautt sem ólgandi blóð, en annað tært eins og krystalls flóð. Og vínguðinn mælti til vatnsins: “Á sögum við skulum skifta frá liðnum dögum. Ég man eftir veizlu með hlátri og hrópum, ég var hyltur sem kóngur, ég réði lögum, þá spekingar urðu að gjálfrandi glópum, þá gerði ég volæði' úr sældar dögum. Af kónga höfðum ég kórónu hleypti og kóngum sjálfum úr hásæti steypti. Og heiðarleg nöfn ég hlóð með vömm, ég heiðrinum stal, en veitti skömm. Ég hefi’ unglingsins freistað með einum dropa sem áður en varði breyttist í sopa. Á vegi til sæmdar ég varð honum töf og veitti að lokum nafnlausa gröf. Og vélarstjórans ég veikti þrótt og velti lestinni’ um miðja nótt. Og sökt hefi’ ég skipum á víðum ver, og vein hinna deyjandi góð þóttu mér. pví þau sögðu: “Sjá, þinn máttur er mikill; þér frægð, styrkur, auðlegð og atgerfi hneyga, og alt sem þér lýtur, skal visna og deyja”.” í1 Að lokum til vatnsins lét vínið mælt: “Af verkum slíkum þér getur ei hælt.” Og vatnið sagði: “Ég syng ei Ijóð um sigraða kónga né örvita þjóð. En varir hafa mér vilorð talað, því veikum og þyrstum ég hefi svalað. Ég hefi’ streymt um fjallið á ferð að unn og falist í silfurtærum brunn. Ég hefi skýfjötra rofið og fallið á fold og flóð yfir engin og grætt upp mold. Og dvalið hefi’ ég við dánarbeð manns og dropið á skrælþura tungu hans. Ég eyðimörk breytt hefi’ í blómsturreit og blessun hlotið í hverri sveit. Ég mylnunnar setti í hreyfing hjól, til handa svöngum ég komið mól. Og það sem var atað út af þér var aftur þvegið hvítt af mér. Ég hefi’ glatt og hjálpað og styrkt og stutt og stúlku og pilti blessun flutt. Ég fallins greiddi til gæfu stig, og gott er öllum að þekkja mig.” Á ríkismanns borði ræddust við rommstaup og vatnsglas hlið við hlið. . Og annað var rautt sem ólgandi blóð, en annað tært eins og krystalls flóð. F. H. Berg. Saga New York. (Framh.) Hollendingar töldu Englendinga hafa beitt sig hinu mesta ranglæti, mótmæltu biturlega og sögðu Eng- lendingum stríö á hendur. Ekki fór Stuyvesant heldur varhluta af ásökunum verzlunarfélagsins, fyrir aö gefast upp aö öllu óreyndu. “Eins og hann ehfði ekki sxðast liðin fimm ár fengið vopn og skot- færi og hermenn með hverju skipi frá Hollandi,—jafnvel meira en fé- lagið var fært um að bera. Svo honum var ekki minna ætlandi en að hafa virki og landvarnir í góðu lagi, að hann gæti mætt nokkur hundruð Englendingum og varið lögmætar eignir félagsins.” — Hol- lendingar keyptu landið af Indián- um. Stugvesant fór til Amsterdam, til þess að verja gjörðir sínar, kom til New York aftur og átti þar heim- ili til dauðadags, og var tálinn framkvæmdarsamur og 'ötull borg- ari. Hann bygði stórt og vandað hús með hollenzku byggingarlagi, hafði stóran blóma og trjágarð í kringum það og gróðursetti peru- tré í garðinum sinum, sem hann kom með frá Hollandi, sem óx þar upp og liföi í 200 ár, blómgaðist og varð til gagns og prj’ði. Stayvesant dó 1672.*) Hollendingar í New Amster- dam, sem var fyrir neðan Wall stræti á Manhattan, höfðu fátt af nútíðar þægindum. En það er í frá- sögur fært hversu kátir, glaðir og nægjusamir þeir voru. Ofnar eða eldstór, gólfteppi eða ruggu- stólar þektust þar ekki. Vasaúi eða klukkur ekki heldur, aðeins stundaglös. Nokkur silfur úr voru send þangað á síðustu árum hins hollenzka tímabils, en þau biluðu fljótlega, og þá kunni enginn að gera við þau. Matkvíslir eða borö- hnífar ekki til, keyrsluvagnar ekki heldur. Aðeins einn fyrir nýlendu- stjóra. Svo reiðhestar voru hafðir til ferðalaga. Kvensöðlar voru eng ir svo sessur voru notaðar í þeirra stað. .Tvimentu oft karl og kona saman, konan fyrir aftan. Hollendingar voru gestrisnir. Eí cinhvern bar að þeirra húsum, voru honum veittar góðgjörðir. Kven- fólk stundaði mikið hanflavinnu af ýmsu tagi. Á hverju hausti var haldin sölusýning, sem stóð yfir i sex vikur. Var þar búpeningur sýndur og verkfæri og húsmunir til sölu, fóru þá og fram ýmsir leikir til skemtana. Er getið um að m$nn hafi verið handteknir fyrir að slá knöttinn fknattleik) á strætum úti. Hollendingar héldu marga hátíð- isdaga*). Á jóladaginn óskaði hver öðrum gleðilegra jóla. Eftir það fóru ungir menn út á hinar frosnu, íslögðu mýrar, ffrazen svamps) að skjóta kalkúna fturkeys). Nýjársdagur var mikill gleðidagur. Þá heimsótti hver annan og keptist þá hver við ann- an að veita af sem mestri rausn, vín og vistir, og hefir það haldist við i New York til skamms tíma. (On Paas Easter Mondey) annar dagur páska var mikill gleðidagur, sérstaklega fyrir börn og unglmga. Mesti gleðidagur ársins var Sánkta I Nikulásar dagur ('Santa Claus), sem þá var hadinn 6. desember *) There were several great festl- vals: Christmas and New Years Day, Pease or Passover (sbr. páska). Most popular, however, among the children was Santa Claus or St. Nich- olas Day, December 6. (síðar sameinaður 25. desember). Sánti Nikulás var vinsælastur allra í New Amsterdam á þeim dögum Börnin hugsuðu sér ahnn kátan og glaölyndan gamlan mann með æsku- rósir i kinnum, fremur litinn vexti, með lága blóma kórónu á höfði. Með sleða hlaðinn allskonar vona- og óskalands varningi, og hreindýr gengu fyrir sleðanum. Þótt Hollendingar væru sparsam- ir, iðnir og atorkusamir, sem bænd- ur og fiskimenn — veiðimenn og hvað sem þeir tóku sér fyrir hend- ur, þá verður því varla neitað með sanngimi, að framfarir voru frem- ur litlar, á því timabili sem þeir höfðu yfirráð í New York. Land- ið var líka óbygt með öllu af hvít- um mönnum þegar þeir komu þang- að. Nýlendustjórar voru heldur ekki valdir sem lýðhollir stjóm- málamenn, heldur aðeins til þess að hafa saman sem mestar tekjur fyr- ir félagið og verður ekki annað séð en að þeim hafi tekist það sæmi- Iega. Það er rétt að kannast við það, að stjórnarskifti voru að mörgu leyti heppileg fyrir New York nýlendu. í staðinn fyrir að vera ófrjálst útibú (þrátt fyrir bæj- arréttindi á pappírnum) útlendrar einokurnarv'erzlunar, umkringt af óvinveittum nýlendum (enemy oolonies), sem hver um sig var voldugri að framförum og fólks- fjölda. New York varð ein af fleyri fylkjum undir sömu stjórn, sem öll töluðu sama tungumál og sem höfðu að miklu leyti sömu skilyrði. Fram- farir og fólksfjölgun var hultfalls- Iega miklu meiri undir stjórn Eng- lendinga á hundrað og ellefu árum, en á þeirri hálfu öld sem Hollend- ingar höfðu þar yfirráð. Þó voru framfarir ekki eins miklar undir stjóm Englendinga eins og afstaða og ástæður leyfðu, því stjómmála- stefna hinna ensku nýlendustjóra var eins mikið afturhald (conserv- ative) og þeir þorðu að beita. Þeir voru konungs fulltrúar. Tuttugu konunglegir (royal) landstjórar vom í New York á því tímabili sem Englendignar höfðu þar yfirráð, aðeins nítján eru nafn- greindir. Nöfn hinna ensku landstjóra í New York og þeirra stjórnartima- bil: Richard Nicolls . . . . 1664—1668 Francis Lovelace .... 1668—1673 Sir Edmonton Andros 1674—1682 Thomas Dougan .. .. 1683—1689 Henry Sloughter .... 1691— Benjamin Fletlher . . . 1692—1698 Earl Belmont.........1698—1701 Lord Combury .. .. 1702—1708 Lord Lovelace .. .. 1708—1709 Robert Hunter .... .. 1710—1719 William Burnet .. .. 1720—1728 Lord John Montgomery 1728—1731 William Cosby .. .. 1732—1736 George Clinton .. .. 1743—1753 Sir Danvers Osbome 1753—1753 Sir Charles Hardy . . 1756—1757 Robert Monckton . . . 1761—1765 Sir Harry Moore .... 1765—1770 Sir William Tryon .. 1771— Deposed in the revolution. The interregnum betveen several of those dates was filled by lieutenant- governors. Á því tímabili voru átta kórónu krýndir stjómendur Breta. Charl- es JI., James II., William III. og Mary Anna drotning og George- amir af Brunswick. Sem frjálslydnir stjórnmálamenn eða mannvinir var meðaltal hinna ensku nýlendustjóra ekki hátt. Sumir voru gamlir hermenn eða skipstjórar, sem stjórnin varð að sjá um. Nokkrir voru ungir aðals- manna synir, sem í embætti vom skipaðir af þeim ástæðum. Þó voru nokkrir þeirra skarpskygnir hæfi- leika menn. Einn af þeim síðast- töldu var yfirforingi Nicolls, fyrsti umboðsmaður Englendinga í New York. Staða hans varð erfið og yandasöm, svo varlega varð að fara. Sérstök lög varð að semja, og mörgum, siðum og venium að breita. Vann Nicolls það starf með gætni og hyggindum. Lagabók var samin, sem nefnd var hertogalög- gjöfin, því hertoginn af York var talinn Tigandi nýlendunnar. Vom lög þau mikið frjálsari og sam- vizkusamlegri en þvingunarlög Stuyvesants (the iron directorj. Dómnefnd var skipuð ('kviðdómur —jury) og lögregluréttur í bæum nýlendunnar. Einnig gátu menn áfrýjað málum til hæstaréttar (with right of appeal to Courtof Sessions). Dauðahegn- ing var lögð við landráð, manndráp, guðsafneitun, mannaþjófnað og fleiri glæpi. Þrælasala var leyfileg með heiðingja og glæpamenn, sem dæmdir höfðu verið til langrar fangelsisvistar, sannkristnir undan- þegnir. Verzlun við Indiánáa var öllum stranglega bönnuð, nema með sérstöku stjómar léyfi. Indiánum var stranglega bannað kukl og sær- ingar til kölska.*) Kirkjur voru stofanðar og skyldi þeim við haldið' eins og venja var til með ríkiskirkj- ur, með ákveðnum gjöldum. Ekki sést það neinstaðar tekið fram að þeim gjöldum hafi verið jafnað niður á alla eftir efnum og ástæð- um,-en miklar Iíkur virðast til þess, að kirkjugjöld hafi verið almenn skyldugjöld, og kemur þar og í hegningarlögunum fram að loforð um alment trúarbragðafrelsi hefir ekki verið haldið. “Engin trúar- brögð rétthærri en önnur”. “Eng- inn kristinn maður verður sektaður eða í fangelsi kastað fyrir trúar- skoðanir hans.” • Einsog áður er getið um, höfðu Englendingar sagt Hollendingum stríð á hendur, og Frakkar gengið í bandalag með Hollendingum. | NicolLs nýlendustjóri taldi mjög liklegt, að Hollendingar mundu gera tilraun til að taka aftur New York, af því þeir höfðu svo voldugan skipaflota. En De Ruyter, hinn vaski sjóliðsforingi Hollendinga sigldi flotanum frá West Indium til Englands, en kom ekkert við i New York. Sló þegar í bardaga milli hans og Englendinga, og varð De Ruyter svo nærgöngull að hann sökti skipum Englendinga á Thames fljóti. Friður var saminn 1667, og héldu Englendingar ný- lendum sínum í Ameríku. Meðan ófri'ður þessi stóð yfir, geysaði drepsótt óviðráðanleg í Lundúna- borg, 100,000 manns létust á fimm mánuðum. Litlu síðar kom upp bruni, einn sá stórkostlegasti í sögu borgarinnar, tveir þriðju hlutar af allri Lundúnaborg brann til ösku. (13,000 hús brunnu. Mark Pattison sagnfr.). Landplágur þessar og slys höfðu mikil og slæm áhrif á New York, verzlun féll í kalda kol, samgöngur og útflutningar frá Eng- landi urðu mjög litlar. 1668 bað nýlendustjóri Nicolls um lausn frá embætti, var Francis Loveloce herforingi skipaður eftir- maður hans. Eitt af helztu em- bættisverkum hans var að stofna póstsamband á milli Boston og New *) To “pow-wow” or perform ln- cantatloB to the devil. pess eru vtst fá dæml, a8 Indlánar hafi veriS sak- aSlr um galdra e8a særlngar.—Höf. York ('1672). Lovelace var frem- ur vinsæll stjómari, hrósar hann fyrirrennara sínum í bréfi til Ar- lington aðalsmanns: ‘N'icolls ný- lendustjóra hefir hepnast frábær- lega vel að stjóma fleiri þjóðflokk- um, með gagnólíkum skoðunum, í friði og spekt, og það á þeim tim- um, þegar margar aðrar þjóðir bár- ust á banaspjótum. Indiánum hef- ir aldrei verið jafn friðsamlega stjórnað.” Á síðasta stjórnarári Loveloce 1673, lentu Hollendingar og Eng- lendingar aftur í ófriði. New York búar vissu ekki fyrri til, en herforingjar Hollendinga Evertsen og Binckes sigla herskipum inn á New York höfn. Lovelace ný- lendustjóri var fjarverandi, svo þar var höfuðlaus her og lítið um vöm. Tóku Hollendingar New York eftir að hafa drepið nokkra hermenn. En nú. héldu þeir ný- lendu.nni aðeins nokkra mánuði. Þegar friðarsamningar voru undir- skrifaðir í Westminster, var þar tekið fram, að Hollendingar aldrei framar gerðu tilkall til New York nýlendu. Edmond Andros nýlendustjóri kom til New York 1674. Hann var fæddur aðalsmaður og hafði meiri hluta æfinnar verið við hirðina ensku. Faðir hans var hirðmeist- ari Charles II. Lærður vel og hafði miklar mætur á málaralist og gaf sig allmikið við stjómmálum. En var kaldur og drotnunargjarn og óþiður að upplagi. Húsfreyja hans Mary, var vel ment kona og hin sköruglegasta. Englendingar og hið ensku mæl- andi fólk og einnig hinir frjáls- lyndu Hollendingar í New York, höfðu trúað því og treyst að þeir nú mundu hafa frjálsari og fram- gjamari stjóm en þeir höfðu haft, undir hinu hollenzka kaupmanna félagi. En þeim varð það fljótlega ljóst, að það sótti í sama horfið hvað það snerti að einn maður réði öllu ("the one man power was still paramount). Þeir höfðu skift kaupmanna fulltrúa fyrir einvalds sinnaða hertogastjóm. Að sönnu hafði þeim verið veitt tilslökun ('con- cession), en þrátt fyrir það höfðu þeir engin áhrif—ekkert úrskurðar vald í sínum eigin málum C“no voice in their own affairs). Sum- arið 1681 var samin bænarskrá til James hertoga, og undirskrifuð af mjög mörgum. Var forgangsmað- ur John Younge, sýslumaður yfir Löngu eyjunni (Long Island). Var þar beðið um fulltrúa stjóm með sama (efta. líku) fyrirkomulagi og i öðrum pörtum Brezka ríkisins, en sárstáklega látin í ljósi óánægja yf- ir því að sköttum og inntektum ný- lendunnar sé eytt og þeir hafi þar ekkert vald yfir. Charles II. sagði að fulltrúa þing væri nauðsynlegt til þess að jafna niður sköttum Cassembly must by granted). William Penn Chinn frjálslyndi mannvinur og átrúnaðargoð Indi- ána i Pennisylvaniu nýlendu), sem þá var staddur á Englandi, ráð- lagði að New York nýlendu væri veitt það fyrirkomulag (“his system”), sem hann hafði dregið upp og þá var samþykt. James hertoga hafði boðist kaup- andi og hátt verð fyrir New York nýlendu, svo nú varð hann að ráða við sig hvað gera skyldi, selja'eða veita hin umbeðnu réttindi. afréð hann að gera hið síðara. Kallaði Edmond Andros heim og skipaði nýlendustjóra Thomas Dougan, og veitti hin umbeðnu réttindi að mestu Ieyti—mestmegnis. Dougan var frægur hershöfðingi og hafði verið konungs fulltrúi í Afríku. Fyrsta embættisverk hans, þegar hann kom til New York, var að skifta nýlend- unum í kjördæmi og skipa Tyrir um kosningar. í sambandi við þessar konsingar sést það að nýlendutak- mörk að austan voru Connecticut áin og Langa eyjan, Manhattan, Vineyard og Nontuck. Fyrsta fulltrúa þing í New York kom saman 17. október 1683. Flest- ir þingmenn voru Hollendingar eða af hollenzkum ættum. Þingforseti var kosinn Matthias Nicolls. Eftir þrjár vikur var þingi slitið. Hin fyrsta lagasamþykt, sem þing þetta gerði, var stjórnarskrá sem veitti aukin réttindi (“A Charter of Liberties and Privileges”) eftir kröfum nýlendubúa. Handrit af þessari stjórnarskrá, dagsett 22. apríl 1686, er til sýnir í bæjarráðs- húsinu í New York. Hefir verið farið eftir þeirri stjórnarskrá að m"rgu leyti með nxxverandi stjóm- ar fyrirkomulag New York borgar. Cliarles II. andaðist 1684. Tók þá við konungdómi eigandi New York nýlendu, James Rex. Hans fyrstu afskifti af New York voru að neita að samþykkja stjómar- skrána, þó gaf hann leyfi til að eftir henni mætti fara, þar til að önnur væri samin. New York búar sann- færðust fljótlega um að James Rex Ckonungur), var alt annar maður en hertoginn af York. Það er al- kunnugt að James II. var þröng- sýnn trúarofstækismaður sem not- aði vald sitt til þess að auka og reisa aftur við kaþólsku kirkjuna í rík- inu, en hann var fljótlega hrakinn frá völdum. Iðunn. Margir brostu þegar þess var getið að Iðunn gamla ætti að risa upp aftur. Hún var svo vinsælt rit fyrrum að ekkert hefir lengra kom- ist. hún náði meiri alþýðuhylli en nokkurt annað alþýðurit á íslandi. Þess þótti lika full trygging feng- in að hún yrði vel úr garði gerð í annað sinn, þegar það sást hverjir útgáfendur hennar voru. Jón Ól- afsson, Einar Hjörleifsson og Ágúst Bjamason eru allir svo víð- þektir og velþektir rithöfundar að ritið hlaut að verða gott frá þeirra hendi; það hefir heldur ekki brugð- ist. Ritið er bæði fjölbreytt, fræð- andi og skemtilegt. Einn kafli er í því, sem Vestur- íslendingum hlýtur að þykja skemti- legur; em það “Endurminningar æfintýramanns” eftir Jón Ólafsson. þar ber margt á góma, og leynir sér ekki foma fjörið og eldurinn í rit- hætti gamla mannsins. Hvert sem menn eru Jóni samdóma í stjóm- málum og öðru eða ekki, þá finn- ast tæplega tveir menn með íslenzku þjóðinni sem um það deili, að hann sé einn hinna mestu rithöfunda og skemtilegustu. Lögberg tekur upp nokkra kafla úr þessum “endur- minningum” og væntir þess að þeim dálkum þyki ekki illa varið er til þess fara. Úr endurminningum œfintýramanns Frósögn sjálfs hans. Eftir Jón Ólafsson. rpetta er hvorki œtlað til a8 vera nein ævisaga, né samfeld frílsögn, held- ur a8 eins meir og minna sundurlaus brot af endurminningum, og nota eg þær, þegar svo ber undir, fyrir umgerð um sm&myndir af mönnum, viBburðum eða háttum. — Höf.] I. Barnæska og uppeldi. Vorið byrjar ýmist 20. eða 21. marz. Mér er sagt, að árið 1850 hafi vorið byrjað 20. marz, og hafi sá dagur verið fyrsti miðvikudag- ur í einmánuði. Veður er mér sagt, að hafi verið bjart, hjarn að vísu á jörð, en glaða sólskin og hlýindi, eftir því sem úm er að gera á þeim tíma árs. Ekki býst eg við að eins hafi viðrað um land alt, en svona viðraði á Kolfreyjustað x Fáskrúðs- firði þennan dag. Sé það ekki rétt hermt, ber eg enga ábyrgð á því. Eg man eðlilega ekkert eftir því, því eg hafði annað að gera þann dag, en að setja það á mig. — Eg var nfl. að fæðast í þennan heim. En eg hefi alt af verið heldur upp með mér af því síðan, að fæðast þannig vorsins bam, enda ekki leið- um að líkjast, þótt ólíku sé saman að jafna; því að þennan dag voru þeir lrka á sinni tíð fæddir, Hora- tius og Henrik Ibsen, og drottinn veit, hve margir fleiri merkismenn en við þrír. Móðir mín var rétt tvítug þegar hxin átti mig, og er svo að sjá, sem faðir minn hafi búist við, að koma mín í þennan heim mundi ekki ganga sem greiðlegast, þvi að þótt hann fengist sjálfur mikið við lækningar og hefði lækn- inga-leyfi (veniam practicandi), þá hafði hann þó verið svo forsjáll aö senda eftir Gísla héraðslækni Hjálmarssyni til að Ieiða mig x kór í þessum heimi; enda sýnist ekki hafa af því veitt, því að hann varð að draga mig inn í heiminn með töngum. Sáust tangamörkin á báð- um gagnaugum mér nokkur ár á eftir. Það er siður, þá er menn vilja vita deili á manni, að spyrja um for- eldra hans og ættemi. Eg er nú heldur fáfróður í þeim efnum, en skal þó reyna að leysa úr þessum spumingum eftir föngum. • Faðir minn hét Ólafur, fæddur 17. ágúst 1796 á Borg í Skriðdal, sonur Indriða Ásmundssonar bónda þar. í æfisögu Páls bróður míns framan Við 2. bd. Ljóðmæla hans hefi eg skýrt frá ættemi föður okk- ar svo sem mér er kunnugt.*) Móð- ir mín hét Þorbjörg Jónsdóttir, Guðmundssonar, gullsmiðs og1 söðlasmiös, þá á Vattarnesi, en síð- ar í Dölum í Fáskrúðsfirði. Faðir hans vaF Guðmundur Magnússon, hreppstjóri á Bessastöðum í Fljóts- dal, síðar bóndi í Fannardal í Norð- firði. Guðmund tel eg einn af merk- ustu mönnum í þeim legg ættar minnar, og verð eg að geta hans dálítið nánara. Gámngar kölluðu hann stundum “Lyga-Gvönd”, þennan langafa minn. Þó sagði hann að almanna rómi aldrei neitt það ósatt, er nokkrum manni gæti verið til meins eða miska. En hann hafði gaman af að segja ótrúlegar kynjasögur, sem ekki voru ætiaðar til þess, að neinn maður tryði þeim, heldur annaðhvort mönnum til gamans, eða þá stundum til að ganga fram af mönnum, sem voru ýknir og skreytnir. Þæt sögur eru til eftir hann, sem í engu standa að baki Múnchhausens. T.d. þessi: Guðmundur átti hest góðan, brúnan, vakran vel, en fljótan með afbrigðum á stökki. Guðmundur KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj- umst það að vera algjörlega hreint, og það bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott af því það er búiðtil úr safa- nikluenmildu tóbakslaufi. MUNNTÓBAK lét einatt mikið af klámum og sagði meðal annars einhverju sinni svo frá flýti Brúns: — Eg var eitt sinn á heimleið úr ferð og kom um kveld í hlaðið á Brekku. Húsfreyja stóð úti og bauð mér að koma af baki og þggja eitthvað gott. Eg hafn- aði þvi þó og sagðist vilja hraða mér heim, því að veður leit ekki tryg?úega út. Hún spurði þá, hvort ekki mætti bjóða mér mjólk- ursopa, þvi að griðkonur vom að koma af stöðli. Aldrei kvaðst eg mjólk hafna, og fór hún inn, en eg sat á baki; kom hún út aftur að vörmu spori með fjögra marka ask fleytifullan af spenvolgri nýmjólk og bauð mér. Eg setti askinn á munninn og tók að þamba af hjart- ans lyst. — Eg veit þá ekki fyrri til, en að klárinn tekur viðbragð og þýtur alt í einu á stað á harðasta stökki; eg misti náttúrlega askinn úr hendinni með því sem eftir var í honum; en Brúnn þaut áfram ems og elding og hægði ekki á sér eða staðnæmdist fyr en heima í hlaðinu á Bessastöðxxm. í því að kláráinn stöðvaðist og ég ætlaði af baki, dundi á mér sá harðasti haglbylur, sem eg hefi út í komið. Svo hart var haglið, að eg þoldi ekki við og hafði engin önnur ráð með hestinn en að kippa honum með sér inn í bæjardyrnar til að spretta þar af honxxm. En þá gekk nú heldur en ekki fram af mér! Hesturinn var alveg hárlaus að aftan, öll lendin fram að hnakki, hárlausari heldur en rökuð gæra. Þá fór eg að skilja hvers kyns var; haglbylurinn hafði skollið á lendinni á Brún, þegar eg var að drekka úr askinum, en hann þá brugðið snögt við á sprettinn, og hann og vindurinn verið svo ná- kvæmlega jafn-fljótir, að haglið náði mér ekki fyr en Brúnn stað- næmdist í hlaðinu á Bessastöðum; en haglið hefir lamið altaf jafnt og þétt á lendinni og lamið af honum hvert hár, en þetta hefir gert Brún eins östöðvandi og hann varð, þvi að það hefir verið eins og hann væri sífelt keyrður með svipu. Fleiri sögur kunna menn enn á austurlandi eftir Guðmundi. En það yrði oflangt mál að telja þær hér. Að eins skal eg geta þess, að eitt sinn, er hann var að lýsa því, hve stormasamt og illviðrasamt gæti verið í fjallinu hjá sér, sagði hann svo frá: Eg var einu sinni snemma vetrar uppi x fjalli að huga að kind- um mínum; þá skall á moldviðris- bylur með fárviðris-stormi, svo að eg sá ekki fótum minum forráð og vissi ekki af fyr en eg steyptist fram af sextugxun hamri, svo að mölbrotnaði í mér hvert einasta bein, og með mestu guðs mildi að eg slasaðist ekki. Þáð var segin saga, að Guðmund- ur sagði sögur sínar með mesta al- vörusvip, og lét sér þá aldrei stökkva bros. — Hann hefir verið kými-skáld í óbundnu máli. Móðir xxxóður minnar hét Val- gerður; hún dó hjá Ólafi syni sín- um í Minnesota vorið 1894 og var þá um nírætt. Faðir hennar var Bjarní Oddson, skipasmiður og bóndi í Kollaleiru í Reyðarfirði. Hann minnir mig að væri á níunda ári yfir nírætt, þegar hann dó. Eg var þá i skóla. Hann var iiagleiks- maður eins og öll sú ætt var. Hann hafði svo góða sjón til æfiloka að hann las gleraugnalaust. En h-yrn- arlítill var hann síðari árin og þá farinn að muna bezt það sem gerst hafði í æsku hans. Ilann mundi vei frönsku stjómarbyFinguna og sagði vel frá. Móðirætt mín er hin nafnkunna Hákonarstaða-ætt, þeirra Pétranna, hvers fram af öðrum. Svo sagði móðir mín rné’r, að sú ætt væri hin sama sem séra Péturs á Víðivöll- um, föður Péturs biskups, og þá að líkindum sama Péturs-nafnið. Kunni hún að rekja það saman, þvi að hún var ættfróð. Frekari greinargerð ka^in eg ekki á ætt minni að gera. Faðir minn var tvíkvæntur og átti við fyrri konxinni 4 böm, er upp komust: Önnu, Pál, Ólaviu og Þórunni. Anna systir min giftist Siggeiri stúdenti Pálssyni, er siðar varð prestur að Skeggjastöðum,*) *) Indriði afi minn var sonur Ás- mundar Helgasonar, brðður Jðns sýslu- manns Helgasonar í Skaftafallssýslu. Brððir Indriða var Hallgrímur Ámunds- son í Sandfelli, gáfumaður og skáld- Ólavia giftist Birni Péturssyni Cfrá Valþjófsstað), er síðar varö alþing- ismaður um nokkur ár, fór síðan til Ameríku, misti þar konuna og kvæntist aftur ameriskri konu, varð kennimaður Únitara-safnaðar í Winnipeg og dó þar**J. Þórunn systir mín giftist Þorvaldi móður- bróður mínum, svo að faðir minn var bæði mágur hans og tengdafað- ir’ €n Þau Þórunn og Þorvaldur voru með öllu óskyld. Pál kannast aUir vi» og hefi eg ritað æfiágrip hans framan við 2. bildi ljóðmæla hans. Sv° sagði Páll mér, að faðir okk- ar hef«i verið mjög strangur viö börnxn 1 uppeldi, og eiginlega alt of strangur svo að það hefði fjarlægt þau honum of mikið, einkum sig og, ef til vill, Ólavíu nokkuð, svo að það hefði fyrst verið þegar þau voru orðin fullorðin, að þeim hefði orðið verulega hlýtt til hans; en upp frá því hefði sér orðið æ betur og betur við hann ár frá ári, eftir því sem hann hefði þekt og : kilið hann betur. En svo sagði Páll mér, að þegar eg hefði fæðst, hefði faðir okkar alveg skift um uppeldisaöferð, og fylgt annari stefnu við okkur seinni konu börnin; hefði hann sagt sér það fullorðnum, að hann heföi al- veg skift um skoðun í því máli, og sig iðraði þess mest, að hann hefði verið of strangur áður við bömin. — Við vorum að eins tvö síðari konu börn, eg og Kristrún, fimm árum og átta dögtmi yngri en eg, og það er af mér að segja, að eg get ekki hugsað mér ástúðlegri og blið- ari föður, heldur en hann var okk- ur, og sama mun um Kristrúnu að segja. Mig skorti 16 daga á 11 ár þegar hann dó, en Kristrúnu skorti þá 24 daga til að vera 6 ára. Móð- urástinni er við brugðið og flestir, sem eg þekki, hafa elskað móður sína meira en föður. Mér hefir verið alveg gagnstætt farið; mér var alt af faðir minn svo miklu kær- ari en moðir min. Hxin var mæt og merk fcona og prýðis vel gefin bæði til sálar og líkama, og unni hún okkur bömum hugástum aö sjálfsögðu. Hún var ekki stórlynd kona, en tilfinningasöm og nöld- ursöm meöan vi'ö vorum á unga aldri. Eftir að við óxum upp, var hún barnaleg í því, að henni fanst að sjálfsögðu að við ættum að fall- ast á sinar skoðanir í þeim efnum, þar sem við höfðum vitanlega miklu betra skyn á. Þetta gerði skaps- mUni hennar nokkuð þreytandi fyrir okkur, því að þessi skaps- munabrestur, kom aðallega fram við okkur systkinin. Hún vildi okk- ur alt hið bezta, og við Kristrún vildum auðvitað hvort um sig, aö henni liði sem bezt. Hún var hjá okkur á víxl, en þreytti okkur og þreyttist á okkur í víxl. Að því er mig snertir, fann eg oft til þess, að þetta væri að nokkru leyti mér að kenna, og hefi eg þó annars yf- irleitt komist vel af við alla menn, sem eg hefi verið í sambúð við. —Iöunn. (Trh.). mæltur. Dóttursonur hans er Sigmrður próf. Gunnarsson I Stykkishólmi. Ann- ar dóttursonur hans er Bjami Jónsson, ritstjóri Bjarma. í þriðju lið frá Hall- prrlmi er Gunnar Gunnarsson sagna- skáld I Danmörku. Indriði afi minn var tvíkvæntur; sonur hans af síðara hjónabandi var Ásmundur, faðir Indriða í SBljateigi, föður Helga I Skógargerði, fóður Indriða rafmagns-iðnmanns ð. Eskifirði; móðir hans er sonardóttir Hallgrlms I Sandfelli. *) Prjd af bSrnum þeirra komust upp:_ Stefania, Bjarni og Malena. Stefania kvæntist séra Sæmundi Jðns- syni, og eru þeirfa synir: séra ólafur I Hraungerði, Geir biskup á Akureyri og Páll cand. phil. I Höfn. **) Af þeirra börnum eru fjögur á tífi: ólafur læknir I Winnipeg; Anna gift Stlg porvaldssyni frá Kelduskóg- um, kaupmanni á Hallson I N.-Dakota; Halldóra, gift páli Bardal I Winnipeg Og Sigrún, gift norskum manni I Ameriku. Björn átti son utan hjóna- bands, þann er Sveinn heitir; hann er kvæntur Kristrúnu alsystur minni og búa þau I Seattle, Wash., U.S., og eiga bæði börn og barnabörn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.