Lögberg - 18.05.1916, Qupperneq 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
18. MAI 1916.
I höfuðstaðnum.
Höfuðstaðurinn í hverju landi er að mörgu
leyti helgur í hugsun landsmanna; enda er það
eðlilegt. par eru venjulega flestir þeirra manna,
sem þjóðin trúir fyrir aðaltrúnaðarmálum sínum.
Par eru geymdar helgustu menjar frá sögu þjóðar-
innar á söfnum hennar og stofnunum.
par á að vera höfuð landsins og sál þess. par
kemur saman þingið, mennimir sem helgustu
skyldur hafa tekist á hendur sem þjóðfélagið á til.
Par eru samin lög sem ráða lífi manna og dauða
þeirra; þar eru lagðar þær götur sem bömum þjóð-
arinnar er skipað að ganga.
Siðferðisreglur og merkjalínur milli þess sem
rétt er og rangt eru lagðar þar og þess krafist að
þeim sé fylgt.
Par eru sameinuð hin andlegu og veraldlegu
boðorð, sem þjóðinni ber að hlýða. peir menn
sem beztir og vitrastir eru taldir eru kjömir til
þess að vinna þar í bróðerni og eingöngu af óeig-
ingjömum hvötum. Samkvæmt beztu samvizku
og þekkingu. peir sverja þess dýran eið með hönd
á hjarta og kalla til vitnis guð á himninum, að þeir
skuli láta réttlæti, sanngimi, og samvizkusemi
ráða hverri sinni athöfn í því trúnúaðarsæti sem
þeim hefir hlotnast. peir sverja þess dýran eið
að breyta aldrei gegn betri vitund, svæfa aldrei
samvizku sína, hlusta aldrei á aðrar raddir en þær,
sem þeirra innri sanni maður hvísli að þeim í
hverju máli sem er.
Peir sverja þess dýran eið að réttur hvers ein-
staklings skuli vemdaður af þehn og engum
stærra bróður leyft að troða annan minni um tær
eða beita hann ójöfnuði. peir sverja þess dýran
eið að vernda fjárhirzlu ríkisins, sem lögð er 1
þeirra hendur; vemda ávexti þeirra svitadropa,
sem bændur og aðrir verkamenn hafa framleitt
með ærlegu starfi og spamaði.
Pað þykir jafnvel framamerki að hafa komið
til höfuðstaðarins í hverju landi sem er og tals-
vert skorta á fullkomna menningu þeirra, sem al-
drei hafa verið þar.
En það er með þetta eins og margt annað, að
þekkingarleysið og fjarlægðin slær helgiblæ á
staði, persónur, hluti og athafnir. Margir nafn-
greindir menn græða stórkoctlega á því hversu
fáir þekkja þá persónulega. Skáldin sum, sem
fegurst ljóðin yrkja, eru írð og styrð í geði og
viðbúð; siðferðislág og hneygð til óreglu.
Prestar, sem hæst og fegurst tala og þyngsta
dóma fella yfir alþýðu manna fyrir syndir og yfir-
sjónir og vinna sér víðfrægt nafn, eru stundum
nokkrum tröppum neðar en í miðjum stiga sjálfir.
Dómararnir, sem halda langar áminningar-
ræður yfir fátæklingnum, sem varð það á að taka
brauð sem hann átti ekki til að seðja með svelt-
andi börn, þegar mannfélagið synjaði honum um
ærlega vinnu og hann gat ekki heyrt hungursgrát
sinna eigin afkvæma, taki sjálfir þátt í samsæri
á bak við tjöldin til þess að raka fé í eigin vasa,
með stórkostlegum pólitískum þjófnaði, og koma
svo fram fyrir guð sinn í instu sætum kirkjunnar
með barnslegum sakleysissvip.
Og svona mætti lengi telja; líf sumra manna
og breytni þeirra í virkileika er oft í sterku ósam-
ræmi við ytri athafnir og yfirskyns látalæti.
En það er oft nægilegt til þess að villa f jöldan-
um sjónir og vinna sér stórt nafn og víðtækar
virðingar þeirra sem í fjarlægð búa eða ekki
þekkja til.
Og því er eins varið með höfuðstaði vora. Vér
?ekkjum yfir höfuð of lítið hvað þar fer fram,
erum þar ekki nógu kunnug. Vér lítum upp til
þeirra sem þar ráða lögum og lofum, því þeir eru
fínt klæddir, hafa fulla vasa fjár, mikil völd og eru
margir hverjir hið ytra prúðir í framgöngu —
En þegar skygnst er inn um einhverja glufu,
og Ijósgeisli skín inn fyrir tjöldin, þá vill það oft
til að hugmyndin breytist—virkileikinn rífur þá
missýninga blæjuna frá augum manns og alt sést
í sínu rétta ljósi.
pað lítur ósköp vel út að sjá flöggum veifað
og höndum klappað til lofs og dýrðar landsvöm-
um og þjóðhollustu.
Pað lætur ósköp vel í eyrum að heyra langar
og stórorðar ræður um það hversu mikið eigi að
leggja í sölumar fyrir alríkið og vemd þess.
Já, þetta er hvorttveggja fagurt og væri virð-
ingar vert ef verk og athafnir sýndu það, að þar
fylgdi jafnan hugur máli.
pað sem fram hefir komið í höfuðstað vorum
að undanförnu, getur ekki annað en veikt það
traust, sem hver þjóð á heimting á að geta borið
til trúnaðarmanna sinna.
Skömmu eftir að stríðið byrjaði, komst sá orð-
rómur á, að löngum fingrum mundi farið um fé
fólksins, í sambandi við það. petta þótti útrúlegt
og var því mótmælt eindregið af öllum flokkum.
pað þótti óhugsandi að nokkur fyndist sá land-
ráðamaður á stríðstímum að hann neytti valda
sinna í hvaða stöðu sem hann var þannig að stríð-
ið sjálft og ættjarðarástin sem við það var tengd
yrði notað sem múrveggur umhverfis ríkisfjár-
hirzluna svo ekki yrði komist að því að sjá þegar
ræningjarnir opnuðu hana og fyltu úr henni vasa
sína.
Slíkar tilgátur þóttu óhæfilegar. En óhugur
fólksins jókst; grunurinn styrktist þangað til hann
loksins hafði tekið sér rótfestu í þjóðarmeðvitund-
inni sem vissa og virkileiki.
pjóðin og þeir fulltrúar hennar sem hreinar
hendur höfðu töldu það sjálfsagt að sá er æðsta
sætið skipaði væri að öllu leyti laus við þá óhæfu,
sem sumir aðrir voru grunaðir um. Og ekki ein-
ungis töldu menn það víst að hann væri sjálfur
saklaus, heldur var því treyst og út frá því gengið
að hann yrði fyrstur manna til að leyfa fulla og
ótakmarkaða rannsókn—jafnvel þótti sjálfsagt
að hann krefðist hennar.
Ef alt var hvítt og fullkomin ráðvendni í öll-
um efnum, þá var ekki neina rannsókn að óttast
og engu að leyna. pá var það meira að segja stór
ávinningur fyrir þá sem grunurinn hafði fallið á
að rannsakað væri; og það var stjórnarfarsleg
skylda hins æðsta manns að vemda þannig mann-
orð embættisbræðra sinna og starfsmanna, að þeir
þyrftu ekki að liggja undir ástæðulausum grun.
Ef eitthvað var hæft í kærunum, þá var það.
einnig heilög skylda mannsins sem fyrir fjórum
árum sór það við guð almáttugan að fylgja rödd-
um samvizku sinnar í stjómarsessinum að láta
sannleikann koma í ljós.
pað var því alveg sama hvort kærurnar voru
á rökum bygðar eða ekki, það var skylda stjórnar-
formannsins að heimta fullkomna rannsókn; í
öðru tilfellinu til þess að vernda mannorð þeirra,
sem sakirnar voru bomar á, ef þeir voru saklaus-
ir, í hinu til þess að hegna sekum og koma í veg
fyrir framhalds glæpi, ef um sekt væri að ræða.
En hvernig fór? Var það æðsti maður stjórn-
arinnar sem rannsókn heimtaði samkvæmt skyldu
sinni, eiðum og loforðum? Var það hann sem
glöggust sýndi þess merki að hann vildi láta sann-
leikann og allan sannleikann koma í Ijós?
Látum sögu þingsins í höfuðstaðnum svara
þeim spurningum.
Eins og getið hefir verið um í Lögbergi, skip-
aði Ottawa stjórnin nefnd manna til þess að sjá
um skotfærakaup og tilbúning þeirra. Sú nefnd
vann auðvitað undir eftirliti og á ábyrgð stjómar-
innar. pessi nefnd hafði með höndum hundruð
miljóna af fé verkafólksins í Canada. pví var
haldið fram að nefndin hefði farið óráðvandlega
og ráðleysislega með þetta fé. pví var neitað og
það talið landráðum næst að geta þess til um hina
eldheitu þjóðræknispostula að slíkt gæti átt sér
stað.
Loksins kom það eins og þruma úr heiðskíru
lofti að stjórnin á Englandi sendi fulltrúa hingað
til þess að rannsaka hvernig á því stæði að fyrst
og fremst fengust ekki skotfæri héðan þegar
þeirra var þörf og í öðru lagi að það litla sem fékst
var selt með uppsprengdu verði.
Árangur þessarar sendifarar var sá að Sir
Thomas, sá er Bretar sendu, krafðist þess að
nefndin yrði látin hætta störfum og önnur nefnd
sett í staðinn. petta var gert.
En kærurnar héldu áfram og kröfur um rann-
sókn. Fram á það var sýnt að þeir sem í nefnd-
inni hefðu verið, hefðu keypt vörurnar af sjálfum
sér með þessu óforsvaranlega verði. peir hefðu
verið bæði seljendur og kaupendur og ráðið verð-
inu að öllu leyti.
En því var enn þá haldið fram að engin óráð-
vendni hefði átt sér stað.
Pá kom Laurier fram 7. marz og hélt ræðu sem
geymast mun í sögu þessa lands, eins lengi og saga
verður til. Lagði hann það þar til að skipuð yrði
óhindruð og fullkomin þingnefnd til þess að rann-
saka málið.
í ræðunni fórust honum þannig orð:
“Herra þingforseti! Ástæðan til þess að eg
hefi borið upp þessa tillögu er þinginu kunn; meira
að segja vel kunn, jafnvel áður en eg skýri hana.
Svo mánuðum skiftir er síðan að sú ástæða
heíir verið borin fram í blöðum landsins, og sú
rödd orðið sterkari með degi hverjum meðal manna
af öllum pólitískum flokkum. Og þegar eg tala
um blöðin, þá get eg í bráðina gengið fram hjá
Liberal blöðunum og haldið mig að þeim heim-
ildum, sem eg nota aðeins við þau blöð, sem
styrkja stjómina, og einkum má þá nefna þau
blöð, sem sérstaklega eru einbeitt á móti Liberal-
flokknum, þrátt fyrir það þótt þau eindregið hafi
svo mánuðum skifti heimtað það að stjórnin léti
rannsaka málið til fullnustu; rannsaka athæfi
skotfæranefndarinnar. Krefjast blöðin þessa sem
skyldu er stjórnin verði að leysa af hendi, ekki
einungis þjóðarinnar vegna, heldur einnig flokks-
ins vegna og sjálfrar sín. Og eg veit að enginn
heldur því fram að eg mæli ósatt eða halli máli
þegar eg geri þessar staðhæfingar.
Tillaga mín er sú að sérstök þingnefndk sé
skipuð, til þess að rannsaka allar gerðir skotfæra-
nefndarinnar, sem skipuð var af hermálaráðherr-
anum, samkvæmt yfirlýsingu forsætisráðherrans
í þinginu 15. apríl 1915. Að rannsökuð séu öll
skotfærakaup nefndarinnar og önnur störf henn-
ar, og slíkri nefnd sé heimilaður réttur til þess að
yfirheyra vitni undir eið og krefjast þess að kom-
ið sé fram með bækur, skjöl, bréf og blöð, og að
nefndinni sé falið að gefa skýrslu jafnótt til
þingsins, eftir því sem við þykir eiga.”
Á móti þessari tillögu var mælt og hún talin
ósanngjörn, þar sem engar líkur væru til þess að
fjárdráttur hefði átt sér stað. pví svaraði Laurier
þannig:
“Eitt er þó að minsta kosti það, sem enginn
dirfist að hafa á móti og mætti kallast sorglegur
sannleikur; það er það að jafnvel þótt svo væri
að peningar hefðu ekki tapast fyrir handvömm í
sambandi við starf skotfæranefndarinnar, þá
hefir samt tími tapast, og tímatap er tíu sinnum
meiri plæpur en peningatap. Vér getum greitt
peninga fyrir skotfæri, en fyrir skotfæraskort
verðum vér að borga með blóði, og eg staðhæfi að
vegna skorts á skýldurækni skotfæranefndarinn-
ar hefir tími tapast og vegna þess tapaða tíma
hafa orustur tapast, þúsundum mannslífa hefir
verið fórnað; sugurvinningunum hefir ekki verið
haldið áfram; óvininum hefir ekki orðið fylgt á
eftir, þegar hann lét undan síga og stríðið hefir
þannig verið lengt. pað er af þessum ástæðum og
þeim skelfingum sem af þessu hefir stafað,
sem eg í dag í þingsætinu ákæri skotfæranefnd-
ina, tel stjórnina vera ábyrgðarfulla og krefst
rannsóknar.” — “Vér vissum það ekki áður, en
vér vitum það nú, að banaamenn voru neyddir til
að leggja á flótta; ekki negna ofureflis óvinanna,
heldur öllu fremur vegna þess að þá brast byssur,
kúlur og alls konar skotfæri. Og þegar þau gleði-
tíðindi bárust oss um síðir til eyrna, að bandamenn
hefðu hafið árásir; að þeir hefðu ráðist á hægri
íylkingararm pjóðverja, og rekið hann á flótta
frá Marne til Aisne, þá var björt og stór vonin
meðal vor hér megin Atlanzhafs, um það að flótti
pjóðverja yrði að halda áfram frá Aisne til Rínar;
þessi von lét sér þó til skammar verða. Ástæðuna
fyrir því vissum vér ekki þá, en vér vitum hana
nú; hún var sú að bandamenn brast skotfæri þeg-
ar me'st reið á.
Síðan höfum vér frétt það að hinir sigursælu
og hugrökku menn, feldu gremjutár og þau mörg
vegna þess að þeir urðu þegar sigur var sjáanleg-
ur, að láta undan síga vegna skotfæraskorts og
gátu þessvegna ekki rekið pjóðverja burt af
Frakklandi og Belgiu, heim til pýzkalands.
Alt til þessa tíma hafa aðeins tveir menn úr
ráðaneytinu séð um þessi mál. pað er Sam Hugh-
es hermálaráðherra og Meighen dómsmálaráð-
herra. Eg skal aðeins benda á fyrstu ræðu her-
málaráðherrans. Hann blátt áfram gekk fram
hjá öllum kærunum með því að veifa hendinni með
lávarðarsvip. En hann skal vita það sá góði herra
að það er ekki sama að ganga fram hjá kærum og
að sanna að kærur séu rangar. Og þótt hermála
ráðherran haíi látið til sín heyra, þá hafa samt
ekki lækkað né fækkað þær raddir, sem rann-
sóknar krefjast.” (Frh.).
Heimska.
i.
Pað er bæði fróðlegt og kátbroslegt stundum
að taka eftir því á hverju fólk byrjar að lesa í
blöðum þegar þau koma. Og það er víst að ef
safnað væri skýrslu um það, þá gæti hún orðið
talsvert áreiðanlegur mælikvarði fyrir andlegum
þroska og almennum hugsunarhætti.
Vissir menn líta æfinlega fyrst á þá deild blað-
anna, sem skýra frá markaði og vöruverði; aðrir
—og þeir eru mýmargir—sérstaklega meðal hinna
yngri manna, drekka í sig alt það sem heyrir til
leikhúsum, myndasýningum og svokölluðum
íþróttum. Og þó er fyrst vakin lestrarfýsnin til
fulls og alls ef um það er að ræða að einhverjir
tveir mannbolar berjast einhversstaðar og veðjað
hefir verið um hvor þeirra vinni. Auðvitað er
þetta ekkert annað en svívirðileg eftirlíking nauta-
atsins á Spáni. par sem nautin voru ferfætt og
rétt sköpuð, í stað þess að hér í álfu eru þau þann-
ig vansköpuð að þau eru ógeðsleg eftirlíking af
manni. “Já, ungu mennimir eru “spentir” fyrir
þess konar skrælingjaleikjum.
En það er fleira, sem eftirtektavert er við
blaðalesturinn.
Einstöku maður fer altaf fyrst þar í blaðið
sem hann sér kvæði; en þeir eru sára fáir.
Sögumar eru sólskinsblettur sem marga laðar
að sér og eftir því fleiri sem meira er í þeim af
æsingum og minna af viti.
En þó er það auglýsingin hans Eatons sem
flesta og fyrsta fá lesendurna; og það er víst
óhætt að fullyrða að aldrei líði svo dagur í Winni-
peg að minsta kosti að ekki séu hundruð kvenna og
jafnvel manna sem glæpist þannig á auglýsing-
unni hans Eatons að þau kaupi eitthvað sem þau
höfðu alls enga þörf fyrir og hefði aldrei dottið í
hug að kaupa.
Skrítla er sögð um það að kventreyjur höfðu
lengi legið í hyllu í búð nokkurri—hvort það var
hjá Eaton eða einhversstaðar annarsstaðar vitum
vér ekki. — Treyjumar kostuðu $3.00. En þær
höfðu ekki selst. pá kom einhverjum það ráð í
hug að auglýsa þær “á sölu”, sem kallað er. Nýir
verðmiðar voru búnir til á treyjumar og sagt að
þær kostuöu $5.00, en á sama tíma væru þær nið-
ursettar ofan í $3.99, og þetta niðursetta verð—
þessi óviðjafanlegu kjörkaup—áttu aðeins að
standa yfir næsta laugaruag, var því um að gera
að koma nógu snemma og ná í eina treyju, áður
en pær yrðu uppseldar.
Hún var lesin auglýsingin sú, og það var mann-
kvæmt í búðinni laugardaginn þann. peim sem
komu klukkan 10 var sagt að ekki væru eftir
nema eitthvað 6 treyjur og kl. 4 eftir hádegið voru
þær álíka margar—og þó var altaf verið að kaupa.
En treyjumar voru alls 300 og þær seldust allar
fyrir $3.99, þótt þær kostuðu upphaflega'ekki
meira en $3.00. pannig hafði verzlunin $297.00
fyrir þær fram yfir það sem þær áttu að seljast
fyrir upphaflega.
Og allir þóttust fá mestu kjörkaup. Að fá
$5.00 treyju fyrir rúma $3.00—já, eða $3.99, sem
var svo að segja sama—það var gróði.
Já, 99 cent, það er einhver fínasta veiðibrella
sem verzlunarmenn hafa fundið upp fyrir augna-
sand; fátt villir mönnum oftar sjónir en það.
peim finst það svo sem munur að borga $4.00 eða
ekki nema $3.99.
Ef þeir sem hjá Eaton vinna væru allir spurðir
hvort þessi aðferð, sem hér var skýrð væri aldrei
höfð þar og þeir allir létu samvizku sína svara,
hvernig ætli svörin yrðu þá ? Gaman væri að vita
það.
pað er ekki dæmalaust að fólk hafi gert sér
ferð niður til Eatons til þess að kaupa eitthvað
smávegis sem hafi verið niðursett um 10 cent og
borgað 10 cent í fargjald á strætisvagni til þess
að komast þang^ð og heim aftur.
m
THE DOMINION BANK
Hc IDMVKD B. OMLKB, M. r„ Pcm W. D. MATTHBWS .TlN-rm.
C. A. BOflERT, fl«MHl Maoagw.
!T
Varasjóður og óskiftur gróði. . . , $7,300,000
Stofnsjóður...................$6,000,000
BYRJA MA SPAiriSJÓÐSRKIKIÍING MEÐ $1.00
pað er ekki nauðsynlegt fyrir þig aS btSa þangað til þú
átt álitlega upphæt til þess aC byrja sparisjöðareikning við
þennan banka. Viðskifti m& byrja með $1.00 eða melru, og
eru rentur borgaðar tvisvar & &ri.
ffl
Notre Darae Branch—W. M. IIAMII/IX)N, Manager.
Selklrk Branch—M. S. BURGER, Manager.
Tveir menn hafa gert sína
skrítluna hver. Annar var Mark
Twain, hinn var Georg Brandes.
Sagði Brandes frá því að mað-
ur hefði átt 10 aura hjá kunn-
ingja sínum. Honum skrifaði
hann bréf og bað hann að greiða
skuldina, og_ varð að borga 10
aura undir bréfið. Hann fékk
boð aftur þannig hljóðandi að ef
hann vildi senda frímerki undir
bréfið sem peningarnir yrðu
sendir í, þá skyldi hann fá þá.
Hann gerir þetta með ánægju;
borgar 10 aura, leggur 10 aura
innan í fyrir frímerki á bréf
handa sér og hafði þannig alls
borgað 30 aura. En hann fékk
skuldina.
Mark Twain aftur á móti læt-
ur konu ávarpa litla stúlku sem
hún á, og segir:
“Að hverju ertu að leita,
Maria mín? pú ert búin að
* kveikja á hverri eldspýtunni á
fætur annari óg nærri því hálfn-
að með eldspýtustokkinn minn.”
“Eg er að leita að eldspýtu
sem eg týndi”, svaraði Maria
litla.
pessar skrítlur, þótt tilbúnar
séu, eiga nákvæmlega við
heimskuna sem kemur í Ijós í
sambandi við auglýsingarnar
hans Eatons og lestur þeirra.
En það væri rangt að segja að
þessi heimska væri einskorðuð
við þessa tíma eða þetta land.
Benedikt Gröndal hafði tekið
eftir sömu veikinni í Reykjavík
fyrir 20 árum.
Hann segir frá því að heldri
kona kom inn í Thomsensbúð og
bað um sjal. Henni voru sýndar
margar tegundir. Loksins lýst
henni ágætlega á eitt þeirra og
ætlar að kaupa það. En þegar
hún spyr hvað það kosti og ætl-
ar að borga, segir afhendinga-
maðurinn að það kosti 15 krón-
ur.
“Fimtán krónur!” segír kon-
an og verður alveg hissa. “Bjóð-
ið þér mér virkilega svona
druslu? máttuð þér ekki vita
það að eg ætlaði að kaupa al-
mennilegt sjal?”
“Hvað hátt viljið þér fara?”
spurði maðurinn.
“Ekki lægra en 75 kr. að
minsta kosti” svaraði konan.
“En eg vil fá sjal af sömu gerð
og þetta, aðeins dýrara.”
“Til allrar ógæfu er þetta sein-
asta sjalið sem við höfum af
þessari gerð” svaraði maðurinn;
“við höfðum þau á 80 kr., en þau
eru öll uppgengin og við fáum
þau ekki fyr en þann 20., þegar
Lára kemur.”
“pað gerir ekkert til” mælti
konan. “Ef þið bara eruð vissir
um aö fá það, þá kem eg þegar
skipið er komið.”
Svo líður og bíður; Lára kem-
ur, en hún hafði ekki neitt sjal
meðferðis af sömu gerð. Dag-
inn eftir skipkomuna kemur
sama konan inn og spyr eftir
sjalinu:
“Já, það er komið”, svarar
sami búðarþjónninn, en það
versta er að það er dýrara en
það var seinast; þessi sjöl eru
einmitt komin í týzku og hafa
því hækkað í verði; þau kosta
um 120 kr.”
“pað varðar mig ekkert um”
svaraði konan. “Ef mér bara
líkar sjalið og það er ekki ein-
hver tuska eins og hitt sem þér
sýnduð mér um daginn.”
Búðarmaðurinn kom fram
með sama 15 króna sjalið og
segir konunni að það sé þetta
nýja.
Konan kaupir það á 120 krón-
ur og var ágætlega ánægð yfir
kaupunum. Nú hafði hún feng-
ið almennilegt sjal; það var ekki
eins og bansett druslan sem
strákkjáninn sýndi henni áður.
Irland.
Eignatjón á Irlandi sem stafaði
af upphlaupinu er talið að minsta
kosti $15,000,000 (fimtán miljónir).
Hefir nefnd verið kosin til þess að
fara á fund ensku stjórnarinnar og
krefjast skaðabóta, og er sagt að
John Redmond muni verða foringi
þeirrar farar.
Þúsund manns voru teknir fastir
á Suður írlandi, sem þátt höfðu
tekið í uppreistinni. Höfðu þeir
falist á ýmsum stöðum til þess að
verjast handtekningu, þar á meðal
höfðu allmargir leynst í líkkistum
hjá grafara einum, en þeir fundust
þar og voru teknir.
Sem dæmi þess hve rólega þeir
urðu við dauða sínum sem skotnir
voru, má geta þess að Joseph
Plunkett, sem. getið var um að
kvænst hefði einni klukkustund
áður en hann var líflátinn, ráðstaf-
aði sjálfur öllum oigum sínum.
Móðir stúlku þeirrar, sem hann átti
hafði sett sig upp á móti því að
hún ætti hann; en þegar þetta kom
fyrir flýttu þau sér að giftast bæði
til þess að hún gæti borið nafn hans
og hann gætft arfleitt hana. Vissi
móðir hennar ekki af giftingunni
fyr en alt var um garð gengið og
hún orðin ekkja.
Hiti mikill var í enska þinginu í
London fyrra þriðjudag; rak þar
hver spumingin aðra, sem beint var
að Asquith. William O’Brien þing-
maður Nationalista flokksins frá
borginni Cork spurði hvort forsæt-
isráðherrann vissi það að hundruð
manna frá Cork og Tiipperary
hefðu verið teknir fastir án þess að
nokkrar sakir væru gefnar og þeim
haldið í fangelsi í Cork. Þar sem
þeir ættu hinni verstu meðferð að
sæta. Philip Edward Merrell,
Liberal þingmaður frá Bumley,
spurði hvort það væri satt að F.
Sheeley S. Skeffington, ritstjóri
blaðsins “Irish Citizen”, hefði verið
skotinn í Dublin áður en herdómur
hefði verið kveðinn upp yfir hon-
um og Timothy Healy spurði hvort
forsætisráðherrann vissi það að
sumir ritstjórar sem hefðu verið á
móti uppreistinnli hefðu verið skotn-
ir án þess að þeir væru um nokkuð
kærðir eða dómur feldur og án þess
að þeim hefði verið leyft að lesa
bænir sínar.
Asquith lofaði að rannsaka alt
þetta og kvað engum vera það
meira áhugamál en stjórninríi að
ekki væri lögleysum beitt.
Á miðvikudaginn héldu umræð-
urnar áfram um írsku uppreistina;
játaði þá stjórnin að það væri satt
að N. Sheeley Sheffington rlitstjóri
og tveir aðrir blaðamenn hefðu ver-
ið líflátnir á herstöðvunum í Dublin
án þess að yfirherstjómin hefði
vitað um og áður en herréttur
hefði verið uppkveðinn. Dillon
þirtgmaður krafðist þess að sér-
stakur skyndifundur væri haldinn í
fulltrúadeildinni til þess að rann-
saka líflát íranna; en John Red-
mond gaf út sterkorða yfirlýsingu
þar sem hann fordæmdi með öllu
uppreistina og skoraði fastlega á
írland að fylgja öllum löglegum
aðferðum i baráttunni fytir stjálf-
stjórn.
Nefnd var skipuð af stjórninni
til þess að rannsaka tilefni upp-
reistarinnar og var Hardinge lá-
varður foringi hennar. Um það
virðast allir vera sammála, hvoru
meglin sem þeir eru, að líflát
Skeffingtons hafi verið óhappaverk
og misráðið. Hann var skotinn 26.
marz, en herlögin komust ekki í
gildi fyr en þann 28. Flokkur sá
er fylgir John Redmond kennir
uppreistarforingjunum um alt og
átelur þá harð’lega; kveður þá hafa
eyðlilagt alla möguleika til sann-
gjarnra samninga.
George Bemard Shaw hinn frægi
leikritahöfundur í London hefir
ritað opið bréf um uppreistina á
írlandi. Kveður hann þá sem upp-
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200
Varasjóðu.......$ 715,600
Pormaðnr.............- - - ÍSir 1). U. McMIIJ.AN, K.O.M.G.
Vara-íormaður................... - Capt. WM. ROBINSON
Sir D. C. CAMERON, K.U.M.G., J. H. A8HDOWN, H. T. CHAMPION
E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEBB, JOHN STOVEU
Allskonar bankastörf afgreidd. Véir byrjum reikninga við einstaklinga eða
félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er
á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sern byrja má með
einum dollar. Rentur lagðar viðá hverjum sex mánuðum.
T. E. THORSTEIN3SON, Ráðsmaður
Cor. WiIIiam Ave. og SherbrookejSt., - Winnipeg, Man.
'