Lögberg - 18.05.1916, Page 6

Lögberg - 18.05.1916, Page 6
6 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 18. MAI 1916. CANADISK SKANDINAVA HERDEILD (Overseas Battallion) Undir stjórn Lt.-Col. Albrechtsen. Lt.-Col. ALBRECHTSEN, Aðal-skrifstofa: 1004 Union Trust Building, Winnipeg Stjómað eingöngu af Skandinövum og lið safnaður allur undir þeirra umsjón. SKANDINAVAR ERU BEÐNIR AÐ GANGA I ÞESSA DEILD INNRITIST STRAX Gerist kaupandi Lögbergs þér sem lesið það en hafið ekki enn skrif- að yður fyrir því. Opið bréf um íslenzkar lesbœkur. Herra ritstjóri:— 1 tilefni af því, sem þér segiö í nýkomnu blaSi um nauðsyn á les- bókum handa Vestur-íslenzkum börnum og unglingum, vil eg leyfa mér að skrifa nokkrar línur. jafn- vel þó eg finni aS orðin tóm gagna litið, og að eg hefi lítið nýtt um málefnið að segja. En mér finstþað þess vert að það sé rætt ítarlega, ef ske kynni að frekar yrði þó af framkvæmdum. EÞað dylst engum sem nokkuð hefir fengist við íslenzku kenslu vestan hafs, að lesbækur stjórnar- ráðsins á íslandi eru ekki við okk- ar hæfi, og að sem fyrst þyrfti að bæta úr því, og gefa út nothæfar bækur handa þeim, sem vilja kenna börnum sínum tungu ieðra vorra. En vandinn er mikill að semja þær bækur svo vel, fari. En hætt er við að þeim, sem aðeins þekkja til ung- linga af islenzkri ætt í Winnipeg, og öðrum borgum, vaxi í augum örðugleikarnir við notkun lesbók- anna, sem við nú höfum. Erfiðast og vandasamast verður að sjálfsögðu að semja stafrófs- kver, ekki sízt ef ætlast er til að bömunum sé kent á heimilunum, áður en þau fara að ganga á barna- skóla landsins. En það virðist æskilegast. Vandinn er meiri en í fljótu bragði virðist, ekki sízt vegna þess, að margir verða kennararnir, og hver hefir sína aðferð. Það er tæpast von að öllum þorra foreldra sé ljóst hvemig kenna skuli byrj- endum lestur, þegar fræðslumála- fræðingar eru aldrei á eitt sáttir, og sinn móðurinn er uppi hvert ár- ið, svo að segja. Það væri því nauðsynlegt, að þeir sem semdu stafrófskver, létu fylgja leiðarvísi, stuttan formála, er skýrði frá, hvernig þeir hugsuðu sér notkun bókarinnar. Um kenslu aðferðir hefi eg hvorki rúm eða reynslu að tala. Stafrófsins er mest þörf, því þar er nauðsynin mest, að efni, bæði lesmál og myndir, sé við hæfi bam- anna og innlent. Það er börnunum nógu erfitt, að læra að lesa hugsan- ir út úr stöfum og orðum, þó það ekki bætist ofan á að þau botni ekk- ert í hvað um er rætt. Eg geri ráð fyrir að stafrófs- kverinu fylgi þrjár eða fjórar bæk- ur, með efni vel flokkuðu og við hæfi bama og unglinga, á aldrinum átta til þrettán ára. Sjálfsagt þarf efnið í þeim að vera að miklu leyti innlent, einkanlega þeim, sem ætl- aðar eru yngri bömunum. En í því efni er hægt að ganga of Iangt, og vil eg því fara um það nokkrum orðum. Það virðist vaka fyrir þeim, sem semja lesbækur handa bamaskólum hér, eða öllu heldur safna til þeirra, að elcki sé heppilegast að einn mað- ur setji saman klausur eða sögur “við barna hæfi”, heldur sé nauð- synlegt og börnunum gagnlegt og skemtilegast, að sem fyrst sé not- að það safn af sögum, þulum og kvæðum, sem hafa notið hylli, og verið skipað til sætis með bókment- um þjóðarinnar. Mikið af þessu er auðvitað alheims eign, og sjálf- sagt er að þýða úr enskum ritum í lesbækur okkar; en óhjákvæmilegt og sjálfsagt verður að prenta i bók- unum mikið af alislenzku lesmáli. Og ætti það að fara hlutfallsiega vaxandi eftir því sem líður á lestr- arnámið. Ýmsar orsakir liggja til þess. Eg get ekki séð að neitt sé áunnið með íslenzku námi hér vestra, nema það hafi þau áhrif, að afkomendur Is- lendinga hér kynnist bókmentum og sögu þjóðarinnar heima. Les- bækur, sem ekki lýstu unglingnum ósjálfrátt leið að þeim fjársjóðum, og kendu honum að skilja ekki bók- stafinn einan heldur andann, væru því steinn en ekki brauð. Og það er alls ekki æfinlega ókostur við bókmentir, sem ætlaðar eru ung- lingum og börnum þó efnið sé að nokkru ókunnugt. Miklu fremur kostur, ef vel er valið. Fæstum drengjum tiu ára þykir minna varið í söguna af Sinbað og fuglinum rok, heldur en frásögu um cana- diskan dreng og rauðbrysting. Og hafa þó fæstir komist í mikil kynni við rok og egg hans. Eg man að þegar eg var nálægt tiu ára aldri, fengum við bræður að láni þúsund og eina nótt óg Þjóðsögur Jóns Ámasonar samtimis, og voru vist áhöld um hverjar sögumar nutu meiri hylli; en muni eg rétt las eg þúsund og eina nótt alla en Þjóð- sögumar ekki spjaldanna á milli. Sú litla reynsla, sem eg hefi haft við íslenzku kenslu hér, bendir i þá átt að börn og unglingar hafi fljótt ánægju af islenzkum sögum. Eink- anlega þó til sveita. Enda hefi eg kent unglingum fæddum og uppöld- um hér sem voru svo islenzkir í anda, að skólaritgerðir þeirra, á ensku, skýrðu oft frá íslenzkum staðháttum. Auðvitað er það ekki alment. Lesbækur þurfum við að fá, og það sem fyrst, og þær þurfa að vera innlendar, en ekki megum við vera of lítið djarftækir til efnis að heiman. Þá yrði ver farið en heima setið. Velvirðingar bið eg yður, herra ritstjóri, að biðja um svo mikið rúm, svo lítið sem eg legg til máls- ins. Virðingarfylst. Baldur Jónsson. 6. maí, 1916. Friðarhorfur. Hafi friður legið í loftinu síðan stríðið hófst, þá er það fyrst nú svo teljandi sé. Frederick Lynch, ritari mið- stjórnar friðarfélagsins í Bandarikj- unum, segir að þingmaður frá Eng- landi hafi nýlega átt tal við Wilson forseta um það hvernig hægt mundi verða að binda enda á striðið sem allra fyrst. Dr. Lynch gerði þessa yfirlýsingu á laugardaginn var um leið og hann sendi út fundarboð til friðarþings, sem hófst í New York á þriðju- daginn. Sé þetta satt, sem tæplega gr á- stæða til að efa, virðist svo sem bandamenn séu því ekki orðnir frá- hverfir að taka friðarkostum, ef S ó Ii 8 K I W. IðLiKII, E* » það var ekki orðið svo framorðið. Hann hljóp út í sólskinið, sem bauð hann velkominn. Fyrst skoðaði hann hreiðriö á bæjarveggnum og ungana litlu. Hann hljóp því næst út i túnfótinn, þar sem lömbin voru að leika sér. En skemtilegast var að skoða blómin, og hann tíndi nokkur þeirra og færði mömmu sinni. “BLessuð sólin elskar alt, alt með kossi vekur”, segir skáldið. M. G. R. S. Silver Bay, Man., Kæri ritstjóri Sólskins:— Beztu þakkir fyrir Sólskinið, sem flytur gleði og ánægju inn í húsin, þegar blöðin koma, svo aö nú ætla eg að segja eitthvað við það, eins og hin bömin. Skuldin. Olafur var kominn í skóh, og var efstur i bekknum sínum. Þegar hann kom heim einn daginn, var móðir hans ekki heima, hún hafði farið að finna grannkonu sína. Ólafur settist hjá föður sinum og sagði: “Gefðu mér dæmi að reikna, eg skal sýna þér hvað fljótur eg er að þvi”. “Það skal eg gjöra”, sagði faðir hans, “komdu með spjaldiö þitt, og taktu nú eftir. Einu sinni fann korra hvítvoðvmg fyrir utan bæjardymar hjá sér. Hún vissi ekki hver hafði látið hann þar, en hún kendi í brjósti um hann, tók hann að sér og ól hann upp. Hún tók stúlku til að fóstra hann, og skrifaði hjá sér alt, sem hún kostaði til hans. Þeear dreng- urinn var orðinn tólf ára, skrifaði hún þennan reikning yfir kostnað- inn við harrn: Bamfóstra í tvö ár fyrir 125 krónur um árið í kaup og fæði. Föt í tólf ár, 25 krónur um árið. Fæði handa drengnum í tólf ár, 100 krónur um árið. Bækur og kensla í fimm ár, 10 kr. um árið. Læknishjálp og læknislyf öll árin 20 krónur. Segðu mér nú hversu mikið þetta er alls.” Ólafur fór nú að margfalda, og fann hve mikið hvert um sig var; lagði hann það síðan saman og fann þá, að allur kostnaðurinn við upp- eldi drengsins var 1820 krónur. “Er það svona mikið?” sagði hann hissa. “Víst er svo”, sagði faðir hans, “mundir þú geta borgað svona mikla peninga?” “Það er langt frá, eg á eina 25 aura.” “Og veiztu, drengur minn, að þú skuld- ar þetta alt og miklu meira, einni konu hér?” Ólafur vissi ekki hvað- an á sig stóð veðrið. “Eg, pabbi ?” “Já, ertu ekki tólf ára gamall? Og hvaða kona er það sem hefir hjúkrað þér, klætt þig og fætt og kent þér. Eg held þú hafir ekki munað það í morgun, þegar þú settir upp fílusvip af því að móðir þín sendi þig spölkom.” Ólafur roðnaði við þessa ræðu. “Lofaðu mér að sjá reikninginn þinn, Ólafur minn”, hélt faðir hans áfram. ÖU skuldin er ekki skrifuð enn. í tólf ár hefir mamma þin elskað þig, vakað yfir þér og beðið fyrir þér. Enginn getur reiknað hvers virði ást hennar og bænir hafa verið. Þegar þú ert orðinn fullorðinn, getur verið að þú getir borgað þesasr 1820 krónur, en hvernig ætlar þú að borga móðir þinni alla ástúð hennar?” Augu Ólafs fyltusí tárum. “Pabbi minn góður,” sagði hann, “eg skal aldrei framar vera óþekkur við mömmu, eg get aldrei borgað henni fyrir mig.” “Eg veit að þú mundir vera fús til að gefa henni peningana þína Ólafur minn”, sagði faðir han, “en þú átt annað betra til að gefa henni, og um það mundi henni þykja miklu vænna en um peninga. Þú getur elskað hana og verið henni hiýðlnn. Til annara launa ætlast hún ekki, og sú er þýðing orðanna í fjórða boðorðinu: “heiðra móður þína”. Þegar móðir Ólafs kom heim, kom hann til hennar og sýndi henni reikninginn. Faðir hans sagði henni hvemig á reikningnum stæði. Þá kysti mamma drengimn sinn og sagði: “Ef Ólafur minn verður góöur maður, þá hefi eg fengið fulllaunað alt starf mitt.” Sigrún S. Magnússon, 10 ára. Cypress River, Man. Kæri ritstjóri Sólskins; Beztu þökk fyrir barnablaðið Sólskin, sem er í blaðinu þínu. Mér þykir ósköp gaman að lesa það. Eg ætla að senda því svolitla skrítlu og er hún svona. Efnis-drengur: “Veiztu, mamma, að það voru aðeins þrír drengir i skólanum í dag, sem gátu svarað einni spumingu kennarans”, sagði drengur við mömmu sína, um leið og hann kom heim af skólan- um. “Og eg vona að einn þeirra hafi verið drengurinn minn”, sagði móðirin, stolt af drengnum sínum, því hún vissi að annars hefði hann ekki sagt frá þvi. “Auðvitað”, sagði drengurinn, “og hinir tveir vom: Steini, sonur hans Þorsteins, og Sveinn, sonur hans Gqðmundar.” “Mér þykir vænt um að frétta, að þú ert duglegur í skólanum, son- ur minn. Mamma þín er upp með sér af því. En hver var nú spurn- ingin?” “Hann—hann spurði að því hver hefði brotið rúðuna í glugganum aftan á skólahúsinu.” Með vinsemd. Rose Josephson. Holar, Sask., 30. apríl 1916. Kæri ritstjóri Sólskins:— Af því að eg sé að svo mörg böm skrifa í blaðið okkar litla, Sólskin, þá langar mig til að reyna það líka. Eg hefi gaman af að lesa það sem hin bömin skrifá og eg hefi undur gaman af smá sögum. Eina is- lenzka smásögu hefi eg lesið svo oft að eg kann hana. Hún er af vonda Gvendi. Sigga litla tólf ára, eins og eg er nú, hjálpaði honum svo hann varð að góðum manni. Eg vildi að allar litlu stúlkumar sem skrifa í Sólskin væru eins og hún Sigga. Mér þykir vænt um bók náttúr- unnar og les hana. Það er gaman að heyra alt tala saman. Mamma segir að bömin sem skrifa i Sólskin séu eins og fíflar í túni, strax og morgunsólin fer að skína á þá, byrja þeir að greiða gull- kollana sina og standa svo i allri sinni tign og blóma þegar hún hækkar á lofti. Eg vil ekki skrifa meira i þetta sinn, því eg veit ekki hvort þér lík- ar þetta bréf. Hlýja sumarkveðju sendi eg þér og öllum Sólskins börnum. Með vinsemd. Humphrey L. Gudmundson. þeir bjóðist eða fáist viðunanlegir. Annað sem til þess bendir er það að Theodore Marburg frá Balti- more, sem var sendiherra til Belgiu á undan Brand Whitlock, en er nú forseti þess félags sem vinnur að því að þröngva til friðar, skýrði frá því nýlega i samsæti sem honum var haldið, að hann hefði átt tal við Grey jarl á Englandi, og hefði hann sagt að ef til hefði verið al- þjóða nefnd sem úr málum skæri og því réði hvort í strið væri farið eða ekki, þá hefði þetta stríð al- drei hafist. Enn fremur kvað hann Grey hafa lýst þvi yfir að hann væri því hlyntur að félagið beitti sér í þá átt að koma á friðarsamningum nú. Edward Grey hefir mikil áhrif á meðal Englendinga og stefna Eng- lendinga aftur meðal bandamanna yfir höfuð. Þessi frétt er þv.í mik- ils virði, ef sönn er, sem liklegt þykir að sé. Yfir höfuö er svo að sjá sem allar þjóðirnar séu að komast á þá réttu skoðun að því fyr sem sé hægt að miðla málum og leggja niður vopn, þvi betra fyrir alla, sem hlut eiga að málum; jafnvel betra fyrir þá sem sigra kynnu, en að halda áfram stríðinu með öllum þess hörmungum. Rosebery lávarður hefir afar víðtæk áhrif og það að hann telur löndin og þjóðirnar glötun undirorpnar eftir stríðið fjárhagslega—jafnvel þar sem sig- ur hafi hlotist og því verra því lengur sem láti, það hlýtur að opna augu margra og dreifa ófriðar skýjunum. Blöðm fullyrða að Þýzkalands keisari hafi sent persónulegt bréf til Wilsons Bandarikja forseta og reynt að fá hann til að koma á friði sem.fyrst. Er sagt að hann reyni að skýra það fyrir forsetanum að bandamenn geti aldrei sigrað og á- framhald stríðsins sé því bæði rangt og glæpsamlegt. Blöðin fullyrða ennfremur að keisarinn hafi i þessu bréfi reynt að hafa áhrif á forset- ann á þeim grundvelli að nafn hans yrði stærra og dýrðlegra i sögunni en nokkurs annars lifandi manns, ef hann gæti komið á friði. Loks er það fullyrt að keisarinn muni að einhverju leyti vera potturinn og pannan i írsku uppreistinni; hafi henni verið komið af stað til þess að hafa áhrif á Wilson. Hann hafi í því átt að reikna það þannig út að Bandaríkin væru í hættu stödd ef í striði lenti við Þjóðverja, þar sem margar miljónir væru í Bandaríkj- unum bæði áf Þjóðverjum og írum. Álíta ensku blöðin þetta ótviræðan vott þess : ð Þjóðverjar séu að þrot- um komnir og vilji koma á friði áður en þeir séu algerlega sigraðir. En bandamenn kveða það ekki koma til nokkurra mála að hætta fyr en Þ jóðverjar séu með öllu yfir- unnir. Frá íslandi. Vélabáturinn “Resolut” frá Akra- nesi brotnaði í lendingu í Sandgerði 24. marz og druknaði einn maður; hann hét Magnús Guðmundsson frá Efstabæ á Arnanesi. Anton Bjarnason kaupmaður í Vestmannaeyjum lézt 22. marz, hafði fengið snert af heilablóðfalli fyrir ári síðan og aldrei fengið fulla heilsu aftur. Hann var 52 ára gamall. Benjamín Jónsson bóndi á Hall- kels'stöðum í Hvítársíðu varð bráð- kvaddur 15. marz; hann var á ní- ræðisaldri og hafði búið á Hallkels- tsöðum i 41 ár Almennar fréttir. Konunglega rannsóknamefnd á að skipa bráðlega til þess að rann- saka kærur þær, sem fram hafa komið í sambandi við byggingu búnaðarskólans í Manitoba. Talið er líklegt að T. G. Mathers dómari verði útnefndur til þess. þó er það ekki víst. Maður sem John Mc- Crea heitir, sérfróður maður í þeim efnum, hefir verið við rannsókn þessa máls til undirbúnings síðan í maí í fyrra og er sagt að jafnvel enn þá stórkostlegri óráðvendni muni koma í ljós við þá rannsókn en orðið hefir við stjórnarbygging- amar, og er þá langt til jafnað. Byggingin kostaði fylkisstjórnina $3,874,551.78 og hafði Kelly og synir hans aðalbyggingasamninginn. í Calgary hefir verið tekinn upp sami siður og í Winnipeg að færa klukkuna áfram eina stund. Þó er almenn óánægja með það hér og það talið gerræði af bæjarstjóm- inni að gera þá breytingu án þess að láta fólkið greiða atkvæði um. Maður sem Bill Seminsk heitir á að hengjast hér annan júní fyrir morð. Tveir bændur í Manitoba höfðu sótt um að fá að hengja hann, en þeim var ekki trúað til þess, þar sem þeir voru ekki æfðir í þeirri fögru list. Var því. samið við mann austur í Montreal að framkvæma verkið. Hann heitir Arthur Ellis og hefir hengt 300 manns; hann ætti því að vera æfður. Hann hengdi Jack Krafchenko í hitt eð fyrra. ULL ÍV/IANITOBA-STJÓRNIN tekur að sér að selja ull fyrir bændur fylkisins. 1 fyrra seldi stjórn- in ull fyrir bændur og fékk 25* cent fyrir pundið að meðaltali. Með því að flokka ullina og selja hana í stórum stfl getur stjórnin fengið gott verð fyrir hana. Upplýsingaskjal no. 33 [prentað einungis á ensku] skýrir frá þesau fyrirkomulagi. Skrifið [ann- aðhvort á ensku eða yðar eigin máli] eftir eintaki af upplýsingaskjalinn. Látið svo einhvern sem les ensku sogja yður hvað þar er sagt. VALENTINE WINKLER, Búnaðarráðherra í Manitoba. Margt smátt gerir eitt stórt jafnvel þegar um eldspítur er að ræða, þá ættu menn að hafa augun á smámunum. Viðartegundin, gæði brennisteinsins, hversu hægt er að kveikja á þeim EDDY’S ELDSPlTUR eru búnar til úr sterkum hreinum furuviði og svo vel gerðar að í þeim kviknar frábærlega vel. Eddys eld- spítur hafa verið til sölu í sextíu og fimm ár það er því ekki að undra þó þetta félag kunni að búa til eldspít- ur. Það er altaf óhætt að reiða sig á vörur sem Eddy félagið býr til.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.