Lögberg - 01.06.1916, Page 4

Lögberg - 01.06.1916, Page 4
4 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 1. JUNI 1916. Söðberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,fCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Utanáskrift til blaSsins: THE OOLUNIBIJV PfJESS, Ltd., Box 3172, Winnipog, R(an. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Man- VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriS. Erum vér að úrœttast. (Framh.). Saga allra þjóða á öllum tímum hefir sýnt >að að líkamlegir erfiðleikar hafa skapað kjark, þrek og þrautseigju—skapað hrausta þjóð. par sem fólkið á við óblíða náttúru að etja; þar sem mikið þarf fyrir að hafa til þess að fá eitt- hvað í aðra hönd, þar er fólkið hraust og sterkt. þess vegna er það að fjallaþjóðimar, sem eiga í sífeldu daglegu stríði við hina óblíðu og harð- hentu anda frosts og kulda taka öðrum þjóðum fram, og þess vegna er það að sjómenn, sem allra krafta verða að neyta, eru öðrum fremri að þreki og úthaldi. í suðurlöndum þar sem ekkert þarf fyrir að hafa annað en rétta út hendumar til þess að taka ávexti af trjánum, er fólkið ónýtt, kjarklaust og merglaust. Og þetta er eðlilegt; það er eitt aðalboðorð náttúrunnar að menn verði að neyta brauðs síns í sveita síns andlits. pað er órjúfandi lögmál og verður altaf, að til þess að safna kröftum og halda þeim við, verður að leggja á sig fyrirhöfn og erfiði. það er erfiðið sem stælir vöðvana og styrkir beinin. pað er stríðið sem heldur við heilsunni og ver sjúkdómum. pað er erfiðið sem skapar íþróttamenn. Um það hefir aldrei heyrst getið að nokkur maður sem orðið hefir öðmm fremri í íþróttum eða kröftum hafi öðlast þá yfir- burði með kyrsetu og hægum dögum. Nei, þess konar fæst aðeins með þrautum og áreynslu. Pegar þjóðimar hafa orðið sællífar og latar; þegar þær hafa hætt að reyna krafta sína, þá hefir þeim farið að hnigna; og hnignunin hefir verið hlutfallsleg við iðjuleysið og sællífið—sem altaf fer saman. Pannig fór fyrir Grikkjum; þannig fór fyrir Rómverjum og hvar sem leitað er í sögunni kem- ur það sama í ljós. Landnáms þjóðirnar eru venjulega sterkar og dugandi, og er það einkum—jafnvel eingöngu fyr- ir þá sök að á landnámsárunum verður annaðhvort að duga eða drepast—og landnámsmennimir kjósa íremur þann kostinn að duga. peir berjast við alls konar erfiðleika, yfirstíga alls konar torfærur, mæta alls konar hindrunum; en þeir ganga að þessu sem sjálfsögðu og eðlilegu og kippa sér ekk- ert upp við það. Hver einasta þraut sem þeim mætir vekur upp hjá þeim starfsþrek sem svaf, og hver einasta þraut sem er yfirunnin eykur það afl sem þeir eiga yfir að ráða. Kraftar mannsins sem ekki eru lagðir fram heldur haldið föstum í fangelsi aðgerðarleysis, eru eins og peningar í kistuhandraða sem liggja vaxtalausir og gagnslausir og falla ef til vill í gildi. Pað var þetta lögmál sem gerði landnáms- mennina það sem þeir voru; það var sú ófrávíkj- anlega regla að erfiðleikar framleiða krafta. Frásögnina um Ragnar loðbrók muna víst ílestir. Hann átti aö vinna sér ástir konungsdótt- ur með þrekvirki, sem allir aðrir höfðu gengið frá. Faðir hennar hafði gefið henni tvo högg- ormsunga þegar hún var barn, en þeir uxu og tinguðust svo að öllum stóð af mesti ótti og tjón. Konungurinn lét það boð út ganga að hver sá er drepið gæti höggormana skyldi fá dóttur sína fyrir konu. Ragnar tók sig til og lét gera sér þykk föt rétt eins og flóka; valdi hann síðan kald- an dag og frostharðan, lagðist ofan í vatn og lét írjósa á sér fötin; og aftur lagðist hann ofan í vatnið og var hann því eins og hann væri í ís- klæðum hálum og hörðum. Pannig búinn gekk hann að skemmu konungs- dóttur; höggormarnir vöfðu sig utan um hann, en það skaðaði ekki sökum klæðanna og fékk hann drepiö þá alla og fékk konungsdóttur að launum. Hvort sem þessi saga er sönn eða eigi, þá er það víst að hún hefði aldrei getað skapast annarsstaS- ar, en þar sem ís og harka voru þekt, og vel gæti þetta verið dæmisaga ein þar sem höggormarnir táknuðu erfiðleika lífsins, ísklæðin hörðu og hálu hina ósigrandi karlmensku og konungsdóttirin þau verðlaun er þeirra bíða venjulega, sem ekki liggja á liði sínu né láta hugfallast. Og víst er um það að margir hafa þeir verið höggormarnir hér í landi sem mættu þeim er fyrstir komu; víst er um það einnig að utan um eldheitar glóðir íslenzkra tilfinninga hafa þeir orðið að skapa sér þykka skykkju kulda og hálku; það var þeim lífsskilyrði. Og eitthvað því líkt mun hann hafa haft í huga aldraði íslendingurinn sem sagðist hafa dáið þegar hann kom hingað vestur og altaf hafa lifað hér dauður síðan. Um- heimurinn hefir ekki séð inn í sálardjúp þessara manna né vitað hvað þar fór fram. pegar einhver stór og sterklegur útlendingur gengur hér um með skóflu eða sög eða öxi og virðist hvorki líta til hægri né vinstri; ekkert hugsa og engu veita eftirtekt nema verkfærinu sem hann heldur á og veginum sem hann gengur eftir, þá veit enginn hvað innifyrir býr; veit eng- inn hvílíkur ólgusjór getur verið hulinn í huga þessa manns; veit enginn hvaða myndir bera kunnu honum fyrir sjónir. Hann hefir kastað yfir sig nokkurs konar Ragnarskápu til þess að mæta í höggorm erfiðleik- anna og inn í gegn um þá kápu sér ekki almenn- ingur—ef til vill enginn og ef til vill einn eða tveir ástvinir sem eru undir sömu syndina seldir. Svona hafa verið kjör frumbyggjans og svona hefir hann tekið þeim. En verðlaunin hafa verið mikil. Konungsdóttirin sem hann hefir fengið að launum hefir verið góð samvizka fyrir vel unn- ið starf og traustar framtíðar undirstöður fyrir bústaði barna hans. En það er ekki einungis líkaminn sem styrkist við líkamleg störf og áreynslu, heldur hinn and- legi maður einnig. pað er margsannað að erfið- leikar í ytri kjörum eða líkamlegar þrautir fram- leiða stórar sálir og skerpa gáfumar. peir sem um það hugsa vaknir og sofnir að njóta sem mestra líkamlegra þæginda,. þeir venju- lega sljófga anda sinn og deyfa skynsemina. Erfiðleikamir em nokkurs konar brýni sem held- ur sverðinu hvössu, en sællífi og aðgerðarleysi eru steinar sem mæta eggjum þess og sljófga það. petta lýsir sér hvað eftir annað í íslenzku þjóðlífi. Á meðan menn hafa verið bláfátækir að berjast og brjótast í gegn um nám, hafa þeir oft og tíðum ort fegurst og tilkomumest kvæði, barist fyrir þjóðþrifum á ýmsan hátt, rutt brautir nýj- um og heilbrigðum skoðunum og vakið þjóðina til starfs og áhuga. En þegar þessir sömu menn hafa sezt í feit embætti og vel launuð; þegar erfiðleik- arnir voru yfirstignir og ósléttu brautimar gengn- ar og vænta mátti að þessir menn yrðu margfald- ir að áhrifum og störfum vegna þægilegrar af- stöðu, einmitt þá hafa þeir lagt árar í bát; þá hafa þeir hjaðnað eins og froða og ekkert eða lítið kveð- ið að þeim. ■ Fjölnismenn voru allir bláfátækir og áttu við alls konar erfiðleika að stríða. En það var eins og einmitt erfiðleikarnir kyntu hjá þeim eldinn, brýndu hjá þeim raustina, skerptu hjá þeim pennann. Og það er ekki einungis hjá oss íslendingum, sem þessu er þannig varið; aðrar þjóðir hafa ná- kvæmlega sömu sögu að segja. (Frh.). Meðferð á föngum. i. Um fátt er nú tíðræddara hér í fylki en fang- elsi og meðferð á því fólki sem sekt verður við lög- in og er haft í varðhaldi. Hver á fætur öðrum hefir nú flutt um það fyrirlestra og ritað um það í blöðin. Fyrst og fremst kemur Curran dómari fram með skýrslu góða og greinilega eftir talsverða rannsókn og lýsir þar meðferð á föngum hér í Manitoba. Eru frásagnir hans sumar þess eðlis að hárin rísa á höfði manns við lestur þeirra, eins og t.d. þegar kona var tekin eigi alls fyrir löngu og látin í kjallara kytru svo rúmlitla að hún gat tæpast snúið sér við, svo lága að hún gat ekki staðið upprétt, alveg gluggalausa og alveg loft- lausa, það er að segja þannig úr garði gerða að ekkert hreint loft gat komist þangað inn að utan. I þessari kompu voru steinveggir og steingólf og engin áhöld að neinu leyti, ekki einu sinni rúmflet til þess að hvíla sig í, ekki bekkur til að sitja á, ekki vatn til drykkjar né þvottar og ekki nátt- gagn. Járnhæll var í veggnum og járnkeðja fest við til þess að binda þar þessa veslings konu, og þarna var henni haldið svo dægrum skifti. Og það eru ekki nema tvö ár síðan þetta var hér í Winnipeg. Curran dómari gefur ýmsar bendingar og ráð- leggingar viðvíkjandi meðferð á föngum og eru sumar þeirra ágætar og þannig vaxnar að þeim verður óefað gaumur gefinn og þær teknar til at- hugunar. pá var það annar maður sem fyrirlestur hélt um bætta meðferð á föngum, og er hann prentað- ur. Sá maður er hann flutti heitir Craig og er lögmaður. Hann leggur mikla áherzlu á það að íangamir njóti bæði mannúðar og mentunar. Ef- laust hefir fyrirlestur hans mikil áhrif. Nú nýlega hafa þó komið fram allra háværustu raddimar um illa meðferð á föngum í Manitoba og nauðsyn á breytingu. Percy Hagel sá, er oft hefir verið minst á hér í blaðinu hefir farið um og flutt afar stórorða fyrirlestra fyrir troðfullu húsi, bæði í leikhúsum, í kirkjum og öðrum samkvæmis húsum. Hefir hann vakið þjóðarmeðvitundina fyrir því hvílík hneysa og þrælmenska það sé þjóðinni að mis- þyrma þannig þeim bömum sínum er hrasað hafi. Percy er ákafamaður mikill og geðríkur og nefnir hlutina sínum réttu nöfnum. pykir hann stund- um nota sterka liti og stór orð, og telja sumir það illa farið og síður vænlegt til áhrifa. En slíkir menn eru ávalt nauðsynlegir með til þess að vekja —því venjulega er býsna fast sofið þegar um svona mál er að ræða. Siðbótaíélagið í Manitoba hefir loks skipað nefnd til þess að rannsaka þetta mál rækilega og gera tillögur til stjórnarinnar. Hefir sú nefnd ákveðið að fara í málið eins ítarlega og frekast sé unt og skilja svo við starf sitt að til varanlegra nota komi. Pykir líklegt að þessi hreyfing verði til mixiila umbóta, ekki sízt fyrir þá sök að nú er því láni að fagna að hin nýja stjóm í fylkinu virðist láta sér ant um framfarir og siðbótamál yfir höfuð. Væntir því þessi nefnd góðrar samvinnu við stjórnina, en það er skilyrði fyrir því að árangur- inn verði sá sem til er ætlast. pað er langt síðan vissir menn sáu það hversu hegningaraðferð var í mörgu tilliti röng og óheppi- leg og sérstaklega ómannúðleg. Fyrsti maður sem nokkrar verulegar umbætur gerði í þessa átt hér í álfu var herforingi einn í New York, sem Lynds hét. Hann var gerður að fangaverði í Auburn fangelsinu í New York og setti þar ýmsar reglur, sem lögin höfðu ekki gert ráð fyrir. Aðal breytingin var sú að hann lét íangana leysa af hendi ýmiskonar vinnu. Hélt hann því fram að það væri nóg til þess að gera hverja manneskju brjálaða að neyða hana til stöðugs iðjuleysis; enda kom það brátt í ljós að þessi nýmæli Lynds reyndust vel. petta var í kring um 1820. Skömmu síðar ákvað þingið að byggja annað fangelsi í staðinn fyrir Auburn og átti það að vera á Mount Pleasant. Lynds íangaverði var falið á hendur að standa fyrir byggingunni og nota til þess fangana sjálfa. Hann byrjaði í maí manuði 1825 og átti verkinu að vera lokið 1829. Hann fór af stað með 100 manns úr fangelsinu, tjaldaði á Hudson bökkum og hafði engin tæki til þess að halda föngunum þar inni. Hann skifti þeim niður í flokka, sumir attu að vinna steinverkið, aðrir trésmíðið o.s.frv. pannig hélt hann áfram í fjögur ár, þangað til 1829 að verkinu var lokið og voru upphaflega 800 fangakleíar í stofnuninni, en 1830 var þeim fjö.gað um 200. Árið 1828 íluttu fangarnir frá Auburn til Mount Pleasant og gerðu það alt sjálfir. Sýnir það glöggara en nokkuð annað hversu traust á föngunum er mikils virði og það kom svo að segja aldrei fyrir að fangi reyndi að strjúka. Um það er vert að geta að þetta fangelsi, sem Lynds bygði þannig, eða réttara sagt sem fang- arnir bygðu sjálfir undir stjóm Lynds, er hið nafnkenda fangelsi Sing Sing; og þótt það sé nú l'ordæmt sem óhæft, þá er þess að gæta að það er nálega hundrað ára gamalt og tók öllum samskon- ar stofnunum fram á sinni tíð. Annað dæmi sem sýnir hversu mikið vald það hefir að föngum sé treyst er það sem skeði í Massachusettes árið 1864. f fangelsinu í Charles- town var maður fangavörður sem Gideon Haynes hét og segir hann frá því að hann hafi látið fang- ana fá stundar frí 4. júlí 1864. Frásögn hans er á þessa leið: “Kl. 10 f. h. komu allir saman til bæna eins og vant var. Kl. 11 voru þeir kallaðir allir í einn hóp út á flöt; voru þeir látnir standa þar í þyrpingu, en eyða var í miðju, þar stóð eg sjálfur og lítill drengur sem eg átti. Eg flutti stutta ræðu og sagði frá því að eg ætlaði að gefa öllum föngunum fullkomið frelsi í eina klukku- stund. Á meðan mættu þeir nota tímann hvemig sem þeim sýndist, aðeins ekki gera neitt ilt af sér. Enginn þeirra hafði hugmynd um það fyrir- fram til hvers þeim var stefnt saman. pegar eg hafði lokið máli mínu var dauðaþögn fleiri augna- blik. Alt í einu gall við óp frá þessum fjögur hundruð manns í einu og röddin lýsti svo ómælis- djúpum fögnuði að engin orð geta lýst. Eg var ekki lengur í neinum efa um afleiðingarnar af þessari tilraun. peir heilsuðust með þéttum og tilfinningaríkum handaböndum; þeir föðmuðust og kystust; þeir hlógu og hrópuðu, dönsuðu og grétu. Einn þeirra þreif upp litla drenginn minn og stökk burtu með hann og sá eg hvorugan aftur fyr en bjöllunni var hringt og fangarnir voru kallaðir saman. Undir eins og bjöllu hljóðið gall við kom hver einasti fangi af fjögur hundruðum. peir komu í röðum þegjandi og hæglátir og fóru hver á sinn stað. Og eg sá engan mun á þeim frá því sem verið hafði annan en þann að einhver lífs- og ánægju eldur virtist loga í augum þeirra og gefa þeim það útlit sem lýsti því að guð hefði skapað þá í sinni eigin mynd; það merki hafði eg aldrei séð í íangelsinu áður.” pað sést bæði á þessu og því sem fjölda margir aðrir bera fram eftir langa reynslu og eftirtekt að fangar eru eins og fólk upp og niður, sem á heimtingu á því að sæmilega sé að því farið. peir eru oft sannari menn sem í fangelsi lenda, en hin- ir sem á dómara bekkjunum sitja. Alls konar kringumstæður geta leitt til þess undir núverandi þjóðfélags fyrirkomulagi að þau verk séu unnin, sem leiða menn í fangelsi. pótt þeir sem það hendir séu hinir beztu menn og nýtustu. pessu til sönnunar þarf ekki annað en benda á Jean Yal Jean í sögunni hans Victors Hugos. Hann lenti ekki í fangelsi vegna þess að hann hefði tilhneygingu til glæpa. Hann var alls ekki glæpamaður í orðsins réttu merkingu. Hann varð aðeins fóm kringumstæðanna og komst í hendur þeirra dómara sem ekki skilja mannlegt eðli, og ekkert þekkja nema kaldan bókstaf. pað er eitt atriði í hegningarlögum þessa lands, sem engri siðaðri þjóð er samboðið. pegar tveir menn eru teknir fastir fyrir sömu yfirsjón og báðir sektaðir, hefir annar ef til vill fulla vasa fjár, borgar sektina og gengur út af lögreglustöð- inni sem frjáls maður. Hinn er bláfátækur og getur ekki borgað sektina. Hann er því tekinn og hneptur í fangelsi um vissan tíma. Ríkið kveðst eiga hjá honum þessa skuld, og af því hann getur ekki greitt hana tafarlaust, er hann brennimerkt- ur sem glæpamaður. Nú er það afnumið með lögum að hægt sé að hneppa menn í fangelsi fyrir prívat skuldir, en ríkið heldur áfram að heimta fangelsi þeim til handa sem ekki geta borgað því skuldir sínar. petta þýðir það fyrst og fremst að fátæki mað- urinn er sviftur frelsi um tíma frá því að vinna fyrir heimili sínu—parti af ríkinu. Heimilið stór líður fyrir; ærnu fé er kostað til þess að halda manninum í fangelsi og aldrei kemur cent í ríkis- sjóðinn fyrir skuldina. Sanngjarnara væri það í þess konar tilfellum að leyfa mönnum að borga sektina smátt og smátt þegar þeir gætu. Ef upphaflega brotið hefir ekki verið þess eðlis að það út af fyrir sig varðaði fang- elsi, þá er það glæpur af hálfu ríkisins að dæma mann í fangelsi fyrir þá sök eina að hann er fá- tækur. Hugmyndin á bak við þessa reglu er ranglát. par er gert upp á milli ríkra og fátækra; lögin eru auðsjáanlega til þess gerð að geta gefið þeim ríka skálkaskjól. u THE DOMINION BANK Hr IDWDID n. OSLKB, M Ptm w. D. MATTHKWI .fWOn. C. A. BOQERT, General M«nitger. NOTIÐ PÓSTINN THi BANKASTAIIFA. Þér þurflS ekkl aS gera yCur fer3 tll borgar tll a8 f& pen- inga út & ávísun, leggja inn peninga eCa taka út. NotlC póst> lnn f þess staC. YCur mun þykja aCferC vor aC slnna bankastörfum bréf- Iega, bœCl áreiSanleg og hentug. Leggja má inn peninga og taka út bréfiega án tafar og áa vanskila. KomiC eCa skrifiC ráCsmannlnum eftlr nákvæmum upplýs- ingum viCvlkjandi bréflegum banka vlCskiftum. Notre Dame Branch—W. M. HAMHiTON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BCRGER, Manager. Skýring. Sökum þess að Narrows bygðar- búar hafa orðið fyrir miklum von- brigðum, þar sem Dr. Guðmundur Finnbogason gat ekki flutt þar fyr- irlestra sína, þykir Lögbergi við eiga að skýra það mál, til þess að það sé engum misskilningi undir- orpiS. Dr. Finnbogason fór af staS á ákveSnum tíma og kom meS jám- brautarlestinni til Ashern, ásamt J. Bíldfell. Mætti þeim þar maSur sem átti aS sækja þá, en kom ekki fyr en seint vegna ills veSurs og lítt færra vega. SagSist honum svo frá aS ekki væri tiltök aS komast á staS- inn á réttum tíma, enda væru vegir tæpast færir. Auk þess var veSur hiS versta og kom mönunm saman um aS fáir eSa engir myndu koma á samkomustaSina; en lengri tíma gat Dr. GuSmundur ekki variS þar úti meS því aS hann átti aS verSa á öSrum stöSum. Þótt bygSarmenn í Narrows hafi orSiS fyrir von- brigSum, þá er þaS víst aS þeim hefir ekki falliS þetta ver en Dr. Finnbogasyni og þeim er fyrir för hans stóSu; en meS því aS hann leggur af staS alfarinn héSan 7. þ. m. og hefir ráSstafaS öllum tíma sínum þangaS til, þá er þess eng- inn kostur aS hann geti fariS út til NarrowsbygSar aftur, hversu feg- inn sem hann hefSi viljaS. Þess er vænst aS bygSarmenn skilji hvernig í þessu liggur, skilji aS þaS er af algerlega óviSráSanlegum ástæSum og ófyrirsjáanlegum, en ekki neinu öSru. Frá íslandi. “SumarblaSiS” heitir nýtt blaS sem byrjaS er aS koma út í Rvík; er þaS gefiS út af íþróttafélagi Reykjavikur og prentaS hjá ísa- fold. BlaSiS er vandaS og flytur margar stuttar ritgerSir um heilsu- fræSi og líkamsæfingar; birtast sumar þeirra síSar í Lögbergi. Látin er frú Vilborg SigurSar- dóttir, ekkja séra Magnúsar Jóns- sonar í Laufási 8. maí, 87 ára göm- ul. Hún var móSir Jóns Magnús- sonar bæjarfógeta og SigurSar Magnússonar læknis á Heilsuhæl- inu. Hásetar á botnvörpungunum hafa gert verkfall; krefjast þeir þess aS útgerSarmenn sleppi öllu tilkalli til lifrar þeirrar sem á skip- in kemur og vilja hafa rétt til aS selja hana hverjum sem bezt býSur. ÁSur hafa útgerSarmenn borgaS hásetum 35 kr. fyrir tunnuna. Loks- ins var fariS aS reyna samninga, en þá kröfSust hásetar þess aS út- gerSarmenn sæju svo um aS allir sem á skipum ynnu gengju í sjó- mannafélagiS; aS því vildu útgerS- armenn ekki ganga og viS þaS sat þegar síSast fréttist. GuSmundur E. GuSmundsson er nú aS ráSa sér verkamenn, eftir því sem “Vísir” segir, til þess aS vinna kolanámuna vestra. BýSur hann mönnum ágæt kjör, 80 kr. um mán- uSinn fyrir átta stunda vinnu á dag, en auk þess má liver maSur taka upp 3 smálestir af kolum í frí- stundum sínum og eiga þau sjálfur. GuSbjörg Jónsdóttir á Haugs- koti í Grindavíkurhreppi varS und- ir skúta nýlega og beiS bana af. Bóndinn var í kaupstaSarferS suS- ur í Reykjavík, en konan ei*. heima meS bömin og var aS leysa hey. Lægsta hásetakaup á “Braga” var í apríl mánuSi 340 kr. Akureyri 6. maí. Alt frá HoltavörSuheiSi og austur aS LónsheiSi er voSalegt ástand—sér varla í dökkan díl og menn aS verSa heylausir um alt NorSur- og Austurland. — Hér hríSarbylur dagleg ■ Sigurlaug Jóhannsdóttir húsfrú á Krossum er ný-dáin í hárri elli. Merkiskona. ÞórSur Sveinsson fyrv. póstaf- greiSslumaSur hefir veriS sæmdur heiSursmerkinu Offisir d’ Akademi af stjórn Frakklands. RifkelsstaSi í EyjafirSi seldi Hallgrímur Hallgrímsson hrepp- stjóri þar í vor fyrir 8200 kr. HafSi hann keypt þessa jörS 1907 fyrir 2000 kr. Var hún áSur landssjóSs- eign. Nú er hún ekki föl fyrir 9000 kr. Sá sem nú keypti Rifkels- staSi er Halldór Benjamínsson bóndi á Sigtúnum, en Sigtún hafSi hann þá nýselt fyrir 7x00 kr., þá jörS hafSi hann keypt af lands- sjóSi 1907 fyrir 2160 kr. í ráSi er aS “oparisjóSur Kaup- félags OÞingeyinga” og “SparisjóS- ur Húsvíkinga” slái saman reitum sínum og verSi þar af banki á Húsavík. Þeir eiga nú til samans 140 þús'. krónur. Hannes Hafstein bankastjóri í íslandsbanka er um þessar mundir á Eyrarbakka aS semja viS spari- sjóSinn þar aS ganga inn í Islands- banka, og stofni svo bankinn út- bú þar á Eyrarbakka. Húsvíkingar nyrSra eru nú aS koma upp hjá sér rafmagnsstöS, sem vera á bæSi til lýsingar og hit- unar. Hefir sýslufundur ákveSiS aS ábyrgjast lán til þessa. * KvenfélagiS “Von” á Þingeyri hefir í hyggju aS koma þar upp gistihúsi. Hefir sýslunefnd Vestur- IsafjarSarsýslu veitt þvi 150 kr. styrk í þessu skyni. “Nýir vegir, tillögur um fjár- hagsmál landsins” heitir nv útkom- in bók eftir BöSvar Jónsson yfir- dómslögmann á Akureyri. Efni þessarar bókar er tillaga um aS landiS taki aS sér síldveiSi og alla síldarsölu. 'Þár meS alla síld sem útlendingar veiSa hér viS land utan landhelgi ef þeir flytja hana inn- fyrir landhelgi. Höf. ætlar aS land- iS hafi miljón kr. tekjur af þessu. “Asters and Violets, some stray Poems and verses” heitir nýútkom- in kvæSabók eftir Frímann B. Arn- grímsson kennara á Akureyri. Eru þetta nokkur kvæSi, sem höfundur- inn hefir ort erlendis. HiS fyrsta í Winnipeg 1885, en hiS síSasta < Paris 1914. Hafa nokkur þessara kvæSa birst í erlendum ritum. KvæSin eru einkar fögur. Eitt þeirra, “Dawn”, hefir Matthías Jochumsson útlagt á íslenzku og birtist þaS hér í blaSinu síSar. F. B. Arngrímsson er snillingur á margtS þó ekki hafi hann enn getaS notiS sin sem skyldi. Fundur var haldinn í fiskifélags- deildinni hér annan maí ; fundar menn kringum 30. Alþm. Matthias Ólafsson flutti þá tillögu, aS efnt væri til hlutafjársöfnunar úm alt land og stofnaS innlent steinoliu- félag. Eins og kunnugt er, hefir danska steinolíufélagiS í Rvík nú hækkaS verS á olíu um ca. 15 kr. tunnuna og út lítur fyrir, aS þaS verSi eitt um alla eSa mest alla olíu- verzlun hér á landi, ef ekki er aS hafst. FiskifélagiS hefir aS undan- förnu meS lofsverSum árangri og kappsmunum, bætt olíuverzlunina aS miklum mun og landsstjómin léS þvi fé nokkurt eins og sjálfsagt var. Nú var svo aS heyra á Matthíasi, ah fiskifélagiS væri upp- gefiS, og ekki gat hann þess aS landsstjórnin ætlaSi, svo hann vissi til, aS láta þetta mál til sín taka aS sinni. Væri þaS því eina ráSiS, aS stofna hlutafélag sem bráSast. Taldi hann aS vel væri byrjandi meS 300 þúsund krónum. Umræð- ur urðu nokkrar, svona á víS og dreif; var meðal annars talaS um, hvernig skifta skyldi arSinum, hvort eingöngu eftir hlutafjáreign eða meðfram eftir viSskiftum viS fé- lagið. Ekkert var samt ályktaS í

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.