Lögberg - 01.06.1916, Síða 5

Lögberg - 01.06.1916, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JUNl 1916. 5 TkT * • .. 1 • timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettm og ai.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. I Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ---------------- Limited ------------ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG SEGID EKKI “EG GET H'.KKT BORGAB TAJÍNIiÆKÍíX lfú." V4r Yitum, .6 nð rengur ekkl alt aB öskum og arfltt er a. elgnast ■klldinga. BSf til vill, er ora þaC fyrir bestu. l>a« kennlr oee, eem verSum aS rlnna fyrlr hverju centi, a8 meta gildi penlnga. M3NNIST þees, aC dalur sparaSur er dalur unninn. MINNIST þens einnlg, a6 TENNUB er* oft meira virM en peningar. HEUiBRIGDI er fyreta epor U1 Uaminrju. þvi verBlC þér aC vernd. TENNUIINAR — Nú er riminn—hér er Itaðarinn tU aS láta |*» vW tennur y8ar. Mikiil sparnaður á vönduðu tannverki KINSTAKAR TKNNUR $5.00 HTTKR BE8TA 22 KAR. GOLL $6.00, 22 KARAT GUIiI/TENNTJR VerC vort ávalt óbreytt. Mörg hundraO manne nota aér hW Ié«a ver«. IIVERS VEGNA EKKI pú t Fara yðar tilbúnu tennur vel? eCa gantra þter lCulega ðr ekorCum? BJf þar gera þaC, flnnlB þá tann- lskna, eem .eta gert vel viC tennur yCar fyrtr vægt verö. KO dnnl yCur gjólfur—NotíC fimtán érn reynstn vora viC tannlirkningn. $8.00 HVALBEIN OPIB A KVÖLDUM DE. PAESONS MeGRKEVT BLOCK, PORTAGK AVE. Telefónn M. $0$. Uppi yfl* Grand Trank farbréfa skrlfatofa. AUGLÝSING Manitoba-stjórnin og alþýðumáladeildin Greinakafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar. Góð Egg og Slœm Egg Eftir próf. M. C. Herner t hænsar œktardeUdinni á búnaðarskólanum í Manitoba. MikiS af þeim eggjum sem seld eru í Manitoba er verpt af hænsum sem fólk á er ekki talar enska tungu. Allir kaupmenn skýra frá þvi aö mikið sé verzlað meS egg frá þeim héruöum. Eggin sem seld ertl af bændum sem ekki tala Ensku, eru heldur lélegri en í meðallagi, ef nokkur munur er á þeim. Þetta stafar af því hvernig farið er metS hænsin og eins af því að eggin veröa óhrein í meðferðinni í hænsa- húsinu og annarsstaðar. Flest þessara eggja eru lika frjó og ef hæna situr á þeim í einn eða tvo daga, þá fara þau að breytast; útungunin byrjar, en eftir það ættu þau ekki að vera seld sem ný egg. Heitt vexur skemmir líka frjósöm egg. 8o fyrir ofan zero á Fahren- heit mæli í fjórar klukkustundir vinnur þannig á eggin að þau byrja að ungast út. Eggin sem ekki eru frjósöm geymast í þannig veðri. Þau skemmast ekki nálega eins fljótt og frjósöm egg. Ef menn vilja framleiða góð egg þá er eitt aðalskilyrðið að hafa hænsahúsið hreint; hreinsa það að minsta kosti einu sinni í viku, láta hreint og þurt strá á gólfið og láta kornið í það. Þegar hænurnar eru að tína það upp fá þær heilnæmar hreyfingar. Haf nóg af hreinu strái i hreiðrunum til þess að egg- in brotni ekki né kremjist. Haf alt hreint umhverfis hænsahúsið. Flyt í burtu hauginn úr því. Eát ekkert af óhreinindum né neinu sem er að rotna, þar sem hænsin ná í það ; ef þær éta úldinn mat eða skemdan þá hefir það áhrif á egg- in og skemmir þau. Þegar hænsin éta úr haug eða eitthvaö rotnandi, hvort sem þaS er úr jurta- eða dýraríkinu, þá verður þa8 rauSa í egginu dökkleitt; sömuleiðis' fa þau sterkt bragð og óeðlilega lykt. Það þarf að ala hænsin á heilnæmri fæðu til þess að þau framleiði heil- næm egg með eðlilegu bragði og lykt. Hanana ætti að aðskilja frá hæn- unum undir eins og nóg hefir feng- ist af eggjum til að unga út. Eftir það eru þeir ekki til neinna nota, er því bezt að hafa þá sér, selja þá e_ða slátra þeim. Hænurnar verpa eins mörgum eggjum og jafnvel fleirum, eftir að þeir eru farnir. Þá verða engin egg frjósöm og er þvi engin hætta á að þau byrji að ungast út heima eða á leiðinni á markaCinn. Það að egg skemmast af þessari ástæðu er langtíðast, en það sýnist fólk ekki alment vita. Tildæmis: Vér keyptum 897 tylft- ir eggja til borðhalds og af þeim var 26^2 tylft af fúleggjum. 1 sumum þeirra voru ungar sem voru að byrja að vaxa og sum voru svo >að segja unguð út. Þetta er ein- kenni meðal eggja frá sveitunum i Manitoba. í þessu voru 67 tylftir af brotnum eggjum og óhreinum, sem ekki voru hæf til matar og einn- ig 187^4 tylft af eggjum serti tæp- lega voru æt. Þetta bendir til þess að hér um bil tvö egg af hverjum tólf sem seld eru séu óæt, og það að hanarn- ir eru hafSir með hænunum er or- sök í þessu tapi. Aðskil þá ekki síðar en 20 júní. Hænsi sem út er ungað eftir það verða einskis virði til vetrarvarps. Verið viss um að taka hanana frá liænunum. Venjið hænurnar af því að liggja á, því það skemmir eggin. Látið þær x kassa með rimabotni og látið þann standa á fótum. í þess konar kessa geta hænumar ekki framleitt hita og hætta því að liggja á eftir tvo eða þrjá daga. Gefið þeim lítið að éta á meðan þær eru i kassanum. Þegar heitt er veður ætti að safna saman eggjum tvisvar á dag; hafa þau altaf þar sem kalt er og hreint og gæta þess að þau séu ekki saman við lauk eða annað sem sterk lykt er af. Egg skemmast ó- trúlega fljótt, ef þau eru hjá ein- hverju þess háttar. Egg ætti að selja tvisvar í viku að sumrinu og ætti altaf að hafa þau í sterkum, hreinum grindarkössum og skorða þau með einhverju alveg þurru. Óhrein egg ætti að þvo með rakri dulu áður en þau eru seld. Óhrein- indi þrengjast í gegn um skurnina og þá mygla eggin að innan, en þar sem mygla er, þar skemmist og rotnar. Tylft af góðum eggjum ætli ekki að vigta minna en 24 únsur. Þegar eggi er haldið upp að birtu, þá ætti það að vera tært að sjá, en aðeins svolítið dekkra þar sem rauðan er. í smærri enda eggsins ætti að vera loftrúm hér um bil á stærð við tíu centa pening. Þegar eggið eldist stækkar þetta loftrúm; hvítan verð- ur þynnri og rauöan dekkri. Vér skorum á bændur að bæta egg sín með því að fylgja þessum leiðbeiningum. Það hjálpar til þess að minka þaS tap sem Canada verS ur fyrir árlega, sem nemur hálfri annari miljón dollara í skemdum eggjum. Hvemig egg selur þú, bóndi sæll? Eru þaS eggin þín sem eiga þátt í þessu tapa? ByrjaSu nú tafarlaust aS hjálpa til aS bæta eggin í Mani- toba. því efni. Fundurinn var í einu hljóSi meSmæltur tillögu Mtthías- ar. — (TJtir “Fréttum”). Á skírdag fór héSan vélbáturinn “Hrólfur” frá IsafirSi áleiSis þang- aS vestur, og á honum 9 menn, sjö skipverjar og tveir farþegar. Nú er þaS taliS víst, aS báturinn hafi farist á leiSinni. Hann sást frá öSrum vélbáti fram undan BarSan- um á föstudaginn langa, segir “Morgunbl.”, en eftir þaS skall á stórveSur og vita menn ekkert til bátsins upp frá því. Hann var eign tveggja ísfirSinga, Helga Sveins- sonar bankastjóra og Jóh. Péturs- sonar. En formaSur var Sigurgeir SigurSsson úr Reykjavík, kvæntur maSur. Umskifti eru nú orSin til liins betra (3. maí) meS tíSarfariS. Þó engin veruleg hlýindi enn. Um miSja siSastliðna viku brá til sunn- anáttar, en i vikulokin var aftur kominn norSan andvari. En heiS- ríkt er og sólskin á hvrejum degi. Fréttir úr Dalasýslu, Húnavatns- sýslu og Skagafjarðarsýslu segja, aS jarðhnjótar séu komnir þar upp til nokkurra'bóta, en x EyjafjarSar- sýslu og Þingeyjarsýslu er enn sagt jarðlaust meS öllu. AS norðan er sagt aS heyskorturinn sé ekki eins mikill alment og af hefir verið lát- ið hér, hvergi hafi menn enn mist skepnur eða fargaS þeim vegna heyskorts. GoSafoss leggur af stað héðan í dag með mikiS af kornvöru til Norðurlands, mest til Blönduóss og SauSárkróks. Þétta er alt tekið af kornmatarbirgðum landsins. Á Akureyri er eitthvað af þeim fyr- irliggjandi enn og einnig einhver slatti á Húsavik. — Þær ráðstaf- anir póststjómarinnar, aS fella nið- ur póstferS um NorSurland vegna heyleysis, þykja mörgum ástæðu- ausar meS öllu og jafnvel ótækt úrræSaleysi, segja, að landssjóðinn hefði litlu munað, að kaupa upp af fóðrum einn eða tvo pripi á póst- leiðinni og borga fyrir eins og upp hefði verið sett, heldur exi að láta póstferðian falla niSur. 28. apríl andaðist merkisbóndinn Þorsteinn Thorarensen á MóeiSar- hvoli í Rangárvallasýslu. Hann varð bráðkvaddur. 30. apríl andaðist í Steinnesi í Húnavatnssýslu frú Ingibjörg GuS- mundsdóttir, kona Bjama Pálsson- ^r pórfasts. Englendingar hafa nú haldiS “Mjölni” í Lerwick eitthvaS iriggja vikna tima. Var hann á leið með fiskfarm til Noregs og hafði veriS samiS um flutning á farmi þaSan aftur. ÞaS er ekkert smáræðistjón, sem útgerðarfélagiS hér, “Kveldúlfur”, verður fyrir af slíkri töf. -— fEftir “Lögréttu”). J. P. Robertson bókarörður. Hann var 75 ára gamall á þriðjudaginn; hefir hann verið bókavörSur í Winnipeg í 32 ár og hefir þvi verið ein aðal stoðin und- ir menningu þessa bæjar svo að segja frá því bærinn fæddist. Robertson er einkar vinsæll og sérlega samvizkusamur ma'ður í stöðu sinni; hefir hann látiS sér af- ar ant um hag bókasafnsins og þaS hafa menn fyrir satt aS óvíða sé bókasafn í betr^ lagi, enda er þess að vænta þar sem sami maðurinn hefir altaf verið þar ráðandi and- inn og hefir helgað því alt líf sitt. Meiðyrðamál Eins og getið var um höfðaSi maður aS nafni Knott meiSyrðamál á móti “Telegram” nýlega og fékk sér dæmda $11,500.00; Green sem þingmaður var í NorSur Winnipeg '•hefir höfðaS annaS meiSyrðamál á móti sama blaði. Pólskur ritstjóri hér í bænum höfðaSi einnig meið- yrðamál á móti öSrum ritstjóra í vikunni sem leið og fékk hann sektaðan um $10. Nú hefir maður sem J. Richard Booth heitir höfS- að mál á máti T. H. Hooper for- manni vatnsnefndarinnar í Winni- peg og forseta þeirrar nefndar sem sér um heimkomna særða hermenn. Þetta mál er einnig fyrir meiSyrði. Bami maður stefnir enn fremur Waugh bæjarstjóra fyrir meiðyrSi. — ÞaS er svo að sjá sem þaS eigi aS fara að verSa móSins — eða ef til vill ný atvinnugrein — að stefna ‘fyrir meiðyrSi. Kirkja bygð á einum degi. Kirkja sem er 24x20 feta stór var bygS í Winnipeg á hominu á Portage Ave. Marjoree stræti á drotningardaginn. VerkiS var byrjað um sólaruppkomu og því svo að segja lokið urn sólarlag; þ'rjátíu manns unnu að verkinu undir stjóm fimm ágætra smiSa og var unnið af svo miklu kappi að ekki em dæmi til meira, svo menn viti. Allir unnu kauplaust. Kirkju- félag þaS sem á þessa kirkju kallar sig “hina kristnu” og heitir prestur þeirra J. R. Blunt. Serbnesk kona í jhernaði Stúlka ein í Serbiu, sem Slavikia Tomitch heitir hafSi náS í herklæSi af dauðum hermanni og klæðst þeim sjálf. Fór hún því næst í herinn og á vigvöllinn og tók þátt í ýmsum orustum, þar á meðal or- ustunni viS Salonika, þegar Serb- ar gáfust upp. Þegar það komst upp aS hér var um stúlku að ræða í hermannsföt- um, leyfðu yfirvöldin henni að vera kyrri í hernum og veittu henni und- irforingja stöðu. í síðustu áhlaupum sem ÞjóS- verjar hafa gert á vestur hliSinni, hafa Canadamenn þótt reynast svo vel aS orS er á 'gert; ensku blöðin flytja langar greinir um afreksverk þeirra og hugrekki. PANTAGES “The Midnight Follies” er aSal- leikurinn þar næstu viku, eru í honum bæSi dansar og söngvar og alls konar fjör og galsi. Ejórar systur syngja þar sem kallast Haley systur og eru orS- lagðar fyrir fagra_rödd og æfða.— Ýmislegt fleira verður þar til skemtunar. \ DOMINION “Camille”, hinn frægi leikur eft- ir Alexander Dumas verður leikinn þar næstu viku. Þar er ein aðal persónan stúlka sem Margrét Gauthier heitir, sérstaklega ein- kennileg að eðlisfari. “Camille” er talinn einn lær- dómsríkari sjónleikja sem skrifað- ur hefir verið og höfundinn þekkja allir. Til ÞOKSTEINS ODDSSONAR og RAKELAR konu hans Kvæði flutt á 30. hjónabandsafmæli þeirra 24. Maí 1916. I. Unga ættland, gamla, eyland nætur-morgna! íslenzk enn hér stendur eik hins sterka, forna. Sjá þinn son og dóttur, Sunnueyjan ljóða. — Hátíð hver um æfi helgist þér til gróða. Sjá þinn son og dóttur, sem þér brugðust eigi: Brúðhjón endurborin björtum maídegi. pótt í þjóða asa þreytu stundum kendi, ætíS samt var útrétt íslenzk vinarhendi. Samtíð samúð þakkar: samhygð, veg sem skreytti hlýleik þann og handtök, hjálp sem ykkar veitti. Baráttan er borguð, blikar hún sem roði kvelds, og fögnuð færir —• fegri daga boði. Sú mun sælan reynast sönnust—bezt að duga— vináttu ítök eiga annara í huga. Ykkur guð þá gæfu gaf í ríkum mæli. Merki: að hjá ykkur á sér manndygð hæli. Upptalningar eigi eiga við í kvæði. — Farsæld fram að nóttu feli ykkur bæði. Blessist lífs og liðin lifi ins sterka, forna, meðan ættlegg á hér eyjan nætur-morgna. P• P• P- II. Pað léttir oss verkin og veitir oss þrótt að viðra sig einstöku sinnum; vér oft höfum gæfu til gleðinnar sótt og guðsmjmd í brosinu finnum. Og sá er í rauninni lifandi lík sem lætur sér alvöru nægja, hver einasta sál er af sólskini rík, er svikalaust kann það að hlæja. % 1 kvöld á að gera sér glaðværa stund og glymja með vermandi hreima og hita hvert annað með ljóshlýja lund og láta sig himininn dreyma, því hugsunin flestum er fagnaðar klökk hjá fylkingu hérstaddra vina, sem flytja þeim Rakel og porsteini þökk — en þögnin á orð fyrir hina. J?au reyndu það hvorttveggja: örbyrgð og auð því áttu þau hægt méð að skilja ef hurðin var knúin—þá hjartað þeim bauð að hughreysta, seðja og ylja; það sást ekki ritað á bók eða blað með breiðum né stórorðum línum, en meðvitund fólksins er fundvís á þaS í falslausu skýrslunum sínum. Hve gott er að safnast á fagnaðarfund og finna að vér eigum þar heima. Hve ljúft er að heilsast með hugsnerta mund og hrygðum og sorgum að gleyma. Hve skylt er á þessari þrítugu stund með þakklæti fjölmargt aS geyma. Hve sælt er að gleðjast með ljóshlýja lund og láta sig himininn dreyma. Sig. Júl. Jóhannesson. III. Á þessari heimsfrægu hemaðar öld er hvergi að búast við friði, í hópum því stefna menn hingað í kvöld með harðsnúnu víkinga liði, og vaða inn, hertaka bekki og borð og biðjast ei vægða né griða. Alt feljur í stafi við foringjans orð, er fylkingum raðar til hliða. Nú hlustið á orð mín: öll heimilis ráð af húsbændum skulu hér tekin svo vér höfum aðgang og völdin í bráð unz vor höfum erindi rekin. Og ef til vill samið um allsherjar frið og útskýrt hvað förinni réði, svo heimamenn eru oss alsáttir við og alt snýst í fögnuð .og gleði. Við komum að heimsækja hjónin í kvöld sem hér eiga bústaðinn fríðan; við komum að votta þeim vináttugjöld fyrir veglyndi og kærleika blíðan. Á alla er hlustað sem leita hér liðs, en látnir ei sinjandi fara; og það vitá allir, til marks þess og miðs, að manndáðum fram úr þau skara. f dag þeirra brúðkaups á afmæli enn þau ung og fríð hásætið skreyta, í sjón á við kornyngri konur og menn og hvar sem viS færum að leita. Hin þrjátíu hjónabands ástríku ár vér óskum að renni upp að nýju, en aðeins með gleði—en ekki með tár í elskunnar brosinu hlýju. Svo yngist þeim hugur og alt sem hann kýs og yndislegt vonirnar gjörðu! þeim svo verði heimilið sönn Paradís og sæla á þessari jörðu! Og þakkir og virðing og vinsemd í bót fyrir veglyndi, hjálpsemi og gæði. Að flétta þeim brúðarkrans, mæli sér mót hið margá sem prýðir þau bæði. Guð blessi ykkur, rausnar- og hamingju vér hrópum það ekki út í bláinn. [hjón! Vort síðasta og fyrsta orð sé þessi bón: Verið sæl og glöð lifandi og dáin. — Verið sæl og glöð, ung og fríð, einsog í dag með orðstírinn vaxandi og hrósið. Til minnis um heimsókn og hátíðabrag til hamingju veröi’ ykkur ljósið! Carolina Dalmann. Gerist kaupandi Lögbergs þérsemleslS en ei kaupið 4 S ó L, S K I N. tegund af fituefni. Taugarnar eru aS mjög mörgu leyti svipaSar rafmagnsþráSum og hulstriS utan um þá er kölluS verja, hún ver rafmagnsstraumnum sem rennur eftir vírnum frá þvi aS komast út úr honum hvar sem er. ÞaS er ákaflega skemtilegt og skrítiS að skoða nútíSar rafmagns- þræSi, til dæmis þá sem lagðir eru yfir AtlantshafiS; þegar þeir eru skomir og sáriS skoðaS, og ef taug- ar em líka skornar og sáriS skoðaS í stækkunargleri og hvorttveggja borið saman, þá sést þaS aS þeir sem bjuggu til rafmagnsþræðina, hafa hitt á aS hafa þá ótrúlega líka taugunum i likamanum. ÞaS má heita að þeir séu búnir til alveg eft- ir sömu reglum. Þeir eru meS stærri og smærri söfnum af tægjum eins og taugarnar sem eru einnig í verjunum eða skeiðunum, og aS- skilin þanmg hvert frá öðru. AuSvitaS em taugarnar miljón sinnum aðdáanlegri en rafmagns þræðirnir, en aSal fyrirkomulagiS og byggingin er hér um bil nákvæm- lega eins. Þegar vér rekum í olnbogann, þá finnum vér til í fingurgómunum. Vér höfum þá ert taugatægjurnar sem flytja tilfinningu eftir taugun- um frá fingrunum til heilans. Stundum þegar vér ertum taug þoma drættir í vissa vöðva, þá höf- um vér ert taugatægjur sem flytja boS eftir taug frá heilanum til vöðvans. Þetta sýnir þaS að taug- amar flytja hoS báSar lerðir alveg , eins og rafmagnsþræðimir gera; þær flytja boS frá heilar.um og til hans. Til dæmis ef vér snerturr eitt- hvað heitt sem brennir oss, þá ber- ast boS til heilans eftir taugunum sem segja honum aS hendin sé í hættu. Undir eins berast önnur boS eftir taugunum til handarinnar og segja henni aS færa sig í burtu frá voðanum, og þá kippurn vér aS pss hendinni. Af þessu sést hversu boSin berast fljótt. Vér höfum öll tekiS eftir því aS þegar vér komum við heitan ofn þá finst oss að vér kippum að oss hendinni alveg und- ir eins, en vér gerum það samt ekki fyr en boðin hafa veriS send eftir taugaþráðunum upp til heilans og hann hefir svo sent sk^un eftir öSrum taugaþráðum um þaS aS kippa að sér hendinni. ÞaS er álit- ið aS sérstakar taugar flytji boSin til heilans og aSrar taugar flytji skipanir frá honum. Vírar flytja rafmagnsstraum; en til þess aS gera þaS verSa þeir aS vera óslitnir og vafðir, annars renn- ur straumurinn ekki. Virarnir eru auövitaS ekki lifandi eins og taug- arnar, og þótt vér skiljum ekki nema lítiS í sambandi við vírana og raf- magniS, þá eru þó taugamar í lík- ama vorum og boSin og skipanirnar sem eftir þeim flytjast þúsund ginnum óskiljanlegri og aðdáanlegri. Eitt af því merkilegatsa viS taugarnar er þaS aS þær flytja ekki nein boS né skipanir nema því aSeins aS þær séu lifandi. Ef vér tökum part af taug úr skepnu sem hefir verið drepin, þá getum vér s'koðaS hana og rannsakað eftir vild Ef vér höldum henni votri eða rakri í vátni meS salti í og mátulega hlýrri, þá lifir hún talsvert lengi,' og eins lengi og taugin er lifandi berast áhrif frá öðrum enda hennar til hins endans; en undir eins og taugin deyr getur hún ekkt flutt áhrif fremur en snærisspotti. Strauminn eða áhrifin sem flytjast eftir taugunum köllum vér tauga- straum. fFrh.). Anna týndi bróður sínum. ('Framh.). Anna litla átti lítiS borS og tvo stóla, sem henni hafði veriS gefið í afmælisgjöf. Svo hafði amma hennar komiS aS heimsækja hana nýlega og gefiS henni bolla og diska. Hún sótti borðið og stólana og bollana, fór meS þaS út á flöt, bauS til sín lítilli stúlku sem hér Björg og átti heima í næsta húsi. Svo léku þær heimili. Anna var húsmóSirin, en Björg.var gestur hennar. Anna fór nú og fékk syk- ur, mjólk, kaffi og kleinur og svo helti hún í bollana handa sér og Björgu. Ámi litli hélt á tvíböku og var aS naga hana, en svo var hann orðinn syfjaSur aS hann valt út af í gras- inu. Anna breiddi ofan á hann sjal og svo svaf hann rólega. Þegar þær voru búnar aS drekka kaffiS, fór Anna inn meS Björgu og skildi bróSur sinn eftir sofandi á grasfletinum. Þær fóru svo aS leika sér stúlkurnar, og timinn leiS

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.