Lögberg - 15.06.1916, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚNl 1916
The Swan Manufacturing Co.
býr til hinar velþektu súgræmur „Swan
Weather Strips“. Gerir við allskonar hús-
gögn. Leysir af hendi ýmiskonar trésmíð-
ar. Sérstök athygli veitt flugnavírsgluggum
hurðum og sólbirgjum (Verandas).
Vinnustofa að 676 Sargent Ave. Tals. S. 49f
HALLDOR METHUSALEMS
Or bænum
Eiríkur H. Bergmann frá Gardar
var á ferö hér í bænum nýlega að
finna vini og vandamenn.
Sveinbjörn Gislason trésmiöur
fór vestur til Wynyard á föstudag-
inn; býst hann viö aö dvelja þar
fram eftir sumrinu aö minsta kosti
við húsasmíðar.
Dr. Guðmundur Finnbogason fór
alfarinn héöan fyrra miövikud. suð-
ur til Dakota og Minnesota fyrst,
þar sem bann flytur fyrirlestra og
síöan til New York og annara staða
í Bandarikjunum. Með honum fóru
til Pembina J. J. Vopni, J. J. Bíld-
fell, A. S. Bardal og Paul Bardal
éyngri). Peir komu heim aftur á
fimtudaginn.
Mr. Á. Thorlacius herm. í 197.
deildinni er nýkominn í bæinn vest-
an fra Vatnabygðum; hefir hann
verið jjar um tíma við akuryrkju
og ætlar nú í herfötin aftur.
Pétur Anderson frá Leslie kom
til bæjarins' á fimtudaginn var og
dvelur hér um tveggja vikna tíma.
Hann segir góöa liðan og ágætt út-
lit þar vestra; uppskeruhorfur al-
drei betri jafn snemma, þrátt fyrir
vætur og kulda sem fram eftir
voru.
Halldór Sigurðsson trésmiður
hefir fengið skóla í Dominion City
til jjess að smiða fyrir $18,500. Er
]iað sams konar skóli og sá er hann
þygði á Gimli í fyrra. Randver
þróðir hans fór þangað á mánudag-
inn og verður hann umsjónarmað-
ur við bygginguna.
Sigurður Sigurðsson frá Rauða-
mel (eldri) dvelur á Gumli um
þessar mundir; er hann að smiða
hús fyrir séra C. J. Olson.
Verið er að prenta fyrirlestur
Dr. Guömundar Finnbogasonar um
viðhald íslenzks þjóðemis og verð-
ur hann til sölu innan skamms.
Séra Hjörtur Leo dvelur hér i
bænum í sumar; hann prédikar i
Skjaldborgar söfnuði um tima.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson hefir
skilið eftir fallega mynd hjá Lög-
bergi, .sem hann hefir málað. Er
það sýnishorn, til þess að mönnum
gefist kostur á að sjá hvernig hann
leysir verk sitt af hendi. Eftir því
sem ritstjóri Lögbergs hefir bezt
vit á er myndin ágætlega gerð, en
helzt ættu sem felstir að skoða hana
til þess að geta dæmt uni með sín
um eigin augum. Þorsteinn hefir
lengi fengist við málaralist og i
vetur hefir hann gengið stöðugt á
listaskóla til jwss að fullkomna sig
í jieirri grein.
Opinbert uppboð
á Gimli
Uppboð verður haldið á húsgögn-
um og áhöldum Como hótelsins á
Gimli, Man. þar á staðnum 17. júní
næstkomandi og byrjar kl. 2 e.h.
Á meðal þess, sem selt verður á
þessu uppboði eru 12 drykkju-
stofustólar, 14 glugga hengjur
(curtains); olíugólfdúkar, diskar,
matstofu borð, matstofu stólar,
borðdúkar. rúmföt, eldavél, mynd-
ir, nafnabók fyrir hótel, glös,
gluggablæjur, lampar, þvotta áhöld.
rúmstæði, kommóður og þvotta-
standar, og margt fleira, sem of
langt yrði hér upp að telja.
Til frekari upplýsinga er mönn-
um vísað á Hull, Sparling Gr
Sparling, 325 Main St., Winnipeg.
Eg hefi nú nægar byrgðir af
“granite” legsteinunum “góðu”
stöðugt við hendina handa öllum,
sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja
þá, sem hafa verið að biðja mig um
legsteina, og þá, sem ætla að fá sér
legsteina í sumar, að finna mig sem
fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að
gera eins vel og aðrir, ef ekki betur.
, Yðar einlægur.
A. S. Bardal.
Pupils Piano Recital
heldur Miss S. Friðrilcsson með
nemendum sínum í
W.C.T.U á Ellice Avenue
Þriðjudagskv. 20.þ .m
Byrjar kl. 8.30.
Samskot tekin til að mœta kostnaðinum
Jóhann S. Thorarinsson kom til
bæjarins 5. þ. m. og gekk í 223
herdeildina. Hann fór á föstudag-
inn út til Narrowsbygða í liðsafn
aðarerindum.
Jónas Pálsson söngfræðingur
flutti norður til Gimli i sumarbú
stað sinn í vikunni sem leið með
fjölskyldu sína. Verður fólk hans
jjar i sumar og hann öðru hvoru
hann heldur }>ó áfram að kenna hér
í bænum.
Sigurður Sigurðsson frá Rauða-
mel G'ntír') dvelur um tima suður
í Detroit, Michigan við smíðar.
Jón H. Johnson frá Hove var á
ferð í bænum á laugardaginn í
verzlunarerindum.
Myndir j>ær sem Þorsteinn Þ.
Þorsteinsson hefir til sölu eru til
sýnís í húsgagnabúð Halldórs
Metúsalems “Svaninum“ á Sargent
Ave. rétt hjá Victor stræti og sömu-
leiðis heima hjá honum að 732 Mc-
Gee stræti.
Á síðasta fundi stúkunnar “Jón
Sigurðsson” (I.O.D.E.) gaf for-
sætiskona húsfrú J. B. Skaftason
félaginu vandaða mynd af Jóni
Sigurðssyni, málaða af Þorsteini
Þ. Þorsteinssyni og þótti félags-
konum mikið til koma.
Simskeyti kom á sunnudaginn til
Teits Sigurðssonar í Selkirk með
þeirri rétt að Kristján Guðmund
ur sonur hans hafi særst af byssu
skoti og liggi veikur á sjúkrahúsi
á Frakklandi. Skeytið getur j>ess
að greinilegri fréttir verði séndar
síðar.
Ólafur Bjarnason trésmiður fór
norður til ísendingafljóts í vikunni
sem leið. Með honum fór fjölskylda
hans norður til Gimli og verður þar
í sumar; sjálfur kom Ólafur heim
aftur á mánudaginn.
í siðasta blaði er getið um að
Bjarni Björnsson hafi farið með
90. herdeildinni; það átti að vera
Bjarni Bjarnason.
STADURINN SEM FŒST KEYPT
■ ■
Whiskey, Vin og Oltegundir
erhiá The RICHARD-BELIVEAU CO., Ltd.
(Stofnsett áriö 1880)
330 MAIN STREET
Tals. Main 5762, 5763
VÉR vilj um láta viðskiftavini vora og fólkið í Manitoba yfir höfuð vita að vér
höldum áfram verzlun vorri sem umboðsmenn fyrir þ>á sem óska að kaupa
áfengi. Allar pantanir verða að vera borgaðar fyrirfram. Engar C.O.D. pant-
anir fluttar. Allar pantanir verða fluttar beint heim til yðar í Winnipeg innan 24
klukkustunda. Allar pantanir meðteknar frá Saskatchewan, Alberta og Ontario
verða afgreiddar frá vöruhúsum vorum í Winnipeg eins og áður.
Þau Wallace R. Pottruff og
Kristín Ólafson, dóttir Kristjáns
Ólafssonar, umboðsmanns, voru
gefin saman í hjónaband af séra
Bimi B. Jónssyni að heimili hans,
659 William Ave., miðvikudaginn
7. þ. m. Fóru ungu hjónin sam-
dægurs af stað austur í land sér til
skemtunar.
Hver sem kynni að Vita áritun
Júlíusar Alfreds hermanns sem
særðist í orustunni við Eloi, geri
svo vel að gefa Mrs. C. L. Hannes-
son að 523 Sherbrooke upplýsingar
um það. Talsimi hennar er Shbr.
4966. Júlíus átti heima að Garfield
stræti hér í bænum, en fað'ir hans
er í Langruth.
Jóhannes Einarsson kaupmaður
frá Lögbergi kom til bæjarins i
verzlunarerindum fyrra miðviku-
dag og fór vestur aftur á föstudag
inn. Hann sagði góða liðan yfir
höfuð. Tiðin hefir verið köld og
sáning i seinna lagi þess vegna, en
samt kvað hann útlit eins gott nú
•og nokkru sinni áður. Grasspretta
lítur út fyrir að verða góð.
Björn Walterson frá Argyle fór
heimleiðis á föstudaginn, eftir
nokkurra daga dvöl hér; hafði hann
farið norður til Árborgar með
Líndal Hallgrímssyni tengdasyni
sínum og verið þar í tvær nætur.
Lindal var að finna föður sinn.
Fundur verður haldinn i íslend-
ingadagsnefndinni á mánudaginn
kemur kl. 7 e.h. á skrifstofu Dr.
Brandsonar. Áriðandi er að allir
nefndarmenn mæti.
Bjarni Finnson starfsmaður Lög-
bergs kom norðan frá Lundarbygð
á fimtudaginn; hafði hann dvalið
þar nokkra daga að ráðstafa dán-
arbúi móður sinnar sálugu.
Sunnudagaskólar Fyrsta Iút
safnaðar og Skjaldborgarsafnaðar
halda skemtiför á laugardaginn
kemur. Verður safnast saman í
kirkju Fyrsta lút. safnaðar klukk-
an 9.15 að morgninum og lagt af
stað ]>aðan. Skemtiförin fer fram
í Kildonan skemtigarðinum, sem nú
er orðinn sérlega fallegur. Hann
er á árbakkanum og hefir manns-
höndin gert mjög mikið á síðari ár-
um tíl j»es's að prýða garðinn, þang-
að til hann nú er orðinn fegurstur
allra skemtigarða þessa bæjar. Alls
konar iþróttir fara fram, svo sem
kapphlaup, knattleikar o.fl. Allir
eru ámintir um að hafa með sér
nesti og helzt sem mest af ávöxt-
um. Það er ekkert efamál að J>etta
verður sannkölluð skemtiför.
Böni fermd í Fyrstu lút. kirkju
á hvítasunnudag.
Stúlkur: Anna Björg Sigurðs-
,son, Anna Julia Sveinstrup, Björg
Thorunn Swainson, Elizabeth Ingi-
björg Wopnford, Elizabeth Stef-
ania Preece, Geirfríður Aðalheiður
Gunnarsson, Guðrún Ckldný Mel-
sted, Guðrún Skúlason, Inga Ja-
kóbina Thorbergson, Lilia Stefania
Gillies, Martha Soffia Johnson,
Sigríður Thorkelson.
Drengir: Aðalsteinn Sigurðsson,
Bjami Bjarnason, Edward George
Johnson, Eggert Grettir Eggertson,
Friðrik Alex Stefánsson, Hans
Pétur Líndal, Jón Sigurjónsson,
Jón Ragnar Johnson, John William
O’Hara, Joseph Edilon Gillies,
Kári Bardal, Ottó Herbert Hjalta-
!ín, Skarphéðinn Thomas Hannes-
son, Theodor John Blondal, Wolf-
gang Arnfinnur Friðfinnsson.
Guðm. O. Thorsteinsson undir-
foringi, fyrrum kennari við Lund-
ar., Man., fer vestur til Markerville,
Alta, um miðjan júní mánuð, til
þess að safna liði fyrir 223. her-
deildina. — Thortseinson var fyrir
nokkrum árum kennari við skóla
nálægt Markerville og á þar marga
vini meðal bygðarmanna.
Jóhann G. Jóhannsson prófessor
fór suður til Chicago á þriðjudag-
inn og ætlar að dvelja þar í sex
vikur; kynna sér mentunar að-
ferðir þar syðra og stunda nám við
Chicago háskólann. Hafði hann
gert ráð fyrir að mæta þar Dr.
Guðmundi Finnbogasyni og ætla
þeir að verða þar saman við rann-
sóknir um tíma áður en Guðm. fer
heim.
verða frambornar kaffiveitingar j lega lokið námi í leikfimisæfingum
ásamt “Pie-inu”. sem allar ungar j og skotfimi. Hann er nú að kenna
stúlkur i stúkunni koma með.
Allir Goodtemplarar í borginni
eru sjálfsagðir og velkomnir til
Skuldar jietta kveld,, og sizt ættu
pngu mennirnir að hafna j>essu
boði, því ekki má “kafelerana”
vanta þegar dansinn hefst.
G.
Á laugardaginn kemur, 17. ]>. m.,
verður hið árlega “Picnic” sunnu-
dagaskóla Tjaklbúðarsafnaðar, að
j>essu sinni í “Kildonan Park". —
Komið verður saman við kirkju
safnaðarins kl. 1.45 e. h. Strætis-
vagninn sem tekur fólkið norður
fer frá horninu á Victor stræti og
Sargent Ave. stundvislega kl. 2 e.h.
Áriðandi að vera þá kominn á stað-
inn, því sunnudagaskólinn gefur
öllum börnunum, sem á þeim vagni
fara, frítt far báðar leikir. Óskað
er eftir að sem flestir af aðstand-
endum barnanna og kunningjum
j>eirra verði með, og þó að þeir
geti ekki farið þá strax að þeir
komi seinna, til að gera börnunum
daginn sem ánægjulegastan. Verð-
Iaun fyrir kapphlaup verða börn-
unum gefin, sem að undanförnu.
Það skal aftur tekið fram að
ekkert persónulegt er tekið í blaðið
nema nafn sé undir, hvorki vísur
né annað.
Þórunn ólafsdóttir Bergmann
að íslendingafljóti andaðist * 11.
maí þ.á. eftir langa legu í brjóst-
veiki. Hún var ættuð úr Grinda
vík, kom hiingað til lands 1913.
Hún lætur eftir sig ekkjumann og
5 börn.
Jón friðfinnsson tónskáld kom
til bæjarins fyrir helgina norðan
frá Narrows bygðum, þar sem hann
hefir dvalið um tíma við hljóm-
fræðis kenslu. Hann lét ágætlega
af líðan manna þar nyrðra og býst
við að dvelja þar framvegis um
tíma. Hann fer út aftur eftir helg-
ina.
Halldór J. Eggertsson selur lifs-
ábyrgðir fyrir “The Mutual Life
Assurance Company of Canada”.
Eina canadiska lífsábyrgðarfélagið
sem er sameiginleg eign þeirra sem
hafa lífsábyrgðir hjá því, og skiftir
félagið á milli meðlima öllum hagn-
aði árlega. Sá hagnaður nam árið
sem leið $502,310.41. — Þeir sem
kaupa vilja lifsábyrgðir hjá Mutual
Life of Canada og gerast meðlimir
geta fengið frekari upplýsingar hjá
Halldóri J. Eggertsyni, 204 Mc-
Intyre Block, Winnipeg.
Séúra H. J. Leo prédikar í
Skjaldborg næsta sunnudagskveld
kl. 7.
Sunnudaginn, 4. júní, voru við
hádegisguðsþjónustu í Skjaldborg,
þessi ungmenni fermd af séra Rún-
ólfi Marteinssyni:
Elín Lilja Anderson, Ingveldur
Kristin Guðjónsson, Kristjana Sig-
urborg Christie, Steindóra Elinborg
Thorarinsson, Muríel Þóra Olíver,
Sigurveig Anderson, Lovísa Krist-
jánsson, Sveinbjörn Anton Sig-
urðsson, Hákon Ólafur Sigurðsson,
Friðjón Valgeir Thorgrimsson, Jó-
hann Marino Sigvaldason, Jón
ónsson Ausfmann.
Við kveldguðsþjónustu sama
sunnudag voru 65 manns til altaris.
0r bréfum.
Frá Pte Kristjáni Octo Goodman
til foreldra hans, er eiga heima að
576 Agnes strætb Eins og áður er
getið innritaðlist hann i vetur i
“Canadian Motor Transport” og
fór strax til Toronto og var þar við
^æfingar i fjóra mánuði 18. april
voru 50 af þeim sendir til Englands.
Hann var eirti íslendingurinn í
þeim hé>p og kom hann til Englands
27. apríl, eftir góða ferð, og settist
að í Shornekliff Camp. Komu ]>á
upp mislingar og urðu þeir að vera
í sóttverði 21 dag. 24. maí losnaði
hann úr sóttverðinum og hefiir far-
ið um dálítið og lízt vel á sig og
ætlar hann að fara til Lundúna-
borgar til að sjá sig um. — Þeir
hafa nýlega gengið undir próf i
að keira — Locomobile Truck —
stóra flutningsvagna, sem eru eins
stórir eins og hús, og var gefinn
vitnisburður og hlaut Kristján
beztan vitnisburðinn, markið “Very
Good”. Hann bjóst vtið að sjá is-
lenzku drengina, sem voru farnir
rétt á undan honum, en þeir voru
flestir komnir í burtu. En hann var
búinn að frétta af Björgvin John-
son, að hann væri þar i “Camp”
milu frá, og bjóst við að sjá hann
bráðlega.
Utanáskrift Kdistjáns er:
Pte C. Goodman
No. 331143 C.A.S.C.T.D.
Shornclikke Camp, Kent, Engl.
Bréf frá Leonard Magnússyni
getur þess að í Englandi sé nú
veðjað 30 á móti einum að stríðiði
verði á enda 30. september 1916.
herdeildinni J>essar listir.
H. M. Hannesson undirforingi
sem hefir verið á liðsafnaðar fund-
um ásamt Thos'. H. Johnson verka-
málaráðherra fyrir deildina vestur
i Alberta, lcom heim úr þeirri ferð
í vikunni sem Ieið.
223. herdeildin hefir nú 150 ís-
lendinga; er það ágætt þegar þess
er gætt að fjöldi íslendinga hefir
þegar farið austur um haf í stríðið.
Þeir sem hér segir hafa nýlega
bæzt við i 223. skandinavisku her-
deildina.
Niels Gislason, Louis Hodne,
Albert Alm, Slem Orlowski, Kon-
rad L- Person, J. C. Brostrom,
Iver Finseth, Norman McBay
Henridk Petri, Gosti Risto, W. E.
Tuhkanen, Geo. Tuhkanen, H. W.
Gumsey, John Eik, E. Carlson, J.
F. Linden, Berhard. Larson, N.
Prestlien, Arthur Movold, R. Ingi-
mundarson, Jos. Moor, Jens Soren-
sen, John Grimson, Erick Broen,
Y'. Grimson, O. E. Taroldson, M.
A. Samuelson, John R. Jöhannson,
Carl Olson, C. Erickson, Thos.
Done, Frank Stenberg, Mike
Jacobs, E. R. Foster, J. Varrette,
Niel MacKinnon, O. Hannsson,
Jens Trunnes, Magnus Hillestad,
W. T. Jermer, C. C. Peterson,
Simon Wick, C. Swiggum, D.
Benson, J. AVienekowski, Barney
Hansson, Peter Carlson, H. Han-
son, E. Sunberg,' R. H. Hugall,
A. Henning, Olaf Olstadt, F.
Hellerstad, Jorgen Skeel H. J.
Josepsons, E. Minikkinen, E. Lar-
son, M. Halvorson, E. Kolberg, B.
Christianson, G. Bergstrom, G. M.
Peterson, (Thos. Ahonen, Roy
Carruthers, Carl Nordal, T. Bjorns-
rud, Bernhoft Hannsson, J. S.
Thorarensen, E. Talmanen, S.
Salvason, W. D. Woodruff, J. J.
Kaura, Peter O. Peterson, Peter
Matthew, A. Jergensen, Frank Ell-
ing Benson.
Miðsumarssamsæti ('Pie Social)
verður haldið í Goodtemplarahús-
inu þefri salnum) miðvikudags-
kveldið i næstu viku, 21. júní, und-
ir stjórn stúkunnar Skuld. Skepiti-
skráin verður sérlega vönduð. Svo lenzki
223. Canadíska-Skandi-
nava herdeildin.
fFrá fréttaritara deildarinnar).
f tilefni af fráfalli Kitcheners
Iávarðar hefir veizlu Jæirri og
dansi, sem ákveðið var að halda á
Fort Garry hótelinu á fimtudaginn
var, verið frestað þangað til á
föstudaginn 16. júní kl. 9. e. h.
stundvíslega.
Jón Einarsson undirforingi fór
austur til Ottawa á þriðjudaginn tíl
j>ess að læra skotæfingar með liand
byssum og vélabyssum. Býst hann
við að verða J>ar i 3—4 vikur.
K. J. Austman undirforingi, sem
hefir verið að læra skotfimi aust-
ur i Ottawa er væntanlegur bráð-
lega.
Valdimar Lindal undirforingi
fékk sjö nýja menn í deildina í
vikunni sem leið. Hann hefir ver-
ið sérlega ötull við liðsöfnuð fyrir
223. deildina; hefir fengið 65 menn
alls.
M. S. Kelly undirforingi, ís-
íþróttamaðurinn hefir ný-
I.O.D.E.
FélaglS “Jón SigurSsson’’ hélt fund
sinn hinn 6. JúnlmflnaSar I John M.
King skólanum hér I borg.
Bættust þá þessar nýjar félags-
konur viS hinar fyrri, svo aS félags-
konur urSu alls 86.
Nöfn þeirra, sem viS bættust, eru
sem fylgir:
Mrs. S. O. Bjerring.
Mrs. GuSrlSur SigurSsson.
Mrs. Lena Davies.
Miss Emma Benson.
Miss Christine Hermannsson.
Miss ThurlSur Thordarson.
Miss Gertie Jónasson.
Miss Sigrún Pálsson.
Miss GuSrún A. Reykdal.
Miss Regina Helgason.
Miss ThuríSur Goodman.
Mrs. August Jóhannsson.
Miss Aurora Vopni. |
M'iss Sophie Vigfússon.
Var þá lýst yfir gjöfum til félags-
ins, sem nú skal greina.
Frá GuSjóní Hermannsson, Kee-
watin, Ont. ...............$ B.00
Frá SigurSi Thorsteiusson, Sar-
gent Ave., Winnipeg ....... 15.00
Frá. Miss Suttcliffe, lofaS $1.00 á
mánuSi til fangasjóSsins-
(Prisoners’ of War Fund).... 1.00
Fiá GuSrlSi Jónsdóttur Kolbeins-
son, Merid, Sask., til fanga
og styrktarsjóSs ........... 7.00
Frá Stmoni Slmonarsyni, Mary-
land St., Winnipeg ....... 5.00
Samtals ..............$33.00
Og þegar þar viS bætast $5.00 frá
Mrs. Chiswell, sem auglýstir voru I
seipasta blaSi, þá verSa gjafirnar frá
einstaklingum alls $38.00. Félagskon-
urnar lýsa yfir innilegu þakklæti slnu
til allra þessara manna, karla sem
kvenna, fyrir greiSvikni þessa og hiS
góSa hugarþel, sem Þær lýsa.
Nú hefir félagiS fengiS leyfi til aS
útbúa herbergi I McKenzie Military
Convalescent Hospital I Deer Lodge,
og hafa félagskonur lagt fram $100
til þess. þetta sjúkraherbergi verSur
útbúIS méS öllum þægindum I minn-
ingu Magdals Hermannssonar, sem
svo framarlega sen> menn vita var
hinn fyrsti Islendingur, sem lét llf
sitt á vlgvellinum, I bardaganum
mikla fyrir Bretaveldi. þetta herbergi
stendur til afnota allra hermanna,
sem þangaS koma til aS ná aftur
heilsu sinni, eins og öll önnur her-
bergi stofnunarinnar. En þegar Is-
lenzku drengirnir okkar koma heim
af vlgvöllunum, þá geta þeir séS þaS,'
aS þeirra eigin frændur og landar
hafa ekki gleymt þeim pg munu ekki
gera þaS.
Félagskonurnar hafa orSiS þess á-
skynja, aS hermenn þeir, sem koma
til vistar' á þessi heimili fyrir særSa
menn hér I borglnni, verSa einmana
og þunglyndir af tilbreytingarieysinu
og kyrMnni, elnkum þeir, sem koma
beint af vlgvöliunum, og hættir þeim
til aS grufla yfir hörmum sínum og
ástandi, sem ekki er néin furSa, því
aS mörgum hættir til þess fyrir marg-
falt minni ástæSur. Hefir oss þvl
hugsast, aS reyna aS gera eitthvaS til
Þess aS eiySa eSa bæta úr þessu til-
VERÐLAUN
Safnið Royal Crown sápu umbúðum og Coupons, og eignist eina
af hinum mörgu og fögm gjöfum, sem gefnar eru fyrir ekki neitt til
þeirra, scm brúka
ROYAL CROWN SÁPU
eg þeim. sem eru nógu reglusamir að safna umbúðunum. Byrjið
strax. Yður mun undra hvað fljótt yður hepnast að safna þeim til
þess að cignast eigulega og verðmæta hluti, sem þér annars þyrftuð
að borga mikla peninga fyrir.
Fáið cintak af vorum nýjasta verðlaunalista; hann er sendur, yð-
ur kostnaðarlaust, með pósti. SENDID EFTIR HONiIM STRAX.
Verðlaun þau, sem auglýst voru í listanum er gefinn var út fyrir
1. Maí, eru nú afturkölluð- Verið því vissir ineð að fá nýja listann.
THE R0YAL CR0WN S0APS
Limited
PREMIUM DEPARTMENT - WINNIPEG, MAN.
Norsk-Ameriska Linan
Ný og fullkomin nútlðar gufu-
skip til póstflutninga og farþega
frá New York beina leiB til Nor-
egs, þannig:
"Kristianafjord” 3. Júnt.
“BERGENSFJORD”, 24. Júni
“Krlstianafjord” 15. Júli.
“Bergensfjord”, 5. Agúst.
“Kristiansfjord” 26. Ágúst.
“BERGENSFJORD,” 16. Sept.
Gufuskipin koma fyrst til Bergen
i Noregi og eru ferClr til |slands
þægilegar þaðan.
Farþegar geta farið eftir Balti-
more og Ohio járibrautinni frá
Chlcago til New York, og þannig
er tæklfæri aC dvelja i Washlng-
ton án aukagjalds.
Lealtlð upplýslnga um fargjald
og annað hjá
HOBE & CO„ G.N.W.A.
123 S. 3rd Street, Minneapolii, eða
H. S. BARDAL,
892 Sherbrooke Street, Winnipeg.
C. H. DIXON,
Lögfrœðingur, Notary Public
Lónar peninga, Rentar hús,
Innheimtir skuldir
265 Portaifo Ave.
TalsM 1734 Winnipeg:
H. EMERY,
hornl Notre Dame og Gertie sxs.
TALS. GARRY 48
ÆtliB þér aC flytja yCur? Bf
yCur er ant um aC húsbúnatSur
yCar skemmlst ekki I flutnlngn-
um, þá finnlC oss. Vér Ieggjum
sérstaklega stund á þá tCnaCar-
greln og ábyrgjumst aC þér verC-
ÍC ánægC. Kol og vlCur seR
lægsta verCi.
Baggage and Express
Lœrið símritun
LæriC slmritun; járnbrautar og
verzlunarmönnum kent. Verk-
leg kensla. Engar námsdeiidlr.
Einstaklings kensla. SkrifiC eft-
ir boðsriti. Dept. “G”, Western
Schools, Telegraphy and Rail-
roading, 607 Buiiders’ Exciiange,
Winnipeg. Nýir umsjónarmenn.
Málverk.
Handmálaðar
l i t my nd i,r
[“Postel” og olíumálverk] af
mönnum og landslagi.
Ðýr tilog selur með sanngjörnu verði.
Þortteinn Þ. Þorsteinsson,
732 McQee St. Tals. G. 4997
Til
minms.
breytingarleysi. þess vegna var þaS
ákveSiS, aS félagiS tækist á hendur
aS búa út stuttar skemtiferSir fyrir
þá, áSur en langt um liður. Og hafa
félagskonurnar leitaS samvinnu og
styrktar hjá öllum samskonar félög-
um (Primary Chapters) 1 borginni,
til þess aS taka hermenn þessa, sem
þarna eru I aíturbata, út eitthvaS
einu sinni á viku, aS minsta kosti,
meSan gott er veSur. þetta fdhig
okkar verSur líklega fyrsta félagiS,
sem byrjar þetta; en til Þess aS geta
þaS, verSum vér að fá lánuS “auto’
til hverrar ferSar, og mega landar
vorir í borginni, sem “autos’’ eiga,
búast viS aS vér komum t'il þeirra
og biSjum þá aS lána okkur vagna
sína. Sumir hafa nú þegar af fúsum
vilja boSiS þá fram og vér þykjumst
vissar um, aS margir aSrir geri hiS
sama, og vonum þaS, aS enginn verSi
til þess aS néita um lán vagnanna, ef
mönnum er mögulegt aS verSa viS
bón þessari.
FélagiS er þegar fariS aS undirbúa
ýmisleg þægindi fyrir hermennina, og
ætlar sér að senda kassa til allra is-
lenzkra hermanna, sem nú eru á víg-
völiunum. I>aS eiga aS verSa jóla-
sendingar. Og allar þær félagskon
ur, sem ekki hafa stöSugt sótt fund-
ina, eru beSnar aS ráSgast um viS
Mrs. Th. Johnson, 324 Maryland St.,
ef þær hefSu afgangs tíma til aS
prjóna eSa útbúa eitthvaS handa
þeim. Mrs. Th. Johnson hefir um-
sjón og eftirlit á öllum slikum send-
Ingum.
í lok fundarins afhenti forseti fé-
lagsins, Mrs. J. B. Skaptason, félag-
inu stofnskrá þess (Charter), setta I
fagra umgjörS og einnig stóra brjóst-
mynd í skrautlegri umgjörS af Jóni
forseta SigurSssyni. Myndin var
máiuS af skáldinu og málaranum
forsteini P. |>orsteinssyni hér i borg,
og þótti öllum aS henni mikil prýSi.
Um leiS og forseti afhenti mynd-
irnar, mælti hún til féiagskvenna
þessum orSum: ,
“Eg hefi þá ánægju, aS afhenda
ySur, heiSruðu félagskopur, stofn-
skrá félags þessa. I>aS hefir hafiS
göngu slna á hinu hræSilegasta og
stórkostlegasta tlmabil sögunnar, þeg-
ar tlu ÞjóSlr helmsins eru aS berjast,
og Bretar, og bandamenn þeirra, sem
vér fylgjum með öllum huga, eru aS
berjast fyrir frelsl og rétttndum lltil-
magnans og frlSi alheimsins. Vér
vonum, aB félagsskapur þessi endist
lengi—lengi; aS hann lifi þaS aS sjá
sigurljómann lýsa af vopnum drengj-
anna okkar,—lifi þaS, aS sjá friSinn
og farsældina breiSast yfir ból og
bygSir, svo að menn fái aS njóta
gæða og blessunar friSarins á björt-
um og farsælum komandi öldum.
"En um leið og eg afhendi félags-
konum -stofnskrána, vil eg biSja fé-
lagið aS þiggja þessa mynd af Jóni
forseta SigurSssyni, og véit eg aS
meSlimir félgsins muni hafa mikla
ánægju af aS horfa á þetta góSa,
fríSa andlit, sem timans rúnir eru
búnar aS setja merki sitt á. Líf hans
var ein látlaus barátta fyrfr frelsi
meSborgara sinna og frama gamla
landsins, íslands. Ætti þaS aS vera
oss öllum uppörfun, aS reyna að feta
I fótspor hans, sem kraftar vorir
leyfa, og heiSra þannig minningu
hans, þvi svo myndi hann sjálfur
hafa kosiS aS berjast fyrir rétti og
frelsi litilmaganans móti ofstopunum
og kúgunarvaldinu.
“Lengi lifi nafn og minning Jóns
forseta Sigurðssonar!”
ÁSur en fundi var slitiS þökkuSu
ifélagskonurnar forseta fyrir mynd- trúa því að ÚHn kasta eílÍbdgB-
ina af Jóni Sigurðssyni og lýstu mik- , . _
illi ánægju sinnl yfir gjöfinni. * hondunUIB a honum.
•AFCTY
Öryggishnífar
skerptir
RAZO
Ef þér er ant um að fá góða
brýnslu, þá höfum viö sérstaklega
gott tækifæri að brýna fyrir þig
rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör-
yggisblöð eru endurbrýnd og “D«p-
lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein-
föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhnif-
ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur
sýna þér hversu auðvelt það er að
raka þegar v'ér höfum endurbrýat
blöðin. — Einföld blöö einnig lög-
uð og bætt. — Einnig brýnum við
skæri fyrir lOc.—75c.
The Razor & Shear Sharpening Co.
4. lofli, 614 Ðuildera Exchange Grinding Dpt.
333J Portage Are., Winnipeg
Fundur í Skuld á hverjum miöviku
degi kl. 8 e. h.
Fundur í Heklu á hverjum föstu-
degi kl. 8 e. h.
Fundur i barnastúkunni “Æskan”
á hverjum laugardegi kl. 4 e. h.
Fundur i framkvœmdamefnd stór-
stúkunnar annan þriðjudag i
hverjum mánuöi.
Fundur i Bandalagi Fyrstm lúterska
safnaBar á hverjum fimtudegi
kl. 8 e. h.
Fundur í Bjarmo (Twrndal. Skjald-
borgar) á hverjum þriöjudegi
kl. 8 e. h.
Fundur i bandolagi Tjaldbúöar
safnaðar á hverjum þriöjudegi
kl. 8 e. h.
Fundur i Unglingafilagi Onitara
annanhvom fimtudag ici. 5 e. n.
Járnbrautarlest til Islendingafljóts
á hverjum degi nema sunnu-
dögum kl. 2.40 e. h.
Járnbrautarlest til Arborgar á
hverjum degi nema sunnudögum
kl. 5.40 e. h.
Járnbrautarlest til Vatnabygöa á
hverjum degi kl. 11.40 e. h.
Réttur árangur.
Hann er trygSur ef me&öl sem þér notiS
ið eru blönduð ráttum lyfjum; b»ð icm
rétt er er meir en það aem sett er saman
eftir viasum maeli af viaaum tegundum
það aem rétt er I þeasu snmbandi er það
bezta aem mögulegt er að fá. Forakriftir
vorar eru rétt útlátnar, vér Köfum aðenia
útlærða menn í þeirri grein og litum avo
eftir að ómögulegt er að mistök verði á.
WHALEYS LYFJABÚÐ
Phono Sheebr. 268 og 1130
Horni Sargent Ave. og Agne* St.
KENNARA vantar fyrir Krist-
nes S.D. No 1267. Kenslutími frá
15. júní til jóla. Umsækjendur til-
taki mentastig, kaup og reynslu;
einnig gefi meömæli.
N. A. Narfason, Sec. Treas.,
Kristnes P.O., Sask.
Ef eitthvað gengur aö úrinu
þínu þá er þér langbezt aö seada
þaö til hans G. Thomas. Haua er
í Bardals byggingunni og þó noátt