Lögberg - 15.06.1916, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.06.1916, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af aætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 Ingersoll 8t. - Tals. G. 4140 ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 15. JÚNÍ 1916 NÚMER 24 l RÚSSAR HERTAKA HVERJA BORGINA Á FÆT- UR ANNARI OG ÞAR AÐ AUK 114,000 FANGA _ ♦---------——" 1---------- Rússar hafa farið hamförum gegn Austurríikismönnum aft und- anförnu. Hefir orusta staðiö yfir milli þeirra í tvær vikur og frá þeim tíma hafa Rússar tekift 114,000 manns. Þ'eir hafa hrakift Austur- rikismenn á 250 milna svæSi frá Pripet ánni að landamærum Rámeniu. Þeir hafa fariö yfir ána Stripa í Galisiu og komist alla leið aft Ziota Lipa ánni. Fylking Bruslloffs hershöfðingja hefir orðift mikið ágengt meftfram ánni styr og Kowel-Rovno járn- brautinni. Heilmikift víggirt svæfti þríhyrnt er á milli staSanna Kolkio, Lutsk og Olyka og hafa Rússar náS því öllu. Er þetta sva'öi taliö sérlega mikils’ virði, vegna járnbrauta og frédasambanda. Þegar Pússar voru á leíðinni til Lutsk, fóru þeir t.d. 25 milur í þrjá daga, þrátt fyrir afarmikla mótstöftu Austurríkis- manna. Þár sem Rússar hafa þannig unnið aft austan, þá hefir gengift miftur að vestan; þar hafa ÞjóS- verjar hamast og orðiö mikið ágengt. Á föstudaginn hröktu þeir Frakka úr skotgröfum á ýmsum stöðum fyrir austan Verdun. RéSust þeir á kastalann Vaux og hertóku 500 manns og '22 vélabyss- ur, og aS síðustu náðu þeir víginu Vaux og Thianmont héraði; er álitiö aS svo megi fara að Verdun falli þeim i hendur; en þaft telja Frakkar ekki stórkostlegan né þýöingarmikinn sigur aö ööru leyti en þvi aS þar er ágæt athugunar- stöð og útsýni. Þéir halda svo aft segja áfram meft stööugum sigurvinningum gegn Austurrikismönnum. Þeir hafa nú tekiS Dubno, sem er sterkur kast- ali V**hinum svokallafta Valhynia hrihyrnmgi. Alls höföu þeir tekið 108.000 fanga á mánudaginn og þrjátíu byssur. Stríðsfréttir FariS var aö líta ófriölega út á Grikklandi. Haffti konungur látið safna heilmiklu lifti og búist á ýmsan hátt eins og Stríð væri i vændum. Tóku bandamenn sig þá til og sendu til hans sameiginlega fulltrúanefnd og kröfftust þess að herinn væri leystur upp, ella yrðu allir aSflutningar til Grikklands heftir. Árangurinn varS sá að her- jnn var uppleystur næsta dag og er þar alt meft friði og spekt nú sem stendur. ítalska skipinu “Principe Um- berto” var sökt á föstudaginn í Adriahafinu. Það var hlaftift her- yörum og hermönnum, og fórst helmingur mannanna. ÞjóSverjar björguöu 176 enskum mönnum eftir sjóorustuna 31. maí, samkvæmt skeytum sem þeir sendu til Englands 8. júní. Ríkisþingið á Þýzkalandi sam- þykti á fimtudaginn að veita á ný 12,000,000,000 mörk til stríSsins. Þess var getið síSast aS Canada- menn hefSu sýnt frábæra hreysti og náS af ÞjóSverjum skotgröfum þeim, er þeir höfSu áöur tekið á allstóru svæSi. Var það 6. júní. En næsta dag réöust ÞjóSverjar á þá meft auknu liði og tóku aftur skotgrafirtiar. Er sagt aS sú hríð hafi verið enn þá grimmilegri en hinar sem á undan voru farnar. Canadamenn töpuðu þar loksins og varð mannfallið afar mikið á báöar hliftar. Þ'egar síftustu fréttir feng- ust var þaft yfir 6000 Canadamenn i alt og þar af á þriðja hundraft herforingjar æðri og lægri, sem fall- ið höfðu i þessum orustum. Sumar deildirnar eySilögðust svo að segja meS öllu. A8 þessari orustu lokinni héldu ÞjóSverjar árásinni áfram og hættu ekki fyr en þeir hertóku kastalann Vaux, sem er norSaustur af Verdun. HöfSu Þjóðverjar setiö um þennan kastala og skotið á hann svo aft segja uppihaldslaust í 7 daga. Ekki segja Frakkar að þessi kastala sé Þ jóSverjum til mik- ils liðs nema aS þvi leyti aö hann er ágæt athugunarstöö. Rússum veitir stööugt betur i or- ustum sínum og áhlaupum gegn Austurríkismönnum. Á fimtudag- inn náðu þeir kastálanum Lutsk og heilmiklu af skotgröfum. Mann- fall varS þar allmikift, en Austur- ríkismenn biðu algerðan ósigur í l>eim slag. SíSari fréttir eru greinilegri um hertekningu Lutsk og sigurvinn- inga Rússa. Þéir hertóku 58 her- foringja og 11,000 hermenn; hafa þeir nú tekið alls 50,000 manns siðan þessi slagur hófst, og hrakiS Austurríkismenn til baka á stóru svæSi. Má svo segja að hver sigur- yinningin reki aðra á Rússa hliö í viftureign þeirra viS Austur- ríkísmenn. MeS því allra þýfting- armesta má telja það aS á fimtu- daginn fóru þeir yfir árnar Irkwa og Styr, og hröktu þar her óvina sinna á margra milna svæfti. Útnefningin í Banda- ríkjanum. Charles Evas Hughes dómari var útnefndur til forsetaefnis fyrir Republicana á laugardaginn í Chicago og Charles Warren Fair- banks fyrir varaforsetaefni. Roosevelt var útnefndur frá hálfu nýja flokksins, en sagt er aS hann muni ekki taka útnefningu. Kennari Kitcheners. Eftirfarandi orð birtust í blaft^ inu “Telegram”, laugardaginn 10. júní 1916, og voru tekin eftir “Ottawa Journal” úr viðræðum við' Sam Hughes; “Þegar eg sá Kitchener i siðasta skifti", sagSi hermála ráöherrann, “Þá lagSi eg þaft sterklega til að bardagasviðiö við Ypress væri yf- irgefið. Eg benti á aS því væri haldiö fremur frá sjónarmiöi til- finninganna en af hernaðarlegum ástæftum. Eg sagfti honum aS mannfall í lifti Breta á þessu blóft- baðssvæSi hefði verið 10%. Kitchener hlustafti mjög hrærS- ur á orð mín; augu hans fyltust tárum þegar hann talafti um mann- fall Breta á þessu svæði og hann var alveg á sama máli og eg. Hann bað mig aS fá sér tiliögur minar fskriflegar og sagðist skyldu ráð- færa sig viS Sir Douglas Haig aS- alhershöfðingja Breta. En næsta dag fékk eg skeyti sem skýrSi mér frá kærunum sem fram komu gegn mér i þinginu. Eg gat ekkert gert annaS en fariS heim og mætt kærunum. Ákvörð- uninni um þaft hvort halda skyldi Ypres eöa ekki var frestað og drengirnir okkar voru látnir halda stað, sem var svo aS segja óverj- andi. HefSi eg verið kyr á Eng- landi er þaS skoðun mín að mér heföi hepnast að sannfæra Kitchen- er um það aS láta sleppa staðnum og heföi þannig verið afstýrt hin- um blóðugu orustum sem staðið hafa yfir síftustu dagana, þar sem vér höfum mist beztu og hugrökk- ustu menn vora.” Canada má sannarlega vera upp með sér af þvi að eiga hershöfS- ingja, sem gat kent Kitchener lá- varfti. Jarðyrkja í Canada. Samkvæmt skýrslum stjómar- innar var kornmeti framleitt i Canada 926,902,606 mælar, garS- ávextir 126,885,000 mælar og skepnufóður 14,806,825 tonn. Kornmatur haföi vaxiS um 64%, en garðmeti minkaS um 17%. SamanburSur á framleiöslu síBan 1910 er á þessa leiö: Ár Kornmeti Garðmeti fóður Bush. Bush. Ton 1910 — 450.515.402 107,211,940 14,312,609 1911 — 702,116,300 149,735,000 17,062,950 1912 — 743,242,200 164,901,000 15,641,200 1913 — 750,233,300 145,332,000 13,861,070 1914 — 562,843,500 154,675,000 13,837,500 1915 — 926,902,600 126,885,000 14,806,825 Varft á þessari framleiöslu var eins og hér segir; Ár Kornmeti Garímeti fóSur 1910 - $232,802,400 $37,529,000 $396,635,240 1911 - 359,861,300 61,428,000 600,926,000 1912 - 347,342,100 56,253,000 557,344,100 1913 - 354,783,300 57,061.000 552,771,500 191S - 412,353,000 60,532,000 638,580,300 1915 - 616,251,000 52,524,000 845,874,000 Virði þeirra málma sem fram- leiddir voru i Canada 1915 voru hér um bil $140,000,000, eSa $10,- 000,000 meira en áriS 1914. Hughes dómari útnefnd- ur til forseta. Útnefningar]iing Republican flokksins var haldiS í Chicago í vikunni sem leiS. Voru þar marg- ir í vali, en aöallega snerist áhuginn um þá tvo, Hughes dómara og Theodor Roosevelt. Flokkur sá er Roosevelt, myndaði við síftutu kosningar hafði ákveftiS að út- nefna ekki fyr en útséð væri um ,aS Roosevelt næSi ekki útnefningu hjá Republicans. Þegar fyrstu at- kvæfti voru greidd hlaut Roosevelt 84 atkvæði, en Hughes 269, en í þriöja skifti fékk Hughes 949 en Roosevelt aðeins 18. Þegar því var lokiö var Roose- velt útnefndur af nýja flokknum fprogréssives) í einu hljóði. Er það nú taliS vist að kosningin verSi milli þessara þriggja: Hughes (re- publican), -Wilsons f democrat, og Roosevelt (progressive). Hvor þeirra Hughes eða Wilson sem verSur kosinn verftur aft lík- indum þjóftinni farsæll forseti, en Roosevelt er hættulegur maftur á þeim tímum sem nú standa yfir, þótt enginn neiti honum um dugn- aS og dirfsku. Yfir höfuS hefir hann stórtapaS áliti i seinni tíS og það meS réttu; hann er mikilmenni að vissu leyti, en hann er of stór í eigin augum og þaS minkar hina virkilegu stærð hvers manns. Velferðarfélagið í Mani- toba. Það liélt fund i Y.M.C.A. bygg- ingunni á föstudaginn og var þar margt tekið til umræftu. Thos. H. Johnson lýsti því yfir aS tafarlaust yrði fariS aS vinna ift því að sjá betur en verið hefði um þaS fólk i fylkinu, sem aS einhverju leyti væri andlega ófullkomiS eða veikláð. Var hann í einu hljóði kosinn forseti ársþingsins er félagið hélt. Var þaS samþykt að haíd i samskonar þing árlega hér eftir. Verkfallið. Ökumenn í Winnipeg gerðu verk fall nýlega og kröfðust $2.50 á dag í daup; þessu var neitaö. ASrir menn voru fengnir til þess að vinna i þeirra stað—menn sem voru fluttir hingað frá öðrum stöftum í þeim tilgangi. Þessir menn kröfS- ust þriggja dala á dag og fengu þaS þótt félögin héldu fast við stefnu sína aS neita sínum eigin mönnum um $2.50. Þykir þetta mjög ósanngjarnt og mælist illa fyrir aS verftleikum. JVel og viturlega talað A. B. Hudson dómsmálastjóri í Manitoba sagSi á opinberri sam- komu nýlega, þar sem liann talaði um stjórnina og ábyrgS fólksins: “ÞaS er skylda hvers einasta manns aS gefa stjórninni heilræði, finna að viS hana og hjálpa henni í störf- um hennar”. “Svona eiga sýslu- menn aS tala” sagSi Skuggasveinn gamli. Ef allir valdsmenn og stjórnendur hefSu sömu skoðun og fólkiS fylgdi þessu, þá færi betur en venjulega fer. Manibotabúar ættu aö nota sér þessa bendingu; senda stjórninni leiSréttingar, aS- finningar, ráðleggingar og leiS- beiningar i sem flestum efnum. ÞaS er bæSi mannlegra og vænlegra til árangurs en aft hver 'nöldri i sínu horni þar sem stjórnin heyrir ekki til. Stjórn sem þessa stefnu hefir hlýtur lika að vera góS stjórn. ÞaS er víst aft tvent er meira árið- arnli en flest annað í stjórnarfari: ÞaS er traust fólksins á stjórninni og traust stjórnarinnar á fólkinu; að stjórnin sé bæði nógu vitur og nógu ærleg til þess aS gera öll sín verk fyrir augum fólksins. Rannsóknin í Ottawa. Hún hefir gengið svo seint og veriS svo þvæld og óglögg aS vér höfum lítið sagt af henni; taliS þaS sanngjarnara aS láta þaft bíSa úr- slitanna. Nú er þó svo komiS að margar og miklar sannanir hafa fengist fyrir óráSvendni og fjár- drætti á afar háu stigi. Til dæmis tóku þrír menn $14)00,000 og skiftu á milli sín, einn maður gaf skrifstofustúlku sinni $105,000 af hervöru fénu. $5.00 voru reiknaö- ir fyrir þaft sem ekki kostaði meira en $1.75 og nam sú upphæS miljón- um dollara. En svo kom þaft upp i fyrradag að hermálarit. á Englandi Bonnar Law jsímar til Canada og segir aft Englendingar hafi verift látnir borga $25.00 fyrir hver 1000 stykki af 3,000,000 stykkjum s'kotfæra sem pöntuð voru af stjórninni hér og sagt var aS ekki heffti verið borgað fyrir nema $20.00. Lítur þannig út eins og blátt áfram hafi verið stoliS $s!oo af hverjum $^5,- 00, og nemur það eitt út af fyrir sig $15,000. ÁSur en næsta blað kemur út verður aS líkindum komin út skýrsla rannsóknarnefndarinnar og tillögur hennar, verSur þá greini- lega skýrt frá málinu og árangri þess. Bæjarfréttir. Hálfri annari miljón ekra minna er nú undir hveiti í Canada en i fyrra. Það er mikill munur. Ársþing hjúkrunarkvenna í Canada stendur yfir i Winnipeg þessa dagana; eru þar hjúkrunar- konur frá ýmsum pörtum ríkisins. Tveir stuttir ritdómar verSa að biða næsta blaSs. Paul Bjamason fasteignasali frá Wyuyard var á ferS í bænum; kom á mánudag og fór aftur á mið- vikudag. Hann var hér í verzlun- arerindum. Maria Hermann yfirhjúkrunar- kona frá hospítal’iiu i Dauphin er hér í bænum á þingi hjúkrunar- kvenna, sem stendur yfir þessa daga. Eins og menn sjá birtist áfengis- auglýsing í blaSinu; skal þaS tekift fram að þaS er aðeins á meöan samningur sá gilclir sem blaSiS hafði gert vift þetta félag og krafB- ist að haldinn væri. SigríSur Friðriksson hélt sam- söng og hljómlei'ki i samkomusal Fort Garry hótelsins á fimtudaginn var, til arSs fyrir lúðraflokk 223. deiklarinnar. Láta ensku blöðin mikið af því hversu vel þaö hafa tekist. SigríSur hefir fengiS viS- urkenningu meðal hérlends fólks sem vit hefir á, fyrir þaS aS skara fram úr öðrum í list sinni. Dr. V. S. Irvine frá Bantry í Norftur Dakota kom inn á skrif- stofu Lögbergs á mánudaginn. Hann á marga vini og kunningja hér í bæ, útskrifaftist héftan fyrir tveim árum og stundar Iækningar aft Bantry, kvaSst hann þekkja ])ar marga íslendinga og lét vel af þeitp. Hann dvelur hér um tima vift hospitalið. Safnaðarfundur var haldinn í Skjaldborgarsöfnuöi 9. júni, og voru þessir kosnir sem kirkjuþings- fulltrúar: Gunnlaugur Jóhannsson og húsfrú Helga Jónsson, og til vara Mrs. Magnússon. Friðrik GuSmundsson frá Mozart og Guftmundur sonur hans komu til bæjarins á mánudaginn. GuS- mundur er að ganga í herinn, 223. deildina. Með þeim kom kona S. B. Vestmann og var aS leita sér þækninga hjá Dr. Björnssyni. Þetta fólk sagSi góSa líðan aS vestan en stöðugar rigningar i síSastliðnar þrjár vikur. Útlit með uppskeru ,ágætt. Þjóðstefna heitir nýtt blaö jafnstórt og ísafold, sem fariS er að gefa út i Reykja- vík. ÁbyrgSarmaður þess er Páll Jónsson lögmaður, en einn af aðal- mönnum þess' mun vera Einar Benediktsson. Rekur þar hvert snildarkvæðiS annaft eftir Einar. Páll er vel ritfær maður og góðum hæfileikum gæddur. Enn þá er ekki hægt að segja um stefnu blaftsins, þar sem það barst oss í hendur rétt þegar Lögberg var aS fara í vélina. En sé Einar Benediktsson einn af [ráSendum þess, þá má vænta f jörs og hreyfinga. Aldrei hefir íslenzkt blað unnið annaS eins þrekvirki og Dagskrá hans geröi, þar sem þaft er á allra vitund aft hún drap Valtýskuna sælu. Frá íslandi. “MorgunblaSiS” frá 14. maí segir frá því aS verkfallinu sem sjómenn gerSu sé nú lokið. VerkfalliS hófst 28. apríl og stóft yfir í hálfan mán- uð. Var aöalorsökin sú aft hásetar kröfðust fullkomins eignarréttar á allri lifur úr fiski þeim er þeir öfl- uftu; útgerSarmenn höfðu borgað þeim 36 krónur fyrir tunnuna, en þeir voru ekki ánægðir með þaS. Loksins fór svo að útgerftarmenn fengu nógu marga til aS skipa stöðu hásetanna og urftu þeir þvi aft láta undan án þess að fá kröfum sinum framgengt. Akafur hiti hefir veriS í blöðun- um út af þessu; hafa sum þeirra t. d. “MorgunblaðiS, sem Vilhjálm- ur Finnson er ritstjóri að, hefir haldiS eindregiS taum útgerftar- manna, en “Dagsbrún”, blaft jafn- aSannanna, sem Ólafur Friðriks- son Möller er ritstjóri aft, hefir aftur á móti barist af alefli meft hásetum. — Ein afleiftingin af verkfallinu eru málaferli. Hefir Sigurjón Pétursson kaupmaður höfðaft mál gegn Ólafi Eriðrikssyni fyrir atvinnuróg. En á þvi stend- ur þannig aft Ólafur gaf út fregn- ntiSa frá blafti sínu. þar sem tilkvnt var að hásetafélagið hefði lagt við- skiftabann á verzlun Sigurjóns. Krefst Sigurjón 20,000 króna skaðabóta fyrir atvinnuróg. Virft jst það einkennilegt ntál: ef há- setafélagið hafði gert þessi ákvæfti, var auftvitað ekkert athugavert við þaS þótt blaðið (efta. fregnmiSi frá því) segði frá því. Ef fréttin var ósönn. er auðvitaS öðru máli að gegna. HiS íslenzka fræftafélag i Kaup- fnananhöfn hélt ársfund sinn 9. maí þ.á. — Voru þar lagðir fram endur- skoftaðir reikningar og samþyktir. Forseti, mag. Bogi Th. MelsteS, skýrfti frá gerftum þess á umliðna árinu. 1915 heffti komift út Jarða- bók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1. bd. 3 h. og FerSabók Þorv. Thoroddsens 3.—4. bd., adk þess sem Afmœlisritifi til Dr. Ká- luns sem var gefift út sumarið 1914 teldist til ársbóka 1915. — í ár væri komiS út 4. hefti af t. bd. Jarðabók- arinnar og Arferði á Islandi í 1000 ár eftir Þorv. Tacroddscn. 1. hefti, sú bó'k verSur þrjú hefti, siSasta heftið um hafís vift strendur lands- ins, — I haust ætlar Fræftafélagift ,aS fara aS gefa út Ársrit, sem mun mestmegnis' innihalda alþýftlegar ritgerSir. Árgangurinn kostar 1 kr. 50 aura. Aft lokum fóru fram stjórnar- kosningar, og voru endurkosmr forseti mag. Bogi Th. Melsteft, gjaldkeri prófessor Finnur Jónsson og skrifari Sigfús Blöndal bóka- yörftur. Morgunblaftið skýrir frá þvi aö Einar Hjörleifsson og Sigurftur læknir bróðir hans og Ágúst Josephsson, Ólafur Jósephsson og GuSIaug Jósephsdóttir hafa fengið stjórnarstaftfestingu á ættarnafn- inu Kvaran. — Þetta er ljótt nafn og óviðkunnanlegt, auk þess sem þaft er bókmentaleg og þjóðernis- leg synd af einu helzta skáldi landsins aS ganga undir fölsku nafni. Leikfélag verkamanna á Akur- evri lék nýlega nýtt leikrit eftir Pál Jónsson skáld og kennara. Blöftm geta ekki um hvað leikurinn heitir. Málverkasýningu héldu þeir í marzmánuSi á Akureyri listamálar- “arnir Arngrimur Ólafsson og Þór- hallur Björnsson frá Ljósavatni. Benedikt Jónsson frá Auftnum varð sjötugur nýlega. Var honum þá haldin veizla mikil á Húsavik og sótti hana fjölmenni, eftir því sem "Fréttir" segja. Mörg ’kvæfti voru flutt, þar á meSal frá Guft- mundi á Sandi og IndriSa á Fjalh, en heillaóskaskeyti komu úr ýms- um áttum. Benedikt Jónsson er stórgáfaöur atkvæftamaftur. Skáld- konan “Hulda” er dóttir hans. “Dagsbrún” Jafnaöarm. blaftift í Revkjavík getur þess aS vift kosn- ingamar í sumar verði aft sjálf- sögftu útnefndir og kosnir á þing verkamenn; aft minsta kosti frá bæjunum: R'eykjavík, Akureyri, ísafirfti og Seyftisfirfti. Sýnist tpikill áhugi vera vaknaSur hjá þeirri stétt heima fyrir því að hrynda sjálf áfram málum sínum, og er þaft vel farið. Nýlátin er heima Sigurlaug Jó- hannsdóttir á Krossum, háöldruft kona og merk. Miklar deilur standa yfir heirna útaf verkfalli hásetanna á vélabát- unum; þykir sumum þaS ósann- gjarnt, en sjómenn halda fast fram sínu máli. Er taliS aS landift hafi þegar orðift fyrir svo miklum skafta af verkfallinu að tugum þúsunda króna nemi. En þannvg hafa öll verkföll verift, og er þaft í sjálfu sér ekki nein gild ástæfta gegn þvi. Þá greinir menn mjög á út af til- lögum ættarnafna nefndarinnar. Menn skiftast í tvo harftsnúna flokka í þvi máli; vilja sumir aS Islendingar taki alment upp ættar- nöfn, eins og tiSkast í öðrum lönd- um, en aðrir mæla móti; telja þa'S stór hættulegt islenzkri tungu og þjóSerni og alls'endis ónauftsynlegt. Kvikmvndir frá ófriSnum segir “Morgunblaftið” aft hafi verift sýndar i Reykjavík 15. maí. Þær eru teknar af vigstöðvum Frakka aft tilhlutun frönsku stjórnarinnar eöa meft leyfi hennar. Er látið mikiö af myndunum. “Niftur meft vopnin" heitir kvik- myndasýning sem verift er aft sýna í Reykjavík. Er þaft leikur í fjór- um þáttum, 120 atriftum og saminn upp úr hinni heimsfrægu sögu eft- ir Bertha V. Suffner. Birtir “MorgunblaSiS” frá 14. og 15. maí ágætar myndir úf þessum leik, þar sem sýndar eru ýmsar hörmunga striftsins. Skúli Thoroddsen sýslumaftur, ritstjóri og alþingismaður andaftist 21. maí úr heilablóftfalli. Merkur maður og einkennilegur. ítarlegar getiS siftar. Danskur herforingi sem Sdhaffi Alitzky de Muckedell heitir kom nýlega til íslands i þeim erindum aft kaupa íslenzka hesta í danska herinn. Tíftin ágæt orðin þegar síðustu blöft komu frá 24. maí. Segir Lög- rétta aft komin séu sumarhlýindi og sunnanátt um alt land og regnskúr- <’r öSru hvoru og grói jörS óSum. Er sagt aft betur hafi ræzt úr en á horfðist og litiS sem ekkert tjón orftið aft vorharöindunum. Bæjarstjómin i Reykjavík hefir samþykt aS ganga aS tilboði sem Jón Þorláksson verkfræSingur fékk i Kristjaniu um framkvæmd á und- irbúningi rafmagnsstöftvar fyrir bæinn, fyrir 6500 kr. au'k feröa- kostnaöar. Samþykt hefir verift aö veita 8000 kr. úr bæjarsjóði til óessa fyrirtækis. GuSmundur læknir Magnússon er á góftum batavegi. Lausn frá embætti hafa fengift prófastarnir: Kristinn Danielsson á Útskálum. Jakob Björnsson á Saurbæ i EyjafirSi og Sigurftur Gunnarsson í Stykkishólmi með eftirlaunum, en séra Jónmundur Halldórsson i Aljóafirfti sækir um lausn frá prestskap án eftirlauna. Bókmentafélagið heldur 100 ára afmæli sitt 15. ágúst í sumar. ÞaS var stofnaft í Kaupmannahöfn 15. ágúst 1816. Fiskifélag íslands hefir veitt j verftl. og sent skrautritaö ávarp til skipstjóra og skipshafna á skipum þeim sem flestum björguftu í mann- skaðaveftrinu i vor. Skipstjórarnir voru Guöbjartur Ólafsson og GuS- mundur Jónsson. Á vetrarvertíðinni seni nú er aS enda segir Lögrétta að afli sé tal- inn betri en nokkru sinni áftur. MorgunblaðtiS telur upp þessi skip 16. maí. Or Hafnarfirði: Acom 34,000, Surprise 34,000, Gunna 30,500. Toiler 28,000, Rieber 15,- 000. Úr Reykjavík: Ása 47,000 Björgvin 33,000, Ester 38,000, Hafsteinn 37,000, Hákon 32,000, Keflavík 31,000, Milly 35,000, Seagull 33,000, SigriSur 51,000, Sigurfani 30,000, Skarphéftinn 26,- 000, Sæborg 42,000, Valtýr. 60,000. Þórftur á Hálsi i Kjós slasaftist nýlega, datt af baki og gekk úr liöi önnur öxlin. Á lista stjórnarinnar til lands- kosninga eru þessir: Elinar Arnórs- son, Hannes HafliSason, séra Björn Þorláksson, séra Siguröur Gunn- arsson, og Jónas bóndi Arnason á Reynifelli í Rangárvallasýslu. Einar Indriftason (Einarssonar) hefir tekfiö sér upp ættamafniS Viðar. Kirkjuþing 1916 í kirkju Fyrtsa lút. safn. t Wpg. Áœtluð dagskrá. Fimtudagur, 22. júni: 1. Þingsetning. — Guftsþjónusta og altarisganga (varaforseti séra K. K. Ólafsson prédikar) — kl. 11 f. h. 2. Þingfundur. — Ársskýrslur og kosningar. — Kl. 3 e. h. 3. Fyrirlestur (séra Rúnólfur Marteinsson) kl. 8. e. h. Föstudagur. 23. júní: 1. Þingfundur 'kl. 9. f. h. 2. Þingfundur kl.' 2. e. h. 3. Fyrirlestur (séra Björn B. Jönsson) kl. 8 e. h. Laugardagur, '24. júní: 1. Þingfundur kl. 9. f. h. 2. Þingfundur kl. 2 e. h. 3. Umræður. Efni: “Kristileg fræftsla ungmenna”. Málshefj- andi séra Guttormur Gutt- ormsson. KI. 8. e. h. Sunnudagur, 25. júní: 1. Guðsþjónusta og prestszngsla (kand. S. Octavius Thorlaks- son) kl. 11 f. h. 2. Guftsþjónusta kl. 7 e. h. Mánudagur, 26. júní; 1. Þingfundur kl. 9. f. h. 2. Þingfundur kl. 2 e.h. 3. Konsert kl. 8. e. h. Þriðjudagur, 27. júní: 1. Þingfundur kl. 9. f. h. 2. Þingfudnur kl. 2 e. h. 3. Þinglok kl. 8. e. h. Björn B. Jónsson, Forseti kirkjufél. BITAR ( Einar Hjörleifsson hefir tekið sér upp ættarnafniö Kvaran. Hvers vegna haffti hann þaft ekki Hvaðan? Þegar vfift hér emm aft reyna að halda vift íslenzkunni, eru þeir heima að reyna aft eyftileggja hana; eitt öruggasta vopnift á hana er aö þvo af sér nöfnin. Tveir nýjir atvinnuvegir ög sér- lega arftsamir hafa skapast nýlega hér i landi. Annar er sá að ná í fé úr rikisfjárhirzlum og hinn aS ná í embætti i konunglegri rannsókn- arnefnd. — Og fólkið borgar báða brúsana. Kelly fékk fjóra færustu lög- menn til þess að verja mál sitt. Þeir komust að þeirri niöurstöðu aft Kelly yrSi fyrir ósanngirni og hlupu því frá málinu. — Heldur var þaft herfnannlegt að yfirgefa mann- ínn þá, þegar helzt þurfti á dugn- afti aö halda móti ósanngirni! Svo aft segja allar umbætur sem gerftar eru halda menn aS konii í bága við stjórnarskrána og verfti aft ákveftast af leyndarráði Breta. Ef vift viljum hætta aft drekka brennivin verSum vift að spyrja Englendinga hvort okkur sé þaft heimilt; og ef fylkisstjórnirnar vilja leyfa kjósendum að biðja sig um eitthvað (bein löggjöf), þá verftur hún aS spyrja Englendinga hvort hún megi það. Og svo tölum vift um stjórnfrelsi! Félögin í W’innipeg neituöu að borga verkamönunm hér $2.50 á dag, en voru viljug að borga mönn- um annarsstaöar aft, sem ekki kunnu verkift, $3.00. Kvittanir frá féhirfti kirkjufélagsins sem fylgir: Heiðingjatrúb oðssj óður. Immanuel söfn. (Baldur) . $ 6.30 Frikirkju söfn........... ^8.70 S. S. Fríkirkju safn..... 1.85 Frelsis söfn............. 24.65 S. S. Frelsis safn....... 1.90 Fyrsta lút. söfn............ 45-45 Björn Walterson............ 100.00 Vídalíns söfn............... 13-75 Tniboftsfél. Selkirk safn. . 40.00 S. S. Selkir'k safn.......... 3.00 K irkjuf cl agssjóður. — Safnaðargj. Brandon söfn.............$ 2.10 Árdals söfn................. 13.00 Vídalíns söfn................13-75 Lúters söfn..................10.25 Kristnes söfn................ 6.00 Skjaldborgar söfn............14.60 Grunnavatns söfn.............J5-35 þrenningar -söfn............. 3.25 Lögbergs söfn................ 3.50 Koncordia söfn...............10.45 Peiþbina söfn................ 5.00 öimli söfn...................11.25 Blaine söfn. ..-............. 7.05 Heimatrúboðssjóður. Skjaldborgar söfn...........$60.00

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.