Lögberg - 06.07.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.07.1916, Blaðsíða 2
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 6. JÚLI 1916 Óboðinn gestur. iii. Hefirðu litið inn í háttvirta Neðrideild, þegar langur fjárlaga- fundur hefir verið að enda — Gott og vel. Þá veiztu hvernig þar er umhorfs. — Breytingartillögur, breytingartillögur, breytingartillög- ur — í stórum hrúgum, stórum flekkjum á borðunum, á gólfinu, í gluggakistunum og utan í háttvirt- um þingmönnum — allir vaða í breytingartillögum og altaf bætist við, altaf, fram að síðasta augna- bliki, því að hver þingseðillinn gengur á eftir öðrum með öllum bekkjunum og réttir hverjum hátt- virtum þingmanni breytingartillögu, leggur hana á borðið hjá honum, ef hann er vant við látinn, og ef mikill gustur stendur af þeim þing- manni eða þeim næsta, þá lendir hún á gólfið og liggur þar; en svo kemur önnur á eftir henni, og önn- ur þar á eftir, og enn önnur — skæðadrífan heldur áfram, jafnt og þétt, en alveg miskunnarlaust, og ef háttvirtir þingmenn entust til að tala nægilega lengi, mundi þingið fenna í kaf. — öllum þessum breyt- ingartillögum í réttri röð hefir svo skrifstofustjórinn eða einhver ann- ar góður maður vafið upp á hæst- virtan forseta eins og hvert annað hesputré — öllum, með stökustu nákvæmni. Þeim, sem koma of seint, er bætt inn í röðina, þar sem þær eiga heima, ásamt tilhlýðilegu nota bene um undantekningu frá þingsköpum.. — Nafnaköll og á- minningar — alt, sem fyrir getur komið, — er komið á sinn stað. Svo þegar síðasti háttvirti ræðu- maðurinn leggur saman......þú skilur, — heyrist smellur í fjöðr- inni og hesputréð fer af stað. Hægt og hátignarlega vindur það ofan af sér allan lopann — hægt og hátign- arlega — án þess að nema staðar eitt augnablik til þess að anda. Háttvirtir þingmenn verða að ábyrgjast sig sjálfir, hvort þeir fylgjast með eða ekki. Og þeir fylgjast ekki með — ekki einn ein- asti, held eg mér sé óhætt að full- yrða, — enginn hefir undið upp á þá allan lopann í réttri röð. — At- kvæðaskráin — hafi hún nokkur verið, — er týnd — liggur heima — varð eftir á flokksfundi. Og það, sem kom eftir að atkvæðaskrá- jn var samin, — týnt, alt saman týnt, — komið ofan í hrúguna — inn í flekkinn — yfir til næsta þing- manns. — “Breytingartillaga á þingskjali 652,” segir hæstvirtur forseti. — “Og breytingartillaga við þá breytingartillögu á þing- skjali 780.” — Jón Jónsson í Meiri- hlutanum hamast i hrúgunni sinni og leitar og leitar í dauðans ofboði. Svo hrifsar hann frá Jóni Jónssyni í Sannfæringu-sinni. Þá má hann til að stanad upp, — en breytingar- tillagan, sem hann er með i hönd- unum, er við frumvarp til laga um breyting á lögum um útflutning hrossa. — “Samþykt,” segir forset- inn. “með fimtán samhljóða atkvæð um. Breytingartillagan sjálf þar með fallin.” “Þetta var rangt!” hrópar einhver. “Þingskapabrot!” “Hvað?” spyr annar og lítur upp. — “Hvað var þetta?” spyr Jón hve margir verða snarruglaðir og botna ekki lifandi vitund i neinu, annaðhvort með köflum eða þá hreint og beint frá upphafi til enda; og hve margir þeir eru, sem greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni, og hinir, sem enga sannfæringu hafa, en haga sér í öllu eftir einhverjum fyrirmyndar-þingmanni, eins og t. d. Jóni Jónssvni í sjálfstæðinu eða Jóni Jónssyni í Sannfæringu-sinni — hætta að hugsa um blöðin sin, og hafa ekki augun af fyrirmyndinni, sitja og standa eins og þeir sjá hana gera.------En sleppum nú þ^ssu. Eg var ekki i neinum vandræðum við atkvæðagreiðsluna. Eg hafði tekið afstöðu til allra mála fyrir löngu, — fasta afstöðu, og lét ekk- ert bifa mér. Eg bjó mér til eins- konar lopa úr öllu saman, að dæmi um- hæstvirts forseta, og lét hann hlaupa í gegn um greiparnar á mér við at- kvæðagreiðsluna, eins og bænaband. Eg hafði háttvirta kjósendur stöð- ugt fyrir augum, og var á móti öll- um auknum útgjöldum — að und- anteknum þeim,auðvitað,sem flokk- urinn hafði samþykt á fundi um morguninn, — á móti öllum aukn- um útgjöldum, nema tveimur ofur- litlum vegaspottum og einni brú, sem háttvirtir kjósendur höfðu allri auðmýkt beðið mig að útvega sér. — Eg var ekki í neinum hrossa- kaupum um það, enda var það drepið fyrir mér. Loksins var þessi óskapafundur búinn. Eg stóð á fætur, hringlandi í höfðinu, og kald- ur sviti spratt út um mig allan. — Samvizkan —y? Ó-nei, vinur. Sam- vizkan er góð. Eg hafði gert vilja háttvirtra kjósenda minna og efnt loforð mín við þá í öllu, og eg hafði fylgt flokki mínum dyggilega. Bara að allir hefðu haft jafn-góða sam- vízku. — En þú hefir ekki reynt, hvað það er, að standa upp og setj- ast niður eitthvað hundrað og fimm- tíu sinnum á svo sem tveimur eða þremur klukkustundum. Reyndu það, og vittu, hvernig þú verður á eftir. — Nú, þó að eg teldist stund- um með meirihlutanum.----------En vertu nú þolinmóður, því að nú er eg einmitt kominn að kjarnanum í sögunni. IV. Jæja. — Eg stóð upp úr einni þingskjalahrúgunni, þegar fundur- inn var búinn. — stirður og þrek- aður, eins og þú getur nærri. — Hinir þingmennimir voru líka staðnir upp og dreifðust um salinn, allir masandi, eins og gengur, og ■Sumir hálf-gramir út af einhverju, sem hafði verið drepið fyrir þeim — eins og gengur.-------Svo komu háttvirtir kjósendur, sem staðið höfðu í allri auðmýkt í hliðarher- bergjunum, meðan á fundinum stóð, inn í salinn líka, — því að nú var þar engin þinghelgi lengur, — og blönduðust innan um þingmenn- ina, masandi, eins og þeir----eins og gengur. Allir óðu um alt, eins og þeir væru heima hjá sér, og allir görguðu, hver upp í munninn á Öðrum. — Sá kliður! — Maður lif- andi! Hefirðu nokkurntíma komið í skeglubjarg? Eg var rólegur — ems og eg er altaf, — því að eg hafði gert vilja háttvirtra kjósenda minna og hafði góða samvizku. Eg stóð kyr við sætið mitt, og var að hnoða ofan í skúffuna mína einhverjum plögg- Patckct of WILSONS FLY PADS WILL KILL MDRE FLIESTHAN \$8°-oW0RTH OF ANY STICKY FLY CATCHER Hrein í meðferS. Seld í hven-i lyfjabúð og í matvörubúðum. Jónsson í Sjálfstæðinu. “Eg veit | urn> sem höfðu legið uppi við, og það ekki,” svarar Jón Jónsson í .Sannfæringu-sinni. En hæstvirtur forseti er kominn góðan spöl út í næstu breytingartillögu og háttvirt- ir þingmenn eru flumósa að leita í þrúgunni. hver hjá sér og hver jhá öðrum. “Nafnakall,” segir hæst virtur forseti, og hægt og hátignar- lega vindur hesputréð ofan af sér nafnakallið. “Gott og vel,” hugsar Jón Jónsson í Sjálfstæðinu. “Þá get eg leitað, þangað til kerriur að mér.” Hinir Jónarnir leita lika í óðaönn. “Jón Jónsson í Sjálfstæð- inu,” kallar forsetinn. “Já — þíðið þér ögn — nei,” mumpar í þing- manninum. “Hvað sagði háttvirt- ur þingmaðurinn?” — “Hann sagði já.” — “Nei, hann sagði nei.” — “Víst sagði hann já.” — “Hvað sagði þingmaðurinn ?” — “Bíðið þér ögn — nei.” “Þingmaðurinn segir nei.” — “Jón Jónsson í Meirihlut- anum.” — “Hvað segir hann?” — “Greiði ekki atkvæði.” — “Ástæð- ur —?” “Eg,—hmeg.” “Telst með meirihlutanum,” úrskurðar forset- inn. — “Jón Jónsson í Sannfær- ingu-sinni.” — “Já.” — “Segirðu já við þessari tillögu?” — “Hvaða tillögu? — Eg fer altaf eftir sann- færingu minni.” — Og hesputréð heldur áfram. “Fimm hafa sagt já, sextán hafa sagt nei, fjórir greiddu ekki atkvæði og teljast með meirihlutanum. Tillagan er fallin.' Ýkjur og öfgar — ? Eg vænti þess. — O-jæja. Það getur nú vel verið. Maður venst á það að kríta ofurlítið liðugt á þingmálafundum; háttvirtir kjósendur hafa gaman af því. En fyrst þú ert þessu öllu kunnugur, þá veiztu líka, hve marg- ir þingmenn greiða atkvæði eins og skynsemi gæddar verur og hve margir eins og glópar; hve margir gera það með alvöru og einlægni, og hve margir með stökustu léttúð; hve margir fylgjast með og vita jafnan, hvað þeir eru að gera, og loka henni síðan. En meðan eg er að þessu, kemur maður til mín og kastar á mig kveðju. “Sæll virtu, herra löggjafi!” sagði hann. Hann sagði þetta svo kunning- lega, að það var eins og við hefð- um þekst frá blautu bamsbeini og altaf þúast. En mér varð samt sem áður einhvern veginn hálf-illa við kveðjuna. Mér fanst eg kenna kaldan óþef fyrir vitunum á mér, eins jog andremmu framan úr manni, sem aldrei hreinsar á sér tennumar. Eg tók auðvitað glaðlega undir við manninn, sem hlaut að vera gamall kunningi minn. Svo fór eg að virða hann fyrir mér. Eg var alveg viss um, að eg þekti hann, þó eg gæti nú í svipinn ekki komið honum fyrir mig með nokkru móti. Að fara að spyrja kunnugan mann að heiti, náði auðvitað engri átt gera sig að athlægi þama i miðjum þingsalnum. Það hlaut að ryfjast upp fyrir mér, hver maðurinn væri Að minsta kosti var hann einn af háttvirtum kjósendum — ef ekki kjósandi minn; þá einhvers annars. Og það eru nú einu sinni háttvirtir kjósendur, sem við þingmennimir lifum á — og þið, svei mér, líka. Eg get lýst fyrir þér manninum. — Hann var til fara eins og flestir eru á þessum síðustu og verstu dög- um; var yfirhafnarlaus, í “jaket — minnir mig — og hélt á hattin- um sínum í hendinni. — Nú, það gerir nú minst til, hvemig maðurinn var búinn, úr þvi hann var ekkert afkáralega búinn, og það var hann ekki. Hann vár fullkomlega gentle- manlike., —/ eins og menn nú eru farnir að segja, — með öðrum orð- um, alveg eins og háttvirtir þing- menn sjálfir. Hitt skifti mestu, hvemig hann var sjálfur. Hann var langur og mjór — hár og grann- ur, ætlaði eg að segja. Magur var hann og langleitur, og allur eins og beinunum væri krækt saman í hon- Dökkur var hann á hár, og hárið dálitið hrokkið, dökk-brýnn og allur dökk-gulur á yfirlit, eins og hann hefði lengi verið í mold Skeggið á honum var sama sem ekki neitt, ofurlítill hiungur á efri vör inni, sem hann var við og við að strjúka. Og augun í honum — þeim gleymi eg aldrei. Þau voru gjótur langt inn í hausinn, og inst í þein: gjótum glórði í eitthvað, sem Jíktist hálfbrunnum kolum. Það fór hrollur um mig allan, þegar eg leit í augun á honum. — Málróm urinn var lágur, en fastur og í- smeygilegur og eitthvert lamandi magn í honum, — eins og maðurinn var þó blíðmáll! — Satt að segja stóð mér hálfgerður stuggur af manninum, og þó þótti mér í öðru veifinu hálf-vænt um hann. E; gat ekki varist því, að hugsa um það, hvílíkur afbragðs-afbragðs kosningasmali þetta hlyti að vera. — Að senda svona mann á háttvirta kjósendur og láta hann afla sér fylgis, — nei, það varð aldrei ti1 fjár metið. — Svona mann,—svona blíðmálan, svona kurteisan, svona einbeittan og ósvífinn og svona hjartanlega samvizkulausan, — því að það skein út úr allri blíðunni. Hver skyldi njóta þeirrar blessun- ar, að eiga þennan mann í kjördæmi sínu ? — Skyldi það vera eg sjálf ur? — Hvað s'em þessu leið, eg mátti til með að koma mér vel við þennan mann. Hver veit nema hann yrði oftar á vegi mínum — og þar að auki var hann mér lik- lega gamalkunnugur. “Hvemig líður þér?” spurði hann undur-blíðlega. “O-o, — þetta svona,” sagði eg. “Eg er orðinn hálf-þreyttur á þessu stagli.” “Það er von. Þetta er seig- drepandi helvíti. Eg kannast við það.” Eg leit upp stórum augum. Hafði hann nokkurn tíma—? Nú, Hann gat nú kannast við það fyrir því. Svona menn setja sig inn í skapaða hluti. “Má eg ekki bjóða þér kaffibolla með mér niðri í Kringlu ? spurði eg. “Jú, eg þakka fyrir. — Mig lang- aði hvort sem er fil að fá að tala við þig nokkur orð.” “Einslega—?” “O-nei, — til dæmis niðri í Kringlu. Þar er gott að vera. Það er ekkert launungarmál, ekkert ann- að en kunningjarabb. Þar eru allir að tala saman, svo að þar hlustar enginn á okkur.” “Jæja, — þá skulum við koma þangað.” Merkilegt galdrarit. Píslarsaga sérp Jóns Magnús- sonar. Gefin út af hinu ís- lenska FræSafélagi í Kaup- mannahöfn. Sigfús Blöndal sá um útgáfuna. Kaunpmanna- höfn 1914. Bls. xvi -I- 198. Þó veröldin djöfla væri full og vildi oss alla gleypa, óttumst vér ekki alt það krull, að engu verður sú sneypa, o.s.fr. Þannig kvað Marteinn biskup Einarsson árið 1555 í þýðingu sinni á sálmi Lúters, sem við nú þekkj- um sem “Vor guð er borg á bjargi traust”. I versinu kemUr fram óbil- andi traust á guðs orði sem vörn gegn djöflinum og prettum hans; en því miður reynist ekki ætíð svo, að menn teldu það óbrigðult vopn og gripu því til annara ráða — jafnt á íslandi sem erlendis. Trúin á kölska óx og magnaðist mjög á íslandi á næstu áratugum eftir siða- bótina og á 17. öld komst hún á hæsta stig. Einn af þeim mönnum, er telja má lærifeður íslenzku kirkj- unnar, dr. Pétur Palladius, Sjá- landsbiskup, ritaði rétt fyrir miðja 16. öld bækling einn, er hét “Leið- beining viðvíkjandi djöfulóðum” (T547) og er hann fyrstur djöfla Og galdraritanna dönsku. Biskup- inn gefur þar það ráð, ef vart yrði galdranornar einhvers staðar, að kaupa nokkur brennihlöss og svíða á henni skottið. Ráðinu var því miður fylgt of stranglega, og það er eftir siðabótina, að galdrabrennur verða algengar á Norðurlöndum. Eldurinn var sú Ipfuðskepna, er galdramenn aldrei fengu yfirunnið eða notað í sína þjónustu. í fornnorrænum bókmentum er oft getið um galdra, en hér skal ekki um þá rætt. Það eru einung- is galdrar kristinna tima, sem hér koma til greina, þó auðvitað galdr- ar heiðinna tíma standi í nánu sam bandi við þá. í sögu Norðurálfu þjóðanna er galdratrúin til frá upp- hafi, en hennar gætir ekki að nein um mun fram á 13. öld, enda er þá meðal leiðtoga í kirkju og ríki all mikill efi á því talinn, að galdrar eigi sér stað eða hægt sé að fremja þá. Á 13. öldinni og næstu tveim öldum tekur skólastíkin galdrana til meðferðar, og ekkert var ómögu- legt fyrir hana að sanna, enda kom ust spekingar hennar að þeirri nið- urstöðu, að galdrar og gemingar ættu sér stað og settu þá i samband við trúarvillur. Og eftir það fer að versna málið. Á 13. og 14. öld voru galdrabrennur á Frakklandi, en dóu þar út eftir að dómsvald í þeim málum var tekið úr höndum klerka. En galdrábrennur byrja fyrst fyrir alvöru eftir að Inno- centius VIII. páfi hafði gefið út bulluna Summis defectiantes af- fectibus árið 1484. Þar var því slegið föstu að galdrar væru trúar- villa og skyldi því refsað fyrir þá ^ámkvæmt því. Galdramálin urðu því eitt af þeim málum sem heyrðu undir trúarvillu dómstólinn (in- kvisitiónarina). Tveir af helztu mönnum þess dómstóls á Þýzka landi, Heinrich Institor og Jakob Sprenger, fylgdu þegar í stað fast- lega fram páfaboðinu. Sprenger ritaði og eins konar handbók í galdramálum; það var Malleus Maleficarum (Galdranorna-hamar- innj, er kom út í Köln 1489, og er um eðli galdra óg hvernig megi uppgötva þá og refsa fyrir þá; er þetta eitt með illræmdustu ritum $em samin hafa verið, því að það hefir átt mikinn þátt i ofsóknum gegn galdramönnum og því orðið margra manna bani. Tala þeirra manna er látið hafa lífið í þeim of- sóknum, skiftir þúsundum, ef til vill hundruðum þúsunda. Siðabótin gerði enga breytingu á galdratrúnni, að minsta kosti dró hún ekki úr henni. Lúter, eins og kuhnugt er, trúði fastlega á tilveru djöfulsins og að hann birtist í per- sónulíki í heiminum. Slíkt verður greinilega séð af ritum hans. Borr- haus, sem um eitt skeið var læri- sveinn þeirra Lúthers og Melanch- tons og síðar varð prófessor í Basel, reiknaði út, að til væru 2,665,866,746,664 púkar, svo að ekki er furða, þótt þeirra yrði víða vart, því að, eins og hamrabúinn sagði við Gvend góða, einhvers staðar verður 'zwídur að vera. Ekki voru þeir fyrirferðarmiklir, svo að margir gátu búið í einum manns- búk; segir Pétur Palladius að Krist- ur hafi rekið út 6666 djöfla úr ein- um djöfulóðum manni. Mannkyn- ið var litið í samanburði við þessa mergð, og það er ekki að furða, þótt menn yrðu hræddir og þeim fyndist þeir vera sem liðfár flokk- ur rhóti óvigum her. Hræðslan óx ogmagnaðist unz menn leituðu allra bragða til að verja sig og vernda gegn þessari hættu. Djöflamir voru þjónustubundnir andar sem vissar persónur gátu notað eftir vild með því að gera samband við flugnahöfðingjann sjálfan; og þar sem nú hvorki kirkja eða ríki gátu haft hendur á honum, þá var það auðvitað hendi næst að uppgötva æssa bandamenn hans og gera þá óskaðlega. En það var ekki svo auðvelt að finna þessa syndaseli og færa sannanir fyrir sekt þeirra. Þó höfðu dómararnir ýms ráð, er ó- brigðul þóttu til að sanna upp á þá grunuðu kukl. Oft var þeim fleygt vatn, og ef þeir flutu, var það galdratrúnni, þá er þó stigið langt frá því sem áður var, þegar menn skulfu af hræðslu fyrir galdranorn- unum, og þóttust sjá áhrif þeirra hvervetna, í því smærsta sem því stærsta. Það mun því næsta erfitt fyrir flesta nútímamenn að skilja það hugarástand, sem stendur bak við galdraofsóknimar; það þarf að minsta kosti nokkuð ímyndunarafl jafnframt sögulegri þekkingu til að gera sér það vel skiljanlegt. En nú vill svo vel til, að á íslenzku er rit frá þeim tímum, þar sem vel er skýrt frá hugarástandi manna, og er það samið af manni, sem trúði fastlega á galdra og var sannfærð- ur um að hann sjálfur væri ofsótt- ur af galdreimönnum. Þetta rit er Píslarsaga séra Jóns Magnússonar, sem kallaður var þumlungur; er hún nú komin á prent, útgefin af Sigfúsi Blöndal bókaverði. Jón Magnússon var fæddur um 1610, og var hann skvldur Sval- barðsættinni svokölluðu; var sjötti maður frá séra Þorkeli Guðbjarts- syni á Laufási. Jón gekk í Skál- holtsskóla og varð loks 1643 prest- ur á Eyri í Skutulsfirði. Fara ekki sögur af honum fyr en um 1655, að hann varð undarlega veikur. Kendi hann það göldrum, og grunaði tvo sóknarmenn sína að vera valda að því. Það voru þeir kirkjubóls- feðgar, Jón bóndi Jónsson og Jón sonur hans. Hugði prestur, að þeim væri í nöp við sig vegna þess, að Jón yngri hafði beðið Rannveigar, stjúpdóttur prests, en ekki fengið hennar. Kærði prestur þá fyrir sýslumanni Magnúsi Magnússyni; hann tók auðsjáanlega heldur mjúkt í málinu, því að hann var fremur ótrúaður á galdra, en með tilstyrk hins sýslumannsins í ísa- fjarðarsýslu, Þorleifs Kortssonar, sem var ötull og ótrauður galdra- brennumaður, komst það til vegar, að þeir feðgar voru teknir fastir; játuðu þeir loks upp á sig kukl, og að þeir með því hefðu viljað granda presti. Voru þeir þá dæmdir til dauða, og á sumardaginn fyrsta 1656 voru þeir brendir á báli. Dóm- urinn kom fyrir alþingi um sumar- ið og segir alþingisbókin frá því ári, að öllum guðhræddum og réttvis- um dómurum hafi þótt þeir dómar vel, kristilega og löglega dæmdir. En ekki batnaði presti að haldur. Nú voru þeir feðgar þó úr sögunni og gátu því ekki valdið sjúkleika hans; þó höfðu þeir ekki verið píndir áður en þeir voru brendir, og þótti presti það mikið mein. En einhverjum varð um krankleikann að kenna, og lagði nú prestur grun á Þuríði, dóttur Jóns bónda en syst- ur Jóns yngra. Kærði hann hana brátt fyrir sýslumönnum, en þeir tóku kærunni þurlega, og snerust nú ýmsir menn í lið með henni, þar á meðal prófasturinn i þvi héraði, séra Jón Jónsson í Holti og kona hans. Málið kom þó bæði fyrir prestastefnu heima í héraði og á HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum vottur um sekt þeirra; þá var það og rannsakað, hvort þeir hefðu til- finningarlausa bletti á likamanum, og ef svo var, þá þótti það sfyrkja ákæruna gegn þeim. En bezt reynd- ist þó pyndingin. Þegar þeir á- kærðu voru pyndir svo að næst 'gekk lífi þeirra, meðgengu þeir oftast það sem þeir voru sakaðir um og ljóstuðu upp um aðra. Hroðalegar eru lýsingarnar á þessum pynding- um, og ekki er að undra, þótt marg- ir játuðu sig seka um það er þeir voru saklausir af, þegar þeir voru aðframkomnir af kvölum. Og þar sem pyndingar voru ekki viðhafð ar, eins og t. d'. á Englandi, voru galdrabrennur ekki eins tiðar. Megnið af þvi fólki, er sakað var um galdur og brent, var kvenfólk. í flestum löndum Evrópu voru galdrar framdir nálega eingöngu af kvenmönnum; að menn gerðu það var undantekning, einkum í Suður- löndum. í Norðurlöndum er þó alloft karlmanna getið, og merkilegt er það, að á Islandi, þar sem brend- ir voru yfir 20 galdramenn, var einungis ein kona brend fyrir galdur. Oft voru þar þó konur ákærðar fyrir galdur, þó ekki væru fleiri brendar. Galdrabrennur hóf- ust á íslandi 1625 og stóðu yfir þar til 1690, en eftir það voru galdra- menn um langan tima hýddir. Stóðu galdrabrennur því skemur yfir á íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Til skamms tíma hafa þær tíðkast í Mexico og Suður-Ame- riku, þótt lítið kveði að upp á sið- kastið, — og ennþá er galdratrúin föst í fólkinu víðsvegar. En þótt ennþá eimi eftir af alþingi 1658. Iæiddi prestur tvö vitni fyrir lögréttuna til að sanna áburð sinn; voru þau vitni flakk- ari einn af Vestfjörðum og annar maður, er verið hafði heitmaður Þuriðar. Lögréttan ályktaði að Þuríður skyldi synja með tylftar- eiði fyrir galdraáburðinn. Þann eið vann hún á Mosvöllum í Önundar- firði um haustið 1658, enda gátu vitnin gegn henni engar sannanir fært á framburð sinn. Varð Þur- íður þannig dæmd sýkn saka, en prestur hafði beðið ósigur. Píslarsagan mun einmitt rituð um þessar mundir, á árunum 1658 og 1659, þegar Þuríðarmálið stóð sem hæst og eftir að Mosvalladóm- ur hafði gengið. Hún er því eins jconar ákæru- og vamarrit prests. Það má segja, að hún sé vel rituð frá sjónarmiði höfundarins, og það má telja vist, að frásögn hans um veikindi sín og annara sé sönn eftir því sem þau komu honum fyr ir sjónir. Þvi að það var ekki prestur einn, sem varð fyrir göldr- unum; alt iheimilisfólk hans þjáðist meir og minna. Enda er það vel þekt atriði úr sögu galdratrúarinn- ar, að einn tekur við af öðrum. Það var andleg sóttkveikja i loft inu, og þegar einn æpti, tóku hinir brátt undir með honum. Og hvað skírt og skilmerkilega prestur segir frá árásum púkanna. Bænir hjálp- uðu ofurlítið í svipinn gegn þeim, en ekki til lengdar; ekkert gagn var að skjóta á þá púðri, þó hann reyndi það einu sinni. Eins og útgefand inn tekur fram er þessi frásögn prests auðsjáanlega játning manns, sem þjáist af taugaveiklan eða móð- ursýki á háu stigi, og með köflum liklega haft snert af geðveiki. Fiðr- ingurinn, smástingirnir, böggul! eða biti í hálsinum, galdraflugurn- ar og annað þess konar, er alt vel kíinn einkenni taugaveiklunarinnar, að sögn lækna. En það er mikils virði að hafa svo nákvæma lýsingu á þessu frá þeim tímum, þegar djöflinum og árum hans var kent um alt saman. Það er oft skringi- legt, þegar prestur er að lýsa að- förum erkifjandans sjálfs. Meðal annars, er hann telur sem vott um ^ekt Þuríðar, að hún hafi haft fataskifti við þann fetótta, hver að eftir það hann lagði af búning og yfirliti þeirra brendu feðga, þá breytti hann svo sínum búningi, að hann tók til þakkar að bera pils, síða hempu og svuntu, öngum lík- ari en Þuríði Jónsdóttur; stundum stóran barðahatt, hettan ofan á brýr, - en stundum með trafi og hangandi skotti úr hnakka; eftir því sem hún sínum búningi breytti, svo breytti Satan eftir, eins og um þá dauðu, brendu menn skeði, og aðra lifandi, sem eg meina af sín- um teiknum muni sammóta Þuríði reynast, ef trúlega og guðrækilega væri eftir gengið. En þá fordild hafði ósóminn við Þuríði, sem hann veitti ekki þeim brendu feðgum, frændum hennar, að ríða svo sem riddari í hennar ríki, búnum jór eða hrossi, svo sem hún hafði riðið frá Kirkjubóli til Holts í önundar- firði, o.s.frv.” (bls. 104). Það var erfitt fyrir Þuríði að gera nokkuð eöa láta nokkuð ógert, svo að það vekti ekki grun prests og sannfærði hann um sekt hennar. Og öllu veitti hanr. eftirtekt. Það er sjúk tortrygni og ímyndun, sem tekur mark á því, að kýr, sem Þuríður hafði snert, verður löngu seinna veik og drepst fbls 145). Alt slíkt voru gemingar í augum prests, enda er hann mjög margorður um það og tínir alt til, sem geti stutt kæru hans gegn Þuríði. Jón prestur hefir sjálfsagt verið greindur maður og allvel lesinn. málfæri hans er einkennilegt; hann er oft hnittinn og meinlegur, og tíðum notar hann orðtæki og málshætti með fimleik og áherzlu. Hann vægir ekki óvinum sínum eða yfirvöldunum, 'þegar þau ekki gera það sem hann vill eða hyggur að sér sé í vil. Þorleifi Kortssyni hrósar hann aúðvitað, en um Gísla Jónsson er hann harðorður, og á einum stað segir hann um Magnús sýslumann, að hann sé líkari úfn- um líkhrafni en siðlátum dómara (bls. 128). Þegar Magnús kveðst skulu refsa þeim sem að fordæma eða fjölkyngi kunnir verða, þykir klerki það ekki nóg; hann vill að sýslumaður rannsaki og finni þá seka, og að sýslumenn skuli hafa allan vanda af að sanna það að kær- ur hans gegn Þuríði séu réttmætar; kemur þannig fram hvað eftir ann- að ósanngirni hans og ofsi. Hitt segir hann sé enginn vandi að hegna þeim sem séu orðnir uppvísir að trölldómi; það sé svo s'em þegar tannleysingja sé lögð tugga í munn, sem hann þarf ekkert ómak fyrir að hafa nema bara niður að renna og i magann að leggja. Um dóm- arana er hann illyrtur, bæði þá á alþingi (T>ls. 135J og heima í hér- aði; þannig segir hann, að sumir af þeim, «em dæmdu Mosvalladóm, hafi, að því er virðist, ekki verið færir um að setja dóm yfir hrossum j haga (bls. 157). Píslarsagan er stórmerkilegt rit, þvi að hún gefur oss betri hugmynd um tíðarandann en nokkuð annað rit sem vér þekkjum frá þeim tím- um. Hún sýnir ofsóknarofsann á hæsta stigi, en jafnframt, af árás- um höfundarins á yfirvöldin sum, sjáum vér á hina hliðina tregðuna koma fram hjá þeim, að beita refs- ingunni alt of hvatskeytilega. Það var þvi hið mesta þarfaverk að gefa píslarsöguna út, og eins og aðrar bækur Fræðafélagsins, er hún snot- ur og vel úr garði gerð, og frá út- gefandans hendi er alt sérlega vel og vandlega um gengið. Blaðsíðu- talan hefir þvi miður ruglast á seinustu örkinni. Til eru lík rit frá ýmsum timum og öðrum löndum. Píslarsagan minnir t. d. á Inferns eftir August Strindberg; hann þjáðist af líkri veiki og Jón þumlungur, ef til vill jafnvel á hærra stigi. Strindiberg þjáðist þó ekki af galdrasótt, held ur af ýmsum öðrum ofsóknagrill- um. Svo hafa timamir hver sínar kenjar ok kreddur. Og þegar við nú á tímum hristum höfuðið yfir galdratrúnni og annari hjátrú fyrri alda, gætum við þess ekki jafnan, að á vorum tímum ná ýmislegar hégiljur, kreddur og kukl tangar- haldi á fjölda manna. Hvað er hin svo kallaða andatrú, sem nú er svo mikið rætt og ritað um, annað en útiseturnar gömlu í annari mynd? Sannast þannig á tímunum eins og einstaklingunum forni málsháttur- inn, að hver hefir sinn djöful að draga. Halldór Hermannsson. Eimskipafélag Islands GrœSir á fyrstu níu starfsmánuðum sínum 14 per cent á uppborguS , um félagshlutum. í síðustu viku fékk herra Árni Eggertsson, fasteignasali hér í borg, tilkynningu tun það, með hrað- skeyti, að hann hefði á aðalfundi félagsins í Reykjavik — þá nýaf- stöðnum — verið kosinn A fram- kvæmdarstjórn þess um næstu 2 ár, í stað yfirdómara Halldórs Daníelssonar, sem fór úr nefndinni eftir hlutkesti. Vestur-íslendingar mega vera vel ánægðir með kosningu þessa. Ámi hefir frá upptökum félagsins verið máttarstólpi þess hér vestra. Keypt allra manna mest hluti í því' og unnið og unnið ósleitilega að vexti þess og viðgangi og lagt í það starf bæði tíma og fé. Ekki er getið um að annar mál- svari hafi verið kosinn í nefndina fyrir hönd Vestur-íslendinga, og verður það væntanlega gert að ári. Ætti þá herra Jón Bíldfell að verða fyrir vali, því að næst Árna hefir hann allra manna mest unnið að hag félagsins, bæði með því að kaupa mikla hluti í því, og þá ekki síður með tima þeim og fjárútlá- tum, sem hann varði til þess að sækja stofnfund þess í Reykjavík á fyrra ári. Samtímis framangreindu skír- teini fékk herra Eggertsson með pósti starfsreikninga félagsins yfir- skoðaða og prentaða eins og þeir hafa lagðir verið fyrir ársfundinn. Reikningamir ná yfir tímabilið frá stofnun félagsins til 31. desember I9I5- . Hreinn gróði félagsins' á þessu tímabili er sýndur að vera 101,781 krónur og 16 aurar, og eru það 14 per cent af innborguðu hlutafé, sem talið er 711,085 kr. 17 au. Rúm ’leyfir ekki að reikningamir séu birtir hér í fullri mynd. En ágóði af rekstíi Gullfoss frá 1. apríl til 31. des. 1915 varð 71,058 kr. 63 au. En ágóði af rekstri Goðafoss frá 12. júní til ársloka varð 29,492 kr. 62 au. Gullfoss með áhöldum öllum hefir kostað félagið 619,498 kr. 26 aura. Goðafoss’ með útbúnaði 538,371 kr. 15 au., skipin bæði kost- að 1,157,869 kr. 41 au. Eins og skýrt hefir verið frá áður hefir þetta fyrsta starfsár reynst félaginu að ýmsu leyti sér- staklega kostnaðarsamt, einkanlega í kolakaupum og vátryggingar kostnaði, sem stafar af Evrópu stríðinu. En þrátt fyrir þann aukakostnað og það, að félagið hef- ir ekki hækkað farm- né fargjöld frá því sem var fyrir striðið, og með því sparað ísl. þjóðinni hund- ruð þúsundir króna, þá er samt sá gróði sýndur af starfinu, sem ekki aðeins er hluthöfum félagsins eink- ar ánægjulegur, heldur líka gefur örugga von um gróðavænlega fram- tíð þess. Yfirskoðunarmenn geta þess í skýrslu sinni að hlutafé Vestur-ís- lendinga hafi borgast seinlega og að Jélagið hafi biðið tjón við það. Þar sem að alt lofað hlutafé þeirra hefði átt að vera goldið í júlí 1915. Til upplýsingar og íhugunar Vestur-íslendingum skal þess hér getið að á síðasta fundi hlutasölu- nefndarinnar hér, var ákveðið að taka svo mikið bankalán á ábyrgð nefndarmanna er nægði til þess að fullgera þá 200 þúsund króna upp- hæð, sem upphaflega var ákveðið að safna hér. Eimskipafélags- stjórninni var því simað nú fyrir ársfundinn i Reykjavík, að alt það fé sem þyrfti til fullnaðar borgunar á 200,000 kr. upphæðinni, væri hér handbært. Þ'ess'a ákvörðun tók nefndin í því trausti að þeir Vestur-íslendingar sem enn hafa ekki goldið hluta- kaupa loforð sín að fullu geri það nú sem allra fyrst, og að margir landar vorir sem ekki hafa keypt hluti í félaginu, finni köllun hjá sér til þess að gera það nú, til þess bæði að firra nefndarmenn aukn- um hlutakaupa útgjöldum, og þá ekki síður til þess að styrkja Eim- skipafélagið, sem nú er sýnt áð er vel arðberandi stofnun. B. L. Baldvinsson, ritari.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.