Lögberg - 06.07.1916, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.07.1916, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTTb DAGINN 6. JÚLI 1916 i Botnverpingar. Eftir J. Einarsson. Eg er einn af þeim ýmsu les- endum Lögbérgs, sem hefi gaman af aö lesa vísu-upphöfin og einkum þó ibotnana; sem aösendast úr ýms- um áttum. Eg hafði veriö spurS- ur aS hvort nokkurt færi væri á að nefna með vissu nafni þetta ljóð- gáfu-strit, starfann þann hinn gkáldmæra að “botna” vísu-upphaf kveðið af öðrum. Það vildi svo vel til að eg var staddur úti við hænsahús þá í svipinn, og varð bylt við þetta þunga ávarp, hrökk við og rak löppina í gamla tréfötu, sem varð fyrir minni snöggu “stefnu- breytingu”. Fatan “féll í stafi” við slíka árás og varp botninum langar leiðir út um hænsaflötinn. Þessi “orsök”, eins og allar aðrar orsak- ir, hafði sína vissu afleiðingu í för með sér. Eins og það var spurning- in sem vakti hjá mér þá hvöt vilj- ans að svara kunningja mínum, eins var það þetta voðalega fötuslys í sambandi við “staðháttu” þess, sem vakti hjá mér “efnishyggjuna” í það svar. Mér datt því aðeins eitt í hug, sem mögulega gæti falið í sér “hugtakið” sem til var mælst, og það var orðið “Botnvarp”. Þetta er ekkert nýyrði að öðru leyti en þvi, að það eru sett saman tvö al- geng orð, botn og varp, sem í “samúð” geta auðveldlega “mein- að” verkið það að verpa botnum. Svo talar maður um að þessi eða hinn verpi botnum, botnverpi; sá sem býr til marga botna, einkum í sömu vísuna, og gerir það betur en aðrir, verpir auðvitað betur en hin- ir. Mislukkist botninn alveg, get- ur orðið úr því reglulegt “örvérpi”. Eg hefi s'éð í stöku atriði svo vel gerðan botn í Lögbergi, að hann hefir borið upphafið ofurliði. Því fer fjarri að eg álíti þessar botn-raunir þýðingarlausar og leik- spil ómerkt. Þáð hefir, ef að er gætt, talsvert “notagildi” á ýmsan hátt. Fyrst er það, að þetta er al- gerlega meinlaust gaman til aflest- urs og tilrauna, og svo er það tals- verð hvöt fyrir þá sem í færum eru að reyna sig við aðra að hugsa. Ungir hagyrðingar hafa gagn af að reyna að koma “endalykt” í hugs- unarupphaf þess er byrjaði, og þótt til þess sé jafnan ætlast, að niður- lagsorðin eins og séu bein fylling upphafshugmyndarinnar, eins og hún liggur beinast við, þá fer það opt betur að með botninum verði fullséð alt annað efni en beinast sýndist ligg.ja við, en sem þó með ,réttu getur hafa verið hugmynd upphafshöfundarins' eftir sérstakri þýðingu orðanna. !Þá er það og gott að sjá, að bæði þessi viðurkendu gömiu skáld okk- ar og hin yngri, karlar jafnt og konur og enn fremur menn, sem enga kröfu gera til að vera nefndir skáld, hafa verið fúsir til að vera með í þessu efni. Og get eg ekki betur séð en að þessum óæfðu mönnum hafi oft tekist fyllilega eins vel og hinum. Og ekki þarf skýrann mann til að sjá að kven- þjóðinni hefir ekki verið um megn að gera hér fyllilega eins hreint fyrir sínum dyrum. Eg held að meðaltalið verði það, að þær hafi gert betur. Þegar ræða er um það að flest þessi upphöf hafa verið létt við- fangs, má óhætt fullyrða, að hér eins og í öðrum greinum sé það meiri vandi fyrir annan mann að botna, heldur en þann sem byrjaði að fulldraga sjálf síns mynd; og ékki er það heiglum hent að taka við hálfgerðri, óákveðinni mynd, tvíræðri eða fjölræðri, eða ófæddri, og gera úr henni ef til vill viturlega, djúptæka hugsýn, sem naumast var hægt að fá frjóanga til úr upphaf- inu. Hér fer líkt og með fomu myndastyttumar, sem limir hafa Smjör verðlauna vinnendur nota WINDSOR SMJÖR Búið til í CATT Canada THt CANADIAN SALT CO., Ltd. brotnað af og tapast, að það þykir meira vandaverk að smíða þeim t.a. m. nýjan útlim svo rétt fari á, held- ur en að höggva alveg nýja mynd eftir eigin hugsjón. Það hefir lengi verið í miklu af- haldi hjá íslendingum að botna vel vísur, og er æði mikið til af þess- konar kviðlingum á íslenzku máli, bæði afbragðs góðum og lélegum. Oftari en hitt er þó hugsað um það, að byrjunin sé þannig úr garði gerð að erfitt sé að fá þægileg orö er samrímist upphafinu, að fá þeim er botnar rímraun í hendur. Hefir hugsun því ekki verið neitt aðal- atriði í fjölmörgum atvikum, og þessa aðferðina hafði t.a.m. gamli Niflheims húsbóndinn forðum þeg- ar hann kvað: “Horfðu í þessa egg eSS undir þetta tungl tungl”. Aftur kemur hitt fyrir, þó sjaldnar, að aðalkrafan er hugsunarraun, eins og t.a.m. þegar þetta var kveð- ið við Sigvald skálda: “Segðu mér það, Sigvaldi, hvað syndir þínar gilda”. Enn sem komið er hafa vísu upp- höfin í Lögb. ekki verið veruleg rimraun, og dettur mér því í hug að sýna hér upphöf tveggja visna af þessu tagi, sem aldrei urðu eða hafa verið botnuð af viti svo mér sé kunnugt. Þessi upphöf eru kveð- in af gömlum hagyrðing er Ás- mundur hét Gíslason í Dölum vest- ur, kallaður “Dalaskáld”, sem aðrir skáldmæltir menn á því svæði. Þéssi upphöf eru þannig og voru ætluð öðru “Dalaskáldi” til ásteytingar ÓHannesi Dalaskáldi), og náðu að því leyti tilgangi sínum : “Sútum þrútin auðgrund er úti’ í hrútakofa”---‘ Og: “Handa fólki hefir tólk hræring, mjólk og drafla.” Heima á íslandi vissi eg nokkra menn reyna að botna þessar stök- ur, en lánaðist mjög illa. Enginn sérlegur vandi er að gera þessar stökur að nýtri hugsun. Hitt er erfiðara að finna orð til þess að fylla rims'kyldurnar. Þá er enn eitt lærdómsríkt í þessu efni, sem lengra mál mætti um rita. Þessir vísu botnar sýna einkar vel hversu margbreyttar eru skoðanir manna og skilningur á ljóðum ann- ara. Þrír fjórir menn lesa sömu vísuna og likar hún vel, svo eru þeir látnir “útlista” vís'una hver í sínu lagi og ber engum saman. Öðrum þremur, fjórum mönnum er kveð- in vísa eftir annað skáld, sem þeim geðjast illa að, þvi að vísan er illa kveðin eða hinu, að þeir hafa ein- hverra orsaka vegna ýmigust á höf. Þéssir menn, hver í sínu lagi, þýða líka hver öðrum ólíkt, en þó allir við halt. Enginn hlutur er algengari en að ljóð séu dæmd rangt. Kemur það, ef til vill, oftast af þekkingarleysi, en þó ýkja oft af þvi, að velvild eða óvild ræður meiru en heilbrigð dóm- greind. Sé eitt skáld orðið viður- kent S'em afbragðs skáld í einhverja átt, þá er “snúið út úr” hverju hrasli sem hann lætur frá sér, svo það megi teljast skínandi gull, eins og það sem skáldið kvað bezt. Þetta gerir mörg skáld hroðvirk. Á hinn bóginn er það algengt, þeg- ar farið er með vísu eftir mann, sem ekki er kominn í “helgra manna tölu”, að áheyrandi glottir í kamp íþegar bezt lætur) og reynir ekki að sjá neitt nýtilegt í vísunni. “Ó, langt verður nú þangað til íslend- ingar eignast aðra eins skáldsögu og ‘Pilt og stúlku’,” segir margur landinn, sem aldrei hefir lesið þá sögu, og einusinni fsem oftar) heyrði eg kuninngja minn fara með vísu eftir Símon Dalaskáld og segja um leið í hjartans einlægni og trú: “Þessi visa er við minn smekk, eins og öll ljóðmæli önnur eftir Jónas Hallgrimsson, blassaðan karlinn!” Einna spaugilegastan ljóðdóm hefi eg lesið eftir Elmer Hubbard, hinn alþekta ritsnilling er druknaði einn með öðrum nýtum mönnum á “Titinic” forðum. Það var dóm- ur hans yfir skáldlegt gildi eða full- gildi hinnar algengu gæluvísu á ensku máli: “Old Mother Hubbard Went to the Cupboard”. Og merkilegur var sá ritdómur að því að nálega hvert orð og samband þess við önnur orð vísnnnar var dáemt og rökstutt i þaula, svo vísan var gerð gallalaus bæði að hugsun og öllum skáldlegum frágangi. Úr bygðum íslendinga. Bellingham, Wash. 23. júní 1916. Herra ritstjóri Lögbergs. Um leið og eg sendi blaðinu borgun fyrir þenna árgang, datt mér í hug að senda því eitthvert hrafl héðan að vestan, af því líka að það ber ekki oft við að heyrist mikið eða margt frá okkur Islend- ingum í þessum bæ. Er tæplega heldur að búast við því, því við erum hér bæði fáir og smáir; erum samt að reyna að vera með, og höf- um von um að geta það, ef ekki koma nein stóróhöpp fyrir. Eg held að okkur líði öllum ljómandi vel, erum glaðir og kátir og býsna vel ánægðir í góða veðrinu, sem við höfum oftast hér vestra, þó nokkr- ar undantekningar hafi virst vera á því síðan þetta ár byrjaði. Hér- lenda fólkið finnur mjög til þess, en landinn minna, er vanari við það misjafna, og mörgum af okkur held eg að hafi þótt næstliðinn vet- ur gera býsna skemtilega breytingu, með sínum náttúrlega hvítfalda bún ing. En miklum óþægindum veldur það hér áreiðanlega, fólk á hér ekki von á snjó og vondu veðri, því aldrei undir búið nein misbrigði, og þarf aldrei að huga nema litið fyrir tið og tíma. Snjórinn sem kom hér næstliðinn vetur gerði hin mestu vandtæði á allan flutning og verzlun í heild sinni, alt teptist og varð á eftir timanum, og alt eða flest, steig í verði. Skepnufóður og eldiviður þó allra mest, enda munu skepnur víða hafa komið hálfilla undan í vor hjá bændum eftir þurkatiðina og heyskortinn næstliðið sumar, og tilfinnanlegan kostnað munu þeir hafa haft af heykaupum og öðrum fóðurbætir fyrir skepnur sínar, því heytonnið fór um og yfir 30 dali, og stund- um ekki hægt að fá það og bundið strá á 10 cent. Flestir áttu nú víst von á að vel voraði eftir allan snjó- inn og ótíðina, sem aldrei hafði komið hér fyrir áður í næstliðin 23 ár. En sú von brást alveg, því vorið má heita að hafa verið alt kalt og votviðrasamt, svo að fólk hefir ekki þekt hér annað eins kulda vor. Gróður því allur seinn, gras í betra lagi, en aldina rækt af- ar léleg, og mánuð á eftir timanum. Verð á aldinum hærra nú en verið hefir, og bætir það aftur ögn upp, en þó ekki svo að útkoman verði jöfn. Aldini eru hér oftast í lágu verði og lélega borguð, of margir sem hafa þau, en eiginlega engir sem kaupa, nema verzlanimar, sem vanta að hafa haginn báðu mégin. Bændur eru nú samt að vona að eitthvað máske batni um prísinn á eplum og öðrum aldinum í nálægri framtíð, því eitt stærsta aldina- ræktar félagið “The Northwest Fruit Products Co.” hefir keypt hér nýlega stærsta ölgerðarhúsið fyrir 46 þúsund dali, en sem kostað í fyrstu 225 þús., og ætlar að breyta því í “Apple Juice Factory” og kaupa því öll efni sem fást þar til, og jafnvel máske pressa lög úr ýms- um berjategundum, sérstaklega úr Lógan og Black-berjum, líkt og þeir hafa gert sunnar í fylkinu og í Origon, og sem hefir gefist vel. Alt verða þetta heilsusamlegir drykkir, eins og þú sérð, því nú má enginn bragða sterkt úr glasi framar, ann- ars liggja við stórsektir og fangelsi, og vilja víst fáir verða fyrir slíku. Vinna og útlit er hér mikið betra en í fvrra á sama tima, flestallir landar því að vinna sem vilja og geta unnið. Allar sögunarmylnur renna nú af kappi að saga viðinn í húsin, og skipin sem sendast eiga til Evrópu og sálarlausir valdsmenn skipa svo þegnum sínum að sprengja það alt í loft upp, og sökkva hinu í sjóinn. Og svo er nú stóra fiskifélagið “The Pacific American Fisheries” að láta byggja hér stóra og mikla skipakví, til að byggja sin eigin skip og sjálfsagt fleiri skip, og gefur það fleiri hundruð manns atvinnu. Félagið er eitt það allra stærsta á strönd- inni, með fimm miljónir dollara höfuðstól hér og í Alaska. Það hefir Alaska, eins og sumir bænd- ur á íslandi höfðu í Seli, og fluttu svo allar afurðir heim til sín. Það flytur menn og vörur héðan á vor- in, og heim aftur á haustin, og laxinn er altaf fluttur hingað í könnum á aðalbúið, sem er svo sendur aftur út um alla víða veröld. Það hefir í þjónustu sinni hér og i Alaska yfir 2000 manns og borgar oftast hærra kaup en önnur félög gera hér, er mjög svo áreiðanlegt og gott félag við menn sina„ og víst er um það að margur vasinn yrði léttur, ef ekki alveg tómur, hjá mörgum hér, ef Fiskifélagið væri hér ekki til. Mesti fjöldi af kven- fólki vinnur þar á sumrin, og við könnutilbúning seinni part vetrar en og má af því marka að margt af . vinnunni er létt. Það þarf aðeins aðgæzlu og fljótar hendur, því vél- arnar eru fljótar að vinna það sem þær eiga að gera. Sumar búa til hálfa miljón könnur á dag (10 tíma), aðrar geta fylt þær allar á dag og meira til, og þær þriðju búa til 10 þúsund kassa til að láta könn- urnar í. Þegar allar þessar vélar renna, heyrist maður illa, en þá er nú um að gera að geta séð. Nýlega var hér í Bellingham haldið ársþing fconvention) hjúkr- unarkvenna. Stóð það yfir í 2—3 daga og voru hjúkrunarkonur al staðar aðkomnar úr fylkinu. Tvær islenzkar hjúkrunarkonur fnurses) voru þar. Var önnur Miss Sarah Westmann, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Westman hér í bæ. Tók hún próf í þeirri grein með bezta vitn- isburði fyrir nokkrum árum síðan, og hefir ávalt verið hér síðan; hún fær almennings orð á sig fyrir lip urð og stillingu. enda kveður mikið að Miss Westman, bæði stór að vexti og stefnuföst að sjá. Hin var Miss Sarah Johnson frá Vancouv«r B.C., dóttir Mrs. Björnson á Tinda- stoll, Alta og fyrri manns hennar, og tók að læra hjúkrunarkvenna fræði þar á aðal sjúkrahúsi bæjar- ins og útskrifaðist þaðan næstlið- ið ár, með beztu einkunn. Miss Johnson líkar vel sitt starf, og má óhætt líka trúa því, að hún sér vel um sjúklinga sína, því hún er bæði lipur og sí glöð og kát og getur vel glætt lífsvonina hjá þeim sem veik- ir eru, og er það oft betra en marg- ar inntökur, sem oft þá líka eiga ekkert við sjúkdóminn. Miss John- son var á hraðri ferð hér. Mun hafa komið líka til að sjá nöfnu sína, er hún kyntist hér næstliðinn vetur, fór því strax til baka aftur, því hún hefir verið sett nætur yfir- umsjónarkona (suvervisor) á sjúkrahúsinu í Vancouver. Ósköpin öll standa nú til með undirbúning þjóðminningardagsins 4. júli. Nágrannabæirnir ætla að vera í og með, og er búist við 10 til 15 þúsund manns aðkomandi, og margir hornleikara flokkar hafa lofað að koma og skemta yfir dag- inn og skip fengin til að sigla um sjóinn og til eyjanna hér um alt umhverfis. Stórfé á að gefa fyrir verðlaun fyrir hinu og þessu, sem um hönd verður haft, og færi nú betur að hvergi yrði slvs af. En nú í dag stendur hin mesta frelsis- og framfaraþjóð heimsins með her- garðinn við línu Mexico, reiðubúin oð byrja hildarleikinn við hina hálf- viltu og blóðþyrstu þjóð. Ós'kandi væri að aldrei yrði byrjað, því þar segir mér illa hugur um, og færi betur að það yrði ekki til ógæfu- Bandaríkjunum og máske fleiri þjóðum. Mikið stendur nú minna til fyrir okkur löndunum, sem von er til. Samt höfum við nú hugsað, að hafa dálitla skemtisamkomu (Picnic) um 2. ágúst, eins og að vanda, og hefir verið kosin oefnd til að koma því í hreyfingu, og á félagið “Kári” mestan hlut þar að. “Kári” er lestrar- og skemtifélag okkar hér i Bellingham og er félagslifið vel við unandi, komum oft saman til að skrafa og skeggræða um hitt og þetta, og þó að ekki séu stigin nein stór stig, held eg að það geri fólki gott að koma saman og dusta af sér rvkið. Trúmál eru mjög svo látin hlut- laus af fjöldanum, samt hefir séra 5. Ólafsson frá Blaine messað hér nokkrum sinnum og næstliðinn sunnudag messaði hann hér í ensk lúterskri kirkju og fermdi þrjú ungmenni og tók til altaris. Mr. Ólafsson er mjög svo lipéur og gæt- inn maður, gefur ort góðar áminn- ingar, en þrengir engum þangað sem hann ekki vill fara, og hygg eg að sú aðferðin verði bezt að lokum, því þá hefir hver sína eigin ábyrgð. Við vorum búnir að fá reglulega sumartíð í 1—2 vikur, um og yfir 80 stig í forsælu, en svo kólnaði aftur með smárigningu annað slag- ið, en svo eru lítil hlýindi á kveldin að sumum er of- kalt að vera seint úti, og er það víst óvanalegt hér. Þetta er nú orðið svo miklu lengra, en eg ætlaði í fyrstu, og veit eg hreint ekki hvað þú vilt gera við það, hvort þú vilt nota það fyrir blaðið eða fleygja því. Skalt þú gera sem þér bezt líkar. Með beztu óskum til þín og blaðs- ins, er eg þinn einl. P. Gíslason. Hvað föðurlandsást þýð- ir fyrir mig. Eftir Dr. Frank Crane. Þegar vér athugum hvað föður- landsást er að afreka nú á dögum austur í Evrópu, getum vér ekki varist því að efast um að hún sé góð eða ákjósanleg. Það er víst að ef hún kemur full- komlega í ljós í viðbjóðslegum ó- dáðaverkum með ástæðulausri grimd og blóðþorsta og eyðilegg- ingu. þá æskjum vér hennar ekki, og þá ætti að setja hana á bekk með ofdrykkju, ofsareiði og öðrum stór- syndum sem menn ættu að ferðast, ekki telja hana með dygðum sem auka ætti og viðhalda. Margir foreldrar og kennarar í Ameriku hugsa þessi mál alvarlega og spyrja sjálfa sig hvers langt og í hvaða átt það eigi að ganga að kenna börnum föðurlandsást. Vér skulum þess vegna íhuga þetta alvarlega; hugleiða nokkur virkileg atriði og komast að raun um hvað föðurlandsást ætti að þýða fyrir oss. í fvrsta lagi er þetta land alls ek?i eins og önnur lönd í heiminum. Vér erum ekki þjóð í sama skiln- ingi og Þýzkaland, Frakkland eða England. Vér erum ekki einn þjóðflokkur. Vér erum samsett þjóð af innflytjendum frá öllum þjóðflokkum. Land vort hefir verið kallað bræðslupotturinn. Með öðrum orðum Ameríka er partur af mannkyninu yfir höfuð að tala. Vér erum ekki aðeins eitt þjóðkyn í viðbót við þau sem fyrir voru; í viðbót við Rússa, ítali, Spánverja o.s.frv., heldur erum vér öll þjóðkyn sameinuð. Vér erum partur af þjóðkynjablandi allrar veraldarinnar. Þetta er hinn mikilsverði eigin- leikur og sannleikur þjóðar vorrar. Og þessum sannleika fylgir hin virkilega þýðing vorrar þjóðlegu tilveru. Þjóðverjar geta sungið: “Þýzka- land sé öllu æðraw og Englendingar mega segja: “Bretland stjórnar bárum öllum” og Rússa má dreyma um- köllun Slavanna, en Ameríku- menn eiga engar þess konar hug- myndir. V’ér æskjum þess ekki að ráða yfir nokkurri annari þjóð, né stjórna nokkrum einstaklingi. Vér æskjum þess einungis að stjórna sjálfum oss og að aðrar stjórnir blýði lögum og reglum svo sam- vizkusamlega að vér getum átt við þær friðsamleg og sanngjöm skifti. Harrison forseti sagði á fyrstu amerísku sýningunni 1889 að aldrei hefði verið til þjóð eins gegnum sýrð af friðaranda og Bandaríkin væru og að ekkert gæti freistað vor til að ágimast eitt einasta fet af landi grannþjóða vorra. Her- tekningar hugmyndina hötum vér. Hvað sem skeður þá er það vist að vér girnumst ekki einn einasta þumlung af landi í Mexico, og vér biðjum þess aðeins að Mexico menn vilji trúa því. Vér höfum fengið Kúbu aftur í hendur Kúbumönnum og það er efst í hugum þjóðar vorr- ar að fá Filippus eyjarnar einnig í hendur þeim sem þar búa, þegar þeir hafa sýnt það að þeir geta komið á hjá sér betri stjórn. Sumir meðal vor eru af þýzku bergi brotnir, sumir af írsku, sum- ir af frönsku, sumir af ensku og sumir af öðrum þjóðkvislum; og þegar þannig er ástatt vitum vér af engu öðru þjóðarstolti en því sem tilheyrir öllu mannkyninu; ekki stolti sem einhver einn þjóðflokk- ur getur tileinkað sér. Þetta er or- sök í því að vér ættum að geta verið eðlilegur meðalgangari og sátta- semjari; vér höfum fæðst og upp- alist sem hlutlaus þjóð að öllu leyti. Allar heimsstjórnar hugmyndir i Evrópu þýða yfirdrotnun, eða það að ein þjóð eða þjóðasambönd ráða yfir annari þjóð eða öðrum þjóðum. Önnur hliðin segir t. d. núna að Þýzkaland vilji brjóta undir sig bandamenn og hin hliðin segir að bandamenn vilji koma Þýzkalandi fyrir kattarnef. Vér skiljum hvor- ugt., Vér erum algerlega saklaus þjóð af því að vilja brjóta undir oss aðr- ar þjóðir. Vér höfum lifað heila öld í friði við Canada og hefir al- drei borið á því að einni einustu sál í öðru landinu kæmi það til hugar að vilja brjóta undir sig hitt. Vér erum t. d. hjartanlega og fullkom- lega ánægðir með það að Canada ráði sjálfu sér í öllum greinum um aldur og ffi. Stefna Ameríku er samband, þannig að hvert einasta land. hvort sem það er stórt eða lítið, ráði sjálft málum sínum og milliþjóða deilur eða ágreiningur sé jafnaður með alþjóða sætt eða lögum, á frið- samlegan hátt. Og þegar eðþ mann- legrar náttúru er athugað þá er það eini vegurinn til varanlegra og sann- gjarnra málalykta. Hertekninga og hnefaréttar stefnan er heimsku- leg og ómögtdeg. Föðurlandsást þýðir það sama fyrir Ameríkumenn og eldmóður fyrir mannkynið i heild sinni. Það er einungis rétt fyrir oss að vilja heyra hljóð ameríska arnarins með þanda vængi yfir hinum sjö heims-. höfum, ef vér vitum með vissu hvað þeim hljóðum veldur. Og rödd hans er aldrei herhvöt til landvinninga né yfirdrotnunar. Þegar ameríski örninn nálgast ein- hverja þjóð þá veit hún að henni er með honum boðið fult frelsi og sjálfstjórn, samfara þeim réttind- um og því skipulagi sem nauðsyn- legt er til friðsamlegra viðskifta, frjálsra ferða og öryggis. Stjörnurnar og randirnar hafa enga slíka þýðingu sem flagg Rúss- lands, eða Þýzkalands. Þær eru flagg mann'kynsins, merki þeirrar einu þjóðar, sem táknar: “Hverja þjóð sem heiminn byggir.” Með þessari hugmynd um það hvað þessi þjóð sé, og með glöggri hugmynd um það hversu ólik hlýtur að vera föðurlandsástin í Ameríku hinna stríðandi þjóða á- stríðum sem alstaðar koma fram, getum vér ef til vill gert oss nokkra grein fyrir því hvernig vér eigum að kenna hinum ungu föð urlandsást. Föðurlandsást er háleit og göfug ef hún þýðir ekki undirokun ann- ara þjóða, heldur frjálsræði og sjálfstæði þeirra allra; ef hún þýð- ir ekki þjóðahatur eða ríg; ef hún þýðir ekki fjandsamlega samkepni einn blóðritaðan kaflann enn í heimssögunni í viðbót við alt sem komið er, heldur samvinnu og sam- tök. Ef hún þýðir heims einingu, heimsstjóm í stað óstjórnar, al- heimsfrið í skjóli heilbrigðra al- Dr. R. L. HUR5T. Member of Royal CoU. of Burreone, Eng., ðtekrlfaSur af Royal Callege 0f PhyaictanB, London. SérfræClngur 1 krjöst- tuura- og krea-sjðkdémum. —Skrlfst. 80S Kennedy Bldg., Portaga (A nötl Katon's). Tala M. tlé Helmlll M 2(96. Tlml tll TtVtala: kl. 2—S og 7—8 e.h. ....... - Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Tklrphonk GARRr 3*€> Ofpics-Tímar: 2—3 Heimili: 776 VictorSt. Telephone garry 321 Winnipeg, Man. THOS. H. JOBNSON og HJALMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfraegiagar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur Buildinj^, Portage Avenue Abitom: p. O. Box 1050. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Gísli Goodman tinsmiður VERKSTŒÐI: Komi Toronlo og Notre Dame I Halmili Oarry 1 Phone #«rry 2988 Dr. O. BJORNSOM Office: Cor, Sherbrooke & William fKt.BPHONU GARRY 3»* Office-tímar: 2—3 HEIMILI: 764 Victor »treet TELEPHONEi GARRY TÖ3 Winnipeg, Man. J. J. bildfell FA8TEIQNA8ALI Hoomsao Union Bank - TEL. 288S Dr . J. Stefánsson 401 Boyd Building; COR. PORTI\CE AVE. & EDMOfiTO/l ST. Stuadar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10 —12 f. h. og 2 — 5 e. h._ Talsími: Main 3088. Heimili 105 I OliviaSt. Talsími: Garry 2315. 2*“ hTs,°R og annast alt þar aOlútandi. Peningaláo J. J. Swanson & Co. yerzl® 7le# fMteignir. Sjá um iæóSEta*"- - 6M Tlio ] Mwme Mefn 2**7 FLUTTIR til 151 Bannatyne Ave Horni Rörie Str. í staerri og betri verkstofur Tals. Main 3480 Ka.na.lyEleotricCo Motor Repair Specialist A- S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, selur líkkistnr og annast tma úu:arir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- nr selur hann allskonar minnisvarða og legsteina r*'a Heímili Qetrry 2151 » OfHFtce „ 300 og 378 eins ríkur af föðurlandsást og þú vilt og þú ferð aldrei villur vegar. Því aðeins í Ameríku er föður- landsástin samþýðanleg kristindóm- inum. Einungis þar þýðir föður- landsástin það sem trúarbrögðin þýða—alheims bræðralag. (Þýtt úr “Pictorial Review”, júlí 1916J. J. G. SNÆDAL, iTannlœknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald Street Tals. nain 5392. ▼4r lecsJum atrataka Uttrilu A me»«l eftir fonkrtftum Hln heatu meUU. aem Stegt er eS •ru >»tu8 MemtugxL foggr þér 1Ö net forakrtfttna ttl vor, meflt vera rte* um a8 tk rétt þah aan ImknlrtDu tekur ttL OOLCUTGH Sk CO. W«rtre Buu Ave. og Sherbrooke 66. Phene Oerry 1614 og 2621. OlftlngaieyfUbréf hUl Frá Islandi. Vísir segir frá því 8. júní að sú frétt hafi borist heim að Bretar hafi lagt hald á farþegaflutning sem skipið “ísland” hafi haft meðferðis. Pétur Jónsson söngmaðurinn mikli sem dvalið hefir erlendis um langan tíma var í Reykjavík í vor og sumar og söng hvað eftir annað fyrir troðfullu húsi. Er svo mikið látið af sönglist hans að menn þykj- ast ekki hafa heyrt neitt þvilikt heima. Á samsæti sem honum var haldið var hann nefndur s'öng- kóngur íslands. Prófastur er skipaður í Kjalari- nesprófastsdæmi séra Ámi Björns- son í Görðum í stað séra Kristins laníelssonar. Steam-No-More GLERAUGNA - HREINSARI er samsetningur sem hver maður er gler- augu brúkar ætti ekki að vera án. Ef ein- staka sinnum sett á gleraugun, heldur þaí þeim hreinum Og ver ryki að setjastá þau, Breyting loftslegs frá kulda til hita. setur ekki raóðu á þau. Þér getið ekki ímyndað yður hvaða ágætis efni þetta ertilað halda gleiaugum hreinum. Vér ábyrgjumst það, annars fæst peningunum skilað aftur. VERD 25 cts. WINNIPEG INTRODUCE CO., P.Q. Box 56, - Winnipec, Man heimslaga, en ekki áframhald a:' þessum heimskulegu stríðum þar sem blóðernir og gammar hafa læst klóm hver í annars hold—slík hefir verið saga heimsins. Börnin fljúgast á. Fullorðna fólkið lærir að komast af án áfloga. Ameríka þýðir það að heimurinn er að komast til vits og ára. Ef þú veizt hvað amerísk föð- urlandsást, þýðir þá getur þú verið Almennar fréttir. Landfarsótt af ungbarna mátt- leysi hefir gengið í ,New Ýork að undanfömu. Á fimtudaginn voru 300 börn sem veikst höfðu af þeirri veiki og 15 dáið. Bæjarstjórnin fékk 20 sérfræöinga í þeirri grein til þess að reyna að stöðva veikina. Mannfall Prússa frá 8. júní til 20. sama mánaðar er sagt að sé 2,740,196; er sagt að menn viti ekki hvort þar séu þeir taldir sem hjá Verdun hafa fallið, en þó er fremur haldið að það sé ekki. Ung stúlka sem Annie Barcley hét hvarf 1. apríl hér í Winnipeg; hún átti heima að 539 William Ave Enginn hafði hugmynd um hvað af henni hafði orðið, en fyrra miðvik.t- dag fanst lik hennar í ánni og haföi | hún fyrirfarið sér þar. Hún á.t: tvo bræður hér í bænum sem eru í slökkviliðinu og segja þeir og l:ús- móðir hennar að hún hafi \e'tO trúlofuð ungum manni sem hafi farið i herinn, hafi henni fallið það svo þungt að hann fór að lífið hafi verið henni óbærilegt. Upptök veikinnar. Níutíu og fimm hundruðustu af öllum sjúkdómum eiga upp- tök sín frá óreglulegri melt- ingu, sagði próf. Charcot fyrir mörgum árum. Eftir þessum fáu orðum þessa heimsfræga læknis sést glögt hve áríðandi það er að halda meltingarfær- unum i góðu lagi. Þess vegna er það að áður en þér verðið vör við nokkura óreglu viðvíkjandi matarlyst eða styrkleika, þá ættuð þér að reyna “Triner’s Elixir of Bitter Wine”. Það hreinsar innýflin fljótt og vel og ber í burtu öll óhreinindi frá likamanum; eykur matar- lystina, bætir meltinguna og styrkir kraftana. Við maga- sjúkdómum, lifrarveiki og inn- ýfla hefir það ávalt góð áhrif og læknar. Verð $1.30. Fæst í lyfjabúðum. Jos. Triner, Manufacturing Chemist. 1333—1339 S. Ash- land Ave., Chicago, 111. Við vöðva stirðleika eða liðamóta, sem leiðir af erfiðri vinnu eða gigt er gott að leggja fyrst við það heita dulu. þar sem þrautirnar eru, og nudda svo Triners Liniment vel inn í hörundið. Verð 70 cents. Póstgjald greitt. Meðöl þau sem að ofan eru augiýut -Joseph Triener* Rexnedie»—Últ hjá The Gordoo MitcheU Druf Oa, Winnipef.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.