Lögberg - 06.07.1916, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JULI 1916
5
W-
AUGLÝSING
Manitoba-stjórnin og alþýðumáladeildin
Greinakafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar.
Sílifandi sáðþistill.
Sílifandi sáSþistill er versta ill-
gresi sem borist hefir til Manitoba.
í sumum stöSum landsins er hann
svo útbreiddur að hver einasti bóndi
þekkir hann, en á ötSrum stöSum er
Jhann lítt þektur.
Hann breiSist út bæSi meS rótum
og sæöi. Sæðib berst langar leiðir
með vindinum, en undir yfirboröi
jarðarinnar eru hvítir stofnar þakt-
ir frjóhnöppum, sem nýjar jurtir
vaxa upp frá mjög þéttar.
Þessir stofnar eru frá einu og
upp i fimm fet á lengd. Blómin
eru ljósgul, hér um bil í / þumlung
ur að þvermáli. Laufin eru frá sex
til tólf þumlunga löng, með hvöss-
um broddi og djúpum vikum. Öll
jurtin er full af beizkum, mjólkur-
kendum vökva.
Þegar sáðþistillinn nær góðri fót-
festu, þá drepur hann kornið eða
yeikir það, og sömuleiðis allar aðr-
ar jurtir í nánd við sig og kom með
sáðþistilblettum er mjög lélegt.
Þétta illgresi kemst í nýjar bygð-
ir á ýmsan hátt. Sumar orsakimar
til þess getur bóndinn ráðið við.
Verið viss um að allir vagnar og
öll verkfæri sem við akuryrkjuna
eru notuð, séu alveg hrein áður en
þau eru flutt inn í landið.
Eigið það aldrei á hættu að á-
stæðulausu að kaupa útsæði eða
fóður með illgresi í, og þegar hey
eða hálmi er troðið utan um verk-
færi sem keypt eru, þá brennið það
ávalt
Þégar sáðþistil á að uppræta
verður að hafa það í huga að hann
breiðist út bæði með sæði og rótum.
Þéss vegna verður að vama því að
jurtin geti felt sæði og einnig gæta
þess að rætumar berist ékki frá
einum stað á annan á akrinum, þeg-
ar landið er unnið.
Ef aðeins er lítið af þessu illgresi
má kæfa það með þvi að þekja alt
stykkið með strákesti, eða með
tjörupappa sem haldið er niður
með mold, og er það enn þá betra.
En öruggara er það þó að grafa
upp állar ræturnar og eyðileggja
þær, og halda blettinum kolsvört-
um með herfingum það em eftir er
sumarsins. íSvo ætti að merkja
blettinn með spýtum, til þess að
hann þekkjist næsta ár.
Þár sem uppræta verður þistil-
inn úr heilum ökrum, verður að
vinna landið ákaflega vel, og verð-
ur þess að gæta að forðast að nokk-
ur lauf geti myndast í heilt ár.
Þegar blöð geta ekki vaxið á jurt,
þá hlýtur hún að deyja. Bezt
af öllu er að nota gæsafótsherfi,
eða herfi með V löguðum blöðum
sem klippa alt yfirborð akursins,
og fara þvers með plógfarið. Fyrst
má klippa loðið, en svo þarf að
klippa alt öðru hvoru næsta sumar
og klippa þumlungi sneggra í hvert
skifti en gert var næst á undan og
klippa þannig niður í sjálfan jarð-
véginn og eyðileggja al]an vöxt.
Önnur aðferð er sú að plægja
jörðina að haustinu, og herfa svo
öðru hvoru alt næsta sumar. Enn
þá ein aðferðin er að plægja
snemma að vorinu og herfa svo alt
sumarið.
Hvaða aðferð sem höfð er, þá
leyfið engum blöðum að vaxa í
heilt ár og berið ekki ræturnar til
annara staða. Ef þessu er fylgt
eyðilegst þistillinn.
Sérstakar korntegundir má hafa
til þess að eyðileggja eða kæfa þist-
ilinn. Ef vel er herfað er mais með
því bezta til þess. Vetrar rúgur er
pinnig ágætur vegns þess að hann
má slá áður en jurtin sáir til sín
aftur og er þannig komið í veg
fyrirr að sæðið berist út með vindi.
“Bróm” gras er einnig gott, því það
má slá til fóðurs áður en þistilsæðið
þroskast. En bezt af öllu er að
taka jurtina upp með rótum og
herfa vel. JafnVel þótt ekki gé
hægt að eyðileggja jurtina alger-
lega, þá er að minsta kosti hægt að
slá hana áður en blómin opnast til
þess að vama sæðinu frá því að
þroskast og berast út með vindi.
Ein þeirra væri ný tegund skóilja
(sóla), sem Þjóðverjar hefðu
fundið upp handa hermönnum sín-
um. Eins og kunnugt er hefir ver-
ið lagt haft á leðurverzlun og hafði
það vandræði í för með sér fyrir
Þýzkaland. En þá fundu Þjóðverj-
ar upp nokkurs konar leðurlíki sem
þeir bjuggu til úr möluðu tré með
einhverju efni í sem gerði það eins
og reglulegt leður, en miklu betra;
bæði léttara og vatnsheldara. Sögðu
þeir Landar að þetta leðurliki hefði
reynst ágætlega vel í skotgröfunum.
Þá lýstu þeir annari uppfund-
ingu, og var hún í því fólgin að
búa til brauðliki úr möluðu strái.
Kveða þeir það vera mjög mikið
notað á Þýzkalandi nú til þess áð
spara með brauð.
Þ'að er ekki ofsögum sagt að
þessir félagar höfðu frá mörgu að
segja; vér áttum með þeim glaða
stund og fróðlega og þökkum þeim
fyrir komuna.
Gjafir til “Betel”.
Mr. og Mrs. J. Helgason,
Baldur, Man............$10.00
Mr. og Mrs. Gísli Anderson
Winnipeg, Man........... 5.00
Gunnl. Jóhannsson, árstillag $5.00
Með innilegu þaklklætá til gef-
endanna.
J. Jóhannesson, féhirðir.
675 McDermot Ave., Wpg.
VÍSA.
Galar ;. “Alt í grænum sjó”,
grínum ekki að Kvaran.
Sumum finst að sómdi þó
sýnu betur þvaran.
Jónas Stefánsson ....
frá Kaldbak.
Green andaðist 3. júlí og var þá
80 ára að aldri. Hún lézt af heila-
blóðfalli.
Berlin skiftir um nafn.
Lengi hefir staðið yfir tilraun til
þess að breyta nafni á bænum Ber-
lin í Ontario, en það hefir aldrei
hepnast fyr en nú. Loksins var það
^amþykt 29. júní og verður nafnið
Kitchener.
PANTAGES
Samband hefir komist á milli
Pantages og Ieikflokks i Seattle.
^Verður Pantages því eitt stórkost-
legasta leikhúsið í Vesturheimi.
Fyrsta ágúst byrjar fjörutíu og
tveggja vikna óslitið starf leik-
flokks þessa, og verður þar hver
leikurinn öðrum betri og fulikomn-
ari. Flokkurinn fer um öll Banda-
ríkin og Canada og leikur á stærstu
leikhúsum beggja megin línunnar.
Húifrú Hetty Green Iátin.
Ein hin allra einkennilegustu
kvenna sem uppi hafa verið á síð-
ari öldum var húsfrú Hetty Green í
New York. Hún var talin auðug-
asta kona í heimi; eignir hennar
virtar á hundrað miljón dali. Hún
var stórauðug þegar hún var stúlka
og hét þá Robinson, giftist auðug-
um manni sem Green hét; en hann
tapaði svo að segja öllum eignum
þeirra beggja. Þegar hann var lát-
inn tók hún til óspiltra málanna að
græða fé, og hepnaðist það svo vel
að til slíks munu engin dæmi.
Hetty Green var annáluð fyrir
það hversu fátæklega hún lifði
lengi og 'hversu lítið hún vildi kosta
til í samanburði við annað fólk sem
peningaráð hafði. Er það i frá-
sögur fært að til þess að komast
hjá því að borga læknum þegar eitt-
hvað gekk að henni smávegis, þá
liafi hún klæðst dularbúningi 0g
gengið á frílækningastöfur i New
Ýoék með fátæklingum og fengið
þannig lækning ókeypis. Hetty
Utan úr fásinninu.
Að eignast hugsjón, hafa sannfæring
og horfa djarfur fram þó eitthvað mæti
að standa fast þó heyrist hróp í kring
og hræðast ekki fjöldans skrípalæti.
Að elska sannleik, lífsins helga ljós
og læðast ekki með það burt í felur,
það eignast fáir á þeim vegi hrós'
því öfundsýkin banvænt þetta telur.
Því drotning Lýgi ræður rikjum enn
þó reynt sé slí'kt með skynhelgi að hylja
að setja haft á sannleiks kæra menn
er sigur fyrir þrældóms beygðan vilja.
En vittu, dári, á vegginn ritarhönd;
það verður bráðum af þér ríkið tekið,
þá sannleikurinn sigrar heims um lönd
mun sérhvert mál með fullri djörfung rekið.
SigurSur Jóhannsson
Helgi var fæddur á Arnarvatni
við Mývatn, 8. júni 1865. Var
Stefán faðir hans tví'kvæntur og hét
fyrri kona hans Guðrún. Þeirra
son var Jón Stefánsson skáld, sem
kunnugastur er undir nafninu Þór-
gils Gjallandi. En seinni kona
Stefáns var Sigurbjörg Jónsdóttir.
Með henni átti hann Helga heit. og
fleiri böm. Þau hjón, Stefán og
Sigurbjörg voru vel gefin, en mjög
fátæk.
Þá er Helgi var á barnsaldri misti
hann föður sinn. Urðu þá heimil-
isástæðurnar enn erfiðari, sem geta
má nærri, er sú stoðin var fallin.
Helgi heit. var bráðþroska og bar
snemma á gáfum hans og fröðleiks-
girni. Var heitasta löngun hans i
æsku að ganga mentaveginn. En
ekki var um það að tala, að móður
hans væri unt að styrkja hann til
náms. Varð hann því að treysta
eigin orku, og ávanst svo mikið að
hann komst í Lærðaskóla Reýkja-
víkur, einn eða tvo vetur; en þá
svarf efnaskorturinn svo að honum,
að enginn kostur var þess að halda
náminu áfram. Má geta nærri
hve þungbært það hefir verið fyr-
ir gáfaðan, skapmikinn og stórhuga
æskumann. — Upp úr þessu mun
hann hafa farið að hugsa til Vest-
urheimsferðar, og til Ameríku kom
hann 1890. Dvaldi hann i Dakota
þangað til 1905 og það ár giftist
hann eftirlifandi konu sinni, Þúríði
Jónsdóttur Sigurðssonar, alþingis-
manns á Gautlöndum. Sama ár
fluttust þau hjón til Canada og hafa
búið hér við Wynyard siðustu 11
árin. Dóttur áttu þau er Sigur-
björg heitir og er hún nú uppkomin.
Þenna ellefu ára tíma, sem Helgi
dvaldi í Wynyard-bygðinni lét hann
all mikið til sin taka, þótt hann væri
engan dag heill heilsu. Var það
einkum tvent er hann studdi jafnan
og vildi af alhuga styðja; íslenzkt
þjóðerni og heilbrigt frelsi. Hann
barðist manna mest fyrir stofnun
og viðhaldi íslenzks lestrarfélags í
bygðinni og var formaður þess fé-
lags. Hann var ötull bindindis-
maður og barðist drengilega fyrir
því, að menn yrðu frjálsir af of-
drykkju fýsninni. Og hann barðist
fyrir skóðanafrelsi og hreinskilni i
trúarefnum og fleiru. Það munaði
ætíð um hann, hvar sem hann lagð-
ist á. Því að jafnan var einhver
skörungs- og myndarbragur á hugs-
un hans og máli, sem hlaut að hafa
áhrif.
Það mætti undarlegt þykja, þeim,
er kynni höfðu af skörungsskap og
gáfum Helga, að hann skyldi ekki
komast til meiri vegs og mannvirð-
inga í þessu landi, en raun varð á.
En sennilegt er, að þar hafi eink-
um þettá þrent staðið í vegi; aS
hann var of rammur íslendingur
fyrir þetta land, aS honum var ó-
sýnt um að græða fé og aS hann
gat aldrei lagað sannfæringu sina
eftir þvi, sem vænlegast var til
mannvirðinga og veraldlegs gengis.
Því að sá, sem er ramm-íslenzkur
í öllu sínu eðli fær aldrei notið sin
til fulls og aldrei verðuga viður-
kenningu hæfileika sinna, með er-
lendum þjóðum. Og enn mun það
reynast svo í öllum löndum heims,
að féleysi og fullur trúnaður við
sannfæringuna eru vegartálmi á
leiðinni til valda og mannvirðinga.
Helgi heit. var svo rammíslenzk-
ur í lund að þótt hann væri hér
yfir 25 ára tima, hafði hérlendur
hugsunarháttur og líf, að litlu eða
engu leyti sett svip sinn á hann.
Skapið var þannig, að hann hvorki
gat né vildi afsala sér nokkru ís-
lenzku fyrir annað hérlent. Hann
var fjölfróður og las mikið, en mest
þó það sem íslenzkt var; kunni um
margt að tala af'óvenju mikilli
skarpskygni og áhuga, en kærast
var honum það umtalsefnið er eitt-
hvað snerti Island. Það var honum
' löngum rikast og dýpst í huga.
j Helgi var jafnan félítill. Verk-
I maður var hann góður, en ekki bú-
j maður; Vitmaður mikill, en haf ði
; ekki gróðavit. Hugur hans snerist
! minna að búsýslu og fégróða, og
meira að bókmentum, fagurfræði
og frjálsum hugsunarhreyfingum,
sem á bryddi í heiminum.
f þeim málum er Helgi lét sig
nokkru varða hafði hann ákveðnar
og óbifanlegar skoðanir. Og hann
fram fylgdi þeim jafnan með rögg-
gemi og sannfæringarafli. Hugs-
unin var óvenju skörp og skýr, og
var honum því unt að kryfja mál
til mergjar, flestum fremur. Munu
ekki margir hafa fært betri rök
fyrir skoðunum sínum en hann.
Og hann tautaði aldrei sannfæringu
sína ofan í bringu. Hann sagði
hana Skýrt og skorinort, án þess
að skeyta hót um það, hvort hún
yar fleiri eða færri mönnum að
skapi. Þreklundin var næg til þess,
að hann óttaðist ekki að standa ál-
einn fyrir sinu máli. — En þeir,
sem halda fram málum sínum, eins
fast og djarflega og Helgi gerði,
afla sér sjaldnast eintómra með-
haldsmanna. Og svo mun það ver-
ið hafa um hann. Því að enginn
sá, er kyntist honum nokkuð að
ráði, gat látið sér standa á sama um
það hvemig hann snerist við mál-
um. Menn hlutu annaðhvort að
verða andstæðingar hans eða vinir
og meðhaldsmenn. Og er slíkt ein-
kenni afburðamanna.
Sumum mun hafa þótt Helgi of
ráðríkur og ósveigjanlegur. Var
og fundið að honum að hann væri
óþýður og óvæginn í orðum. Ekki
skal því neitað að nokkuð hafi ver-
ið hæft í þessu. En vert er um leið,
að gá að, hvernig ástatt var um
hann,
0
Helgi kom til Wynyard-bygðar
fvrir 11 ámm. Fyrsta sumarið,
sem hann var hér skar hann sig
háskalega í fótinn. Eftir það átti
hann við sífeldar þjáningar að búa
pg sá varla glaðan dag. , Eyrst um
jnörg ár þrautir í fætinum, unz
hann var tekinn af. Og jafn-
snemma og það var gert byrjuðu
p.ðrar þrautir af innvortis mein-
semd, þrautir, sem æ urðu þyngri
og þyngri þangað til hann lézt.
Vinum hans var nokkuð kunnugt
|im hve mjög hann tók út þessi síð-
ustu ár. Ekki af því að Helgi
þvartaði undan því, heldur af hinu
^ð það var auðsjáanlegt. Þáð kom
pft fyrir, er hann var með kunn-
ingjum sínum, að svo miklar þraut-
ir og magnleysi gripu hann, að
hann varð að leggjast niður um hríð
og hafði litla sinnu á því að tala.
En þegar af honum bráði, reis hann
jafnan á fætur og tók að ræða með
sama áhuga og skýrleikshugsun og
áður. Vegna karlmensku hans og
þreklundar grunaði ýmsa ekki hve
mjög hann þjáðist, allan þenna
tíma. En geta má s'ér til, hvernig
þeim manni muni vera innanbrjósts,
sem finnur hjá sér andlegt afl og
ákafa löngun til þess að vinna að
því, sem gott er og drengilegt, en
kennir til þess um leið, hvemig
lifsaflið fjarar hægt og hægt, með
vaxandi þjáningum. Og ekki er að
vænta þess að, slíkt muni mýkja
rróminn. Svo kvað Bjarni:
Enginn ámælir
þeim undir björgum
liggur lifandi
með limu brotna,
og hraunöxum
holdi söxuðu,
að ei hann æpir
eftir nótum.
Helgi lá undir björgum þungra
þrauta, og þjáðist þar um nætur og
daga í samfleytt ellefu ár. Mundi
þá nokkur vilja ámæla honum þótt
hann æpti ekki eftir nótum ? Er
að undra þótt honum yrði stundum
skapfátt, þegar hann var að berj-
ast við þrautimar um leið og hann
barðist fyrir sannfæringu sinni ? —
eða þótt einhverrar beiskju hafi
kent í rómnum, þegar hann varð að
bíta á jaxlinn, til þess að stynja ekki
af þjáningum?
Þeir, sem vel þektu til heilsufars
Helga undruðust ekki slíkt. Hitt
var heldur furðuefni þeirra, hve
mikil var þreklund hans og hve vel
hann varðveitti andans afl sitt, þótt
líkamsaflið væri á þrotum. Og
hafi Helgi stundum þótt kaldur í
svörum, þá voru það “frostrósir
feigðarkulda”, en ekki hitt að hann
væri svo skapkaldur. Satt er það,
að hann bar ekki mikla blíðu utan
á sér. Engu að síður var hann
djúpur tilfinningamaður. Það
vissu menn því betur, því meir sem
þeir þektu hann. Og vel kunni
Helgi að meta hlýju og vináttu
manna. Annað mál var það, að
hann lét aldrei sannfæringu sína
fala; kaus héldur að missa vináttu
manna, en vera sannfæringunni ó-
trúr. Hann var engi óeirðarmaður.
En hann elskaði sannleikann meira
en friðinn. Alt hrófatildur, hræsni
og yfirskin var honum hrein og bein
andstygð. Og sæi hann bóla á ein-
hverju slíku gat hann verið manna
naprastur í orðum. Hann unni
hreinskilni og drenglund, og sjálfur
átti hann mikinn og ósvikinn skerf
þeirra skapkosta. Og þó hann
þætti litill trúmaður, mun hann
flestum fremur hafa trúað þessum
orðum Meistarans frá Nazaret:
Sannleikurinn mun gera yður
frjálsa.
Helgi Stefánsson var að mörgu
leyti sérstakur og sjaldgæfur mað-
ur; einn þeirra, sem aldrei þræddi
almannavegu, ef hann kom auga á
aðra beinni leið. Hann var mikill
vexti og sópaði af honum. Augun
hvöss og skýr og stöðug, og skinu
vitsmunimir úr þeim. Svipdrætt-
irnir kröftugir, hreinir og óvenju
einbeittir, og urðu stundum eins
fastir og óbifanlegir og væri þeir
höggnir í marmara. Munu vinir
hans lengi minnast hans, sem eins
hins skarpgáfaðasta, drenglyndasta
og þreklyndasta Islendings, sem
þeir hittu á lifsleiðinni.
J. K.
N-iríov timbur, fjalviður af öllum
INyjSr vorubirgðir tegunclum, geirettur og al*-
konar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar til vetrarin*.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
-------------------Limited -------------—----
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
SEGID EKKI
“EO OBT KKKl BOKGAÐ TANNLJEKXI N«.”
V«r vitum. .8 nð trengrur ekkl «Jt «.8 ðakum og erfltt er at eifm&at
eklldlngra. Hf tll tIIX, er on þa8 fyrlr beetu. pal kennlr oea, m
▼*r8um a8 rlnna fjrrlr hverju centl, a8 meU Klldl peninga.
MDÍNIST fess, a8 dalur spara8ur er ðalur unnlnn.
MXNNIST þeoe elnnlg, a8 TBNNUR em oft melra vir8t en penln*nr.
HKtLRRIGÐI er fjrrsta spor U1 h&mlnfjt. fri ver818 þ«r a8 vomdft
TENNTTRNAR — Nú er tiniinn—h&r er etahurlnn til a8 Ute fflfft tW
U'nnur y8ar.
Mikill sparnaöur á vönduöu tannverki
EXNSTAKAR TENNUR $5.00 HVKR BKSTA 29 KAR. GUI.L
$5.00, 22 KARAT QHLIÆENNUR
Ver6 Tort Aralt óbreytt. Mörf hnndruð manm nota sér hið lAffa totO.
HVERS VEGNA EKKI pú 7
Fara yöar tilbúnu tennur vel?
e8a K&nga þær 18ulega úr skortum? Ef þær gera þa8, flnnlB þ& tann-
irekna, eern geta gert vel vi8 tennur jrtsar fjrrir vægt verC.
EQ ftinni jrtiur sj&lfur—Notiö flmt&n &ra rejnaln vom vi8 i»nnWimi»pj
18.00 HVALBEIN OPI» A KVðLDUM
IDtt. PAESONS
MoGREKVT BLOCK, POHTAGR AVE. Telefónn M. 809.
Grand Trnnk farbréfa dnrlfMofn.
Cppt yftr
S ó L S K I N.
Einn bletturinn enn.
í hvert s'kifti sem maður er til
dauða dæmdur fellur blettur á
virðingu þjóðarinnar. Og þeir eru
orðnir æði margir og þéttir. Þegar
valdsmenn þjóðarinnar bera saman
ráð sín og samþykkja það með
köldu blóði að af því einhver bróð-
ir þeirra hafi vilst, þá skuli taka
hann og hengja í stað þess að sýna
honum rétta leið og hjálpa honum
til þess að átta sig, þá hljóta að
rísa hár á höfði hvers ærlegs manns
pg hugsandi.
Maður að nafni Tang Lagatto
var nýlega dæmdur til dauða í
Ontario og átti að hengjast í gær.
En daginn áður hafði hann getað
slitið handarháld af kaffibolla úr
blikki og skorið sig á háls með því.
Til þess að vera viss um að ekki
mishepnaðist, þegar hann var bú-
jnn að skera svo að líklegt var að
bonum mundi blæða út, hafði hann
einnig hnýtt skóreim um háls sér
og hengt sig í henni.
Þarf ekki næma hugsjón til að
sjá hvað maðurinn hefir tekið út
andlega áður en hann greip til þessa
úrræðis.
Hvenær skyldi þeirri svivirðingu
verða hætt hjá svokölluðum sið-
menningar þjóðum að böm hennar
séu tekin og drepin í stað j>ess að
menta þau?
Helgi Stefánsson
hóndi að Wynyard, Sask., andaðist
að heimili sínu, 27. apríl síðastlið-
inn, eftir langvarandi veikindi og
þunga legu.
Epimetheus, að tala ekki við mig”,
sagði Pandóra, og kom varla upp
orðunum fyrir ekka.
Aftur heyrðist barið á lokið.
Hljóðið var eins og frá hnúum á
örlítilli hendi, sem barði hægt og
gletnislega innan í kistulókið:
“Hver ert þú?” svaraði Pandóra,
og varð swolítið forvitinn aftur.
“Hver ert þú, sem ert i þessari
ólukku kistu?”
Hljómfögur og barnsleg rödd
svaraði í kistunni: “Lyftu bara
upp lokinu og þá sérðu hver eg er.”
“Nei, nei!” svaraði Pandóra, og
fór aftur að gráta. “Eg hefi fengið
nóg af því að lyfta lokinu af þess-
ari bansettri kistu. Þú ert niðri i
kistunm, óhræsið þitt, og þar skaltu
hýrast.”
Hún leit á Epimetheus um leið
og hún sagði þetta, og hefir kann-
ske búist við að hann mundi hrósa
henni fyrir hygnina; en ólukku
strákurinn nöldraði bara í hálfum
hljóðum og sagði að henni hefði
verið nær að gæta skynseminnar
fyrri. Nú væri það of seint.
“JE, æ!” sagði þessi mjúka rödd
aftur. “Þáð væri miklu hyggilegra
fyrir ykkur að hleypa mér út. Eg
er ekki eins og þessi ljótu kvikindi
og slæmu, sem hafa stungið ykkur.
— Komdu, komdu fagra Pandóra;
eg veit þú hleypir mér út.”
Og það var virkilega eitthvað
töfrandi í röddinni sem gerði það
nærri ómögulegt að neita um nokk-
uð sem hún bað um. Pandóru hafði
orðið léttara um hjartaræturnar
við hvert orð sem hún heyrði koma
úr kistunni. Og jafnvel Epimethe-
us, sem sat úti í horni með fýlu,
hafði snúið sér við til hálfs og sýnd-
ist nú vera heldur í betra skapi. »
“Llsku Epimetheus minn I” kall-
aði Pandóra. “Hefurðu heyrt
fögru röddina?”
“Auðvitað hefi eg heyrt hana!”
svaraði Epimetheus; en var þó enn
þá í illu skapi. “Hvað varðar mig
um hana?” bætti hann við önugur.
“Á eg að opna kistuna aftur?”
spurði Pandóra.
“Alveg eins og þér sýnist,” svar-
aði Epimetheus: “Þú hefir komið
svo miklu illu til leiðar, að það
gerir ekkert til þó þú gerir meiri
skömm af þér.”
“Þú ættir ekki að tala svona
hörkulega", sagði Pandóra i hálf-
xum hljóðum og þurkaði af sér tárin.
“Hvað þú ert þreytandi, strák-
pr!” sagði röddin í kistunni og hló
^tríðnislega. “Náttúrlega dauð-
langar þig til að sjá mig. Komdu
kæra Pandóra mín, og ljúktu upp
kistunni! Mig dauðlangar til þess
að hugga þig sem fyrst.”
“Epimetheus'!” kallaði Pandóra:
“Komi hvað sem koma viil, eg ætla
að opna kistuna.”
“En lokið virðist vera ákaflega
þungt” svaraði Epimetheus, og
kom hlaupandi til henar: “eg skal
hjálpa þér til þess að lyfta því.”
Svo fóru bæði börnin saman að
kistunni og lyftu upp lokinu. Út
úr kistunni flaug sólbjört og bros-
hýr vera, og þaut um alt berbergið
og dreifði sólskini og ljósi um
alt þar sem hún kom nálægt. Hún
flaug til Epimetheusar og drap
léttilega fingri á blettinn þar sem
kvikindið hafði bitið hann og sár-
saukinn hvarf á svipstundu. Síðan
kysti hún Pandóru á ennið, og svið-
inn i sárinu þar sem hún var
stungin hvarf á augabragði.
“Hver ert þú, fagra vera og
góða?” spurði Pandóra.
Framh.
BARNABLAÐ LÖGBERGS
L AR.
WINNIPEG, G. JC'Lf 1916
NR. 10
Undrakistan.
Fyrir langa löngu, þegar heimur-
inn var nýlega orðinn til, var
drengur sem hét Epimetheus; hann
átti hvorki föður né móður. Og
til þess að honum leiddist ekki var
send til hans lítil stúlka handa hon-
um til þess að leika sér við.
Stúlkan hét Pandora.
Það sem Pandora tók fyrst eft-
ir, þegar hún kom inn í kofann þar
sem Epimetheus átti heima var
heljarstór kista; og fyrsta spurn-
ingin sem hún spurði hann var
þessi:
“Epimetheus, hvað er í þessari
þistu ?”
“Blessuð litla Pandora min”
svaraði Epimetheus, “það er leynd-
armál. Kistan var skilin eftir
hérna til geymslu; og eg veit einu
sinni ekki sjálfur hvað í henni er.”
“En hver skyldi hana eftir hjá
þér?” spurði Pandora. “Og hvað-
an kom hún?”
“Hún var skilin eftir við dymar”
svaraði Epimetheus, “rétt áður en
þú komst; sá sem kom með hana
var brosandi út undir eyru og leit
út fyrir að vera sérlega skynsamur,
og hann gat varla varist hlátri þeg-
or hann lét kistuna niður.”
“Eg þekki hann” svaraði Pan-
dóra, “hann heitir Kvikasilfur, og
hann kom með mig hingað eins og
hann kom með kistuna. Hann
hefir sjálfsagt ætlað mér hana; og
í henni eru líklega falleg föt handa
mér, eða leikföng handa okkur, eða
eitthvað gott handa okkur að
borða.”
“Getur vel verið” svaraði Epi-
metheus, og fór í burtu. “En hvor-
ugt okkar hefir leyfi til að opna
kistuna fyr en herra Kvikasilfur
kemur og segir að við megum það.”
“Dæmalaus daufingi er hann!”
tautaði Pandora, þegar Epimetheus
fór út úr kofanum. “Eg vildi aö
hann væri dálítið framtakssamari!”
Þegar Epimetheus var farinn
stóð Pandora hjá kistunni og
horfði á hana.
Hún var öll fagurlega útskorin
á hliðum og loki af mikilli list. Alt
i kring voru myndir af undurfögr-
um mönnum og konum og falleg-
ustu börnum sem nokkru sinni
höfðu verið til. Fallegasta myndin
var á miðju lokinu og var upp-
hleypt.
Viðurinn í kistunni var dökkur,
fallegur og sléttur. Blómsveigur
var á lokinu í kring um andlits-
myndina. Lokið var ekki neglt á
kistuna, ekki heldur var hún læst;
en hún var bundin aftur með gull-
þræði og var á honum afar marg-
brotinn hnútur. Það sýndist vera
alveg ómögulegt að leysa þann
hnút. En einmitt vegna þess hvað
hnúturinn var einkennilegur og
hvað erfitt sýndist að leysa hann,
langaði Pandóru enn þá meira til
aö skoöa hann og sjá hvemig hann
væri hnýttur.
“Mér finst virkilega”, sagði hún
við sjálfa sig, “að eg sé að skilja