Lögberg - 06.07.1916, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries
Heildsöluverzlua
Búa til beztu tegundir af aætabrauði. Ekkert aparað
til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar
og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari Iþeirri
ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá
verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. .
C. HJALMARSON, Eigandi,
1156-8 Injcersoll 8t. - Tals. G. 4140
ÞETTA PLÁSS ER
TIL SÖLU
29. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FfMTUDAGINN 6. JÚLÍ 1916
NÚMER 27
Bandamenn vinna stnrsigur á vestur-hiid
Englendingar og Frakkar hertaka stór-
svæði, marga víggirta bæi og f jölda
fanga. Rússar sökkva 54 kaup-
skipum Tyrkja í Svartahafi.
Um nokkurn tíma aS undan-
förnu hefir veriö um þaS talaö aS
bandamenn heföu í hyg’gju aö
byrja samtímis árás á Þjóöverja
frá öllum hliöum. Rússar aö norö-
an og austan, ítalir aö sunnan, en
Frakkar og Englendingar aö vestan.
í vikunni sem leiö var þessi árás
byrjuÖ. Á tuttugu mílna svæöi
réöust Englendingar og Frakkar á
liö Þjóðverja að vestan og er þaö
talin einhver allra skæöasta orusta
sem sögur fari af. Byrjaði sú or-
usta á laugardaginn i. júlí og sténd-
ur yfir enn, þótt síðustu fréttir
virðist benda til að heldur sé nú
farið að hægja.
Um mannfall eru fréttir ekki
greinilegar enn þá, en svo mikið er
þó talið víst að það hafi verið af-
armikið á Þjóðverja hlið; og að
líkindum á báðar.
, Bandamenn hafa þegar tekið 50
fermílur af landi sem Þjóðverjar
höfðu háldið í heilt ár, og eru þar
á meðal unr tólf viggirtir bæir, sum-
ir allstórir.
Nöfn þeirra helztu eru þessi:
Fricourt, Mantouban, Mametz, La
Boisselle, HerbeCourt, Frize, Bee-
qvin-Court og Curln. Eru þessar
borgir allar sterklega víggirtar og
nokkuð stórar. Margar fléiri, sem
ekki eru nafngreindar, féllu einnig
í hendur bandamanna á svæði því
er þeir tóku.
Áuk þessa náðu þeir afarmörg-
um byssum, smærri og stærri, og
14,000 fanga ósærða, auk fjölda
særðra. Þessi mikla orusta var
bæði á landi og í lofti og höfðu
bandamenn skotið niður 25 loftskip
frá Þjóðverjum þegar síðast frétt-
ist, en sjálfir mist ix.
Þjóðverjar komu með liðsauka
óvað eftir annaö, en svo segja
fréttirnar að ékkert hafi staðið viö
skothrið bandamanna, sem þeir hafi
haldið uppi látlaust á öllu þessu
svæði svo dægrum skifti.
Aftur á móti gekk Þjóöverjum
heldur betur hjá Verdun, því þar
heldur orustan áfram enn. Hafa
þeir nú tekið staðinn Thiamount
í fjórða skifti.
Samtímis þessum aðgangi að vest
an hefir verið barist af mikilli
grimd að norðan; Rússar hafa sótt
á að undanförnu á stóru svæði og
haldið áfram seint og sigandi viö-
stöðulítið; tekið bæði land og lið
eins og frá var skýrt i síðasta blaði.
Síðan hafa þeir haldið áfram, þótt
ekki hafi þeim oröið eins ágengt og
hafa Þjóðverjar pg A'usturríkis-
menn veitt þeim meiri og fastari
mótstöðu en áður. Sumstaðar hafa
hinir unnið til baka part af því sem
þeir höfðu mist.
En verzlunarskipum 54 söktu
neðansjávarbátar Rússa í Svarta
hafinu á sunnudaginn og er það
hinum ekki litið tjón.
Milli ítala og Austurríkismanna
hefir verið rólegra; lítið borið þar
til tiðinda að undanförnu.
Blað sem út kom rétt í þessunr
svifurn segir þá frétt að riddaralið
Rússa hafi brotist í gegn um her-
fýlkingu Austurrikismanna og sé
komnir alla leið yfir Carpatafjöll
og inn á Ungverjaland.
Bifreiðar slys.
Á mánudaginn var voru nokkrir
foringjar 197. herdeildarinnar á
ferö á bifreiö nálægt Portage la
Prairie. Var þar á meðal Fonseca
aöaldeildarforingi, E. F. Cleven
undirforingi og fleiri. Bifreiðin
hafði kollsteypzt hvaö eftir annaö
og brotnað, líklega af ofhraðri
ferð. Varð Cleven undirforingi
undir henni; hálsbrotnaði og beið
bana samstundis, Fonseca meiddist
og annar foringi senr með honum
var, en hvorugur hættulega.
Þeir kveðast hafa farið aðeins
15—20 mílur á klukkustundinni, en
ólíklegt er að svo hafi verið.
Er Rúmenía að fara í
stríðið ?
Þegar Rússaherinn var að þok-
ast inn í Bukovina voru 250 járn-
brautarvagnar frá Ungverjum og
Austurrikismönnum sendir inn í
Rúmeniu, til þess að forða því að
þeir féllu Rússum í hendur, en
stjórnin í Rúmeniu tók alla vagn-
ana fasta, og voru þeir hlaðnir vist-
um og vörum. Er þetta talið sem
merki þess að Rúmenar muni að
því komnir að fara í stríðið með
bandamönnum.
Stórskemdir af stormi
og regni.
3. júlí skall á voða stormur og
steypiregn i ýmsum stöðum í Sask-
atchewan, sem olli stórskemdum á
húsum og ökrum. Jámbrautarupp-
hækkanir þvoðust í burtu á stórum
svæðum og akrar eyðilögðust ger-
samlega. Er áætlað að 12 þuml-
ungar vatns hafi fallið á 6 klukku-
stundum. Var þetta allvíða og á
stórum svæðum; t. d. í kringum
Scott, Moose Jaw, Rush Lake
héruðin og víðar.
Rider Haggard í Canada
, Allir kannast við skáldið fræga
Rider Haggard. Fáir munu þeir
sem ékki hafa lesið eitthvað eftir
hann. Hann er nú á ferð í Canada
— á vesturströndinni — og heldur
þar fyrirlestra hvern á fætur öðr-
um. Aðal erindi hans hingað er
það að undirbúa tækifæri fyrir
særða hermenn hér vestra eftir að
striðið er til lykta leitt.
Verður þessa starfs hans nánar
getið síðar.
Lögmenn Kellys, sem yfirgáfu
hann þegar mál hans áttu að byrja,
komu aftur um það leyti sem vitna-
leiðslu var lokið. Nú krefjast þeir
þess að málið sé tekið fyrir að nýju
fyrir æðra dómi og halda þvi fram
að Prendergast dómari hafi ekki að
öllu leyti gætt skyldu sinnar. Það
var undir honum sjálfum komið
þvort hann leyfði þetta og hefir
hann látið eftir ósk lögmannanna
á þeim grundvelli að þetta sé ó-
venjulegt mál.
Fjórir brœður sem ekki hafa dregið sig í hlé
Vilhjálmur
Fjórir brœður í hernHm
Mynd sú sem hér birtist sýnir
fjóra íslenzka bræður, sem allir eru
komnir í herinn. Nöfn þeirra lesin
frá vinstri til hægri eru þessi:
Vilhjálmur, Bjarni, Jóhann og
Ingvi. Þeir eru synir Sveins
Eiríkssonar og konu hans Guðrún-
ar Halldórsdóttur, sem lengi bjuggu
nálægt Svold í Pembina héraði í
Bjarni
Jóhann
Ingvi
Norður Dakota. Þeir mistu móð-
ur sína ungir, en faðir þeirra lézt
fyrir fjórum árum. Fluttu þeir
feðgar til Manitoba 1903 og/settust
að úti í Grunnavatnsbygð skamt frá
Otto. Ömnntbróðir þeirra bræðra
er Halldór Friðriksson Reykjalín
að Mountain; Vilhjálmur er í 61.
herdeildinni en hinir allir í riddara-
liðinu (Strathcona HorseJ; Jóhann
er kominn á vígvöllinn á Frakk-
landi og Vilhjálmur einnig, en hin-
ir búast við að fara innan skamms.
Bræðumir eru allir einkar hraustir
og mannvænlegir menn, eins og þeir
eiga kyn til. Vilhjálmur er fæddur
14. ágúst 1890, Bjarni 25. desem-
ber 1896, Jóhann 10 marz 1898 og
Ingvi 20. ágúst 1893. Allir í Dakota.
Bróðir þeirra Valdimar Eiríksson
er bóndi að Otto.
William Preece
Fall hans á vígvelli spurðist hing-
að 20. júni. Hann hafði fallið ein-
hvern daginn frá 2.—5. júní. Ná-
kvæmari fregnir hafa ekki fengist.
William Preece var enskur í föð-
urætt, en móðirin er íslenzk og al-
inn var hann upp senr íslendingur,
eins og þau systkini hans öll tíu.
Foreldramir búa að 867 Winnipeg
Ave. hér í borg. Vinnur faðir hans
á einni skrifstofu bæjarráðsins.
William Preece var 26 ára gam-
all. Gekk hann snemma í herinn
•eftir er ófriðurinn hófst, og fór
héðan síðastliðið haust í 44. her-
deildinni. Hann er fyrstur þeirri
60 félaga úr Fyrsta lúterska söfn-
uði í Winnipeg, sem komnir eru í
herinn, til að leggja lifið í sölurnar
fyrir föðurlandið sitt. Hann var
góður maður og hjartahreinn og
hvers manns hugljúfi. Minnast
þess margir að hann kvaddi hér
söfnuð og kirkju með þvi rétt áður
en hann fór, að krjúpa við hlið
móður sinnar við altari drottins og
meðtaka sakramenti. Getið var um
kveðju-stund þá, svo og bréf hans
til móður sinnar, er hans var minst
í guðsþjónustu Fyrsta lúterska
safnaðar síðasta sunnudag. Mynd
hans, vafin sorgarblæjum, hékk á
kórstafni við hertnanna-guðsþjón-
ustuna á sunnudaginn var, þar sem
223. herdeildin var komin til tíða.
Unga hetjan hvilir í gröfinni
köldu fyrir handan hafið, en líf
hans heldur áfram í minningu þeirri,
sem vinirnir geyma, og hvetur æsk-
una fram til fórna og þjónustu.
“Oss heyrist sem hlývindar segja,
að dauðinn sé fögnuður, friður og
náð
og fegurst sé ungur að deyja.”
Vinur syrgjendanna.
Neita að berjast, dœmdir í
fangelsi.
Þrjátíu og fjórir menn frá Bret-
landi sem í stríðið fóru sem hjálp-
armenn, áttu að fara í orustu sam-
kvæmt lögum; en þeir neituðu allir.
Kváðust ekki geta vegið menn
samvizku sinnar vegna. Þeir voru
allir yfirheyrðir fyrir herrétti og
dærndir til dauða, en dóminum var
breytt í fangelsisvist.
Verzlunin í Canada.
Skýrslur ríkisins fyrir maí mán-
um bera það með sér sem hér segir.
Öll verzlun fyrir þan mánuð nam
$176,873,000, en fyrir sama mánuð
í fyrra var hún $86,023,000 og er
það meira en tvöföldun að vöxtun-
um.
Verzlunin fyrir tvo fyrstu mán-
uði fjárhagsársins, april og maí var
$284,555,000, en í fyrra, á sama
tima $145,244,000. Ástæðurnar
fyrir þessu eru margar, meðal ann-
ars sú að meira hveiti hefir verið
flutt út á þessum tíma en venjulega
gerist.
Dr. Liebknecht fundinn
sekur.
Dœmdur í 30 mánaða fangelsi.
Eins og fyr var frá sagt var Dr.
Karl Liebknecht þingmaður í
Þýzkalandi og leiðtogi jafnaðar-
manna þar kærður um landráð ný-
lega. Mál hans var dæmt 27. júni
og var hann fundinn sekur og
dæmdur í þrjátíu mánaða fangelsi.
Dóminum fylgdi það að hann
getur áfrýjað honum, en verði hann
staðfestur, sem lítill efi er á, þá
sviftir það hann lögmannsrétti og
hamlar honum frá að skipa nokkurt
opinbert embætti. Aftur á móti
heldur hann þingsæti sínu eftir sem
áður, sökum þess að hann er í það
kjörinn af þjóðinni, en honum ekki
veitt það af stjórninni.
jTilraunir voru gerðar hvað eftir
annað næstu daga eftir að dómur-
inn féll til þess að halcla ofinberar
mótmæla samkomur á helzta stræti
Berlínarborgar, sem “Undir lindi-
trjánum” heitir, en lögreglan hindr-
aði allar slíkar tilraunir.
Saskatchewan málin.
THOMAS KELLY
FUNDINN SEKUR
29. júní var lokið réttarhaldinu
í máli Thomasar Kellys. Flutti
hann langa ræðu, sem hann hafði
skrifað, áður en málið var lagt í
dóm og ásakaði þar bæði stjórnina,
lögmennina og vitnin fyrir ósvífni,
ofsóknir og ósannindi. Kvaðst hann
ekki hafa notið sanngimi við mála-
reksturinnn eða meðferð hans, og
var hinn versti í alla staði.
Synir hans tveir höfðu verið
kallaðir sem vitm og þess krafist
að þeir kæmu fram með ýms skjöl
málinu til upplýsingar, en þeir neit-
uðu þvi með öllu og varð engu tauti
við {>á komið.
Þegar málssóknum og vörnum
var lokið, báru kviðdómendur sam-
an.
Að þremur klukkutimum liðnum
komu kviðdómendur fram og heitir
sá J. B. Smith sem forsæti þeirra
skipaði. Hann lýsti þVí yfir að
Kelly væri fundinn sekur um allar
þær sakir fjórar sem um væri að
ræða, þar á meðal þjófnað, fölsun
og svik.
Kelly krafðist þess að allir kvið-
dómendur yrðu látnir segja til
hvoru megin þeir hefðu verið i mál-
inu. Voru þá lesin nöfn þeirra og
stóð upp hver fyrir sig og lýsti því
yfir að hann hefði fundið hinn á-
kærða sekan. Kviðdómurinn hafði
því verið einróma.
Kviðdómendurnir voru þessir:
J. B. Smith ökumanna formaður
Angus Mclntyre bóndi frá Rich-
mond
William Leeson bóndi frá Rosser
Albert Bailey bóndi frá Argjde
Thomas Dunn bóndi frá St. Ann
James Steele bóndi frá Giroux
j. W. Ýes bóndi frá Selkirk
W. C. Campbell bóndi frá Pigeon
Bluff
S. Carter raffræðingur frá St.
James
Nels Olson bóndi frá Balmoral
R. H. Dowse bóndi frá Springfield
Lid Halloway jámsmiður frá Bal-
moral.
Mikill meiri hluti kviðdömsins
var því úr bændaflokknum og
hafa þeir sannarlega gert skyldu
sína.
Eins og kunnugt er fóru lögmenn
Kellys í burtu í vonzku þegar þeim
var ekki leyft að draga málið á lang-
inn lengur en búið var. En daginn
sem því var lokið komu þeir aftur
og hafa það nú með höndum að
nýju, því þeir ætla að áfrýja þvi.
iÞess var óskað að dóminum væri
frestað um stund og var það veitt.
Þeim hefir miðað hægt að und-
anförnu. Frá því var sagt að þrír
ráðherrarnir og nokkrir þingmenn
sem sakir voru bornar á hefðu ver-
ið algerlega sýknaðir. Aftur á móti
voru málin enn ókláruð sem sumir
þeirra eiga í, þar á meðal er Ed-
ward' H. Devlin þingmaður fyrir
kjördæmið Kinistino; mál hans
kemur ekki fyrir fyr en í haust og
þykir málstaður hans líta illa út.
J. P. Brown skrifari og aðaltrím-
aðarmaður fyrir vegabætur var
fundinn sekur á fimtudaginn um
það að hafa dregið undir sig stórar
fjárupphæðir. Hann var dæmdur
í sjö ára fangelsi.
Stjórnin hefir ekkert gert til þess
að hindra rannsóknina að nQkkru
leyti heldur þvert á móti gert alt
sem í hennar valdi stóð til þess að
rannsóknin geti gengið sem greið-
ast og öll gögn kæmu fram. Er
það ólíkt aðferðinni í Ottawa og
gömlu aðferðinni i Manitoba.
Stjórnin var mjög áfram um það,
að sannleikurinn kæmist upp, eftir
því sem bezt verður séð, og að þeim
af þjónum hennar, ef nokkrir væru,
sem trausti hefðu brugðist, yrði
fullkomlega hegnt. Það einkenni-
lega í þessu máli er að framsóknar-
menn telja dóminn vægan, en í-
haldsmenn virðast vera á því að
hann hefði átt að vera linari
Hvernig sem málin fara sem eft-
ir eru, þá er það víst að rannsóknin
þar vestra gengur fram óhindruð
og sanngjarnlega án hlífðar.
Þinghúsbyggingarnar
Þær hafa nú verið auglýstar i
blöðunum til útboðs. Þeir sem
bjóða í þær'verða að hafa sent inn
tilboð sín fyrir 15. ágúst. Vinnan
heldur að nokkru leyti áfram þrátt
fyrir þetta.
Mannfali Breta.
Nýkomnar skýrslur frá Englandi
sýna að i maímánuði hafa 466 fall-
ið, 1080 særst og 55 horfið, eða
alls 1601. Er þá alt mannfall
Breta síðan striðið bvrjaði 27,905,
þar af hafa 8,574 fallið, 17,424
særst og 1,907 horfið.
Henry T. Champion látinn.
Hann var einn hinna elztu og
merkustu borgara þessa bæjar;
bankastjóri og fjármálamaður á
ýmsum sviðum. Hann var 69 ára
gamall. Flest fyrri daga framfara-
fyrirtæki þessa bæjar eru að ein-
hverju leyti tengd við hann, því
hann var frábærlega starfsamur
maður og skoðaði Winnipeg sem
heimili sitt er sér bæri að vemda og
prýða.
Joseph Coates látinn
Einn af atkvæðaborgurum þessa
bæjar um langan tíma var Joseph
Coates. Hann var fasteignasali,
kaupmaður og áhrifamikill stjórn-
málamaður. Hann var fyrir nokkru
fluttur vestur til Keeler í Saskat-
chewan og var komkaupmaður þar.
Þegar hann var hér gegndi hann
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir con-
servativa; þar á meðal var hann
lengi forseti ',’úbbsins i Winnipeg
og síðar í Keeler. Plann fanst ör-
endur hálfklæddur á rúminu sinu
29. júní; hafði orðið bráðkvaddur.
Hann var tiltölulega ungur maður
og sérlega framkvæmdasamur.
Ríkisstjórinn í Canada
Hann var staddur hér í Winni-
peg um helgina sem leið ásamt konu
sinni og dóttur. Eru þau á förum
héðan heim til Englands með því
,að embættistími hans er úti 1. októ-
ber í haust og annar maður skipað-
ur í hans stað. Ríkisstjórinn skoð-
aði herinn hér í bænum og opinber-
iar byggingar. Var honum fagnað
virðulega og haldnar veizlur og
samkvæmi bæði opinberlega og af
einstökum mönnum.
Sá heitir Devonshire sem við rik-
isstjóra stöðu tekur hér í haust;
lávarður heiman frá Englandi.
Or bréfum.
Sigurður kaupmaður Sigmar frx
Glenboro er fluttur hingað til bæj-
arins ásamt konu sinni og byrjaður
hér verzlun með almennar vörur.
Þegar Lögberg kom út síðast
leit illa út milli Bandaríkjanna og
Mexico. Nú hefir svo verið greitt
úr málum að vissa þykir fyrir því
að ekki verði af stríði. \'erkamenn
frá báðum löndunum héldu þing
undir forustu Samuels Gompers
verkamannaforingja og samþyktu
áskorun til stjórnanna hjá báðum
þjóðunum um það að miðla málum
og láta það ekki spyrjast að gripið
yrði til stríðs og hnefaréttar. Hvort
sem þetta hefir verið aðalástæðan
eða ekki, þá er það vist að nú lítur
friðsamlega út og þrætan verður ó-
efað útkljáð með friðsamlegum
málamiðlunum, sem betur fer.
STAKA ORT AF TVEIMUR.
Fönnin hvíta fælir grið,
frostið bitur mannlífið.
Jónas Halldórsson.
Barr frá pýtum birkivið
burtu hrýtur dauðfrosið.
Björn Lindal.
BITAR
Hallsteinn Skaftason og kona
hans fóru norður til Árborgar á
þriðjudaginn ásamt börnum sínum.
Dvelja þau þar um tima hjá A.
Reykdal kaupmanni og konu hans,
sem er systir Skaftasonar.
Fyrirlestur Dr. Guðmundar Finn-
bogasonar um viðhald íslenzks
þjóðernis í Vesturheimi, er nýlega
kominn út á kostnað Jóns Bjama-
sonar skólans. Er hann til sölu
hjá fulltrúum kirkjuþingsins og
kostar 25 cents.
Svo vel gatzt mönnum að þessupi
fyrirlestri alment að líklegt er að
þeir verði fáir sem ekki vilja eign-
ast hann. Guðmundur er einn allra
freinstu rithöfunda Islands nú á
dögum; fylgist að hjá honum fróð-
leikur, fagurt mál, fyndni og al-
þýðleiki. Eru það kostir sem fá-
um eru gefnir, en öllum nauðsyn-
legir sem við ritsmíði fást.
Munið eftir að ritið fæst hjá
kirkjuþingsmönnum og hjá J. J.
Vöpni, Box 3144, Winnipeg.
Gjörðabók kirkjuþingsins fyrir
árið 1916 er nú komin út og til sölu
hjá kirkjuþingsfulltrúum. Verðið
er aðeins 15 cents. Þéssa bók ættu
þeir allir að eiga sem fylgjast vilja
með málum kirkjufélagsins. Á
þinginu var svo margt til umræðu í
þetta skifti og svo mörg mál af-
greidd að bókin er sérlega fróðleg.
“Kellymálið er óvenjulegt mál”,
segir Prendergast dómari. Og þess
vegna ætlar hann að leyfa að það
sé tekið fyrir aftur. Kelly er
kærður um “óvenjulega” stóran
þjófnað og þess vegna bera honum
“óvenjuleg” réttindi. — Já, réttvís-
in héma!
Enginn þjófur er eins skaðlegur
og sá sem stelur frá þér kærleik-
anum. Það er þvi skýlda þín að
reka þann þjóf i burtu umsvifa-
laust—vera ekki mörg ár að hugsa
þig um það. — B. Bencdiktsson.
Árni og Bjarni voru nábúar,
báðir ungir drengir. Árni sterkur,
Bjarni kraftalitill. Þeim varð sund-
urorða og rifust nokkra stund.
Rifrildið leiddi til áfloga. “Eg
skal svei mér lumbra á þér” sagði
Ámi. Fullorðinn maður stóð þar
hjá og sagði: “Þaö er ljótt að
ráðast á þann sem er minni máttar;
það er ljótt að beita hnefarétti;
hnefaréttur er enginn rdttur.”
‘‘Það varðar mig ekkert um” svar-
aði Árni, “eg ætla að berja Bjama
og láta hann finna það að eg er
sterkari.” En fullorðni maðurinn
gekk þá að Árna og barði hann svo
að úr honum fossaði blóð.
Ámi horfði framan í manninn
pg i augum hans skein hatursbland-
in fyrirlitning. “Þú segir að hnefa-
réttur sé enginn réttur” sagöi hann.
“En var ekki þetta hnefaréttur sem
þú beittir við migr” Og samvizka
mannsins svaraði því játandi; hann
fór þegjandi í burtu.
“Kellymálið var þrefaldur stór
sigur fyrir þessa þjóð”, sagði sér;
Friðrik Hallgrimsson nýlega. “Þai
var sigur aö lögreglan náði Kell;
frá Bandaríkjunum; það var sigu
að peningar gátu ekki keypt ham
lausan, og það var sigur að hani
var fundinn sekur; þetta var sigu
fyrir stjórnina, sigur fyrir fólkii
og umfram alt sigur fyrir réttlætið.