Lögberg - 06.07.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.07.1916, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚLI 1916 iEöglmg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre**, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor I. J. VOPNI, Business Manager Utan&skrift til blaSsins: THE 00LUMBII\ PRESl, Ltd., Box 3172, Winnipeg, M*1- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Ma»- VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Farið varlega Islendingar. petta er fjárhættu- og fjárglæfraöld, og sér- staklega er það fjárglæfraland sem vér nú lifum í. Canada og Bandaríkin eru óefað með beztu löndum sem veröldin á til, en þjóðimar sem þau byggja eru á æskuskeiði — svo að segja í bemsku. Einkum þó Canadaþjóðin. Æskunni fylgir æfintýraþrá; að reyna lukk- una, freista hamingjunnar, tefla á tvær hættur, vinna eða tapa. J?að er hið þögula viðurkenda alls- herjar boðorð eða lögmál djarfrar og hugstórrar æsku. Og þetta er ekki eiunngis bundið við einstak- linginn, heldur einnig er það einkenni margra þjóða. Skipulag er þar lausara og óbundnara; hinar óákveðnu og síkviku hugsanir einstakling- anna hjá ungri þjóð mynda óteljandi öldur á þjóðarhafinu; öldur sem altaf eru í hreyfingu og því er hafið sjálft — þjóðin í heild sinni ókyrt og óstaðfast. petta einkenni þeirra þjóða sem í myndun eru dregur að sér hugi hinna ungu og laðar þá; seyðir þá til sín og heldur þeim föstum. petta hefir verið og er eitt sterkasta innflutn- inga-aflið í Vesturheimi. Á þessu ókyrra, síkvika hafi rísa hér og þar öldur, sem gnæfa yfir allar hinar, en það er eins og hinar smærri teygi einnig upp toppa sína til þess að reyna að vaxa líka og verða sem stærstar. En stærð er í ýmsu fólgin, sérstaklega þegar um mannlegar verur er að ræða. Sannminsti maðurinn í einhverju þjóðfélagi getur verið öllum öðrum stærri að vexti, og minsti líkami getur verið bústaður stærstu sálar. Hvert tímabil út af fyrir sig hefir sinn eiginn mælikvarða eða týzku, sem ákveður í hverju virki- leg stærð sé fólgin. Stundum er sá virtur mest sem lærðastur er—stærðin er fólgin í lærdómi og andlegum auði. Stundum eru það völd og háar stöður, stundum svokallaðar tignar ættir, stund- um líkamlegur styrkleikur og stundum fé eða pen- ingar. Á þessari öld í þessu landi eru svo að segja allar stærðir miðaðar við auðæfi. Ríkur maður getur hér svo að segja alt—hann er stór í allra augum hversu lítill sem hann er í raun og sannleika. “Eg vil verða stór”, “Eg ætla að gera þetta þegar eg verð stór”, “Eg get þetta þegar eg er orðinn stór”, eru orðtök unglinganna. Aðdáun að öllu stóru og lotning fyrir því er einkaeinkenni æskunnar. Og þar sem það “stækkar” menn að ná í auð- æfi—eða verða ríkur—þá er það eðlilegt að hugir margra manna og framgjamra laðist og leiðist eftir öllum fjármálabrautum. Að verða fljótt auðugur, það er hin fyrsta og efsta ósk margra, og til þess vilja þeir leggja fram alla sína krafta. pessi “stærðarþrá” hinna ungu og uppvaxandi er í eðli sínu heilbrigð og fögur. það er göfugt og drengilegt að vilja verða “stór”. allir heil- brigðir ungir menn vilja verða það og keppa að því; það er óhjákvæmilegt þroskaskilyrði að vilja verða stór. Sá sem ekkert hefir af þeirri tilfinn- ingu verður aldrei nýtur maður—að minsta kosti aldrei framkvæmdamaður. En í því efni sem öðru er lína milli hófs og óhófs; út fyrir hana má aldrei fara; þá er hætta á ferðum. Og það er einmitt í því tilliti sem nú er sér- staklega þörf á að vara menn við hættunni. Af því hinn almáttugi gullkálfur hefir aldrei átt eins marga tilbiðjendur og nú og aldrei verið eins ein- læglega og heitt tilbeðinn og nú, þá þarf að vara við því að hann ekki hlaupi með menn út fyrir takmarkalínuna. pað er heiðarlegt og mannlegt að vilja afla f jár á ráðvandan hátt; en aðeins á þann hátt. Gullöskur kálfsins hefir því miður heillað margan út á eyðimerkur sannrar óráðvendni, og svo margir hafa að undanfömu farist á þeirri eyðimörk hér í landi að vítin ættu að vera hinum til varnar. pað er því ekki óráðvendni í sambandi við auð- fýsn og auðsöfnun, sem hér átti að verða að um- talsefni, heldur óvarfærni og trúgirni, hugsunar- leysi og gönuhlaup. En hvers vegna að tala um þetta atriði nú sérstaklega? Eru nokkrar slíkar hættur hér á veginum fremur venju? mun margur spyrja. Og svarið er já—ákveðið já. Nú eru margir í f járþröng, margir sem vildu alt til vinna að geta komist ærlega yfir peninga. Fjármálakröggur og alls konar þröngir skór í þeim efnum kreppa að fleirum nú en dæmi séu til. Og það er eðlilegt að mönnum sé það áhugamál að vilja gera skóinn rýmri og þægilegri. pað er eðlilegt að nú, fremur venju, sé hlustað á allar raddir sem eitthvað því- líkt hafa að bjóða. Sjúkur maður leggur eyrað við öllu meðala- og læknatali; sá sem í fjárkröggum er verður næmur fyrir þeim orðum sem um gróðafyrirtæki falla. petta vita þeir sem hafa lagt sig eftir því að læra fjármálafræði og sálarfræði jöfnum höndum. Og það kemur ef til vill mörgum einkennilega fyrir sjónir, en þó er það satt, að viðsjálustu og áhrifamestu fjárglæframennirnir eru venjulega nákvæmir og líttskeikulir sálarfræðingar í vissum efnum, jafnvel þótt þeir hafi aldrei lesið þá fræði. peir kunna að leika á og leika með mannlegar til- finningar alveg eins og æfður spilamaður leikur með spilin sín. peir finna það út fyrst og fremst hvort sá sem þeir ætla að flá sé trúgjam eða metorðagjarn eða hégómagjam eða auðtrúa og auðleiddur. peir taka svo að segja tilfinningar hans eða lyndis- einkunnir og reyna þær eins og velæfður streng- leikari sem reynir hvem strenginn fyrir sig áður en hann leikur lagið. Og svo leika þeir “lagið” eftir því. pannig eru menn gintir og veiddir, laðaðir og leiddir út í kaup sem þeir aldrei hefðu gert ef þeir hefðu ekki verið milli svefns og vöku—hálf- dáleiddir af gullkálfsdýrkuninni annars vegar og fjárglæframanns glamrinu hins vegar. Fjárglæframaðurinn situr um þann er hann ætlar að veiða eins og fjandinn um sál eða dýra- morðinginn um saklausan fugl. Og þegar fótur- inn er einu sinni fastur í snörunni, er erfitt að los- ast úr henni aftur. Áður en í snöruna var komið var fjárglæframaðurinn heilráður vinur og bróð- urlegur jafningi; nú er hann orðinn yfirmaður með sterkan lagastaf í hendi sér; sem hann beitir óspart eða lætur beita. Mörg af þeim fyrirtækjum sem þannig er mis- beitt af einstökum óhlutvöndum mönnum eru í sjálfu sér góð og heiðarleg, en aðeins gerð að hættulegu vopni í höndum óheilla manna. Og listin sú að geta greint það í sundur hver sé einlægur og hver ekki; hvaða fyrirtæki eða gróða- stofnun sé skynsamleg og hver sé líkleg til að valda tjóni, hún er ekki öllum gefin. í því er hætt- an fólgin og vegna þess þurfa menn að fara varlega. Ein tegund fjármálastofnana er sú sem íslend- ingar í þessu landi hafa fengið að kenna á sér til stórtjóns fremur en flestar aðrar. pað eru nám- ur. pað er ekki nema rúmlega einn áratugur síð- an fjöldi íslendinga tapaði fé sínu í námufélagi; sumir miklu og sumir litlu, en afarmargir nokkru. Park River námufélagið var það kallað. Svo að segja hver vinnukona og hver daglauna- maður var beðinn að leggja fé í það fyrirtæki og fólkinu var talin trú um að þar væri um stórkost- legt gróðafyrirtæki að ræða. Bláfátækt fólk rúði sig inn að skyrtunni til þess að kaupa þar hluti. Og þegar þeir voru keyptir urðu þeir eins og þurftarfrekur ómagi—óseðjandi hít sem altaf varð að halda við og leggja fram meira og meira. Loksins var það af einhverjum ástæðum, sem þeir bezt vita er því stjómuðu að félagið var látið skifta um nafn og" samfara þeirri endurskírn var hluthöfum tilkynt að ef þeir vildu halda áfram að eiga sína gömlu hluti í þessu nýja félagi, þá yrðu þeir að leggja fram enn meira fé. Sumir gleiptu þessa flugu, fengu til láns peninga til þess að tapa ekki þessari “verðmiklu eign” og lögðu fram fé á ný; aðrir reiddust því gjörræði sem framið var og þeirri óstjóm og óráðvendni sem þeim virtist eiga sér stað og sleptu hlutum sínum og sögðu skilið við félagið. Litlu síðar varð félagið gjaldþrota og menn töpuðu stórfé. íslendingar ættu ekki að vera búnir að gleyma þessu; þeir ættu ekki að þurfa neina áminningu né aðvömn þegar um námur er að ræða, en í því skyni er þó þessi stutta grein rituð að brýna fyrir íslendingum að fara varlega og hugsa sig vel um áður en þeir festa eignir sínar í nokkrum námum. Hér í Winnipeg hefir verið stofnað félag sem verzlar með hluti í námum—selur þá og kaupir. pað er fyrsta félag hér af þeirri tegund og mun vera með svipuðu fyrirkomulagi og komkaupa- félagið, þótt það hljóti samkvæmt eðli sínu að vera að sumu leyti frábragðið. Félagið hefir skrifstofur sínar að 337 Garry stræti; heitir formaður þess J. Harvey Porter, en skrifarinn og féhirðirinn W. C. Craig. Félagið hefir til sýnis prufur af alls konar málmsteinum og sandi og gerir auðvitað alt mögu- legt sem lög leyfa til þess að fá menn til að kaupa hluti. Hér er ekkert um það sagt hvort félag þetta muni verða bænum og fylkinu til blessunar eða hið gagnstæða; tíminn sýnir það ef til vill. Hitt viljum vér einlæglega brýna fyrir íslendingum að rannsaka vel og íhuga hvað þeir eru að gera þegar þeir eru að kaupa námuhluti. Taka ekki brauðið frá munnum barna sinna og kasta því þannig út í óvissu. pað má ganga út frá því sjálfsögðu að þessi nýja stofnun starfi með ótal öflum að því að græða fé og ná inn peningum, og þótt hún beiti ekki til þess neinum ólöglegum—og jafnvel ekki neinum grunsamlegum aðferðum, þá samt mætti svo fara ac gullsótt kæmi upp meðal fólksins í sambandi við stofnunina, sem lengra gengi en góðu hófi gegndi. Einmitt nú er tími til að ræða þetta mál og benda á hætturnar. pað er of seint að byrgja brunninn, ef bamið skyldi detta ofan í hann; of seint að vara við gálausu fjárframlagi í þetta fyrirtæki, þegar féð hefir verið afhent. Stofnun þessi er að sjálfsögðu lögleg í alla staði og verður væntanlega heiðarlega stjórnað, en í námukaupum er oftast rent blint í sjóinn, þeir sem selja vita oft ekki hvers virði hlutimir eru eða náman sem þeir eru seldir í. Dr. Frank Crane segir að flest hlutakaup í námum séu fjárhættuspil, sem oftar leiði til fjár- tjóns en fjárgróða og hafi mörgum mönnum á kaldan klaka komið. Mun hann þar hafa á réttu að standa. Og sökum þess að vér erum sömu skoðunar, teljum vér oss það skylt að rita þessi orð og end- urtaka byrjunarorð greinarinnar. FARIÐ VARLEGA ÍSLENDINGAR! V ínbannslögin. Eins og við mátti búast hafa allskonar krókar og svik verið fundin í því skyni að fara í kring um vínbannslögin; og ef þau hefðu verið til fram- kvæmda og eftirlits í höndum þeirra manna sem andstæðir hefðu verið lögunum, þá er það auðsætt að þau hefðu orðið að litlu liði. En bæði hefir stjórnin sýnt það í verki að hún verndar lögin og eins hefir aðalumsjónarmaður laganna séra Mc- Lean verið stöðugt á verði síðan þau komu í gildi. Drykkjuskapur hefir minkað svo að engan hefir dreymt um aðra eins breytingu; en þrátt fyrir það hefir komið fram maður og maður sem sekur hefir orðið um brot og hafa allir slíkir menn verið hlífðarlaust sektaðir, flestir um $200, en sumir meira. pegar þannig er í strengi tekið, þá heldur það þei’m í skefjum sem annars nota öll tækifæri. til lögbrota ef hagnaður er í aðra hönd og lögunum linlega fylgt. Nýlega kom það í Ijós að hin svokölluðu heilsu- vín voru svo mikið seld eftir að lögin öðluðust gildi að menn urðu draknir af; voru t. d. tvær kon- ur teknar fastar fyrir drykkjuskap og höfðu þær báðar oröu ölvaðar af heilsuvíni, sem selt var eins og meðal. Séra McLean fór að rannsaka málið og fann það út að heljarmikil verzlun hafði verið með þessi vin síðan 1. júní. Maður einn var að byrja verzl- un með þess konar vín á Logan Ave. og ætlaði að hafa í þjónustu sinni stúlkur í rauða kross bún- ingi til þess að selja það. En séra LeLean lét rannsaka þessi vín og reyndust þau þannig að í þeim flestum var frá 12% upp í 22% áfengi. Hann hefir nú tilkynt lyfjasölum að þeir megi ekki hér eftir selja þessi heilsuvín nema eftir læknisávísan. 2>4% áfengi er það sterkasta sem selja má. Hefir lyfsölum verið gefin ein vika til þess að selja það sem þeir hafi af þessum vínum, en eftir þann tíma verða þeir lögsóttir hvenær sem þeir selja sterkari drvkk en lög leyfa. pegar þetta var ákveðið var það með samþykki dómsmálastjórans, og var frá því skýrt um leið að sama ákvæði yrði gert viðvíkjandi einkaleyfis- meðulum; verður því innan skamms bannað að selja öll einkaleyfis meðul sem hafa meira áfengi en 2yí%. Vínsölumenn eru að undirbúa heilmikla heim- sókn til stjórnarinnar í því skyni að biðja um breyting á vínbannslögunum þannig að selja megi drykki sem hafi 4þ£% áfengi í stað 2>4%. En óhætt mun vera að fullyrða að því verði neitað, enda væri sjálfsagt fyrir bindindismenn að mót- msðS því harðlega, slíkt er fyrst og fremst alveg þarflaust með öllu og í öðru lagi auðsýnilega til þess eins gert að geta hálfónýtt lögin þegar í byrjun. Nú er sigurinn fenginn og honum verður að halda framvegis, sleppa engu og gefa ekkert eftir, heldur kæra hlífðarlaust alla þá er lögbrot vilja gera atvinnu sinni og vinna jafnframt að algerðu vínsölubanni í allri Canada, og hætta ekki fyr en það er fengið. Starfsemi í þá átt hefir byrjað og látlausri hríð þarf að halda áfram þangað til það fæst. Leyndarráð Breta. f blaðinu “Tribune” birtist nýlega ritstjórnar- grein þar sem því er haldið fram að æðsti dóm- stóll Canada ætti að vera innanlands, en ekki þyrfti að senda mál vor til úrskurðar austur um haf. Er í þessu sambandi vitnað í það að tvenn lög sem afgreidd voru frá Manitobaþinginu í ár verði að fara til Englands, til þess annaðhvort að samþykkjast eða vera ógilt. Leyndarráðsdómarn- ir virðast sumir í fyrsta lagi vera óeðlilegii og ónauðsynlegir og í öðru lagi ekki sem réttlátastir stundum. Er í því tilliti bent á dóminn sem dæmd- ur var ekki alls fyrir löngu gegn Winnipegbæ og dóma þá sem ákveðið hafa undanþágu járnbraut- arfélaganna frá því að greiða skatta af eignum sínum. pað virðist einkennilegt að ekki skyldi vera leyfilegt að afgreiða vínbannslög hér í fylkinu, án hess að fá staðfestingu þeirra austur í Evrópu og eiga það jafnvel á hættu að þau yrðu feld þar. Að mega ekki hætta að drekka brennivín nema fá leyfi til þess fyrir austan Atlanzhaf. Eða að ckki skuli mega innleiða beina löggjöf án þess að það sé þar leyft; að stjórnin skuli ekki hafa vald til þess að leyfa borgurum fylkisins, kjósendum sín- um, að greiða atkvæði um sín eigin lög eða biðja stjórnina um að lögleiða viss atriði. Canadamenn eru engin flón né skrælingjar, sem verði að vera undir strangasta andlega eftir- liti einhverrar annarar þjóðar og ekki megi sleppa af hendinni við lagasmíðar né réttarfar. Canada- menn eru eins færir um að dæma dóma af sann- gimi eins og nokkur önnur þjóð. pað er ekkert óvináttu merki við England og ekkert sundrungar merki í ríkinu þótt fram sé haldið að skilnaði í þessu atriði—skilnaði í dóms- málum þannig að vér höfum frelsi til þess að ráða vorum eigin málum til lykta. Eigi vinsamlegt samband að haldast milli Canada og Englands þá verður að haga svo til að ekki sé öðru landinu misboðið; en Canada er stór- kostlega misboðið með því ef mál þess geti ekki orðið útkljáð heima fyrir. petta er meira alvörumál en margur athugar í fljótu bragði. pað er sannarlega ekki lítilfjör- legt atriði hvort ein þjóð hefir heimild til þess að útkljá sjálf sín einkamál eða hún verður að hlíta úrskurði annarar þjóðar um það sem engum virð- ist koma við nema henni sjálfri. m i THE DOMINION BANK I ■DWVXD B. WLIB, M. P„ Pna W. D. MA’ C. A. BOGEBT. Gencnl Maoa«er. Höíuðstóll borgaður og varasjóður . . $13.000,000 Allar eigiiir..................... $87.000,000 Bankastörf öll fljótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögS á aS gera skiftavinum sem þægilegust viSskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaSir eSa þeim bætt viS innstæður frá $1.00 eSa meira. tvisvar á ári—30. Júni og 31. Desember. „ 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BURGEK, Mana«er. Og það má ganga út frá því sem sjálfsögðu að hvenær sem Canadaþjóðin krefst þess að leyndarráð Breta hafi ekkert með mál hennar að gera, þá muni England fúslega gefa það eftir. pað er álits- og sjálfstæð- is skylda vor að fara fram á þao. 32. ársþing kirkjufé- lagsins. ÞaS var haldiS í Fyrstu lútersku kitkjunni í Winnipeg 22.—27. júní 1916. Nöfn fulltrúanna voru prentuð í síðasta blaði. Þessir voru embættismenn og allir endurkosnir: Séra B. B. Jónsson forseti, séra Friðrik Hall- grímsson skrifari; herra Jón J. Vopni féhirðir, séra K. K. Ólafsson varaforseti, séra Jóhann Bjarnason varaskrifari; herra Jón J. Bíldfell varaféhirðir. Sex söfnuðir sóttu um inngöngu í félagið; þeir voru þessir: Péturs- söfnuður í Norður Dakota, Sléttu- söfnuður í Vatnabygðum, Elfros söfnuður í Vatnabygðum, Poplar Park söfnuður við Poplar Park í Manitoba; Herðubreið söfnuður vestanvert við Manitobavatn, Tríni- tatis söfnuður einnig við Manitoba- vatn, eru nú söfnuðirnir 55, en voru réttir 50 í fyrra, einn hætti að starfa. I félaginu eru 6176 manns og er það 381 fleiri en í fyrra. Skuldlausar kirkjueignir félags- ins eru $130,992 eða $5,803 meiri en í fyrra. Ýms mál voru rædd á þinginu og ráðið til lykta, en með því að 'kirkju- þingstíðindin eru þegar prentuð og til sölu, þá hafa menn aðgang að því þar öllu í heild sinni. Þó skal frá því skýrt að í einu atriði var lögum Dr. Jóns Bjarna- sonar skóla breytt. Var það þann- ig að skólastjóra var gefin heimild til þess eftir ós'k nemenda eða for- eldra þeirra, séu þeir ekki myndug- ir, að veita þeim undanþágu frá því að verða að læra ísfenzku. íslenzk- an er því héreftir skyldunámsgrein eins og fyr, en með þessari undan- þágu. Ákveðið var að gefa út æfisögu Lúthers að ári í minningu um hina miklu afmælishátíð sem þá verður haldin meðal mótmælenda. Sömu- leiðis var samþykt að koma á eins mikilli kirkjulegri og þjóðlegri samvinnu milli Vestur- og Austur- íslendinga og mögulegt væri, ekki einungis í sambandi við þetta há- tíðahald, heldur einnig yfir höfuð; og ráðgert var að fá mann heiman af íslandi til þess að kenna íslenzku við skólann að vetri. Víðförlir og fróðir Landar. Tveir gestir komu á skrifstofu Lögbergs á föstudaginn var. Björn Jónsson frá Leslie hafði mætt þeim niðri í bæ og leiðbeint þeim hingað. Þeir voru sunnan frá Haywood í Wisconsin i Bandarikjunum, en hafa ferðast um ýms lönd Evrópu. Annar þeirra lieitir Thorsteinn S. Hólm ættaður frá Norðfirði á fslandi. Er hann nú bóndi í Wis- consin, á þar 40 ekrur af ágætis landi, en kom hingað norður í þeim tilgangi að skoða hér heimilisréttar lönd; hugsaði hann sér að nema land hér ef honum litist svo á og stunda búskap á báðum stöðum jöfnum höndum. Thorsteinn hefir verið í förum svo árum skiftir og talar margar tungur; þar á meðal Ens'ku, Norsku, Dönsku, Svensku og Þýzku. Heyrist það á mæli hans að hann hefir tekið keim af Norsk- unni sérstaklega, en tálar þó aðdá- anlega vel íslenzku, þegar þess er gætt að hann hefir ekkert verið með íslendingum í langan tima. Hinn maðurinn heitir Johann G. Androwson, ættaður á Skagafirði, en á nú heima að Haywood i Wisconsin eins og' Thorsteinn. Hann er gull- og silfursmiður. Jóhann var staddur á Englandi þegar stríðið hófst og hafði frá mörgu að segja í sambandi við það. Kvað hann menn hafa verið sann- færða um að það mundi ekki standa lengur yfir en 2—3 vikur í mesta lagi- Eftir nokkurn tíma á Englandi fór hann til Noregs og kom þaðan fyrir rúmum tveimur mánuðum. Hann hefir einnig verið í förum og farið víða og er því um margt fróður. Ekki var hann að Ieita að landi né atvinnu; finst honum Bandaríkin vera bezta land sem sól- in skín upp á, en leizt miður á Canada. Hafði hann aðallega sleg- ist í förina með Thorsteini, þar sem þeir voru einu íslendingarnir þar syðra. Þeir eru báðir einhleypir. Þeir félagar höfðu á orði að fara vestur til Vatnabygða, þekkja þeir þar ýmsa menn, svo sem W. H. Paulson þingmann, Grim Laxdal, Friðrik Kristjánsson og fleiri. Ýmsir erfiöleikar sagði Jóhann að væru í Noregi vegna stríðsins. Norðmenn verða að fá ýmsar vör- ur frá Englandi, t.d. blikk, en af því nota þeir afar mikið vegna hinnar miklu niðursuðu sem þar er. En nú getur þar enginn fengið blikk nema lofa því og leggja við drengskap sinn að Ckkert af því komist til Þýzkalands. Kvað hann 16 félög af 45 sem með þá vöru verzla hafa verið svift þeim rétt- indum að fá blikk sökum þess að þau væru grunuð um að flytja það til Þjóðverja á laun. Þetta kvað hann valda miklum óþægindum; auk þess sagði hann að alt væri nú afardýrt í Noregi. Allan fjölda Norðmanna kvað hann vera bandamanna megin í stríðinu, en Svía flesta Þjóðverja megin. Það var auðséð að þessir við- förlu Landar höfðu ferðast með opnum augum og fullum skilningi á því sem fyrir þá bar; og gátu þeir gert fulla grein fyrir skoðunum sín- um á ýmsum málum. Margt mættu stjórnimar hér læra af stjórninni í Noregi eftir þvi sem þeir sög’ðu. Þar á meðal þótti oss eitt atriðið mjög einkennilegt og mikilsvert. Thorsteinn kvað stjórnina þar taka peningalán fyrir 2l/2% og lána það aftur til bænda fyrir 3jú% með góðum og þægilegum kjörum. Er það allólíkt því sem hér tiðkast; en vonandi er að það lagist með tið og tima. Þegar stríðið byrjaði sögðu þeir ,að svo mikil breyting hefði orðið á ýmsu i Evrópulöndunum að tæpast væri hægt að trúa. I Noregi hefðu vörur hækkað svo í v.erði að rúg- tunnan hefði um tíma komist upp í 60 kr. Straumurinn í bankana að reyna áð ná út fé sínu var svo mik- ill að við ekkert varö ráðið. Gull eða silfur var ófáanlegt og seðlar gátu naumast heitið gjaldgildir því »allir reyndu að koma þeim i málm- peninga. Blaðið Aftenposten” í Staf- angri gat þess að aldrei hefði það borgast eins og nú, sökum þess að tneð þvi að borga hefði fólk fundið veg til þess að skifta seðlum ; var straumurinn af viðskiftavinum blaðsins inn á skrifstofu þess; allir að borga og fá á þaun hátt skift 5 kr. eða 10 kr. seðlum. Var þetta þungt vatn á mylnu blaðsins. Þá sögðu þeir aö hundruð manna hefðu streymt inn í allar búðir þar sem verzlað var með gull- og silfur- muni og keypt upp alt af því tagi fyrir seðla. Á Englandi voru menn langtum hygnari; þar var öllum bönkum lokað í fyrstu 3—4 dag- ana á meðan fólkið var að átta sig og fá jafnvægi eftir þetta óvænta tilfelli. Afar margar uppfundingar sögðu þeir félagar að þegar væru komnar fram sem bein afleiðing af stríðinu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.