Lögberg - 13.07.1916, Page 1

Lögberg - 13.07.1916, Page 1
I Peerless Bakeries Heildsöluverzlua Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. _____ C. HJALMARSON, Eigandi, 11 56-8 Ingersoll 8t. - Tals. G. 4140 ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FFMTUDAGINN 13. JÚLÍ 1916 NÚMER 28 Slgur Bandamanna heldur áfram Frakkar ná haldi svo að segja á öllum Somme dalnum og hertaka 1700 fanga á þrem dögum. Rússar fara yfir ána Stokhod og hertaka járnbrautarbœinn Dela- tyn. Bretar og Frakkar hafa tekið varnir Þjóðverja og hrakið þá 6,000 til 12,000 fet á margra tuga mílna svœði. Hertaka víggirta bæi, þar á meðal borgina Contalmaison, Troneswood og 7,500 fanga. FYLKIÐ OG BÆRINN SPARAR $4,000,000. Bandamenn halda stöðugt áfram aS vinna á öllum svæíSum. í>a8 er í frásögur fært að herdeild sú er f> jóðverjar nefna “stálliSiS” var send frá Frakklandi til þess aS veita Austurríkismönnum lið gegn Rússum. Svo hittist á aS þessi deild mætti annari Rússneskri er “járnliðið” er kölluð. Var það mitt á milli Valdimir—Volynski og Lutsk. Fylkingunum lenti saman og börö- ust þær af mestu grimd. Þegar hlé varð á reistu iÞjóðverjar upp fjöl og var málaS á hana: “Rússneska ‘járnið’ ykkar er ekki linara en ‘stálið’ okkar; en samt sem áður Skulum við sundra ykkur.” Rússar reistu upp aðra fjöl og máluðu þetta á hana: “Komið og reynið!” Stáldeildin réðst því næst á jám- liðiö aftur og urðu með þeim 42 orustur. Fn þannig lauk að Rúss- ar unnu sigur; en mikið var mann- fallið á báðar hliðar. Svo segja blöðin hér að vonleysi hafi þegar gagntekið þýzku þjóðina síðan bandamenn fóru að vinna fyr- ir alvöru. Þau segja að engu sé nú haldið leyndu fyrir fólki þar, heldur sé það varað við því að vera við öllu því versta búið; nú sé stríð- ið byrjað með allri sinni alvöru og þýzka þjóðin verði að láta sér skilj- ast það að alls konar hörmunga megi hún vænta. Rússar hafa haldið stöðugt á- fram að vinna; fóru þeir yfir ána Stokhod á sunnudaginn og varð af- arsnörp orusta á bökkum hennar, en Austurríkismenn báru lægra hlut. Sama dag hertóku Rússar járnbrautarbæinn Delatyn í Galizíu. Alls hafa Rússar hertekið 250,- 000 manns á einum mánuði, fjölda marga bæi og mikið af fallbyssum og skotfærum. Orustan stendur yf- ir á öllu svæðinu frá Riga til Baronovitch og eru það um 300 mílur. Er talið víst að nema því aðeins að Þjóðverjar geti sent lið að vestan — sem ekki þykir senni- legt — þá verði Austurríkismenn að gefast upp á öllu þessu svæði eða Á sunnudagskveldið gerðust þau tíðindi að skipi skaut upp úr sjón- um fyrir framan höfnina i Balti- more í Bandaríkjunum, og fór þar inn í lægi undir þýzku flaggi. V’ar þetta neðansjávarskip svo stórt og fullkomið að engar sögur fóru af neinu slíku fyr. Forvitni manna var ekki lit 1 og þyrptist múgur og margmenni nið- ur að höfninni til þess að skoða þetta sjótröll. Skipið heitir Deuts- chland, bygt í vor á Þýzkalandi og er fyrsta skip af stórum flota sams- konar sem skipstjóri kvað hafa v.erið smiðaðan á Þýzkalandi til þess að flytja vörur yfir heimshöf- in fram og til baka. Skipið er 1000 smál. og var þaö með 750 smálestir af dýrum litar- efnum, sem selja á í Ameríku fyrir afarfé. En ýmsir fastir litir eru það sem uppgengnir voru með öllu, því þeir ertt hvergi búnir til nema á Þýzkalandi. Skip þetta er 315 fet á lengd og 30 fet á breidd. Fór það frá Bremen 23. júní og var því 15 daga á leiðinni til Baltimore. Skipið hefir engar byssur né nein stríðsáhöld og er því aðeins kaup- far eða flutningaskip. Skipstjórinn heitir König og voru alls 30 manns innanborðs, tveir rosknir menn, en hitt alt unglingar frá 13 árum upp í 23. ára. Skipstjórinn lætur mikið yfir því hvaða þýðingu þetta hafi fyrir að minsta kosti að láta undan síga; er þá sjálfsagt að Rússar ná Lem- berg aftur. Austur í Asíu hefir gengið ver; á Föstudaginn hröktu Tyrkir Rússa 80 mílur til baka, og er það hættu- legur flótti. Ástæðan er talin sú að afarheitt er nú í Mesopotamíu og ætli Rússar að hafast við þar sem svalara sð þangað til kuldinn kemur. Á vestur kantinum hefir aðal- hríðin staðið. Þar hefir aldrei lið- ið dagur án stórorustu upp á sið- kastið og hefir bandamönnum oft- ast veitt betur; hafa þeir víða tekið skotgrafir, nokkra bæi og allmikið af byssum og skotfærum; mannfall Þjóðverja er sagt að hafi verið af- armikið og auðvitað talsvert á bandamanna hlið einnig. Fjöldi hefir verið tekinn til fanga. Er sagt að keisaranum sé ekki til setu boðið síðan bandamenn fóru að sækja svona á frá öllum hliðum, því hann þýtur á milli frá einum jaðri vígvallanna til annars. Austurrikismenn söktu fimm brezkum skipum á þriðjudaginn og fórust allir menn sem á þeim voru að undanteknum 9. Á þriðjudaginn var 'grimdaror- usta í Somme-dalnum á Frakklandi; hafði hún eiginlega staðið yfir í þrjá daga. Frakkar hafa nú tekið svo að segja allan dalinn og á tveim- ur dögum—sunnudag og mánudag —náðu þeir 1,300 föngum, en á þriðjudaginn 485 í viðbót. Rétt í þessum svifum koma greinilegri fréttir um orustuna á Frakklandi. í Somme-dalnum hafa bandamenn tekið alls 22,000 fanga, og 104 byssur. Bretar hafa tekið bæinn Contalmaison eftir grimma orustu í heilan sólarhring. Þjóðverjar hafa lagt mikið i söl- urnar til þess að halda þessum bæ, og nú tapað honum. Bretar hafa einnig tekið stórt svæði af Mametz skógunum og svo að segja allan Tones skóg. Þ.'eir hafa tekið skot- grafir Þjóðverja á 42,000 feta svæði. Rússar hafa upp til 10 júlí frá því aðal árás þeirra byrjáði þertekið 271,620 fanga, 312 byssur og 866 fyllbyssur. Þýzkaland og hver áhrif það hljóti að hafa á stríðið. Hann kveður Þjóðverja hafa fundið ráð með þessu til þess að flytja á milli allar sínar vörur og draga að sér hvað sem þeir þarfnist. Á þessu skipi ætlar hann að flytja til baka leðurliki (Rubberý og málmblending ('Nickel), en þess þarfnast Þjóöverjar helzt sem stendur. Segir skipstjóri að með þessu sé yfirráðum Engledinga á sjónum lokið og séð fyrir úrslit striðsins. Bretar neita því harðlega að þetta hafi nokkur áhrif á stríðið; segja þeir að nú sé svo vakandi auga haft á öllu frá sinni hálfu að þótt svo kynni að fara að Þjóðverjum hepn- aðist að komast fáeinar ferðir á milli á þennan hátt. þá verði það einungis stutta stund; brezki flot- inn ónýti með öllu þetta fyrirtæki. Þeir halda því fram að aðalgildi þessa afreksverks sé í því fólgið að Þ jóðverjum hafi með því hepn- ast að auglýsa hversu framkvæmd- arsamir og ráðagóðir þeir séu. Skipstjórinn sagði að þeir hefðu farið ofansjávar lengst leiðar, því með því móti gátu þeir farið hrað- ara. Alls einu sinni urðu þeir að stynga sér og fara dálítið út úr leið, því þeir sáu þá enskt herskip. Vegalengdin sem þeir fóru eru 3800 piilur og af þvi fóru þeir aðeins 90 mílur neðansjávar. Svo sagðist þeim frá að þegar þeir hefðu verið mjög lengi neðan- sjávar í senn, hefði loftið orðið slæmt; en þó aldrei hættulega. Segja þeir skipið þannig gert að það geti verið niðri í sjó fjóra sól- arhringa samfleytt. Svo hættulaust sagði skipstjóri áð væri að ferðast á svona skipi að bókstaflega væri ekkert ti.l sem gæti grandað því. Og þegar hann var að tala um ferðina lýsti hann henni með sams konar ánægju eld- móði og barn gerir þegar því hefir hepnast eitthvað sem því finst sér- lega mikið um, og svo segja frétta- ritarar að hann hafi blátt áfram grátið af fögnuði þegar hann hafi talað um þýðingu ferðarinnar. Svo sagðist honum frá að skipið hefði verið æft í tvær vikur og alla vega reynt áður en þáð lagði af stað; og aldrei kvaðst hann hafa verið i neðansjávar ferð fyr en á þeim æfingum. Þegar skipið var í enska sundinu var þar fult af herskipum; þótti skipstjóra varlegra í eitt skifti að vera eins fjarri þeim og hægt væri; hann gaf þvi þá skipun að kveldi dags í dimmu veðri að hafast við neðansjávar um stund; fóru þeir þar alla leið niður á sjávarbotn; héldu þar til um nóttina í ró og næði, en fóru svo leiðar sinnar uppi undir yfirborði sjávar þegar morgnaði. Skipstjóri kveður þessa ferð hafa sannað það að hér eftir fari flutn- ingar milli landa ekki síður neðan- sjávar en ofan og muni allar þjóð- ir taka upp þessa aðferð; hún sé miklu hættu minni; á þessu skipi kveðst hann geta flutt 1000 smá- lestir, og verð farmsins sem hann hafi meðferðis sé að minsta kosti $1,000,000 virði. Skipið kostaði $500,000 og græða þeir á þessari einu ferð alt skipsverðið, iþó ekkert væri flutt á því heim aftur. Skipið er knúið áfram af olíu- vél og sést enginn reykur frá því; þeir hafa nóga olíu til heimferðar, án þess að bæta við sig hér. Skipið hafði engan póst og enga peninga meðferðis, skipið var alveg óvátrygt Sagt var upphaflega að skipstjóri hefði skeyti frá keisaranum til Wilsons, en það segir hann ósatt vera. Skipstjóri kveður það eins auð- velt að fara heim hindrunarlaust eins og vestur. Samkvæmt hlutleys- is lögum má ekki ráðast á skip inn- an landhelgi eða þriggja mílna frá strönd; ,en þá getur skipið verið búið að stynga sér. Skipstjóri kveður skipið geta far- ið 300 fet í sjó niður, en sjaldan sé þörf á að fara dýpra en 50 fet. Það er haft eftir skipstjóranum að nægar vistir sé'u í Þýzkalandi, Belgíu; Pólland og Kúrland, og sjöunda part Frakklands sem sé í höndum Þjóðverja kvað hann að miklu leyti ræktað og uppskeru- horfur ágætar. Hvað sem leggja má upp úr því sem þessi maður segir að öðru leyti, þá er það víst að þetta er merkileg- ur víðburður og framfarir, án þess iað stríðið sé tekið til greina. Miklu meira var sagt um þetta í ensku blöðunum, en hér eru aðal- drættirnir sagðir. Drukna í Rauðánni. Hjón og tvö börn þeirra drukn- uðu i Rauðánni á sunnudaginn hjá Rosedale, sem er námubær á C.N.R. brautinni, 95 mílur fyrir norðan Calgary. Áin var straumhörð og hvolfdi báti sem þau voru á. Maðurinn var írskur að ættum, 35 ára gamall. Hjónin láta eftir sig fjögur börn munaðarlaus, öll yngri en 7 ára. Áttu sex alls og þau elztu druknuðu með þeim. Nýir ráðherrar á Eng- landi. David Lloyd George á Englandi hefir verið skipaður hermálaráð- herra í stað Kitcheners, Edward Gray utanríkis ráðherra og Derby jarl aðstoðar hermálaráðherra. Rússar og Japanar ganga í samband Á föstudaginn var undirskrifað- ur sambandssamningur milli Rússa og Japana. Fyrir hönd Rússa gerði það Sergius Sayonoff utanríkis ráðherra, en fyrir hönd Japana Ichiro Matono borón. Tilgangur samningsins er aðal- lega sagður sá að útiloka þýzka verzlun og þýzk áhrif í austurlönd- um, bæði á meðan stríðið stendur og eftir að því er lokið. 1 samningnum er það tekið fram að Rússland skuli engan þátt taka i neinu pólitísku né annars konar sambandi á móti Japan og Japan ekki á móti Rússlandi. Má vera að þetta sé heillaspor, tíminn sýnir það, en einhvern tima hefði verið litið hornauga á sam- band milli Rússa og Japana og það þótt iskyggilegt fyrir Vesturþjoð- irnar. Miljón á mánuði. Sir Herbert Aimes frá Montreal aðalformaður fyrir Þjóðræknis- sjóðinn i Canada lýsti þvi yfir 6. þ.m. þegar hann kom frá Regina og Edmonton að 19T7 þyrfti að leggja fram $1,000,00»') í*inánuði í þennan sjóð, til þess að mæta þörfum her- manna i Canada. 'Hefir þetta farið stöðugt hækkandi með mánuði hverjum síðan striðið byrjaði. Fyrstu fjóra mánuðina var það $511,000 að meðaltali á mánuði; fyrstu fjóra mjnuðina af árinu 1915 var það $237,500 að meðaltali; næstu fjóra mánuðina $231,500 og síðustu fjóra mánuðina af því ári $480,000 að meðaltali. Fyrstu fjóra mánuðina af þessu ári hafa það verið $604,000 og nú er það komið upp í $800,000 á mán- uði. Að meðaltali er álitið að það geti ekki orðið minna en $1,000,000 á mánuði árið 1917. Ofsahitar og stórviðri. Veðrið hefir verið óstöðugt að undanförnu. Fyrri part vikunnar sem leið voru ofsa hitar; milli 90 og 100 stiga, en á fimtudaginn skall á afarmikið rok með þrumum og steypiregni. Olli það talsverðum skemdum víðsvegar í Vesturland- jnu. Hús skektust á stöku stað; 2 menn dóu af áhrifum eldinga, 10 menn slösuðust í herbúðunum i Sewell, akrar skemdust víða til muna og skepnur fórust eða meidd- ust. Skemdir og slys urðu þó miklu minni en vænta heföi mátt. Miljón dalir á dag. Þess er getið annarsstaðar í blað- inu að tillag í Þjóðræknissjóöinn i Canada þyrfti að vera mil- jón dalir á mánuði eða tólf miljónir ($12,000,000) yfir árið. En stríðskostnaðurinn á landinu þar fyrir utan er nú kominn upp í miljón dali á dag eða þrjátíu mil- jónir á mánuði. Það er til samans þrjú hundruð, sjötíu og sjö miljónir dala á ári $377,000,000. Það verða um $50,00 á hvert mannsbarn í landinu eða $300 á hvert sex manna heimili. Danmörk græðir. Þegar stríðið byrjaði skuldaði Danmörk 850,000,000 króna; en svo mikið hefir ríkið grætt á stríð- inu að nú hafa verið borgaðar af því 750,000,000 kr. Kosningar í British Col- urnbia 14. Sept. Eins og kunnugt er höfðu aftur- haldsmenn náð svo föstum tökum á vesturströndinni að við síðustu .kosningar var enginn framsóknar- maður kosinn. McBride þáverandi forsætisráðherra var skömmu síðar sakaður um alls konar óstjóm og fjárdrátt; en í stað þess að hann væri formlega kærður, málið rann- sakað og hann annaðhvort dæmdur sýkn eða sekur, fór hann til Eng- lands og dvaldi þar um tima. Eftir það var hann gerður að embættismanni þar — aðalumboðs- manni fyrir British Columbia á Englandi, með $14,000 (fjórtán þúsund da1a) þóknun á ári. Er það margra manna mál á sterkum líkum bygt, að Manitobastjórnin gamla hafi verið hvít í samanburði við British Columbia stjórnina. Eftir þær ákærur allar sem fram höfðu komið í blöðunum var það hneyksli að ekki skyldi vera rann- sakað. Ef kærurnar voru sannar, þá áttu mennimir hvergi heima nema í fangelsinu, en ef þær voru lognar, áttu þeir heimtingu á að hreinsa sig af þeim. Síðan reglulegar kosningar fóru fram þar vestr^ hefir á allmörgum stöðum farið fram aukakosning og framsóknarmenn unnið þær> svo að S'egja undantekningarlaust með stórum meiri hluta. Jafnvel hefir það verið ómögulegt fyrir ráðherra- efni afturha'ldsstjórnarinnar að ná kosningu. Allar fylkiskosningar um þvert og endilangt Canadaríki, sem fram hafa farið síðastliðin tvö ár hafa hallið framsóknarmönnum stórkost- lega í vil og sýnt afturhaldinu það ótvirætt að fólkið vill ekkert hafa með það að gera lengur. Eins er talið líklegt að fari 14. september í British Columbia. Mainfall Þjóðverja og Austurríkis- manna í Júnímánuði. Síðustu skýrslur sýna að Þjóð- verjar og bandamenn þeirra hafa mist 500,000 síðastliðinn mánuð. Rússar hafa hertekið 232,000, ítalir 4,700, en.Bretar og Frakkar til samans 14,200; eða alls 251,200 fangar. Særðir og fallnir eru um 250,000 og því alls 500,000. Er það afar- mikið á einum mánuði. Bœjarbruni. Smáborg í British Columbia sem Ashcroft heitir brann svo að segja til kaldra kola fyrra miðvikudag. Eldurinn kom upp í einu húsi og breiddist svo fljótt út að við ekkert varð ráðið. Skaðinn er $3,000,000. Þýðingarmikill sigur. Aukakosningar fóru fram í Norð- ur Pearth kjörd. í Ont. 10. júlí og fóru þær þannig að F. Wellington Hay liberal þingmaður var kosinn með 573 atkvæðum fram yfir and- sækjanda sinn John A. Makins stjórnarkandidat. Við siðustu kosningar þar höfðu conservativar 1,117 atkvæði í meiri hluta, • og kjördæmið hefir verið þeirra megin frá því 19015 þangað til nú. Svo vissir þóttust liberalar um úrslit þessara kosninga að þeir höfðu svo að segja hvorki fundi né annan undirbúning undir þær. Aftur á móti voru allir beztu menn stjórnarinnar á ræðupöllum fram og aftur um alt kjördæmið um langan tima. Eitt aðalatriðið sem um var tal- að í sambandi við þessar aukakosn- ingar var ráðlag conservativa flokksins í Ottawa og stjóm hans á landinu í öllum efnum. Mest kvað þó að því hve auðsjáanlega gremju menn báru í huga sér í sambandi við hervörukaupin, fjár- drátt þann, svik og landráð, sem þar höfðu átt sér stað án þess að ’stjórnin hegndi fyrir eða legði fram ,sína krafta til þess að fullkomin rannsókn fengist. Sem sönnun þess hversu mjög Ottawa stjórninni hefir legið það á hjarta að þessi aukakosning ynn- ist má geta þess að frá þeim flokki streymdu heilar hjarðir af mælsku- mönnum og embættis til þess að að tala og telja. Er það flestra manna ætlun að þessar kosningar öllum öðrum fremur séu sá mælikvarði sem örugt megi fara eftir í spádómum um Merkilegt gróðabragð var það sem fylkisstjórnin fann uppá ný- Iega. Eins og menn vita skuldar bæði fylkið og bærinn; skuldabréf fyrir því áttu auðmenn á Englandi. Brown fjármálaráðherra fann það út að ef hægt væri að fá auðmenn í Bandaríkjunum til að kaupa þessi skuldabréf, þá mætti spara þjóðinnf miljónir dala. Hann kom því að máli við Harry C. Thompson bæj- arféhirði og stakk upp á þvi að bær- inn og fylkið reyndu þetta í félagi. Brown< fór til New York, fann auðmanninn J. P. Morgan og fékk hann til þess að kaupa veðþréfin. Winnipegbær skuldaði á Englandi $30,000,000 og 'Manitoba fylki $11,266,333,33. Morgan keypti $10,000,000 af skuldabréfum bæj- arins, en öll skuldabréf fylkisins;, eða alls tuttugu og eina og einn fjórða úr miljón. næstu sambandskosningar. Þar kemur auðvitað til greina frammistaða stjómarinnar og með því að í þetta sinn á þessum stað gafst mönnum einmitt kostur á að láta þar skoðun sína x ljósi, og dóm- urinn varð sá er skýrt hefir verið, má búast við að “stóridómur” verði engu vægari. Þégar til hans kem- ur eftir að öll gögn og gerðir hafa verið lögð fram til yfirskoðunar og úrslita. Nú er um heil tylft—eða meira —auðra sambandsþingsæta og stjórnin iþorir ekki að láta ganga -þar til kosninga, sökum þess að hún veit ósigur vísan og heldur að það ípilli fyrir þegar til aðalkosninga kemur. Er það þó hróplegt ranglæti í svokölluðu frjálsu landi að stór partur þjóðarinnar skuli þannig vera sviftur fulltrúarétti að hann hafi ekki mann á þingi. Og þegar tekið er tillit til þess hvemig sum þessi sæti losnuðu— eins og til dæmis Brandon og Lisgar þar sem Aikins og Sharpe vom— þá er hneykslið að minsta kosti tvöfalt og hver veit hversu marg- falt? Þegnskylduvinnan, skólarnir og heimilin. Eftir Hervald, Björnsson. Það hefir verið hljótt um þegn- skylduhugtakið á umliðnum árum. Menn hafa verið einstaklega þag- nxælskir um það mál þangað til síð- asta alþingi raskaði þagmælsku- rónni með þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um lögleiðing þegpskylduvinnu, samhliða alþing- iskosningum á komandi hausti. Síðan hafa nokkrar umræður orðið um málið í blöðunum og á fundum, og eins og vænta mátti, komið fram ærið andstæðar skoðanir. En það er nokkuð erfitt að ræða málið, þar sem hvorki verður bygt á hérlendri eða erlendri reynslu. Skoðanir manna eru því ekki annað en mi.s- munandi líklegir spádómar og get- gátur, eins og hver og einn getur sannfærst um með því að lesa þau skrif, sem fram hafa komið í mál- inu. Fylgjendum málsins finst það trúlegt, líklegt og sennilegt, sem andstæðendum þeirra þykir ótrú- legt, óliklegt og ósennilegt. Skyn- samleg rök verða hvorki færð mál- inu til stuðnings eða falls, fyr en það er rætt á grundvelli náskyldra mála, svo senx uppeldis og fræðslu- mála. Og í raun og veru er upp- eldishlið þegnskylduvinnunnar ekk- ert annað en ein grein á stofni mentamálanna, eða eitt ráðið enn til að þroska og göfga mannseðlið. Þ'eir, sem láta þegnskyldumálið til sín taka, og það er beinlínis skylda allra þeirra, sem á komandi hausti ætla með atkvæði sínu að hafa áhrif á úrslit málsins, verða að giæta að því, hverjar orsakir liggja til þess að málið er til orðið, og hyggja að því eftir megni, hvort þegnskylduvinnan muni vera likleg til að eyða þeim orsökum. Sköpunarsaga málsins er i sem fæstum orðum sú, að ýmsum sóma- kærum mönnum var það mikið á- hyggjuefni hve mikil óreiða til orðs og æðis væri ríkjandi með þjóð vorri. — Til þess að gera sér vel ljóst, hvað þegnskylduvinnunni er ætlað að afreka, er óhjákvæmilegt að kynna sér, hverjum augum þegn- skyldumenn líta á menningarástand Ágóðinn er í tvennu falinn. 1. Þegar skuldabréfin falla í gjalddaga áttu þau að borgast þann- ig að eitt pund sterling var talið $4,86)4 virði; en vegna stríðsins er það nú ekki nema $4,75 virði, eða 2)4% lægra og munar það allmiklu á meira en $20,000,000. 2. Samkvæmt síðustu fjárhags- áætlun eru Winnipeg skuldabréf þau sem í gjalddaga falla 1940 ekki nema 77)4% virði, en hin sem borgast eiga 1960 eru 80% virði í Englandi. Meðal verð á sams kon- ar hlutabréfum í New York er 97%, og er það því að meðaltali 20% ágóði, eða 22)4% að fyrri Iiðnum viðlögðum. Kostnaður við að koma 'þessu til leiðar nemur í allra hæsta lagi 2)4%, og er því hreinn ágóði 20% af $21,266,333,33, eða alls í ágóða $4,253,266,66 (fjórar og einn fjórði miljón dollarar). þjóðarinnar. í “Andvara” 1908 skrifar hinn góðkunni höfundur þegnskyldu- vinnunnar, Hermann Jónasson rit- höfundur, grein um málið, sem sannarlega er vert að veita athygli. Þar stendur meðal annars: “Á .síðari árum hefir fáu verið jafnoft hreyft, bæði í ræðu og riti, sem því, á hve lágu stigi vér stæðum í verk- legri kunnáttu.” “Stjórnleysi og agaleysi er á háu stigi .... Þá er og hörmung til þess að hugsa, hve óstundvísir vér erum. Það er tæp- lega í nokkru atriði, sem íslending- ar standa öðrum þjóðum meira á baki en í stundvísi. En þetta er mjög skaðlegur, þreytandi og am- lóðalegur ókostur.” Eg býst við að þeir séu fáir, sem ekki kannast við að þessi atriði séu einhver lök- ustu þjóðarmein. —Lögrétta. (Frh.). Landíarsóttin í NewYork Barnamáttleysið í New York heldur áfram að breiðast út og er mjög alvarlegt; hefir nú orðið tals- vert vart við það í fleiri borgum þar syðra og einnig í Austur Can- ada. 1300 böm í New York hafa þegar fengið veikina og þar af dá- ið 270. Læknaþing var haldið í New York i gær, til þess að ræða þetta mál og reyna að hugsa upp ráð til þess að finna bakteríu þá er veik- inni veldur. BITAR ( “Þetta er eitt af svívirðingum Skottstjórnarinnar'’ segir Heimsk. síðast. Og svívirðingin er sú að hún lét rannsaka kærur á mann sem hún hafði í þjónustu sinni og dæma hann umsvifalaust í fangelsi. ■— Já, það er ljótt á Roblinskan mæli- kvarða. Manitoba stjórnin hefir grætt fyrir þjóðina $4,253,266.66 aðeins með því að skifta um stað á skuld- um fylkis og bœjar. Þetta er verk sem vert er að minnast. Það var illa farið að hann Þor- steinn á Oak Point skyldi vera Þorkelsson en ekki Þorgeirsson; hann á son sem heitir Njáll. — Margur hefði skift um nafn af minni ástæðum. Knstinn Stefánsson var smán- aður með klíku heimsókn á sextugs- afmæli hans. Skáldin hafa vængi sem ofar fljúga þess konar rnúrum og hlýtur því að líða illa innan þeirra. Hermanna föt Breta eru mosa- lituð. Islendingar ættu að nota sér það og fá þar nýjan rnarkað; í fyrri daga var það þeirra eini litur. Heimsk. talar vel og drengilega um þá sem stóðu fyrir skotfæra kaupum og þá sem hlífiskildi halda yfir þeim. Hún talar um landráða- rnenn í ritstjórnargrein síðast, og á þar auðvitað við þá. Það er ær- legt af blaðinu að rísa upp á móti flokksmönnum sínum í þessu efni. Neðansjávartröll

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.