Lögberg - 13.07.1916, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
13. JÚLI 1916.
EKKI ER ALT SEM SÝNIST
Eftir
Charles Garvice
Hann bauð henni arm sinn, en í stað þess að fara
meö hana þangað sem mæður og heldri konur sátu,
gekk hann með henni til dyranna.
“Þér kafnið ef þér sitjið í heita og loftlausa krókn-
um. Komið þér út í svalandi loftið’’.
Hann leiddi hana út í eins konar garð, sem mynd-
abist af hvelfingum í gamla ráðhúsinu, þar sem dans-
inn fór fram. Jóan settist og andaði að sér hreina og
svalandi loftinu, sem kældi hinar blóðrauðu kinnar
hennar. Hjarta hennar sló hart—máske af áreynslu
við dansinn—en í eyrum hennar ómuðu ávalt sömu
orðin: “Eg vildi helzt að hann væri ævarandi”.
“En hvað þér eruð þugular”, sagði hann og laut
niður að henni. “Eruð þér reiðar viö mig, ungfrú
Jóan ?”
“Nei”, svaraði hún hægt.
“Það þykir mér vænt um. Eg hélt að þér væruö
mér reiöar”, sagði hann. “Eg hélt að eg hefði mis-
boðið yður með því, sem eg sagði áðan”.
Hann stóð við hlið hennar og horfði á hana, og
smátt og smátt lifnaöi sú löngun hjá honum, löngunin
til að taka hana burt frá þessum þunglyndislegu, svörtu
klettum, og frá þvi, sem er verra en þeir, frá þessum
tveimur lituðu, tilgerðarlegu systrum og föður þeirra,
sem kúgar hana—að taka hana með sér út í heiminn,
svo hann gæti séð þessi yndislegu augu skína glöð með
geislandi ánægju, og varirnar opnast með gæfuríku
brosi. Það var heimskulegur og ómögúlegur draumur,
en meðan hann stóð þama og horfði á fallega andlitið,
kom hann þó aftur og aftur.
“Vitið þér, ningfrú Jóan, að eg hefi skift um skob-
un siðan eg sá yður síðast?” spurði hann alt í einu.
“Hafið þér?”
“Já”, svaraði hann. “Eg hefi ákveðið að snúa aft-
ur til The Wold enn þá einu sinni”.
“Til að vera þar”, spuröi Jóan.
“Það get eg ekki sagt með vissu, en eg vil reyna
það. Eg ætla að láta búa út fáein herbergi—einmana
maður eins og eg er, þarf ekki mörg—og svo ætla eg
að vita hvort Deercombe er eins skemtilegur staður
og þér hafið sagt”.
“Og ef yður finst ekki skemtilegt hér, ásakið þér
líklega mig fyrir að hafa tælt yður til að setjast hér
að?” svaraði Jóan hlæjandi.
“Eg vil aldrei ásaka yður um neitt”, sagði hann
alvarlegur, “hvað sem fyrir kemur. Eg 'hefi beðið
Craddock að koma hingað á morgun snemma, og skoða
plássið ásamt mér—og—”
Hann þagnaði, eins og hann væri að hugsa um
eitthvað, og hélt svo áfram:
“Skyldi ofurstinn vilja vera með mér og ráðleggja
mér? — En leyfið mér nú að fylgja yður inn aftur”.
iÞegar Jóan kom aftur inn í salinn við hlið hans,
mættu þeim öfundaraugu úr tveim áttum, og ef augna-
tilit gæti deytt, þá hefði hún fallið dauð niður við
fætur hans. En einföld og sáklaus eins og hún var,
tók hún ekki eftir þessu, en lávaröurinn lét sér standa
á sama. En jafnframt sá hann, að hann mundi olla
henni óvináttu, ef hann tæki ekkert tillit til gestanna
og álits þeirra, og fór því með hana í krókinn hennar.
“Þenna dans skal eg dansa við einhverja aðra”,
sagði hann lágt, “en þér verðið að veita mér einn dans
áður en eg fer, ungfrú Jóan.”
Jóan sá hann ganga yfir gólfið og hneigja sig fyrir
Júlíönu, sem geislandi af gleði dansaði næsta dansinn
við hann. Svo sá hún Fitz-Símon ryðjast í gegnum
fjöldann og koma til sín. Hann athugaði hana ná-
kvæmlega gegnum augnaglerið, og bað hana svo að
veita sér þann heiður að mega dansa næsta dans við
hana. Og ekki einungis þessi hátigni herra, heldur
margir aðrir mikils metnir menn, báðu hana um dans,
svo hún átti aðeins einn dans eftir, sem hún ætlaði að
geyma Williars.
iÞað var síðla nætur, búið að neyta kveldverðar og
dansað af meiri ákafa en áður, þegar Jóan sá Williars
koma inn aftur. Hann leit í kring um sig, og þegar
hann sá hana, gekk hann beint til hennar.
“Eg kem til að biðja um dansinn minn”, sagði hann,
um leiö og hann lagði arminn um mitti hennar og
dansaði af stað. “Nú”, sagöi hann lágt, “eruð þér
ánægðar ungfrú Jóan?”
“Ánægð?” endurtók hún.
“Já, þér ættuð að vera það. Hafið þék ekki hlotið
það sem metnaður kvenna þráir mest? Eruð þér ekki
drotning danssamkomunnar?”
“Hvernig déttur yður í hug að segja slíkt”, svaraði
Jóan ásakandi.
“Það er hreinn sannleikur”, sagði hann, “eg hefi
tekið eftir hinum vaxandi sigri yðar, og ekki eg einn,
en allar gömlu konurnar, svo eg ekki nefni þær ungu,
hafa veitt sigurvinningum yðar atljygli. Ef þér viljið
spyrja mennina, sem standa við dyrnar, hverri stúlku
hafi verið mestur heiður sýndur, munu þeir allir svara,
ungfrú Ormsby”.
Jóan hló. Hún var laus við allan hégóma og áleit
þetta vera smjaður, sem í rauninni var hreinn sann-
leikur.
“Hvers vegna eruð þér að gera gaman að mér?”
sagði hún og brosti til hans. “Haldiö þér að eg sé
svo heimsk, að eg þékki ekki spaug frá alvöru? —
En við skulum ekki tala núna—mér þykir svo gaman
að hljóðfæraslættinum sem dansaö er eftir—og þetta
er síðasti dansinn”.
“Síðasti dansinn”, endurtók hann lágt, og laut svo
langt niður að hún fann andardrátt hans í hárinu.
“Ungfrú Jóan, haldið þér að eg tali spaug eða alvöru
þegar eg segi yður að þetta sé gæfuríkasti og ógæfu-
ríkasti dagur æfi minnar?”
“Getur maður verið gæfuríkur og ógæfurikur á
sömu stundu?" spurði hún.
“Ó, hvernig getið þér spurt?” muldraði hann.
“Hvað þér þekkið lítið hugsanir annara. Hvað þér
þekkiö litið yðar eigin hugsanir. En, eg á ekki að
tala—á eg,”
“Nei”, sagði hún, “ekki enn þá”. Og svo slepti
hún sér út í augnabliks hugsanina.
Þ'etta var síðasti dansinn — máske sá síðasti sem
hún nokkru sinni dansaði við hann—og án þess að vita
það, var hún nær því að skilja, að maður getur veriö
gæfuríkur og ógæfuríkur á sömu stundu. Fyrir
hálfri stundu siðan hafði lávarður Williars ætlað að
fara burt, og aldrei aftur að sjá þessa fögru persónu,
hverrar sakleysi og hreinskilnislega traust hafði heillað
hann. En—rödd hins góða engils hafði ekki fengið
aðsetur í huga hans, og hinn vondi engill, sem i hon-
um bjó var ráðandi.
“Nú er alt búið”, sagði Jóan, þegar gestimir hlæj-
andi og masandi fóru til búningsklefanna.
“Já”, sagði hann, “nú er alt búið”. Þessi orð
geymdu þá þýðingu sem að eins hann skildi. “Þetta
hefir verið indælt kveld, ungfrú Jóan”.
Æ, já”, svaraði hún og stundi, “en hvað það hefir
liðið fljótt”.
Hvert orð sem hún sagði, kom hjarta hans til að
slá hraðara og sendi hinn góða engil lengra og lengra
burt frá honum.
“Ætli þér fáið ekki bráðum sams konar kveld ?”
“Nei”, svaraði hún, “líklega aldrei aftur”.
“Menn ættu aldrei að segja aldrei”, svaraöi hann.
“Menn vita ekki hvað fyrir getur komið. Þér getiö
fengið mikið af slíkri ánægju. Eg er enginn spá-
maöur, en því þori eg næstum að spá”. — Svo laut
hann niður og hvíslaði: “Ungfrú Jóan, viljið þér
gefa mér gjöf ?”
“Eg?” svaraði hún og leit á hann gráu augunum
sínum. “Hvaða gjöf get eg gefið yður?”
“Þetta hefir veriö gæfuríkt kveld fyrir mig—eins
og eg hefi þegar sagt yður—og mig langar til að eiga
eitthvaö, sem minnir mig á það. — Viljið þér gefa mér
rauða blómið sem þér berið ?”
Jóan leit undan með óvissum kviða í augum sínum.
“Bið eg yður um of mikiö ?” hvíslaði hann. “Eruð
þér reið? Þér skuluð ekki gefa mér það ef yöur er
það nauðugt —”
“Hvaö ætlið þér að gera við það?” spurði hún og
reyndi að hlæja. “Þáð er orðið nærri þvi visiö”.
“Mér stendur það á sama. Eg vil heldur hafa það
nú, fyrst þér hafiö borið það, heldur en —”
Hann þagnaði, þvi hún sneri sér að honum með
enn kvíðavænlegri svip en áður.
“Eg á við, að eg met það eins mikils þó það sé visiö.
Gefið mér það”.
Með skjálfandi hendi tók Jóan blómið frá brjósti
sínu. Hún tók ekki eftir því að hann stóð þannig
fyrir framan hana, áð enginn gat séð hvað hún geröi.
“Þama er þaö”, sagði hún og rétti honum það.
“Vesalings blómið. Þaö hefir ekki átt neitt gæfuríkt
kveld”.
“Ekki átt neitt gæfuríkt kveld—og þó báruð þér
þaö”, svaraði hann og reyndi að tala glaðlega. “Ó,
þökk fyrir, þökk fyrir”. Hann geymdi það nákvæm-
lega í innri vasa.
“Komdu, Jóan”, sagði ofurstinn, sem kom til
þeirra. “Hvar er yfirhöfnin þín? — Hvar búið þér,
Williars? 1 Royal, býst eg við. Gott, eg heimsæki
yður á morgun. Við sleppum yður ekki strax aftur”.
“Það er engin hætta á feröum með það”, svaraði
hann rólegur. En þér skuluð ekki ómaka yður til
hótelsins. Mig langar til að biðja yður og ungu stúlk-
urnar að koma til The Wold á morgun, til þess að
gefa mér leiðbeiningar. Mig langar til að fá nokkur
herbergi gerð íbúðar hæf”.
“Nú, það eru góðar nýjungar. Það skal vera mér
ánægja að koma, og eg er viss um að það gleöur
Júlíönu og Emmelinu líka — er það ekki, stúlkur
minar ?”
“Jú, jú, mikil ánægja”, sögðu báðar í einú.
“Þökk fyrir”, sagði lávaröurinn rólega. “Og eg
vona að ungfrú Jóan komi líka?”
“Hum —” sagði ofurstinn. “Hum—já, en eg er
hræddur um að ungfrú Jóan langi ekki til að taka
þátt í slíkri heimsókn”.
“Ungfrú Jóan er of alúðleg til að vilja neita mér
um hjálp sína”, svaraði Williars í skipandi róm—hve
ólíkt, hugsaði Jóan, hans lágu og hvíslandi rödd áðan.
“Þér komið, er það ekki, ungfrú Jóan?” Og þegar
hann, litlu seinna, lagði kveldkápuna á azlir hennar
hvíslaði hann: “Segið þér já”.
Jóan hlýddi og svaraði lágt: “Já”.
VI. KAPÍTULI.
Barnið úr sorprœsinum.
Elías Craddock hafði ekki eingöngu skrifstofu sína
í borginni, en hanri bjó þar líka. Þáð voru mjög fáir
sem bjuggu þarna í borginni, og á kveldin, litlu fyrir
náttmálin, var þessi deild svo auð og yfirgefin, að
menn gátu hæglega séð kettina hlaupa yfir götuna.
Craddock bjó þarna í borginni af þvi hann vildi
helzt vera í nánd við skrifstofu sína, og þótti værit um
kyrðina á kveldin. Skrifstofan hans var í dimmu, litlu
skoti við Fenchurchgötuna, og þarna bjó maðurinn sem
Jóan hafði séð læðast út úr The Wold, ef það má heita
að búa, að dvelja í einu herbergi, sem notaö var fyrir
svefnherbergi, dagstofu og forstofu. Craddock var
málafærslumaður, en hann breytti sjaldnast samkvæmt
lögunum. I rauninni var Elías Craddock peninga-
’lánari.
Það var auövitað ekki alment þekt, að hann var
peningalánari. Flestir, og þar á meðal lávarður Arrow-
field, álitu hann vera sérlyndan nirfil, sem kaus að
lifa í litlu og dimmu herbergi uppi yfir skrifstofu
sinni, af því hann kunni bezt við það, og af því að
loftið þar—eða loftskorturinn—áttu bezt við hann.
Kveld nokkurt—tveim kveldum áður en dansinn í
Redstaple átti fram að fara—sat Craddock í stólnum
sinum í skrifstofunni. Við og við leit liann á gamla
klukku, sem hékk á veggnum og hallaðist með undar-
lega hásum hengilslögum, þegar klukka þessi var tíu,
stóð hann upp af stólnum er hann heyrði barið að
dyrum. Ungur maður kom inn.
Það var hár, grannur, ungur og laglegur maður með
svart hár og svart yfirskegg. Augun svört og gljá-
andi, sem litu um alt herbergið um leiö og hann kom
inn.
“Réttum einum tima of seint”, sagði Craddock,
“réttum einum tima. Hvers vegna kemur þú of seint?"
“Eg borðaði dagverð annarsstaðar”.
“Borðaðir dagverð annarsstaðar. Þú hefir tima
til þess. Þú borðar dagverð annarsstaðar á hverjum
degi, klæddur sem oflátungur. Hum—mig skyldi ekki
undra þó þú hefðir gleymt þvi, að eg tók þig upp úr
sorpræsinu þama —” hann benti út á Fenchurch-
götuna — “og eg hefi gert þig að manni”.
“Það er engin ástæða til að gleyma því”, svaraði
ungi maðurinn reiöilaust, “þvi þér minnið mig alt af
svo vingjarnlega á það”.
“Sorpræsis barn, sem seldi brennisteins-spýtur”,
drundi í Craddock.
“Eldspýtur”, leiörétti ungi maðurinn. “En það er
það sama. Segið mér nú hvað þér viljið mér?”
Hann laut niður og tók upp pappírssnepil, siem lá
fyrir framan ofninn. Það var reikningur frá hótel-
eigandanum í Deercombe.
“Deercombe”, sagði hann og leit á gamla manninn.
“Deer—ó, nú man eg 'þaö—það er eign lávarðar
Arfowfield—nei, það er satt, það er nú ekki lengur
hans eign. Hver erfði hann ? — Ó, nú man eg það —
lávarður Williars”.
Gamli maðurinn leit til hans meö aðdáun og kvak-
hlátri.
“Gott, stórkostlegt. Ágætt minni—gleymir aldrei
neinu. Það var eitt af því fyrsta, sem eg kendi þér,
Royce. Og eg hefi kent þér alt—er það ekki? Já, eg
hefi verið niður frá í The Wold i Deercombe. 'Mjög
fallegt pláss, Royce—og peningar—peningar”. Hann
lyfti upp höndum sínum. “Nærri því tvær miljónir.”
“Svo mikið”.
“Já, og—og Williars á þetta alt”.
“Þér eigið liklega ekki við að það sé mögulegt að
ná peningunum frá honum?” spurði Royce hlæjandi
um leið og hann sneri sér við og leit til hans. “Lávarð-
ur Williars. Ef að nokkur maður þekkir heiminn, þá
gerir hann það—of vel fyrir okkur Craddock. Reiðið
yður á að hann mun halda utan um miljónirnar sínar.”
“Þey”, svaraði Craddock, um leiö og hann staul-
aðist til dyranna og læsti þeim með lyklinum. “Talaðu
ekki svona hátt, Royce. Gamla, lymska ráðskonan
heyrir betur en hún segist gera. Þú átt við að hann
gæti vel miljónanna sinna? Það er eg ekki viss um”.
VII. KAPÍTULI.
Tvírœtt viðfangsefni.
Royce sneri sér við og horfði fast á gamla
Craddock, sem laut niður að ofninum.
“Eg er alls ekki viss um að Williars' geti haldið í
sínar tvær miiljónir, Royce”, endurtók Craddock, “nei,
eg er alls ekki viss um það”.
“The Wold er ekki erfðaóðal, er það?”
“Sko, sko”, sagði Craddock, um leið og hann í
sigurhróss róm tautaði til klukkunnar. “Þá það er
maður fyrir þig—hann kemur ekki með óþarfa spurn-
ingar. Hann snýr sér beint að efninu. Það er rétt,
Royce, alveg rétt Mordaunt, drengurinn minn. The
Wold er ekki erfðaóðal. Gamli lávarðurinn gat gert
við það hvað sem hann vildi, hann réði yfir hverjum
þumlungi þess og hverjum eyri af peningum sínum.
Hann gat arfleitt mig—ef hann hefði viljað”.
“En í þess stað arfleiddi hann Stuart Williars”,
sagði Mordaunt Royce. “Þér skrifuðuð sjálfur erfða-
skrána, var það ekki?”
“Jú, það gerði eg”, sagði Craddock, “og það var
mjög góð erfðaskrá”.
“Þar sem alt-VSr heimilað Williars?” sagði Royce.
“Nú, jæja — það er líklega enginn sem mótmælir
erf Saskránni ?”
“Ekki enn þá”, svaraði Craddock. “Taktu nú eftir
því, sem eg ætla að segja. Það eru tvær miljónir
peninga sem hér er um að ræða. Lávarður Arrowfield,
sem lifði einn út af fyrir sig, var yfirburða ríkur og
skuldlaus. Hvern átti hann að arfleiða ? Að svo miklu
leyti sem menn vissu, var Williars næsti ættingi
hans—og við hann átti hann í þrætum og var óvinur
hans. Þetta er fyrsta atriöið, sem vert er að taka
eftir, Royce. Það var ekki almenningi kunnugt að
Arrowfield var giftur. Hann gifti sig stúlku sem neð-
ar stóð í metorðastiganum en hann—til að hefna sin
á annari stúlku sem hafði svikið hann, að sagt er.
Þetta var honum líkt. Nú—Honum og konu hans kom
ekki saman, þau skildu, Royce—en áður höfðu þau
eignast dóttur. Þetta er annaö atriðið”.
“Jæja”, sagði Royce og kinkaði kolli.
“En greifainnan dó og það er gizkað á að dóttirin
hafi dáið líka, en engin hefir séð hana deyja, og eng-
inn hefir verið með aö jarösetja hana. Hann var ekki
viöstaddur jarðarför konu sinnar og hann var ekki
heldur við jaröarför dóttur sinnar—ef hún á annaö
borð hefir verið jarðsett. Það hefir einhver sagt hon-
um að þær væru báðar dauðar, og hann hefir trúað
því, af því hann vildi trúa því”.
“Svo þér haldið að dóttir hans sé á lífi”, sagði
Royce.
“Nei”, svaraði Craddock, “eg held að hún sé dauð
nú, en eg held að hún hafi ekki dáið þegar hann hélt
að hún hefði gert það—og hafi hún ekki dáið þá, getur
margt hafa konrið fyrir. Hún getur hafa eignast barn,-
og ef það er tilfelliö, þá er það barn að minsta kosti,
ef það er lifandi, hinn réttmæti erfingi að The Wold
og peningunum, en ekki Stuart Williars. Stuttu áður
en gamli lávarðurinn dó, gerði hann mér boð að finna
sig. Það var áríöandi erindi, og þá var hann í The
Wold. Eg hefði fariö þangað, hefði eg getaö, en eg
var þá þjáður af gigt og gat ekki hrært mig. Þegar
eg loks var fær um að fara þangaö, var gamli maöur-
inn flúinn burt aftur. Eg skrifaði honum og bauðst
til aö fara hvert sem hann vildi, en hann kvaðst hafa
getað gengið frá áformi sínu án minnar hjálpar, svo
eg þyrfti ekki að ómaka mig. Og, Royce—hvert var
þetta áform? Hann vildi skrifa nýja erfðaskrá”.
Royce var dálítiö efandi. “Jú, það var það sem hann
vildi. Hvemig eg get vitaö það? Eg gat þess til af
breytni hins gamla manns. Hann hafði ekki í mörg
ár komið til The Wold, og hann hafði ekki í mörg ár
nefnt nafn konu sinnar. — Og hvað gerði hann nú,
þegar hann kom til The Wold ? Hann lokaði sig inni
í bókhlöðunni, svaf í herbergjunum sem hann og kona
hans voru vön að nota, flutti myndina hennar úr
myndasafninu og reisti hana upp á stóli fyrir framan
sig, svo hann gæti ávalt horft á hana, og—festu það í
minni, Royce—hann semur alt í einu skjal, er tveir
af þjónunum skrifa undir sem vitni”.
“Þétta er nú allgóö saga”, sagði Royce brosandi,
“en það er alt saman getgátur og eru þess vegna verð-
lausar. Mér er næst geði aö halda, að hann hafi enga
nýja erfðaskrá samið”.
“Þá skjátlar þér að þessu sinni, “Royce”, sagði
Craddock sigri hrósandi, “Því hann hefir gert það.
Nú er það engin ágizkun, því hann hefir skrifað
Stuart Williars og sagt honum, að hann fengi engan
arf, og að hann hefði arfleitt þann að öllum eignum
sínum, sem ætti réttmæta kröfu til þeirra. Eg hefi
sjálfur séð bréfið. Stuart Williars las það fyrir mig
fyrir nokkrum dögum á hjallanum hjá |The Wold”.
Svörtu augun hans Royce geisluðu.
“Hafið þér verið þar—”
“Til að líta eftir seinni erfðaskránni sem lávarður-
inn samdi, þegar nann var þar síöast, erfðaskránni,
sem hann skrifaði meðan hann hafði mynd konu sinn-
ar gagnvart sér”.
“En þér hafiö líklega ekkert fundið i The Wold?”
spurði Royce.
“Nei, eg fann ekkert. Eg leitaði nákvæmlega í
allri bókhlöðunni. Húsið hefir verið lokað síöan lá-
varðurinn fór, og enginn komið inn i það”.
“Til hagsmuna fyrir hvern er þessi síðari erfða-
skrá samin ?”
“Ó”, stundi gamli maðurinn, “ef eg aöeins vissi
það”.
“Þér vitiö þá alls ekkert um það?” spuröi Royce.
“Ekki hið allra minsta”, svaraði Craddock. “Greifa-
innan átti dóttur, á því er enginn efi, og það er líka
eflaust að hún dó. Aö þvi er dótturina snertir, halda
menn að hún sé dáin —”
“En á því er nokkur efi ?”
“Já”, sagði gamli maðurinn. “Eg held að hún hafi
lifað, að hún hafi gifzt og átt barn, sem nú er eigandi
alls þessa auðs—en hvar er hún?”
“Veit enginn neitt um hana?”
“Ekki hið allra minsta. Hún hvarf algerlega eins
og—eins og hún hefði verið skuggi”, sagði Craddock.
“Já, þetta er erfitt viðfangsefni með tveim hliöum”,
sagði Royce hlæjandi. Að finna seinni erfðaskrá lá-
varðarins, og að finna persónuna sem arfinn á að
hljóta. Flestum mun finnast þetta viðfangsefni erfitt”,
bætti hann við.
“En það gerir þú ekki, Royce, ekki þú”, sagði
gamli maðurinn og greip í hand'legg hans. “Þér
veitist það ekki erfitt—fyrir þig eru það engin vand-
ræði, þú ert svo klókur. Og eg hefi kent þér vel, er
það ekki ? Og hugsaðu um alla þá peninga sem á þessu
má græða. Þúsundir. Við gerum samninga við þann,
sem erfðaskráin er samin fyrir, eða við Williars sjálf-
an------það má gera það á einn eða annan hátt------”
“Ef að þér hafið erfðaskrána, og sá sem lávarö-
urinn hefir eftirskilið peningana”, sagði Royce eins
og í draumi og horfði í eldinn, á meðan hann með
löngu, hvítu fingrunum sínum sló takt á hnéð.
“Þú hugsar um eitthvað, Royce”, sagöi gamli mað
urinn skrækróma. “Þú hugsar um eitthvað—þaö veit
eg. Þú ert nú þegar að byggja áform—er það ekki?
Eg vissi að þú mundir ráða fram úr þessu”.
I '’ngi maðurinn tók upp úrið sitt, sem hékk í ljótri
en verðmikilli gullfesti.
“Nú verð eg að fara”, sagði hann rólegur, án þess
að gefa smjaðri gamla mannsins nokkurn gaum. “Lá-
varður Dewsbury hefir samsæti og væntir komu nrinn-
ar”.
“Hum”, sagði Craddock og horfði á hann aðdáun-
araugum, en jafnframt óþolinmóðum. “Og nú ætlar
þú að eyöa kveldinu hjá lávarði og fleiri aðalsmönn-
um, og þú verður jafn hnarreistur og þeir, þrætir við
þá og vinnur af þeim peninga—er það ekki.Royce?
Og þú klappar á axlir þeirra, kallar þá “Dewsbury”
og “Pontelere”, og þeir taka því ekki illa, eru heldur
upp með sér að vera vinir svo hyggins, laglegs og að-
laðandi manns eins og Mordaunt Royce. En, ham-
ingjan góða, hve undrandi mundu þeir ekki verða ef
eg kæmi skyndilega inn, og segði rólega og vingjarn-
lega: “Herrar minir, þenna unga mann hefi eg tekið
upp úr sorpræsinu, hann seldi einu sinni eldspýtur á
götunni—hvaða álit hafið þé*r á mér sem kennara?”
— Þeir mundu verða alveg hissa—helduröu það ekki,
Royce ?”
“Jú, auövitað”, sagði ungi maðurinn kuldalega og
kæruleysislega og reyndi að brosa. “En það gæti líka
skeð að þeir yrðu alls ekki hissa; slíkir viðburöir koma
fyrir daglega. — Veriö þér sælir”.
Hann hneigði sig og gekk hratt út úr herberginu.
Royce hélt áfram unz hann kom til Pall Mall. Hann
nam staðar við norðurhliðina á hinni skrautlegu bygg-
itigu og tók í bjöllustrenginn. Þjónn í einkennisbún-
ingi opnaði dyrnar, hneigöi sig kurteislega og tók á
móti hatti og frakka Royce, sem gekk svo upp stigann
eins og hann væri gagnkunnugur í húsinu. Hann opn-
aði dymar á fyrsta lofti og gekk inn í skrautlegt her-
bergi, þar sem sex menn sátu reykjandi. Sumir
þeirra voru að spila við ferkantað borð.
“Þarna er hann”, sagði einhver. “Kom þú hingað,
Royce”.
“Komdu hingað og leystu mig af hólmi”, sagði
ljóshærður, bláeygður,, ungur maður, sem sat við
spilaboröiö. “Komdu og seztu á stólinn minn, þá get-
ur skeð aö hepnin taki aðra stefnu—þessir menn vinna
alt frá mér”.
Sá sem talaði var undirgreifi Bertie Dewsbury,
sem fyrir fávun árum hafði erft nafnbót, lausafé og
fasteignir—fasteignimar sem Craddock langaði til að
ná í—og sem á stuttum tíma höfðu sannað orðtækið,
auðurinn hefir vængi. Royce gekk til hans og lagöi
hendi sina á herðar honum, ungi maðurinn leit upp til
hans með alúðlegri vinsemd og bamslegri gleði yfir
að sjá hann, viðmót sem við lá að Royce metti mikils.
“Komið og takið mitt pláss, góði vinur. Yður
hlýtur að vera kalt, frakkaermamar yöar eru votar.
Færðu hr. Royce ögn af víni”, sagði hann við þjóninn.
“Verið þér kyr”, sagði Royce og þrýsti honum vin-
gjamlega ofan í sætið. “Eg skal spi'la með yöur móti
Pontclere, ef hann vill”.
Lávarður Pontclere var ungur maður, með rudda-
lega andlitsdrætti og illhryssingslegum svip, hann kink-
aði kolli þverúðlega.
^ARKET JJOTEL
Við sölutorgið og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
Fumiture
Overland
FUIXKOMIIÍ KEXSIjA VEUTT
BRJEFASKREFTTM
—.___ —og öðrum—
VERZIiUNARFRÆÐIGREINUlI
$7.50
A heimlll yCar ge'~’tn rér kent yB«r
og börnum yBar- 'eB pðstl:—
A8 skrlfa gðt luslness" bréf.
Almenn lög. Atlglýsingar.
Stafsetnlng o réttrltun.
Otiend orBatl '<»kt
Um ábyrgBlr og télOg.
Innheimtu meB pöstl.
Analytical Study.
Skrlft. Tmsar reglur.
Card Indexing. Ccpytng.
Fllinr Invoicing. Prðfarkalestur.
Peasar og flelri n&msgralnar kend-
ar. FylllB inn nafn yBar t eyBurnar
aB neBan og ffl.18 meiri uppiyaingar
KLIPPIÐ t STJNDUR HJBR
Metropolltan Buslneas Instltata,
604-7 Avenue Blk., Wlnaipeg.
Herrar, — SendlB mér uppltsingar
um fullkomna kenslu meB pðstl
nefndum n&msgrelnum. J>aB er k-
•killB aB eg sð ekkl skyldur U1 aB
gera neina samninga.
Nafn __________________________
Heimili ____________________
StaBa ___________________
Hvor segir satt?
Sir Sam Hughes sagði nýlega í
ræðu sem hann flutti fyrir liðsfor-
ingjum á “Carling Heights” í On-
tario:
“Þér verðið að læra að nota
byssu. Það er bráðnauðsynlegt að
kunna vel að fara með hana. Neil
Smith herforingi, gamall vinur
minn í 186. deildinni og eg sjálfur
gátum tekið bysisu hvor um sig og
farið í skotgrafir. Það var óhætt
að senda 40 vopnaöa menn á móti
okkur, og eg skal ábyrgjast að þeir
gátu ekki hæft okkur. Þannig ætt-
uð þér að læra að beita byssum.
Mjög margar kvartanir hafa borist
mér til eyrna um “Ross” byssurn-
ar. Þér verðið að gera það bezta
til þess að skapa traust hjá mönn-
um yðar á vopnunum. Ekkert er
til sem eyðileggur eins hugrekki
hermannsins og það að hann treyst-
ir ekki vopnum sínum. Eg vcit með
vissu að bjóðverjar eru á bak við
hreyfinguna á móti Ross byssunum.
Þœr eru góð vopn.”
Þannig farast Sam Hughes orð.
En R. Pearce, sem ávann sér C.
M.D. (Canadian Medal of Distinc-
tionj í liðinu héðan við Ypres og
sem hér er nú staddur skrifar sem
hér segir:
“Eg leyfi mér að skýra frá þvi
að eg var á Frakklandi og í Fland-
ern í tvo mánuði og sá f jölda marga
Canadamenn á þeim tíma, og sér-
staklega kyntist eg Ross byssunum.
Mín reynsla á þeim er þessi: Við
Ypres og einnig við Givenchi hefi
eg séð það hvaö eftir annað að
Canadamenn hafa kastað frá sér
Ross byssunum og sagt að þær væru
alveg ónýtar. Hafa þeir siðan kom-
ið til ensku deildanna sem næstar
voru og fengið byssur hjá þeim;
og létum við þá altaf fá þær þegar
vér gátum.
(Til að segja sannleikann þá voru
í fyrra haust í september stórar
hrúgur af Ross byssum hjá St.
Jean; þær lágu í gömlum og auð-
um skotgröfum, og hvorki vér
sjálfir né Þ jóðverjar vildum líta við
þeim. Eg sá byssurnar þar sjálfur,
og þegar eg bað um leyfi til að
kama með þær, þá var mér sagt að
enginn vildi þær, þvi þær væru
ónýtar byssur í þetta stríð, þar sem
ekki væri hægt að skjóta þeim
nógu fljótt og þær færu svo oft í
baklás. Þetta kemur yður ef
itil vill í skilning um það bvaða álit
þeir hafa á Ross byssunum sem í
striði hafa verið.”
■Hermenn sem heim eru komnir
úr stríðinu hafa einnig sagt frá því
að ekki einungis séu menn vorir
óánægðir með Ross byssumar og
vilji heldúr Lee-Enfield tegundina,
þeldur blátt áfram heimti þeir þá
síðamefndu.
Það er deginum ljósara að hér
rekast vitnisburðir hvor á annan.
En vér teljum víst að brezka stjóm-
in beiti heillavænlegustum ráðum,
og afsegi að stuðla að ástæðulausu
mannfalli með því að láta menn
nota skotfæri, sem ekki eru hæf til
þess að berjast með.”
Þýtt úr “Tribune” 3. júlí