Lögberg - 13.07.1916, Síða 8

Lögberg - 13.07.1916, Síða 8
8 LuixBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLI 1916. The Swan Manufacturing Co. Býr til hinar velþektu súgræmur “Swan Weather Strips.” Gerir viS allskonar húsgögn. Leysir af hendi ýmiskonar trésmlíiar. Sérstök athygli veitt flugnavírsgluggum, hur?5- um og sólbyrgjum. Vinnustofa að 676 Sargent Ave. Talsími Sherbr. 494 HALLDOR METHXT SALEMS Or bænum Iþróttir á Islendinga- deginum Listi af íþróttum [Sp>orts] sem þreytt verða á Is- lendingadaginn undir reglum A. A. U, of C. STANDARD EVENTS FOR POINTS 1. ioo yard Dash. 2. One Mile Run. 3. Running Broad Jump. 4. Putting 16 lb. Shot. 5. Low Hurdles. 120 yd. 6. 220 yard Run. 7. Hop, Step and Jump. 8. Half Mile Run. 9. Running High Jump. 10. Discus. 11. Standing Broad Jump. 12. Pole Vault. 13. Five Mile Rtm. 14. Mile Run. 15. Icelandic Wrestling (íor belt). Þessi "»port»“ eru fyiir alla Islendirge. Medaliur gefnar eins og áður. Sá sem hæðsta vinninga fær tekur einnig Hanson bikarinn stóra ryrirárið. Glímur verÖa al-íslenzkar undir glímureglum íþróttafélags Islands. Þátttakendur geta fengið eyðublöð hjá undirskrifuðum, einn- ig hjá H, Axford, 223. herdaild; Capt. J. B. Skaptason, 108. herdeild; Lieut. Leifur Oddson; 197. herdeild. Eyðuhlöðin verða að vera útfylt á vanalegan hátt og komin i hendur ritara íþróttanefndarinnar fyrir 15. Júlí næstk. ásamt 25c fyrir hverja íþrótt sem þátttakandi vill keppaum Einnig verða vanaleg hlaup fyrir drengi og stúlkur, karla og konur. Góð verðlaun gefin. LADIES BASEBALL Stálkur ! Spyrjið hann Arinbjörn Bardal um Ladies Ðaseball. Hann gefur ykkur allar upplýsingar. KAÐAL-TOG á milli hermanna og borgara, 7 á hlið. Hverjir ætli hafi betut? Allar frekari upplýsingar gefur S. D. B. STEPHANSON Ritari Iþrótta-nefnda; innar 729 SHERBROOKE ST„ P.O.Box 3171, WINNIPEG i I ISLENDINGA-DAGURINN I WYNYARD. SASK. Ræðumenn: Minni íslands................Séra Rögnvaldur Pétursson Minni Canada..............Lögfr. Hjálmar A. Bergmann Minni Vestur-fslendinga..........Próf. Th. Thorvaldson. Skáld: Minni íslands.................Dr. Sig. Júl. Jóhannesson Minni Canada..................J?orsteinn p. porsteinsson Minni Vestur-íslendinga..............Einar P. Jónsson. fþróttir margvíslegar, svo sem glímur, hlaup, stökk, sund (ef hægt verður) o.s.frv., og verða verðlaun gefin sig- urvegurunum í hverri íþrótt. — Lúðrasveitin spilar öðru hvoru. Dans að kveldinu. Hnappur með mynd af Vilhjálmi Stefánssyni verður til sölu. Sýnið íslenzku þjóðerni ræktarsemi með því að sækja vel hátíðina 2. ágúst. NOTIÐ ROYAL CROWN SAPU; hún er bezt. SafniS Royal Crown miðum og nöfnum. Eignist fallega nytsama muni kostnaöar- laust. Ef þú ert ekki þegar byrjaður aS safna miSum, þá byrjaðu tafarlaust. Þú verSur forviSa á því hversu fljótt þú getur safnaS nógu miklu til þess aS afla ágæts hlutar. Einhvers sem mikils er virSi. Royal Crown munir eru úr bezta efni. Þeir eru valdir meS mikilli varfærni. Þeir eru margs konar; eitthvaS sem v'el kemur sér fyrir alla. NAID f NÝJA VERÐLISTANN OKRAR. ÞaS kostar ekkert nema aSeins aS biSja umi hann. Ef þú sendir bréf eSa póstspjald, þá færSu hann meS næsta pósti og borgaS undir hann, Allir mtrnir sem eru auglýstir eSa sýndir fyrir fyrsta maí 1916 eru nú teknir af listanum. Þegar þú velur einhvern hlut, þá v'ertu viss um aS velja eftir nýja listanum. Áritan: THE ROYAL CROWN SOAPS Limited PREMIUM DEPARTMENT - WINNIPEG, MAN. Séra B. B. Jónsson fór vestur til Argyle í vikunni sem leið og dvaldi þar tvo daga hjá Kristjáni bróSur sínum og öðrum vinum. Dr. Sveinn E. Björnson flutti al- farinn norður til Gimli á föstudag- inn var. Ætlar hann aS setjast þar aS sem læknir og byrja þar meðala- búð. Gimlimenn voru lánsamir aS fá hann, því hann verSur óefaS samvizkusamur og góður læknir. Lögberg óskar honum til hamingju. Húsfrú G. J. Goodmundson og yngsta dóttir hennar GuSrún fóru vestur til VatnabygSa 29. júní og verða þar um mánaðartima. MeS þeim fór vestur Arthur, sonur B. Péturssonar kaupmanns, til móður- bróður síns Jóns Jóhannessonar. Páll GuSmundsson póstmeistari frá Mary Hill kom til bæjarins fyrra miðvikudag; var hann aB koma með veikt barn sem hann á til Dr. Jóns Stefánssonar. MikiS sagði hann aS þornað hefSi þar síð- an hitarnir konu og útlit því hiS bezta. H. Hjálmarson, sem áSur var í Churchbridge, Sask., er nú fluttur til Bredenbury. G. J. Goodmundson að 696 Sim- coe stræti, hefir verið gerður að túlk fyrir íslendinga á innflutn- ingastofu Bandaríkjanna hér i bænum, í Tribune byggingunni á horninu á Graham og Smith stræta. Allir þeir sem suður þurfa að fara héðan og ekki eru góðir í málinu geta snúið sér til hans í því efni að fúlka og skýra fyrir sig það sem þeir þurfa. Húsfrú P. Péturson (kaupm.) og dóttir þeirra María fóru suður til Gardar í Norður Dakota 30. júní. Maria dvelur þar um tima, en móðir hennar kom aftur núna i vikunni. Með þeim fór suður Adalia Goodmundson og dvelur þar í skólafríinu. Miðvikudaginn, 5. júlí, voru þau Oddur Ólafsson, frá íslendinga- fljóti, og Lína Bowman, frá Gun- ton, Man., gefin saman í hjóna- band af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Séra Rúnólfur Marteinsson kom fyrra þriðjudag norðan frá íslend- ingafljóti, þar sem fjölskylda hans er í sumar. Föstudaginn 7. júlí voru þau Kristinn Sveinsson Goodman og Rosie Alice Forister bæði frá Cold Springs, Man. gefin saman i hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að 493 Lipton St. Laugardaginn 8. júlí voru þau Earl Edward Davidson og Anna Kjartansson, bæði frá Amarauth, Man. gefin saman i hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton stræti. Húsfrú Jakobína Johnson ('kona Stefáns prentara Lögbergs) kom vestan frá Kyrrahafsströnd á mánu daginn ásamt tveimur bömum þeirra hjóna. Hún hefir verið í Blaine nálega tvö ár. Útlit cr miklu glæsiiegra þar á ströndinni nú en i fyrra: afli hefir verið ágætur og vinna nægileg. Veðrátta hefir ver- ið i langkaldasta lagi; en liðan manna yfir höfuð góð. Séra Hjörtur J. Leo prédikar í Skjaldborg á sunnudaginn kl. 7 síðdegis1. Matthías ísleifsson frá Vestfold var á ferðinni hér í bænum á þriðjudaginn. Hann er kominn heimann frá íslandi fyrir 2 árum. Nýlega málaði Þ'. Þ. Þorsteins- son mynd af Njáli Þorkelssyni hermanni frá Oak Point. Er hann þar í herklæðunum mosalituðu og nær myndin niður fyrir beltisstað. Á bak við hann er sýndur nokkur hluti af æskustöðvum hans; akur með stóru eikartré' og skógi í fjar- sýn, sem ber við himinn; er sá staður á bújörð föður Njáls, Þor- steins Þorkelssonar að Oak Point. Kristján J. Austmann kom til bæjarins á þriðjudaginn austan frá Ottawa, þar sem hann hefir verið við skotæfingar. Austmann var veikur um tíma af hálsbólgu og lá á hospítali í 11 daga, en er nú orð- inn allhress aftur. Þeir sem kaupa vilja sams konar myndir hjá Þ. Þ. Þorsteinssyni sem lýst var í blaðinu fyrir skömmu og hann hefir nú selt, ættu að finna Þorstein, því til þess fer langur timi að mála þess konar mynd. Eg hefi nú nægar byrgðir af “granite” legsteinunum “góðu” stöðugt við hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur. A. S. Bardal. Séra B. B. Jónsson, kona hans °g yngri böm fóru vestur til Kanda har á föstudaginn. Dvelja þau þar um tveggja vikna tíma hjá tengdafólki sínu. Séra Björn á þar bæði bróður og systur. Hann bað Lögberg að geta þess að ef eitthvað sérstakt kæmi fyrir þann- ig að sín væri brýn þörf, þvrfti ekki annað en finna Dr. B. J. Jirands'on og mundi hann tafarlaust koma til sín skeytum. íslendingadags nefndin í Wyn- yard hefir þegar ráðstafað flestu, til undirbúings hátíðabaldsins ann- an ágúst. Annarsstaðar í blaðinu geta menn lesið nöfn þeirra er fyr- ir minnum mæla o.s.frv. — Nefnd- in hefir leitast við að vanda sem bezt til hátiðarhaldsins, og vonar að f jölmenni verði meira en nokkru sinni fyr. Asgeir I. Blöndahl, skrifari nefndarinnar. LTm Sölvason frá Westboume sem getið var í síðasta blaði að hefði særst hefir ekkert frézt síðan. Faðir hans, Sigurður Sölvason, símaði ritstjóra Lögbergs á þriðjudaginn og kvaðst hafa feng- ið tilkynningu um það að sonur sinn hefði týnst i striðinu. Hafði hann verið með Preece í orustunni sem hann féll í og telur faðir hans ekki ólíklegt að hann hafi einnig fallið. Samt er engin vissa fyrir því, og vonandi að það sé ekki. Bjarni bóndi Þórðarson frá Leslie kom til bæjarins í vikunni sem leið. Hefir hann ekki komið til Winnipeg í 20 ár og fanst því bærinn orðinn allbreyttur síðan. — Bjami ætlaði suður til Pembina að finna Gunnar Gunnarsson og fleiri fornkunningja. Þaðan fer hann út að Manitobavatni að finna tvo bræður sina. Sigurður Sigfússon bóndi frá Oak View var á ferð í bænum fyrir helgina og dvaldi hér i nokkra daga. Hann kvað helztu fréttir þaðan að utan vera þær að fluga væri með allra vers'ta móti i ár. Skepnur þjáðst af henni svo mjög að þær fitna ekld cg kýr mjólka miklu minna en ella. Að þessu leyti veldur flugan stórtjóni. Jónas Hall, faðir Steingríms Hall hljómfræðings var á ferð í bænum um helgina. Hann bjóst hálfpartinn við að skreppa vestur til Wjmyard. íslendingadagsnefndin hefir látið búa til hnappa fyrir hátiðina. Er á þeim mynd af Vilhjálmi Stefáns- syni; íslenzki fáninn nýi og enski fáninn. Á hnöppunum er þessi á- ritan: “Islendingadagurinn annan ágúst 1916”. Þess skal getið til leiðbeiningar að nefndir sem standa fyrir ís- lenzku hátíðahaldi 2. ágúst hvar sem er í Vesturheimi geta fengið þessa hnappa keypta með innkaups verði, og þarf í þvi efni ekki annað en skrifa A. P. Johannssyni að 796 Victor stræti. Vel ætti það við að þessir hnappar væru sem viðast keyptir þar sem íslendingar eiga heima. Þeir eru minningarmerki um Vilhjálm Stefánsson, þótt lítið sé, og þannig úr garði gert að allir geta eignast. Séra Rúnólfur Marteinsson fór út til Langruth og annara staða vestan Manitobavatns í gær. Hann ætlar að ferðast um .þær bygðir i erindum fyrir Jóns Bjarnasonar skólann og býst við að verða í þeirri ferð 1—h vikur. Björn Björnsson, sem hér átti heima lengi, en verið hefir vestur við Elfros um tíma, hefir nú tekið að sér stöðu viö viðarsölu í Asquith i Saskatchewan. Bæring Hallgrímsson frá Argyle og Jcona hans voru hér á ferð á þriðjudaginn. Þau komu norðan frá Gimli; höfðu farið þangað fyrir helgina. Bæring kvaðst aldrei hafa komið til Nýja íslands fyr, og er hann þó einn hinna allra elztu land- námsmanna hér. Töluvert sagði hann að bleytur hefðu seinkað jarö- argróðri í Argyle og mundi spretta vera 1—viku seinni nú en í fyrra. Ef nú kæmu stöðugir hit- ar kvað hann þó vera gott útlit, annars miður. Vfsabotnar. “Áin Blanda upp á land ýtti að vanda sandi og klaka” þjóð til handa gerði grand, gautum randa drekti án saka. S. G. Gíslason. Býlum strandar gerir grand, gereyðandi handartaka. Daníel Sigurðsson. Annað vísu-upphafið sem Jón Einarsson tilfærði í greininni “Botnverpingar” hefir verið botnað. Jónas Eyvindsson kendi Christjáni Ólafs’syni visuna alla, en ekki veit hann hver botnað hefir. Visan er svona: Sútum þrútin auðgrund er úti í hrútakofa. Stútungs bútinn skjálfhent sker skútyrt klútavofa. Þétta er ágætur botn, hver sem hann hefir gert. — Ritstj. Gjafir til “Betel”. Frá Hallson kvenfélagi .. $15.00 - ónefndri konu, Ivanhoe Minn..................$5-00 Með þakklæti til gefendanna. J. Jóhannesson, féhirðir. 675 McDermot Ave. Leiðrétting við síðustu gjafir til Betel, i stað- inn fyrir Gísli Anderson, á að vera Mr. og Mrs. Skúli Anderson. Frést hefir að Einar Sigurðsson áð Butze í Alberta hafi andast að heimili sinu 26. júní og verið jarð- aður þann 28. s.m. Hann var 48 ára gamall, fæddur á Islandi. Hann var bróðir ögmundar Sigurðssonar klæðaskera hér í bænum. Séra Bjami Þórarinsson kom til bæjarins á laugardaginn og dvaldi hér fram yfir helgina. Hann dvel- ur á Gimli í sumar með fjölskyldti sína. Séra Bjami gifti hjón hér á laugardaginn; þau heita Jón Sig- urðsson og Margrét Baldvinson frá Beckville. Nýlega er látinn úr barnaveiki 6 ára gamall drengur hjá Guðmundi Fjeldsted á Gimli og konu hans. Drengurinn hét Einar. Langt er komið undirbúningi undir íslendingadaginn. Verðlaun verða betri en nokkru sinni fyr og iþróttir sérlega margbreyttar. Skáld og ræðumenn hefir hepnast að fá meðal þeirra allra beztu sem hér er völ á, og sérstaklega nýja menn, sem marga hlýtur að fýsa að heyra. Sökum þess að konur hafa fengið atkvæði I Manitoba verður flutt ræða og kvæði af konu á þessari hátíð. Ræðuna flytur hin alkunna mentamær Steinunn Stefánsson. Verið er að vinna að því að allir islenzkir hermenn sem hér eru, fái leyfi til þess að sækja hátíðina — munu þeir að minsta kosti vera um 500, ef ekki fleiri og er líklegt að margan fýsi að sjá þennan hóp; enda verður það, ef til vill síðasta tækifæri fyrir suma að sjá þá áður en þeir fara austur. Skemtiför fyrir heimkomna, særða hermenn, sem “Jóns Sigurðs- sonar” félagið ætlaði að halda mán- uðinn sem leið, en varð að fresta sökum óhagstæðs veðurs, verður haldið, ef veður leyfir, siðdegis í dag ffimtudag) í Assiniboine skemtigarðinum. Bifreiðarnar sem flytja drengina þangað leggja af stað frá I.O.D.E. heilsuhælinu og McKenzie hermanna hospitalinu kl. 5 síðdegis. Allar félagskonur eru beðnar að mæta og vera í Assiniboine skemti- garðinum hér um bil kl. 5.30 eða eins nálægt því og þær geta. Guðsþjónustur sunnudaginn 16. júlí 1916: (1) Kristnes kl. 11 f.h. /2J Elfros kl. 2 e.h. (3) Walhalla skóla kl. 4 e.h. (4) Leslie kl. 7 e.h. Allir velkomnir. H. Sigmar. Jón Sigvaldason frá Islendinga- fljóti kom til bæjarins á þriðjudag- inn. Hann var að skila af sér manntalsskýrslunum. Jón sagði grassprettu ágæta þar norður frá, en bleytur miklar og meira illgresi en nokkur dæmi séu til. Sömuleið- is sagði hann að smáfluga væri svo mikil að sjaldan hefði verið eins. Húsfrú Petrina Olafson frá Mary Hill ásamt tveimur börnum sínum hefir dvalið hér i bænum í viku tíma; hún fór heim aftur i dag. Húsfrú Ólafsson var að leita læíkninga fyrir barn sitt hjá Dr. B. J. Brandson. Jón Sigurðsson frá Vidi kom til bæjarins á miðvikudaginn; var að afhenda manntalsskýrslur. Dr. Jón Stefánsson fór vestur til Argyle á laugardaginn og dvelur þar hjá föður sínum, frændum og vinum þangað til á mánudag. Thorsteinn Bergmann fór út til Westbourne á föstudaginn var og kom aftur á laugardaginn. Hann var að fara þangað með átta ára gamla dóttur sina, sem Ólafía heitir og er tekin í fóstur af Einari Tómassyni. J. J. Vopni ráðsmaður Lögbergs fór vestur til Argyle á þriðjudag- inn og dvelur þar nokkra daga. Mánudaginn 10. þ.m. voru þau Þórvaldur Baldwin frá Stoughton, Sask., sonur Baldvins Benedikts- sonar hér í bæ, og Emily Arína Oddleifsson, dóttir Gests Oddleifs- vonar í Haga við Árborg, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton stræti. Góð herbergi eru til leigu að 624 Victor stræti, hvort sem er með húsgögnum eða án þeirra. Rider Haggard í ‘Winnipeg. Enska söguskáldið fræga, Rider Haggard kemur til Winnipeg i dag ('fimtudag) og dvelur hér þangað til á sunnudaginn. Er búist við að mikið verði um dýrðir. HVAÐ TEKUR VIÐ? Vonar bliða sól um síð sálar þýðir drauminn út þá liða árin fríð öll í tíðar strauminn. FJÓLA. Bak við hólinn kjarrið kól kulda gjólan ærðist alblá fjóla undan sól ein í skjóli bærðist. J.G. G. Hermennirnir i Borden herbúð- unum í Ontario gerðu uppreist á mánudaginn. Kváðu þeir sér mis- boðið með illu viðurværi og harð- rétti og kföföust bóta. Urðu her- völdin að kalla aðrar deildir til þess að bæla uppþotið niður. Sagt er þó að engir hafa særst hættulega, en fjöldi manna var tekinn fastur og verða þeir yfirheyrðir fyrir herrétti. Tvær stúlkur druknuðu í White- fnud ánni 7 mílur fyrir vestan Gladstone í Manitoba á mánudag- inn var. önnur hét Florence Sly og hin Doris McCorriston. Höfðu verið að baða sig í ánni, en farið of langt. Fallegur vituisburður. E. F. B. Johnston lögmaður sem mikið var talað um hér i sambandi við ráðherramálin sælu, flutti ræðu á skemtisamkomu í Markham í Ontario á laugardaginn. Talaði hann þar um afreksverk Bordenstjórnarinnar síðan hún kom til valda. Meðal annars fór- ust honum orö á þessa leið: “Saga Bordenstjórnarinnar síðan stríðið byrjaði verður rituð í þrem- ur orðum, og þau eru þessi: Fjár- dráttur, mútur og nefndir. Ógæfan er sú að stjórnin lætur öll sin ^törf snúast um sjálfa sig, hugsar um ekkert nema sjálfa sig. Þrjú “Eg” stjóma henni. Fyrst er Sir Thomas White, sem segir í verki: “Eg veit alt”, þar næst er Borden sem segir i verki: "Eg er maður- inn sem verð að hafa mig hægan og gæta þess að lenda ekki í nein- um deilum af því eg er þróttlaus ('spineless). Og loksins kemur Sam Hughes sem segir í verki: "Hg er alt, alt annað en eg er einskis virði.” Johnston sagði að Borden væri gjörsneiddur öllum þrótti og ó- mögulegur til þess að halda upp rétti lands og þjóðar sinnar á þeim timum, þegar landið þarfnaðist at- kvæðamikils Ieiðtoga. Lundi skóli nr. 587 Riverton, veitir tveim kennurum, sem æskja þess, atvinnu næsta vetur frá 15. september til 15. desember 1916, og frá 1. janúar til 30. júní 1917; kenslutimi því níu mánuðir. Lægri kenslustofan útheimtir kennara með “3rd Class professional cer- tificate”. Hærri kenslustofan “2nd class professional certificate” Listhafendur segi í tilboðum sin- um hvaða kaup þeir vilji hafa, mentastig og æfingu í kenslu. Tilboðum veitir undirritaður móttöku til 10. ágúst næstkomandi. Icelandic River P.O., 10. júli 1916. Jón Sigvaldason, Sec. Treas. NDrsK-Ameriska Linan Nýtízku gufuskip sigla frá New York sem segir: "Bergensfjord”, 5. Agúst. "Kristiansfjord” 26. Ágúst. "Bergensfjord” 16. Sept. “Kristianiafjord” 7. Okt. NorÖvesturlands farþegar geta ferÖast með Burlington og Baltimore og Ohio járnbrautum. Fftrbrjfif tra Is- landi cru seld til hvaða staða sem er í Bandaríkjunum og Canada. — Snúið yður til HOBE & CO., G.N.W.A. 123 S. 3rd Street, Minneapolis, eÖa H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. Sameinaður fundur verður haldinn í Bændafélaginu og Kornyrkjumanna félaginu í Geysi- hyg®> verður haldinn aö Geysir Jlall, laugardaginn 15. júlí. Til umræðu verður stofnun bún- aðarfélags og fleira. S. Sigfússon verður á fundinum og gefur upplýsingar. Áríðandi að allir sem pantað hafa bindaratvinna fyrir milligöngu Akuryrkjufélags- ins sæki fundinn og sem flestir aðr- ir. Fyrir hönd félaganna. Bjarni Jóhannsson, ritari Bændafélagsins, Valdimar Sigvaldason ritari Akuryrkjufélagsins. pakkarávarp. Við undirrituð urðum fyrir óvæntri heimsókn þann 18. júni síðastl. iÞá komu heim til okkar þessir: ‘Húsfrú Elísabet J. Sigurd- son„ herra Halldór B. Johson og hr. Friörik H. Reykjalín, og færðu okkur að gjöf $63.85 frá íslend- ingum í Blaine, Wash. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf vottum við okkar innilegasta þakk- læti. Elis G. Thomsen Guðbjörg Thomsen. Blaine, Wash., 3. júlí 1916. Verið er að prenta nýja ljóðabók sem “Hagalagðar” nefsist. Hún er eftir gamla konu vestur á Kyrra- hafsströnd sem Júliana Jónsdóttir heitir. Kvæðin eru einstaklega al- þýðleg, heiibrigð og vel ort. Er mjög líklegt að bókin hljóti a'lmenn- ingshylli þegar hún kemur út. Hér em tekin upp fjögur erindi. ORT ÁRIÐ 1877. Var að greiða mér og fann hvítt hár í höföi mér. Kvöldsól hinsta kembir roða, kallar þreytta værðar til; fönn má nýja i fjöllum skoða, fer að hausta — það eg skil; hærur mér í höfði boða að hallar lífs míns timabil. Áður vóx eg vors í ljóma, vonir minar áttu slkjól, fanst mér alt í fegurð ljóma, fögur vermdi morgunsól, en árás þungra urðardóma æsku minnar birtu fól. Timinn græðir gömlu sárin, glaða lund eg hefi átt, komist eg á elliárin ætla eg mér að hlæja dátt; þá munu æsku þornuð tárin, þá verður jarpa hárið grátt. ÁHRIF SÖNGSINS. Hreimsætt strengir hörpu gjalla, hjartans djúpi stignir frá, töfra blíðir tónar kalla, tekur brjósti að létta þá, hljóms á öldum sálin svífur solli og glaumi heimsins fjær, harmaboða háa klýfur, himinsælu lyftist nær. Júlíana Jónsdóttir. ATVINNA. Klæðaskerar, handsaumarar og snyrtimenn (finishers) geta fengið atvinnu við að sauma kvennaföt, yfirhafnir og annan klæðnað. Hæsta kaup, og stöð- ug vinna. Leitið upplýsinga hjá THE FAULTLESS LADIES’ WEAR CO., Lt., Cor. McDermot and Lydia Sts. H. EMERY, hornl Notre Damo og Gertle ns. TAIiS. GAHRY 48 ÆtHÖ þér aö flytja yöur? Ef yBur er ant um aö húsbúnaBur yöar skem-mist ekki I flutnlnru- um, þð. flnnlö oss. Vér leggjum ■érstaklega stund & þá lönaöar- rreln og úbyrrJumst aO þér rerB- 10 ftnægö. Kol og vlBur seH Isegsta verBl. Bagrage and Bxpresa Öryggishnífar mfetv skerptir RAZO Ef þér er ant um að fá góða brýnslu, þá höfum við sérstaklega gott tækifæri að brýna fyrir þig rakhnífa og skæri. “Gilett’s” «r- yggisblöð eru endurbrýnd og "Dsrp- lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöð 2ðc. tylftina. Ef rakhníf- ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur sýna þér hversu auðvelt það er að raka þegar vér höfum endurbrýnt blöðin. — Einföld blöð einnig iög- uð og bætt. — Einnig brýnum við skæri fyrir lOc.—75c. The Razor & Sliear Sharpeníng Co. 4. lofti, 614 Ðuildera Exchange Grinding Dpt. 333£ Portage Ave., Winnipeg Bezta tegund ISRJÓMA í pundsstykkjum til sölu virka daga og helga hjá WHALEYS LYFJABÚÐ Phone 9he*-br. 258 og 1130 Horni Sargent Ave. og Agnes St. Ef eitthvað gengur að úrinu þínu þá er þér langbezt a8 aeada það til hans G. Thomas. Haua er í Bardals byggingunni og þú trúa því að úrín kasta eúibelgB- um í höndunum á honum. Málverk. f [“Pastel og olíumálverk] af mönnum og landslagi býr tilog selur með sanngjörnu verði. Þorsteian Þ. Þorsteinsson, 732 McQe* St. Tals. G. 4997 Tilboð óskast til að plœgja 35 til 50 ekrur á \ section af landi sem er 6 mflur fyrir vestan Gimli. Borgun út í hönd þegar verkinu er lokið. Tilboðum veitt móttaka af undirrituðum. M. KATZ, 91 Lusted St., - Winnipog TILBOÐUM um að kenna við Hnausa skóla nr. 588 verður veitt móttaka þar til 20. þ. m. Kensla á að byrja 1. sept. Umsækjendur tiltaki kaup er þeir æskja, sömu- leiðis hvað þeir hafi lengi kent og einnig hvaða “certificate” þeir hafa Skrifið: B. Marteinsson, Sec. Treas. Hnausa P.O., Man. KENNARA vantar við Fram- nes skóla nr. 1293, í fjóra mánuði, frá 1. sept n. k. og lengur ef um semur. Umsækjendur tiltaki menta- stig, æfingu við kenslu og kaup, sem óskað er eftir. Undirritaður veitir tilboðum móttöku. Pramnes, Man., 29. júni 1916. Jón Jónsson. KENNARA vantar fyrir Geysir skóla nr. 776, fyrir sjö mánuði. Kenslutímabil frá 1. okt. 1916 til 30 júní 1917. Tilboðum er tilgreina kaup, æfingu og mentastig, verður veitt móttaka af undirrituðum til 10. ágúst 1916. Th. J. Pálsson, Sec. Treas Árborg, Man.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.