Lögberg - 27.07.1916, Side 6

Lögberg - 27.07.1916, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚLl 1916. Frá Shakespears-hátíð- inni. 25. maí stóö þessi smágrein í heimsblaSinu “Tímes”.: “1 minningu Shakespeare’s. ísland, hiö foma óöal Sögunnar og EdduljóSanna, hefir eigi heldur gleymt aS heiSra þriggja alda af- mæli Shakespeare’s. Hin merkasta kveðjusending þaSan er kvæði und- ir forn-íslenzkum bragarhætti eftir landsins elzta núlifandi skáld, Matthías Jockumsson, sem er við- urkendur um öll NorSurlönd sem göfugasti túlkur hinna fomnorrænu bókmenta. Þrátt fyrir háan aldur og nokkurn lasleika i vetur, bætti hann viS hina klassisku þýöingu sína af Hamlet o. fl. sorgarleikjum Shakespears, og samdi hann fyrir “minnis-bókina”, kvæSi, hér um bil 200 línur, til lofs og dýrSar Shake- speare og landi voru. Sakir óreglu og ruglings á póstskipaferöum, hef- ir bréf skáldsins eigi borist oss fyr en nú nýlega; skal þó kviSa hans bráöum sjást á prenti með þýSingu Gallancz prófesors sjálfs, þess manns, er í riti sínu: “Hamlet á íslenzku” gaf þýöandanum makleg lofsyrSi. KvæSi hins íslenzka skálds fylgdi bréf fuft af heillaósk- um til Englands í tilefni Sh. hátíð- arinnar. HiS hlýja bréf endar á oröunum: GuS blessi gamla England. —ísafold. Hadda-Padda. Enginn finnur heppilegt nafn bókum sínum nema sá sem er virki- legt skáld. ÞaS er partur af list- inni. Einkennilegra nafn hefir ekkert íslenzkt skáldverk en Hadda Padda. Nafniö hugsaöist skáldinu á þessu andans afkvæmi sínu eins og hér segir: Stúlka heitir Hrafnhild- ur og er gælunafn hennar Hadda. (Þegar hún er komung er hún og ungur piltur ástfanginn hvort í ööru. Þau leika eitt sinn hend- ingaleik; kasta þau á milli sín krystalli og segja um leið orö er hitt á aö “botna” eða koma með sam- stæðu við; t. d. segir annað: óska- og hitt segir: steinn; annað segir: lík-, hitt segir kista o.s.frv. ■ Loksins segir pilturinn: Hadda- hún tók ekki strax eftir hreknum, heldur greip krystalinn og stamar: padda. Þá hló pilturinn dátt og sagði að héöan af skyldi hún heita Hadda Padda og pilturinn gaf henni fyrsta kossinn i nafnfesti. Annars er efni leiksins það sem hér segir. Tveir námsmenn hafa verið miklir vinir í skóla. Annar heitir Skúli og verður síðar bæjar- fógeti; hinn verður sýslumaður í sveit. Þessir menn halda jafnan vjnáttu eftir að þeir eru orðnir embættis- men. Kona sýslumanns heitir Anna, en dætur þeirra Hrafnhildur og Kristrún. Hrafnhildur á fóstm sem Rannveig heitir, en sonarsonur hjónanna heitir Skúli. Kona sýslumannsins heitir Mar- grét og börn þeirra Ingólfur, sem er lögfræðingur og Ólöf gift Stein- dóri skrifara sýslumanns. Þau eiga þrjú böm. Auk þessa fólks er í leiknum grasakona, sumargest- ir og ferðamenn. Þégar Ingólfur var í skóla hélt hann til hjá bæjarfógetanum, en á sumrin fóru þær systur upp í sveit og héldu til hjá sýslumanni. Þær em eins' ólíkar systumar, eins og þær eru skyldar. Hrafnhild- ur er dul og tilfinningarík; stúlka sem getur elskað heilli ást svo eng- inn viti af. Hún er trygðin sjálf; staöföst eins og bjarg og getur að- eins elskað einn—en ástin er henni alt. Kristrún er gjálíft fiðrildi, sem gefur einum undir fótinn í dag og öðmm á morgun. Hennar dýpsta og jafnvel eina sæla virðist vera sú að ná ástum sem allra flestra, Játa líklega viö þá rétt á meöan hún er að veiöa þá og snúa svo við þeim bakinu. GjálífiS er hennar einka- einkenni. Þau Hrafnhildur og Ingólfur trúlofast. Ingólfur er snyrtimenni og ekki vondur maöur, en skortir staðfestu. Tilfinningamar fara með hann í gönur. í ástamálum er hann eins og strá á milli strauma. Kristrún nær ástum hans frá Hrafnhildi og kemur hún að þeim í faðmlögum heima hjá föður Ing- ólfs. Hrafnhildi verður svo mikið um að orðin ein geta ekki lýst því. Þann átakanlega sorgarkafla verð- ur að sjá leikinn til þess að hafa hans not. Þau Ingólfur segja í snndur með sér, eða réttara sagt Ingólfur kveðst ekki unna henni lengur og segir henni upp; tekur hún það nærri sér og fellur það jafnvel þyngst að hann skyldi flytja ást sína frá henni til Kristrúnar. Ber hún harm sinn í hljóði og reynir af fremsta megni að láta engan sjá þær þungu sorgir, sem pfþyngdu huga hennar. Hún bað Ingólf þess sem síðustu bónar að bera hring þann er hún hafði gefið honum þangað til hún færi suöur —en það var eftir fáa daga. Þetta átti að vera til þess að ekld vitnað- ist um breytinguna meðan hún væri þar—hún vildi komast heim til móður sinnar áður. Hún duldi harm sinn undir blæju uppgerðar glaðlyndis þegar aðrir voru viðstaddir, en sölcti sér niður í djúpan grát þegar hún var ein. Hrikaiegur klettur og gil var þar í grendinni og voru þau vön að siga þar niður. Loksins týnir hún perlu- festi, sem var ættgengur erfðagrip- ur: hafði festin hrokkið tram af klettunum einhverju sinni er Hadda lá þar undir fargi sorga sinna. Hún bað Ingólf að síga og ná festinni. Hann gerir það, en fin*ur hana ekki; segir Steindóri tengdabróður sínum frá og biður hann að síga, en það fer á sömu leið. Þá kemur Hrafnhildur að þeim og kveðst munu síga sjálf, ef þeir geti ekki fundið festina. Verður ”það út úr, eftir sterk mótmæli þeirra Ingólfs og Steindórs að hún sígur, en þeir haldá í vaðinn. Fer svo að Hrafn- SÖLSKIN 2 sér til ónota og illinda fyrir óþekt- ina í sér! Ingibjörg; Nei, vertu nú ekki með þennan rosta, góði minn! sjáðu til (réttir honum bréfið), þau hafa fundið kaupbréfið fyrir Hofi! éÞorvaldur gamli glennir upp augun og fálmar út í loftið). borvaldur gamli: Afsalsbréfið fyrir Hofi! Já, — nú skulum við syngja lof og dýrð, og halda veizlu. (Stefán les bréfið með sjálfum sér, og skoðar það vandlega, réttir síðan Þorvaldi gamla, hann þuklar á þvi, klípur það og kreistir, og er hinn kátasti). Ingibjörg: Faðir minn, börnin voru búin að rífa næstum alt upp úr kistlinum þínum þegar við kom- um heim, og þau fundu bréfið und- 4r skinninu, eltiskinninu, sem var utan um ritninguna, bandinu til hlífðar, og þar hefi eg kannske sjálf einhvern tíma smokkað þvi, þegar eg var litil, og svo ómögulega getað munað það. Þorvaldur gamli: Þó að bless- pð börnin hefðu mölvað kistilinn i sundur, í mola, og jafnvel kotið líka, þá hefðu þau mátt það mín vegna, þegar svona blessunarlega tókst til. Og nú getum við öll tek- ið undir með Davíð og sagt: Lof- aður veri guð, sem alla hluti gerir vel. Björn: Mamma, á þá ekki að halda veizlu og syngja, eins og hann afivar að tala um. Ingibjörg: Jú, það er nú veizla fyrir öll góð og guðelskandi böm að mega syngja guði lof og dýrð. Þorvaldur yngri: Eigum við þá ekkert að fá gott að éta, afi var þó að segja að það ætti að halda veizlu, og svo mætti mölva kotið, eg hlakka fil að fá spítumar, þegar verður farið að smíða nýjan bæ!— Ingibjörg: Það á ekki að rífa bæinn, heimskinginn þinn, en þið skuluð fá veizlu, og nógan og góð- an mat, og svo megiö þið syngja eins og þið viljið, elsku bömin mín. (Tjaldið fellur). ENDIR. Guðfinna litla. Guöfinna litla gekk út úr húsi móður sinnar, það stóð utarlega í þorpinu, hún var þá fátæk ekkja. Það lá illa á Guðfinnu litlu, hún gekk eftir stignum fram hjá þrem- ur húsum og staðnæmdist við það f jórða og gekk inn. Þar sat gömul kpna góðleg á svip og var að prjóna. Hún heilsaði henni dauf- lega; gamla konan tók kveðju henn- ar glaðlega og sagði: “Hvað geng- ur að þét, barnið mitt, því liggur svona illa á þér?” “Eg get ekki fariö á samkomuna í kveld”, mælti litla stúlkan og fór að gráta. “Af hverju langar þig svona mikið til að fara, barnið gott?” mælti gamla konan. “Þ.ú manst eftir fátæka mannin- um, sem hefir legið svo lengi á sjúkrahúsinu, nú er hann orðinn svo frískur að hann getur farið þaðan, en hann á ekkert til og ekkert heim- ili á hann heldur. "Samkomuna á að halda fyrir hann, hann á að eiga peningana sem inn koma svo hann geti komið sér fyrir i góðum stað, helzt úti á landi, meðan hann er að styrkjast, áður en hann getur farið að vinna aftur. Mamma segir að hann sé góður maður, og þó hann væri það ekki ætti að hjálpa honum inn til þess að opna vegi vizkunnar fyrir bömum sínum,, en horfir með blindum augum á að þau líkamlega visna upp og missa allan starfsþrótt. Menn þykjast öllum fótum á jötu standa ef þeir fá hlúð að hinum andlega þroska. En þeir gleyrna því, að í veikburða og þróttvana líkama fær ekkert andlegt líf þrif- ist. Áður skipaði drengskapur og hug- rekki öndvegið. Nú er lítilmenska og kveifaraskapur kominn í stað- inn . ÁSur voru menn hraustir og harðir. Nú eru menn lingerðir og liggur ofarlega kveifaraskapurinn í þeim flestum. Heigulsháttur og kveifaraskapur verður að hverfa á braut. ÞaS á aS útrýma því sýkta og lingeröa en opna dyrnar á gátt fyrir öllu, sem hraust er og heilbrigt. Þeir, sem beztum kostum eru búnir, sigra og lifa. Hákon. —Sumarblaöið. Framtíð þjóðarinnar. þar sem að norður ljósin loga lít eg þig, frændi, kominn heim. A. E. Isfeld. 15. júlí 1916. (PRÖTTAMENN Ef einhverjir íþróttamenn eru, sem vildu taka þátt í íþróttum á ís- lendingadaginn í sumar, en hafa ekki allareiðu sent nöfn sín, þá gefst þeim tækifæri til þess að til- kynna það til undirskrifaSs til 26. júlí næstkomandi, eSa skrifið S. D. B. Stephanson, ritara íþróttanefndarinnar. 729 Sherbrooke St., Phone G. 4110. Goodtemplarastúkurnar í Winni- peg hafa áformað að skemta sér á mjög tilkomumikinn hátt í skemti- garði bæjarins 4. september (Verka- mannadaginnj. Árni Eeggertsson hefir tíu vel vakra íslenzka reiðhesta til sölu. Áritan hans er: 302 Trúst and Loan Building, Winnipeg, Man. hildur læzt finna festina, en er hún er komin upp imdir klettsbrúnina aftur bregður hún hnífi á vaðinn, fellur niður og missir lífið. Hefir ástin til Ingólfs og hin miklu ó- væntu vonbrigði borið hana ofur- Jiði. Um leið og Hadda Padda hrápar kallar hún “Ingólfur!”; en hann kallar aftur í skelfingu “Hadda Padda”. Bergmálið endurómar það og eru þaö síðustu orð leiksins. HéV hefir aðeins verið lýst i ör- fáum dráttum efninu í leiknum “Hadda Padda”. Um hann skal ekki dæmt að þessu sinni. Ritstjóri Lögbergs talaði um ritið á fjöl- mennri samkomu í fyrra og sagði álit sitt á því þá; hefir hann sömu skoðun á því enn. Leikurinn hefir verið þýddur á dönsku og ensku og leikinn á kon- unglega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn og konunglega leikhúsinu í Svíþjóð. Nafnkunnir menn og viðurkendir hafa gefiS honum þann dóm að ekki er einungis höfundin- um til sóma, heldur einnig má ís- lenzka þjóðin vera stolt af. Hér fer á eftir kafli úr dómi hins heimsfræga ritdómara Georgs Brandes, og um framsagnarhæfi- leika Kambans eru hér einnig tekin upp orð Dr. GuSm. Finnbogasonar. Þetta hvorttveggja er meira virði en það sem hér kynn, að vera sagt. Þessir báðir menn vita hvað þeir segja og þekkja höfundinn. .... Gildi þessa leikrits felst í því, að þótt danskan sé nokkuö slétt og bókleg á yfirborðinu, þá streym- ir í æðum verksins öflugt og iðandi líf. jTilsvörin anda. Aðalpersón- urnar eru ekki einungis glöggar, þær hafa hver sinn sögulega lag- þráð. Þaö er eins og hljómleikur vaki undir orSunum, óslitinn undir- leikur stígandi, hnígandi og aftur stígandi stórfeldra geðsmuna sem eiga í höggi við svikula holdfýsn og lítilmannlega girnd til að bola öðr- um út. Og það er loftslag af skáldskap kringum þessa einföldu athöfn. Á fomaldar-hjátrú hefst hún með sögu gömlu fóstrunnar um fjöreggið, sem spinst út úr kristals- kúlu, er systurnar leika sér að. Nú- tíðar-hjátrú hjúpast um hana í hinu fagra Ieikmóti, þar sem Hadda Padda gengur í stiltri örvænting og hittir grasakonuna, sem talar um jurtir sínar hóglega og skáldlega og ekki ólíkt því sem Ófelía talar um þau blóm, sem hún hefir tínt og safnað......LeikritiÖ stendur og fellur með Hrafnhildi, þaS merkir, að það stendur með henni. ‘Hún ber það með styrkri hendi, eins og dýrlingskonan á gömlum málverk- um ber kirkjuna. I henni samein- ast fornöld og nútíð íslands. Hún er fyrst algerlega nútiðarkona, hlýrri, innilegri, kvenlega ástríkari en nokkur fornaldarkona úr sögun- um. Hún er eintóm huglátssemi og auðsveipni; hún er viðkvæm og hún er blið, og þó ekki lingerö. En inst inni er hún stórlát, og jafn- skjótt og þessu stórlæti fyrst er haggað, svo misboðið, þegar kven- eðli hennar er ein sálarangist, sem dauðsært stórlæti hennar hylur yf- ir, þá kemur undir eins í ljós, að hún á kyn sitt að rekja til hinna þrekmiklu, ofsafengnu fomkvenna. Ofsinn er orðinn að áformum, stór- lætið er orðið að festu, þrekið er óbugað og sama. Hún leikur sér að lífi og dauða, eins og hinir fræknu fyrir þúsund árum. Hún horfist á við dauðann án þess að depla aug- unum, og hún er þrátt fyrir alla gæzku sina, alt sitt næmlyndi, alla sína unaðsríku ást til gamalla og lít- ilmótlegra, til smælingja og fátæk- linga, til dýra og jurta, dýpst í eðli sinu heiðin. Hún getur látið ólík- lega, skrökvað upp, gabbað enn á síðustu augnablikum lífsins, þar sem hún hefir dauða sinn og hefnd fyrir augunum. Svo djúpt og sál- ríkt kveneðli, svo ósveigjandi karl- mannskjarkur hefir tæplega fyr sést sameinað á leiksviði. Geo. Brandcs. Einn og einn koma þeir fram, ís- lenzkir listamenn, hver í sinni grein, og hvenær sem einhver bætist við hópinn, er eins og blíður blær von- anna strjúki okkur um vangann. ,Við erum svo vanir við andlega kuldann, og gróðurleysið undir eins og kemur út fyrir bragartúnið gamla, að við verðum bœði fegnir og hissa þegar við heyrum eða sjá- um eitthvað nýtt, sem ekki hefir dafnað hér áður. Svona er það þegar Haraldur í Kallaðarnesi sest við hljóðfærið. Þá gleyma allir hve hörmulega fátækleg Bárubúð er, og kvalabekkirnir, sem þeir sitja á, verða að dúnmjúkum dýnum. Tónarnir lyfta þeim inn í nýja heima og þeir finna að munurinn á hversdagslist og sannri list er eins og munurinn á flugi hænsa og svana. Hvorttveggja er kallað flug, en annað er jarðbundið, hitt loft- frjálst og fult af fegurð. — En eg ætlaði að segja fáein orð um framsagnarkveld Guðmundar Kamban, laugardaginn 24. júlí 1915 Það er síðasta nýjungin sem lífgað hefir upp í fásinnunni hér i sumar. Enginn sem heyrði getur efast um, að þar er kominn íslenzkur lista- maður í grein, sem lítið hefir verið stunduð hér og enginn íslendingur lœrt til hlítar áður. Frá náttúrunn- ar hendi hefir Guðm. Kamban fagra og auðuga rödd, næman smekk og leikarahæfileika, en þess- ar gáfur hefir hann tamið undir handleiðslu ágæts kennara og snill- ings í framsagnarlist; sá maður er P. Jerndorf. Guðm. Kamban hef- ir og farið víða um Danmörku með Iist sína og er því vel heima á leik- sviðinu. Efnisskráin var þessi: Gunnarshólmi. Upphafið á “Kát- um pilti” (þýðing Jóns Ól.). Ákvæðaskáldið (þýð. Matt. Joch.). Dóra (sögukafli eftir Dickens). Kafarinn (þýð. Stgr. Th.J. En hvað þar var skrítið, eftir Pál Jóns- son. Skifærden (úr Amljót Gelline eftir Björnson). Faxi (sögukafli úr Skími eftir Guðm. Kamban). Eins og menn sjá slær efnið á marga strengi og ólíka. En Kamban kunni tök á þeim öllum og skeikaði örsjaldan. Yfir meðferðinni var frjáls og persónulegur blær. Orðin fengu ekki að eins rödd, heldur og hold og blóð. Þau urðu að lifandi athöfn. Slíku eru menn óvanir hér, og sumir halda jafnvel að það sé óeðli, ef framsegjandinn sýnir lífs- mörk á sér. En mér var skemt. Og þegar hlé varð á, þótti mér sem ótal íslenzk kvæði og sögur væru kongsdætur í álögum, er biðu þess að kongssonur úr ríki listarinnar kæmi og leysti þær, til að leiða þær fram í fullri fegurð. Eg óskaði þess að Guðm. Kamban mætti enn oft lesa fyrir okkur, og eg hlakka til að heyra hann næst. G. F. —ísafold. Heilbrigði. Hreystí. Þessar greinar eiga við hér ekki síður en heima. —Ritstj. Það var sagt um Gunnar á Hlíð- arenda að hann brygði sér hvorki við sár né bana. Eg hefi heyrt mörg vesalmenni minnast á, að slíkt mundi orðum aukið, þótt Gunnar hafi hfaustur verið. Þeir sem blauðir eru geta ekki sett sig í spor þeirra manna, sem hugrakkir eru og harðgeðja. Þegar Skarphéðinn fanst eftir brennuna sást að hann hafði bitið á kampinn og brugðið sér ekki meðan undan honum brunnu fæt- urnir. I Stiklastaðaorustu var Þormóðr Kolbrúnarskáld skotinn ör til ólifis. Einn af læknunum' sem hjúkra áttu særðum mönnum, gat ekki tekið ör- ina úr sárinu. Þá sagði Þormóður að skera skyldi í kringum hana. Svo var gert. Hann kipti sjálfur út örinni og komu þá tægjur af hjartanu. Hann leit á það og sagði: Vel hefir konungurinn alið oss; feitt er mér um hjartarætum- ar. Síðan hné hann aftur og var þá dauður. íÞétta var hraustlega mælt. Nú á tímum mundu menn hafa borið sig báglega og grátið hátt. Einu sinni bar svo við að eldur- inn kulnaði hjá Gretti í Drangey. Hann hafði enga fleytu og varð því að synda til lands. Þáð var vika sjávar. Eftir sögunni að dæma virtist hann lítið dasaður morgun- inn eftir. Nú má minna muna. Falli mað- ur í sjóinn og vökni milli hæls og hnakka þá fara að glamra í honum tennumar og morguninn eftir legst hann í lungnabólgu. Slíkt er háskaleg vanheilsa. En það er ekki nema eðlilegt, að þeim mönnum finnist 'Ægir kaldhentur, sem al- drei hafa í kalt vatn komið alla æf- ina. Ekki er að furða þótt limirn- ir skjálfi sem aldrei hafa úr fötun- um farið. Það er ilt til þess að vita að menn hugsa ' ekki meira fyrir heilsu sinni en hverjum hlut, sem þeim er ekkert viðkomandi. Það eru ekki aðeins stoðirnar undir þeirra eigin heilsu sem þeir eru að brenna, það er einnig hreysti þjóð- arinnar sem þeir troða undir fótum. Þeir gefa sýkt korn í þjóðarmælir- inn. Þeir láta eftir sig veikburða niðja, sem halda áfram að ryðja vesalmenskunni til rúms. Menn vanrækja likama sinn og láta alt annað sitja í fyrirrúmi. Fólkið klifur þrítugan hamar- Lítið á börnin, í þeim sjáið þið framtíð þjóðarinnar. Þau eiga að taka við arfinum,! sem við látum eftir okkur — málinu og landinu. Þau eiga að halda uppi íslenzkri menning og íslenzku þjóð- erni. Þau .eiga að halda uppi og auka orðstír ísienzkra manna. Við leggjum þeim á herðar nýbyrjað starf, að lyfta þjóðinni í áttina til fnenningarinnar. Yngri kynslóðin tekur til sín og byggir á því, sem hin eldri hafði til brunns að bera. En kynslóðirnar hugsa aldrei fyrir “morgundegin- um”. Þær hugsa að eins um dag- inn sem yfir þeim er. Þess vegna hafa þær, sem eftir komu, oft feng- ið rifna flýk í arf. Hvað er gert fyrir hina ungu ís- landinga, sem nú leika sér með leggi skeljar? Hvað er gert fyr- ir þá, sem eiga að fara með pund þjóðarinnar eftir hálfan mannsald- ur? Er nokkuð gert til þess að þeir ávaxti pund þetta og skili því með tvöföldum arði? Er nokkuð gert til þess að þeir geti orðið að mönnum andlega og líkamlega? Góðir menn, verið ekki eins og fuglarnir í loftinu. Hugsið fyrir morgundeginum. Bömin eiga heimtingu á full- komnum andlegum og líkamlegum þroska til þess að geta uppfylt skyldur sínar í þjóðfélaginu. Það er glæpur gagnvart barninu og þjóðinni að láta það verða að and- legu og likamlegu hálfmenni í upp- vextinum. Velferð barnsins og hæfileikar þess er að miklu leyti komið undir uppeldinu. Þjóðfélagið hefir of mikla þörf fyrir vit og vinnukraft til þess að nokkru af því sé á glæ kastað af hirðuleysi. Vit og hreysti hinna komandi þynslóða byggist á viti og hreysti þeirra, sem á undan eru gengnar. “Hvert barn er að minsta kosti þúsund ára gamalt” segir enska skáldið Emerson. Með því að herða hina lingerðu stofna, sem nú eru að vaxa, leggj- um við drögin fyrir hreysti óbor- inna ísiendinga. Heill hinna kom- andi kynslóða byggist á börnunum, sem nú er verið að gera að mör.n- um. Hvað er gert til þess, að islenzka þjóðin verði hraust og harðger? Ekkert. Þjóðin stendur á gömlum merg, sem vesalbornir niðjar kasta á glæ smátt og smátt. Það, sem þjóðin þarfnast, er hraust börn. Vitið flýr ekki hreyst- ina. Grikkir hafa komist lengst í listum og visindum enda hafa þeir líka komist lengst í líkamsrækt. Munið, að það er undir bömun- um komið, sem nú eru að vaxa, hvort þjóðin tekur næstu skrefin afturábak eða áfram. Þeir sem hugsa um börnin vinna að heill þjóðarinnar. I By—n—ó. —Sumarblaðið. Hugarflug (Við andlátsfregn H. GíslasonarJ. Kvöldblærinn líður hægt um lraga hvilir á blómi daggar tár, við aldurs takmörk söm er saga, sefur í leiði kaldur nár. En upp á himins breiðum boga blikar þin stjarna fjærst í geim, ATVINNA. Cor. McDermot and Lydia Sts. Klæðaskerar, handsaumarar og snyrtimenn (finishers) geta fengið atvinnu við að sauma kvennaföt, yfirhafnir og annan klæðnað. Hæsta kaup, og stöð- ug vinna. Leitið upplýsinga hjá THE FAULTLESS LADIES’ WEAR CO., Lt., KENiNARA vantar fyrir West- side skóla No. 1244, frá 17. septem- ber til enda ársins. Umsækjendur tilgreini kaup og mentastig. Tilboð verða að vera send fyrir 15. ágúst 1916. Skúli Björnson, Sec. Treas. Box 35, Leslie, Sask. Suharverð til framleiðenda, en ránsverð til neytenda. Garðávextir eru dýrir til þeirra sem þá kaupa, en afarlátt verð borgað fyrir þá þeim sem framleiða. Hér eru skýrslur til samanburð- ar sem sýna hvernig þessu er varið ; Gulkál (lettuce)—Bóndi fær 8c. fyrir 12 knyppi; kaupendur fá 3 kn. fyrir 5c.; gróSi millimans .... 150% Smárófur (radishes)—Bóndi fær lOc. fyrir 12 kn.; kaupendur fá 3 kn. fyrir 5c.; gróSi millim.... 100% Grænn laukur—Bóndi fær lOc. fyr- ir 12 kn.; kaupendur fá 3 kn. fyrir 5 cent; gróði millim..........100% Langrófur (carrots)—Bðndi fær 10 cts. fyrir 12 kn.; kaupendur fá 2 kn. fyrir 5c.; gróöi millim.. 200% Kál (rhubarb)—Bóndi fær 15 doll. fyrir tonniS; kaupendur fá 20 pund fyrir 26c.; grófSi millim.... 70% Baunir—Bóndi fær 6c. fyrir pundiö; kaupendur borga 12c. fyrir pundiS; grótSi milllm.................105% BlóSrófur—Bóndi fær lOc. fyrir 12 kn.; kaupendur fá 2 kn. fyrir 5c.; gróði mlllim............. 200% Winnipegbúar borga því frá 70 per ctne til 200 per cent hærra verð fyrir allan garðamat en þeir fá fyr- ir hann sem garðrækt stunda. Og þó er svo mikið af þessum ávöxt- um nú að þúsund tonna er eyðilegg- ingu undirorpið hér í grendinni og fúnar niður í jörðina. Um 50 tons er áætlað að neytt sé í Winnipeg á dag; margir veigra sér við að kaupa ávexti sökum þess hversu dýrir þeir eru, en bóndinn í grendinni við bæinn telur það ekki einu sinni borga sig að hirða ávext- ina úr görðunum, svo lítið sé borg- að fyrir þá og svo óvíst að þeir gangi út með nokkru verði. Eftir skýrslum sem blaðið “Tribune” gaf út kom það í ljós að hégómaskapur og leti er orsök í þessu háa verði. Ávaxtamarkaðir eru til og frá í bænum, en sumt fólkið nennir ekki að fara þangað, heldur lætur flytja sér það heim og borgar svo miklu hærra verð fyrir, aðrir aftur á móti eru svo hégóma- gjamir að þeim þykir það ekki nógu fínt að ganga spölkom eftir vörum þar sem þær eru miklu ódýrari. Aðeins er það í norðurbænum sem ávaxta markaðirnir eru notað- ir nokkuð að ráði; þar er skynsam- ara fólk og viljugra í þessu tilliti; konurnar fara blátt áfram þangað sem selt er og kaupa sjálfar og spara þannig að minsta kosti 100 per cent að meðaltali. SÍLSKIN samt, segir mamma. Mig langar svo mikið til þess að fara, af því að öll börnin eiga að gefa eitthvað líka, ekki neina vissa upphæð, þau eiga að gefa eins mikið eða lítið og þau geta eða vilja, og mig langar svo mikið til að vera með; en eg get ekki farið,” sagði hún hálf- kjökrandi, “skómir mínir eru svo ljótir og kjóllinn minn er gamall.” “Er það fyrir skóna og kjólinn, að þú getur ekki farið?” spurði gamla konan. “Já”, mælti Guðfinna litla. “Stúlkurnar sem eg hefi séð í dag hafa allar verið að tala um hvað þær yrðu í fallegum kjólum í kveld og hvað skórnir þeirra yrðu falleg- ir. E:n spurði mig að hvort eg ætl- aði ekki að fara, og eg sagði “jú”. Hlún spurði mig að hvort eg ætti ekki nýjan kjól og nýja skó. Eg sagði ‘nei’. Hún hló hátt, benti á skóna mina og sagði: ‘Heldur þú að nokkur fari á samkomu með svona Ijóta skó?’ Eg hljóp heim og fór ekki aftur út fyr en eg kom hingað.” “Seztu nú hérna á móti mér”, sagði gamla konan og leit á hana blíðlega og hálfbrosandi, “og hlust- aðu á það sem eg hefi að segja þér.” Litla stúlkan settist niður. “Hvort þykir þér vænna um hana mömmu þ5na með gamla eða nýja skó?” Guðfinna litla leit framan i gömlu konuna með tárvotu augunum sín- um fallegu, og ekki var frítt við að brosi brigði fyrir á andlÆ henn- ar af þessari undarlegu spurningu. “Mér þykir altaf jafn vænt um hana mömmu mína,” svaraði hún með barnslegri einlægni. “Eg vissi það” mælti gamla kon- an. “Eins þykir öllu góðu fólki vænt um þig þegar þú ert góð, þó þú hafir ekki nýja skó nema stund- um. Gott hjartalag er margfalt meira virði en ný föt. Vertu altaf góð stúlka, þá verður þú mörgum sinnum sælli en þeir sem hlaða ut- an á sig skrautlegum búningi og hugsa ekkert um nauðþurftir ann- ara. Fyrst þú hefir þá góðu löngun að gefa þessum fátæka manni, þá farðu með henni mömmu þinni og gefðu það sem þú getur gefið. Gerðu skóna þína eins fallega og þú getur óg mamma þín færir þig i hreinan kjól, og þá ert þú orðin miklu fallegri en margar af hinum stúlkunum, sem eru betur búnar. Og vertu nú-kát og glöð og farðu heim til mömmu þinnar og farðu með henni í kveld.” Guðfinna litla þerraði tárin vel af sér, kvaddi gömlu konuna og flýtti sér heim til móður sinnar. Glöð í bragði sagði hún henni alt sem gamla konan talaði við hana. Mamma hennar gaf henni skó- svertu, og eftir lítinn tíma voru skórnir hennar orðnir fallegir. Hún átti 50 cent sjálf, sem kona hafði gefið henni fyrir að líta eftir bam- inu hennar nokkrum sinnum, þeg- ar hún þurfti að fara etthvað. Hún ásetti sér að gefa það alt. Og þeg- ar hún var búin að fá samþykki móður sinnar, beið hún glöð og ró- leg eftir kveldinu. Það var orðið seint þegar þær komu á samkomustaðinn. Guðfinna litla var glöð og kát, eins og frjáls fugl, og hjartað í henni hoppaði af ánægju þegar þær gengu inn. Hún rétti manninum peningana sína á eftir mömmu sinni, feimnislega, en þó dálítið upp með sér. Maðtirinn brosti góðmannlega og sagði: “Þúi SEXTlU og FIMM ÁRA LJÓSIN Sextíu og fimm ára Ijósin vinna enn þar sem er að ræða um EDDY’S ELDSPÝTUR Fyrir soxtíu og fimm árum voru fyrstu eldspýt- ur í Canada búnar til í HullafEddy og síðan hafa J>ær verið viðurkendar þær beztu sem kveikiefni. Þegar þér kaupið eldspýtur þá biðjið um EDDY’S

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.