Lögberg


Lögberg - 10.08.1916, Qupperneq 6

Lögberg - 10.08.1916, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. ÁGÚST 1916 llllllUllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllJllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll' Smyrjið Brauðið Með Því Gerið smákökur, Pie og Pastry sœtt með, því. Ljúffengt, heilsusamlegt og ódýrt Hjá öllum mattölum iiiiiiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiiini í 2., 5., io. og 20. punda. dósum. Minni Bretaveldis Flutt á Islendingadegi í Winnipeg 2. ágúst 1916. af Dr. B. J. Brandson. Frá fyrstu tímum alt til þessa dags, er saga mannkynsins eins ó- slitin saga af framsókn mannanna aö takmarki aukins frelsis og vax- andi farsældar. Jafnvel á hinum dimmustu tím- um fomaldarinnar voru mennimir ósjálfrátt aö fálma út í myrkriö, eftir meira frelsi og jafnrétti ein- staklingunum til handa. Alt til þessa dags er saga mannanna ein óslitin ganga sem stefnir aö þessu sama takmarki, þótt stundum sýnist alt standa í staö um heilar aldir. Ein kynslóöin tekur viö af annari, a stígur sín fáu spor, legst svo til sinnar hinstu hvíldar, en sú næsta þúsund ár hafa minnismerkin' (pýramidarnir) staðiö á bökkum Nílárfljótsins, þótt jafnvel nöfn þeirra sem þessa minnisvarða bygöu séu nú löngu fallin í gleymsku. Og hafa þessi risasmíði þessvegna ekki náð tilgangi sinum. Hin einu varanlegu og sönnu minnismerki eru þau sem reist eru í mannlegnm hjörtum. Hinir var- anlegu minnisvarðar eru þess vegna þau stórvirki, sem hrinda mönnun- um áfram nær takmarki fullkomn- unar. Tiltölukga fáar þjóðir hafa átt því láni að fagna að eftirskilja j ókomnum öldum slikan minnis- varða, sem, um leið og þeir hafa gert nöfn höfunda þeirra ódauðleg og standa sem merkjasteinar framsóknarbraut mannkynsins, halda áfram að vera til ómetanlegs gagns fyrir allar komandi kynslóð- tekur upp byröina og heldur í átt- ir’ ina. Hver ný kynslóð stendur betur að vígi en hin síðasta, þaj^ sem hún nýtur ávaxta af starfi þeirra kyn- slóða sem á undan eru gengnar. Einstaklingurinn hverfur og hans er aðeins minst vegna þess sem hann kann að hafa lagt fram, sam- ferðamönnum sínum til gagns og gleöi. Þegar á hinum fyrstu tímum mannkynssögunnar að augu vor fá skvgnst inn í dimmu þá sem grúfir yfir fomöldinni, sjáum vér aö jafn- vel þá eru myndaðar þjóöir sem bera ægishjálm yfir nágrönnum sínum. Alt frá dögum Fom- Egypta til þessa dags er framsókn- arsaga mannsandans saga þeirra þjóða sem mest hafa látið til sín taka og sem stærst framfarasporin hafa stigið sínum eigin þegfnum og um leið mönnunum í heild sinni til gagns. Þjóðimar eru sömu lögum háðar og einstaklingurinn, að fyrr eða síðar eftirskilja þær öðrum þær byrðar sem þær hafa borið og hverfa að nokkm eða öllu leyti úr sögunni. Eins og einstaklingurinn leytast við að eftirskilja einhvern minnisvarða um tilveru sína, eins leitast þjóðirnar við að gera hið sama. Hinir stórkostlegustu minn- isvarðar sem með mannlegum höndum hafa reistir verið, eru minnisvarðar Fom-Egypta. í mörg Af þjóðum liðinna alda skal að- eins bent á þrjár, sem eftirskilið hafa svo mikla ávexti af starfi þeirra að allar ókomnar aldir munu minnast þeirra með lotningu. Það eru Gyðingar, sem trúarbrögð hins Kristna heims eiga uppruna sinn hjá; Grikkir,, sem enn þá skipa öndvegi fagurra lista og heimspeki, og Rómverjar, sem með lögspeki sinni stjóma nú í dag miklum hluta hins mentaða heims. Þeir menn- ingar straumar, sem frá þessum þremur uppsprettum renna, hafa um margar aldir vökvað og frjófg- að menningarreit allra siðaðra þjóða og eflaust halda áfram að gera það um allar ókomnar aldir. í meir en 900 ár hefir hið brezka ríki staðið í fremstu röð menningar þjóða heimsins. Hinn litli engilsaxneski þjóðflokkur hef- ir smá vaxið og styrkst, þar til nú að hann um langan aldur hefir ráðið meiru en nokkur annar þjóð- flokkur um gjörvallan heim. Bretaveldi hefif smá stækkað og fært út kviarnar, þar til nú að það var er orðið hið viðáttumesta stórveldi sem heimurinn hefir séð. í öllum álfum heims eru brezkar landeignir, ríki eða nýlendur, og þar fyrir utan er auðugasta þjóð heimsins, Bandá- rikin, grein af hinum engilsaxneska þjóðstofni. Ekki hefir það þótt nóg, að leggja undir sig lönd í öllum heimsálfum, heldur hafa öll höf heimsins verið gerð hinni brezku þjóð undirgefin. Til þess aö gera það mögulegt að varðveita samgöngur milli hinna fjarliggjandi landa tilheyrandi rík- inu, gegn öllum mögulegum óvin- um, og lika til þess að verja heima- landið fyrir árásum, var nauðsyn- legt að hafa sjóliðsflota, sem væri 6terkari en floti nokkurrar annarar þjóðar. — Þessi floti hefir nú í meir en 400 ár varið strendur Eng- lands gegn öllum óvinum og gert það ómögulegt aö nokkur óvinur stigi þar fæti sinum. Undir vernd þessa herskipa flota hafa kaupskipa flotar Englands siglt óhindraðir um öll höf heimsins og gert það mögulegt að starfrækja þá stærstu verdlun sem nokkur þjóð hefir rek- ið. Jafnvel þann dag í dag, þegar öllum guðs og manna lögum er varpað fyrir borð af óbilgjörnum óvinum, stendur hinn enski floti sem ímynd sjávarguðsinsNeptune. Og ræður sá floti yfir öldum hafs- ins í eins fullkomnum skilningi og mögulegt er fyrir mannlegan kraft yfir þeirri höfuöskepnu að ráða. Ekkert í heiminum fæst án áreynslu og fyrirhafnar, svo fram- arlega að sá hlutur sem eftir er sókst sé þess virði að handsama hann. Framsóknarbraut þjóðanna er vökvuð óspart blóði þjóðanna göfugustu sona. Ótal þúsundir hafa látið lífið í baráttu þjóðanna fyrir tilveru sinni, og um leið í bar- áttunni fyrir aukinni farsæld og frelsi þjóðinni til handa. Draum- sjónamenn þjóðanna sjá þann dag álengdar að stríð sér ekki stað. En því miður sýnist sá dagur enn vera í fjarlægð. Þvi meiri áhrif sem ein þjóð hefir á leiksviði heimsins, því oftar stend- ur hún í striði. Hjá hinum gömlu Rómverjum musteri tileinkað einum af guðum þjóðarinnar, Janusi. Dyr þessa musteris stóðu æ opnar þeg- ar þjóðin átti í ófriði, en var læst þegar friður ríkti um gjörvalt hið Rómverska ríki. Aðeins þrisvar sinnum í sögu þjóðarinnar, í meir en 1000 ár var þessum musterisdyr- um lokað. Sagnfræðingurinn Sir Edward Cressy hefir skrásett sögu af 15 þeim bardögum sem háðir hafa verið í heiminum, hvers úrslit hafa mest áhrif haft á sögu mann- kynsins. í sex af þessum bardög- um hafa Englendingar tekið þátt, og nú mætti eflaust bæta við þeim sjöunda, því orustan við Marne, þar sem Þjóðverjum- var hrundið til baka á ferð þeirra til París, verð- ur eflaust talin með allra merkileg- ustu og áhrifamestu orustum heims- ins. — Þetta er aðeins sagt til þess ^ð sýna hve stóran þátt hin brezka þjóð hefir tekið í stórræðum stór- veldánna á síðastliðnum 900 árum. Að lýsa einkennum hinnar brezku þjóðar í stuttu máli er ómögulegt, og heldur ekki er mögulegt að f ram- setja neina viðunanlega m\Tid af henni, þótt það ætti að gerast með fáum skýrum dráttum. Eg verð að láta mér nægja að benda á eitt eða tvent, sem mér finst að ein- kenni þessa þjóð frá öðrum þjóð- um, og sem hefir hjálpað til að gera hana það sem hún er þann dag i dag. Ein af aðal hugsjónum þjóðaðr- innar frá byrjun sögu hennar er frelsi og jafnrétti einstaklingsins. Þessi dýrkun á fullkomnu frelsi einstaklingsins, frelsi sem aðeins er takmarkað með viturlegum lögum, rennur eins og rauður þráður í gegn um alla þjóðarinnar sögu. Frá þeim tíma þegar Jón konungur var neyddur til að gefa þjóðinni sitt “Magna Charta” og alt til þessa dags, hefir staðið yfir stöðug bar- átta fyrir auknu frelsi og jafnrétti einstaklingnum til handa. Til hins brezka rikis hafa allir litið sem fyr- irmyndar, þegar um sannarlegt frelsi hefir verið að ræða. Frelsis- vinir annara þjóða hafa lengi skoð- að hið brezka stjómarfyrirkomulag sem sanna fyrirmynd, því það er hægt að fullyrða að hvergi i heim- inum ræður þjóðin sjálf eins full- komlega yfir sínum lögum og lof- um. Hin enska stjómarskrá er ef til vill sú einkennilegasta stjórnar- skrá sem bindur nokkurt stórveldi saman. Ákvæði hennar sýnast svo óákveðin og afar óljós að það sýnist að hætta sé á að hún falli í mola og ríkið liðist í sundur, hvað lítið sem á kann að reyna. Stjórnarsam- bandið á milli hinna ýmsu hluta ríkisins' sýnist vera svo veikt að það hljóti að slitna hvað lítið sem á reynir. En það einkennilegasta er að þetta ríki sem sýnist tengt svo veikum böndum reynist þegar í nauðimar rekur eitt hið bezt sam- einaða ríki sem heimurinn hefir þekt. Það riki sem ekki er búndið sam- heiminum á an með fastákveðnum lögum heldur aðeins með böndum sameiginlegra hugsjóna og bróðurkærleika, reyn- ist svo traust í sambandinu að allar þjóðir undrast og fá naumast skil- ið hvemig á því getur staðið. í hinni löngu frelsisbaráttu þjóð- arinnar hefir komið fram ótrúleg staðfesta og þrautsegja hvað svo sem örðugleikarnir hafa verið mikl- ir. Það hefir verið sagt um Eng- lendinga að þeir fari ekki verulega að neyta sín fyr en eftir að þeir hafi beðið ósigur nokkrum sinnum. Þá fyrst kemur þolgæði og stað- festa þjóðarinnar í ljós, sem svo ber hana til endilegs sigurs'. Sá sem vill sjá fyrir hið ókomna, þarf að vera kunnur því liðna, og ef nokkur rannsakar nákvæmlega sögu hinnar brezku þjóðar, þá gefur sú yfirvegun manni kjark og von um endilegan sigur í hinu stórkostlega stríði sem nú stetidur yfir. Sú þrautseigja og þau þolgæði sem leitt hafa hina ensku þjóð til sigurs í styrjöldum hennar um síðastliðin 1000 ár, munu enn þá koma henni að góðu liði og leiða hana til sig- urs enn á ný í þessu stórkostlegasta stríði sem heimurinn hefir séð. Stríð það sem nú stendur yfir er hin geigvænlegasta barátta milli framsóknar og afturhald's, sem heimurinn hefir séð. Hugsjónir frelsis og menningar, sem byggjast á sem fullkomnustu frelsi einstak- lingsins eru hér að há baráttu fyrir tilveru sinni. Hvert réttvísi eða hnefaréttur hervaldsins á að vera ríkjandi í heiminum framvegis er hér undir úrslitum komið. Það er öndungis eðlilegt að hin brezka þjóð sé hér merkisberi þeirra hugsjóna sem hún hefir barist fyrir sjálfráð og ósjálfráð í meir en 1000 ár. Þrátt fyrir það þótt sumir menn hafi viljað gera litið úr fram- kvæmdum Englendinga í þessu stríði, þá hljóta þeir að viðurkenna að þeir hafa verið það akkeri, sem hinar aðrar bandamanna þjóðirnar hafa fengið sína festu við. Og nú í síðustu tið er að koma í ljós sá undra kraftur sem i þjóðinni býr. Sá kraftur mun láta æ meir til sín taka eftir því sem fram líða stund- ir, þar til að þau Þórshamars högg sem þjóðin nú slær, brjóta niöur víggirðingar óvinanna og loks leggja að velli hinn ægilega draug afturhalds og áþjánar, sem nú leyt- ist við að eyðileggja starf margra alda í þarfir sannarlegs frelsis og kristilegra hugsjóna. Drenglyndi og hugprýði voru tvær sterkustu lyndiseinkunnir for- feðra vorra. Að vera þektur sem drengur góður var sá gullni lykill, sem opnaði allar dyr að hug og hjarta forfeðra vorra. Alveg ósjálf- rátt er það íslenzku eðli að bera hlýjan hug til þeirrar þjóðar þar sem sannur drengskapur skipar öndvegi. Alveg eins er það ósjálf- rátt íslenzku eðli að fyrirlíta allan ódrengskap, í hvaða mynd sem hann kann að koma fram. Saga þjóðar- innar er full af dæmum sem sýna að í sinu insta eðli er drengs'kapar- lundin afarrík hjá þjóðinni. Að vera ódrengur og níðingur þýddi það að vera útskúfaður úr þjóð- félagi forfeðra vorra. Ódrengskap- ur á hvern hátt sem hann kemur í ljós varðar þann dag í dag hinni sömu hegningu hvar svo sem ensk- ar hugsjónir eru ríkjandi. Að þær hugsjónir sem myndað hafa hið enska þjóðlíf eru háleitar og fagr- ar sést bezt af ávöxtum þeirra. Það rná eflaust mörgu finna að hjá hinni ensku þjóð, en hvert tré skyldi dæmast af ávöxtum þéss. Þótt stofninn sé kvistóttur og frá sum- um hliðum óásjálegur, þá má ekki litilsvirða tréð þess vegna ef ávoxt- ur þess er bæði mikill og nytsamur engu siður en fagur. Hvernig eru þá ávextirnir af hinu brezka þjóðtré? Hverjir eru minnisvarðarnir sem eiga að geyma minningu þjóðarinnar í hjörtum manna um allar ókomnar aldir? Til þess að sjá þá minnisvarða er aðeins nauðsynlegt að virða fyrir sé’r hinar ungu engilsaxnesku þjóð- ir víðsvegar um heiminn, sem vaxa og dafna með ótrúlegum hraða og sem allar sýna að þeirra þjóðarein- kenni eru steypt í móti engilsax- neskrar menningar, og að hugsjór.- ir hinnar ensku þjóðar, sem skapast hafa í gegn um eldraunir þúsund ára eru þær hugsjónir sem hjá þeim eru ríkjandi. Þegar sá tími kemur að hver þjóð, hvað smá sem hún er, fær að njóta fullkomins frelsis til þess að stjóma sínum eigin málum, og hver einn einstaklingfur fær að njóta fullkomins frelsis, sem aðeins takmarkast með viturlegum lögum, þá má sjá annan ódauðlegan minn- isvarða hins brezka veld'is. Sá minnisvarði er um leið fegursti minnisvarði þeirra sem á umliðnum öldum hafa lagt líf sitt í sölurnar fyrir land og þjóð, og sem nú á yf- irstandandi tíð fórna lífi sínu til þess að hugsjónir þær sem fram- sóknarandi mannkynsins hefir bar- ist fyrir frá ómuna tið ekki glatist ar. Því þótt skýin hafi oft verið mörg og dimm, og skuggarnir geig- yænlegir sem hafa grúft sig yfir Bretaveldi á þessum síðustu tveim- ur árum, þá vofrtar nú fyrir öðrum bjartari degi. Sigursól þjóðarinn- ar sýnist nú vera að renna upp björt og fögur, þótt enn verði langt þar til hún hefir dreift hinum ógur- legu myrkraöflum á braut hennar. En með hverjum deginum sem nú líður verður sú sannfæring sterkari að enn einu sinni verði hinn brezki fáni borinn til sigurs', hins glæsi- legasta sigurs sem nokkur þjóð eða þjóðir hafa unnið mannfélaginu til gagnS' . Betra seint en aldrei. Asquith forsætisráðherra Eng- lands lýsti því yfir í þinginu í vik- unni sem leið að stjórnin hefði í hyggju að koma i veg fyrir það eft- ir striðið, sem félagsfræðingar köll- uðu “óþarfa fátækt” (preventible poverty). Þétta er atriði sem fyrir löngu hefði átt að gerast. 1 bók Williams Booth, foringja Hjálp- ræðishersins, sem hann kallar “Through Darkest England” er svo átakanlega lýst fátæktinni þar, heldur nái sönnum virkUeika og ag tæpast er hægt að trúa; en rit- fullkomnun. Hið brezka veldi er nú að berjast, ekki aðeins fyrir sinni eigin tilveru heldur einnig fyrir sannri fram- sóknarstefnu í mannfélaginu. Ef Bretaveldi býður ósigur þá hafa all- ar frelsishetjur og mannvinir lið- inna alda stritt og dáið til einskis. í þvi striði sem nú er háð tala til mannanna ótal raddir frá öllum liðnum öldum og hvetja til öruggr- ar framgöngu alla sanna ættjarðar vini. Til Vestur-íslendinga tala raddir forfeðranna og hvetja þá ís- lands syni sem hér eru búsettir til öruggrar framgöngu, hvetja þá nú til þess að ávinna sér þann sama orðstir sem þeir, forfeðurnir, á- unnu sér á ótal vígvöllum fyrri alda. Ef þeir verða við þeirri her- hvöt, þá reisa þeir hinni íslenzku þjóö ódauðlegan minnisvarða þessu unga framtíðar landi, minnis- varða sem minnir stöðugt á að einn- ig þeir áttu hlut i endilegum sigri hins brezka veldis yfir hinum geis- vænlegu öflum afturhalds og áþján- stjóri þessa blaðs dvaldi hálfsmán- aðartíma í Lundúnaborg árið 1913 og varði hverjum d'egi frá morgni til kvelds til þess að skoða þar alt sem hann gat, ljótt og fagurt, og hefir hann hvergi á bygðu bóli séð aðra eins eymd og bágindi og þar eiga sér stað. Þessi ráðagerð Asquíths er því sannarlega eitt hið þarfasta sem stjómin getur gert þar í landi. Nýr boðskapur. Hingað til hafa foreldrar getað krafist þess að fá syni sína heim aftur úr hemum ef þeir fóru í hann án þeirra vitundar og voru yngri en 18 ára. Nú hefir verið gerð sú breyting að þetta fæst ekki lengur. Til þess aö hægt sé að ná aftur unglingi, sem þannig hefir 1 farið, verður hann nú sjálfur að biðja um það s'kriflega og gera það innan þriggja mánaða eftir að hann innritaðist. Annars fæst hann ekki hversu ungur sem hann kann að vera. SóLSKIN bárust frá skipi til skips og svo tim alt landið og til annara landa. Fjöldi fólks kom aö sjá Culllokk; þeir færðu honum lofsöngva og stráðu blómum á veg hans hvar sem hann fór. Höllin sem hann átti að eignast var i miðparti skrautlegrar og stórrar borgar. Þegar hann kom þangað sendi hann undir eins þús- und beztu, hermer.n sem til voru í iandinu út í skóginn til þess að sækja foreldra sína. Eftir viku tíma komu þeir aftur með fögnuði og höfðu með sér for- eldra Gulllokks. Þau gátu ekki trú- að þvi að litli drengurinn þeirra hefði verið svona lánsamur fyr en þau komu til hans og sáu það með sínum eigin augum. Hann sat þá í hásæti með gullkórónu á höfðinu og skrautklæddir þjónar umhverfis hann. Það er nokkuð sem læra má af þessari litlu sögu. Stundum þeg- ar foreldrar hafa gert alt sem þau gátu fyrir börnin sín; látið þau hafa alt sem þau þurftu og mögulegt var og látið þeim líða vel að öllu leyti, gleyma bömin því þegar þau kom- ast í góða stöðu í heiminum hvað það er mikið, sem þau eiga pabba sinum og mömmu að þakka. Þau meira að segja skammast sín stund- um fyrir þau og vilja ekki lofa þeim að vera hjá sér. Það var öðruvísi með hann Gull- lokk litla; hann lét það vera sitt fyrsta verk þegar hann var kominn í háa stöðu að sendá eftir foreldr- um sínum og hafa þau hjá sér. — Hann breytti eins og öll “Sólskins- böm” eiga að gera. Vöggi jusongur. Eftir Sera Gordon (Ralp Connor) Farðu að sofa, Lúla, Lúla, litla ástin mín. Fingur drottins breiði blund á blessuð augun þín þú ert mömmu eitt og alt, sem engill henni bros þitt skín. Gegndu ekki öðrum englum, er þér benda heim til sín. Sofðu Lúla, mundu að mamma má ei af þér sjá; sofðu, Lúla, aðrir englar í þig vilja ná. Hvernig sem þig allir englar ætla oð lokka mömmu frá, mamma heldur fast, já, fast svo fast að engar bænir tjá. Farðu að sofa, Lúla, Lúla, litla, veika hönd legðu mjúkt í mömmu lófa meðan drauma lönd opnast þinni sælu sálu svífur þögul nótt að strönd; eg skal halda höndum þar til heilsar aftur dagsins rönd. Hvað er þetta! hjartað litla hljóðnað, fölt og kalt? Hefir drottinn, Lúla, Lúla ljós mitt heimtað alt? Önei, jafnvel almættinu ekki væri líf þitt falt, Lúla mín, að morgni þú í mömmu faðmi vakna skalt. S ó Ii S K I N Öskudagurinn. Eg sá ekkert nema hvíta hring- iðuna, þegar eg rak nefið út í bæj- ardymar á Þverá, þvi það var moldbylur. “Það verður skemtilegur ösku- dagur að tama eða hitt þó heldur”, hugsaði eg og labbaði inn göngin í illu skapi. “Hver er að flangsa í mig?” nöldraði eg, og leit við; mér fanst einhver koma við mig. “Það hefir ekki verið neitt”, hugsaði eg, þeg- ar eg sá engan; svo hélt eg áfram inn í baðstofuna. “Hæ, gaman, gaman, ha, ha, ha I” hló Jenny þegar eg sneri mér við. til að láta aftur baðstofuhurðina. “Því hlærðu svona, Jenny?” spurði eg hvatlega. "Það er öskupoki aftan í þér”, svaraði Jenny, og ætlaði alveg að springa af hlátri. “Þú ert að skrökva”, sagði eg og gekk snúðugt inn gólfið. “Víst er það satt”, sagði Guðný, sem kom nú hlæjandi inn. “Eg hengdi öskupoka aftan í hann, þeg- ar hann var á leiðinni inn göngin. “Þétta skaltu fá borgað” sagði eg og leit íbygginn til Guðnýjar. “Góði, bezti, lofaðu mér að taka öskupokann aftan úr þér; eg ætla að kasta honum þarna langt inn undir rúm”, sagði Jenny, svo ósköp sakleysisleg, um leið og hún læddist aftan að mér. “Tæja, Jenny mín, þú ert æfinlega eins góð við mig”, svaraði eg. Jenny tók öskupokann úr jakk- an mínum, og sýndi mér hvar hún kastaði honum undir rúmið. Þó skömm sé frá að segja, þá hengdi eg nú reyndar einn steinpoka í kjólinn hennar, um leið og hún sneri við mér bakinu. Húsmóðirin var að skamta þeg- ar eg kom fram í búrið. Það stóð heima; þegar eg var nýbúinn að lauma smásteini ofan í eina skálina, þá kom Guðný og bar hana inn. Eg hljóp inn á eftir henni og veiddi steininn upp úr skálinni með spsen- inum minum. “Nú launaði eg þér lambið gráa, sagði eg hróðugur, um leið og eg sýndi Guðnýju steininn. “Eg held mér sé sama”, svaraði Guðný, og var alt í einu svo ósköp sakleysisleg á .svip. “En það er ljótt að sjá jakkann þinn; lofaðu mér að dusta af honum rykið I” “Nei, það verður ekkert af því, '— eg er nú eldri en tvævetur”, sagði eg og gekk aftur á bak út að glugg- anum. “Jæja, Jenny mín, af því þú varst svo góð, að losa mig við ösku- pokann áðan, þá ætla eg ekki að Iáta þig flækjast lengur með stein- pokann, sem hangir í kjólnum þín- um”. Eg leit kimnislega til Jenny- ar: “Þá ætla eg ekki að láta þig dingla lengur með öskupokann, sem hangir i jakkanum þínum”, svaraði Jenny gletnisleg. Hún hafði sem sé hengt annan öskupoka aftan í mig, þegar húrr þóttist af hjartagæzku vera að lösa mig við hinn. “Mér var þá nær að hlusta ekkí á fagurgalann í henni”, hugsaði eg. Síðan þreif eg öskupokann aftan úr mér, og kastaði honum svo hart á gólfið, að askan þyrl'aðist út frá. honum í allar áttir. Vöxtur félagsrjóma- búanna I SASKATCHEWAN Hin fimtán félags rjómabú, sem rekin eru af búnaðardeildinni, sjá um sölu fyrir allan rjóma, sem bændurnir í Saskatchewan geta fram leitt. Með því að starfrækja þessi rjómabú undir einni stjórn, er framleiðslukostnaður lækkaður eins og mest má verða og allra hæsta verð fengið fyrir rjóma. þessi rjómabú eru á ýmsum stöðum fylkisins, og er það þess vegna vinnandi vegur svo að segja fyrir hvern einasta bónda að flytja á samvinnu rjómabú. Rjóminn er allur aðgreindur eftir gæðum og borgað fyrir hann eftir því. Sætur rjómi og bragð- góður er borgaður 5 centum hærra verði fyrir pundið af smjörfitunni en súr rjómi og bragðslæmur; það borgar sig því að hirða vel um rjómann. Tölur þær, sem hér fara á eftir, sýna vöxt og við- gang samvinnu rjómabúanna í Saktachewan um síð- astliðin 8 ár. Ár Tala rjómab. Tala notenda Smjörpund 1907 .... 4 213 66,246 1910 .... 1,166 507,820 1913 .... 2,681 962,869 1914 .... 3,625 1,398,730 1915 .... .. .. 15 5,979 2,012,410 Áritun á allar rjómasendingar: “THE GOVERN- MENT CREAMERY” til einhvers af eftirfylgjandi stöðum, sem næstur er þægilegustu járnbrautarstöð fyrir yður: Birch Hills Lanigan Regina Cudworth Lloydminster Shellbrooke Canora Melville Tantallon Fiske Melfort Unity Kjarrobert Moosomin Wadena. Langenburg Oxbow Upplýsingar um verð, flokkun smjörs, flutnings- skýringar eða annað fást hjá rjómabússtjóra þeim, sem næstur yður er, eða frá aðal umboðsmanni rjóma- búanna. W. A. WILSON, Dairy Commissioner. SEXTÍU og FIMM ÁRA LJÓSIN Sextíu og fimm ára ljósin vinna enn þar sem er að rœða um . EDDY’S ELDSPÝTUR Fyrir sextíu og fimm árum voru fyrstu eldspýt- ur í Canada búnar til í Hull af Eddy og siðan hafa þær verið viðurkendar þær beztu sem kveikiefni. Þegar þér kaupið eldspýtur þá biðjið um EDDY’S

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.