Lögberg - 10.08.1916, Side 8
8
LoUBERG, FIMTUDAGINN 10. ÁGÚST 1916
Or bænum
Um það var getið í síBasta blaði
aö Páll Johnson frá Kandahar hefði
verið í bænum með Hjörnýju dóttur
sina til lækninga. Hún var skorin
upp á 'föstudaginn var og liður eft-
ir vonum. Páll fer heim í dag og
vonast til þess að Hjörný verði all-
hress áður langt líður.
Vigfús Þorsteinsson frá Beaver
kom á íslendingadaginn 2. Ágúst,
aðallega til þess að finna tvo drengi,
sem hann á í hernum, 223. deildinni;
þeir heita Guðmundur og Þorsteinn.
Vigfús fór heim aftur á föstudag.
Þorgrímur Pétursson kom austan
frá Brown fyrir íslnedingadaginn.
Hann var á leið til Argyle og býst
við að verða þar við uppskeruvinnu
fram eftir haustinu. Vel kvað hann
mönnum líða þar ytra og útlit vera
gott en þó talsverðar skemdir af
ryði. Þorgrímur fór vestur til Ar-
gyle á föstudaginn.
Magnús Johnson og Halldór Ingi-
mundarson frá Brown komu til bæj-
arins í vikunni sem leið og voru á
Islendingadeginum hér. Magnús var
að sækja móður sína, Herdísi John-
son sem verið hefir hér til lækninga
hjá Dr. Brandson um tima. Þau
fóru öll heim aftur á föstudaginn.
Júliana Thordarson, kona Hjartar
Thordarsonar rafm.fr. í Chicago,
kom til bæjarins fyrir íslendinga-
daginn og dv'aldi hér í nokkra daga.
Hún á hér ýmsa forna kunningja og
hefir ekki heimsókt þá lengi.
Guðrún Guðnason (Tcona M'arkús-
ar GuðnasonarJ frá Selkirk dvelur
- hér í bænum um tima sér til lækn-
inga.
1 Lögbergi 20. Júlí birtist dánar-
fregn Kristjáns Komráðs Davíðs-
somar og, hefir undirskrift GSsla-
sons hjónanna, sem greinina sendu,
snúist við í prentsmiðjunni, eins og
stundum getur komið fyrir. Á þessu
eru hlutaðeigendur beðnir velvirð-
ingar.
Húsfrú G. Hafstein frá Middle-
ton í Sask. kom hingað ásamt tveim-
ur börnum sínum fyrir Islendinga-
daginn og fór norður að Gimli að
finna þar kunningja sína.
H. Kr. Mýrmann frá Middleton,
Sask., kom til bæjarins fyrir íslend-
ingadaginn. Hann er kominn undir
sjötugt, en ern að sjá og unglegur;
fór hann norður til Gimli á laugar-
daginn og dvelur hér eystra um mán-
aðartíma. Kvað hann þetta vera
fyrstu og liklega síðustu skemtiferð
sína á æfinni. Fáir íslendingar seg-
ir hann að séu í grend við sig; að-
eins 31 landi að öllu töldu; en þeim
farnast vel og hafa nægilegt að bíta
og brenna. Uppskeruhorfur eru ekki
sem beztar þar v'estra; vætur hafa
verið langt of miklar, þótt ekki væri
farið að bera á ryði þegar hann fór.
Með Halldóri kom að vestan systir
hans, er Helga Þorsteinsson heitir
og á heima í sömu bygð.
Þorsteinn Thorkelsson frá Oak
Point kom til borgarinnar annan
Ágúst til þess að vera á íslendinga-
deginum. Hann kvaðst aldrei hafa
látið það bregðast að vera þar síð-
an hátíðin fyrst hófst hér fyrir 27
árum. Er Þorsteinn jafngamall há-
tíðinni hér í landi, kom hingað sum-
arið 1890. Alt gott kvað hann að
frétta úr sínu bygðarlagi; gras-
spretta er þar í allra bezta lagi og
akrar ágætir, þar sem þeir eru, en
skemdir þó talsverðar af hagli.
Vinnuhjálp er lítil þar ytra og horf-
ir næstum til vandræða í því atriði.
—Slys sagði Þorsteinn að hefði
viljað til þar ytra . Voru menn við
heyskap fyrra föstudag og skall þá
á voðalegt þrumuveður og varð
piltur fyrir eldingu og dó samstund-
is. Alls voru mennirnir þrír: þessi
piltur , faðir hans og skólakennari.
Eldingin snerti skólakennarann en
ekki til skaða. Pilturinn hét Henry
Ceradeau og var frakkneskur, 14
ára að aldri.
Harold Franklin B. Johnson frá
Wymyard og Margréi Magnússon
frá Winnipeg voru gefin samaa i
hjónaband 5. Ágúst af séra Bimi B.
Jónssyni að heimili hans 659 Wil-
liam Ave.
Verkamannafélagið sem getið er
um að stofnað hafi verið, heldur
fund í Goodtemplarahúsinu í kveld
(f imtud. J. Er það nokkurskonar
undirbúningsfundur meðal íslend-
inga undir aðalfund, sem halda á í
Labor* 1 Temple á föstudagskveldið.
Fundur þessi byrjar klukkan 8 síðd.
og er óskað eftir að sem flestir
verkamenn mæti þar. G. J. Magn-
ússon, formaður verkamannafélags-
ins, gengst fyrir þessum fundi.
H. Hermann, starfsmaður Lög-
bergs, fór norður til Árborgar á
laugardaginn og kom aftur á mánu-
dag.
Dr. Sveinn Björnsson frá Gimli
skrapp vestur til Leslie á mánudag-
inn. Kemur líklega ekki einn sam-
an aftur.
Frú Rannveig Jónasson, korta
Sígtryggs Jónassonar og systir séra
Valdimars Brem, lézt á spítalanum í
Winnipeg á sunnudaginn var, eftir
alllanga legu. Hún var gáfuð kona
eins og hún átti kyn til, hámentuð
og prúð í allri framgöngu. Hún var
jörðuð frá Fyrstu lútersku kirkjunni
í Winnipeg í gær ('miðv.d.J af séra
B. B. Jönssyni, að viðstöddu miklu
fjölmenni.
Þorbjörn Tómasson hermaður í
223. herdeild., er sagt að hafi slas-
ast á fimtudaginn var í herbúðunum
í Sewell. Ofsarok var og féll niður
tjald það sem flokkur hans var í, en
tré lenti á fæti Þorbjarnar og fót-
brotnaði hann.
Þeir sem eru að hugsa um að
ferðast til íslands í haust, ættu að
festa sér pláss á skipum Eimskipafé-
lags Islands sem allra fyrst
Gullfoss kemur til New York
snemma í September, en Goðafoss
snemma í Október. Þaðan fara
skipin beina leið til Reykjavíkur,
íytrir vestan allar stríðsstöðvar.
Marconi þráðlaus útbúnaður er á
skipunum.
Farseðill á fyrsta plássi frá New
York til Reykjavíkur er 250 krónur,
á öðru plássi 150 kr. Eg get selt
farbréf alla leið frá Winnipeg, eða
þeim sem heima eiga í Bandaríkjun-
um, með skipunum að eins. Stór
hópur er nú þegar búinn að biðja
um pláss á skipunum.
Upplýsingar um farbréfakaup og
annað ferðunum viðvíkjandi fást
með því að skrifa til eða finna Árna
Eggertsson, 302 Trust and Loan
Bldg., Winnipeg, sem er umboðs-
maður félagsins hér v’estra.
SRRÍTLUR.
Maður, sem verið var að klipppa,
tók eftir því að hundur, sem hár-
skerinn átti, horfði stöðugt á hann.
“Ljómandi er þetta fallegur
hundur,” sagð maðurinn.
“Já, hann er það,” sVarað hár-
skerinn.
“Honum hlýtur að þykja gaman
að horfa á þig klippa.”
“Ekki held eg nú það,” svaraði
hárskerinn. “Það er annað, sem
hann er að hugsa um. Það kemur
stundum fyrir, að eg klippi óvart
stykki úr eyranu á þeim, sem í
stólnum situr og hann tínir þau
upp.”—(The Commoner).
“Hver maður er álíka stór og
hugmyndir hans,” sagði A.
“Ósköp er að heyra þetta,” svar-
aði B. “Faðir minn er vísindamað-
ur og hann fær allar sínar hug-
myndir í gegn um smásjá.—(The
Commoner).
Drengsnáði var sendur á sunnu-
'dagsskóla í fyrsta iskifti. Móðir
hans fékk honum fimm cent til þess
að gefa í kirkjunni. Þegar hann
kom heim var hann með sætinda-
poka. “Hvar fékstu þetta?” spurði
móðir hans. “Eg keypti það í horn-
búðinni,” svaraði pilturinn. “Fyrir
hvað keyptir þá það?” “Fyrir centin
sem þú gafst mér.” “Þú áttir að
hafa þau fyrir sunnudagsskólann.”
“Eg þurfti þess ekki, því presturinn
kom á móti mér fram að dyrum og
hleypti mér inn fyrir ekki neitt”
Jakob Briem kom til bæjarins á
þriðjudaginn til þess að vera við
jarðarför systur sinnar frú Jónas-
son.—Margir fleiri komu frá Gimli
til þess að vera við jarðarförina.
Hagl gerði miklar skemdir i
Vatnabygðum á fimtudaginn; sum-
ir landar töpuðu þar allri uppskeru.
Grein II. um vináttu er endur-
prentuð fyrir þá sök, að stillinn
hlpfði .raskast í prdrituninni síðast
og efni því orðið óglögt.
Gjafir til 223. hcrdeildarinnar.
Safnað af G. Stefánssyni að Vest-
fold og Hove pósthúsum:—
G. Stefánson...........i .. $2.00
E. H. Einarsson........, .. .. 2.00
Halldór Johnson...............0.50
Vigfús Thordarson........... 1.00
Jón S. Amason.. ..............1.00
Leonard H. Olsen........... .. 1.00
Einar J. B. Johnson...........1.00
Bjöm Jónsson........... .. .50
A. M:. Freeman................1.00
F. Thorgilsson................1.00
Sigurður Mýrdal. . . .| .. .., .. 1.00
L. Kristjánsson.................50
K. Stefánsson..........i........50
Safna/ð |af Th. Thorkelsson að
Oak Point, Clarkleigh og Vestfold:
Th. Thorkelsson........ .. $5.00
Mrs. G. Thorkelsson........2.00
Miss Hekla Thorkelsson..........25
Fred. Thorkelsson...............25
A. G. Breiðfjörð...........1.00
S. T. Byron .. . .............1.00
Björn Björnsson.................50
Guðtyörn Guðmundsson .., .. .50
V. J. Guttormsson..........1.00
Home Economic Society, Lundar,
Man......| .. ..............$25.00
Frá Winnipeg:
S. Sveinsson, Simcoe St....5.00
Samtals er þetta $54.50.
i Gjafir til “Betel’'. t-i
Frá Lundar Home Economic So-
ciety, $10; Thorst. Thorarinsson,
Winnipeg, $10.
Mdð innilegu þakklætS,
/. Jáhannesson,
675 MþDermat Ave., Wpg.
FYRIRSPURN.
Nágrannar mínir eiga sitt landið
hvor og liggur vegarstæði milli
þeirra. Eg sló dálítið á vegarstæð-
inu og þykist annar eiga helminginn
af því, telur því heyið baðan sína
eign. Hefir hann á réttu að standa?
Var mér ekki heimilt að slá vegar-
stæðið og hirða heyið?
Búi digri.
SVAR:
Vegarstæðið er almennings eign,
hvorki nágrannar þínir né þú eiga
það. Venjuhelgi svo almenn að
lögum gengur næst, heimilar hagnýt-
ing slíkra slægja hverjum sem er.
Nágranni þinn hefir þvi á röngu
máli að standa, en lagalega hefir þú
ekki rétt til að slá vegarstæðiö.
Ritstj.
VINNUKONU vantar út á land
sem allra fyrst; kaup $15 á mánuði;
konan hjálpar við Öll verk. Tdboð
sendist til,
Mrs. J. G. DavíSsson,
Box 169, Antler, Sask.
IÞRÓTTIR
Islendineadagsins í Winniþee
2. Agúst 1916.
Samkvæmt beiðni ritstjóra Lög-
bergs skrifa eg um íþróttir íslend-
ingadagsins í ár.
Ljúft er mér að minnast íþrótta-
mannanna, því margir þeirra reynd-
ust vel og eiga tvímælalaust miklar
þakkir skyldar, en því miður gat eg
ekki fylgst nægilega með, til að rit-
dæma afrek þeirra og framkomu, því
oft fór fram samkepni í fleiri en einni
íþrótt samtímis. Mun eg því láta mér
nægja, að lýsa því yfir um leið og eg
get þeirra, sem verðlaunin hlutu, að
yfirleitt virtist mér prúðmenska, létt-
Ieiki og lipurð vera sameiginleg ein-
kenni þessara íþróttamanna, þótt ein-
staka undantekninga frá því ættu sér
stað.
Til þess lesandinn geti sjálfur séð
hvort afturför eða framför eigi sér
stað, set eg hér þau hámök, sem gerð
hafa verið á undanförnum Islendinga-
dögum, og til þess að séð verði af-
staða íslenzkra íturmenna fítur-
menni: “champion”/ gagnvart ítur-
menni fylkisins, set eg hámörk i
Manitoba.
Strax á eftir nöfnum vinnanda set
eg hámark hans, en fyrri hámörk á
ísl.dögum og fylkisins set eg innan
sviga með stryki á milli, strax þar á
eftir:—
Hlaup, 100 yds.—1. vl. Émil Da-
víðsson, Selkirk: 10 3-5. sec. J10j4
sek.—10 sec.J; 2. Walter Byron, 223.
herd.; 3. Th. Halldórsson, Lundar.
Hlaup, 220 yds.—1. Emil Davíðs-
son, Selkirk,: 24 sec. 723 3-5. sec—22
sec); 2. Walter Byron, 223. herd.; 3.
Th. Halldórsson.
Hlaup, 440 yds.—1. A. O. Magnús-
son, Lundar: 57 4-5. sek. (52Jý s.—
49 1-5. s.J ; 2. O. Björnsson, 223 hd.;
3. Egill S. Ingjaldson, 223 hd.
Hlaup, y2 míla—1. A. O. Magnús-
son, Lundar: 2 mín. 17 3-5.-sek. (2 m.
8 2-5. sek.—2 mín.J; 2. Egill S. Ingj-
aldsson, 223. hd.; 3. O. Björnsson, 223.
herd.
Hlaup, 1 míla—1. A. O. Magnússon,
Lundar: 5 mín. 4 4-5. sek. (4 m. 53 3-5.
sek.—4 m. 33 2-5. sek.J; 2. Egill S,
Ingjaldsson, 223. hd.; 3. E. H. Ei-
ríksson, Lundar.
Hlaup, 5 mílur—1. A. O. Magnús-
son, Lundar: 30 mín. 8 sek. (30 mín.
29 sek.—26 mín. 11 3-5. sek.J; 2. E.
H. Eiríksson, Lundar; 3. Sig. Da-
víðsson, 223. hd.
Hopp-stig-stökk—1. M. Kelly, 223.
hd.: 39 f. 5ýí þ. 740 f. 9'A þ,—43
f. 2 þ.J; 2. S. B. Stefánsson, Lund-
ar; 3. Th. Halldórsson, Lundar.
(Tilhlaujps-langstökk—1. M. Kelly,
223. hd.: 19 f. 4Rj þ. 720 f. þ.—
22 f. 4 þ.J; 2. S.B. Stefánson, Lund-
ar; 3. Th. Halldórsson, Lundar.
Jafnfætis langstökk—1. Paul Bar-
dal, Wpg.: 9 f. 0% þ. 79 f. Sy2 þ.—
10 f. jö þ.J; 2. Victor E. Westdal,
Lundar; 3. John A. Vopni, Wpg.
Tilhlaups hástökk—1. M. Kelly,
22. hd.: 5 f. 5 þ. 75 f. 5 þ,—6 fetj;
2. S. B. Stefánsson, Lundar.
Stangar-stökk 7P°le VaultJ— 1.
Emil Davíðsson, Selkirk: 10 f. 2. þ.
710 f. 2 þ,—11 fetj; 2. S. B. Stef-
Kasta 16 pd. lóði—1. Paul Bardal,
Wpg.: 32 f. 11 þ. (33 f. 4 þ,—41 f.
5 þ.J; 2. E. J. Eiríksson, Lundar;
3. H. Johnson, 223. hd.
Hindrunarhlaup 7L°W Hurdles/,
220 yds.—1. M. Kelly, 223. hd.: 2.
Walter Byron, 223. hd.; 3. Th. Hall-
dórsson, Lundar.
Kringlu-cast /DiscusJ—1. Frank
Fredrickson, Wpeg; 2. Emil Da-
víðsson, Selkirk.
í tvennu því síðastnefnda veit eg
ekki um tíma né vegalengd.
Þeir sem keptu í ofangreindum
íþróttum, þreyttu kapp um bikarinn-
þannig, að stig eru veitt með hverj-
um verðlaunum, 3 fyrir fyrstu, 2
fyrir önnur og 1 fyrir þriðju, og sá
sem flest stig fær hlýtur bikarinn.
Flest stig fékk A. O. Magnússon frá
Lundar (12), og hlaut því bikarinn;
næstur honum var M. Kelly með
11 y og hinn þriðji í röðinni var
Emil Daviðsson með 11 stig. Magn-
ússon og Kelly fengu báðir jafn-
mörg verðlaun, fjögur fyrstu verð-
laun hvor, en Kelly hlaut ein með
hlutkesti, er varpað var um hástökk
milli hans og S. B. Stefánssonar og
var því eigi gefið fyrir þau nema
2y2 stig. Þeir Magnússon og Kelly
eru báðir svo vel þektir 'tþrótta-
menn að þess gerist ekki þörf að
geta þeirra sérstaklega, en Emil Da-
víðsson er lítt þektur áður, enda að
eins 18 ára gamall Hann er meðal-
maður á hæð, prýðisvel vaxinn og
fríður sýnum. Allar hans hreifngar
eru aðdáanlega mjúkar og spá mín
er, að innan skamms auðnst honum
að vekja aðdáun fleiri en íslend-
inga.
í íslenzku glímunni keptu að eins
5. Sigurvegarinn var Guðmundur
Sigurjónsson og hlaut þv beltið, en
næstur honurn stóð Benedikt Ólafs-
son.
Hermenn þreyttu kapp við heima-
menn í knattleik /baseballj og reip-
togi og töpuðu knattleiknum en unnu
reiptogið. Við knattleikinn var eg
eigi viðstaddur en á reiptogið horfði
eg mér til sárrar gremju, því bæði
var það, að það fór fram án þess
nokkrar reglur væru viðhafðar og að
liðsmunurinn var svo mikill, að eg
held að hermenni hefðu getað dregið
hina með sér alla leið til herstöðv-
anna 7SewellJ og það með vanaleg-
um ganghraða. Márgur hafði hlakk-
að til þessarar samkepni, því Hún
hafði verið auglýst með kjarnyrð-
um og var því slæmt að þannig
skyldi fara. 9 silfur vindlingahylki
7cigarette casesj voru veitt í verð-
laun fyrir knattleikinn, en 7 vindla-
kassar fyrir reiptogið, óg má slík
Verðlaunaveiting í fylsta máta heita
óviðeigandi, þar sem tóbaksnautn
er heilsuspillandi og ósæmileg hverj-
um þeim er íþróttir iðkar, sem og
öllum öðrum.
Ungar stúlkur keptu i knattleik
7baseball/, tveir flokkar héðan úr
bænum og einn utan frá Lundar.;
þótt eg væri þar viðstaddur þá kann
eg ekki af eigin eftirtekt að segja
frá úrslitum, því mér lá við svima
af að horfa á þá stöðugu hringrás.
Að eins man eg það, að mér þótti
knattleikurinn Htilfjörlegur en stúlk-
urnar fjörlegar og fríðar. En Arin-
björn Bardal hefir sagt mér, að
sveitastúlkurnar hafi unnið “með
glans”, og efa eg eigi frásögu hans.
Hygni sýndi framkvæmdarnefndn
með verðlaunaveitingar til stúlkn-
anna eigi síður en til knattleiks og
reiptogs karlmannanna, því hún
veitti 18 af 27 verðl., og hver haldið
þér þau hafi verið ? Kassar fullir af
sœlgœti 7candyJ er kostað höfðu sam-
tals 16 dali og 50 cent. Er það hugs-
anlegt að forseti nefndarinnar, sem
er heilbrigðissérfræðingurinn Dr. B.
J. Brandson, ráðleggi stúlkum, sem
iðka íþróttir, að nærast á sælgæti
Hver veit nema eitthvað af þessum
sætindaverðl. nefndarinnar hafi
tekið sér bólfeStu í botnlöngunum, og
hvað skeður þá?
í sambandi við íþróttirnar mætti
nefna ýmislegt frá hálfu framkvæmd-
arnefndarinnar, ar skoðast gæti mis-
ráðið, en þess ber að gæta, að hún
hefir margfalt erviðara verk en ó-
kunnugir geta gert sér í hugarlund,
og væri því tæplega sanngjarnt, að
leggja hana í einelti með aðfinslur.
í því trausti að hún hafi ráðið ráð-
um sínum og unnið samkvæmt beztu
vitund, ber oss öllum sem unnum ísl.
þjóðerni, að þakka hnni unnin störf
sem öll hafa verið leyst af hendi ár,
nokurs endurgjalds
GuSm. Sigurjónsson.
A.O.U.W. verndar félaga í
stríðinu.
Stúkan verndar að fullu og öllu þá
scm c vígvöllinn fara.
Mountain N.D., i. júlí 1916.
A.O.U.W. vemdar að öllu leyti
þá sem í herinn hafa gengið og eru
sendir í stríðið, samkvæmt yfirlýs-
ingu, sem gerð var nýlega af
Bradley C. Marks reglustjóra í
Norður Dakota deildinni.
Samkvæmt ábyrgðarlögum fé-
lagsins nær trygging ekki til her-
manna í striði og skirteini þeirra
falla úr gildi. Ekki aðeins borgar
stórstúka A.O.U.W. dánarkröfur
slikra manna ef þeir falla, heldur
einnig heldur hún við ábyrgðunum
fyrir mennina með því að borga út-
gjöldin þegar þau falla á.
Þétta er mögulegt aðeins vegna
hins ágæta fjárhags reglunnar, með
því að A.O.U.W. er mesta fjár-
málastofnun i Norður Dakota sem
stendur.
Þetta var oss sent og bent á til
birtingar. — Ritstj.
KENNARA vantar fyrir Min-
erva skóla nr. 1045. Kenslu tímabil
frá 15. sept. 1916 til 1. maí 1917.
Umsækjandi verður að hafa 2nd
eða 3rd Class Professional Certifi-
cate. Hver sem sinna vill tilboði
þessu greini undirrituðum frá æf-
ingu sem kennari og hvaða kaupi
óskað er eftir. Umsóknum veitt
móttaka til 30. ágúst.
/. G. Christie, Sec. Treas.
íslendingadagur að Mountain.
Annar ágúst var haldinn hátíð-
(Iegur að Mountain í Norður Dakota
eftir fréttum í bréfi þaðan. Veðrið
var hið indælasta og fjöldi fólks
sótti hátíðina. Skemtanir bæði
.margbreyttar og góðar.
Karl Einarsson stúdent frá
Hensel flutti snjalla ræðu á Is-
lenzku; og er skemtilegt að heyra
að þeim fjölgi sem hér eru fæddir
og mentaðir og beiti þó tungu vorri
við slík tækifæri.
S. V. Leifur stýrði samkomunni
og fór hún fram hið bezta.
Bréfritarinn segir að heyskapur
standi yfir, og uppskera á höfrum,
byggi og rúgi sé að byrja og alt með
fyrra móti sökum hita og þurka.
Bréfið er skrifað 3. ágúst.
Skógargíldi að Markland 17. Júní.
Bóndi utan frá Grunnavatnsbygð
var hér á íslendingadeginum og
sagði oss frá því, að landar þar ytra
hefðu haldið skógargildi og út-
breiðslufund í bændafélagi bygðar-
innar 17. Júní í sumar að Markland
Hall Aðal ræðumaður þar var
S. Sigfússon starfsmaður stjórnar-
ínnar, og hafði honum mælst vel og
skörulega. Að ræðu hans lokinni
voru bornar upp fyrir hann margar
spurningar af bændum bygðarinnar
og svaraði hann þeim öllum vel og
greinilega. Sigfússon á miklar þakk-
ir skyldar fyrir þann áhuga er hann
sýnir í stöðu sinni og hversu mjög
hann virðist bera velferð bænda fyr-
ir brjósti.—Áhugamál bænda í bygð-
inni hafa aldrei verið eins Vel vak-
andi og væri betur að það héldist,
því þótt alt af sé þörf á góðum bú-
skap þar sem hann er stoð alls ann-
ars, þá er þess einkum þörf nú á
rneðan á stríðinu stendur. Næsti
íundur félagsins verður haldinn í
September og ættu bæði félagsmenn
og aðrir að sækja hann. Þar verða
nauðsynjamál félagsins rædd og sér-
lega vandað til fundarins. Gat sá
er fréttirnar sagði, þess, að óskað
væri eftir að sem flestir væru undir
það búnir að koma fram með eitt-
hvað á fundinum til uppbyggingar
og skemtunar,— Að Afloknum ræð-
um á þessum fundi fóru fram alls-
konar íþróttir, svo sem hlaup, stökk,
knattleikar og fleira. Hlupu þar
1 gamlir menn og konur sem ung
væru og voru mörg verðlaun gefin.
Fóru allir heim að kveldi glaðir og
ánægðir. — 1 fjarveru forseta og
varaforseta félagsins stjórnaði Þor-
steinn Thorkelsson á Oak Point sam-
komunni og fór alt fram hið bezta;
þess gat sá, er fréttirnar sagði, að
æskilegt væri að sjá ríflega þátt-
töku kvenna í fundahöldum og sam-
kvæmislífi, þar sem þær nú hefðu
öðlast jafnrétti við menn hér í álfu,
og er það í alla staði rétt athugað.
Minning
eftir porbjörgu sál. J?orgeirsson,
f. 3. Maí 1877, d. 22. Ágúst 1914.
(Undir nafni móður hennar.)
pau leiða mig, árin, hægt og hljótt
að hvílunni, þar sem vært og rótt
eg sofna með sorgum mínum.
f vestrinu dvínar dagsins brún,
en dýrðlegri morgun boðar hún,
með blaktandi blysum sínum,
sem bending frá anda þínum.
Frá gröfinni þinni, porbjörg mín,
í þrautamyrkrinu geisli skín,
þar langvistum hugann hefi ég;
ef nálægt er mér ei mannssál nein,
þá minnist eg þig og græt þig ein;
ei heiminum hugtár gef eg,
í hjarta míns djúp þau gref ég.
Og það sér ei neinn hvað þú varst mér
og það veit enginn hve viðkvæmt er
það hjarta, sem hylur sárin;
en samt er mér eins og svipur þinn
með sólskini fylli huga minn
og ógrátnu tefji tárin.
þó tel ég og reikna árin.
Eg minnist þess, blessað bamið mitt,
hve bjart var og heiðskírt lífið þitt,
þó örðugar leiðir ætti;
og þegar þú stóðst við dauðans dyr,
þú djarflega brostir eins og fyr;
og grátna þín gleði kætti,
þó gleddir af veikum mætti.
Frá vöggu til grafar stutt er stund,
en sterk og voldug er drottins mund,
hún lýsir með ljósum sínum.
pau leiða mig, árin, hægt 0g hljótt
að hvílunni, þar sem vært og rótt
eg sofna með sorgum mínum
og síg upp að faðmi þínum.
pó sakni eg blessaðs bamsins míns,
sem brott var kallað til föður síns,
og blæði því muna mínum;
í vestrinu dvínar dagsins brún,
og dýrðlegri morgun boðar hún
með blaktandi blysum sínum,
sem bending frá anda þínum.
Sig. Júl. Jóhannesson.
NOTIÐ ROYAL CROWN SÁPU; hún er bezt. SafniS Royal
Crown miöum og nöfnum. Eignist fallega nytsama muni kostnaöar-
laust.
Ef þú ert eldá þegar byrjaöur aö safna miöum, þá byrjaSu
tafarlaust. Þú veröur forviða á því hversu fljótt þú getur safnað
nógu miklu til þess að afla ágæts hlutar. Einhvers sem mikils er
viröi.
Royal Crown munir eru úr bezta efni. Þeir eru valdir meö
mikilli varfærni. Þeir eru margs konar; eitthvaö sem vel kemur sér
fyrir alla. NÁIÐ í NÝJA VERÐLISTANN OKKAR. Þaö
kostar ekkert nema aðeins aö biðja um hann. Ef þú sendir bréf
eöa póstspjald, þá færðu hann með næsta pósti og borgað undir hann.
Allir munir sem eru auglýstir eða sýndir fyrir fyrsta maí 193 S
eru nú teknir af listanum.
Þegar þú velur einhvern hlut, þá v'ertu viss um að velja eftir
nýja listanum. Áritan:
THE R0YAL CR0WN S0APS
Limited
PREMIUM DEPARTMENT ■ WINNIPEG, MAN.
NorsK-Ameriska Linan
Nýtízku gufuskip sigla frá
New York sem segir:
“Bergensfjord”, 5. Agúst.
"Krlstiansfjord” 26. Ágúst.
“Bergensfjord” 16. Sept.
"Kristianiafjord” 7. Okt.
Norðvesturlsnds farþegar geta ferðast
með Burlington og Baltimore og Ohio
járnbrautum. Farbrjef fra I■-
landi eru seld til hvaða staða sem er
í Bandaríkjunum og Canada. — Snúið
yður til
HOBE & CO., G.N.W.A.
123 S. 3rd Street, Minneapolis, eða
H. S. BARDAL,
892 Sherbrooke Street, Winnipeg.
Málverk. }£££&
[“Pastel” og olíumálverk] af
mönnum og landslagi
býr til og selur með sanngjörnu verði.
ÞoriteÍBn Þ. Þorsteioseon,
732 McGee St. Tals. G. 4997
KENNARA vantar fyrir Frey-
skóla No. 890, í Argyle-bygð, sem
hefir lögmætt kennaraleyfi. Kensla
byrjar 1. September næstkom. og
heldur áfram til 21. Desember 1916.
Umsækjendur sendi tilboð sín til
Árna Sveinssonar, Glenboro P.O.,
við fyrsta tækifæri.
Arni Sveinsson,
Sec.-Treas.
Öryggishnífar
•afety skerptir RAZO
Ef þér er ant um að fá gó8«
brýnslu, þá höfum viö sérstaklega
gott tækifæri að brýna fyrir þig
rakhnífa og skæri. “Gilett’s" ör-
yggisblöð eru endurbrýnd og "Dup-
lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein-
föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhníf-
ur þinn bítur ekki, þá láttu okknr
•ýna þér hversu auðvelt það er að
raka þegar Vér höfum endurbrýat
blöðin. — Einföld blöð einnig lög-
uð og bætt. — Einnig brýnum við
skæri fyrir lOc.—75c.
Thi Razop & Sftear Sharpening Co.
4. löfli.614 Builder* Exchange Grinding Dpt.
333* Portage Ave„ Winnipeg
Látið húðina anda.
Með þvf aH halda avitanolunum opnum og
lausum við óhreinindi. Þegar þær *ru
lokaðar getur húðin ekki andað og verður
því hörundsliturinn óhreinindalegur
NYAL'S FACE CREAM
hreinsar hörundsholurnar og losar þær við
olfukent cfni sem eitrar hörundið. Notið
það óspart f sumar ef þér viljið hafa falleg-
an hörundslit
Verð 25 og 50c askjan.
WHALEYS LYFJABÚÐ
Phone Sheebr. 258 og 1130
KENNURUM tveim, sem um þá
atvinnu sækja, veitir Lundi sköli Nr.
587, í Riverton, stöðu frá 15. Sept-
ember til 15. Desember 1916, og frá
1. Janúar til 30. Júnt 1917; kenslu-
tími því níu mánuðir. Lægri kenslu-
stofan útheimtir kennara með ”3rd
class professional certificate”; en sú
hærri “2nd class certificate.”— List-
hafendur segi í tilboðum sínum
hvaða kaup þeir vilja hafa, menta-
stig og æfingu í kenslu.— Tilboðum
veitir undirritaður móttöku til 10.
Ágúst næstkomandi.
Icelandic Riv'er P.O., 10. Júlí, ’16.
Jón Sigvaldason, sec.-treas.
Horni Sargent Ave. og Agnes St.
Eg hefi nú nægar byrgðir af
“granite” legsteinunum “góðu”
stöðugt við hendina handa öllum,
sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja
þá, sem hafa verið að biðja mig um
legsteina, og þá, sem ætla að fá sér
legsteina í sumar, að finna mig sem
fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að
gera eins vel og aðrir, ef ekki betur.
Yðar einlægur.
A. S. Bardal.
KENNARRA vantar fyrir Vest-
fold skóla Nr. 805, í þrjá mánuði,
frá 24. Ágúst n.k. Umsækjendur
tilgreini mentastig, æfingu og kaup
sem óskað er eftir, og sendi tilboð
sín til ‘ A. M. Freeman,
Sec.-T reas.
Vestfold, Man.
Ef eitthvað gengur að úríuu
þínu þá er þér langbezt að seuda
það til hans G. Thomas. Haua er
í Bardals byggingunni og þú mátt
trúa því að úrin kasta eflibelgn-
um í höndunum á honum.
VÉR VÉR
KENNUM KENNUM
GREGG CII/ ccc PITMAN
Hraðritun oUl Loo Hraðritun
BUSl [NESS 1 COLI £GE
HORNI PORTAGE OG EDMONTON ST.
WINNIPEG, - MANIT0BA
ÖTIBÚS-SKÓLAR FRÁ HAFI TIL HAFS
TÆKIFÆRI YFIRBURÐIR
pað er mikil eftirsókn Beztu meðmæli eru með-
eftir nemendum, sem út- mæli fjöldans. Hinn ár-
skrifast af skóla vorum. legi nemendafjöldi í Suc-
— Hundruð bókhaldara, cess skóla fer langt
hraðritara, skrifara og fram yfir alla aðra verzl-
búðarmanna er þörf fyr- unarskóla í Winnipeg til
ir. Búið yður undir þau samans. Kensla vor er
störf. Verið tilbúin að bygð á háum hugmynd-
nota tækifærin, er þau um og nýjustu aðferð-
berja á dyr hjá yður. um. ódýrir prívatskólar
Látið nám koma yður á eru dýrastir að lokum.
hillu hagnaðar. Ef þér Hjá oss eru námsgreinar
gerið það, munu ekki að kendar af hæfustu kenn-
eins þér, heldur foreldr- urum og skólastofur og
ar og vinir njóta góðs af. áhöld eru hin beztu. —
— The Success CoIIege Lærið á Success skólan-
getur leitt yður á þann um. Sá skóli hefir lifað
veg. Skrifist í skólann nafn sitt. Success verð-
nú þegar. ur fremst í flokki.
SUCCESS-NEMANDI HELDUR HÁMARKI 1 VJELRITI'N
INNRITIST HVENÆR SEM ER
Skrifið eftir bæklingi
SUCCESS BUSINESS COLLEGE
F. G. Garbutt, Pres. D. F. Ferguson, Prin.