Lögberg - 17.08.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.08.1916, Blaðsíða 2
2 Í.OGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST 1916. England og Þýzkaland. Hér fer á eftir útdráttur úr grein eftir Chr. Collin Prófessor við há- skólann' í Kristjaniu. Fjórum sinnum á 3—4 síöastliðn- um öldum hefir eitt einasta riki í Noröurálfunni oröiö svo voldugt og umsvifamikiö, að þaö hefir reynt aö ná yfirráðum í álfunni og þar meö heimsveldi. Svo var um Spán á dögum Filippusar 2., Fíakklands á dögum Lúðvíks 14. og aftur á dögum Napoleons mikla, og loks í>ýzkaland nú. Fjórum sinnum hafa hin ríkin, sem ekki voru eins hersterk, gert bandalag til þess aö koma í veg fyrir myndun nýs Róma- ríkis í álfunni. Hér um bil hundraö ár eru milli hinna miklu stríða, sem út af þessu hafa risið og sett merki i sögu álf- . unnar. Flest hafa rikin hvað eftir annað skift afstöðu til þessa máls. En eitt af þeim hefir þó jafnan verið í varnarsambandinu. Það er England. Brezku eyjarnar hafa vegna hagkvæmrar legu í álfunni verið þar eins og jafnvægishjól. I hvert skifti hefir England í þessu máli þjónað eigin hagsmun- um. En jafnframt hefir það, sjálf- rátt eða ósjálfrátt, einnig þjónað hagsmunum Norðurálfuþjóðanna í heild sinni. Það hefir, sér og öðr- um til gagns, haldið opinni leiðinni til myndunar heimsveldis með fyr- irkomulagi, sem er hagfeldara en nokkurt einveldisfyrirkomulag. Höf. vitnar svo í ummæli skozka heimspekingsins Hume’s um nauð- synina á frjálsri samkepni menn- ingarþjóða álfunnar, og einnig í ummæli eftir Edward Meyer, einn af helztu sagnariturum Þjóðverja, þar sem hann talar um, að Róm- verjar hafi eftir sigurinn við Hanníbal eyðilagt valdajafnvægið í menningarheimi þeirra tíma og þar méð valdið, fyrst kyrstöðu og sið- an afturför í menningarstarfsem- inni. Eitt voldugt menningarríki kemur fram, þar sem út er skafinn allur þjóðernismunur, en því fylgir það, að samkepnin í þjóðfélagsmál- unum hverfur og þar með lífsskil- yrði menningarstarfseminnar. Ger- ir svo höf. grein fyrir hugmyndinni um frjáls þjóðasambönd í mótsetn- ing við það heimsveldi, sem eitt sigrandi ríki skapar. Vist er um það, segir höf., að til eru í Þýzkalandi margir frjálslynd- ir menn, sem mundu fremur kjósa bandalag milli frjálsra þjóða en heimsríki undir stjórn “alþýzkrar” drotnandi þjóðar. Og í Englandi, Frakklandi, og þó einkum í Rúss- landi eru margir menn, sem mundu helzt kjósa, að. lánd sitt næði sem mestu drottinvaldi út á við og færði það yfir aðrar þjóðir. En ástæðum- ar eru nú þannig, að ef Þýzkaland og bandamenn þess sigra nú í ó- friðnum, þá er stórt spor stigið í áttina til mvndunar nýs Rómaveld- is, með einni drotnandi þjóð. Þó ófriður sá, sem nú stendur yfir, sé ekki byrjaður í þessu skyni, þá er ástandið þannig, að Þýzkaland muhdi eftir sigurinn vera neytt til að ná yfirráðum yfir megninu af ströndum Evrópu og þannig halda áfram frá sigri til sigurs, alveg eins og rómverska rikið til forna. Til þess að forðast sívaxandi herútbún- að og herbúnaðarhættu, yrði það að ná föstum stöðvum við öll höf. Það gæti ekki látið sér nægja álika vald og hið svonefnda heimsriki Breta hefir nú við að styðjast, þar sem stærstu landssvæðin eru í raun og veru frjáls sambandslýðveldi, sem geta skilið við aðallandið hve- nær sem þeim sjálfum lizt, svo sem Canada, Ástralia og Bandarík: Suður-Afríku. Innan Miðveldasambandsins hef- ir þýzka þjóðin mjög mikla yfir- burði yfir allar bandaþjóðir sínar. 1 Þýzkalandi sjálfu á hún yfir 60 miljónir þýzkumælandi manna, og í Austurríki og Ungverjalandi tólf miljón r, móti eitthvað um 10 milj. Magyara, álíka mörgum ósmönsk- um Tyrkjum, og svo Búlgurum og Slövum innan bandalagsins. En þessu er öðruvisi varið innan þess stóra bandalags, sem á móti er. Þar er engin ein þjóð svo sett, að hún með nokkrum rétti geti að leikslokum komið fram sem drotn- andi þjóð yfir heiminum. Hvorki England nó Frakkland, Rússland né Italia, geta trvgt sér vinnufrið eftir stríðið öðruvís en með banda- lagi þar sem allir aðilar hafa jafn- rétti. Jafnvel Rússland er of veikt til að geta þetta í yfirsjáanlegri framtíð, enda er það nú, eftir hreyf- ingu þá, sem kominn er á hinn gula mannflokk, berskjaldað fyrir í Austur-Asíu. Ekkert þessara ríkja getur vænst fullrar viðreisnar eftir ófriðinn öðruvísi en í jafpréttis— bandalagi við hin. Að tala um, að næsti ófr.ður hljóti að verða strið um líf og dauða milli brezka ríkisins' og Rússlands, virðist mér vera tilraun tij, þess að skygnast inn í framtíð, sem sjón okkar nú á tímum nær ekki til. England og Rússland geta ekki ver- ið án stuðnings hvort frá öðru um langan tima hér á eftir. Og sama er um England og Frakkland. Til þess' að geta spáð stríði milli þess- ara þriggja ríkja, verða menn að skilja hagsmuni þeirra betur en í- búar sjálfra þeirra nú. Þau fjögur stórveldi, sem nú hafa myndað varnarsamband gegn tilraunum Miðveldanna til þess að ná fullkomnum yfirráðum í Norð- urálfunni, eru einmitt þau hin sömu stórveldi, sem á Haagfundunum hafa verið hlynt stofnun réttar- sambands milli allra mentaþjóða heimsins. En Þýzkaland lagði eink- um hindranir fyrir framgang þess máls, með stuðningi frá Austurriki og Ungverjaland ogi Tyrklandi. 1911 voru bæði England og Frakk- land reiðubúin til þess að gera ófrá- víkjanlega samninga við Bandarík- in um gerðardóma í sama sem öll- um ágreiningsmálum, og það var að eins hik efri málstofu Banda- ríkjaþingsins, sem hindraði Taft forseta frá að koma í framkvæmd hinum víðtæku gerðardómaráðstöf- unum Ameríkumanna, sem ef til vill hefðu getað orðið til þess að af- stýra núverandi ófriði, hefðu þær komist í framkvæmd. Höf. segir að því hafi verið hald- ið fram af tveimur eða þremur norskum rithöfundum, að Eng- land hafi valdið því, að þetta stríð hafi verið óhjákvæmilegt, eða neytt Þýzkaland út í það með innilokun- ar-stefnu sinni gagnvart Þýzka- landi, er haft hafi það markmið, að takmarka eðlilegan vöxt þýzku þjóðarinnar. Og þetta er einmitt það, sem Þjóðverjar hafa haldið fram, einkum hermálamenn þeirra, segir höf. En sannleikurinn er sá, að það var ekki England, heldur Bismark, sem lengst andæfði þvi, að Þjóðverjar færu að gera tilraun- ir til, stofnunar stórs, þýzks ný- lenduríkis, meðan enn var nóg af hrávörulöndum að vinna. Bismark hvatti Frakka til þess að leita bóta fyrir missi Elsass og Lothringen í landvinningum í öðrum heimsálf- um. Og er Þýíkaland brevtti stefnu að þessu leyti og fór að sækjast eftir nýlendusvæðum, þá studdi England það til þess að ná tökum á helztu nýlendunni, en það er eign Þjóðvérja í Austur-Afriku. England hindraði það ekki, að Þýzkaland á mjög stuttum tíma náði yfirráðum yfir nýlendusvæði, sem að víðáttu til er meira en fimm sinnum stærra en alt Þýzkaland. Að visu er það satt, að bæði Frakkland og England eiga miklu stærri nýlendusvæði, einkum Eng- land. En England ó ekki sök á því, þótt stjórnmálastefna Þýzkalands hafi ekki lineigst í þá áttina um langt skeið, að afla sér nýlenda. Prússar hafá sókst eftir landvinn- ingum í Norðurálfu og fengið þá. Og enn ætla stjórnmálamenn Þjóð- verja að auka valdsvið þýzka rik- isins hér í álfu á kostnað annara ríkja, eftir því sem rikiskanslaran- um hafa nýlega farist orð. England hefir aftur á móti alt frá dögum Shakespeares, eða í hálft fjórða hundrað ár, að eins leitað sér land- vinninga í öðrum heimsálfum. — Ætlast menn til að England skifti Indlandi milli sin og Þýzkalands? I Indlandi sjálfu eru engar óskir um slíkt uppi. Eða á England að skifta milli sín og Þýzkalands ný- lendum þeim, sem bezt eru lagaðar til íbúðar handa hvítum mönnum, svo sem Canada, Suður-Afríku og Astraliu? En þessi Iönd eru sam- bandslýðveldi Englands með sjálf- stjórn, sem í raun og ve#U eru Eng- landi óháð og geta, hvenær sem í- búar þeirra vilja, skift um og valið þýzka flaggið í stað þess enska. Stríðið, sem nú stendur yfir, sýnir, að j>au vilja helzt halda sambandinu við England, einnig Suður-Afríku- bandaríkin, sem stjórnað er þó að meiri hluta af hollenskumælandi Búum. Það eru þeir, sem nú eru að taka eignir Þjóðverja í Suður- Afríku af ]>eim handa Englending- um eða sjálfum sét. Nýbyggjarnir þar syðra vilja ráða sér sjálfir, hvorki láta Þjóðverja né nokkra aðra af þjóðum Evrópu stjóma sér. Og þeir halda með Englandi af þvi að þeir búast við því af stjórn- málamönnum þess, að þeir virði að öllu leyti réttindi þeirra sem frjálsra manna. Indverjar óska ekki heldur eftir þýzkum yfirráðum. Mentuðustu menn Hindúa vita, að von bráðar muni liða að því, að sjálfstjórnamýlendur Breta fái að- gang að stjórnmálabandalagi við hinar brezku eyjar, j>ar sem full- komið jafnrétti gildi og ekkert sam- bandslandið verði undir annað gef- ið. Og þá muni opin leið fyrir Indland og Egyptaland til þess að ná sams konar stöðu í bandalaginu. eða }>á að verða sjálfstæð ríki. Það er öllum ljóst að Bretland og írland geta ekki haldið yfir j>rjú hundrað miljónum manna, sem Indland byggja, föstum við sig, ef jæssi fjöldi verður sammála um, að vilja mynda sjálfstætt riki út af fyrir sig. Sannleikurinn verður þá sá, að England á ekkert heimsríki, í gam- alli merkingu, er haldið sé saman af hervaldi. Vöxtur enska rikisins er fyrir timanna rás orðinn þannig, að hann bendir til fullkomnara fyr- irkomulags á bandalagi meðal þjóð- félaganna. Brezkir nýlendumenn WHEN USING WILSONS FLY PADS READ DIRECTIONS \ CAREFULLY AND -VnI follow them ^ exactly/ Miklu úlirifameiri en Hugnapappír. Hrein í meðferð. Seldir í öllum lvfiahiíðnm oir í matvörubúðum- í Bandaríkjum Norður-Ameríku, þjóð stjörnuflaggsins, gáfu eftir- dæmið. Og síðan breytingin varð á gamla nýlendumálasviðinu, eftir 1840, hefir Canad'a, Ástralía og nú síðast Suður-Afríka orðið að sam- bandslýðveldum, án þess að slíta stjórnarsambandinu við hinar brezkif eyjar. Svo langt eru menn þegar komnir áleiðis í því að gera að virkileik hinn stóra draum þeirra Penns og Kants. Endi stríðið hag- kvæmlega fyrir Frakkland, Eng- land og bandamenn þess, þá eru líkindi til þess, að helmingur alls landsvæðis jarðarkringlunnar, að minsta kosti, komist undir eitt rétt- arsamband með sameiginlegri lög- reglustjóm til þess að halda uppi friðnum. Mig undraði það, segir höf., er hámentaðir norskir rithöfundar láta í ljósi, að England hefði átt að styðja hið þýzka ríki, sem hefir yf- irtökin í hermenskunni á landi, til þess að ná flotastöðvum úti um heim, og þar me§ afsala frá sjálf- um sér þeim yfirtÓkum, sem það nú hefir. Mér finst það í mesta máta ósanngjarnt, að krefjast þess af Englandi, að það styrki annað ríki til j>ess að ná því heimsveldi, sem það er nú sjálft að afsala sér og bezt mentuðu menn þess telja nú meðal úreltra hugsjóna. Menn geta haft mesta samhug með hinni þýzku þjóð og óskað henni alls góðs, án þess að vilja að hún verði yfirþjóð álfunnar eða drotnandi þjóð heimsins. Spurn- ingin er ekki um það, hvora við metum, þegar alls er gætt, meira sem þjóð, Breta eða Þjóðverja. heldur er hún um það, hvort við sjálfir óskum að vera frjáls þjóð, sem síðar meir getum vænst að fá sómasamlegt, rúm í samfélagsskap j>jóðanna, væntanlega með Frökk- um, Bretum, Þjóðverjum og öll- um öðrum þjóðum. —Lögrétta. Bókmentir Leiftur. Tímarit um dulræn efni. Ritstjóri Hermann Jónasson. Rit þetta hefir verið sent Lög- bergi til umsagna. Það er í Skírn- isbroti 48 blaðsíður að stærð, prent- að á góðan pappír í laglegri kápu og kostar 75 aura til áskrifenda, en kr. 1.25 í lausasölu. Því er oft haldið fram að listir og bókmentir hverfi í réttu hlutfalli við efnalega framför og verklega. Hver sem reynslan er með öðrum þjóðum í þeim efnum, j>á er það víst að hún er ekki sú með vorri þjóð heima fyrir. ^ “Það var aðeins hörmungaeldur og kvalahiti, sem framleíddi bók- mentir þjóðarinnar þegar þær voru mestar og beztar", sagði Valdimar Asmundarson einu sinní. “Það er eins og menn yrki og skrifi, eða réttara sagt hugsi, sér til hita j>eg- ar þeir eru klæðlitlir, og sér til saðnings þegar þeir svelta. Og hann kvaðst vera hrædduf um að eftir því sem fjall hirmaa verk- Iegu og efnalegu menningar hækk- aði, eftir því bæri minna á tindum lista og bókmenta. Nú eru íslendingar heima fyrír á hraðflugi upp og fram í efnalegu og verklegu tilliti og þó hafa aldrei verið á Islandi eins mörg og góð skáld; aldrei eins margir og góðir listamenn, aldrei eins fullkomnir og eldheitir rithöfundar. Varla kem- ur nokkur póstur frá ættjörðinni, sem ekki flytji nýfætt tímarit. Nú sem stendur eru ekki færri en 10 til 12 almenn tímarit gefin út heima, auk sérrita. Og það sem merkileg- ast er við þetta er það að aldrei skortir ágætt efni og góða meðferð frá hálfu útgefenda og ritstjóra og aldrei skortir kaupendur meðal þjóðarinnar. Heima eru rúmar 80,000 manns, þar er gefin út heil tylft timarita, vandaðra og velkeyptra; hér fyrir vestan eru 25,000 að minsta kosti og hér er aðeins eitt tímarit—ekk- ert mánaðarrit almenns efnis. Þetta er vanvirða, það ber vott um and- leysi. Um það geta verið skiftar skoð- anir hvort jætta “Leiftur” sé J>arfa- gestur eða hvort því sé ofaukið. Samt verður því ekki neitað að það fyllir^skarð sem ekkert annað rit hefir fylt fyrri. Það er dulspekis- rit, fyrirburðarit, eða hvað helzt sem menn vilja kalla það. Aðallega flytur ritið frásagnir ýmsra manna og kvenna um ýmis- legt, er fyrir þau hafa borið og þau ekki skilið. Er sumt af því allein- kennilegt—jafnvel ótrúlegt; en þann kost hefir ritið og alt sem í því er að fullar heimildir lifandi fólks eru gefnar fyrir öllu sem frá er sagt; og fjöldi J>ess fólks er svo vel þekt að engum kemur til hugar að rengja einlægni þess og sannfæringú fyrir því að með rétt mál sé farið. Hitt getur aftur komið til greina hvort hugsanir sjálfs þess eigi ekki oft frumtóninn að því sem það heyrir og frumlitinn að því sem það sér. Ritstjóri Lögbergs er persónu- lega kunnur sumu fólkinu og dett- ur alls ekki í hug að efast um sann- leikssannfæringu þess fyrir öllu sem það segir; en sjálfsblekking getur alla hent, og gæti sVo verið að um þess konar væri hér að ræða i sumum tilfellum. .Vér höfum sjálfir enga oftrú oss vitanlega á neinum dularfullum fyrirbrigðum, en j>ó hafa oss að minsta kosti tvisv- ar birst sýnir, er vér getum ekki gert oss grein fyrir og báðar eru alleinkennilegar. Sumir þeir sem Hermann Jóns- son lætur “Leiftur” flytja frásagn- ir eftir eru svo áreiðanlegir í alla staði að ekki kemur til nokkurra mála að rengja það að þeir og þær hafi séð það sem frá er sagt, eða að minsta kosti að þeim hafi sýnst svo vera. Má þar á meðal nefna Rann- veigu Hflgadóttur í Vogi á Mýrum, Hallgrím Níelsson á Grímsstöðum á Mýrum, Guðnýju Níelsdóttur á Valshamrio.fi. Þetta fól'k þekkjum vér persónulega og trúum því óhik- að að það fari ekki vísvitandi með ranghermi. Bókin er skemtileg og alþýðlega rituð, eins og alt sem Hermann Jónsson leggur hug og hendur að. Til þess að gefa glögga hugmynd um tilgang ritsins tökum vé*r hér upp inngangsorð J>ess er ritstjórinn hefir skrifað: Inngangur. .s' Þótt eg hafi tekið að mér rit- stjórn á tímariti þessu, dylst mér eigi, hve miklum erfiðleikum það er bundið að safna Jrjóðsögnum, og eigi sízt dulrænum nýjum sögnum, sem verða mun aðalstefna ritsins, og velja svo úr að viðunandi sé. Eg hafði allmikið hugsað um að safna einungis nýjum dulrænum sögnum, en fara ekkert út á þjóð- sagnasviðið, og efna til sérstakrar bókar, er efninu væri flokkað niður í. Fljótt sá eg þó, að ástæður leyfðu það eigi, því að stofna til slíkrar bókar kostar að jafnaði mörgum sinnum meira en að þýða eða rita frá sjálfum sér. Það er margt, sem komið getur til greina. Oft má viða fara og hlíða á fjölda af sögnum, án þess þó að finna nema örfáar sagnir, sem vert er að hirða. Stundum eru þær í sjálfu sér lítils eða einskis virði, eða j>á að allar heimildir vantar. Verra er þó, að oft gengur svo með þær sagnir, er æskilegast væri að birta, að sögumaður veitir enga heimild til þess. Mega þetta teljast jafn- mestu erfiðleikarnir, því að oft eru það kynlegustu og kjarnmestu sagnimar. Sögumaður vill ein- ungis þylja og þylja til að fieyra álit á sögunum. Þá er það og margoft að sleppa verður sögunum vegna einhverra annara, sem eigi næst i tíl, að fá leyfi hjá til birtingar, eða þá nauðsynlegar heimildir. Eink- um ber þetta við þegar um svipsýn- ir og ýmsar þær sagnir er að ræða, sem trú og skáldgáfa þjóðarinnar þyrfti eigi langan tíma til að gera að kjamgóðum draugasögum. Og svo kemur loks að því, að þær sagn- ir, sem ákvarðað er að taka, heimta oft ferðalög og miklar bréfaskriftir, svo að Jxer fáist sem sannastar og með sem beztum heimildum. Þó að í rit þetta verði teknar ýmsar vel valdar sagnir, sem áður hafa hér og J>ar verið færðar í let- ur, þá verður Jx> reynt að hafa sem mest af nýjum sögnum og áður ó- prentuðtim. Margir skoða allar þjóðsagnir fá- nýti og heimsku. Til eru líka þeir sem fyrirlíta dulræn^r sagnir éða jafnvel hata. Alíta að af þeim leiði hjátrú og spilling í trúarefnum og fleiru. Flestir hugsandi menn sjá þó vel, hve mikið gildi þjóðsagnirn- ar hafa fyrir menningarsögu þjóð- arinnar, og þá engu síður fyri'r sál- arfræðina. Það er fróðlegt að at- huga, hverjum breytingum trú, h'.ig- myndir, listsmekkur o. fl. teknr í skáldskap og hugsjónum þjóðanna við myndun og meðferð þjóðsagn- anna. Jónas kveður: “Flúinn er dvergur, dáin hamratröll”, en eins má segja um margt fleira. Tilber- amir eða gömlu snakkarnir eru einnig dauðir, sömuleiðis finngálkn og ófreskjur, skoffín og urðarmáni og svo margt fleira. Enginn á nú orðið Papeyjarbuxur eða Finna- buxur né viðlíka þarfagripi, og mannsýstruna hafa allir gleymt að hagnýta sér. Þá eru heldur eigi lengur til jafnskörulegir piltar sem þeir Glúmur sálugi, Skeljungur, Klaufi, Þórólfur bægifótur og margir aðrir þeirra jafnokar. Þor- geirsboli, Húsavikur-Lalli, Skottur og Mórar og fleiri þesskonar hjú, I hafa einnig flept, að mejra eða' minna leyti, gengið sér til húðar- innar. Ætlunarverki þeirra er og flestra lokið, sem var að fylgja vissum ættum í 7.—9. lið. Og útlit er fyrir, að engir ætli að verða til að fylla í skörðin; enda kann nú enginn lengur að vekja upp draug svo mynd sé á. Það er nú svona. “Öllu fer aftur”, sagði karlinn. “tJtilegumenn við Ódáðahraun” eru og horfnir. Huldufólkið virðist einnig í þann veginn að flýja land- ið. Er það illa farið, þvi að margt var þó vel um það sagt. Þá eru og flestir galdramennimir liðnir und- ir lok. Sumir þeirra voru þó “karl- ar í krapinu” og vissu “lengra nefi sínu”. Lengi hafa flestir reynt að berja niður alt, sem dulrænt virtist. Var það dæmt sem “úalandi” hjátrú. En “þótt náttúran sé lamin með lurk leitar hún út um síðir”. Þannig hefir því farið með dulrænu efnin. Athuganir á þeim fara nú mjög vaxandi um hinn mentaða heim. Fjöldi af skynsömum mentamönn- um og vísindamönnum hika nú ekk- ert við að ræða þau mál eins og hvert annað efni, sem rannsaka þarf. En nú koma þjóðsagnirnar fram í mildari og hlýrri búning en áður fyr. Nú vekja Jjær eigi leng- ur hræðslu og óhug, heldur jafnvel hið gagnstæða, og er það vel farið. Þrátt fyrir þetta hafa þó gömlu dulrænu þjóðsagnirnar sitt mikla gildi alt frá því að sögur hófust. Fjöldinn af þeim er líka vel skilj- anlegur, þegar þátima ruddaskapar- og vanþekkingarskurn er utan af þeim brotin. Margar þær sagnir mega því ekki líða undir lok. Verða því ýmsar þeirra smátt og smátt birtar í riti þessu, og það engu síður, þótt þær hafi lítið ann- að til síns ágætis en frásagnarsnild eða þá skáldskapargildi. Hið sama er og að segja, þótt sagnirnar kunni að hafa erlendan uppruna, ef bún- ingur þeirra er með öllu íslenzkur orðinn. Fyrir nýrri sögnum verða færðar þær heimildir sem unt er. En þar sem þess er enginn kostur, en ástæða virðist þó að flytja þær, einhverra hluta vegna, verða þær taldár sem lausasagnir. En þess ber að gæta, að enn sem komið er verður fæst af sögnunum hægt að vottfesta eða veita þeim fult sönn- unargildi, J>ótt kunnugir viti að þær séu sagðar eins satt og rétt og viðkomanda virtust þær bera fyrir sig. Að svo stöddu getur það eigi orðið tilgangur ritsins að reyna að koma með vísindalegar sannanir, er hafi jafnt gildi út á við sem inn á við. Markmiðið er að skemta, og svo að vekja áhuga og athvgli manna á því að reyna að athuga sitt eigið sálarlíf og svo annara. Ef þetta tækist, myndi það stuðla til þess', að framvegis sjái menn, hve mikið gildi það hefir, fyrir sálar- fræðina, að öll mikilvæg dulræn fyrirbrigði verði þegar skrásett, sem nákvæmast og réttast, og vott- fest eftir föngum. Hjá öllum þjóðum hefir drauma- trú verið mjög ríkjandi frá því að sögur hófust. Biblian og fornsög- ur vorar og annara þjóða sanna það bezt. Hve mikið Fom-Grikkir hafa lagt upp upp úr draumum sést ljóslega á því, að enn er við líði draumur Sókratesar, er hann dreymdi nóttína áður en Platon kom tíl hans. Sá draumur er þó ekki ber og hefði gengið athuga- laust fram hjá fjöldanum. Spakari og fegurri Iikingardraum getur þó naumast. Sókrates dreymdi að mjallhvtíur álftarungi kæmi og settist á kné hans. Þégar vængirn- ir voru fullþroska, hóf unginn sig í loft upp og sveif á braut með söng. A síðari tímum hefir mikið verið reynt að berja draumatrú niður sem aðra markleysu. En það er fásinna að segja að allir draumar séu endur- kallaðar endurminningar. Þeir, sem halda því fram, sýna að þeir þekkja eigi til draumspeki, hvorki frá ■ sjálfum sér né öðrum. Að sönnu er mestur hluti af draumum markleysa og endurminningarugl. En eigi er svo fátt af þeim, sem ganga alveg eftir, og sem eigi verð- ur séð að standi í sambandi við það, sem liðið er. Mótlætið er, hve sjaldgæft það er að draumar séu )>egar skrifaðir upp og vottfestir. Og J>ó að jafnaði sé heppilegast að taka litið mark á draumum, geta Jjeir engu að síður haft mikið gildi fyrir sálarfræðina og dulspekinu. Nú virðist þó draumatrúin aftur vera farin að styrkjast. Er það fyrir skynsamlegar athuganir og órækt gildi sumra drauma. Engum sögnum er heldur jafnauðvelt að safna sem draumsögnum; svo mik- ið er til af þeim. Það má telja einkennilegt hve litið er til á prenti af dulrænum kynjaheyrnum, ekki fátiðari en þær þó eru. Menn hafa reynt að álíta þær allar sem misheyrnir, er sjálf- sagt væri að visa á bug sem annari markleysu. Á síðustu árum eru þó að verða nokkrar breytingar á þessu. Margir sjá nú orðið að engu ómerkari eru dulheyrnir en svip- sjónir. Auk þess eru J>ær miklu al- gengari, og oftar ber það við að samtímis hafi fleiri en einn haft dul- heyrnir en svipsjónir eða aðrar dul- sýnir. Mér væri því kært að fá HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum sagnir um óskiljanlegar heyrnir, en þó einkum þær, sem fleiri en einn heyra samtímis. Einnig er það sérkennilegt, hve lítið hefir geymst af ljóssögnum, eigi ótíðari en þau fyrirbrigði þó eru, og það í margvíslegum mynd1- um. Menn sjá t.d. mannlaus hús eða herbergi allýst um svartanætur, þótt ekkert vanalegt ljós geti þar verið né endurskin frá ljósum ann- arsstaðar frá. Má i sambandi við þetta geta vitrunar Karls II. Svía- konungs. Þá eru og sagnir um að ljós hafi sést loga yfir likum, þótt engin hafi þau fyrir verið. Einnig má benda til sagna um eldglæring- ar og eldhnetti, er menn hafa þózt sjá þjóta yfir með yfirborði jarðar eða velta þar áfram. Alkunnar eru og sagnir um það, að í náttmyrkr- um og hriðum hafi menn, er voru hikandi um stefnuna, séð ljós, er þeir stefndu á, og fóru fyrir það út af réttri leið. Og hve margir kunna að hafa farist fyrir þau at- vik, er enginn kominn til að segja. Geta mætti þess að orðið “villiljós” eigi rót sína að rekja til slíkra kynjaljósa. En engu færri eru þær sagnir, er greina frá því, að J>essi kynjaljós hafi orðið til liðs og bjargar. Mjög kært væri mér því að fá glöggar sagnir um yfimáttúr- legar ljóssagnir. Að sönnu er ekk- ert yfirnáttúrlegt lengur en meðan það verður eigi rétt skilið. Mér er kunnugt um það, að eigi er svo lítið til að sögnum um svip- sjónir eftir skepnur, Jjótt sára fáar af þeim hafi verið færðar í letur. Er það þó illa farið. Alt sem getur stutt að því að glæða þá trú eða skoðun manna, að skepnurnar hafi ódauðlega sál, myndi stuðla til betri meðferðar og samúðar gagnvart Jjeim. Væri mér því hin mesta á- nægja að fá góðar sagnir dulrænar um skepnur. Eg vil minnast á eina tegund dul- rænna fyrirbrigða, er nefna mætti •sjónhvarf. Það er þegar mönnum v/rðast menn, skepnur eða hlutir, sem þeir horfa á, hverfa þeim sjónum, þótt ekkert beri á milli, er á geti skygt. Enn fremur, þegar menn verða J>es's alls eigi varir, sem er rétt fyrir augum Jjeirra, þótt i björtu sé. Eg minnist þess eigi, að eg hafi séð nokkuð skrásett um þessi fyrirbrigði. En þó eru þau til. Hefir það komist inn í þjóð- •trúna, að sá, er hyrfi á þenna hátt sjónum annara, væri feigur. Þó er Jjað alls eigi einhlítt að svo sé. Það er að eins' einu sinni, að þetta hefir borið fyrir mig, og boðaði Jjað eigi feigð. Hvort það hefir verið fyrirboði annars læt eg ósagt, þótt mér þyki það eigi ólíklegt, þeg- ar eg lít til þess ástands, er hugur minn var í, þegar sjónhvörfin urðu. Eg segi frá því síðar í frásögninni: “Kveldið fyrir brunann mikla í Reykjavík nóttina 25. apríl 1915”. Og með fleiri sögnum verður síðar gerð nákvæmari grein fyrir .þessu. Ef einhverjir hefðu ábyggilegar sagnir um sjónhvörf, væri mér mjög kært að fá þær. Gagnstætt sjónhvarfi er það, sem nefna mætti sýnir. Þegar þær bera við sést það, sem eigi er raun- verulegt á þeim stað, er sýnin ber fyrir. Hefir þjóðtrúin fært það undir feigðarboða, en langt ef frá því að það sé ætíð rétt. Oft er að ræða um einfalda fyrirboða, eða þá tvífara, ef til eru. Loks má geta þess, að nú er “spíritismi ’ að verða að nýrri og sérstakri fræðigrein. Þó að anda- trú og ýms önnur dulrænistrú sé jafngömul mannkyninu, þá er það J>ó ekki fyr en á 2 síðustu manns- öldrum að slikt hafi verið tekið til vísindalegra rannsókna. Mér væri Jjví mjög kært að fá góðar og vott- fastar sagnir frá tilraunafundum. Einnig sagnir um tvífara, svefn- göngur, svefntöl, þungahvarf, sjón- hvarf, ósjálfráða skrift, ljóðagerð eða aðrar framkvæmdir í leiðslu. Enn fremur sagnir um hugskeyti, hugboð, ratvísi, fyrirboða, aðsókn- ir, svipsýnir, forspár og yfirleitt alt, sem dulrænj: er, meðan það verður eigi skilið sem eðlilegur atburður út frá núverandi þekkingarstigi. Treysti eg, að mér og ritinu verði sýnd sú velvild að sendar verði til mín góðar sagnir um þessi efni með fullu nafni þess er sendir, og að til allra heimilda sé vandað svo vel sem unt er. Eigi J>arf að setja fyrir sig, Jjótt áfátt kunni að vera með stafsetning og stilfærslu. Mega menn vera þess fullvissir, að ]>ótt orðum og niðurröðun verði lítið eitt vikið við, þá verður þess vandlega gætt, að efni breytist að engu. En aðallega ber að leggja áherzlu á það, að rétt og nákvæmlega sé frá öllu sagt. Verði menn við Jæssum tilmælum, treysti eg því, að ritið verði nú og síðar vinsælt og reynist þarft. Þá munu og við og við koma í ritinu nýjar, merkar og vottfestar erlendar sagnir um dulræn efni, og fræðandi ritgerðir um þau. Eg leyfi mér að vara menn við því að fara illa með heftið. Flestir munu á sínum tíma vilja binda þau saman. Upplagið verður eigi stórt. Fljótt geta því einstök hefti orðið ófáanleg. Það hlýtur að fara eftir atvik- pm, hve ört heftin koma út. Sagn- imar liggja alls ekki á hraðbergi. Vínbann í Saskatchewan. Eins og menn muna hefir verið vínbann í Saskatchewan í eitt ár, að öðru leyti en því að selt hefir verið x fáum stöðum undir stjómarum- sjón. Hefir þetta gjörbreytt svo siðferði í fylkinu að tæplega sést rirukkinn maður á móts við það sem áður var. Samt sem áður eru Saskatchewanbúar ekki ánægðir með svo búið; þeir vilja stíga feti framar—stíga síðasta sporið. — Hafa bindindisfélag og siðbótamenn nú tekið saman höndum i því skyni að hefja síðústu orustuna gegn Bakkusi gamla í haust og koma á algerðu vínbanni. Verða greidd at- 'kvæði um ]>etta í desembermánuði og er J>egar farið að udirbúa fund- arhöld og ferðalög. Stórkostlegur sigur er það sem jafnaðarmenn hafa unn- ið við nýafstaðnar kosningar í Finnlandi á þingi; er þar flokka- skifting mikil og urðu jafnaðar- menn svo fjölmennir fyrir tveimur árum að þeir höfðu 90 manns á þingi. Var því þá spáð af auðvalds- blöðunum að upp frá þvi færi jafn- aðarmönnum fækkandi, og umfram alt var það talið víst af þeirra hálfu að stríðið yrði rothögg fyrir jafn- aðarstefnuna. Aftur á móti héldu jafnaðar- ménn því fram sjálfir að stríðið yrði sú gnoð sem fleytti þeim að ströndum sigurs og vinninga. Nú voru kosningar á Finnlandi fyrir fáeinum dögum og voru jafn- aðarmenn svo sterlkir að þeir einir fengu fleiri fulltrúa kosna en allir aðrir flokkar; fengu þeir 105 af 200, en hinir allir samtals 95. Er því Finnland fyrsta land í heimi sem hefir kosið jafnaðarmanna- stjórn með eindriegnum meiri hluta. Eitt sem er eftirtektavert í sam- bandi við þetta, er það að Finnland er fyrsta land í Evrópu sem hefir veitt konum jafnrétti við menn. Þær hafa þar fullkominn pólitískan rétt, kjörgengi og atkvæði. Er þeim Jjakkaður Jæssi mikli sigur að talsverðu leyti, eúda voru 25 konur kosnar á þing við þessar kosningar. Á því er ékki mikill efi að það sem hér hefir skeð er fyrirtxjði samskonar byltinga í heiminum annarsstaðar að stríðinu loknu. Manitoba er nær jafnaðarmanna stjórn en nokkurt annað ríki eða fylki í Vesturheinp, og haldi þjóð- in áfram hér í sömu átt og verið ■ hefir að undanfömu og auðnist að njóta þeirra manna sem nú ráða, þá værðtir langt komið að næsta ára- tug liðnum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.