Lögberg - 17.08.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.08.1916, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST 1916. JögbfiQ Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,ICor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor |. J. VOPNI, Business Manasier L/tanáskrift til blaðsins: THE C0LUI^Bl/\ PRESS, Ltd., Box 3172. Wlnnipeg, N|a>V Utanáikrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Sauðfjárrækt. Verndarnefndin í Canada hefir gefið út skýrslu um sauðfjárrækt í Ontario og sýnt fram á hversu mjög sú grein búskaparins sé vanrækt hér í landi. Nefndin heimsótti 400 bændur árið 1915 í fjórum héruðum í Ontario, Carleton héraði, Dunatas hér- aði, Northumberland héraði og Waterloo héraði. pessir 400 bændur eiga lönd sem eru að 75% óræktanlegt eða ófært til akuryrkju fyrir utan skóglönd. Aðeins 14 af öllum þessum bændum höfðu sauðfé;. f einu héraði aðeins 4 af 100 sem heimsóttir voru og ekki nema fjórar kindur hver. f því héraði voru yfir 1000 ekrur af óræktanlegu landi, en ekki nema 16 kindur- í stað þess að 16 hefðu átt að vera á hverju heimili að minsta kosti. Engar skepnur eru eins hentugar og sauðfé til þess að veita bóndanum arð af óræktanlegu landi. pað hefir verið margsannað að það borgar sig vel að hafa dálítinn kindahóp með hrút af góðu kyni. Sauðfé þarf sérlega litla umhyggju; það veitir tvennar uppskerur á áíi—lömbin og ullina. Dýr- ar byggingar eru ekki nauðsynlegar handa því; sauðfé þarf aðeins að vera þurt og í skjóli þegar hvast er; annars þarf það litla fyrirhöfn. Auðvit- að þarf að líta dálítið betur eftir því um sauðburð- inn. Mikla minna væri af illgresi á löndum cana- disku bændanna ef þeir hefðu fleira sauðfé, því það étur svo að segja hvaða illgresi sem fyrir kemur. Heilmikið af landi í Canada er alls ekki til neinna nota fyrir þá sök að þar er eigi nógu margt fé; land sem er alveg ónýtt fyrir akuryrkju eða óvinnandi, er oft ágætt fyrir sauðfjárhaga. pað er nærri óskiljanlegt hvernig á því stend- ur að svo fáir íslendingar hafa stundað sauðfjár- rækt hér í landi, eins vanir og þeir voru henni heima og eins skemtileg og hún er. Merkileg löggjöf í British Columbia. Fylkiskosningar fara fram í British Columbia 13- september. Á síðasta þingi samþykti Bowser stjórnin þá lagabreytingu að atkvæði skyldu veitt þeim hermönnum, sem eru komnir til Evrópu, og er að sönnu ekki margt um það að segja. En hitt er einkennilegt hvemig þau lög eru og hvernig þau eru höndluð. Meðal annars er þetta í þeim: “Sir Richard McBride aðalumboðsmaður fyrir British Columbia á Bretlandi er yfirumsjónarmað- ur atkvæðagreiðslunnar. Hann getur sett kjör- stað hvar sem honum sýnist og útnefnt umsjónar- mann til þess að taka á móti atkvæðum frá her- mönnum. pessum umboðsmönnum var heimilað að byrja að safna saman atkvæðum hermanna dag- inn eftir útnefninguna eða 4. ágúst og halda því áfram fram á kosningadag, eða til 14. september. Atkvæðasöfnunin byrjaði því fyrra miðvikudag. prátt fyrir það þótt atkvæðagreiðslan sé úti 14. september, þá má ekki telja atkvæðin fyr en 12. október né síðar en 26. október. Upphaflega var til þess ætlast að sendir væru atkvæðasmalar á eftir hermönnunum til Frakklands, Belgíu, ítalíu og hvar sem þeir væru annarsstaðar; en ensk^ stjórnin leyfði ekki að ónáða þá þar sem stríðið stendur yfir; annars hefðu hermennirnir frá British Columbia orðið að biðja hermálastjórnim- ar að gera svo vel að hætta stríðinu á meðan þeir væru að greiða atkvæði og biðja pjóðverja um vopnahlé á meðan þeir væru að marka atkvæða- seðilinn sinn. Jafnframt kosningunni er verið að greiða at- kvæði um vínbann og jafnrétti kvenna, og getur McBride látið atkvæðagreiðsluna halda áfram í þeim málum þangað til á gamlársdag í vetur og ekki þarf hann að láta telja þau atkvæði fyr en 7. febrúar að ári. Umboðsmaður ræður því hvar og hvenær hann lætur greiða atkvæðin. Engir eftirlitsmenn skulu vera viðstaddir þegar atkvæðin eru greidd. Atkvæðapokum skal lokað og þeir innsiglaðir af umboðsmanninum án þess að nokkrir eftirlits- menn séu viðstaddir og skulu þeir vera í gæzlu hans þangað til þeir eru fengnir í hendur Sir McBride. Eina tækifærið til eftirlits er það að andstæð- ingar mega hafa einn eftirlitsmann á eiginn kostn- að þegar pokarnir eru opnaðir og atkvæðin talin. Ef einhver pokanna eða atkvæða-ílátanna virð- ist hafa verið opnað, þá er svo ákveðið að umboðs- maðurinn skuli ekki opna þann poka eða telja þau atkvæði sem þar séu, heldur skal eyðileggja þann poka eða þá poka án þess að opna þá- Ef endurtalning er heimtuð, þá skal ekki telja þessa óopnuðu poka sem um var talað, en allir þeir atkvæðapokar, sem áður hefir verið talið í sem týnst kunna að hafa eða eyðilagst af einhverjum orsökum sem ekki eru kunnar, þá skal dómarinn fara eftir þeirri tölu sem þar var áður, eða með öðrum orðum endurtalningin skal ekki vera nein talning, heldur aðeins yfirlýsing um það að alt hafi verið rétt áður. Óánægja var látin í ljósi með þessi lög, en Bowser stjórnin lýsti því yfir að lögin væru góð og enginn væri óánægður með þau nema landráða- menn og óbótalýður, sem væri á móti því að veita atkvæðisrétt hinum hugrökku hermönnum sem í stríði væru fyrir fósturjörðina. En svo varð þó almenningsgremjan þung á voginni að vikuna sem leið sá stjórnin sér ekki annað fært en að breyta lögunum þannig að andstæðingamir mættu hafa umsjónarmenn á atkvæðastöðunum. En vel að merkja var þessi lagabreyting álíka mikilsverð og iðrun eftir dauðann, þar sem byrjað var á at- kvæðagreiðslunni eystra. pessi lög eru þannig út- búin að hægt er fyrir stjómina (umboðstól henn- ar) að svíkja svo atkvæðagreiðsluna sem þörf þykir á án þess að nokkur hætta sé á að upp kom- ist. pess er stranglega gætt að fella burt úr kosn- ingalögunum alt það sem orðið geti til þess að koma í veg fyrir svik, ef þeim á að beita. Maður sem Welsh heitir hefir verið valinn sem umboðs- maður, og er hann gamall pólitískur viðsjárgrip- ur, sem varð að hætta við þingmenskuframboð fyrir þá sök að illa þótti líta út athæfi hans sem rannsakað var fyrir nefnd. Segir Sir Charles Tupper að útnefning Welsh í þessa stöðu sé sönn- un þess að stjórnin hafi frá byrjun hugsað sér að nota lögin á hlutdrægan og óhlutvandan hátt flokki sínum í vil. Segir hann að þetta sé alveg í samræmi við hin pólitísku einkenni stjórnarfor- mannsins og pjóðverja. petta sé aðeins aðferð þeirra sem hugsi sér að vinna með því að hafa fyrst rangt við og svíkja lit og í öðm lagi koma í veg fyrir að svikin geti komist upp. peim þykir ekkert athugavert að vinna með svikum, ef svikin verði ekki lagalega sönnuð þótt allir viti af þeim. Útnefning Welsh segir Tupper að sé fullnaðar sönnun hinnar þrælmannlegu hugsunar sem verið hafi á bak við lögin. pað þarf ekki langt að leita til þess að ímynda sér hvað af þessu getur leitt. Ef sá er umráð • hefir yfir atkvæðagreiðslunni væri nógu óhlut- vandur mundi hann láta við talninguna koma fram hvert einasta atkvæði úr fylkinu, þeirra manna sem staddir væru á brezku eyjunum og ef til vill margra þeirra, sem ekki væru þar. Og fyrir alla þá hermenn sem ekki greiddu atkvæði mætti sjá svo um að “rétt” markaðir seðlar væru látnir 1 pok- ann, en atkvæðaseðlum þeirra sem ekki þættu markaðir hinni góðu stjórn í hag mætti skifta fyr- ir aðra, sem “rétt” væru merktir. Og vegna þess hve langur tími er gefinn mætti geyma hermanna atkvæðin til þess að nota þau þar sem mest væri þörfin. Til dæmis ef þingmannsefni stjómarinnar biði ósigur í einhverju kjördæmi þannig að hann vant- aði 50 atkvæði til þess að vera kosinn heima fyrir mætti taka 60 atkvæði frá atkvæðum hermann- anna í London og bæta þeim við; þá hefði hann tíu atkvæðum fleiri en andstæðingur hans og væri því kosinn ! ! pannig eru þessi lög svo þægilegt verkfæri í hendi óhlutvandra manna að með því mætti reisa upp frá dauðum hvem þingmanninn á fætur öðr- um, sem fallið hefði við kosningamar og senda þá. á þing aftur á móti vilja og dómi kjósenda. Og hver efast um að þessi aðferð verði reynd ? Á þennan hátt mætti svo fara að stjóminni yrði haldið við völd eftir að fólkið hefði með verðugri fyrirlitningu vísað henni á dyr. petta eru vafa- laust þau ósvífnustu lög sem nokkurn tíma hafa verið samin í þjóðstjómar landi. Tilgangur laganna er óefað sá að reyna að bjarga Bowserstjórninni frá þeim ósigri sem hún hlýtur að bíða 14 september ef sanngimi fær fram að ganga. En Manitobakjósendur hafa sýnt það hve erfitt er fyrir ræningjafélag að halda sér við völd, jafnvel með ósvífnustu aðferðum og brögð- um og í því er von kjósendanna í British Columbia fólgin. Og því lengur sem óráðvönd stjórn heldur sér við völd með svikum, því lengra sendir þjóðin hana út á eyðimörk gleymsku eða fyrirlitningar þegar hún loksins verður að víkja úr sínu saurg- aða sæti. (Að mestu þýtt úr “Free Press”). Sýnilegur árangur. Orð hefir leikið á því að altaf væri að fækkr. þeim sem fslendingadaginn sæktu. Flestir segja sumir að þeir hafi verið fyrsta árið, en í seinni tíð sé sýnileg fækkun. Hefir þetta verið talinn órækur vottur þess að vér værum að sleppa tökum á íslenzku þjóðerni. pað væri svo að segja að falla í gleymsku. Enda gæti það ekki verið af öðrum ástæðum en áhugaleysi í þá átt ef það væri satt að þeim fækkaði árlega sem þjóðminningardaginn sæktu. En hvað sem um það er, hvort sem þessi stað- hæfing er sönn eða ekki, þá er það víst að aldrei hefir íslendingadagurinn í Winnipeg verið eins vel sóttur o*g í ár. Og þegar þess er gætt að venjulega kemur fjöldi fólks úr öðrum bygðum til Winnipeg við þetta tækifæri, en sat heima í ár sökum þess að í ár var svo víða annarsstaðar sams konar hátíð haldin, þá er það enn þá furðulegra að svona vel skyldi vera sótt hér. íslendingadagur var í ár haldinn á sama tíma á Gimli, við íslendingafljót, á Wynyard, á Moun- tain og ef til vill víðar; og frá öllum þessum stöð- um koma menn venjulega á Winnipeghátíðina þegar þeir hafa ekki hátíð heima fyrir. Og það er eftirtektavert að fréttum frá öll- um þessum stöðum ber saman um að alstaðar hafi hátíðin verið fjölmennari í ár en dæmi séu til. Fyrir þessu hlýtur að vera einhver ástæða. Ekki er hún sú að fólkinu hafi fjölgað; því hefir stórum fækkað meðal vor eins og alstaðar annars- staðar. Nei, ástæðan er önnur. Hún er blátt áfram sú hreyfing sem hér hefir vaknað í ár til viðhalds ís- lenzku þjóðerni; fyrst meðal vor heimamanna og síðar af áhrifum Dr. Guðmundar Finnbogasonar, ferðum hans og fyrirlestrum. pað að íslendingadagur hefir víðar verið hald- inn í ár en endranær, er fyrir þessa ástæðu, og það að hann hefir alstaðar verið fjölsóttari en venjulega, þrátt fyrir fólksfækkun, er bein afleið- ing af þessari vakningu og engu öðru—getur ekki verið af neinu öðru- pað að víða hafa sýningar og almennar sam- komur ekki verið haldnar í ár og stóreflis félög hafa ekki haldið ársþing sín, alt vegna ótta fyrir því að aðsókn yrði lítil og að samt skyldi íslend- ingadagurinn hafa verið fjölsóttari en nokkru sinni fyr um fjórðung aldar, það er svo hátalandi rödd um áhrif þess sem unnið hefir verið, að hver sem eyru hefir hlýtur að heyra og hver sem ekki er blindur á báðum augum hlýtur að sjá. En hvað eigum vér að læra af þessu ? Hvernig eigum vér að færa oss það í nyt ? pað er eins með hugsanir fólksins eins og stór hjól; til þess þarf stundum mikið afl að koma þeim af stað og oft mikla fyrirhöfn. En þégar þau loks- ins eru komin í hreyfingu þá þarf oft ekki nema aðeins lítið viðhald til þess að áfram haldist. Hér er nákvæmlega um sama hlutfall að ræða. Vissir menn og viss félög hófust handa til þess að reyna að koma af stað áhuga fyrir íslenzku þjóð- erni og viðhaldi þess hér í landi; íslenzku þjóðerni sem margir töldu dauðadæmt. Ræður hafa verið fluttar um það og fyrirlestrar; ritgerðir og jafn- vel bækur prentaðar um það; einn hinna allra fær- ustu manna sem íslenzka þjóðin á heima var feng- inn til þess að koma hingað með skörung anda síns og skara að hinum hálfkulnuðu glæðum. Frá honum hrukku neistar um allan Winnipeg- bæ og þaðan út um hverja bygð sem íslendingar gista. Margir spáðu því að þessir neistar hefðu ekki í sér það kveikiafl sem til þess þyrfti að hita nægilega svo að eldur yrði af; þeir mundu slokna jafnótt og þeir kæmu niður. peir mundu ekki hafa í sér þann lífs- og lífskveikjukraft sem hér nægði; því mikið þyrfti til ef duga skyldi og gagn að verða. En reyndin hefir orðið önnur. Neistarnir hafa kveikt ljós og jafnvel elda; þau frækorn sem fall- ið hafa þessa fyrstu íslenzku vordaga hér vestra hafa þegar borið ávöxt; það sýnir aðsóknin að fs- 1 endingadeginum. Og þótt mönnum hafi sýnst og sýnist sitt hverjum í þessu atriði sem öðru; og jafnvel þótt mótbárur hafi verið á stöku stað, þá hefir samt þjóðarmeðvitundin vor á meðal vaknað alment; annaðhvort vitandi eða óafvitandi—líklega hvort- tveggja—og hugurinn hefir verið þannig að hann hefir leiðst að þessari einu íslenzku árshátíð frem- ur venju. Árangurinn er sýnilegur. En það er tvent sem nú þarf að hafa í huga um fram alt, ef ekki á að sleppa takinu um leið og því er náð. f fyrsta lagi þarf nú að halda áfram hvíldar- laust að vinna að endurvakningu máls vors og þjóðemis. pað er nú heilög skylda allra þeirra sem nokkra trú hafa á því og vilja og nenningu til þess að vinna að því. Nú hefir hjólinu verið komið af stað og það er um að gera að láta það verða meira en stundar hreyfingu ; um að gera að þeir kraftar sem til þess fóru að koma hreyfingunni á, verði ekki til ónýt- is; nú—ef nokkru sinni—er hægt að halda áfram. pótt þessi þjóðernis tilfinning sem vakin hefir verið sé, ef til vill, ekki stórvægileg í sumra aug- um, þá er það víst að annaðhvort er að halda nú áfram af alefli eða leggja árar í bát um aldur og æfi. Deyi þessi neisti, hverfi þessi hreyfing, sé nú slakað á böndum þá er það svo að segja víst að lítil von er endurvakningar síðar meir þótt reynt verði- petta hefir verið snarpur sprettur sem margir hafa tekið þátt í og ef hann skyldi mishefnast, þá er hætt við að hugrekkið lamist, trúin hverfi; áhuginn sofni fyrir fult og alt og verði aldrei vak- inn aftur. Nú verður því að duga eða drepast; nú verða allir þeir sem trú hafa á þjóðerni voru hér og áhuga fyrir því að taka saman höndum og vinna af alefli; bera saman ráð sín og taka beztu ráð hvaðan sem þau koma. Já, þetta er annað atriðið sem á ríður, það að halda áfram skorpunni þangað til þjóðemi vort er komið á fastan fót hér hjá oss ef þess er kostur. Hitt atriðið er það að gera íslendingadaginn svo sanníslenzkan sem unt er. íslenzkar ræður fluttar á íslenzku máli, þar sem ekkert annað fer fram samtímis, á að vera aðalatriði hátíðarinnar. pað á alls ekki að líðast að áflog og gauragangur eigi sér stað, knattleikar og hlaup með öllum þeim hávaða sem því fylgir, fari fram að baki ræðu- mannanna, eins og altaf hefir átt sér stað að und- anförnu. f fyrsta lagi er það því til fyrirstöðu að ræðum- ar heyrist nema rétt af þeim sem næstir eru og í öðru lagi er þjóðemis tilverun'ni vanvirða gerð með því. Hvað mundi sagt ef slíkur hávaði ætti sér stað á meðan flutt væri ræða í kirkj u ? pað þætti ekki einungis hneyksli sökum þess að heilög athöfn væri fram að fara, sem truflaðist og hugir manna leiddust frá, heldur einnig sökum þess að ekki heyrðist hvað flutt væri og áhrif ræðunnar töp- uðust. Og slík helgi ætti að hvíla yfir öllu á meðan fluttar væru ræður á íslendingadaginn að þar léti sér enginn annað til hugar koma en hlusta og hugsa. pað ætti að vera talið jafn mikið helgibrot eðá samkvæmisspjöll að taka þátt í aflogum eða íþróttum sem hávaða hafa í för með sér á meðan flutt væri ræða á íslendingadegi og það ef ein- hverjir færu að fljúgast á í fundarsal þegar verið væri að halda fyrirlestur eða í kirkju þegar verið væri að prédika. (Frh ). THE DOMINION BANK 'ir STOFNSETTUK 1871 Bankastörf öll fljótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lög8 á aS gerá skiftavinum sem þægilegust viSskiftin. Sparisjóðsdeild. Vextir borgaSir eSa þeim bætt viS innstæSur frá $1.00 eSa meira. tvisvar á ári—30. Júnf og 31. Desember. 334 Notre Dame Branch—W. M. HAMH/TON, Manager. Solkirk Branch—M. S. BTJRGER, Manager. Islendingadags-erindi. Wynyard, Sas'k. 3. ág. 1914. I. Herra forseti, forgöngunefnd og þessi þingheimur! Mér flýgur í hug fornt skáldmæli, sem frægt er orhið: að göngin aS Niflheimi séu gólfuS góðum ætl- unum, sem allar lentu í útideyfu. Tvisvar ieði þrisvar hefi eg áður dregist á, a'ö vera með ykkur á svona héraðs-hátið, en æfinlega þrugðist því, þangað til nú. Eg lái engum þó hann gruni, að eg sé hér nú, hara af því að auðséð væri hvar ætlanirnar ætluðu að lenda með mig, og hafi nú lagt á seinasta forvað, Þó get eg með sanni sagt, að eg var ögn úrillur, að þumbast heima, hin skiftin, og í dag hlakka eg til að vera i hópnum með ykkur, þrátt fyrir það, að 'eg stíg hér fram a ræðupallinn, litlu betur á mig kom- inn, en eins og eg stökk upp undan heystakknum í Alberta. Við landnáms-bændurnir vestan- hafs, finnum þess merki flestir, að við höfum ekki einungis lagt til f jal- ir í gólfið í Niflheimi, heldur stundum líka týnt greindustu hugs- unum okkar, á vakkinu milli bæjar og fjárhúsa. II. Eg hefi ekki lag á, að leyna því heldur, að mér finst eg taki laun fyrir lítið, þar sem þið flytjið mig heiman og heim til ykkar, aðeins til að gera þessa afsökun mína. Altaf hafði eg geig af því, að vandi væri á, að flytja íslendinga- dags-erindi hór, í þeirri sveitinni, sem fangbreiðust er og fjölmenn- ust, af öllum héruðum þeim sem ís- lenzkar ættir byggja. vestan hafs, þvi við hana ættu aðeins ötul orð og útsýnar hugsanir, að allra íslenzk- ust yrði kveðjan að vera, í þeirri bygðinni, sem varð fyrst til þess, utanborga, a'B sýna móðurmáli okk- ar þá rækt, sem hinar munu eftir heuni taka: sem sé, að nota ykkur þetta meinleysi fylkislaganna, sem aðkomnar þjóðir njóta hér enn, að niega í hjáverkum og upp á eigin spýtur, nota skólahúsin sem þið byggið, til skýlis fyrir börn ykkar, enda þótt þeim sé veitt tilsögn í tungumáli foreldra sinna. Þið hafið fundið til þess, að úr öllum þessum strembnu áminning- um um þjóðerni og þegnskyldu, loðir l>ó einn ljós sannleikur eftir, og hann er sá: að þjóðfélaginu fer alveg eins og einstaklingnum, að þó nauðsyn sé að nema alt nýtt og fag- urt, eins og verður yfir komist, þá er hinsvegar alveg eins áríðandi að gleyma engu góðu og göfugu, sem manni hefir hlotnast einhver kunn- átta i. Sá er þegnskapur beztur, að vera slem hæfastur í hvaða skiprúm sem skal, á hafi samtimans, hver þjóð sem hefir fætt okkur eða fóstrað. Þá yrði vegur Vestmanna mest- ur, og hugum þeirra við hæfi, ef sönn saga segði það að lokum að hverri þjóð, sem hingað hefir sent dætur sinar og sonu, hafi héðan komið máttur og menning, sem dóttur-mundur og sonar-gjöld. Ættarböndin sem tengja 'þetta land við allar þjóðir heimsins, ættu að styrkjast framvegis. Þá sköp- um við hér canadiskt þjóðerni og brez'kt heimsveldi, sem rausn væri að. Þið, ísiendingar hér, hafið hug til að hugsa svo nátt. Fólki framtíðarinnar hitnar um hjartarætumar, að horfa yfir þær •stöðvar, sem foreldri og frændur hafa bygt. Grænland varð líkkista ættkvísl- ar okkar, ferlega-fegursta þjóðar- gröf í heimi Islendingur*) sletn þangað kom, öldum á >eftir, kvað svona um jöklana þar: Það er vinskaps orsök ein, Yðar, verð að lofa! Að íslendinga öldruð bein *) íslendingur=Sigurður Breið- fjörð. 1 ykkar skjóli sofa. Hversu mun þá kveðið á íslenzka tungu, yfir mol'dum okkar, ef draumur minn um canadiskt þjóð- erni rætist? “Mig dreymdi draum, og dálítið meira en draum”. ' Svona byrjar Byron eitt kvæðið sitt, en hann dreymdi þá erfiðlega. Ykkur þykir kannskle mig dreyma of dátt. Sum okkar trúa því bezt sem tal- að er á ensku. Eg ætla að hafa upp, kveðjuna til pkkar frá Bandaríkjamanninum Russell*), í seinustu ferðasögunni frá íslandi, sem eg hefi séð, því hún var rituð í fyrra. Þannig minnist hann við þjóöipa okkar: “Erfð þin er undralandið, völ- undarsmíðin elds og íss. Hún er honum hugljúf, sem nú befir fjór- um sinnum verið gestur á ströndum þínum, og sem kannað hefir instu öræfin þín. Fyrir tíu árum varð hún hugljúf fyrstu landnámsmönn- um þínum, þegar hún bjargaði frelsi þeirra, og hugljúfust ykkur öllum er hún orðin nú. Synir þinir á Dakota-sléttunum, dætur þinar, í Winnipeg — farfuglarnir flognir heiman úr hlíð og dal, — þekkja þvemig þú hrífur um hjartastreng- ina, og hverfa einatt til átthaganna aftur. Við höfum vitað þetta, en hugn- un fer, að láta segja sér það, svona alúðlega. Og nú hefi eg útsagt. Þó eg kysi sízt að hafa þreytt ykkur um of, og vildi vinna það til, að lofa að gera það aldrei oftar, þá fellur mér sanit svo vel, að vera héma núna, að eg er nærri í sama skapi, eins og einn kvenskörungur okkar forðum, sem varð vteik, hélt það yrði sitt síðasta, kvaddi bóndann og bað hann fyrirgefningar, hét að verða honum aldrei eins örðug framvegis, og þegar hann bar henni í bæti- fláka, anzaði hún ekki öðru en því: Ó’ jú’ vist var eg þér vond, en nú skal það skána. En—mundu samt eitt Sveinn! komist eg til heilsu aftur, stendur Iþetta loforð ekki lengur! Komist eg nú úr þesswn ræðu- klipum við ykkur, þá stendur mitt loforð um, að halda munni, heldur ekki lengur. Þökk fyrir gott hljóð gefið mér, og góða skemtun. Fylgi velgengnin bygð ykkar og búum. Stephan G. Stephansson. Minni Manitoba. (Eæða flutt í Wpg 2. ág. 1916). Eftir Steinu J. Stefánsson. 1 tuttugu og sjö ár hafa Islend- ingar i Winnipeg haldið hátíðar- dag. en þetta er í fyrsta skifti við slikt tækifæri að mælt 'er fyrir minni Manitoba fylkis. Aðalíega bggur ein ástæða til grundvaliar fyrir þessari nýbreytm. Hún er sú, að í ár hefir stjóm þessa fylkis veitt l’onum full pólitísk réttindi. Mani- toba er fyrsta fylkið í Canada til að stíga þetta framfaraspor. Islendingurinn, sem alinn er upp á fornsögunum, hefir sjálfsagt átt bágt með að bíða þess með stillingu, að móðir hans og systir yrðu leystar af ]>eim ógöfuga bekk, sem lög brezka veldisins hafa bundið þær á, — þann bekk, sem hér í landi er skipaður að eins vitfirringum, “treaty” Indiánum, stjórnar ölmusu mönnum og sakadólgum ! Njáll frá Bergþórshvoli hefði varla sjálfur þegið sæti í öndvegi, ef Bergþóra hefði verið skipaður slíkur sess. Þrjár aðrar ástæður má til færa til þess að sýna, að Islendinguu sem þjóðflokk er sérstaklega skylt að minnast Manitoba í sambandi við fengið jafnrétti, á aðal þjóðhátíð sinni. I fyrsta lagi af því að íslenzk kona, Margrét J. Benedictsson, átti upptökin að jafnréttis hreyfingunni *) Russell. W. S. Russell. Ice- land. Horsiebalk Tours in Saga Land. 1913. NORTHERN CROWN BANK HöfU§istóll löggiltu r $6,000.000 Höfuíistóll gr«iddur $ 1,431,200 Varasjóðu....... $ 7)5,600 Forniaður.............- - - Sir D. H. McMILBAN, K.O.M.G, Vara-forinaðiir................... Capt. WM. ROBINSON Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASKDOWN, E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISII CAMPBEUÞ, JOHN STOVEÞ Allskanar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga viS einstaklinga eða félög og sanngjarmr skilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum aollar. Rentur lagðar viðá Kverjum sex mánuðum. 1** T MORSTEVN3SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og SherbrookeiSt., ♦ . Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.