Lögberg - 17.08.1916, Blaðsíða 5

Lögberg - 17.08.1916, Blaðsíða 5
LÖGrBBRG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST 1916. 5 AUGLÝSING Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar. Haustrœktin til eyðileggingar illgresi. Haustrœktun til eySileggingar illgresi. Bezti tími til þess að eyðileggja margar illgresistegundir er vorið og fyrri partur sumarsins. En það má einnig gera á öörum tímum. Afeð góðum árangri má eyðileggja sumt illgriesi að haustinu. Illgresis tegundir. Til þess að vinna á móti illgresi með góðum árangri, þarf að þekkja hvernig það vex og hagar sér. Ulgresi má skifta í fjórar tegundir. 1. Ársillgresi: Þáð vex upp af sæði af> vorinu, framleiðir útsæði til sömu árstiðar og deyr svo. — Viilihafrar, villimustarður og rús's- neskur þistill er með því versta af þessari tegund. 2. Vletrarillgresi: Þáð byrjar að vaxa frá sæði seint að sumrinu eða snemma að haustinu, nær talsverð- um þroska samsumars, helzt grænt yfir vgturinn, tekur aftur til að vaxa næsta vor og framleiðir út- sæði áður en uppskerutími byrjar. Óþefsillgresi og margar mustarðs- tegundir lieyra því til. 3. Hálfsársillgres'i. Jurtir af þeirri tegund byrja að vaxa frá sæði að vorinu, vaxa aðeins litið ofanjarðar fyrsta sumarið, en fá þroskamikla rót, og út frá henni viex heilmikið næsta vor. Þetta ill- gresi framleiðir sæði næsta ár, og svo deyr öll jurtin. 1 Manitoba eru ekki margar jurtir af þessari tegund sem ilt sé við að eiga. “Burdock” heitir það sem algengast er. 4. Silifandi illgresi: Illgresi sem tilheyrir þessari tegund hefir rætur siem aldrei deyja, en halda áfram að vaxa ár frá ári og breiðast út með neðanjarðarrótum. Það breið- ist einnig út með sæði sem fram- leiðist á hverju ári. Þetta er versta illgresi sem bóndinn á við að str,ða, því til þessarar tegundar tilheyrir sáðþistill, Canada þistill og hvílu- gras. Þegar eðli hinna mismunandi dlgresistlegunda er haft í huga ætti að haga ræktun akursins þannig að hún komi þar að mestu gagni sem helzt á að drepa illgresið. Viltir hafrar og annað árs illgresi. Þegar um árs illgresi er að ræða er aðalatriðið að láta sæðið frjófg- ast og eyðileggja svo jurtina á með- an hún er ung. Þó það sé ekki mögulegt að fá alla villihafrana til aö frjófgast að haustinu, þá kemur ræktun snemma að haustinu sumu af þeim til frjófgunar, sér- staklega þar sem rök er jörð, og það eyðilegst af frostinu um vetur- inn, og veldur því að akurinn er í ágætu lagi til þess að mikið frjófg- ist næsta vor. Vegna þess hversu lítið er um vinnukraft, verður það ef til vill erfitt fyrir bændur að láta auka hesta og menn vinna á ökrum sin- um, en ef það ler hægt, þá er eitt bezta ráðið til þes's að d'repa villi- hafra og annað ársillgresi að haust- inu að saxa fdisc) akurinn jafnótt og slegið ér. Þegar það er gert fylgir sá er saxar sláttuvélinni á eftir og saxar hverja röð jafnótt og hún er slegin. Af þessu leiðir það að illgresissæðið sem fallið bef- ir i akurinn er táfarlaust grafið ör- grunt í raka jörðina og byrjar að vaxa og verður svo deytt síðar ann- aðhvort af frostinu eða af ræktun. Önnur aðferð sem einkar vel hef- ir reynst á landi sem á að hvíla er grunn plæging. Það er að plægja nýslegið Jand 2—3 þumlunga djúpt að haustinu. ,Til þess að plægingin verði að sem mestum notum ætti hún að víera gerð eins' snemma og mögulegt er, vera örgrunn og svo ætti að þjappa niður moldina með illgresis fræinu. Bezti þjappari til þess er reglulegur þjappari, en herfi má nota til þess. Með þessu móti er rakanum hald- ið í jörðinni og illgresið byrjar að vaxa annaðhvort sama haustið eða mjög snemma næsta vor. Það ill- gresi siem vex að vorinu má drepa meö ræktun næsta ár á eftir hvíld- inni. Þar sem hveiti á að sá næsta ár fæst beztur árangur með því að plægja snemma að haustinu 4—6 þumlunga djúpt og þjappa svo og herfa undir eins og plægt hefir ver- ið. Þetta veldur þvi að vöxtur byrjar að haustinu, en hann devr í vetrarfrostinu. Þár sem á að sá höfrum eða byggi drepst nokkuð af villihöfr- um níeð því að plægja grunt að haustinu og djúpt að vorinu. Vetrar illgrcsi og hálfs árs illgrcsi. Til þess að losna við vetrar ill- gresi eða hálfs árs illgresi er það áríðandi að rækta nákvæmlega til þess að drepa það, annaðhvort seint að haustinu eða næsta vor. Óþefs- illgresi eða franskt illgresi, eins og það er oft nefnt, vex langbezt og framleiðir mest sæði þegar því leyf- ist að byrja að vaxa að haustinu og halda svo áfram næsta vor, eftir að jurtin hefir lifað af veturinn. Góð haustræktun drepur þessar jurtir á meðan þær eru litlar. Ars illgrcsi. Haustræktun einungis, einkum ef grunt er plægt, hefir lítil áhrif á sáðþistil, Canada þistil eða annað árs illgresi. Vienjulejgast er að vinna á móti þessum tegúndum með einfaldri hvíld. Til þess að drepa þistil með ræktun verður bóndinn að lialda áfram að rækta nógu lengi til þess' að svelta jurtina í hel. Jurtarlauf eru sama eðlis og magi í dýri, þau melta jurtafæðu; ef laufunum er varnað frá því að vaxa nógu lengi, þá sweltur jurtin og deyr. I þessu skyni er hvílt; land, sem hefir verið haldið frá öllum gróðri að sumrinu ætti að halda airam að ræktast þegar haust er komið. Það ver þistlinum frá því að ná sér aftur eftir sumarbar- dágann. Að því er djúpa haust- plægingu snertir, sem hvíla á næsta ár, segir prófessor Harrison við Manitoba búnaðarskólann það sem hér fer á eftir : “Sumum bændurn hepnast vel að plægja land sem þeir ætla að hvíla, hér um bil 5—6 þumlunga djúpt að haustinu ; láta það vera óþjappað og rífa það upp að eins grunt næsta vor með gæsafótaherfi. Árangur- inn af þessari aöferð er undir þvi kominn að jarðvegurinn sé brotinn frá rótum að haustinu og svo skennnast þær að minsta kosti að nokkru leyti af vetrarfrostinu. Svo er jarðvegurinn laus að vorinu og illgresið getur ekki náð sér niðri; er það því veikt og veigalítið þegar ræktunin byrjar og auðvelt að eyði- leggja það. Þar sem um Canada þistil er að ræða upprætist hann oft alveg með því að plægja landið sex til sjö þumlunga djúpt rétt áður en frýs. Ástæðan fyrir því er sú að rót þess illgresis er 6—7 þ. niðri í jörðinni. Ef svo djúpt er plægt ])á er rótinni mokað upp á yfirborð og angar vaxa upp af og nýjar jurtir næsta vor, en þær ]x>la ekki frostið.” í Manitoba, — hún hafði gefið út jafqréttis-tímarit, myndað jafnrétt- is-félög og lagt jafnréttis-bænaskrár fyrir fylkisþing löngu áður en nokk- ur hérlend rödd heyrðist hreyfa niáli þessu í riti eða ræðu. í öðru lagi: Íslendingur skipar nú i fyrsta sinn ráðgjafasæti í fylk- isþingi, — og það ábyrgðarmesta sætið, og að fyrir hans orðheldni og samverkamanna hans var jafn- rétti veitt. Þriðja ástæðan er sú, að frum- hyggja konurnar, sem með óbilandi kjarki, sjálfsafneitun og starfsþreki unnu langt og erfitt dagsverk, eru nú óðum að hverfa. Að eins örfáar eru eftir, hvitar fyrir aldur fram. Aður en þær verða bornar til mold- ar. mætti ekki minna vera, en.að verk þeirra væri viðurkent, og ]>eim vottað þakklæti þjóðarbrotsins is- lenzka, sem nýtur ágóðans af æfi- starfi |)eirra. Sjálfar báru þær ekkert úr býtum, nema linýttar hendur og hæruskotna lokka. I,ifið fór alt fram hjá meðan þær stóðu á verði yfir vöggu íslenzks þjóðlifs í l>essu fylki. Þjóðlífið hefir blómg- ast, en þær hafa gefið sina æfi því til næringar! — “Gömul kona dá- in“. segir fólkið, þegar ein slík fellur frá; —. "hún átti engan að”, fylgir lika oft með. “Gömul kona!” -—það er alt, sem heimurinn sér, — hárið hvítt og hrukkurnar margar og d'júpar. Það er þessuni gömlu frumbyggj- enda 'konum að þakka, að jafnrétti er fengið. Alt þeirra æfistarf er lif- andi vottur þess, að konum má treysta jafnt og körlum til þess að vinna af dygð, möglunarlaust, end- urgjaldslaust, fyrir velferðarmálum mannfélagsins. Þær voru aldrei þektar að sérhlifni né ómensku. Aldrei vegnar og léttar fundnar. Væri það ekki fyrir þetta afar sterka lifandi dæmi, sem æfiferill frumbyggjara konanna hefir veitt, væri jafnrétti ennþá ófengið. Þáð eina endurgjald, sem hægt er að veita ]>eim fáu, sem enn lifa, eftir 41 árs erfiði hér i fylki, er viður- kenning fyrir vel unnið og mikö verk! Manitoba liefir verið vagga \’est- ur-lslendinga. Hingað koniu flest- ir allslausir. Fyrst vrar sezt að i skógunum kringum Gimli, ]>ar sem hvítir menn höfðu áldrei áður sett bygð. Vatnið veitti björg fyrstu árin. Harðindi. vegleysur og drepsótt J'ak marga brott á aðrar slóðir. — Hvar sem að var sezt voru heimilin hreysi, klæðnaðurinn úr striga og leðurskór á fótum, — skinnsokkar þar sem blautt var. Fæðan var oft ónóg og æfinlega léleg,—samt gátu ]>essi Manítoba heimili altaf tekið með rausn á móti löndum sínum, gem voru að koma að heiman; gef- ið bæði klæðnað og mat, hýst heilar fjölskyldur vetrarlangt og stund- um gefið skepnur til að byrja með búskapinn. Svona var byrjunin: efnalegt alls- leysi, þekkingarskortur á atvinnu- greinum,—og allir nokkurn veginn jafnir. Hingað komnir þurftu “grantarn- ir" að hrista af sér fjalladrungann, bölsýnið og tortrygnina, sem var eðlileg afleiðing danskrar kúgunar: þeir þurftu að venjast loftslagi, tungu og háttum þessa lands. Til þess að gera samanburð á Islendingum þegar þeir komu fyrst til þessa fylkis og nú, þyrfti að yf- irlíta hagj manna frá tvennu sjón- armiði, og afstöðu þeirra hér í þjóð- lifinu. Vötnin stóðu full af fiski; en.ný- þyggjarinn kunni ekki að nota sér þá auðlegð. Á sumrum, þegar enginn var ís, fékk hann nógan fisk, en afiinn skemdist í hitunum: á vetrum, þegar þurfti að veiða upp um is, brast landnemann kunnáttu og aflinn varð lítill. Enginn var heldur markaðurinn fyrir hann. En ]>etta var ekki Manitoba að kenna! Auðlegðin fólst í vatninu fyrir ]>á, sem kunnu að handsama hana. Islendingar, sem byrjuðu á jarð- rækt, fundu sér ágætis jarðveg; en þeir kunnu ekki i fyrstu með hann aö fara. Þeir ruddu sér skóga og brutu jarðveginn' og sáðu í, alt á sama árinu, — þeir sáðu sömu korntegund i sama blettinn ár eftir ár, — þeir hvíldu aldrei sáðland sitt; — þeir brutu fyrir þekkingar- leysi öll jarðræktarlög, og uppsker- an varð óft á fyrstu árum meira ill- gresi en korn! En þetta var ekki Manitoba að kenna! Jarðvegurinn er auðsupp- spretta. en við kunnum ekkert að því að nota okkur hann. Landnem- arnir byrjuðu á griparækt, því nóg voru. heylöndin, og hagaganga öll- um heirnil á sumrum. Fyrir þekk- ingarleysi og íslenzkan skilning á orðinu “sparsemi”, kevptu þeir sér búpening til stofns þar sem þeir fengu hann lægstu verði. Afleið- ingin varð : Lélegar skepnur, mikið erfiði og lítið endurgjald! En þetta var ekki Manitoba að kenna! Því Manitoba nautgripir hafa hlotið hæðstu verðlaun á al- heimssýningunni í Chicago. Landinn réðst á risavaxin furu- tré og feldi þau til jarðar, þegar hann ætlaði að sá í landið. Ef hann þurfti þau ekki til húsabyggingar, lét hann þau fúna eða hlóð þeim í kesti til brensilu. Hann kunni ekki að gera sér peninga úr þeim. En ekki var ]>etta landinu að kenna! Islendingar eru manna hagsýn- astir; — samt unnu þeir í mörg ár eingöngu fyrir aðra, — oft mjög illa borguð dagsverk fyrir harða húsbændur, sem urðu ríkir á þeirra sveita. En þetta var ekki Manitoba að kenna! Hvergi segir í lögum fylk- isins, hver skuli vera húsbóndi eða hver þjónn, — það fer eftir hagsýni þekkingu, dugnaði og áræði. Hér á fyrri árum byrjuðu nokkr- ir á verzlun. íslenzk al])ýða skoðaði alla verzlunarmeiin, sem kúgara og blóðsugur, sem sjálfsagt var að pretta, ef tækifæri gæfist. Þar ^ýndi sig afstaða íslenzkrar alþýðu heima gagnvart dönsku einokunar vterzlaninni. Isilendingar eru ekki verzlunarþjóð og skortir verzlunar- slægð hérlendra, — og þessir kaup- menn fóru oftast á höfuðið. En þetta var ekki Manitoba að kenna! \'erzlun er frjáls. Svona mætti telja fram alla at- vinnuvegi fylkisins. Allstaöar var byrjað með tvær hendur tómar og kunnáttulaust. Þrátt fyrir alla vanþekkingu og öll klaufastrik eru Islendingar nú að líkindum sjálfstœðasta þjóðar- brotið efnalega, sem byggir hér bú. Og það ier auðlegð Manitoba að þakka! Allir landar hér komast af, meiri hlutanum líður vel og allmarg- ir eru við ágæt efni. Þeir eru stórkaupmenn, stórbænd ur, verkveitendur, byggingameistar- ar, eiga sölutorg, verzlunar stórhýsi, fögur heimili, og sumir sumarbú- staði að auk; bifreiðar og alt, seni lýtur að auknum lífsþægindum. Þeir takast langar ferðir á hendur til að skoða heiminn, og hafa auk lieldur sent stórfé til hjálpar gamla landinu heima. Þetta er lauslegur samanburður á því sem var og er viðvíkjandi j efnahag Islendinga hér. Þetta alt hefir Manitoba lagt okkur af mörkum! I félagslífr fvlkisins var okkar þátt-taka engin framan af árum. Við vorum mállausir útlendingar, fáránlegir til fara. Sem þjóðflokk var snenuna tekið eftir þrem ein- kennum hjá oss. Þau voru: 1. Námfýsi. 2. Enginn íslendingur leitaði nokkurntíma hjálpar hjá því opinbera. 3. Og afskiftaleysi í opinberum málum. Landinn var þar eins og Sveinn dúfa: — “hann gekk síiia beinu braut og bjóst við skárri tíð!” Upp úr bamaskólanum fóru ung- lingamir inn á háskólann, og upp úr háskólanum fóru þeir með verð- launafé og medaliur. Hærri skólar hér sóttust eftir ís- lenzkum nemendum, af því þeir juku orðstír þess skóla, sem þeir voru við, og unnu honum inn heið- ur. t mörg ár gáfu íslenzku nemend- umir sig eingöngu við bókum og sneiddu algjörlega hjá félagslífinu og iþróttum öllum. Þéir unnu verölaun, en þeir töpuðu félagslynd- inu og eyðilögðu lífskraftana með innisetum og lestri. Á síðari tímum hafa íslenzkir nemendur minna hirt um medalíur, en meira um íþróttir og aðrar list- ir. Þeir hafa látið dragast inn i félagslíf stallbræðra sinna og haft meira samneyti við yfirmenn og kennara. Bldra fólkið hristir höfuöið og segir að yrigra fólkið sé bara að sleppa sér út í sollinn, og að það sé hætt einu sinni að ná í nokkurn hlut á skólunum. En þessi breyting bendir einungis á það, að íslenzki eintrjáningsskap- urinn er að hverfa, og að þeir, sem á undan ganga, eru að skifta um mælikvarða. Þeir sjá, að íslending- um getum við aldnei orðið til sóma i þessu landi, nema með því eina móti. að við stöndum hátt hér í öll- um málum. Til þess að við getum það, þurfum við á öllum þeim vopn- um að halda, sem okkur eru lögð i hendur. Áður fyrri borguðum við jafn hátt skólagjald og nú, —• grip- um lærdóminn, sem fékst þár, en færðum okkur ekki i hag mentun- ina og siðfágunina, sem fæst af samneyti við mentamenn og konur. Líka gengum við algierlega frám hjá íþróttum og æfingum, af þvi við höfðum ekki glöggvað okkur á, hvaða mismun það gerir að vera hraustur og hreinlegur aö útliti, og djarfur og ákveðinn í framkomu. Gömlu landarnir skildu þetta bet- tir. — þeir béldu stórveizlur og margra daga þing. Þángað sóttu konur og karlar, ungir og gamlir. Bækur voru ekki um hönd hafðar, en samræður, sögur og söngvar höfðu sín áhrif. Þeir vngri hlust- uðu og sömdu sig eftir þeim eldri í tali og látbragði. Skylmingar, glím- ur og ýmislegt fleira hélt við góðri heilsu og stæltum vöðvum. Afleiðingin var sú, aö þegar Is- lendingar fóru utan, þóttu þeir af- bragð annara manna að atgjörvi og hreysti. “Setti, konungur hann hið næsta sér”, segja gömlu sögumar, og ber ekki á öðru en að landinn hafi kunnað að haga sér. Þó ykkur finnist hafa verið aft- urför hjá islenzku mentafólki hér um nokkur siðastliðin ár, þá er það ekki svo. Það er að eins verið að víkka námshringinn þl þess að fara ýt á fleiri nýjar brautir. I félagslífi fylkisins hafa Álani- toba Islendingar aldrei staðið betur en nú! Urmull af íslenzkum piltum og stúlkum eru háskólakennarar. Tveir Islendingar eru í fylkisstjóm, ann- ar í ráðherrasæti, og er það fyllilega okkar skerfur eftir fólksfjölda. Einhver lærðasti Islendingur í vísindum, Dr. Thorbergur Thor- valdsson, er fæddur og uppalinn hér í fylki. Fyrsta íslenzk stúlka í heimi, slem hefir útskrifast af há- skóla, Alaria Anderson, er uppalin í Manitoba. Eini heimskautsfarinn, sem íslendingar hafa átt og frægur er um allan heim,per fæddur í Máni- toba. Þeir einu tveir Rhodes Scholar's, sem íslendingar eiga, eru Manitoba piltar. íslenzkar konur hafa nú i ár gengið í fyrsta sinn sem heilri’ í samband við hérlendar kon- ur; það er félagið, sem nefnist: “Dætur Bretaveldis”, og er það stórt spor í framfara átt. Islendingar hafa einnig sýnt það, að þeir þora enn sem fyrri að her- væöast, lærjast og deyja, ef þörf gerist. Allar bygðir Islendinga hafa þar lagt góðan skerf til; en þaö munu tiltölulega fliestir vera úr þessu fylki. Það er sérstaklega tvent, sem hefir hamlað Islendingum frá þátt- töku í félags- og stjórnmálum: — Þeir hafa ekki lagt sig eftir opin- berum málum; og þeir skilja ekki ennþá yfirleitt, að við erum ekki út- lendingar hér. Við eigum þetta fylki jöfnum höndum við alla aðra sem hér búa. Við höfum liðið súrt og sætt að okk- ar parti við að byggja það upp eins' langt og komið er, og við eig- um með að okkar parti að segja, hvernig því skuli stjórnað. En við megum aldrei missa sjón- ,ar á því, að til þess að geta verið leiðtogar, en ekki undirtyllur, yerðum við að vera sérfræðingar í hverri grein. Við verðum að vera jafningjar meðbræðra okkar hér og fslendingar að auk, — það gefur okkur vinninginn. Thomas' H. Johnson er ekki ráð- gjafi opinberra verka af því að Manitoba fylki hafi hugsað sér að hafa nú bjartleitan Islending í þessu sæti, heldur af ]>ví, að hann skaraði fram úr flokknum, sem hann fylgdi, að andlegu og líkam- legu atgjörvi. — Vilhjálmur Stef- ánsson var ekki kostaður af stjóm- inni til ferðar norður í hafsauga af því að hann var Islendlngur, held- ur af því, að hann er hugdjarfur og er sérfraeöingur í sinni grein. — Sama má segja um Dr. Thorberg Thorvaldsson; hann er ekki yfir vísindagrein Saskatchewan skólans nema fyrir það eitt, að hann er sér- fræðingur í þeirri grein og skarar langt fram úr. Hvað við kemur afstöðu kvenna i fylkinu leftir þessa breytingu, sem á er orðin, hefi eg litið að segja. Eg á ekki von á neinum hroða svift- ingum. Eg gæti búist við að mennimir, sem hræddir voru um, að þeir' þyrftu að standa við þvotta- balann og passa bömin á tneðan konan færi á kjörstaðinn, yrðu fyr- ir vonbrigðum. Okkur er brugðið um þekkingarleysi, en við vitum all- ar undantekningarlaust, að engum karlmanni er trúandi fyrir að þvo þvottinn, svo nokkur mynd sé á! Konur hafa flestar alt að læra í pólitískum málum. Eg er sérstak- lega metnaðargjörn fyrir íslenzkar konur, og vil að þær taki sig snemina í vakt, svo að þær standi framarlega í röðinni. Að endingu vil eg minna íslend- inga á, að við erum fámenn þjóð með lítinn orðstir, og að í hvert sinn sem eitt okkar skarar fram úr, ger- um við heildinni léttara og bjartara lífið. Og aftur á sama máta kast- ar hver íslenzkur ódrengur skugga á okkur öll. Svo vil eg biðja alla islenzka menn og konur, sem í fylki þessu búa, að reynast Manitoba eins völ í framtíðinni eins og Manitoba hef- ir reynst þeim það sem af er! Heiður sé stjóminni, sem situr að völdimi, fyrir fljóta og góða fram- kvæmd í kvenréttindamálmu! Frægur læknir látinn. Dr. John B. Marphy frá Chicago, heimsfrægur skurðlæknir lézt i MacKinac eyju í Michigan á föstu- daginn var. Hann hafði fundið upp ýmislegt og breytt mörgu í skurð- aðferðinni, sem nafni hans heldur á lofti eins lengi og sögur verða til. Dr. Murphy var talinn frægasti skurðlæknir í Chicago. Hann var nýlega sæmdur nafnbót af páfanum í Róm fyrir framúrskarandi upp- fundingar í skurðfræði. KJ' * „ vXvnkii.n-^1. timbur, fjalviður af öllum Wyjar vorubirgoir tegundum, geirettur og ala- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. -------. Limited ---- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG SEGID EKKI “KG GET EKKI BORGAfi TANNLÆKM NC.” Vér vttum, aS ntl gengur elckl alt aB öakum og erfltt er aB elgnaM ■kildlnga. Ef til vlll, er osa þaS fyrir beatu. þaB kennlr oee, eena verBum a8 vinna fyrir hverju centl, a8 meta gildl peninga.. MIN'NIST þess, aS dalur sparaBur er dalur unnlnn. MIKTNIST þesa elnnig, aB 'I'ltNNUH eru oft melra vlrBl en penlngar. HEITjBRIGPI er fyrsta spor til h&mlngju. þ ví verBiB þér aB vernda TENNCRNAR — Ná er tímlnn—hér er staíurlnn tU a8 láta (oe vM tennnr y8«r. Mikill sparnaður á vönduðu tannverki KIN8TAKAR TKNNUR $5.00 HVER BESTA $3 KAR. GUIjB $5.00, 23 KAItAT GUIX/TENNITR VerB vort ávalt óbreytt. Miirg hundrut! manns nota sér hlö lága veHi. HVERS VEGNA EKKI pC T Fara yðar tilbúnu tennur vel? eBa ganga þar lBulega ðr skorSum? Ef þnr gera þaB. flnnlB þá tann- lækna. eem geta gert vel viB tennur yBar fyrir vægt veHJ. IfG slnni yðnr sjálfur—NotiB flmtán ára reynnlu vora vtB tannlækningaf $8.00 HVABBEIN OPIB A KVffLDUM DR. PARSONS HcGREEVT BIiOCK, PORTAGE AVE. Teíefónn M. •»». Uppi yfir Grand Trnnk farbréfa nkrlfstofu. S 6 Ii S K I N BARNABLAÐ LÖGBERGS I. AR. WINMPKG, 17. AGÍST 1916 NR. 47 Samvizkubit. Það eru líka margar aðrar á- stæður, en við skiljum þær ekki fyr en við höfum lært alt um þessar dyr og þessar loftpípur og alt sem eT á baJk við þær. XX—6iBö (Vrh.). Isafold, Man., 25. júlí 1916. Kæri ritstjóri Sólskins:— Þetta er fyrsta bréfiö mitt sem eg sendi Sólskini. Eg hefi lesið það æfinllega og dáist mikið að. Það var ein sagan sem mér ]>ótti ljómandi falleg, hún beitir: “ Tvö andlit á einni manneskju”. Það er sannarlega satt að ein manneskja getur haft tvö andlit. Það var sagt í endirnum að börnin ættu að mála tvær myndir af sömu mann- eskjunni og senda Sólskini. Af þvi að ef he'fi ekki séð neinn reyna það, ]>á datt mér í hug að eg skyldi rievna ]>að, og sendi eg nú Sólskini tvær myndir af sömu stúlkunni. Þau hafa líklega hikað sér við það blessuð börnin að mála ljótu stelpuna, en kannske það yrði til ]>ess að litlu börnin yrðu ekki óþekk við liana mömmu sína, eins og þessi ljóta, rifna, skælda telpa, og þá væri tilganginum náð. Viö börnin og uppvaxandi fólk eigum að vera góð, því að það er líkast til aöal orsökin sem nú veld- ur öllum þeim hörnuingum sem nú ^standa yfir í heiminum, að fólkið yar ekki nógu gott. Það fyrsta 4em maður á að gera er að vera hlýðinn og gegna bæði forefdrum og kennurum, því alt eru það kenn- arar og yfirboðarar. Svo sendi eg ykkur að skilnaði seinustu visuna 1 heilræðiskvæöi Hallgrims Péturssoanr: Víst ávalt þeim vana halt vinna, lesa og iðja, umfram alt þú ætíð skalt elska guð og biðja. Með virðingu Kristín B. Tómasson, 14 ára gömul Stjarnan. Frá himni horfir stjarna, hún horfir á mig; mér finst hún stundum feimin og fela sig — og fela sig. Hún stundum horfir hiklaust svo heiðbjört og frí, svo byrgir hún sig blessuð á bak við ský — á bak við ský. Hún stundum gægist gegn um, ef gisið er ský; það gaman væri aö vita hvað veldur því — hvað veldur því. Það gaman væri að vita hvort veit hún af mér, hvort hana langar, langar að leika sér — * að leika scr. Þú brosir, bjarta stjama, þú brosir til mín; eg vildi eg ætti vængi og veg til þín — og veg til þin. Sig. Júl. Jóhannesson. Mig rninnir að þú segðir að ef þú fengir ekki hana Siggu þá værirðu viss um aö þú dæir. Þáð er satt, eg sagði það. Hvernig stendur þá á þvi aö þú fekst hryggbrot hjá henni og lifir samt ? Eg býst við aö deyja einhvern tíma. Eg rak æmar mínar heim í fyrra lagi og skildi þær eftir fyrir ofan túnið. Það hafði verið þoka og súld um daginn, en nú glaðnaði til, og kom það sér vel, þvi að það var talsvert óþurkað hey úti á engjunum og stór flekkur á túninu. Eg gekk rakleiðis' inn í búrið ; þar var mamma mín að strokka. Eg heilsaði henni með kossi. Svo fór eg að tína í svanginn. Mig tók það sárt að mamma skyldi sí og æ þurfa að vinna svona baki brotnu. Hún þurfti bœði að mjalta og búverka, og svo var hún að skreppa út á túnið til að rifja í hjáverkum sínum, ef nokkur þurkur var. Það var vani minn að þrífa'af henni bulluna. þegar hún var að strokka, og hvila hana dálitla stund, en í þetta skifti þumbaði eg það fram af mér. Eg hafði komið auga á orf og ljá kaupamannsins i túngarðinum. Mig langaði svo til að læra að slá. Það héildu mér engin bönd. Eg hljóp niður í túnjaðarinn og fór að hjakka. 1 þessum svifum kom mamma út á hlað með hrífu í hendinni og skýlu yfir höfðinu. Hún kallaði til min og bað mig að hjálpa sér til með að rifja flekkinn á túninu. “Já, mamma mín. Eg skal koma rétt undir eins", sagði eg. Svo fór marnrna að rifja, en eg Tiélt áfram að slá. “Eg ætla bara að slá eina þúfu enn", hugsaði eg með mér, “og brýna ljáinn einu sinni enn”. Nú var tíminn ekki lengi að líða. Mér þótti svo gaman að sjá hvem- ig stráin féllu þúsundum saman fyrir glampandi ljánum. Mér blandaðist ekki hugur um það að eg mundi verða dágóður sláttumaður, ]>egar eg yrði stór. Hana nú ! Þarna rak eg oddinn á ljánum í stóru þúf- una. En hvað var að marka það? orf- ið var alt of langt handa mér. Ekki man eg hve margar þær voru, þúfurnar, sem eg sló, né heldur hve oft eg brýndi ljáinn; en hitt er vist, að þegar eg kom út á túnið til mönimu með hrífu í hend- inni, þá var hún að enda við að rifja flekkinn. Hún átti ekki eftir nema þrjá rifgarða. Mér var órótt innanbrjós'ts, en lét þó ekki á neinu bera. Eg fór að róta í einum rifgarðinum, og ætlaði nú að láta muna um mig. “Nei, þú kemur of seint”, sagði mamma með tárin í augunum og bandaði hendinni á móti mér. “Eg á það vist skilið, að þú breytir svona við mig”. En hvað augnaráð hennar var angurblítt, og höndin á henni, ó, hve hún var æðaber og þrevtuleg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.