Lögberg - 17.08.1916, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.08.1916, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST 1916. Heilbrigði. Sjúkrasamlög NiSurlag. 1 stuttu máli hefi eg þá reynt aö lýsa starfsemi og fyrirkomulagi sjúkrasamlaganna í Danmörku í öllum höfuöatriöum. Aöaláform mitt hefir veriö, aö benda mönnum á nytsemi þessara stofnana. nyt- semi, sem bœöi land og lýöur, aldir og óbomir, njóta góðs af. Ef þessi litla ritgerö gæti vakið áhuga manna á Islandi til aö stofna sjúkrasamlög, þá er tilgangi mínum náö. Mér er nú ekki fullkunnugt um, hve mörg sjúkrasamlög eru til, eöa hafa veriö sett á stofn, á Is- landi; en veit, aö þau eru sárfá og fámenn. Ahugann vantar enn þá hjá þjóðinni, og einkum hjá stjórn- inni, þrátt fyrir ötula framgöngu Guömundar landlæknis Bjömsson- ar og fleiri annara, sem bæöi í ræöu og riti hafa starfað aö framkvæmd þessa merkilega málefnis. Eg hefi nú íhugað máliö á marga vegu, og eg get ekki betur séð, en aö sjúkrasamlög muni geta þrifist um land alt, ef rétt er af stað farið, og ef landstjórnin vill styöja þetta nauðsynjamál, sem eg tel sjálfsagt. þegar félögin fyrst eru komin á fót. Það er nauösynlegt að íhuga all- ar kringumstæöur, þegar um það er aö ræöa, aö stofnsetja sjúkra- samlög. Þaö þarf aö reikna öll út- gjöld út nákvæmlega, þarf að taka tillit til alls þess kostnaöar, sem hugsanlegur er; en þetta er mjög erfitt aö gera í byrjun, áöur en nokkur reynsla er fengin. Þaö verður þvi helzt aö gera kostnaðar- áætlunina riflega í byrjun. Ef svo seinna er hægt að lækka gjöldin, þá er þaö ágætt. Það er langtum betra aö þröngva heldur um rétt- indi félagsmanna í fyrstu og gera tillögin ríflegri. Það munar engan um að greiða 25—50 aurum hærra eöa lægra gjald á mánuöi, en sjúkra- samlagið munar um þessar smá- upphæöir, því margt smátt gerir eitt stórt. Fleiri aðrar ráöstafanir er og hægt að 'gera, til þess að tryggja samlögin aö nokkru í efna- legu tilliti. Fyrst og fremst það, að félagsmönnum sé innrætt aö sækja ekki lækni eöa leita læknis- hjálpar að óþörfu; en þaö er oft hætt viö, aö félagið veröi misbrúk- aö þannig af sumum, því aö altaf er misjafn sauður í mörgu fé. Sumir hugsa sem svo: Eg þarf ekki aö horfa í kostnaðinn viö aö leita mér og minum læknishjálpar, því að sjúkrasamlagið greiðir hann, og þar sem eg geld tillög mín, á eg og heimtingu á öllum þeim réttindum, sem ákveöin eru í lögunum. En þetta er slæmur hugsunarháttur, og leiðir oft til, aö sjúkrasamlögin fara á hausinn, þegar margir fé- lagsmenn hugsa á líkan hátt. Menn veröa að gæta þess, að hver félagi er hluti af sjúkrasamlaginu, og ef aö því vegnar vel, er það ágóði fyr- ir hann. Þaö riður á að vekja áhuga og auka þekkingu almennings á stofn- un sjúkrasamlaga og fyrirkomulagi þeirra. Blööin ættu aö skýra málið sem bezt fyrir mönnum, og ötulir ungir menn í hverju félagi eða sveit ættu aö ganga í broddi fylkingar og ræða málið á fundum.' Væri þaö ekki gott og sæmilegt starf fyr- ir ungmenna- og fundafélögin, aö verða frumherjar þessa máls'? Eins og áöur var á minst, er af- aráríðandi aö reikna út allan þann kostnað, sem sjúkrasamlögin eiga að bera. Eg vil nú koma fram meö áætlanir um útgjöld þau, er eg hugsa mér, að miðlungsstórt ís- lenzkt sjúkrasamlag yröi aö greiöa af nöndum, og síöan skýrt frá, hvemig eg hefði hugsaö mér, aö samsvarandi tekjur fengjust, svo aö þaö gæti borið sig. Setjum svo, aö í þorpi með 5— 600 íbúum væri hægt aö fá 40 fjöl- skyldur og 60 einhleypa menn og konur til aö ganga í félagið. Eg tel þaö sjálfsagt, aö allir læknar á landinu myndu vilja styöja sjúkra- samlagahreyfinguna og vera vægir í kröfum sínum í fyrstu; því aö það mun áreiðanlega borga sig fyrir þá í framtíðinni. Álít eg og sjálfsagt, aö sjukrasamlögin á Islandi, aö minsta kosti í kaupstöunum og öll um smærri kauptúnum, hafi fastan samning viö læknana. , Eg gizka því á, að hæfileg þóknun til lækna væri 8 kr. fyrir hverja fjölskyldu á ári og 4 krónur fyrir hvern ein hleyping. Sömuleiðis get eg til, að hver hinna 140 fullorðnu félags- manna yröi veikur og ófær til vinnu eina viku á ári, og aö hver karlmað- ur fái 1 krónu í dagstynk á dag, en hver kona 50 aura. Ef jafnmargir karlar og konur eru í samlaginu, verða útgjöldin til dagstyrks 70X 7-|-7°X3/4 eða samtals 735 kr. á ári. Ennfremur geri eg ráö fyrir, að sjúkrasamlögin veröi aö greiða kostnaö við vist félagsmanna á heilsuhæli, geöveikrastofnun eða á spitölum, er samsvari aö upphæð 15 mánaða veru þar árlega. Og ef kostnaðurinn á stofnunum þessum er talinn 2 kr. á dag, verður kostn- aðarupphæðin til spítalanna 900 kr. á ári. Þetta er aö minni hyggju mjög rífleg áætlun. Loks gizka eg á, að aukareikningar lækna fyrir stærri skurði o. fl., laun til for- manns, gjaldkera og innheimtu- manna og kostnaður við útvegun á umbúðum, gervilimum o. s. frv. muni ekki nema hærri upphæð í svo litlu sjúkrasamlagi en 450 kr. á ári. Öll lyf skulu félagsmenn sjálfir borga; þó mætti taka þaö fram í lögunum, aö stjórnin heföi leyfi til að veita einstökum fátækum félags- mönnum styrk til lyfjakaupa, ef þeir eru í nauðum staddir. Hin ár- legu útgjöld þessa hugsaöa sjúkra- samlags, er heföi 60 einhleypa fé- laga og 4Z fjölskyldur, með á aö gizka 4 börnum hver, eða samtals 300 manns, yrðu þá: Til læknishjálpar eftir samn., 8 X 40-1-4X60 . kr. 560.00 I dagst. til félagsm. á ári — 735-00 Til vistar til félagsm. á spítöliun árlega . . . . —900.00 Fyrir aukaþóknun til lækna og laun til starfsmanna sjúkrasamlagsins .. .. —450.00 Samtals .... 'kr. 2645.00 Hvemig eiga menn nú að fara að því, aö útvega sjúkrasamlaginu samsvarandi árstekjur? Eg geri nú fyrst ráö fyrir, að það verði að setja tillögin nokkru hærri á Islandi en í Danmörku, þannig að hver fjölskyldufaðir borgi i tillag 2 kr. á mánuði og hver einnleyping- ur 1 kr. Ennfremur geri eg ráð fyrir, að ef sjúkrasamlög myndast almenn á íslandi, muni alþingi veita álíka háan styrk til þeirra úr lands- sjóöi, eins og veitt er til danskra sjúkrasamlaga úr ríkissjóði, eöa með öörum orðum tvær krónur fyr- ir hvern félagsmann á ári og hluta af öllum ársútgjöldum sam- laganna. Tekjur samlagsins yröu þá þess- ar: Tillög frá 40 fjölskyldum, 2X12X40...............kr. 960.00 Tillög frá 60 einhleyping- um, iX^^X^o...........—720.00 Styrkur úr landssjóði, 2XI40-I-J4 af 2645= 280-1-660.............—940.00 Samtals .. .. kr.2720.00 Samkvæmt þessum útrejknmgi yrðu aflögurnar 75 kr., er ásamt upptökugjaldinu ættu aö ganga í viölagasjóöinn, sem hvert einasta sjúkrasamlag þarf að eiga, til þess að geta staðist ófyrirsjáanleg út- gjöld, sem altaf geta skolliö á og altaf má búast við. Margir sem lesa þennan útreikn ing munu nú sjálfsagt spyrja sem svo: Er máðurinn alveg bandvit- laus? Hvemig dettur honum í hug aö alþingi vilji punga út með alla þessa miklu styrkveitingu til sjúkrasamlaga? En látum oss nú í ró og næði íhuga málið, og skygn ast eftir, hve há útgjöld landssjóðs veröa eftir þessari áætlun. Eg geri þá fyrst ráö fyrir, að sjúkra samlög á Islandi nái jafnmikilli út- breiðslu eins og í Danmörku, eöa aö 45% allra íbúa landsins gerðust félagsmenn; yröu það þá hér um bil 40,000 manna, sem í samlögin gengju. Samkvæmt útreikningi mínum er kostnaöur landssjóös til að tryggja 300 manns 940 kr. á ári; til þess að veita 40,000 sama styrk þyrftu þá hérumbil 122,200 ár. ár- lega. Þetta er auðvitað allmikil fjárupphæö, en aö mínu áliti ætti hún ekki að vaxa mönnum í augum Skattarnir á Islandi eru ótrúlega lágir i samanburöi viö skattana í útlöndum. Manni næslum blöskrar að lesa um, hve lítið útsvar menn í Reykjavík, með 5000 króna árstekj- um, greiða. Það er 3—4 sinnum minna en útsvar það, er hvílir á álíka háum tekjum í kaupstööum á Jótlandi! Þáð er enginn vafi á því, að efnamenn á íslandi greiða altof lágan skatt til sveitarsjóða og lands- sjóðs, og meö því að hækka hina beinu skatta Htið eitt, væri óefað hægt að ná afar miklum hluta af útgjöldunum til sjúkrasamlaganna inn í landssjóð. En setjum nú svo að alþingi fengist ekki til að veita meira en helming af ofannefndn fjárupphæö—og þaö ætti ekki aö vera landssjóði ofvaxið, að greiða 60 þús. kr. á ári til jafnnauðsyn- legra stofnana og sjúkrasamlög eru fyrir land og lýð —, þá ættu menn ekki að láta árar falla í bát fyrir þaö eöa hætta við að stofna sjúkra- samlög um land alt. Eg tel sjálf- sagt að sveitarsjóðir mundu sjá hagnað sinn i því aö styrkja sam- lögin á ýmsan hátt, t. d. með einnar krónu styrkveitingu á ári fyrir avern félagsmann. Engum sveit- arsjóði mundi ofvaxið, að leggja út einar 100—150 kr. á ári í þessar þarfir. En jafnvel þótt hvorki al- þingi né sveitarsjóðir vildu leggja neitt fé fram til sjúkrasamlaganna, þá ætti þó frumherjum þeirra ekki aö fallast hugur fyrir það. Það er hægt að auka tekjurnar og lækka útgjöldin á margvíslegan hátt, ef félagsmenn eru vel samhuga. Það altaf fá nokkrar aukatekjur með því, að halda skemtisamkomur, hlutaveltur eða þvi um líkt einu sinni eða tvisvar á ári. Og útgjöld- in má lækka með því, að allir efn- aðri" félagsmenn gæfu sjúkrasam- laginu eftir dagstyrkinn, þegar sjúkdómur þeirra’er ekki langvar- andi og þvi skaðar þá litið í efna- legu tilliti. Slíkt gera margir fé- lagar sjúkrasamlaga í Danmörku, einkum þegar þröngt er í búi hjá samlögunum. Hér viö bætist enn, að eg tel sjálfsagt að eg hafi gert kostnaðaráætlunina til spítala og heilsuhælis alt of háa, enda er hún miklu hærri en gjald þaö, er sjúkra- samlögin í Danmörku greiða til slíks. Aftur á móti getur það vel veriö, aö stótarbræðrum mínum finnist, aö eg skari slælega eldinn aö þeirra köku; en eg vil þá aö- eins geta þess, að samkvæmt áætl- un minni yrðu laun allra sjúkrasam- laganna til allra lækna landsins hér- umbil 93,000 kr., og með því aö gera ráö fyrir, að 45—50 starfandi læknar séu í landinu, mundu þeir fá aö meöaltali hérumbil 2000 kr. livér frá sjúkrasamlögunum. Og þar sem flestir læknar á Islandi eru embættislæknar meö föstum laun- um, 1500 kr. á ári, og þeir þar að auki fá laun fyrir læknisstörf sín frá þeim helmingi þjóöarinnar, sem ekki er gert ráð fyrir að gangi í sjúkrasamlögin, þá sé eg ekki bet ur, en aö hagur lækna á íslandi mundi batna aö miklum mun, ef al- menn sjúkrasamlög kæmust á stofn, með því fyrirkomulagi, sem eg hefi bent á, og þeir ættu því að gerast frumherjar hreyfingarinnar. Mik- ið er undir því komið, aö stjórnin beri málið upp fyrir alþingi, og það fái þar góöar undirtektir. Og þar sem hér er um eitthvert mesta vel- ferðarmál þjóðarinnar að ræöa, ætti alþingi ekki að daufheyrast viö íjárframlögum i þessa átt; en stjómin ætti að leggja fram laga- frumvarp um viðurkend sjúkra- samlög á næsta þingi og fyrirkomu- lag þeirra. Stjórn og þing vcrður að gœta þess, að um leið og lands- sjóður geldur rúmlega 100,000 kr. til sjúkrasamlaganna, sparar þjóðin saman ríflega 200,000 kr. á ári, til þess að tryggja heilsu sína og efna- hag, þegar sjúkdóm ber að hönd- um. Sjúkrasamlögin má skoða sem einskonar sparisjóð, og það spari- sjóð, sem gefur afarháa vöxtu. Við þekkjum allir, hvilík hörmung það er fyrir efnalítið fólk, þegar alvar- legan og langvinnan sjúkdóm ber aö höndum. Hversu margir fátæk- lingar fara ekki alveg á höfuðið og ná sér aldrei aftur vegna veikinda, fara vanalegast á sveitina og eiga sér þá sjaldnast viðreisnar von. Það er ekki aðeins stórt og mikið verk aö vinna hér frá hagfræðilegu sjónarmiöi þjóðarinnar, heldur einnig frá spamaöarmiði mannúðar og mannkærleika. Það er sárt til þess að vita að margir fátæklingar geta ekki einu sinni haft von um að fá hjálp meina sinna, að þeim er ekki mögulegt að leita sér þeirrar hjálpar og aðhlynningar gegn versta óvininum, sjúkdómi og þrautum. En þessi hjálp ætti hverjum borgara í þjóðfélaginu aö geta hlotnast. Hver höndin ætti hér að hjálpa annari, og efnin eru nægileg, ef þeim er rétt stjórnaö og réttilega niður raöað. Björn- stjerne Björnsson hafði rétt fyrir sér, er hann kvað: “Der er Sommersol nok, der er Sædejord nok, bara vi, bara vi, havde Kærlighed nok.” Þýðing: Hér af sólskini er nóg, hér af sáðlandi er nóg hefðum vér, hefðum vér bara af kærleika nóg. . Stofnun sjúkrasam- laga er eitthvert hiö nytsamlegasta og fegursta fyrirtæki, sem miðar að þvi, að efla mannúöartilfinningu, velliðan og efnahag þjóðarinnar. Eg haföi hugsaö mér að minnast litið eitt á slysa- og sjúkravátrygg- ingar, en verð að hætta við það i þetta skifti og bíða betri tíma. Aö- eins vil eg geta þess, aö þesskonar vátryggingar em nú orönar mjög tíðar og hafa náð mikilli fótfestu í öllitm siöuöum löndum nema á Is- landi. Islendingar eru mjög mikl- ir eftirbátar annara þjóða í þess- um efnum. Mér vitanlega starfar aðeins eitt slysatryggingarfélag á Islandi, en það er hiö alkunna sviss- neska félag Winterthúr. Aftur á móti hefir til þessa tima ekkert sjúkravátryggingarfélag fengist til að tryggja menn i viekindum með dagstyrk. En fyrir skömmu hefi eg fengið vitneskju um, aö hið a! kunna og stóra slysa- og sjúkdóma vátryggingarfélag ’Haand a Haand’ í Kaupmannahöfn hafi gengið að því, að vátryggja alla íslenzka lækna gegn almennum iðgjöldum, eins og gerist í Danmörku. Hefir þetta gerst fyrir ötula framgöngu Stein- gríms héraðslæknis Matthíassonar á Akureyri. Eg hefi nýlega haft tal af einum stjórnarmanna “Haand i Haand”, og tjáði hann mér, að félagið vildi fyrst gera til- raun með að tryggja læknana, en mundi að öllum líkindum síðar rýmka verkahring sinn á Islandi svo, að hann næði til fleiri stétta, ef tilraunin með læknana gæti boriö sig. Dr. Beyer, formaður Odd- Fellow-reglunnar í Danmörku, er einn áf stjómarfulltrúum í “Haand i Haand”, og kvað ann vera málinu hlyntur. —Eimreiðin. Minni Canada. — Gimli 2. ágúst 1916. - Sem gjafvaxta mær engum manni kær hún mændi fram á leið, með villimanns skart og metfé margt hún mannsins hvíta beið með augunum blá um síðir sá að siglandi kom hans skip. Og það var sem glans upp af höfði hans og hátigparblær á hans svip. Og hæversk og stilt hún var, en vilt, í vináttu föst og heil, að var hennar ást svo einlæg, sást, en aldrei hálf né veil. Hún faðmaði hann, sinn hvíta mann, fann hjörtun saman slá Hún opnaði barm og hug og hvarm og heiminn allan sá. Hann batt henni krans úr kornstanga fans, en kórónu úr lárvið sér, því kongsson var hann sem þar kongsdótt- —þar kongsríki síðan er. [ur fann pau framleiða auð og blóm og brauð og brúa dauðans hyl og þeirra höll er um víðan völl, með vorblíðu, ljós og yl. pau ala upp böm sín áframgjöm, með einkunn tigins manns, en þeirra trygð er á bjargi bygð við bræður og móður hans, sé vopni beitt, þau öll eru eitt, þau erfðu hetjumóð úr föðurætt sem aldrei rætt skal upp, þó fjari blóð. Og kær er hún oss sem kærast hnoss hún Canada, móðir vor, og lífsins dyr verða luktar fyr , en liggi á burt vor spor. pað sýnum við böm, í sókn og vörn að séum af stofni grein! pó greini oss mál oss sameinar sál sem söm er jafnan og ein. Gutt- J. Guttormsson. Skotfæraflutningur bannaður. Umboðsmenn frá borginni New Jersey hafa bannað öllum járn- brauttum aö flytja nokkur skot- færi og banna öllum félögum aö geyma þar skotfæri. Þetta var á- kveðið eftir sprenginguna miklu. Joseph Maw látinn. Einn af frumbyggjum Winnipeg- borgar, Joseph Maw, bifreiöasali, lézt snögglega í Los Angeles fyrra miðvikudag úr hjartaslagi. Hann var fæddur í Peel héraði í Ontario 1854. Hiti. Enn er svælan okkur hjá, enn þá brælist maður; enn er kælu ekki að fá — en sá sælustaður. Jónas Daníelsson. SÓLSEIN Eg leit undan, henti frá mér hríf- unni og gekk burt. Fyrst kvíaði eg ærnar mínar, svo ráfaöi eg upp í grösuga laut skamt fyrir ofan túniö. Þar fleygði eg mér niður og fór að hugsa um raunir mínar. “Eg á þaö víst skilið að þú breytir svona viö mig”. Þessi orö hljómuöu látlaust fyrir eyrum mér. “Jú, þú átt það vist skilið, eöa hitt þó heldur, elsku mamma min, aö eg geri með hangaudi hendi það sem þú biður mig um”. Mér þótti svo sárgrætilegt, aö eg skyldi verða til þess aö gera mömmu minni gramt í geði. Oft hafði eg strengt þess heit með sjálfum mér, aö launa henni alla blíöu hennar og ástríki meö þvi, að vera henni góöur og hlýðinn son- ur, og gera henni aldrei neitt á móti skapi; en svona fór nú þessi drengi- legi ásetningur minn út um þúfur. Þaö var kominn háttatími þegar eg kom heim. Eg tók skálina mína af boröinu og settist með hana á rúmið mitt. Mörg höfug tár hrundu niður í spóninn meðan eg var að boröa, og þótti mér þau æöi beisk á bragðiö. Alt í einu varö mér litið á hund- sem lá fram á lappir sínar á gólf- inu, þá hugsaöi eg með mér: “Þarna liggur þú, greiið. Eg held þaö sél bezt aö eg liggi á gólfinu líka. Eg á víst ekki betra skilið fyrst eg er svona vondur við hana mömmu mína.” Eg lagðist endilangur á gólfið og ætlaöi aö láta þar fyrirberast um nóttina. Að vísu fékk eg ákúrur hjá fólkinu fyrir þessar kenjar, en mér var alveg sama. Nú kom mamma inn í baðstof- una. Hún laut niður aö mér og spurði mig, hvort eg ætlaði ekki aö fara að hátta. “Það er ekki til neins”, svaraöi eg í hálfum hljóðum, “Eg get hvort sem er ekki sofnað, meðan þú ert ósátt viö mig.” “Þaö skal vera gleymt”, sagöi mamma. “Og aldrei bera við oftar”, bætti eg viöi í huganum. Eg spratt á fætur og háttaði i snatri. Mamma bauð/ mér góða nótt með kossi, eins og hún var vön, og eg hjúfraði mig upp aö henni. Hún kysti ekki aö eins burt tárin af vanga mínum, heldur og samvizkubitið og allar dapurlegar hugsanir úr huga minum. Nú gat eg sofnað rólegur. Eg efaðist ekki um það, að góður guð piundi láta englana sína vaka yfir rúminu minu. 8ÓLSEIN Húsið hans Nonna litla. ('Þýtt úr ensku). Þið munið eftir aö talað var um húsið hans Nonna litla í Sólskini fyrir nokkuð löngu síöan. Þið munið eftir aö húsið hans var líkaminn. Ykkur var sagt hyernig húsiö var bygt og hvernig átti að halda því hreinu. Nú á aö segja ykkur frá því hvemig hann Nonni litli fer aö því að fá hreint loft í húsiö sitt. Ef sá sem smíðaði húsiö hans Nonna litla hefði gleymt aö útbúa það svo að hreint loft kæmist inn í þaö, þá heföi hann aldrei getað bygt það. Því miður er mönnun- um stundum liðiö að byggja hús án þess aö leyfa nógu af lí fslofti aö streyma í gegn um það, því húsiö hans Nonna litla verður aö vera svo oft og lengi inni i húsum sem menn hafa bygt, og ef þau hafa ekki hreint loft, þá spillist líka loftiö í ihúsinu hans Nonna. Húsiö hans Nonna litla þarf hreint loft, til þess að allir hinir mörgu þjónar hans geti andað. Ef vér segðum brent í staðinn fyrir aö segja andað, þá hefði það veriö alveg eins rétt; því vér getum skoðað húsiö hans Nonna litla eins og undraverðan ofn, sem þarf að hafa loftstraum ef eldurinn í hon- um á ekki að dteyjá. Eldiviöurinn sem látinn er í þennan ofn og sem efnafræðingar hans sjóða og blanda svo haglega, væri til einskis gagns fyrir Nonna, ef hann hefði ekki nóg loft til þess aö geta brent hann. Það aö brenna er sama sem að blanda saman við loft, og slík blöndun á sér stað í öllu húsinu hans Nonna litla og í húsum allra lifandi dýra og jurta, hvort sem þau eru á jörðinni teða í sjónum. Þess vegna verður alt sem lifir aö hafa loftstraumstæki eöa öndun- arfæri. Miðstöðin fyrir þennan loft- sfraum í húsinu hans Nonna litla er á miðgólfinu. Þar hefir hann dælu (pumpu), sem altaf vinnur dag og nótt; en loftið kemur inn í húsiö hans í gegn um pípur rétt fyrir ofan íramdyrnar. Loftið leikur meira og minna um alt húsiö hans Nonna litla að utan, en þaö kemst ekki inn um þakið eða Veggina fskinnið). Hús sumra lifandi vera ná inn í sig lofti í gegn um veggina; jurtir t.d. anda með öllum likamanum og froskar anda að nokíkru leyti í gegn um skinnið; en Nonni litli fær ekkert loft ann- að en það, sem kemur í, gegn um loftpipurnar. Þær eru tvær aö ut- an, svo renna þær saman í eina sem liggur innan í hálsinum og lengst niður í brjóst; og <ef hann getur ékki fengið nóg loft í gegn um þá pípu, þá deyr hann. Loftið kemur inn í þessa pipu bæði í gegn um forstofuna, sem við köllum munn og í gegn um loft- holurnar rétt fyrir ofan forsjofuna ; þær köllum viö nasir. Ef Nonni litli hleypur hart eöa syndir hart eöa ef hann hefir kvef, þá verður hann aö opna forstofu- dyrnar og fá hreint loft í gegn um þær. En undir venjultegum kring- umstæðum ætti ekki að hléypa lofti þar inn. Forstofudyrnar ættu altaf að vera aftur nema þegar Nonni litli þarf að borða, drekka eöa tala. Það er vel sagt í bíbliunni að guð hafi blásið lífsanda í nasir manns- ins en ekki í munn hans; og Nonni litli ætti aö muna eftir þeirri góðu reglu að hafa aftur munninn og vernda líf sitt og heilsu. Það er satt að manni finst hægra að anda með munninum en nefinu, og hvers vegna er þaö þá að maður á eklki að nota munninn til þess? Hvers vegna á ekki áltaf að hafa forstofudymar opnar og láta loftið streyma inn um þær? Það er hættulegt vegna margs, og ein ástæðan er aö minsta kosti auðskilin, því þaö er sama ástæöan sem ei* fyrir því stundum aö við viljum ekki og eigum ekki aö opna framdyrnar á húsunum okkar. Ræningjar geta komist inn; og það er eins með húsið hans Nonna litla —ræningjar geta komist þangað inn; þeir rænmgjar heita gerlar og bakteríur og geta eyöilagt alt húsið hans. * Vöxtur félagsrjóma- búanna I SASKATCHEWAN Hin fimtán félags rjómabú, sem rekin eru af búnaðardeildinni, sjá um sölu fyrir allan rjóma, sem bændumir í Saskatchewan geta fram leitt. Með því að starfrækja þessi rjómabú undir einni stjórn, er framleiðslukostnaður lækkaður eins og mest má verða og allra hæsta verð fengið fyrir rjóma. þessi rjómabú eru á ýmsum stöðum fylkisins, og er það þess vegna vinnandi vegur svo að segja fyrir hvern einasta bónda að flytja á samvinnu rjómabú. Rjóminn er allur aðgreindur eftir gæðum og borgað fyrir hann eftir því. Sætur rjómi og bragð- góður er borgaður 5 centum hærra verði fyrir pundið af smjörfitunni en súr rjómi og bragðslæmur; það borgar sig því að hirða vel um rjómann. Tölur þær, sem hér fara á eftir, sýna vöxt og við- gang samvinnu rjómabúanna í Saktachewan um síð- astliðin 8 ár. Ár Tala rjómab. Tala notenda Smjörpund 1907 .. 4 213 66,246 1910 .. 7 1,166 507,820 1913 .. 2,681 962,869 1914 .. 3,625 1,398,730 1915 .. 5,979 2,012,410 Áritun á allar rjómasendingar: “THE GOVERN- MENT CREAMERY” til einhvers af eftirfylgjandi stöðum, sem næstur er þægilegustu járnbrautarstöð fyrir yður: Birch Hills Lanigan Regina Cudworth Lloydminster Shellbrooke Canora Melville Tantallon Fiske Melfort Unity Kerrobert Moosomin Wadena. Langenburg Oxbow Upplýsingar um verð, flokkun smjörs, flutnings- skýringar eða annað fást hjá rjómabússtjóra þeim, sem næstur yður er, eða frá aðal umboðsmanni rjóma- búanna. W. A. WILSON, Dairy Commissioner. SEXTlU og FIMM ÁRA LJÓSIN Sextíu og fimm ára Ijósin vinna enn þar sem er að rœða um EDDY’S ELDSPÝTUR Fyrir sextíu og fimm árum voru fyrstu eldspýt- ur í Canada búnar til í Hull af Eddy og síðan hafa þær verið viðurkendar þær beztu sem kveikiefni. Þegar þér kaupið eldspýtur þá biðjið um EDDY’S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.