Lögberg - 17.08.1916, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.08.1916, Blaðsíða 8
8 LOGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST 1916. Ur bænum Klemens Jónasson frá Selkirk kom til bæjarins á föstudaginn og fór heim samdægurs. Mrs. Herdís Johnson frá Brown sem skorin var ttpp nýlega, er ekki komin á fætur enn þá, en er á góS- um batavegi. Mrs. B. Þorgrímsson frá ís- lendingafljóti kom til bæjarins fyrra þriðjudag aS heimsækja mann sinn Benjamín Þorgrtmsson, sem slasaSist nýlega og liggur hér á hospitalinu. Maggie Erlendson frá Mountain kom til bæjarins fyrra laugardag og var skorin upp viS botnlanga- bólgu á sjúkrahúsinu hér. Með henni kom Mrs. B. Olgeirsson. Miss Jóna Hannesson héSan úr bænum fór suSur til Mountain ný- lega aS heimsækja frændfólk sitt þar sySra. M. Magnússon og Walter Thor- steinsson frá Gardar komu hér í vikunni sem leiS og fóru norSur aS Gimli. Olafur Thordarson frá Gardar var á ferS í bænum nýlega, kom til þess aS vera á Islendingadeginum. Mrs. Þórarinsson, kona séra Bjarna Þórarinssonar, sem skorin var upp á hospitalinu nýlega, er komin þaSan og liður vel. Mrs. Hans Einarsson og Edward sonur hennar frá Gardar voru hér á ferS í vikunni sem leið og fóru norSur aS Winnipeg Beach. Jóhann Briem frá íslendinga- fljóti kom til bæjarins fyrra miS- vikudag ásamt konu sinni til þess aS vera viS jarSarför frú Jónasson systur sinnar. Miss Mary Peterson frá Gardar kom hingaS unt fyrri helgi aS finna vini og kunningja. Miss /Knna Jónsson fór suSur til Minneota 28. júli og dvelur þar um tíma hjá Bjama Jones og konu hans'. VerSlaun fyrir dans á íslendinga- daginn fengu: Mrs. Alex Johnson fyrstu verSlaun; Miss Kristín Byron önnur vierSl.; Mrs. S. A. Johnson þriðju verSl* íslenzku konurnar sem áttu verSlaunabörnin á íslendingadag- inn hétu áSur en þær giftust Bertha Reykdal (móSir Lister Saul) og Kristbjörg Christie, móSir Francis Mary Hatches. Jónas Rafnkelsson er sonur Ben. Rafnkelssonar aS Lundar og konu hans. Benedikt Lindal viSarsali frá Wadena var á ferS í bænum i vik- unni sem leið í verzlunarerindum. ASalsteinn Halldórsson frá Prince Rupert, sá er stjórnaSi tó- vinnuvélunum á Akureyri, dvelur hér eystra um tíma. Einar Sveinsson gullsmiSur frá Gimii kom upp eftir á föstudaginn sér til lækninga viS sjóndepru. Hann var skorinn upp af Dr. Jóm Stefánssyni i gær og líSur vel. Ólafur T. Anderson B.A.M.A. er ráSinn næsta ár til þess aS kenna stærSfræSi og náttúruvísindl viS Jóns Bjarnasonar skóla, en Margrét Paulson B.A. til þess aS kenna frönsku, þýzku, ensku og latínu. Fr. Stephenson starfsmaSur Lög- bergs fór á föstudaginn út í Morden bvgS og dVelur þar um tveggja vikna tíma. Hann á land þar úti. Jóhann Þorleifsson gullsmiSur frá Yorkton kom til bæjarins um helgina sem leiS í verzlunarerind- um. VeriS er aS prenta bók eftir Sig- urS Vilhjálmsson sem bráSlega verSur til sölu, og mun mörgum verSa forvitni á aS sjá hana. Andrés DaviSsson hómópati frá Nýja íslandi kom inn á skrifstofu Lögbergs í vikunni sem leiS. Er hann fom kunningi ritstjóra Lög- bergs, en þeir hafa ekki sést í ná- lega 20 ár og- höfSu því um margt aS skrafa og á margt aS minnast. Þau hjón Lindal J. Hallgrímsson og kona hans og Björn Walterson tengdafa&ir Lindals eru nýkomin sunnan frá NorSur Dakota; fóru þau þangaS í bifreiS og gistu um tíma hjá Jósef Walter bróSur Björns. MeS þeim var Miss Gunn- laugsson. G. A. Anderson í Minneota hefir veriS veikur um tíma og er enn; þó sagSur á batavegi. “Minneota Mascot” segir aS fjöl- mennasta sveita samkvæmi i sögu bygSarinnar hafi veriS haldiS fyrra laugardag aS heimili þeirra hjóna A. S. Josephsons og konu hans. Um hundraS bifreiSar segir blaSiS aS fariS hafi þangaS og um 500 manns hafi veriS þar alls. Þetta var aSeins' almenn nágranna heim- sókn og bendir á fjör og lif þeirra Minnesota búa. SendiS Lögbergi allar fréttir sem til falla, hvort sem þaS eru bæjar- fréttir eSa sveita-fréttir. Séra Rúnólfur Marteinsson pré- dikar í Skjaldborg á sunnudaginn kl. 7 e.h. SkemtiferS mfk*la eru Goodtempl- ara stúkurnar aS undirbúa fyrir 4. september. Á þá aS fara út í “City Park” og er búist viS miklu fjöl- menni. Nefndin sem fyrir skemt- uninni stendur er i óSa önn aS und- irbúa hana og fara þar fram ræS- ur, kvæSi, söngvar o.fl. Auk þess verða alls konar íþróttir og svo veit- ingar. MuniS öll eftir því aS gera ekki ráS fyrir því aS vera annars staSar 4. september, þvi þetta verSur bezta skemtunin þann dag. H. Kr. Mýrmann frá Milleville sem getiS var nýlega i blaSinu kom frá Gimli á þriSjudaginn og var heimleiS eftir skemtilega heimsókn hjá kunningjum sínum og fornvin um í Nýja íslandi. Hann mætir hér Höllu Þörsteinsson systur sinni og verSa þau stSan samferSa heim. Jónas Hall frá Gardar var á ferS hér í bænum fyrra þriðjudag og fór heim aftur á íaugardaginn. Hann kvaS uppskeruhorfur fremur rýrar þar sySra sökum rySs. Djáknanefnd Fyrsta lút. safnaS ar heldur samkomu 12. september til arSs' fyrir liknarfélag safnaSar ins og verSur húrl auglýst nákvæm ar síSar. f skránni um námsfólkiS er sagt aS Helga Olive Christopherson hafi útskrifast meS heiSri úr 10. deild en á aS vera Helgi Ólafur. Dáin er i Glenboro g. ágúst Jó hanna kona Halldórs Magnússonar háöldruS kona. Mrs. Carl Tónasson frá Árborg kom til bæjarins á mánudaginn sér til tannlækninga og fór heim aftur samdægurs. Grein um byggingu Kristilegs fé- lags ungra manna t NorSur Dakota. sem bar er veriS aS koma ttpp í sambandi viS búnaSarskólann ásamt myndum, kemttr í næsta blaSi. Albert Anderson verzlunarmaSur frá Cypress River, Man., kom til bæjarins fvrra mánudag. Miklar sagSi hann aS skemdir hefStt orSiS af haglinu þar vestra, bæSi á upp- skeru og bvggingum. Hann er nú farinn aS vinna hjá Eaton félaginu. GoSmundur Kamban sagSi fram á Gamalmennaheimilinu “Betel” nvflega og bótti gömlu bömunum aS hin bezta skemtun. ÞaS var fallega gert af Kamban aS gleyma beim ekki og setur hann þar fordæmi þeim er stSar ferSast. Allir sem einhverjar skemtanir flytja á Gimli1 ættu aS gera sér þaS aS ófrávíkj- , anlegri reglu aS koma á heimiliS og er astaleikur og alls konar kými Mrs. Eggertson aS 766 Victor St, vantar góSa vinnukonu; gott kaup borgaS. ,Talsimi Garry 3139. Siggeir ÞörSarson aS 1030 Sher burne stræti hér í bænum býSst til aS kenna börnum og unglingum ís lenzka tungu fyrir sanngjarna borg- un. Þeir sem vildu sinna því ættu aS sjá hann sem fyrst, þvt hann byrjar kensluna nú þegar. f hinni skörufegu ræSu Steinu Stefánsson eru tvær lítilfjörlegar missagnir, sem rétt þykir aS leiS rétta. Fyrsta íslenzka stúlka út skrifuS af háskóla er ekki María Anderson; Elinborg Jakobson var útskrifuS áSur frá samskonar skóla (1897) og ef ttl vill fleiri. Jóns SigurSssonar félagiS er ekki fyrsta félagiS sem í heild hefir gengiS i samband viS hérlendar konur. HvitabandiS gerSi þaS fyr- ir mörgum árum, rétt tim aldamótin Jónína Ingibjörg Jónsdóttir, 16 ára gömul, dóttir Alberts Jönssonar á Mel í Arnes bygðinni lézt þann 25. júlí næstliSinn og var jarSsung- in þann tuttugasta og níunda s. m að mörgum viðstöddum. Ingibjörg sáluga var vel gefin elskuleg stúlka og hugljúfi allra sem þektu hana Foreldrar hennar hafa beðiS mig aS votta öllum nágrönnum og vin- um fyrir sína hönd innilegt þakk- læti sitt fyrir hjálpsemi og hlut tekningu bæSi á meðandóttir þeirra lá banaleguna og eftir aS hún var dáin. — GuS blessi minningu Ingi- bjargar sálugu! Guði sé lof aö hún dó hrein og óspilt í innilegri trú á drottinn Jesúm Krist frelsara sinn! — Hún er nú í alsælunnj hjá Guði og bíður ástvinanna þar. Carl J. Olson. PANTAGES. “Um fimm lönd á tuttugu mínút- um” heitir leikur sem þar verður sýndur næstu viku. Þar leika fjórar eldfjörugar stúlkur. Þær syngja, dansa og leika eftir þeim siðum sejji hvert landiö hefir fyrir sig. ÞaS er Italía, Frakkland, Holland, Egyptaland og Bandarík- in. Ward' and Faye eru ungir ná- ungar, ágætir leikarar og dansarar. “Sense and Nonsense” heitir ký-mi- leikur sem þeir sýna. Emily Darrell og Charley Con- way eru nýkomnir frá Englandi og Afríku með sinn fræga leik: “I’m late for rehearsal”. Stríðsmyndir sýndar frá Ypress. VINNUKONU vantar út á land sem allra fyrst; kaup $15 á mánuSi; konan hjálpar viS öll verk. TilboS sendist til, Mrs. J. G. DavíSsson, Box 169, Antler, Sask. Guðsþjónustur sunnudaginn 20. ágúst: 1 Wynyard kl. 11 f,h. í Kandahar kl. 2 e.h. í Mozart kl. 4.30 e.h. Allir velkomnir. H. Sicjmar. skemta fólkinu þar, ef kringum- stæður levfa. DOMINION. “Too Many Cooks” verður leikið þar næstu viku. Alice Cook og Albert Bennett eru þar aðal persónumar. Þetta innan um; fult af misskilningi sem verður afar hlægilegur. . ... , • v. Leikurinn þykir með því allra Þriu herbergi eru til leigu með . , , , , !' , aðganei að eldavél að 728 P.everlev fCZt,a Semtram heflr komiS , Eng- St. óöðru húsi frá Jóns Bjamason- 'amJl a Slöan t,mum \ smm röS og ar skólanum). I hlýtur að falla fólki hér vel í geð. Hús til leigu, nýtt og skemtilegt. Semja má við leigandann að 942 Sherburne St., milli kl. 7 og 9 e.h. Talsimi Garrv 3677. KENNARA vantar fyrir Siglu- nes skóla No. 1399 frá 15. septem- ber til 15. desember og frá 15. febr. til 15. maí. Umsækjendur tilgreini kaup og mentastig. Tilboöum veitt móttaka til síðasta ágúst af Framar J. Eyford, Sec. Treas. Siglunes P, O., Man. Frá Islandi. Séra Ólafur Ólafsson flutti er- indi á iþróttamóti við Þjórsárbrú 25. júni. Var hann fenginn til þess af “Dýraverndunarfélagi” Islands. Þorsteinn Sigurðsson verzlunar- maður í Reykjavík hefir tekiS sér skrípanafnið Manberg. TaJsverSur bamadauSi hefir veriS á íslandi í vor og sumar af misling- um; einkum í kaupstöðum. 23. júní snjóaöi á fjöllum og var krapahríS niður undir bygðir á vest- urlandi. Þá hafði einnig sést haf- íshroSi. Landsstjórnin á íslandi hefir leigt skip til vöruflutninga milli ís- lands og Ameríku. Þaö er um 1500 smálestir að stærö og leigan 65,000 kr. á mánuði. Þykir þaS ódýrt eft- ir því sem nú er um að gera. Fyrst á skipið að koma með kolafarm frá Englandi, en fara síöan til Ame- riku og sækja þangaS ýmsar mat- vörur og ef til vill steinolíu. Steingrímur bóndi á Gljúfurá í Borgarfirði slasaöist 5. júlí. Hann var aS grafa undan klöpp eða jarS- föstum steini, en þegar losnaði um steininn gáði maðurinn sín ekki og varð undir honum. Lá hann þar undir steininum án þe§s aS vart yröi viS þangað til ferSamenn komu þar að sem hann lá undir steininum. HöfSu báSir fótleggir brotnaS og annar molast í sundur. Kolbrand- ur hljóp í sárið og er liklegt að hann hafi dáiS. Úrval úr ritum “Ingimundar” er komið út á prenti í Reykjavík; kennir þar margra grasa, er Ingi- mundur nokkurs konar Kristján K. N. þeirra heima. Páll Bjamason frá Steinnesi og Páll Pálmason (yfirkennara) hafa nýlega lokið lögfræðisprófi, en Þor- steinn Kristjánsson hefir lokið guS- fræöisnámi. Margrét Zoega hafði höfðað mál á móti landsstjórninni til skaðabóta fyrir atvinnutap þegar vinbannið gekk í gildi. Heimtaði hún 10,000 kr. skaðabætur, en tapaði málinu, sem eðlilegt var. Látinn er í Noregi Bjöm Þór- hallsson (sonur Þórhalls biskups) HafSi hann dvalið þar við búnaS- arnám í vetur. “Berklaveikin og meðferð henn ar” heitir bó'k sem nýkomin er út eftir Sigurð Magnússon lækni við Vífilstaðahæliö. Sigvaldi Stefánsson læknir hefir tekið sér skrípanafn, 9em öllum af- skræmum tekur fram, það er “Kaklalóns”. Jón Halldórsson hreppstjóri a Smiðjuhóli i Mýrasýslu lézt á spít alanum í Reykjavík 4. júlí. Frú Halldóra Jónsson ffædd Waage) andaðist austur í Laugar- dælum 7. júli. GuSmundur Guðmundsson verzl- unarmaður í Reykjavík lézt á spít- alanum 11. júlí. Eyjólfur Ólafsson bakari hefir tekið upp skrípanafnið “Ás'berg”. “Gissur Hvíti” heitir vélabátur sem Gísli J. Ólafsson, Sigtr. Jó- hannesson og fleiri hafa látiö hyggJa í Danmörku og annan stærri ætla þeir að Iáta byggja síðar. KENNARRA vantar fyrir Vest- fold skóla Nr. 805, í þrjá mánuði, frá 24. Ágúst n.k. Umsækjendur tilgreini mentastig, æfingu og kaup sem óskað er eftir, og sendi tilboð sín til A. M. Frceman, Sec.-Treas. Vestfold, Man. Ferðapistlar. HeiSraði ritstjóri Lögbergs. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson! Viltu gera svo vel og veita inn- töku í þitt heiðraöa blað eftirfylgj- andi ferðapistlum. Miðvikudaginn hinn 21. júní síð- astliöinn lagði eg af stað áleiöis til Winnipeg með farþegalestinni frá Ashern. Ashern er að mestu leyti lítilf jörlegt vagnstöðvaþorp 114 piílur norður frá Winnipeg viS C. N.R. járnbrautina; eru þar tvær sölubúöir, ein bændaverkfæra verzl- un, tvö myndarleg greiðasöluhús ásamt kirkju og fáeinum prívat húsum og stórum fjósum, járnsmiðju og vagnstöðvahúsi að nafninu. Þegar eg kom til Winnipeg, út- vegaði eg mér verustað hjá Mrs. G. Jóhannsson á Victor stræti, og var eg svo heppinn aS hitta þar gamla kunningja mína frá Mouse River í NorSur Dakota. Þar á meðal var Mrs. G. Freeman, kona Mr. G. Fneemans, eins' af stórbændum N. Dakota, og bróðir hennar. Jónas Goodman og Sigurður Jónsson frá Bantry, N.D.; voru þeir báöir sendir sem erindrekar frá söfnuö- um íslendinga í Mouse River. Einnig haföi slegist í för með þeim Mrs. St. Johnson, lika frá Mouse River, og var hún að heimsækja bræöur sína Guðjón H. Hjaltalín og Jósef H. Hjaltalín, sem báðir hafa verið búsettir í Winnipeg, en voru þá fyrir nokkuð löngum tíma innritaðir i 197. herdeildina. Eg hafði ásett mér að fara ofan til Gimli að afloknu kirkjuþinginu, til aS heimsækja dóttur mína þar. sem hefir hússtjórn á sumarheimili Mr. H. Skaftfeld á Loni Beach norðanvert við Gimli bæ, og svo líka til að finna gamlan góðkunn- ingja minn á gamalmennaheimilinu “Betel”, Jón Eiríksson Hólm, sem lengi hélt veitingahús í Stykkishólmi í Snæfellsnessýslu; lærði hann á unga aldri gullsmíöi í Kaupmanna- höfn og stundaði svo þá iðn á ís- landi og einnig eftir að hann flutt- ist hér vestur um haf, þar til að kraftar hans og sjón voru að þrot- um komin og ástvinir hans til moldar hnignir hér í þessari álfu, og varð hann þá að leita sér aö verustaö hjá þessari alþektu líkn- arstofnun á Gimli. Þrítugasta júní brá eg mér ofan aS Gimli með eimlestinni frá Winni- peg og mest af þeim tíma sem eg dvaldi ]>ar notaði eg til að skoða mig þar um bekki, bæði Gimlibæ og sumarbústaði fólks þar í grend- inni, og var eg ásáttur með sjálfum mér um aS ef þaS ætti fyrir mér aö liggja að flytja til bæjar, þá mundi eg helzt kjósa Gimlibæ af bæum þeim sem eg þekki í Manitoba. Gimlibær stendur á vesturströnd Wínnipegvatns, sem flestum lönd- um vorum vestanhafs mun kunn- ugt. Einn af ágætiskostum sem eg álít að sá bær hafi eru hinir óþrjót- andi gosbrunnar með sinu silfurtæra vatni. Einnig er það stór kostur Gímli bæjar að járnbrautarsam- band er við Winnipeg, svo að allir þeir sem þurfa og vilja geta dags- daglega /aS minsta kosti á sumrin) sent afurðir sínar til Winnipeg. Þá má geta skemtigarðs bæjarins, og er hann býsna stór og prýSa hann stórlega grenitrén seni eru þar gróð- ursett með afli náttúrunnar. Mér virtist bæjarstæðið fremur láglent, en skuröir'þeir sem liggja þar norS- an við bæinn hafa þurkað landið stórkostlega upp, og varð eg að nokkru leyti hissa hversu þurt var þar um eftir jafn mikið rigninga- sumar og þá var afstaðiö. Auðvit- að dregst mikiö af vatninu sem rignir þar til vatnsins, einnig hjálpa þar mikið upphæ'kkuð stræti og veg- ir; gangstéttr eru þar í góðu lagi, það eg frekast sá, og má maður ekki krefjast þess að þær séu betri, þar sem bærinn er fátækur að sögn. Og óefaö er það að þar sem gamla Bakkusi var útrýmt frá Gimli, þá gjörir þaS ífieiri endurbót fyrir bæ- inn í framtíðinni en eg get haft rétta hugmynd um, sem er ókunnugur þeim afleiðingum sem hann var valdur að á meðan hann sat þar aS völdum. Og hver sá sem heimsæk- ir Gimlibæ mun fúslega játa aS náttúran brosir þar á móti manni þegar hún er í fegursta skrauti sinu og þaö i rikum mæli fyrir hið fagra útsýni sem vatniö og strönd Jæss gefur auga manns að líta, og er það min innileg ósk að islenzki bærinn Gimli blessist og blómgist um ókomnar aldir. Sunnudaginn annan júli fór eg að heimsækja gamalmennaheimilið ásamt herra Jóni Jónssyni, sem er búsettur að Gimli. Hann var mér gamalíkunnugur á ferð okkar þegar við fluttumst báöir hér vestur um haf, en eg hafði ekki mætt honum fyrri síðan þá og voru liöin nær 40 ár síðan við fluttum báðir frá íslandi, en hann og hans myndar- lega kona tóku á móti mér meö ís- lenzkri gestrisni, rétt sem eg hefði verið hjónum þeim handgenginn í öll þessi mörgu ár sem við höfömn ekki sést. — Á Gamalmennaheimilinu mætti eg aftur kunningjum mínum frá Mouse River. ÞaS voru konumar Mrs. G. Freeman og Mrs. St. John- son ásamt bræðrum þeirrar síðar- nefndu, GuSjóni og Jósepi Hjalta- lin; höf Su þau öll brugðið sér of- an að Gimli til að sjá sig þar um, en þó einkum þær konurnar aö heimsækja gamalmennaheimiliS, því þær höfðu ekki komiS þar fyrri, en vildu ekki fara svo úr Manitoba að hafa ekki heimsótt öldungaheimili íslendinga. Húsið sem gengur undir nafninu Gamalmenna heimili er á falleg- um og góðum stað, það eg get frekast merkt, og er aö öllu l'eyti myndarleg bygging, og má það frekara kallast stórhýsi. ÞaS er með flötu þaki, nær iþví ferkantaö, tvílyft. Á fyrsta gólfi eru tvær stofur, önnur þeirra er notuð fyrir setustofu, hin fyrir boröstofu, svo eru fjórar aörar stofur á sama gólfi sem notaSar eru fyrir svefn- stofur og er ein þeirra höfð fyrir gesti sem að garði ber, og mundi hún vera kölluS stássstofa heima á íslandi. Aftur af bórSstofunni er stórt og rúmgott eldhús og aftur af því er lítil nýbygging, sem á að not- ast sem sumareldhús. Eg veitti því fljótt eftirtekt að alstaðar úti við og í kring um húsiö var mjög hrein- legt og skipulegt. Lítinn matjurta- garö sá eg þar, en garðrækt hygg eg að sé þar í smáum stíl enn sem komið er. Fyrst er það að þessi stofnun á þessum stað er barn að aldri og svo virtist mér land þar vera frekar lágt og mundi því ekki þola vel jafnmikil votviðri sem þau er gengið hafa á yfirstandandi sumri. Fjós eða hesthús var þar að sjá mjög svo myndarleg bygging og sagði Jacob Briem mér (sem eg umgekst mest af þeim tíma sem eg stóð við á heimilinu), að það befði verið í kaupunum þegar húsiö var keypt, einnig sagði hann mér aS stofnun þessi ætti þrjár kýr og eina af þeim kúm hefðu Gimlibúar gefið heimilinu strax þegar það var flutt að Gimli frá Winnipeg. Eg spurði herra Briem hvað margir væru á heimilinu sem stæði og kvað hann það mundu vera í kring um þrjátíu inanns, samt sem áður kæmi aldrei fyrir n'eitt sundurlyndi á milli fólksins' og virtist mér að þar rikti sátt og samlyndi; enda tók eg eftir ]iví það frekast eg gat mcrkt af út- liti fólksins aö dæma að þaö mundi vera ánægt. Eg borðaði þar kveld- verö og var sú kristilega athöfn viS- höfö að lesa borðbæn. Herra Briem sagði mér til dæmis hvaS fólkinu á heimilinu kæmi vel saman og hvaö það væri rimt hvað aö öðru, að hver maöur þar byði hver öðrum góða nótt og góðan dag, og klukkan 10 á hverjum morgni færi fram bænalestur og að honum loknum byði h\rer öðrum góðar stundir nveö handabandi (fallegur siöur þó forn sé, og væri betur að sá vani ríkti á hverju islenzku heimili). Umsóknir aö komast á heimilið eru stöðugar og þá lágu fyrir niu eða ellefu umsóknir, en forstöðu- konurnar gátu engu þokaö til í bráðina sökum rúmleysis og getur stjórnarnefndin því ekki tekið fleira af fólki inn á heimilið að svo stöddu. Nefndin hefir þó óefaö rætt það mál til hlítar eins og sakir standa nú, hvort gjörlegt væri vegna peningaskorts að stækka þessa stofnun, vilji nefndarinnar er víst til þess, en kraftana peningalega vantar. Stjórnin á heimilinu sýnist vera lofsverð og allir þeir sem eg áttí tal við báru hlýan hug til gam- almennah'eimilisins á Gimli. Eins og kunnugt er eru forstöSukonumar á heimilinu þær Mrs. Ásdís Hinriks'- son og Miss Elinora Júlíus, og leysa þær starf sitt snildarlega vel af hendi, eftir allra sögn sem eru því kunnugir.. Eftir aö herra Jakob firiem hafði skemt mér með því aS sýna mér alt húsiö “Bethel” uppi og niöri, kvaddi eg þessa þarflegu stofnun eöa íbúa bennar ásamt mínum gamla góðkunningja Jóni E. Hólm. ÞaS var komið að því að halla degi svo eg hélt þangað sem eg hafði verustað, ánægður yfir aö hafa af- lokið tveimur ætlunarverkum mín- um nefhilega að heimsækja dóttur mína og kynnast gamalmenna heim- ilirtu á Gimli. Mánudaginn 3. júlí kvaddi eg Gimlibæ og fékk mér far með eim- lestinni til Winnipeg, og næsta dag fór eg áleiðis til Ashern. Aö endingu bið eg góðan guö að bfessa þessa lofsverðu stofnun (gamalmenna heimilið á Gimli) og óska henni ásamt öllum sem þar búa til lukku og blessunar. HeiðruSu landar! Hver ykkar sem fjármunalega er fær um að styrkja gamalmenna heímilið á Gimli, þá geriö það eftir beztu getu, því á sama tíma og þér styrkiS það, gleðjið þiS gamalmennin sem þar búa, Iþvi, “Tvisvar veröur gamall maður barn”. 0. Thorlacius. NOTIÐ ROYAL CROWN SÁPU; hún er bezt. Safnið Royal Crown miðum og nöínum. Eignist fallega nytsama muni kostnaðar- laust. Ef þú ert ekki þegar byrjaður að safna miðum, þá byrjaðu tafarlaust. Þú verður forviða á því hversu fljótt þú getur safnaS nógu miklu til þess að afla ágæts hlutar. Einhvers sem mikils er virði. Royal Crown munir eru úr bezta efni. Þeir eru valdir með mikilli varfærni. Þeir eru margs konar; eitthvað sem v'el kemur sér fyrir alla. NÁIÐ í NÝJA VERÐLISTANN OKKAR. Það kostar ekkert nema aðeins að biðja um hann. Ef þú sendir bréf eða póstspjald, þá færðu hann meS næsta pósti og borgaS undir hann. Allir munir sem eru auglýstir eða sýndir fyrir fyrsta maí 1916 eru nú teknir af listanum. Þegar þú velur einhvern hlut, þá v’ertu viss um að velja eftir nýja listanum. Áritan: THE ROYAL CROWN SOAPS Limited PREMiUM DEPARTMENT - WINNIPEG, MAN. NorsK-Ameriska Linan Nýtízku gufuskip sigla frá New York sem segir: “Kristiansfjord” 26. Ágúst. "Bergensfjord” 16. Sept. “Kristianiafjord” 7. Okt. “Bergensfjord” 28. okt. Norðvesturlands farþegar geta ferðast með Burlington og Baltimore og Ohio járnbrautum. Fíirbrje'f tra Is- landi eru seld til Kvaða staða sem er í Bandaríkjunum og Canada. — Snúið yður til HOBE & CO., G.N.W.A. 123 S. 3rd Street, Minneapoli*, eða H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. Ef eitthvað gengur að úrinu þínu þá er þér langbezt að aenda það til hans G. Thomas. Haua er í Bardals byggingunni og þú maátt trúa því að úrin kasta eflibelgn- um í höndunuin á honum. SAFETY Öryggishnífar skerptir RAZO Ef þér er ant um að fá góða brýnslu, þá höfum viö sérstaklega gott tækifæri að brýna fyrir þig rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ®r- yggisblöð eru endurbrýnd og “Ыj>- íex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhníf- ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur sýna þér hversu auövelt það er að raka þegar v'ér höfum endurbrýnt blöðin. — Einföld blöö einnig lög- úð og bætt. — Einnig brýnum við skæri fyrir lOc.—75c. The Hazop & Stiesr Sharpening Co. 4. lofti. 614 Ðuilder* Exchange Grinding Dpt. 333i Portage Are., Winnipeg Málverk. Eg hefi nú nægar byrgðir af “granite” legsteinunum “góðu” stöSugt við hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, aö finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aörir, ef ekki betur. YSar einlægur. A. S. Bardal. Handmálaðar 1 i t my n d i|r [“Pastel” og olíumálverk] af mönnum og landslagi býr tilog selur með sanngjörnu verði. Þorsteim Þ. Þorsteinsson, 732 McCee St. Tals. G. 4997 KENNARA vantar fyrir Frey- skóla No. 890, í Argyle-bygö, sem hefir lögmætt kennaraleyfi. Kensla byrjar 1. September næstkom. og heldur áfram til 21. Desember 1916. Umsækjendur sendi tilboð stn til Árna Sveinssonar, Glenboro P.O., við fyrsta tækifæri. Arni Sveinsson, Sec.-Treas. VERÐIÐ SEM ÞÉR BORGIÐ FYRIR LÆKNISLYF .... Hellsa yðar er mest verð af öllu. Hún er meira virSi en pen- ingar. Fólk, sem fer langar leiðir burtu til þess aS spara 10 cent af lyfjaverði, ætti að athuga aS þaS er blátt áfram að taka 10 centa virði af he'ilsu þeirri, sem það gæti haft. — Vér reiknum út læknis- iyfjaverðiS með þvi að leggja til grundvallar efnið, sem vér notum i lyfin og tímann, sem til þess fer aö búa þau til. Lægra verð en þaS, sem vér setjum, er að eins mögulegt þar sem ódýrari meðul eru notuð, eða þar sem me,8ul eru ekki eins vandlega búin til. Hcilsa yðar er miklu meira virði en lyfjaverðið. FRANK WHALEY, Lyfsali, Cor. Agnes og Sargcnt Ave. Talsimi: Sherbr. 1 1 30 WINNIPEG VÉR KENNUM GREGG Hraðritun SUCCESS VÉR KENNUM PITMAN Hraðritun BUSINESS C0LLEGE H0RNI P0RTAGE 0G EDM0NT0N ST. WINNIPEG, - . MANIT0BA Otibús-skólar frá hafi til hafs TÆKIFÆRI pað er mikil eftirsókn eftir nemendum, sem út- skrifast af skóla vorum. — Hundruð bókhaldara, hraðritara, skrifara og búðarmanna er þörf fyr- ir. Búið yður undir þau störf. Verið tilbúin að nota tækifærin, er þau berja á dyr hjá yður. Látið nám koma yður á hillu hagnaðar. Ef þér gerið það, munu ekki að eins þér, heldur foreldr- ar og vinir njóta góðs af. — The Success College getur leitt yður á þann veg. Skrifist í skólann nú þegar. YFIRBURÐIR Beztu meðmæli eru með- mæli fjöldans. Hinn ár- legi nemendafjöldi í Suc- cess skóla fer langt fram yfir alla aðra verzl- unarskóla í Winnipeg til samans. Kensla vor er bygð á háum hugmynd- um og nýjustu aðferð- um. ódýrir prívatskólar eru dýrastir að lokum. Hjá oss eru námsgreinar kendar af hæfustu kenn- urum og skólastofur og áhöld eru hin beztu. — Lærið á Success skólan- um. Sá skóli hefir lifað nafn sitt. Success verð- ur fremst í flokki. SCCCESS-XKMWPI HFXDUR IIAMARKI í VJEÞRITUN INNRITIST HVENÆR SEM ER Skrifið eftir bæklingi SUCCESS BUSINESS COLLEGE F. G. Garbutt, Pres. D. F. Ferguson, Prin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.