Lögberg - 16.11.1916, Side 3

Lögberg - 16.11.1916, Side 3
IjOOBEKO, FTMTUDAOINN 16. NOVEMBER 1916. 3 EKKI ER ALT SEM SÝNIST Eftii Charles Garvice “Þú átt aS skrifa og segja, aS þér þyki vænt um a6 fregnin um dauöa hennar hafi veriö fölsk, en undir núverandi kringumstæöum getur þú ekki veitt henni móttöku á heimili þitt. Þaö er alveg ómögulegt aö hún geti veriö hér — ef hún kemur aftur, þá förum viö, Emmelina og eg —, það er alveg áreiöanlegt’’, sagöi Júlía meö hnykluðum brúnum og gremjulegum svip. “Hvert ætlið þið þá að fara? Ætlið þið máske að dfekkja ykkur, eins og menn héldu að hún heföi gert ” sagöi ofurstinn hryssingslega. “Eg fylgi minum eigin vilja, eg læt ekki skipa mér á mínu eigin heimili”. En samt sem áöur skrifaði hann Craddock hér um bil það sama og Júlia stakk upp á. Og þetta bréf fékk gamli Craddock ungfrú Mazurka. “Þaö er gott”, sagði hin ákveðna unga stúlka. “Nú farið þér til Deercombe og komið húsinu í gott ásig- komulag — og munið það nú, að segja ekki eitt orð við nokkurn mann”. Gamli Craddock lofaði skilyrðislaust að hlýða, fór síðan til Deercombe og fékk þar heilan hóp af þvotta- konum og körlum til að skreyta húsið, og áður en hálf stund var liðin frétti ofurstinn að verið væri að gera húsið hæfilegt til íbúðar, og flýtti sér þangað alt hvað hann gat. “Hvaða rugl er þetta um skjólstæðing minn, Craddock?” spurði hann um leið og hann kom þjót- andi inn i salinn, þar sem gamli maðurinn stóð í miðj- um hópnum og gaf skipanir um hvernig öllu skyldi haga. “Rugl? hr. ofursti. Það er hreinn sannleikur”, sagði Craddock og leit til hans hornauga. “Það voru misgrip — vesalings stúlkan sem fanst í það skifti, var ekki Jóan Ormsby. Hún er til allrar hamingju bráð- lifandi enn þá og líður vel”. “Hafið þér séð hana? Hvar er hún?” / “Já, eg hefi séð hana. Hún er hjá vinum sínum”. “Viljið þér ekki segja mér neitt meira um hana?” spurði ofurstinn. “Þér hafið líklega gleymt að eg er fjárráðamaður hennar”. Craddock gamli tók bréf ofurstans upp úr vasa sínum og brosti lævíslega. “Þér hafið neitað fjárráðamensku yðar, hr. ofurst”i sagði hann. “Ungfrú Jóan er lifnuð aftur, en þér hafið ekkert yfir henni að segja og svo er það búið”. “Nú, svo 'er það búið, segið þér, við skulum vita”, sagði ofurstinn íbygginn. “Já, það fáið þér eflaust að vita”, sagði gamli Craddock með áherzlu, “og ef þér verðið ekki að opna augun algerlega, þá heiti eg ekkl Craddock”. “Eg veit ekki við hvað þér eigið, og eg skeyti held- ur ekki um að fá að vita það. Eg veit ekki til að eg hafi neitað henni, en þegar .ung stúlka gerir sér til minkunar, eins og Jóan Ormsby hefit; gert, þá má hún ekki vænta þess að virðingarverð f jölskylda veiti henni viðtöku á heimili sitt aftur”. “Þletta er ágætt, hr. ofursti, hreinasta afbragð”, sagði Craddock með sama lævíslega brosinu. “Þegar eg finn ungfrú Ormsby, þá skal eg segja henni hvað þér hafið sagt”. “Já, gerið þér það”, umlaði í ofurstanum. “Nú, og lávarður Williars kemur þá aftur?” “Það hefi eg ekki sagt. Farið ekki að segja nein- tun það, því það hefi eg ekki sagt”, sagði Craddock gamli allskelkaður. “Hvers annars vegna ættuð þér að gera öll þessi umbrot, gera alt húsið hæfilegt til íbúðar?” spurði ofurstinn. “Það er undirbúið fyrir komu eigandans”, svaraði Craddock. “Og það er lávarður Williars. Nú það er kominn timi til að hann komi aftur. Okkur hefir ekki komið illa saman, svo eg til viti”. “Hann nam þó brott skjólstæðing yðar?” sagði gamli Craddock og brosti undirferlislega. “Hann imi það — og það var benni að kenna”, sagði ofurstinn og roðnaði. “Um það veit eg ekkert. Það er í öllu falli ekki mér að kenna”, sagði Craddock. “Eg hefi fengið skiþanir eigandans, og er hér til aö framkvæma þær”. Ofurstinn gat ekki fengið meira út úr gamla mann inum, og fór bölvandi heim til sín til að segja dætrum sinum frá nýjungunum. Af því gamli Craddock var hræddur við ungfrú Mazunka, var hann afar kröfuharður við þvottakon- umar, enda tókst þeim að gera húsið að flestu leyti viðunanlegt fyrir hinn ákveðna tíma. Bærinn Deer- combe var i afarmiklum æsingi. Kvenfólkið ætlaði al- veg að ganga af göflunum af því það fékk ekkert aö vita. Gamli Craddock framkvæmdi starf sitt svo vel, að ungfrú Mazurka gat ekki varist því að hrósa hon- um. öllum bar saman um það að lávarður Williars mundi koma aftur, — fyrir hvern ætti þessi undir- búningur annars fram að fara? En skyldi hann koma einsamall eða hafa gesti rrieð sér? Skyldi hann vera kvæntur og koma með ikonu sína? Craddook hafði vistað mikinn fjölda af þjónum og þemum, en hafði engar bendingar eða skipanir gefið þeim. Þau áttu öll að vera við því búin að taka á móti eigandanum á mápudaginn — það var alt sem hanri sagði þeim. Á meðan á þessu stóð, unnu þau Bertie og ungfrú Maztirka að samsærinu. Á laugardaginrt fór Mazurka að finna Jóönu, og spurði hana blátt áfram eins og hiennar var siður: “Hve langan tíma þurfið þér til að láta niður í koffort fatnað yðar, ungfrú Ormsby?” “Ó, hálfa stund, en til hvers?” “Af þvi þér eigið að ferðast”. “Ferðast? og hvert?” spurði Jóan, en Emily stóð og starði á þær með opinn munn. “Til The Wold í Deercombe”, svaraði Mazurka. “Nú, látið þér yður ekki verða svona bylt við eða hræðast”. — Jóan var orðin blóðrjóð og hafði snúið sér frá henni. — “Þér munið að þér lofuðuð að hlýða mér — mér og lávarði Dewsbury Hafið þér ekki gert það?” “Jú”, svaraði Jóan alúðlega. “Vill hann líka að eg fari þangað ?” “Já, auðvitað vill hann það”, svaraði ungfrú Mazurka. “Hann og eg komum okkur saman um alt, og það er hann sem sendi mig hingað í dag. Hvers vegna ættuð þér ekki að fara til The Wold? — það er yðar eign”. “Ekki enn þá”, sagði Jóan og hristi höfuðiö, “það er enn þá eign lávarðar Willars”. “Nei, það er það ekki”, sagði ungfrú Mazurka ákveðin. “Hann hefir afsalað sér öllum kröfum til þess. Hann hefir talað við lögmennina, og hann er fyllilega sannfærður um —” “Að — eg er Jóan Ormsby — lávarðar Arrowfields dótturdóttir?” “Nei”, svaraði ungfrú Mazurka með hægð, “hann heldur að það sé ungfrú Ida Trevelyan. Hann veit ekki að erfinginn er Jóan Ormsby”. “Eg ætla að gera alt sem þér segið mér, en eg skil ekki tilgang yðar —” “Um það fáið þér að vita á mánudaginn — ef þér þurfið þá frekari skýringar. Þér farið þá með kveld- lestinni á morgun?” “Eg og Emily?” spurði Jóan og tók utan um mitti Emilyar. “Auðvitað fer Emily lika”, sagði ungfrú Mazurka. “Eg ætla lika að verða ykkur samferða, ef eg fæ leyfi til þess?” “Já, sannarlega”, sagði Jóan brosandi, “við vitum alls ekki hvað við eigum að gera, ef við höfum ekki oddvitann með okkur”. “Það er gott”, sagði ungfrú Mazurka, “búið þá um farangur ykkar og látið mig annast alt annað. Spyrjið ekki um meira, því þá segi eg ykkur eitthvert rugl. — Sannleikann fáið þið hvort sem er ekki aó heyra nú”. “Eg skal ekki spyrja um neitt, og feg skal gera alt sem þér og lávarður Dewsbury viljið, þangað til á mánudaginn, en þá —” hún þagnaði “Þá verðið þér yðar eigin húsmóðir og getið alt sem yður sýnist”, sagði ungfrú Mazurka. “Þá er þess’u efni lokið”. Þessar þrjár ungu stúlkur fóru með kveldlestinni daginn eftir. Jóan var alla leiðina þögul og hugsandi. Hún var nú á leiðinni til Deercombe — til Deercombe, þar sem hún hafði átt svo marga leiðinlega — en að eins svo fáa — alt of fáa skemtilega og gæfuríka daga. Hvað mundi Oliver segja, þegar þau fengju að heyra þessa miklu og óvæntu nýjung? Henni var alls ómögulegt að átta sig á þessari nýju stöðu sinni, hugs- anirnar flugu fram of aftur alveg stefnulaust. Hún, sem hafði verið vikatelpa, næstum því vinnukona hjá Olivers, hún sem flúði frá harðstjórn þeirra, hún kom nú aftur sem eiganfTi The Wold og allra Arrowfields eignanna. En um það hugsaði hún mjög lítið. Hver míla, sem minkaði fjarlægðina milli hennar og gamla staðarins, kom henni til að hugsa um Stuart Williars. Hvar var hann nú, hugsaði hún, og mundi hún nokk- urn tíma fá að sjá hann. aftur? Snemma um morguninn komu þær á jámbrautar- stöðina, og fundu þar lokaðan vagn, sem beið þeirra. Svo klóklega og leynilega hafði ungfrú Mazurka kom- ið öllu fyrir, að /enginn í bænum vissi að eigandinn, sem gamla höfðingjasetrið var undirbúið fyrir, væri kominn, og þar eð unga stúlkan hafði þykka blæju fyrir andlitinu, þegar hún gekk frá stöðvarpallinum til vagnsins sem beið þeirra, þá þekti enginn af stöðvarfólkinu að það var ungfrú Ormsby. Þögular og alvarlegar óku þessar þrjár ungu stúlk- ur eftir hinum fagra trjágangi, og vagninn nam stað ar fyrir utan dymar. Gamli Craddock kom út, og leit með kvíðandi augnaráði til ungfrú Mazurtka, um leið og hann tók á móti þeim með krjúpandi auðmýkt. Engir þjónar vom þar til staðar nema einn, og ung þerna, sem fylgdi stúlkunum til dagstofunnar. Morg- unsólin sendi birtu sína inn í stofuna, og eldur logaði á arninum, fótatak og raddir þjónustufólksins heyrð- ust á tröppunum og í göngunum — The Wold var vaknað af sinum langa svefni. Loks gaf Emily, sem hafði litið í kring um sig með augum eins stóram og tebollum, undran sinni og aðdáun leyfi til að opin- berast. “Ó, góða, þú, átt þú alt þetta í raun og vera ?” “Já, það er sannarlega htennar eign alt sarnan”, sagði ungfrú Mazurka. “Ó, hvað hér er fallegt. “Skrautlegra og fallegra en nokkuð sem nokkra sinni hefir sézt í leikhúsi”, sagði Emily og hvíslaði með lotningu. “Og alt þetta átt þú, Ida — Jóan á eg við? Þetta er næstum eins og draumur. Ó, Jóan, eigum við ekki að ganga um húsið og líta á alt saman — eða — það má máske ekki vegna vinnufólksins?” , Jóan brosti sorgarbrosi um leið og hún lagði arm sinn um granna mittið hennar Emily. “Jú, það er alveg óhætt, Emily”, sagöi hún bros- andi, “komdu, við skulum fara og líta á herbergin”. Á þessu augnabliki kom Craddock inn, hneigjandi °g segjandi: “Morgunverður er á borð borinn, vmgfrú Ormsby’. “Það er gott”, sagði Jóan eins rólega — hugsaði Emily — og hún hefði ekki annað gert alla sína æfi, en að búa í slikri hÖll sem þessari. “Við komum strax. Fyrst skulum við fara og skoða húsið, Emily”. “Eg hefi gert alt eins vel og mögulegt var á jafn stuttum tima, og framkvæmt s'kipanir yðar, ungfrú Mazurka”, sagði gamli Craddock, og nuddaði saman höndum sínum eins og hans var venja, um leið og hann gaut hornauga til ungfrúarinnar með kvíðandi svip. “Eg vona að þér séuð ánægðar með alt —” “Það vona eg líka — yðar vegna”, sagði ungfrú Ormsby. “Þeir halda að það sé lávarður Williars sem við búumst við. Ofurstinn kom hingað fyrir skömmu síð- an og reyndi að spyrja mig spjörunum úr — en eg get þagað þegar eg ætla mér, ungfrú Mazurka. Ó. eg skil svo vel brögðin yðar,—afsakið—yðar aldáunar- verðu stefnu—en eg er eins þögull og gröfin”. “Það er gott, það er gott”, sagði ungfrú Mazurka óþolinmóð, “en sendið nú ofurstanum og dætram hans boð, og biðjið þau að skreppa hingað og dvelja hér eina stund. Nei, sendið þér ekki boð — þjónar eru ti! með að slúðra. Farið þér heldur sjálfur”. “Það skal eg gera, ungfrú. Treystið þér mér. Eg skaþflytja erindið svo yður líki”. Hann gekk svc burtu brosandi. Þessar þrjár stúlkur gengu svo um húsið ásanr leglegri þernu, sem fylgdi þeim. Emily var alveg mátt laus af undrun, hún hélt sér við handlegg Jóönu og leit í kring um sig með opinn munn og stór augu. “Það er alt saman aðdáanlegt”, sagði hún loks og stundi dálítið. Eg hefi haldið að það væri að eins konungar og prinsar sem byggju í slikum höllum. Og alt þetta er þín eign. Eg get ekki um annað hugsað — og eg býst við að mig dreymi um það i margar vikui Ó, þetta ætti hr. Giffard að sjá, þá gæti hann búið til óviðjafnanlega fögur leiksvið”. Jóan brosti hrygg á svip. Hún virtist ekki skeyta mikið um þenna fagra, gamla bústað, og með lítilli stunu sagði hún: “Nú skulum við fara ofan og borða morgunverð”. Stundu síðar heyrðu þær vagn aka að dyrunum. Emily hljóp að glugganum. “Ó, góða Jóan, hvaða manneskjur era þetta?” kal!- aði hún. “Það er skrautlega klæddur, tilgerðarlegur, gamall maður með augnagler, og tvær stúlkur”. Jóan gekk að glugganum, en fór þaðan strax aftur og fölnaði. “Það er fjárráðamaður minn, ofursti Oliver, og dætur hans”, sagði hún og andvarpaði. “Já, kæra ungfrú Ormsby”, sagði ungfrú Mazurka og kinkaði kolli. “Eg hefi gert boð eftir þeim. Leyfið mér að fara ofan og taka á móti þeim. Eg skal gera yður boð þegar þér eigið að koma”. Oliver og dætram hans var fylgt inn í bókhlöð- una. Systurnar voru brosandi út undir eyru af ánægju yfir þvi, að þeim var boðið svona snemma eftir hina ímynduðu konu lávarðar Williars, og þegar dyrnar voru opnaðar gekk ofurstinn nokkur skref áfram með framrétta hendi, eins beinn og byssuhlaup, og með fyrirmannlegum svip. Hann nam staðar und- ir eins, þegar hann sá unga stúlku koma inn i stað Williars, lét á sig augnaglerið og sneri sér að Craddock, sem stóð með hendurnar fyrir aftan bakið og brosti kímnislega, til þess að fá skýringu hjá honum. “Þér eruð Oliver ofursti býst eg við”, sagði ung- frú Mazurka róleg. “Já, það er eg”, sagði ofurstinn. “Og þér — ham- ingjan góða, er það mögulegt að lávarður Williars sé giftur?” “Nei, það er hann ekki”, sagði ungfrú Mazurka þyrkingslega. “Nafn mitt er ungfrú Mazurka. Þér hafið máske heyrt það nefnt. Eg er vina lávarðar Williars, og eg hefi beðið yður að koma til þess að eg gæti tilkynt yður, að það hefir mikil breyting átt sér stað á kjörum hans, sem getur máske vakið áhuga yðar”. Ofurstinn hneigði sig og dætur hans störðu for- vitnar og hissa á hana. “Þér eruð gamall vinur lávarðar Williars”, sagði unga stúlikan. “En hefir ekki óþægilegt atvik haggað henni að neinu?” “Jú—hum—mjög óþægilegt—hum—en í rauninni var aðeins—hum—skjólstæðingur minn orsökin —” “Einhver ungfrú Ormsby?” spurði Mazurka alúð- le^. “Já—hum—hún—mér þykir leitt að verða að segj-i bað—hún hefir hagað sér þannig, að eg var neyddur til að segja hlenni að leita ekki aftur hælis hjá ihct”, sagði ofurstinn ákafur. “Já. eg iiefi heyrt það”, sagði Mazurka með aölað- andi alúð. “Og eftir því sem eg hct'i heyrt um yður, verð eg að segja, r.ð eg bjóst einmiti viö slíkri fram- komu ai yður”. “Það gleður mig mikið, ungfrú. Eg býst við að vinur minn — minn alúðlegi einkavinur, lávarður Williars, sé á sömu skoðun”. “Það '.’erður hann sjálfur að segja yður”, sagði Mazurka. “Er hann hér?” spurðu báðar systurnar ákafar. “Ekki nú siem stendur”, sagði ungfrú Mazurka, og leit rólegum. köldum og rannsakandi augum á syst- urnar, sem þeim geðjaðist afar illa að, þó þær vissu ekki hvers vegna. “En þér búist við því að hann komi hingað? Dætur mínar og eg höfum sanna ánægju af því að bjóða hann velkominn til—hum—til hans gamla heimilis —” “Nú, það er einmitt það sem eg vildi tala við ykkur um. IÞetta er ekki hans heimili lengur. Hin siðasta terfðaskrá lávarðar Arrowfields er ftmdin, og hann hefir ánafnað The Wold og því sem næst allar eigur sínar til annars en lávarðar Williars”. “Til annars? Hamingjan góða, og hver er þessi annar ?” “Til dótturdóttur sinnar, ungrar stúlku, Trevelyan að nafni”, sagði ungfrú Mazurka. “Hamingjan góða”, sagði ofurstinn og slepti auga- glerinu. “Til ungrar stúlku, Trevelyan að nafni. Eg hefi aldrei heyrt hana nefnda”. “Það er alveg eðlilegt. En nú langar yður máske til að kynnast henni?” “Það væri okkur sönn ánægja”, sagði Emmeline , smjaðursróm. “Ættingi hins góða, gamla lávarðar Arrowfields er okkur velkominn sem kær vinur”. “Það efast eg ekki um”, sagði ungfrú Mazurka þyrkingslega, en hrukkótta andlitið hans Craddocks varð að breiðu kímnisbrosi bak við systumar. “Nú skal eg sækja hana. En segið mér fyrst, ofursti Oliver, haldið þér fast við áform yðar viðvíkjandi ungfrú Ormsby?” “Já, áreiðanlega”, sögðu Júlía og Emmelina sem einum rómi. “Við viljum helzt aldrei sjá hana aftur”, sagði Emmelina. “Og nú, þegar kvenmaður er ríkjandi í The Wold, er ómögulegt fyrir okkur að veita henni móttöku á heimili okkar”. “Mér þykir vænt tun að heyra ykkur segja það”, sagði ungfrú Mazurka brosandi. “Eg er alveg sann- færð um, að þér meinið það og haldið fast við þessa meiningu. Og nú skal eg sækja ungfrú Trevelyan”. “Þetta er sannarlega mjög aðlaðandi ung stúlka”, sagði ofurstinn. “Vesalings Williars, sem hefir mist alla sína peninga. Það hefir hann ekki verðslculdað”. “Nei”, tautaði Craddock, “það eru hörð forlög. En þarna kemur gæfuríka, unga stúlkan”. Með hæðnisbrosi vék hann til hliðar, þegar dymar voru opnaðar og Jóan kom inn. Hún var mjög föl og bendur hennar skulfu lítið eitt, en hún rétti þær þó fram um leið og hún gekk til þeirra. Ofurstinn hop- iði á hæl og hnyklaði brýmar, en systumar urðu eld- ■•auðar í andliti og kertu hnakkann. “Viljið þér ekki rétta mér hendur ykkar?” spurði róan. “Hum—hum—undir þessum kringumstæðum, Jóar verðum við að vera algerlega hreinskilin. Eg veit ekk undir hvaða yfirskyni þú ert komin mn í þetta hús, en—en eg verð að tilkynna þér,—að—að okkur þykir það afar leitt að framkoma þin—hefir gert alla um- gengni þína og dætra minna ómögulega”. Jóan lét hendur sínar síga og reiðiblossar glóðu í augum hennar, en rödd hennar var róleg, næstum blið, þegar hún sagði: “Þekkið þér alla hina sorglegu sögu mina, Oliver ofursti ?” Á þessu augnabliki kom ungfrú Mazurka mn. “Nú, Oliver ofursti, og þið stúlkur mínar, — kom þetta j^JARKET || OTEL Vift sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Fumiture ekki flatt upp á ykkur? Þið hafið fráleitt búist við því, að skjólstæðingur ykkar, ungfrú Jóan, sem þið hafið annast um með svo mikilli nákvæmni og hygni. væri ungfrú Ida Trevelyan, eigandi The Wolds?” ; “Ungfrú Ida Trevelyan, eigandi The Wolds”. stundi ofurstinn upp. “Ungfrú Trevelyan”, öskruðu báðar systumar. “Og Jóan er —” “Ungfrú Ormsby, dótturdóttir hins framliðna lá- varðar Arrowfields”, sagði nú gamli Craddock með sigurbrosi. “Það eru engin misgrip möguleg, hr. ofursti. Erfðaskráin hefir verið nákvæmlega rann- sökuð. Kapteinn Ormsby fyrir 126 tvífylki í írlandi er faðir hennar. — Hum — það era dálítil viðbrigði. er það ekki ?” Hann hló hásum, kvakandi hlátri. Þessi ógæfusama fjölskylda stóð sem steingerfing ur, með næstum því græn andlit af vonbrigðum og ilsku. “— Þetta er reglulegt samsæri” tautaði ofurstinn loksins. % “Já, það er einmitt það, sem það er”, sagði ungfrú Mazurka. “Það er samsæri til að bera að þekkja falska vini frá sönnum. Og ef þér viljið vita hve vel það hefir hepnast, þá spyrjið hr. Craddock, sem hefir ótakmarkað leyfi mitt til að segja yður frá öllu, meðan harm fylgir yður út að girðingarhliðinu”. XLIII. KAPÍTULI. A eftir sorg kemur gleði. Gröm í geði gengu faðirinn og dætumar út úr dyrunum og gamli Craddock á eftir þeim, sem aldrei á æfi sinni hafði lifað jafn ánægjulega stund og þessar fimtán mínútur, þegar hann sagði þessum óánægðu persónum alla sögtma. Morguninn eftir yfirgáfu þau Deercombe í þvi skyni að fara til meginlandsins, sem ofurstinn kvaðst verða að gera vegna heilbrigði sinnar: engar líkur eru til þess að þau komi nokkru sinni aftur til þessa bæjar. Tíminn leið, >en hinar æstu tilfinningar um eitthyað óvænt, sem höfðu grrpið Jóönu og Emily, minkuðu ekki. Ungfrú Mazurka hafði nú lyft blæjunni af Olivers, sýnt hvers konar persónur það voru og komið þeim til að hypja sig í burtu, en það var enn þá einn þáttur eftir í leikritinu, sem hún og Bertie höfðu sam- ið og komið af stað. “Leyfið þér mér að ráða öllu -— að eins fáar stund- ir enn þá”, sagði hún við Jóönti, þegar þær höfðu fengið sér sæti í ró og næði í dagstofunni. “Hingað til hefi eg efnt loforð mín, er það ekki ?” “Jú”, sagði Jóan. "En eg hefði helzt viljað að þau hefðtt kannast við mig og fyrirgefið mér”. “Það mundu þau hafa gert, ef þau hefðu vitað að þér \*>ruð eigandi The Wold. En eg kom þeim til að ganga beint í gildruna. Hugsið þér nú ekki meira um þau — þau kvelja yður aldrei aftur. Nær eigum við að borða dagverð í dag?” “Þér ráðið öllu hér”, sagði Jóan brosandi. “Já, með yðar leyfi geri eg það enn þá í fáeinar stundir. segjum þá klukkan sjö, þá skulum við neyta verulega góðs dagverðar. Eg ætla nú að fara fram og gefa ráðsmanninum nauðsynlegar skipanir”. Um sama leyti stigu tveir menn af lestinni hjá Deercombe, og gengtt hratt i áttina til The Wold. Eg er hræddur ttm, Williars, að þér finnist mjög óþægilegt a heimsækja gamla hfeimilið þitt til þess, aö Overland Safnað af Pte K. Breekman til styrktar 223. herdeiltlinal. Fr& Lundar, Man.: ÁgótSl af samkomu____.... __ $15.06 Julius B. Johneon ........... 1.0* Bjarn) Johnson .............. 2.06 Gtsll Olafson .. .. .........1.0« Olafur Jónson ...... ..... .. 2.00 Thorkell Jónson ............. 5.00 GuBm, SigurBson ............. 1.00 B. R. Austman ............... 3.00 Vinur ........... ..... ..... 1.00 Mrs. H. Oddson ..... ........ 1.00 Oddur H. Oddson .............1.00 Jullus Eirikson ....... ..... 1.00 B. J. Eirtkson ........... _.. 1.00 Sam. Torfason ......... ...... 1.00 Bjarni Torfason .......... 1.06 John Sigurjónson ........... 2.00 Oli Lindai ..... ...... .._ „_ 1.06 Loftur Mathews _________ 1.00 Kristtn Goodman ___________ 5.00 Frank Wilkes .............. .50 Oli Olafson ........... _.. .76 Johann Halison............ 2.00 John Einarson ____________ 5.00 Oscar Eyjoifson ............ 1.00 Bergþór JOnsson........... .. .26 Steinn Dalman .............. .75 H. J. Halison ............. 1.00 Frá Cold Springs, Man.: Vinur ...................... 1.00 W. H. Eccles .............. 1.00 Magnús Freeman........... .. .50 Br. Johnson ................ .50 H. K. Jackson .... ......... 1.00 Owen Rowtand ............. 1.00 Frá Mary Hill, Man.. Barney Eirikson ....... .... 1,00 John SigurSson............ 1.60 Barney Hallson ............... i.00 Sigfús Johanson ............ 1.00 Bjorn Bjornson............... 1.00 GuCm. GuCmundsson „_ .... #60 Halidúr Thorsteinson ......... LO0 Magnús EinvarBson ......... 2.00 Sigurður Sigurðson ......... 1.00 Paul B. Johnson .............. ,50 Hogni Guðmnndson ........... 1.00 Eirtkur Guðmundson ......... 1.00 Stefán Olafson ............. 1.00 Frá Clarkleigh, Man.: Daniel Backman ............. 1.00 Frá Dolly Bay, Man.: Olafur Thorlacius ........... i_06 Frá Minnewakea, Man.: Sigurður Johnson .... ... „.. 5.O0 Frá Markland, Man.: Jonatan Jacobson ................75 Samtals ........$9425 Nokkrar bráðabyrgðar útnefn- ingar til embætta í 223. herdeild- inni hafa farið fram nýlega og hafa því margir íslendingar hækk- að þar í stöðu. Gerið svo vel að birta í blaði yðar nöfn eftirfarandi ísíendinga, sem í stöðu hafa hæfck- að: Sergeant-Major “C” Company. — Sergeant H. Benson. Sergeant-Major “D” Company. — Sergeant A. Thorsteinson. Company puarter Mester "D” Company. — Sergeant J. Davidson. Sergetmt "A” Co. — Corporal H. Axford. Sergieant “A” Co. — Corporal Hl A. Freeman. Sergeant “B” Co. — Corporal K. Thorsteinson. Corporal "C” Co. — Lance- Corporal J. W. Bryon. Corporal "C” Co. — Lance- Corporal J. Ingjaldson. Corporal "A” Co. — Pte S. G. Lindal. Lance-Corporal “C” Co. ____ Pte E. S. Ingjaldson. Lance-Corporal “B” Co. — Pte T. Asgeirson. ^ Lance-Corporal “B” Co. — Pt« J. O. Johantison. Lanoe-Corporal “A” Co. — Pte Jöhann Ffcterson. Lance-Corporal “A” Co. — Pte Carl Bjamason. sjá þá stúlku sem hefir rænt þig því”, sagði Bertie — Yðar einl. því þetta var hann og lávaröur Williars. “Ó, nei. Eg Kefi nú gefið mig á vald þitt og ung- frú Mazurka. Eg er ykkur þakklátur fyrir það, að þið skipuðuð mér ekki að ferðast til Buenos Ayres”. “Og — og þú ert enn ekki hryggur yfir því að hafa mist arfinn?” spurði Bertie. “Ntei, ekki hið minsta”, svaraði Stuart. “Enginn auður getur gefið mér mína glötuðu gæfu aftur. Eg hefi sagt þér æfisögu mína, Bertie, svo þú þekkir hana. Flestir menn gætu ef til vill gleymt slikum missi, en eg get það ekki. Hún er hjá mér og með mér á hverju augnabliki lífs míns. Og —” hann þagn- aði og leit út á hafið — “hver þumlungur á þessum stað minnir mig á og talar til min um hana. Langs mteð þessari braut vorum við vön að ganga, höfuð hennar hvíldi við brjóst mitt, á meðan hennar fögru, saklausu varir hvísluðu: “Eg elska þig”, — guð gæfi að eg gæti gleymt henni — og þó — nei, eg óska þess ekki. Eg vildi það ekki, þó eg gæti það. í jafn tómu og eyðilegu lífi og mitt er, þá er endurminningin nokk- urs virði. — Fyrirgefðu mér, Biertie”, sagði hann og sneri sér að vininum. "Eg ætti ekki að ama þér með mínum sorgum, en þú hefir sjálfur komið mér til þess. Þegar maður tekur að sér að gæta og líta eftir öðram eins manni og mér, þá” — hann þagnaði og ypti öxlum með sorgmæddu en vingjamlegu brosi. “Eg skil þig mjög vel”, sagði Bertie vingjarnlega “Hún hefir hlotið að vera yndisleg og elskuverð”. “Það er engin yndislegri eöa elskpverðari kven- naður til á jörðinni”, sagði Williars innilega. T. Johnson. Blaðið “Baldur Gazette” getur þess að Steina Steingrimsson frá Baldur og maður að nafni Douglas hafi verið gefm saman i hjónaband 1 Calgari 9. september. — Sama blað getur þess að samsöngur hafl verið haldinn 7. nóvember í Baldur undir umsjón "Luthers félags” þar í bænum og hafi þar verið ágæt skemtun. ÍOO nmnns geta fengiS aS nema smlSar og aSgerSir á bifreiSum og flutningsvögnum í bezta gasvjela- skólanum 1 Canada. Kent bæSi aS degi og kveldi. Vér kennum full- komlega aS gera viS bifreiSar og vagna og aS stjúrna þeim, sömuleiSis allskonar vélar á sjó og iandi. Vér búum ySur undir stöSu og hjálpum ySur tii aS ná I hana, annaS hvort sem bifreiSarstjórar, aSgerSamenn eSa vélstjórar. KomiS eSa skrifiS eftir vorri failegu upplýsingabók.— Hemphili’s Motor Schools, 643 Main St., Winnipeg; 1716 Broad St., Re- gina; 16262 First St„ Edmonton. Vér þurfum mcnn aB læra rakara- iSn. Rakaraskortur er nú allsstaSar meiri en nokkru sinni áSur. Vér kennum yBur iSnina á 8 vikum, borg- um gott kaup meSan hér eruS aS læra og ábyrgjumst ySur stöBu aS hvl loknu fyrir $16 til $25 á viku eSa vér hjálpum ySur til hess aB byrja fyrir sjálfan ySur gegn lágri mfinsSarborg- un. Sérstök hlunnindi fyrlr þft Bð, «em fyrstir fcoma. SkriflS eSa kom'IÖ eftir ókeypis npplýsingahók. Hemp- hill’s Moier Barber Golleges, Paciflc \ve„ Winnipeg. ritihú 1715 Broad Str„ Regina og 10262 First St.. Bd- monton. /

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.