Lögberg - 16.11.1916, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. NOVEMBER 1916.
ál'ogbíiQ
Gefið út Kvern FimtuHag af The Col-
umbia Pre*s, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JUI.. JÓHANNKSSON. Editor*
J. J. VOPM, liiisiness .Ylanaster
Utanáskrift ti blaðsins:
THE COL'J'pi^ PgESS, Ltd , Bo* 3172, Winnipeg, Mai-
U anáskrift ritstjórnns:
EDITOR L0C8ERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
VERÐ BLAÐSINS: $2 00 um árið.
-**£*• 27
Kosningarnar í Bandaríkjunum.
Sumir vilja éf til vill halda því fram að þær
hafi ekki mikla þýðingu að því er Canada snertir;
en það er hreinasti misskilningur.
Eitt af aðalmálum canadisku þjóðarinnar hef-
ir hingað til verið og hlýtur enn fremur að verða
hér eftir verzlunarmálið.
Eigum vér að vera og verða frjálsir verzlunar-
lega? eða eigurn vér að búa undir verzlunareinok-
un, þar sem meginparti alls verzlunargróða er
rakað saman í ýasa einstakra auðfélaga til þess
að flá og rýja f jöldann? pað er spumirígin. Um
þetta atriði hefir verið hörð deila hingað til milli
pólitísku flokkanna og um þetta efni hlýtur deilan
að vérða enn þá harðari og fastsóttari framvegis
nema því aðeirís að afturhaldsflokkurinn leggi
niður óheillastefnu sína og hætti að gera sjálfan
sig að bölvunarsteini í vegi allra þjóðþrifa.
Hafi canadiska þjóðin nokkru sinni þurft á því
að halda að flókkur væri til í landinu sem losa
vildi um verzlunarhnútana og leyfa frjálsan
markað, þá verður það hér eftir þegar afturhaldið
hefir tekið tækifærið í sambandi við stríðið til
þess að opna allar mögulegar æðar sem frá hjarta
þjóðarinnar liggja til þess að taka henni blóð.
Veroi líknarhendi hamingjunnar það ekki of-
vaxið að vinna svo á móti þessu athæfi að þjóðinni
hafi ekki þegar blætt til ólífis áður en breytt verð-
ur um, þá þarf alvarlega að taka í tauma í verz-
unarsambandi landsins við umheiminn.
Kosningamar í Bandaríkjunum höfðu ómetan-
lega þýðingu fyrir oss hér nyrðra í þessu efni.
Republican flokkurinn þar og afturhaldsflokk-
urinn hér eru skyldgetnir bræður; þeir eiga sömu
foreldri; þeir efu bæði sammæðra og samfeðra.
“Og hvað viljið þið hafa það meira?” sagði Einar
Stopp..
Faðir þessara flokka er ójöfnuður auðvaldsins
og móðir þeirrá er verzlunareinokun.
Og það þarf ekki lengi að skoða gerðir Re-
publican og Aíturhaldsmanna til þess að sjá ætt-
armótið. Einkenni föður og móður blandast þar
svo aðdáanlega og óaðskilianlega saman í af-
kvæmum að engínn getur vilst á ætteminu.
Hefði Republican flokkurinn komist til valda
í Bandaríkiunum, þá hefði að siálfsögðu orðið
erfiðara viðfangs fyrír oss hér nyrðra með aukið
verzlunarfrelsi á sanngiömum grundvelli. pá
hefði til dæmis afturhaldið getað kastað því fram
við næstu kosningar að ekki hefði neina þýðingu
að kjósa Liberála hér til þess að rýmka verzlun
við Bandaríkin ; þar. sæti Republican stjóm að
völdum og hún, væri með tollastefnunni; á móti
henni yrði frjáls verzlunarstjóm hér afllaus.
Nú aftur á móti er ekki hægt að veifa þeirri
dulu. Pað að Wilson og Bryan (því áhrifa hans
gætir þar syðra) voru sigurvegarar í Bandaríkj-
unum. trvo-'rír oss góða og greiða samvinnu í
verzlunarmálum, þegar framsóknarflokkurinn er
kominn til valda, sem verður eftir næstu kosning-
ar hér, hvenær sem- þær fara fram.
Að þessu levti hefir það stórkostlega þýðingu
fyrir oss að svona fór, og hlýtur hver sannur og
fr’álahugsandi Ganada borgari að fagna sigri
Wilsons.
Fn það er fleira eftirtektavert við þessar
kosni^car. Wiison er að voru áliti einhver bezti
og vitrasti forseti síðan á dögum Abrahams
Lincoln. En vér. leggjum honum það hiklaust til
ámælis að hann var ekki hlyntur atkvæðisrétti
kvenna.
Af þessu var því spáð að konur mundu í einu
hb'óði greiða atkvæði sín gegn honum þar sem
þeim vom þau heimil.
En þetta fór á annan veg. pví er jafnvel hald-
ið fram og því með rökum að konur hafi mátt sín
svo mikils að þær hafi komið Wilson að — at-
kvæði þeirra hafi riðið baggamuninn.
petta er einkennilegt. pað virðist tæplega
trúlegt að sá flokkur mannfélagsins sem hann var
ranglega á móti skyldi veita honum fylgi.
En þegar um tvent ílt er að ræða þá skal það
valið sem minna er ílt, og þegar um tvent gott er
að ræða, þá skal það valið sem er meira gott. Hér
var um tvent gott að ræða: kvenréttindamálið og
friðinn. Wilson var andstæðari kvenréttindum en
Hughes, en hann hafði sýnt það að hann elskaði
friðinn. Hann hafði bjargað voldugustu og merk-
ustu þjóð heimsins frá stríði og eyðileggingu á
þeim tímum sem heimurinn hefir þekst hættuleg-
asta.
Nú kom til kvenfólksins kasta; nú var fyrir
því úr vöndu að ráða; nú urðu þær að sýna heim-
inum að þær höfðu sjalfstæða skoðun og heil-
brigða. pær vissu það að þó svo færi að þær yrðu
að bíða eftir rétti sínum í næstu fjögur ár, þá
kæmi hann samt sem áður. En ef landinu og
þjóðinni yrði steypt í stríð og borgarar landsins
högnir eða skotnir í miljónatali, það vissu þær að
ekki yrði bætt á fjórum árum né fjörutíu. pað
var því sjálfsagt að velja það sem meira var gott
— friðinn — en láta hitt undir höfuð leggjast í
bráðina.
Konur Bandaríkjanna hafa því sýnt það að
þegar til virkilegra stjómmála kemur, þá má
treysta þeim. Og það er víst að líkindi eru til þess
að hafi Wilson haft vantrú á pólitískri dómgreind
kvenna fyrir þessar kosningar, þá hlýtur sú van-
trú að hafa horfið með öllu. pað er því all-líklegt
að hann hér eftir verði eins eindreginn talsmaður
kvenréttinda og hann var andstæðingur þeirra
áður, og væri honum það hughvarf engin hneysa
heldur stór heiður.
Lýsing íslands.
EFTIR BALDUR JÓNSSON.
Lýsing þessi er tileinkuS alþektum vís-
indamanni og rithöfundi, séra Magnúsi
Jónssyni. —Höf.
I. INNGANGUR.
Oss hefir oft fundist þörf á því, að saminn
væri stuttur leiðarvísir fyrir þá, sem þekkja vilia
ísland til hlýtar. pað er svo fátt til um landið
óhlutdrægt, strangvísindalegt og í stuttu máli
fram sett. Vér höfum samið þenna leiðarvísi af
ást til málefnisins; og vegna þeirrar óslökkvandi
sannleiksástar og sfpínandi vísindamensku, sem
lætur oss aldrei í friði.
Skyldu einhverjir sýna þann frábæra hroka og
ruddaskap að efa orð vor, þurfum vér ekki annað
en benda á óskeikulleik vorn og vísindalega þekk-
ingu: Vér þekkjum landið af eigin reynd. Að
vísu vorum vér á þroska skeiði er vér fluttum
vestur um haf, og ólum allan aldur vom á fslandi
í Bárðardal, en vér komum á hvern éinasta bæ í
dalnum, nema Sandvík, og þar riðum vér um hlað-
ið oftar en einu sinni. purfi frekari vitna við um
þekking voru á högum landsins, getum vér fært
sannanir fyrir því, að vér horfðum yfir Mývatns-
sveit af Mýrarfjalli ekki sjaldnar en 176 sinnum
í björtu veðri.
Vanalega hafa íbúar íslands verið kallaðir ís-
lendingar, en vér viljum forðast alt, sem kastað
gæti skugga á vísindalegan áreiðanleik lýsingar
þessarar. Köllum vér því landsmenn Eyjar-
skeggia, því sagt er að franskir skipbrotsmenn
hafi haft vetrarsetu á Eskifirði árið 1768, og þrír
jafnvel sett þar saman bú. Er því hæpið að telja
þjóðina íslenzka lengur.
II. Landslag og veðurátta.
ókiör öll eru af jöklum á íslandi og hraunum.
Frægastur þeirra er vatnajökull, hylur hann mik-
ið af bezta beitilandi bænda árið um kring, svo
ekki nær til jarðar. ódáðahraun rann löngu fyrir
landnámstíð, annars hefði þar án efa farist mikið
af sauðfé og stóðhrossum.
Hitar ganga oft miklir á sumrum á Norður-
landi, nema á Köldukinn og Flatey. Kveður svo
mjög að mývargi þegar hitar ganga, að hestar
sunnlenzkra kaupamanna hafa orðið blóðrisa norð-
ur í Bárðardal.
Stundum rignir svo mikið á Suðurlandi, að al-
menn torfþök leka, og hafa menn neyðst til að
kaupa þakjám frá Englandi; og væru ekki Eyjar-
skeggiar allir skáld og listamenn gerði þetta bæi
og hiöður ljót og ósjáleg.
III. Atvinnuvegir.
Mikið er látið af atvinnuvegum manna, og
kvað þar vera margt af stórríkum bændum og út-
vegsbændum. Ekki mun þó fáu þar um logið.
Byliir miklir koma á Norðurlandi og farast oft
bæði féð og menn. Enn fremur hrekst kúfé fyrir
hamra fram, tóan étur stundum beztu kindina úr
hjörðinni, og önnur ósköp steðja að.
Dæmi eru til þess, að útvegsbændur hafa mist
báta sína með áhöfn allri; og er það mikið tjón.
IÝ. Skemtanir.
Helzta skemtun landsmanna er dans. Er það
góð skemtun og sýnir fagurfræðilegan áhuga.
ekki ættum vér þó að vera of fúsir til að trúa öllu
góðu, sem um dansinn er sagt. Dæmi voru til
þess, meðan Eyjarskeggjar gengu á sauðskinns-
skóm á dansa, að ungar meyjar gatslitu nýjum
bryddum skóm á einni nótt. Sýnir það óhóf
þeirra og fávísi.
Á sumrum er stundum farið út í skóga og
kiarrviðu landsins til leika og annara skemtana.
Ekki er það tekið út með sældinni, því þó ótrúlegt
sé, munum vér eftir því að í Halldórsstaðaskógi
höfðust við á sumrum pöddur nokkrar eða lýs.
Voru þær grænar að lit, áttu latneskt heiti og
svifust einskis. Var oss jafnvel sagt, að fiórar
hefðu eitt sinn fundist skríðandi á nýju silkislipsi
frá París, sem kona gekk með í skóginum.
Vísindalegar sannanir höfum vér fyrir því, að
á ofanverðri seytjándu öld, gekk sóknarpresturinn
á Eyjadalsá út vorkveld nokkurt, að njóta feg-
urðar náttúrunnar, — eða gá að lambám. Settist
hann á hól einn smávaxinn. óx lambagras á hóln-
um. Ekki hafði klerkur setið lengi áður honum
varð litið á buxnaskálmina, neðanvert við hægra
hnéð, innanleggs, skreið þar þá grasmaðkur all-
ófrýnilegur. Var það leiðinlegt mjög, því maður-
inn var lærður, hafði næman fegurðarsmekk og
hrylti við öllum skriðkvikindum.
V. Mentun Eyjarskeggja.
Skólar margir eru á Eynni, er háskóli íslands
þeirra mestur. Eru menn þar svo lærðir, að þeim
kemur aldrei saman um það, hver sé lærðastur.
par er Mentaskólinn, sem áður hét Latínuskólinn.
Ganga sveinar þangað til að menta sig, læra að
bera hvítt lín, og að hegða sér á mannamótum.
Lærdómur er þar svo mikill að stundum neyðist
rektor til að heimta að piltar gangi undir próf,
svo sannast megi að ekki séu þeir oflærðir.
Engu góðu skyldi þó trúa um skóla þessa; því
það bar við um miðja síðustu öld, að námsmaður
einn, úr fimta bekk Latínuskólans, stalst með
þriggja pela flösku inn á svefnloft pilta, er talið
að þeir hafi drukkið úr flöskunni, og orðið öl-
hreyfir af.
Allir Eyjarskeggjar kunna að lesa, og mega
það undur heita á svo hrjóstrugu landi. Bændur
eru þar bókamenn miklir, og lesa Búnaðarritið, og
önnur rít. Vinnufólk hafa þeir, svo þeir ekki
þurfi að þræla sjálfir, en geta varið tímanum til
lesturs, vísindalegra yðkana og fagurra lista.
Verða þeir af þessu blíðir í skapi og geðgóðir.
Enda er sagt að vinnukonur eigi hvergi Við þýðari
né betri atlot að búa en á Eyjunni.
VI. Tunga Eyjarskeggja.
Lýður sá, sem á íslandi býr, talar tungu, sem
kölluð hefir verið fslenzka. Er það fagurt mál og
göfugt, sé vel með það farið. Oss finst sann-
gjarnt að álíta, að Snorri nokkur Sturluson hafi
skrifað málið hreint og laust við útlendan hroða.
Síðan eru nú liðin allmörg ár, og nú kann enginn
tungu þessa á Eyjunni, svo nokkur mynd sé á.
pó neyðumst vér til að viðurkenna, að biskup
landsins, og maður sá, sem Kvaran heitir, rita
málið stórgallalítið.
VII. Niðurlagsorð.
pessi íslandslýsing er sú langbezta, sem skrif-
uð hefir verið. Vonum vér fastlega, að allir, sem
íslenzka tungu lesa, hafi hliðsjón af henni hvenær
sem þeir tala um ísland eða Eyjarskeggja á kom-
andi öldum.
Brot úr ræðu.
Eins og.frá var skýrt i síöasta blaöi var haldinn
fyrsti fundur Liberal klúbbsins 7. þ. m.
J. J. Bildfell flutti þar ræöu um framtíðarstarf
klúbbsins og þýöingu, sórstaklega me5 tilliti til sam-
bandsmála.
Efni ræðunnar að parti var þetta:
Hann kvað klúbbinn vera til þess ætlaðan og hafa
unnið að því um liðin ár að g’æða skilning manna á
stjórnmálutn landsins, bæði í þrengri og rýmri merk-
ingu — bæði innan fylkis og í öllu rikinu. í þessu
tilliti kvaðst hann ekki hika við að halda því fram að
miklu hefði þar verið til leiðar komið.
Köllun vora kvað hann það vera að taka skynsam-
legan og heiðarlegan þátt í landsmálum, það hefðum
vér gert að undanförnu og því mundum vér halda
áfram. *
Margt kvað hann geta komið fyrir i náinni framtið.
Loftið væri þrungið af alls konar öflum, sem enginn
skildi til fulls. Ótölulegar óráðnar gátur lægju fram
undan oss — gátur sem ekki yrðu ráðnar fyr en jafn-
ótt og þær birtust.
Á þessum vetri gæti það komið fvrir að vér ættum
að leysa úr alvarlegra og ábyrgðarmeira vandamáli en
nokkru sinni áður. í vetur yrði klúbburinn að vera
við ölíu búinn; hver einasti félagi hans yrði að vera
við því búinn að leggja fram alla krafta.
í vetur gæti svo farið að vér yrðum til þess kvaddir
að leysa stórvirki af hendi.
Hann brýndi' fyrir mönnum að ihuga vel þann
vanda, sem því fylgdi að taka verulegan þátt í stjórn-
málum. Þátttaka í þeim væri heilög skylda hvers þess
borgara sem því gæti við komið, en þar yrði samvizku-
semi og alvara ávalt að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu
öðru. Nú — einmitt nú væri ábvrgðin í þessu efni
tvöföld eða margföld við það sem nokkru sinni hefði
áðtlr verið. Ástæðan fyrir þvi væri stríðið.
Fjöldamargir bræðra vorra væru í fjarlægð, þar
sem þeir legðu lif ög limi i hættu fyrir þjóð og land —
fyrir oss sem heima sætum og heima yrðum að sitja.
Þessir menn væru að berjast fyrir frelsishugsión-
um — berjast nákvæmlega fyrir því sama sem klúbb-
urinn hefði unnið að og ætti að vinna að. Þegar þann-
ig stæði á þá væri skylda vor í klúbbnum margföld við
það sem áður hefði verið.
Sambandskosningar kvað hann geta komið hvenær
sem væri. Þá þyrfti að vera við því búinn að heyia
ærlegt og heiðarlegt strið. Þá þyrfti að draga hvert
sverð úr sliðrum til þess að reka af höndum þióðar-
innar þær óheyrðu svivirðingar, sem afturhaldsflokk-
urinn hefði aðhafst í nafni stjórnarinnar.
Þegar hermenn vorir væru að leggja fram lífið á
orustuvellinum fyrir frelsi lands og þjóðar, og sýna
þannig hina fullkomnustu ættjarðarást sem til væri,
þá — einmitt á meðan — væri heima fvrir verið að
vinna þau svörtustu landráðaverk er sagan þekti.
Hér heima fyrir ræki hvert grimdarverkið annað.
Hér heima fyrir væri eins og stjómin legði sig fram
um það að vemda fjárdrátt og svik i sambandi við alt
það er stríðið snerti. Hún hefði í þessu stríði reynst
sá ódrengur sem engu tali tæki.
Þetta þyrfti að muna og þetta ætti að muna þegar
stjórnin kæmi fram fvrir fólkið og færi þess á leit að
fá sér heimiluð framhaldsvöld.
Kvað hann það koma betur og betur i liós með
degi hverjum að núverandi stjórn skeyti fáu öðru en
því að fylla vasa vina sinna: taka frá þeim sem lítið
hefðu og gefa þeim sem mikið hefðu. Þetta kvað
hann í raun réttri vera eðlilegt; það væri i ströneu
samræmi við afturhaldsstefnuna, en að slíkt skyldi
geta átt sér stað i þióðstjómarian ’i, það væri litt
skiljanlegt. Þetta væri conservatiskt og þýzkt; ein-
mitt það sem Bretar væru að berjast gegn.
Kvað hann það geta reist hárin *á höfði manns að
hugsa til þess að heima fyrir væri það ráðandi aflið
í stjórnarfari á þessum tímum, sem miljónir manna
stæðu í dauðastriði til þess að berjast á móti.
Að senda hraustustu menn landsins til þess að
leggja lífið i sölurnar í baráttu geen harðstjórn og
óstjóm, en fóstra hvorttveggja heima fyrir á sama
tíma, það væri torskilin pólitik. Hvílík mótsöen! hví-
lík óhæfa! hvilik landráð! hvilíkt verkefni fyrir klúbb-
inn að berjast gegn slíku!
Bæjarstjórnarkosningarnar,
Einu sinni enn — og nú í síðasta skiftið — skal
það brýnt fyrir íslendingum hvílík skylda á þeim hvíl-
ir að því er þátttöku i bæjarstjórninni snertir. Það er
vafasamt hvort nokkur stjóm i ríki, fylki eða bæ hefir
reynst óhæfari og aðgerðardaufari rm skyldustörf s’n
og hag fólksins, en einmitt núverandi bæjarstjórn í
Winnipeg.
Robson dómari lýsti því yfir að þar væri bæði um
frábærlegan slóðaskap og vanrækslu að ræða og gaf í
skyn að fjárbruðlun gengi þar svo úr hófi að vafa-
samt væri hvort Roblin og hin alræmda stjóm hans
hefði nokkru sinni stigið fæti framar.
Dómarinn kvaðst reiðubúinn hvenær sem krafist
yrði að sanna sögu sína, ef bæjarstjórnin þyrði að láta
rannsaka málið. Þetta lofaði bæjarstjórnin að gera
og sjálfur bæjarstjórinn fyrir hennar hönd lýsti því
yfir að málið yrði skýrt fyrir almenningi innan
skamms. Það innan skamms varir enn þá, þó liðið sé
á annað ár síðan kærurnar voru fram bomar og hefir
ekkert verið aðhafst.
Ályktun sú sem af því verður að draga er að dóm-
arinn hafi haft rétt að mæla og bæjarstjórnin ekki
séð sér fært að hreyfa málinu né bera hönd fyrir höf-
uð sér.
F.n svo ætlar Jæssi sama stjóm að biðja fólkið að
gera svo vel að kjósa sig aftur, án þess að nokkur
grein sé gerð fyrir því sem á hana var borið eða til-
raun gerð til þess að hrynda því.
THE DOMINION BANK
STOFA'SKTTUn 1871
---1-
Höfuðstóll borgaður og varasjoour . . $13.000,000
Allar eignir.................. $87.000,000
Beiðni bœnda! um lán
til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. !
Spyrjist fyrir.
Notre Oame Branch—W. M. HAMII/TON, Manager.
Selkirk Branch—M. 8. BPKGEB, Manager.
141
Það er góður keimur
að brauðinu sem búið er
til úr heimsins bezta
hveiti, en það er
PURITV FLOUR
More Bread and Better Bread
Manitobastjórnin og Alþýðumáladfeildin
Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar.
Otsœði.
Manitoba bóndinn, sem hafði
mikið skemt kom í ár, ætti að
huesa að sjá sér fyrir góðu út-
sæði til næsta árs.
I nokkur ár hefir Manitoba bún-
aðarskólinn gert tilraunir með
hveitíprufur til útsæðis af ýmsum
tegundum og bæklingur á ensku er
í undirbúningi, sem skýrir fyrir
bóndanum greinilega árangur
þeirra tilrauna. Þessi bæklingur
(nr. 38) verður bráðlega reiðubú-
inn til útbýtingar og hver sem skrif-
ar auglýsingacleildinni í Manitoba
búnaðarstjórninni getur fengið
eintak af honum.
í fáum orðum má segja að til-
raunirnar sýni það að mest af voru
ryðgaða korni vex vel, ef það er
betra en nr. 4 Northern, en Jægar
það er reynt jafnhliða góðu, reglu-
lega vel þroskuðu útsæði, verður
það sem af því vex miklu veikara
og vex seinna. Sömuleiðis hefir
það komið í ljós' að þegar kornið
er mikið ryðgað, þá þroskast sumt
af sæðinu alls ekki.
Þetta þýðir það að ef ágæt tíð
yrði næsta ár, þá mætti jafnvel
nota skorpið útsæði og það hepn-
stætt, þá yrðu frjóangamir áf
mörgum komum ónýtir, og sérstak-.
lega ef of -djúpt væri sáð eða ef
jörðin væri of þur.
í hverju kömi era að minsta
kosti tveir aðal partar, annað er
frjóefnið, en hitt er næringarefnið.
Frjóefnið er sá parturinn sem
virkilega vex, en fæðuefnið veitir
næringu þangað til jurtin hefir náð
svo sterkum rótum í jörðinni að
hiin geti náð næringu þaðan.
Sum ár finnum vér stór og
þroskamikil kom til útsæðis, þung
og þrifleg. Það þýðir það að í því
er heilmikið af næringarefni; en
frjóefnið gettir verið veikt eða
jafnvel dautt í mörgum kornunum.
Þetta vill oft til þegar velsprotnir
hafrar hafa orðið snortnir af frosti.
Aftur á móti höfum vér í ár
mörg útsæðis korn, þar sem er lif-
andi frjókorn en örlitið af fæðuefni
til Jiess að halda við plöntunni, eft-
ir að hún hefir skotið frjóöngum.
Afleiðingarnar verða þær að
margar plöntur sem af skrælnuðu
útsæði vaxa eru veiklaðar og litlar
og mundu auðveldlega krókna ef
kalt væri vorið.
Manitoba búnaðarskólinn er að
gera tilraunir bændum að kostnað-
arlausu á prufum af útsæði, sem
þeir senda þangað. Bæklingurinn
sem getið var um veitir leiðbeining-
ar við sendingu á þessum prufum.
Sömuleiðis má gera tilraunir
heima fyrir. Frekari upplýsingar
um tilraunir með útsæði verða
gefnar út síðar; en þangað til ætti
hver einasti bóndi að ná sér í frá
einhverjum eða eignast nóg af út-
sæðis korni því sem bezt fæst til
n^psta árs.
Útsæðiskorn margra bænda verð-
ur að hreinsast tvisvar eða þrisvar
til þess að losna við öll léleg kom.
I mörgum héruðum er nóg af
góðu korni ef ekkert af því væri
flutt í burtu. En sé svo að það
bezta 'hafi verið selt til komhlað-
anna og markaðanna, þá þarf að fá
að mikið útsæði fyrir hátt verð
næsta vor. Ef til vill verður mörg-
um alveg ómögulegt að fá útsæði.
Fyrir bónda sem á hreint land
er það altaf talsverðri hættu undir-
orpið að kaupa útsæði, vegna þess
að'rneð því getur borist til hans ill-
gresi. Ef ekkert illgresi er í hans
eigin korni og það verður hreinsað
í blásturvél til þess að fá gott og
heilbrigt korn til útsæðis, Jiá ætti
hann að gera sitt bezta á þann hátt
áður en hann keypti útsæði frá öðr-
um, sem ef til vill hefði í sér ill-
gresi.
Hvaða aðferð sem höfð er, þá er
það aðalatriðið að hafa vakandi
auga til þess að útvega sér næsta
árs útsæði tafarlaust. Dráttur á
Jiví að útvega útsæðiskorn nú, og
|>að að selja það bezta sem til er,
væri mjög hættulegt fyrir framtíð
bóndans í Manitoba. .
Kærurnar á að salta í eilífri þögn
í von um að þær gleymist, og svo
á að reyna að leiða kjósendurna
blinda að kosningaborðinu, til þess
að launa frammistöðuna með fram-
haldsvaldi.
íslendingar hafa sýnt Jiað að þar
sem þeir láta til sin taka, eða J>eir
fáu sem það gera, brestur þá hvorki
áræði né framkvæmdir.
Það er öillum lýðum ljóst að fyr-
ir hvíldarlausa baráttu Thos. H.
Johnsonar var hinni alræmdu Rob-
linsku steypt úr völdum og
ráðvönd stjórn sett í hennar stað.
Væri það ekki fyrir hann, þá væri
óaldarflokkurinn sennilega við völd
enn J>ann dag í dag.
Nú ættu íslendingar að láta til
sín taka í bæjarmálum ekki síður.
Þar þarf á duglegum bardagamanni
að halda; þar þarf nýjan vönd sem
betur sópi en gömlu renglumar,
sem bæði Robson og fleiri hafa
vegið og léttvægar fundið.
Er enginn íslendingur hér í bæ
nógu mikill maður til þess að bjóða
sig fram til bæjarráðsstöðu, sem
viljugur sé til þess að verja kröft-
um sinum til J>ess að vinna bænum
í hag? Verja kröftum sinum til
þess að hreinsa til í hreiðrinu. Hver
er nógu mikill maður til þess að
befiast handa og gera það? Oss
íslendingum er það óafsakanleg
hneysa að eiga engan mann í bæj-
arstjóm.
Or bygðum íslend-
inga.
Norðnr Dakota.
“Edinborg Tribune” serír bá
frítt af Mrs. Sigurrós Reykjafin,
móðir H. H. Reykjalíns að Moun-
tain hafi látist u. þ. m. Hún var
83 ára gömul og lætur eftir sig 4
börn og mörg barnabörn. Mrs.
Reykjalin hafði átt heima hjá syni
sínum um alllangan tíma.
Sama blað getur J>ess að Guð-
niundur Kamban hafi haldið fram-
sögn að Mountain nýlega fyrir
Ert ÞÚ Lneiiiður fyrir hljcmfrceði ?
Ef svo er þá komdu og findu okkur
á$ur en þö kaupir annarsstaSar. VIC
höfum mesta úrval allra fyrir vest-
an Toronto af
Söngvum,
Kenslu-áhöldum,
Iiúðranótum,
Sálmnm og Söngvum,
Hljóðfæraáhölilum. o.sfrv.
Reynsla vor er til reiðu þár til hagn-
aðar. Vér óskum eftir fyrirspurn
þinni og þær kosta ekkert.
WKAY’S MUSIC STORE
217 Notve Dame Ave.
Phone Garry 688 Wlnnlpeg
NORTHERN CROWN BANK
HöfuSjtóll löggikur 46,000,0)0 Höfuðatóll greiddur $1,431,200
Varasjóðu...... $ 715,600
I’ormaður............. - - - Sir 1>. 11. McMHLiHAN, K.C.M.G.
Vara-formaður.................... - Capt. WM. ROBINSON
Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. VSKDOWN,
E. F. IIUTCHINGS, A. McTAVISH CARIPBELU, JOHN STOVEIi
Allsk inar bnlcutörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða
fé^ög og sanntjarnir skUmilar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er
á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsimlögum, sem byrja má með
einum dollar. Rentuf lagðar viðá hverjum sex mánuðum.
T. E. T 4 3R3rEIM930AI, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og SherbrookeiSt., - Winnipeg, Man.
.............................................. Tiwairi fl
m