Lögberg - 16.11.1916, Side 7
LjOGBERG, FIMTcDAGINN 16. NOVEMBER 1916.
Þjóðernið.
Hvaö lengi getum viö Vestui-
íslenuingar haiaiO viö þjoöerni
okaar og tungu Uer i landir Þe^si
spurnmg vawr íyrir morgum Vest-
ur-lsienamgi, og mikiö netir verið
um hana ræit, meira, ef til vill, en
um nokkurt annaö mal. Skoöanir
okkar a því eru mjóg skiitar, sem
er ekki onatturlegt, þvi bæði er
málinu þanmg fariö, aö þaö er rúm
fyrir nnsmunandi skoðanir á þvi;
svo er það ekki eitt af þvi sem ein
kennir hugsunarhátt okkar og af-
stööu i nokkru máli, aö vera sam-
mála. Má sjálfsagt segja meö
sanni, aö sundurlyndis tilhneiging-
in gangi stundum helzt til langt,
sem líka er oft gert, mest samt af
þeim, sem minst vilja höndum sam-
an viö aðra taka; en aö hinu leytinu
má mæla henni þaö til bóta, aö hún
beri vott um tilraun til aö vera
sjálfstæður í skoðunum. f þjóö-
ernismálinu eru þrjár aöalskoðanir
ríkjandi, og má skifta flestum
eftir þeim.
Fyrst eru þeir sem segja að ís-
lenzkt þjóðerni og íslenzk tunga
hljóti að hverfa hér, og þaö áður en
langt um líður. Þeirra skoðun er
blátt áfram, að það sé ómögulegt
að halda því við, og þess vegna sé
tilgangslaust að vera að reyna þaö.
f þeirra augum er islenzka þjóéar-
brotið hér eins og ofurlítil lækjar-
spræná, sem rennur út i geysistórt
haf. Vatnið úr læknum blandast
saman við hafið og verður aldrei
frá þvi skilið aftur. Að visu held-
ur lækurinn altaf áfram að renna,
og þannig bætist altaf ofurlítið af
tiýju vatni úr honum við í hafið,
sem um stund getur haldist ferskt
í lækjarósnum. En innflutningur
íslendinga hingað til landsins er svo
lítill, og má heita alveg stöðvaður
nú, hvað sem verða kann i framtið-
inni, að i rauninni verður ekki ann-
að sagt en að uppspretta íslenzka
þjóðernisins hér vestan hafs sé að
þorna upp. Afleiðingin af þessu
verður óhjákvæmilega sú, að þegar
aldur einnar eða tveggja kynslóða
er liðinn, verðum við horfnir inn i
hérlent þjóðlíf og búnir að glata
máli okkar og öllum þjóðarein-
kennum. Nokkrir i þessum flokki
halda fram, að þetta sé ekki aðeins
það sjálfsagða og óumflýjanlega,
heldur einnig að það sé gott, eigi
svo að vera, og að það sé sjálfum
oss fyrir beztu; og þess vegna beri
okkur að flýta fyrir því.
Þá eru þeir, sem segja, að það
sé vel mögulegt að halda við tung-
unni og þjóðeminu. Þeir lita öðr-
um augum á þjóðarbrotið og fram-
tíð þess. Það kemur þeim ekki
fyrir sjónir likt og þomandi
straumur, sem rennur í haf út, og
sem hlýtur að hverfa og skilja ekk-
ert eftir nema þomaðan farveg,
heldur miklu fremur eins og planta,
sem hefir verið tekin upp með rót-
um úr jarðveginum, sem hún fædd-
ist og óx í, og flutt i nýjan jarð-
veg. Þó að þjóðernisbrotið breyt-
ist nokkuð við flutninginn, og
verði að semja sig að nýjum stað-
háttum og verða að nokkm leyti
samgróið nýju þjóðlífi, er ekki
sjálfsagt að það breytist algerlega,
verði annað en það er, fremur en
að plantan, sem er flutt úr einum
jarðvegi í annan, breytir algerlega
byggingu sinni og útliti. Og þar
sem það er mögulegt að halda þjóð-
erninu og tungunni við, er sjálf-
sagt að gera það; það er ræktar-
skylda við föðurlandið og kynstofn
inn. Ef þeir fslendingar, sem nú
lifa hér í landi leggja rækt við mál-
ið og glæða þjóðernismeðvitund
sina, þá getur, samkvæmt skoðun
þessa flokks, hvorttveggja geymst
hér langa lengi enn. Líklega vildi
enginn spá neinu um það, hversu
lengi, i árum talið, enda er það ekki
aðalatriðið, heldur hitt, hvort ís-
lenzkt mál og íslenzk þjóðemis-
meðvitund getur varað mikið leng-
ur en aldur þeirrar kynslóðar, sem
nú er uppi.
f þriðja flokknum eru þeir, sem
hvorki hafa mikla trú á viðhaldi
þjóðemisins, né telja það sjálfsagt
að það líði undir lok innan skamms.
Þeir líta svo á, það er að segja þeir
af þeim sem nokkuð hugsa um það
og ekki stendur alveg á sama, að
allar tilraunir til að halda málinu
og þjóðemismeðvitundinni við séu
næsta þýðingarlitlar, en þeim finst
þær ekki gera neinn skaða, eða vera
þvi til tafar, aö þeir, sem af ís-
lenziku beri eru brotnir, færi sér í
nyt alt sem þeim býðst í hérlenda
þjóðlífinu. Það sem menn hafa
flutt með sér inn í landið hlýtur að
vara um tíma, nokkuð lengur en
þeir lifa, sem inn hafa flutt, að ein-
hverju leyti meðal afkomenda
þeirra. En náttúrlega fer það smá-
minkandi, eftir þvi sem timar liða.
Það er epgin þörf á, og það er ekki
æskilegt, að reyna að losna við það,
heldur er lang réttast að láta það
deyja út með timanum. Eða með
öðrum orðum, við eigum að taka
við hérlendum áhrifum og samlag-
ast hérlendu lífi, þangað til það er
búið að gagnsýra okkur svo, að við
erum ekki lengur íslendingar; við
eigum hvorki að standa á móti þess-
um áhrifum né gera. okkur far um
að ffýta fyrir þeim; við eigum að
láta fara sem fara vill í því efni,
og gera okkur engar áhyggjur út af
þvi, hvort við verðum orðnir al-
kanadiskir eða al-amerískir á fimm
árum eða hundrað árum. Og lang
flestir eru eflaust þeir, sem hugsa
eitthvað á þessa leið. Þ'eir eru
hvorki með þjóðemis viðhaldinu
né á móti því. Þeir vilja bara aí
við mótumst hægt og á sem þægi-
legastan hátt, þar til við erum orðn-
ir það sem við hljótum að verða—
ahnnlendir og lausir við öll útlend-
ingseinkenni. Á móti þessari hæg-
fara breytingu tjáir ekki að standa
hún verður að koma smám samart.
Tvær andstæðar skoðanir geta
ekki verið báðait réttar. Annað
hvort verður önnur að vera rétt,
en hin röng, eða báðar rangar. En
svo geta skoðanir verið að nokkru
leyti réttar og haft við heilmikið
að styðjast, þó að þær verði rangar
þegar þeim er haldið fram skilyrð-
islaust. Skoðanirnar á viðhaldi
þjóðernisins, sem á hefir verið
minst, hafa allar eitthvað við að
styðjast, en engin þeirra er alveg
rétt.
Það fyrsta, sem að útlendingur-
inn rekur sig á, hvar sem hann er
staddur, er það, að honum er ekk-
eft eins nauðsynlegt og að læra mál
þess fólks, sem hann ætlar að um-
gangast og eiga viðskifti við.
Þegar íslendingar komu fyrst til
Ameriku var ekkert eins nauðsyn-
legt fyrir þá, ekkert sem þurfti eins
fljótt að leggja alla rækt og alúð
við, eins og það að læra enskuna.
Að standa uppi mállaus var að
standa uppi ráðþrota; það þýddi
það að standa margfalt ver að vigi
í öllu en þeir sem fyrir voru. Eðli-
lega varð þvi fyrsta tilraunin fyrir
öllum að íæra svo mikið í málinu
að þeir gætu bjargað sér. Vana-
lega gekk þetta fljótast og bezt fyr-
ir þeim, siem tóku sig sem mest út
úr íslendingahópnum og reyndu
að öllu leyti að samlaga sig setn
bezt enskumælandi fólki. Það var
því ekki óeðlilegt þó að á þeim ár-
um kæmist sú skoðun inn hjá mörg-
um, að úr því hingað væri komið,
þá væri tilgangslaust að vera að
halda í nokkuð sem maður hefði
komið með með sér, mál eða annað.
Bezt væri að losa sig við það sem
fvrst, verða eins og innlent fólk
eins fljótt og auðið væri. En það
er hægra sagt en gert að losa sig
við öll útlendingseinkenni í nýju
landi á fáum árum. Og það var
hægt að læra málið og taka upp
nýja hætti og siði, en að komast
svo vel inn í mál og hugsunarhátt
yfirleitt að menn yrðu andlega rót-
fastir í hinum nýja jarðvegi, ef svo
má að orði kveða, var náttúrlega
alveg ómögulegt. Annaðhvort urðu
íslendingar að hafa andlegt sam-
neyti og félagslíf sín á milli, eða
vera um langan tima alveg án þess
að hafa félagslíf og samneyti við
nokkra menn, fram yfir það sem
var nauðsynlegt við dagleg störf
og viðskifti. Það hefði verið ó-
náttúrlegt, og enda óskiljanlegt, ef
íslendingar hefðu horfið strax inn
i ensku þjóðina, hér; til þess hefði
þurft svo mikla breytingu, miklu
meira en að læra eitt mál og hætta
að tala annað, breytingu, sem eng-
inn getur i raun og veru gengið
gegnum á fáum árum og margir
ekki á hálfri mannsæfi eða meira.
íslenzkt félagslif varð að myndast,
einhvers konar sameining um það,
sem menn áttu saman, en sem að-
skildi þá frá öðru fólki, sem var i
öðrum þjóðfélagsjarðvegi vaxið.
En um leið og íslenzkt félagslif
var komið á, þó í mjög smáum mæli
væri, um leið og samlífisþörfinni
var að einhverju leyti fullnægt, var
grundvöllur lagður undir þjóðem-
is viðhald; þjóðernið sjálft reisti
sér vigi. En samt var það augljóst,
og reynslan sýndi það æ betur og
lætur, að það var gagnlegast að li fa
sig sem mest inn í það lif, sem lá
fyrir utan þjóðernistakmörkin.
Margir hafa eflaust fUndið til þess-
að lífið var tvískift, ekki að eins að
því leyti að tvö mál urðu að notast,
lieldur tvískift niður að rótum, þar
sem menn urðu að starfa á tveimur
sviðum, sem i raun og veru eru
'ólík, þó að þau ekki að öllu leyti
útilokuðu hvort annað. Af þessu
stafar það, að allmörgum, og fiað
sumum þeim, sem hafa hugsað
mest um framtíðarheill hins' ís-
lenzka þjóðarbrots, hefir fundist
Jjað bæði sjálfsagt og æskilegt að
það hyrfi sem fyrst inn í hina
enskumælandi þjóð hér. Þeir hafa
litið á ]>að J>annig, að hver einstak-
ur maður gæti ekki notið sín að
fullu fyr en hann væri algerlega
kominn inn í þjóðlífið sem hann
lifir í. En til ]>ess yrði hann að
samlagast því sem mest í hugstinar
hætti, yrði að telja sig til J>ess,
skoða það sem sitt, og sig því til-
heyrandi Meðan íslendingar héldu
)>jóðierni sinu við hér væru þeir
hálf-útilokaðir frá þátttöku i lífi
og málum alþjóðarinnar, og það
stæði þeim á margan hátt fyrir
þrifum. Að segja að þessi skoð-
un sé að öllu leyti röng er ekkert
annað en að loka augunum fyrir
sannleik, sem cr öllum augljós.
Vitanlega standa þeir bezt að vígi
og geta mestan þátt tekið í málum
landsins og þjóðarinnar, sem bezt
lifa sig inn í landsmálið og þjóðlif-
ið; og þá um leið fjarlægjast rnest
að sumu leyti, sitt sérstaka, útlenda
þjóðflokkslíf.
En þeir sem hafa haldið þessari
skoðun fastast fram, hafa gleymt
því að slík umskifti gfeta ekki orðið
alt í einu. Nokkrar þúsundir
manna geta ekki kastað frá sér
þjóðemiseinkennum sínum og þjóð-
ernismeðvitund og farið að vera
annað en það sem uppeldi og líf
þeirra eigin þjóðar á mörgum liðn-
um öldum hefir undirbúið þá til að
vera. Og hér er það sem skoðun
þeirra, sem halda að vemda megi
islenzkt þjóðerni lengi hér í landi,
fær langmestan stuðning. Við
getum ekki losnað við þjóðemið,
þó að við fegnir vilrlum. Strax og
hingað var komið gerði þörfin fyrir
slíkt félagslíf vart við sig. Ann-
aðhvort varð samlíf að myndast
meðal fslendinga sjálfra, eða þeir
urðu að vera útilokaðir frá andlegu
samneyti með öðmm mönntim. Og
þegar samlífið var myndað, þá
hjálpaði það til að viðhalda þjóð-
eminu; og ennþá er það, og verður
ávalt, sama reynslan fyrir öllunt,
sem eru fæddir á íslandi og hafa
flutt hingað; að kasta frá sér þjóð-
emi sínu þýddi það, að standa uppi
eins og rótlaust tré. En slíkt er
gagnstætt mannlegu eðli. Þjóð-
emið er eitthvað sem vér berum í
okkur og höfum tekið í arf, þar
sem við erum fædd og upp alin.
Það bindur okkur við vora eigin
þjóð, hvar sem við fömm. Þessu
verður ekki breytt, því það er nátt-
úrulögmál, sem er sterkara en jafn-
vel allar venjur; óefað langtum
sterkara en hagsmunaleg áhrif.
Þjóðernistilfinningin er sterkt
afl í sálum innflytjendanna, sem
ekki geta, þó að þeir vildu, burt
skafið áhrifin, sem hafa frá bam-
æsku sett sín einkenni á hugsunar-
hátt þeirra og sálarlíf. En hún er
engan vegin eins sterkt afl í sálum
afkomenda þeirra, sem eru fæddir
og upp aldir í hinu nýja landi; eða
réttara sagt, þeir fá nýja þjóðernis-
meðvitund, sem feður þeirra og
mæður þektu ekki; og hún bindur
þá við það land, sem er orðið þeirra
föðurland, og þá þjóð, sem þeir
læra að skoða sína þjóð. Fæstir,
sem tala um íslenzkt þjóðernis-
viðhald hér virðast hafa gert sér
Ijósa grein fyrir þessu, fæstir sjá
hversu gagnólík afstaða barnsins
er afstöðu foreldrisins gagnvart
þjóðeminu. Samt reka allir sig á
þetta dags daglega. Við höfum
sýnishorn af þvi í málinu. Það er
ekki mjög óalgengt að islenzkir foi-
eldrar og böm talist við þannig, að
foreldrarnir noti að miestu leyti ís-
lenzku, en bömin að mestu leyti
ensku. En það er ekki í málinu
einu sem þetta kemur i ljós. Það
kemur ennþá betur i ljós í hugsun-
arhættinum og allri meðvitund um
gildi þess,- sem einstaklingurinn
þiggur af samfélaginu. Hinn ís-
lenzki þjóðararfur, sem hver sá,
sem er fæddur og upp alinn með
islenzkri þjóð, ber í sér, hvort sem
honum er það ljóst eða ekki, er ein-
mitt útlent og hálf óviðkomandi í
augum þeirra, sem fæðast og alast
upp hér í ,Ameriku, undir þeim
áhrifum, sem hérlent þjóðlíf hefir
á þá. Hugsunarháttur bamanna
hlýtur að mótast af þeim áhrifum
sem þau verða fyrir hér, bæði í
mentuninni, sem þau fá, hvort sem
hún er mikil eða litil, og í öllu fé-
lagslegu lífi með innlendu fólki.
Þau þurfa ekki um tvent að velja,
annaðhvort að halda samfélagi við
fólk af sinum eigin þjóðflokki, eða
hafa ekkert samfélag með öSrurr,
nema það sem ler nauðsynlegt við
vinnu og viðskifti. Bömunum
standa hér ótal vegir opnir, sem
eru foreldrum þeirra lokaðir; þau
eru hér í sínu eigin landi, þar sem
foreldrarnir, aftur á móti, konri
inn i óþekt land.
Það er þetta, sem gerir þjóðern-
isviðhaldið að svo erfiðu máli.
Hvað á að gera til þess að ung-
lingar, siem af islenzku bergi eru
brotnir, finni til skyldleika milli sin
og hinnar íslenzku þjóðar? Hvað
á að gera til þess að þeir fái rækt-
arþel' til síns þjóðflokks, sem sé
nógu öflug til þess, að þeir vilji
fyrst og fremst vera þektir sem ís-
Iendingar ?
Ekki tjáir að standa á móti inn-
lendu áhrifunum. Hvorki er það
unt, né heldur mundi það verða
okkur til nokkurs annars en ills
eins. Við tierðum að skoða okkur
sjálf sem hérlent fólk, en hreint
ekki sem útlendinga. Náttúrlega
erum við öll, sem hingað höfum
flutt útlendingar, getum ekki hjá
þvi komist og eigum ekki að reyna
að komast hjá þvi. En þeir sem
hér eyða allri æfi sinni, frá vöggu
til grafar, skoði sig á nokkurn hátt
útlenda ætti ekki að koma til mála.
Það er aðeins einn vegur til að við-
halda þjóðeminu, og hann er sá,
að allir íslendingar geymi vemlega
islenzka þjóemismeðvitund, hversu
sem þeir blandast inn í hérlent
þjóðlíf.
Er þetta mögulegt ? Um það er-
um við ekki sammála. Þeir, sem
halda að íslenzka þjóðarbrotið hér
muni hverfa, eins og cjropi í hafið,
munu segja að tvöfalt þjóðerni sé
óhugsandi; þeir sem vilja gera alt,
til að viðhalda ísl. þjóðemi, mundtt
segja, að það sé nauðsynlegt að
veita innlendu áhrifunum nokkurt
viðnám, því annars eyðileggi þau
alt, sem er íslenzkt í okkur. En
gætum nú að, hvað þetta þjóðerni
er, sem við komum með og sem
getur þrifist hér.
Það er ekki siðir og hættir, engin
ytri einkenni, sem annað fólk getur
strax séð og bent á hvar sem ís-
lendingur er staddur; það er ekki
fastheldni við neitt, sem í daglegu
lífi er einkenni íslenzku þjóðarinn-
ar, en engrar annarar þjóðar. Alt
þess konar breytist og hverfur imi
allan heim nú á dögum. í útliti og
siðum er sára lítill munur á þjóð-
um, sem teljast til sömu ættbalk-
anna, og fer stöðugt minkandi.
Þjóðernið er andlegs eðlis, það er
andlegur arfur icn ekki líkamlegur
íslenzka þjóðin á sína sögu, sögu,
sem segir frá kjömm hennar og
baráttu fyrir tilverunni öld fram af
öld; hún á sínar bókmentir, og þær
birta hið innra lif þjóðarinnar; ís-
lenzka þjóðin hefir búið undir á-
hrifum náttúru landsins, og náttúr-
an hefir einkent sálarlíf hennar; ís-
lenzka þjóðin hefir átt sín þjóðar-
mál og sína frelsisbaráttu. Það er
þetta, sem okkur kemur í hug, ann-
aðhvort Ijóst eða óljóst, eftir ástæð-
um, þegar við tölum um íslenzkt
þjóðemi. Og hvers vegna er þetta
eitthvað, sem við eigum að kæra
okkur um, eitthvað sem við eigum
að elska og bera lotningu fyrir?
Vegna þess að það er spegill þess
Hið ljúffenga
Matar - Síróp
Hafið það 11
þcss að gera
sœtar kökur
Pie og Pastry
lífs, siem íslenzka þjóðin hefir lifað.
frá því hún varð þjóð; og við erum
islenzkt fólk, fæddir af þeirri þjóð
sem hefir lifað þessu lífi, og átt
þa sérstöku reynslu, sem þessi
sögulegi og bókmentalegi arfur ber
vott um. Fyrir okkur Vestur-ís-
lendinga er þjóðemisviðhaldið ekk-
>ert annað en það, að geyma endur-
minningu um þetta þjóðlíf og hafa
það á meðvitund okkar, að við
stöndum í sérstöku og óslítandi
sambandi við það. í stuttu máli,
vort íslenzka þjóðemi er tilfinning
um að íslenzkt þjóðlíf, íslenzk saga,
íslenzkar bókmentir, íslenzk lífs-
kjör, bæði fyr og síðar, hafi sér-
stakt gildi fyrir okkur, vegna þess
að við erum komnir frá þjóðinni,
sem hefir lagt þetta fram í sögu
mannkynsins.
Og skilyrðin fyrir því að við get-
um vemdað þjóðernið eru þau, að
við vemdum málið, og að við
vemdum minninguna og ræktarþel-
ið. Þau skilyrði er ekki auðvelt að
uppfylla, en ómögulegt er það ekki.
Langmest er undir þvi komið að
sú kynslóð, sem hingað hefir flutt,
leggi í'ækt við það að koma inn hjá
þeirri næstu tilfinningu um rækta'-
skyldu. An hennar er kensla í mál-
inu gagnslaus, án hennar kemur það
að engu haldi þó að örfáir menta-
menn kynnist íslenzkum bókment-
um á líkan hátt og þeir kynnast
bé>kmentum annra útlendra þjóða.
íslenzkt félagslíf °S íslenzkar
kirkjttr vinna ekki þetta verk. Allir
íslendingar verða að vinna það í
sameiningu, verða að vinna það af
ást til þjóðar sinnar og lands sins.
Og er þá ekki allur skoðanamun-
ur um þetta mál sprottinn af eiu-
hliða áherzlum og of lítilli hugsu.i
um hvað það er, sem þarf að
vemda og geyma Eru ekki |>eir,
sem telja viðhald þjóðemisins
ómögulegt. hræddir við of mikla
einangrun? Og eru ekki þeir, sem
mest bera þjóðernisviðhaldið fyrir
brjósti, hræddir um, að ef engin
einangrun á sér stað, þá beri alt að
þeim bmnni, að íslenzkt þjóðemi
hverfi með öllu? En hvomgt þarf
að verða, og allir ættu að geta kom-
ið sér saman um eina skynsamlega
stefnu í þessu máli, þegar öllum
misskinlnigi er úr vegi rutt.
Úr “Mannlífsmyndum”.
Barátta gegn ósiðferði
í Lundúnaborg.
“Menn sem eru hættulegri en
þýzkir njósnarar, ganga ljósum log-
um í höfuðborg Bretlands”, segir
biskupinn í Lundúnaborg; og hann
fonnælir þeim á sama hátt eða enn
þá átakanlegar. “Þiessir menn eru
svívirðuseggir sem ferðast fram og
aftur um Eiceadilly kveld eftir
kveld með hóp af vamarlausum og
dauðhræddum stúlikum í eftirdragi
og ræna þær jafnvel þeim pening-
um sem þær innvinna sér með
ósiðferðisathöfnum.”
Þannig fórust biskupnum orð i
ræðu sem hann hélt undir bem
lofti í St. James, þegar hann var
að tala um “hvítu þrælasöluna”.
“Eg er ekki blóðþyrstur maður”,
sagði hann hvellur rómi, “en eg
held því fram að það sé of gott
fyrir þessa glæpamenn að skjóta
þá”. Á sama bekk með slíkum
þrælasölum sem landráðamönnttm
setur biskupinn þá sem skrifa og
sýna ósiðferðis leiki. Kvað hann
bess konar skrif vera í þeim van-
helga tilgangi gerð að gera sér veik-
leika ístöðulítilla pilta að féþúfu
“Þaö veit guð!” sagði hann, “að
ungum piltum er oft gert það erfitt
að vemda siðferðiskrafta sína og
halda sér hreinum. Þessir fégjörnu
og siðferðislausu djöflar kasta
tteini í götu þeirra.”
Fréttaritari frá blaðinu “Reyn-
olds Newspaper’ átti tal við Ingram,
biskup um vemd ungra manna í
hernum fyrir ósiðferði og fórust
honum þá þannig orð:
“Vér höfum mennina, byssurn-
ar og skotfærin; oss brestur það
eitt að eiga bænrækna þjóð, sem
falli fram i auðmýkt og gráti synd-
ír sínar í sekk og ösku”. Þessi orð
'agði Robert lávarður og biskupinn
sagðist ekki geta hmndið þeirn úr
’iuga sér. “Eg hugsaði um þau”,
sagði hann, “þegar skothríðin dundi
yfir höfði mér á vígvellinum og eg
hugsa um þau ekki síður i næðinu
heima hjá mér hér í Lundúnaborg.
Skothriðin á Frakklandi og í
Flandern er ekki hóti hættul'egri en
það sem vér eigum við að stríða
hér heima fyrir og höfum stöðugt
átt um langan tima. Eg endurtek
þau orð sem eg mælti á miðviku-
daginn var í St. James i Piccadilly.
Það er skylda vor miðaldra mann-
anna, sem ekki getum farið í her-
inn og kvenmanna í Lundúnaborg,
að hreinsa hjarta ríkisins áður en
piltarnir koma heim aftur. Ef þeir
eiga að koma heim aftur til þeirrar
sömu gömlu Lundúnaborgar sem
þeir fóru frá, þá' hafa þeir sem
féllu dáið árangurslaust. Þessi orð
lét eg mér um munn fara í Picca-
dilly; þeim stað sem er brennidipill
lasta og ósiðferðis í hinum svo-
kallaða menningarheimi.
Það er ikominn tími til þess að
hætta að mæla hálfyrðum. HU
skyldum vér lengur loka augum
vorum fyrir óhrekjandi virkileika.
Svívirðumennirnir í Piccadily og
stúlkumar sem þeir leiða í gönur
eru þjóðinni slík g’ötun að ðf þjóð-
in gerði sér grein fyrir því, þá liði
hún þð ekki stundu lengur.
Til allrar ógæfu er sú skoðun til
hjá allmörgum á Englandi að ósið-
ferði sé óumflýjanlegt böl. Eg hefi
heyrt siðferðisgóða menn segja að
þetta væri nokkuð sem ekki væri til
neins að tala um; með öðrum orð-
um almenningsálitið hér hefir lið-
ið ólifnað og glæpsamlega verzlun
með kvenfólk.
Menn sem að nafninu til hafa
heilbrigðar hugmyndir að öðru leyti
hafa lýst þvi yfir að siðgæði og
heilsa færa ekki saman eða væru t
engu sambandi. Hvílik undra fá-
vizka! Aldrei hefir nokkur mað-
ur liðið heilsutjón vegna siðferðis.
og slíkt getur aldrei komið fyrir.
Alt ryk sem reynt er að þyrla upp
til þess að láta þannig líta út er að-
eins yfirdrepsskapur til þess að
hylja nekt ósiðferðiskenninganna.”
Það að hegna þeim er út á villi-
götur leiðast er miklu minna um
vert, en hitt að breyta hugsunar -
hætti einstakra manna og þjóðarinn
ar í heild sinni, eftir því sem bisk-
upinn segir; og farast honum enn
fremur orð á þessa leið: “Klerka-
stéttin er að reyna að breyta þannig
þjijðinni að hún sé verð þeirra
hraustu drengja sem leggja lifið í
sölurnar fyrir land sitt. Að koma
því til leiðar er ómögulegt nema
með því að tala um siðfcrði. Lög-
gjöf getur mikiö gert og munum
vér alls ekki hika við að öðlast í
gegn um hana alt sem hægt er; en
æðri og mikilsverðari allri löggjöf
er sú mikilsverða skoðun, sem eg
vil kenna hverjum einasta brezk-
um manni, að það sé skylda vor að
hreinsa burt úr Lundúnaborg alla
bölvun hins óútmálanlega siðferð-
isskorts, sem hefir flutt þjóð vora
að barmi glötunarinnar.
Eg vona að enginn áliti að þetta
sé aðeins æsingaræða haldin á
stríðstíma. I fimtán ár hefi eg
verið formaður siðbótafélagsins og
hefir stefna þess allan þann tíma
verið sú sama og hún er enn þann
dag í dag. Nú er tími til starfs.
Nú er tími til þess að skera burt
með rótum það krabbamein sið-
spillingarinnar, sem hefir étið sig
inn í lifandi líkama þjóðar vorrar
— alveg inn í hjarta hennar.
Enginn flokkur mannfélagsins
getur gert meira í þessu tilliti en
verkalýðurinn. Eg skora alvarlega
á verkalýðinn, ekki sem trúar-
bragðalegur ofstækismaður, heldur
sem einn þeirra sem ber fyrir
brjósti velferð sona lands og dætra ;
sem eg veit að hann vill verada eft-
ir mætti frá synd og spillingu og
illum áhrifum. Þetta er aðallega
praktiskt málefni, sem heilsa og
hamingja þjóðarinnar er undir
, komin; þess vegna finst mér sem
heilbrigð skynsemi mæli með því
að leita liðs' verkalýðsins.
Prestarnir einir saman geta ekki
afkastað því að lækna þetta mein;
en með góðri samvinnu við alþýð-
una getum vér vænst sigurs fram-
vegis. Á eg að trúa því að vér
viljum láta skemtigarða vora og
samkvæmisstaði verða að halda
áfram að vera ólifnaðarbæli?
Ekkert okkar er fullkomið; vér
höfum öll eitthvað af illum til-
Dr. R. L HUR5T,
Member of Hoyal Coll. of Surgeons,
Eng., útskrifaSur af Royal College of
Physlcians, London. SérfræSingur t
brjóst- tauga- og kven-sjúkd6mum.
—Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage
Ave. <& mðti Eaton’s). Tals. M. 814.
Heimili M. 2696. Ttmi til viStals:
kl. 2—5 og 7—8 e.h.
^ ^ ^ ~ - - — — — i—u- nj-.-u-jr-LrLpuTLTL^Lri -Lrtrtru~i.run.i-Ln
Dr. B. J. BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
Tblbphonb garry 3SÍO
OrricE-TfMA*: 2—3
Heimilí: 778 Victor St.
Telephone garry S21
Winnipeg, Man.
Vér leggjum sérstaka áherzlu & aS
selja meSöl eftir forskriftum lækna.
Hm beztu lyf, sem hægt er aS fá.
eru notuS eingöngu. pegar þér komiS
meS forskriftina til vor, megiS þér
vera viss um aS fá rétt þaS sem
iæknirinn tekur tii.
COLCIiF.UGH & CO.
Notre Dame Ave. og Slierbrooke St.
Phones Garry 2690 og 2691
Giftingaleyfisbréf seid.
Dr. O. BJOR\»ON
Office: Cor. Sherbrooke & WUliam
rBLEPHONB>SAERY 3*g
Office tímar: 2—3
HCIMILIi
764 Victor St, «et
rSLEPUONB, GARRY T6S
WÍHnipeg, Man.
THOS. H. J0HNS0N og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
íslenzkir K>gfraeCi«yar,
Skripstofa!— Koom 811 McArthnr
Buildinr, Portage Avenue
áritun : p. O. Box 165«,
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
Gísli Goodman
tinsmiður
VERKSTŒÐI:
Horni Toronto og Notre Þame
Phone
Osirry 2088
Helmlll.
Oarry 888
J. J. BILDFELL
PA8TCIONA8ALI
Hoem 520 Union Bank - TEL. 2095
Selur hús og lóOir og annast
alt þar aölútaudi. Peningalán
J. J. Swanson & Co.
Verzla með faateignir. Sjá um
leigu á núaum. Annaat lán oa
eid.ábyrgðir o. fl.
•04 Tfm km4ii(toa,þorLMM6
Pbune Maln IMT
Dr J. Stefánsson
401 Boyd Building
COR. P0Rr/\7E AVE. ðc EDMOJtfOft ST.
Stundar eingöngu augna, ey,na. nef
og kverka sjúkdóma. — Er að hitta
frákl. 10 12 f. h. eg 2 -5 e. h.—
Talsími: Main 3088. Heimili 105
Olivia 3t. Talsími: Garry 2315.
A. S. Bardal
84S Sherbrooke St.
Selur líkkistur og annast um útfsrir.
Allur útbúnaður s& bezii. Ennfrem-
ur s-Iur hann alskonar minniavarða
og legsteina.
Heimilis Tale. . Oarry 2151
8kriTstoTu Tals. - Qarry 300, 375
NORTHWEST GRAIN CDMPfNf
H. J. LINDAL, Manager
245 Grain Exchange, Winnipeg
íslenzkir hveitikaupmenn
1 Skrifið eftir upplýsingum.
FLUTTIR til
151 Bannatyne Ave
Horni Rorie Str.
I stærri og betri verkstofur
Tals. Main 3480
KanalyElectricCo
Motor Repair Specialist
J. G. SNÆDAL,
TANNLŒKNIR
614 Somerset Ðlock
Cor. Portage Ave eg Donald Street
Tals. roain 5302.
hneygingum; það er á voru eigin
valdi hvort vér viljum láta það fá
yfirráð yfir lífi voru.
Eg hefi talað bert; en hér duga
engin hálfysði og vænti eg þess að
menn ekki einungis hlusti á orð
mín með athygli, heldur einnig
'’r!wt,r„S"’r'’ ta]ar einnig „m Umboðsmenn Lögbergs
siðferðið í Lundúnaborg; hann
heitir John J. Bell og skrifar í
blaðið “Clarion”. Honum farast
orð á þessa leið:
“Til þess að lækna krabbamein
verður það að skerast burt með
rótum. Orsakir þess eru margar,
sú fyrsta og helsta er mentunar-
skortur; börnin verða að hafa
kennara sem fræði þau, svo þau
þurfi ekki einungis að bjargast við 1 ^' Skagfeld, Hove, Man.
* # . ... . # . ■ . . . _ § n e/>A ii / l /.. i, #T i. /n a. t / n 1 #].. M B E.
Jón Péturson, Gimli, Man.
Albert Oliver, Grund, Man.
Fr. Frederickson, Glenboro, Mati
S. Maxon, Selkirk, Man.
S. Einarson, Lundar, Man.
G. Valdimarson, Wild Oak, Mar
Th. Gíslason, Brown, Man.
Kr. Pjeturson, Hayland, Man.
Oliver Johnson, Wpgosis, Man.
þá fræðslu sem fáfróðir foreldrar
geta veitt þeim. í öðru lagi þarf
það að breytast, sem nú tíðkast, að
ef stúlka hrasar á hún engrar upp-
reistar von, og enginn er viljugri
að kasta steini á hana en þeir karl-
menn sem hafa leitt hana afvega ag
eru orsök í ógæfu hennar. Og eg
leyfi mér að staðhæfa að hin svo-
kallaða kristna, enska þjóð, hefir
ekkert annað að bjóða hrasaðri
stúlku, sem vill bæta ráð sitt, en
vinnustofu eða svonefndar hjálpar-
stofnanir; og margar slíkar hjálp-
arstofnanir eru aðeins þrældóms
stiur, undir fölsku siðmenningar
nafni.
í þriðja lagi era munaðarlausar
stúlkur venjulega aldar upp til 18
ára aldurs og þá látnar fara i vist,
oft til óhlutvandra og harðráðra
húsmæðra, þar sem meöferðin e.
slí'k að þær teldu helviti sælustað ;
samburði við það. Umsjónarkonur
“hjálparheimila” eru viða óhæfar.
Þar sem eg heimsótti slikar stofn-
anir riksuðu yfirkonumar fram og
aftur með þóttasvip, og þóttust
auðsjáanlega vera fremur evðjur
en menskar konur. Eg hefi komið
á stofnun þar sem vesalings stúlk
urnar þorðu varla að lita framan i
gæzlukonuraar. Og þetta voru
þær sem komnar voru til þess að
ganga þeim í móður stað!
f slíkri stöðu ætti aldrei að vera
nein kona, sem ekki kynni að vera
móðir. f fjórða lagi mætti nefna
það sultarkaup. sem kvenfólki -
gólfið. Eg hefi þekt vinnustaði þar
sem konur og stúlkur fengu ekki
nema 50 cent á viku. Vér vitum
öll hversu kveneðlið krefst þess a*
vera laglega til fara; og er þvi hægt
að geta sér til hvað af þessu leiðir.”
fLiterary Digest”)
Joseph Davíðson. Baldur. Man.
Sv. Loptson, Churchbridge, Sasl
A. A. Johnson, Mozart, Sask.
Stefán Johnson, Wynyard, Sask.
G. F. Gislason, Elfros, Sask.
Jón Ólafson, Leslie, Sask.
Jónas Samson, Kristnes, Sask.
GuSm. Johnson, Foam Lake, Sasl
C. Paulson, Tantallon, Sask.
O. Sigurdson, Bumt Lake, Alta.
S. Mýrdal, Victoria, B.C.
Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D.
Jónas S. Bergmann, Gardar, N.I
Sigurður Johnson, Bantry, N.D.
Olafur Einarson, Milton, N.D.
G. Leifur, Pembina, N.D.
K. S. Askdal, Minniota, Minn.
H. Thorlakson, Seattle, Wash.
Th. Símonarson, Blaine, Wash.
S. J. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash
Heilbrigðum síðlr.
Konan mín var veik svo ár-
um skifti þegar hún hætti aí
hafa tíðir, og engin meðul
dugðu. Þá byrjaði hún at
nota Triners American Elixit
of Bitter Wine, og batnað
bráðlega.’ Þannig skrifar os:
herra Miller frá Royalton, 111
Þetta lyf lireinsar innýflin
styrkir líkamann og endumær
ir taugakerfið. Þegar um e
að ræða hægðaleysi, magagas
taugaveiklun eða slappleik;
yfir höfuð, eru áhrif þessa lyf
aðdáunarverð.
Verð $1.30. Fæst í lyfja
búðum.
Joseph Triner, Manufactur
ing Chemist, 1333—133Q S
Ashland Ave., Chicago, IIL