Lögberg - 14.12.1916, Blaðsíða 6
~r
LÖGBEEÖ, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER 1916
markads _ HLUNNINDI
-----------fyrir-----------
/ / #
Bændur í Saskatchewanfylki
SAMVINNA RJÓMABÚA í SASKATCHEWAN.
Smjörgerðardeild búnaðarstjórnarinnar hefir búið til ágætan
markað fyrir mjólk og rjóma Saskatchewan bændanna. Árið
1916 hafa yfir 9,000 bændur futt rjóma á 17 samvinnu-rjómabú,
sem deildin hefir stjómað, og voru þar framleidd 2,500,000 pund
af 8mjöri. Smjörgerðardeildin flokkar einnig og selur smjör til
útflutnings, sem til er búið á prívat rjómabúum í Saskatchewan.
FLUTNINGSKOSTNAÐUR BORGAÐUR.
pessi rjómabú sjá um að rjóminn sé borgaður út í hönd bænd-
unum í Saskatchewan. Flutningsgjald fyrir rjómann er alt borg-
að á rjómabúunum; hver einasti bóndi, sem hefir jámbrautar-
þægindi, getur notið góðs af þeim markaði, sem rjómabúin hafa
opnað.
FRAMFARIR OG VÖXTUR RJÓMABÚANNA.
Framför samvinnu-rjómabúanna og vöxtur þeirra sézt á því,
sem hér fer á eftir:—
ÁT Rjómabú ViCsk.vinir Framleiðsla Pund
1907 4 213 66,246
1909 6 876 324,404
1911 9 1,596 703,583
1913 -11 2,681 850,525
1915 15 5,979 2,012,401
1916 17 9,200 2,500,000
VERÐ HLUTFALLSLEGT VIÐ GŒÐI.
Saskatchewan samvinnu rjómabúin kaupa rjóma eftir gæðum
og borga verðlaun fyrir þann bezta. petta veldur því, að þau geta
framleitt allra beztu vöm. Alt smjör, sem út er flutt, er flokkað
og fæst fyrir það hátt verð. pað borgar sig fyrir bændur, sem
framleiða bezta rjóma, að selja hann til samvinnu rjómabúanna.
Viðskiftamenn samvinnu rjómabúanna borga ekki ágóða óþörfum
millimönnum.
SAMVINNU RJÓMABÚ í SASKATCHEWAN.
Samvinnu rjómabúin í Saskatchewan eru á þeim stöðum, sem
hér greinir:—
Birch Hills Langenburg Regina
Canora Lloydminster Shellbrook
Cudworth Melfort Tantallon
Fiske Mclville Unity
Kerrobert Moosomin Wadena
Lanigan Oxbow
Til frekari upplýsinga má skrifa til búnaðarmáladeildarinnar
í Regina í Saskatchewan.
SKEPNUR TIL SÖLU MEÐ GJALDFRESTI.
Fyrir þremur ámm samþykti þingið í Saskatchewan lög, sem
heimiluðu $500,000 fjárveitingu til þess að kaupa skepnur er aftur
væm seldar bændunum í Saskatchewan með vægum borgunar-
skilmálum.
SKEPNUR ÚTVEGAÐAR.
Skepnur, sem útvegaðar em bændunum, em hreinkynja naut
af beztu tegund á hæfilegum aldri, ágætar kýr, hreinkynja svín og
hrútar af beztu tegund og sömuleiðis ær. Skepnumar verða fyrst
afhentar í maímánuði.
SKILMÁLAR.
peir sem geta borgað út í hönd ættu að gera það, og hver sem
kaupir verður að borga að minsta kosti 25% út í hönd. pað sem
eftir stendur á að borgast í einni eða tveimur afborgunum með 6%
vöxtum á ári. Alt að $400 virði af skepnum geta menn fengið
keypt með því að borga fjórðapart út í hönd og alt að $1,000 virði
með því að borga helminginn út í hönd. %
pEIR SEM FÁ KEYPT.
Allir, sem virkilega eru bændur í Saskatchewan og meðlimir
bændafélaga, komyrkjumanna félaga, samvinnufélaga eða við-
skiftamenn rjómabúa, geta fengið hjálp í þessu tilliti.
pAÐ SEM AFKASTAÐ HEFIR VERIÐ.
Samkvæmt þessum lögum hafa 1,834 nautgripir þegar verið
seldir bændum í Saskatchewan, þar á meðal 235 kynbótanaut;
sömuleiðis 5,275 sauðkindur. Á þeim árstíma, sem mest af skepn-
um er flutt frá Sléttufylkjunum, hefir gripakaupadeild stjómar-
innar sérfróðan mann í Winnipeg til þess að kaupa gripi handa
Saskatchewan bændum, sem óska eftir þess konar aðstoð.
UMSÓKNIR FYRIR ÁRIÐ 1917.
Umboðasmaður kvikfjárræktar býst við að mikil eftirspum
verði eftir skepnum af allri tegund árið 1917, og er þegar farið að
veita umsóknum móttöku frá bændum í Saskatchewan. peir sem
upplýsinga æskja í þessu efni, geta fengið þær ókeypis og greini-
Iegar hjá umboðsmanni kvikfjárræktar í búnaðardeildinni í Regina
í Saskatchewan.
KYNBÆTUR í HÉRAÐI, KJÖTKAUP O. FL.
Flugrit Nr. 42, sem hægt er að fá ókeypis ef um er beðið, veita
mikilsveraðr upplýsingar um þessi atriði.
MARKAÐUR FYRIR KVIKFJE, ULL O.FL.
Fyrsta sporið til þess að bæta markaðinn frá því sem nú er
fyrir kvikfé, er það, að þeir, sem minna hafa að selja en full vagn-
hlöss, slái sér saman í félag og samvinnu. Samvinnu kvikf jársölu-
félög hafa verið stofnuð víða í Saskatchewan og hafa sparað bænd-
um mikið fé. Greinilegar upplýsingar um stofnun slíkra sam-
vinnufélaga era í flugriti Nr. 41, sem fæst ókeypis ef um er beðið.
ULL
Samvinnu ullarsala hefir verið í Saskatchewan í samvinnu-
deild stjómarinnar síðan 1914, og hefir árangurinn orðið mjög svo
gleðiegur, eins og sjá má á því sem hér segir:—
Ár Pund Meðaverð
1914 ............ 69,404 16 cents
• 1915 .. .. ,. .. 150,328 25 cents
1916 ............ 176,556 32V\ cents
Hér um bil helmingur verðsins er borgaður bændum unlir eins
og ullin er meðtekin, og afgangurinn er sendur þegar ullin er seld.
Með því að minka umboðslaun og koma í veg fyrir ónauðsynlegan
milliliða gróða, hefir þessi ullarsölu aðferð orðið sauðfjárræktar-
mönnum til mikils hagnaðar. pessi astoð verður veit bændum í
Saskatchewan árið 1917.
ALIFUGLAR.
Samvinnusala alifugla er til boða bændunum í Saskatchewan
í ár eins og að undanfömu á alifugla sölutorgunum í Saskatoon og
Regina. Á þennan hátt var 14y2 smálestir af alifuglum seld árið
1915. Fuglum, sem lifandi koma, er slátrað, þeir reittir, vafðir
upp og flokkaðiV samkvæmt markaðsreglum. Nokkuð af verði ali-
fuglanna er borgað út í hönd þegar komið er með þá, en þegar
þeir era seldir, er afgangurinn borgaður að frádregnum kostnaði.
pessi markaðsaðferð eykur ekki kostnaðinn né hækkar verðið til
þeirra er kaupa, heldur lætur hún ágóðann í vasa framleiðandans,
þar sem hann á að vera.
Allar upplýsingar fást með því að skrifa yfirumsjónarmanni
samvinnu deildarinnar í búnaðarstjóm fylkisins í Regina, í Sas-
katchewan. *
RIT UM BÚNAÐARMÁL, pAR Á MEÐAL UM HÚSABYGGING, FÁST ÓKEYPIS MEÐ pVf AÐ SKRIFA
DEPARTMENT OF AGRICULTURE, Regina, Saskatchewan
pegar þér skrifið, þá munið að geta þess að þér hafið séð þessa aug ýsingu í “Lögbergi.”
I