Lögberg - 14.12.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.12.1916, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER 1916 Hvar stöndum vér? Vér fslendingar eigum nú 40 ára sögu hér í Vesturheimi, og verður ekki með sanni sagt, að vér höfum verið latir til starfs eða óhagsýnir að því er það snertir, að koma ár vorri hér þolanlega fyrir borð. Hvar sem litið er, þar sem fslendingar eiga bólstað, bera ávextimir iðjuseminni órækt vitni; enda höfum vér fyrir löngu hlotið viður- kenningu meðborgara vorra fyrir flest það, er prýða má nýta borgara og dugandi menn. Segja má því, að sú hlið sögu vorrar hér, sem út snýr og öllum er augljós, sé björt og ánægjuleg. Að vísu hafa örðugleikar og farartálmar oft orðið á veginum, og upp ýmsa örðuga hjalla höfum vér orðið að sækja. Margur einstaklingur hefir dreg- ist aftur úr í þeirri framsókn, og sumir gefist upp. Við öðru var ekki að búast, og breytir það ekki þeirri staðhæfing, að 40 ára saga vor hér hafi verið eða sé sigurför, þegar litið er á heildina. Ekki er heldur nein gild ástæða sjáanleg fyrir því, að framtíðar-sagan íslenzka hér vestra geti ekki haldið í þá átt, sem nú er stefnt. Kynslóðin ís- lenzka, sem hér er borin og bamfædd, ætti vissu- lega ekki að standa að baki þeirri, sem að heiman flutti og hér kom að ónumdu landi, ef svo mætti að orði kveða. Sé aftur á móti litið á þá hlið hins fertuga skeiðs vor íslendinga hér, sem inn veit, þá hlið, sem aðeins er augljós oss sjálfum, samband vort og samvinnu sem bræðra af sama bergi brotna, verður oss ekki borið á brýn, að samkomulagið hafi verið sem bezt. prátt fyrir hina hörðu bar- áttu, sem eðlilega leiðir af því fyrir útlendinga allslausa og mállausa að ryðja sér braut í nýju landi, höfum vér haft tíma til að heyja harða rimmu vor á meðal um ýms mál. Jafnvel á fyrstu frumbýlings árunum, þegar fátækt og erfiðleikar áttu heima nálega í hverju húsi, og svo virtist, sem óskiftan huga og kjark hefði þurft til þess að bægja þeim gestum frá garði, þá veigruðu frumbýlingarnir sér ekki við að standa í stríði all- hörðu vegna deildra skoðana um trúmál og fleira. Flokkadráttur myndaðist þannig þegar á fjn:atu árum, hefir haldist ætíð síðan með meira og minna fjöri og lifir að sjálfsögðu enn. Málum þeim, sem oss hefir aðallega greint á um, mætti skifta undir þrjár fyrirsagnir, nefni- lega: trúmál, bindindismál og stjómmál eða pólitík. Svo mætti ef til vill virðast, sem ótrúlegt sé að flokkadráttur og ósamlyndi vaknaði meðal fólks út af slíku velferðarmáli, sem allur almenn- ingur telur bindindismálið vera; að því ætti allir að geta unnið í sátt og friði. pó voru um langt skeið viðsjár miklar og úlfúð meðal hinna ýmsu félaga hér í höfuðbóli Vestur-fslendinga, sem að því máli unnu. En úlfúðarefnið var af alt öðrum toga spunnið en band það, er bindindisfélögin höfðu að uppistöðu. pessi annarlegu deiluefni og flokkadrátturinn gerðust svo að segja húsráðend- ur innan bindindisfélaganna, svo að aðal-verkefn- ið laut oft í lægra haldi og hin góðu áform félags- skaparins fengu ekki að njóta sín. Á síðari árum munu félögin hafa hrist af sér þessa aðkomnu gesti og samvinnan orðið meiri og stefnt betur í þá átt, er aðal málefni þeirra mætti að liði verða. Sem betur fer er nú líka bindindismálin svo á veg komin hér í landi, að ekki eru nein líkindi til að sundrung og óeining þurfi í framtíðinni að eiga sér stað í sambandi við þau. Vonandi er því að sá hjallinn á samvinnuleið vor Vestur-íslendinga verði ekki framar til tálmunar. Um trúmál er ágreiningurinn elztur og hefir verið upp á teningi hjá oss frá fyrstu tíð til þessa dags, og ekki eru líkindi til að alment samkomu- lag verði um þau mál í framtíðinni, par er um samvizkumál að ræða og þau því afarviðkvæm einstaklingunum og þeim félagsheildum einstak- linganna, sem myndast hafa til samvinnu um framgang þessa hjartamáls þeirra. En þó ekki sé að búast við samvinnu hinna ýmsu flokka um þau mál, heldur miklu fremur hinu, að flokks- greiningin verði skýrari og ákveðnari, þá bendir nú ýmislegt til þess, að sundrung út af þeim mál- um verði i ókominni tíð minni meðal almennings en oft hefir átt sér stað að undanfömu. Hver flokkur vinnur af beztu kröftum að sínu máli og heldur stefnu sinni, hvað sem öðrum flokkum líð- ur og án þess að áreita þá, þótt þeir að sjálfsögðu, með öllu heiðarlegu móti, geri lýðum ljóst hver stefna þeirra hvers um sig er og hvað hún hefir að bjóða einstaklingunum til andlegs og eilífs gróða. Einnig í þessum efnum virðist því mega vona, að framtíðin hafi aðra sögu að segja en sú liðna, að þrátt fyrir flokkaskiftinguna ákveðnu og sjálfsögðu, um trúmál, verði hún ekki því til fyrirstöðu, að einstaklingamir geti unnið saman í bróðerni að öðrum málum og þeim, er þá alla varðar sem íslenzka menn. pá er og ekki við að búast, að allir geti orðið á eitt sáttir þegar til stjómmálanna kemur. Synd væri líka að segja, að $vo hefði verið að undan- fömu, og engin líkindi eru til að allir ferðist þar með sömu lest í framtíðinni. Ef til vill hefir pólitíkin verið mesta sundrungarefni vort, og ekki hefir hún veigrað sér við að gera óskunda á svæðum annara félagsmála vorra og þeirra er teljast mega sérmál vor eða þjóðleg. Sannast að segja höfum vér naumast haft svo nokkurt mál með höndum, að hún hafi ekki stungið þar upp draugshöfði og orðið samvinnu- og samkomulagi að fótakefli. Nú er þetta nokkuð að breytast og vonandi verður sá draugur í framtíðinni ekki lát- inn verða félagsmálum vorum og samvinnu ein- staklinga til miska. Með aldrinum lærist oss að halda hinum ýmsu stefnum innan þeirra vébanda, sem þeim heyra til, og vér hættum að blanda óskildum málum svo að úr verði tómur glundroði, sem oss hefir mjög hætt við í liðinni tíð. Sem áður var sagt, er ekki við því að búast, að allir verði á einu bandi um stjómmál, enda væri það í því máli sem öðrum vottur um ósjálfstæði ein- staklinganna, ef allir létu teymast í sama band- inu, hvert sem stefndi. Slíkt dáðleysi væri auð- vitað ekki æskilegt. En græskulaust ætti hver og einn að geta stutt þá hlið þeirra mála, sem hann hefir sannfæring fyrir að til mestra heilla horfi. pótt stefnumunur hljóti þannig í framtíðinni eins og að undanfömu að eiga sér stað meðal vor Vestur-fslendingar um trúmál, pólitík og fleira, er þó eitt það mál til, sem vér allir getum og ættum að verða sammála um, og þar getum vér allir tekið saman höndum í bróðemi, — það er þjóðern- ismálið. Sú meðvitund, að vér erum allir af sama bergi brotnir og emm tengdir þeim traustu bönd- um, sem spunnin hafa verið við “elds og ísa glóð” um þúsund ár, verður ekki kæfð að fullu um margt ár enn, enda þótt vér legðum litla rækt við hana hér í nýju heimkynnunum. pótt lítið kunni á þjóðræknis tilfinninguruii að bera með köflum og svo mætti virðast, sem sá neisti væri alkulnað- ur hjá mörgum, þá leynist hann samt inst í eðli voru og glæðist að nýju og logar jafnvel upp úr þá við honum er andað. Að þessu væri ekki þann veg farið, væri og ónáttúrlegt Ýmsar háværar raddir hafa að sönnu látið til sín heyra meðal vor um það, að óhugsandi sé að vér getum haldið íslenzka þjóðrækniseldinum lif- andi hér í vesturbygðum, enda æskilegast að kæfa hann sem fyrst, þar eð hann sé aðeins til tálmunar á framsóknarbrautinni hér. Aðallega munu það tveir strengir, sem hugar- stefna sú hefir leikið á; hinn ógöfugi strengur eigingiminnar og sjálfsþóttans, sem hæst hefir urrað í gegn viðhaldi þjóðemisins, og hinn angur- væri vonleysis-strengur, er þann söng rómar, að gagnslaust sé að spyma móti broddunum, því sé bezt að leggja árar í bát þegar í stað og láta reka á reiðanum undan, eða öllu heldur inn í ofviðri hins nýja þjóðernis. Fáir munu þó þeir meðal vor, sem af eigin- gjömum hvötum vilja koma þjóðrækninni ís- lenzku fyrir kattamef, og skal það sagt oss til hróss; hinir munu að líkindum fleiri, sem með hrygð í huga telja það óhugsandi, að þjóðræknis- eldinum verði haldið lifandi til lengdar hér vestra. En sá hópur Vestur-íslendinga, sem vill halda þjóðeminu við og telur það mögulegt, um langt skeið enn að minsta kosti, er lang-fjölmennastur; til hans má telja allan þorra fslendinga vestan hafs. úr öllum áttum, þar sem fleiri eða færri fslendingar eiga heima, berast sannanir um þetta. Víðast hvar mynda þeir félagsskap með sér til samhygðar í íslenzkum anda; þeir stofna söfnuði og söngfélög, kvenfélög og bindindisfélög; kaupa íslenzk blöð og bækur; og hvort sem íslenzku ein- staklingamir eiga bólsetu í Brazilíu eða Alaska, Californíu eða New York, Mexico eða Manitoba, Ontario eða British Columbia, Chicago eða Ed- monton, þá láta þeir íslenzku blöðin fylgja sér. pannig lifir þjóðrækniseldurinn í íslenzkum hjört- um í dreifingunni miklu hér vestra, og nú að síð- ustu lætur hann á sér bera á hættuleið heljarslóð- ar austur í Evrópu. Einhver vill nú ef til vill halda því fram, að allir þessir kærleiksneistar til hins íslenzka þjóð- emis, eigi bústað að eins í hjörtum þeirra Vestur- íslendinga, sem fullorðnir eða stálpaðir komu til þessa lands; hinir, sem hér em bomir og bam- fæddir, hafi ekki slíkan kærleik til bmnns að bera íslenzku þjóðemi. En slíkum staðhæfingum til svars vil eg leyfa mér að skýra frá litlu atviki, sem eg hefi sannar sögur af úr stríðinu. íslenzkur piltur um tvítugt fór fyrir liðnu ári áleiðis til vígvallarins í Evrópu með herdeild þeirri er hann heyrði til, og hefir nú fómað lífi sínu fyrir brezku fósturjörðina. Meðan herdeild hans stóð við á Englandi, var það kveld eitt, að þeir félagar sátu saman og ræddu um ýmislegt. Barst þá talið að þátttöku fslendinga og annara útlendinga í Canada í hemaðinum. Fóm þá ein- hverjir hermannanna að hnjóða í íslendinga fyrir slælega þátttöku þeirra, og létu gleiðan yfir þvi, að þeir væm fremur liðléttir hvort sem væri, bæði við það og annað. Hjálmar, (svo hét pilturinn) lét þá rausa um hríð, en stóð svo upp og lét þá vita að hann væri reiðubúinn að sanna þeim, að ís- lendingar væm færir um að halda sínum hlut fyrir hverjum meðal-busa, enskum eða canadiskum. Hinir urðu hvumsa við, er þeir urðu þess varir, sem þeir ekki vissu áður, að íslendingur var í hópnum, en þóttust víst hver um sig eiga í fullu té við hann, þar sem maðurinn var bæði fremur smár vexti og unglingur ofan í kaupið. Tóku þeir því hólmgöngu-boðinu og sendu mann úr sínum hópi gegn honum. En sá kappi féll fljótt óvígur í valinn, og sagði þá íslenzka hetjan, sem uppi stóð ósár á hólminum, að hverjir tveir þeirra mættu r\ú sækja ef vildu. Sá leikur for einnig svo, að kappana tvo sóttu sár og urðu fleiri til að koma ef binda skyldi enda á gaman þetta, er nú var tekið að grána um of. — pótt piltur þessi væri aé mestu leyti alinn upp hér í Winnipeg, hafði hann nálega einvörðungu samneyti við enskumælandi jafnaldra sína og lét naumast nokkum tíma ís- lenzkt orð til sín heyra. pó var þjóðræknisneist- inn falinn í hjarta hans, og varð að björtu vand- lætingar báli, er hnjóðað var í ættbræður hans. — Um það, hvort þetta sé einsdæmi, þarf ekki að þrátta. Fleiri mætti eflaust finna. Eg þykist hafa fulla ástæðu til að halda því fram, að neisti þessi eigi sér bústað í nálega öllum hjörtum hér, sem íslenzkt blóð streymir í. Og væri unt að safna neistum þessum saman, eða tengja þá samhygðarbandi, yrði úr þeim mikið bál, er hið íslenzka þjóðerni hér vestra gæti omað sér við um margt ár í ókominni tíð. En er það mögulegt? Víst ætti slík báltendrun að vera framkvæm- anleg. Vér getum vissulega ekki gert oss ánægða með að neistar þessir séu faldir þannig í dreif- ingunni, og það væri oss eilíf smán ef vér létum þá kólna út eða hverfa í hafi gleymskunnar. Skyldan er því augljós: pjóðræknisneistunum þarf að safna og bálið að tendrast, og á verki þessu þarf að byrja tafarlaust. En því er svo farið með þjóðrækniseldinn, sem annan eld, að hann þarf næringar til þess að geta logað svo á beri. Nú er því fyrir oss Vestur-ís- lendinga að leggja næringuna til, og henni verður að safna á öllum þeim stöðum þar, sem íslend- ingar eiga dvalarstað hér vestra, svo allir finni að þeir eigi hlutdeild í þjóðræknis-bálinu, og finni sér skylt að halda því við. Eini möguleikinn til þess að þetta skylduverk vort fái framgang, er að mínu áliti sá, að stofnað sé félag meðal vor, er kalla mætti: “pjóðræknis- félag íslendinga í Vesturheimi”, eða einhverju öðru slíku nafni, er benti til ætlunarverks þess. Að sjálfsögðu yrði slíkt félag að ná til allra Vest- ur-íslendinga, hvar á landi sem væru, og vera þannig lagað, að allir gætu tekið þar saman hönd- um í bróðemi, hvað sem skoðanamun liði um önn- ur mál. J?ar mætti enginn og ætti heldur enginn flokkadráttur að komast að. Markmið félagsins yrði aðeins eitt, og ekkert annað; það: Að kynda þjóðræknisbál, er allir Vestur-íslendingar í dreif- ingunhi hér fái omað sér við. —s. Franzes Joseph. Sorgirnar sneiöa ekki altaf hjá hirrum voldugu fremur en hinum. Joseph Austurrikiskeisari, sem and- aSist fyrra þriðjudag var elzti stjómari í heimi. Hann átti rauna- legri stjórnarsögu en flestir aörir menn hafa átt. Aðal sorgaratriði á lífsleiö hans voru þessi: 1. Kona hans, sem kölluö var “Elisabet hin góöa” var myrt af stjómleysingja í Svisslandi. 2. Maximillian bróöir hans líf- látinn í Mexico. 3. Einkasonur hans sem Rudolph hét fyrirfór sér. 4. Tengdasystir hans, hertoga- konan frá d’Alencon, brann til dauös á fátækraútsölu i París. 5. Sonardóttir hans strauk frá manni sínum með herforingja móti skapi hans og skaut konu sem einn- ig var í ástum við mann hennar. 6. Bróður sonur hans erkiher- togi Francis Ferdinand var myrt- ur í Bosniu 20. júní 1914 og út af því morði hófst Evrópustríðið. Frans Joseph var fæddur 1830 og varð keisari þegar hann var að eins 18 ára. Tók hann við ríkjum af föðurbróður sinum Ferdinand keisara, sem sá það fyrir að ríkið var að liðast í sundur. En Joseph var dugandi maður og ráðagóður og kipti málefnum rikisins i lag. Samt hefir stjóm hans að ýmsu leyti gengið skrikkjótt; sérstaklega átti hann fult í fangi með að halda ríkinu saman frá því 1848 til 1866, einkum vegna þess að Ungverjar^ vildu skilja við Austurríki. Var Ungverjaland lýst þjóðríki 1848 og Kossuth gerður að ríkisstjóra. Það varaði þó ekki nema eitt ár, og bældu Áusturríkismenn Ungverja undir sig aftur. Siðar áttu Austur- rikismenn í höggi við ítali og töp- uðu lendum sinum þar, og í viður- eign sinni við Þjóðverja biðu j>eir lægra hlut 186Ó. Fl,estir stjórnendur hefðu látið hugfallast eftir allar þessar ófarir, en Frans Joseph var aldrei einbeitt- ari en þá, þegar á móti blés. Hann hafði átt í fimm ára stríði, tapað tveimur löndum og ógrynni liðs, en kjarkurinn var hinn sami. Þegar hann var áttræður lagði hann undir sig Bosniu og Herse- govinu og bætti það honum upp það sem hann hafði tapað við ítali. Hann var stjómandi í 69 ár alls og á þeim tíma. óx riki hans að fóliksfjölda frá 34,000,000 upp i 50,000,000. Kona hans hét Elisabet, sem fyr segir, var náfrænka hans; var hún 17 ára er þatt giftust og einkar fög- ur. f hjónabandi lifðu þau saman eins og hundur og köttur. Kona hans var bláttÁfram fangi í mörg ár hjá manni sinum, enda var hún geðveik. Siðar var henni levft að ferðast um Evrópu víðsvegar og á þeim ferðurn var hún myrt i Genua á Svisslandi af ítölskitm stjóm- leysingja er Lulgi Lucconi hét. Joseph gamli var ekki lengi í sorgum; hann tók saman við konu er Schratt hét og var hún nokkurs konar fylgi kona hans eftir það. Maximillian bróðir hans var tal- inn á að þiggja stjórnendastöðu í Mexico. Var það Napoíeon III. sem kom hontim til {>ess. Charlotta kona hans eggjaði hann einnig á að þiggja stöðuna. Missætti kom síðan uop milli Megicomanna og Maximillians, fór þá kona hans til Evróptt og ætlaði að vinna manni síntim lið. Maximillian var skot- inn af Mexicomönnum en drotn- ingin varð brjáluð og hefir verið á vitskertra spitala síðan. Annar sorgarkaflinn í sögti ikeis- arans var líferni sonar hans. Sá hét Rudolph. Var hann látinn eiga konungsdóttur er Stephania hét, en hann var ástfanginn í Marítt Votsera barónsdóttur. Reyndi Itann siðar að skilja við kontt sina, en faðir hans sJetti sig upp á móti |>vi. Hafði hann i þvi braski rek- ið Stephaniu frá sér. Sáttafundur var boðaður með {>eim heima hjá keisaranum og leit nú alt vel út. Stephania kom og allir nema Rudolph. Biðu gestir lengi eftir honttm, en loksins komu þær frétt- ir að hann væri dauður t fanginu á barónsdótturinni, sem einnig var örend. Höfðu þau farið út i veiði- kofa og ráðið sér þar bana. Bróðursonur keisarans hét Jó- hann; hann varð ástfanginn i for- kunnar fríðri dansrrvey, er Mile Slubel hét; en keisarinn fyrirbauð honum að kvongast henni nema með þvi móti að Jóhann, sem var erkihertogi, slepti tign sinni og af- salaði sér ættjörðu sinni. Hann gekk að því og varð blátt áfram Johann Orth, kvongaðist stúlkunni og sigldi frá London til Suður Ameríku 1866. Hefir aldrei heyrst neitt frá þeim siðan, en líklegt {>ykir að þau hafi farist í skipbroti. Frans Ferdinand ríkiserfingi Austurríkis og bróðurspnur keis- arans jók á sorgir hans með þvt að taka saman við konu er keisaranum geðjáðist ekki að. Auk þess var hann oft í lífs- hættu; var honum eigi sjaldan hót- að morði og tvisvar var gerð til þess virkileg tilraun. Keisarinn var kaldur og vilja- sterkur; hermaður frá toppi til tá- ar og ósveigjanlegur í alla staði Hann lifði svo óbrotnu lífi, að dæmalaust er með menn t hans sporum. Hann svaf í skrautlausu iámrúmi, sem sagt er að betur hafi sómt sér í fangaiklefa en keis- arahöll. Hann var reglumaður mikill og heilsuhraustur mjög; friður sýnum, vingjarnlegur i við- móti alment, einlægur við alla. annálaður barnavinur; óbugandi að hugrekki ef hættu bar að höndum | og virtur og elskaður af þjóðinni, þrátt fyrir það marga og mikla sem honum var áfátt. Svo var hann nákvæmur og svo mikinn jöfnuð sýndi hann innan- rikis að hann sinti hverri beiðni eða kröfu eða kvörtun sem fyrir hann kom, hvaðan sem hún var, ekki síð- ur frá allra lítilmótlegustu þegnum sínum en þeim sem æðri voru. Þetta vann honum ást alþýðunnar, ekki sízt vegna þess að hann sýndi frábæra óhlutdrægni og réttlæti í dómum og úrskurðum. í æsku var hann ákafur og full- ur geðofsa, datt þvi fáum í hug að hann yrði jafn vitur eða hagsýnn stjómari og hann í raun og veru var. Ábyrgð sú sem hann fann til og fram kom í öllu sem þjóðina snerti kom honum jafnan að góðu haUi og skolaði honum að ströndum sig- ursins, þó á gæfi meira en góðu hófi gegndi. Frans Joseph verður ávalt talinn einn hinna allra merk- ustu stjómenda i Evrópu, þrátt fyrir alt og alt. En trú manna er það að bölbæn- ir sem honum var beðið af kven- manni hafi hrinið á honum. Þannig stóð á að sonur greifa- frúarinnar Karolyi hafði verið líf- látinn eftir boði keisarans, fvrir það að taka þátt í uppreisn Ung- verja 1848; en móðir hans mælti þeim heiftarorðum til keisarans, sem aldrei gleymast og þannig hljóða; “Megi lif þitt. verða svift allri hamingju; megi það verða þér helvíti á jarðríki. Óheyrðar sorgir og hörmungar komi yfir þig og alla l>á sem þér eru og verða næstir og kærastir, og megir þú að siðustu verða ofurliði borinn og fyrirlitinn. Hinstu stundir þinar verði stundir óútmálanlegra hormunga.” Þetta er ljót ósk, en hún þykir hafa ræzt að mörgu leyti. Sá er nú tekur við völdum heitir Charles Francis Josieph. Hann er sonur Ottos, sem var bróðursonur keisarans. Að réttu lagi hefði son- ur Francis Ferdinands, þess er myrtur var, átt að taka við rikis- stjórn, en sökum þess að hann kvæntist Sophiu greifadóttur af Chotek fyrirgerði hann keisaratign- inni fyrir syni sína, þess vegna féll hún til sonar Ottos bróður hans. — Nýi keisarinn er fæddur 1887 og er þvi að eins 29 ára að aldri. Þessir menn eru allir af hinni svonefndu Hopsborgarætt. Hafa fáir verulegir stjómmálamenn ver- ið i þeirri ætt, og eiginlega enginn j nema Karl V., en margir í ættinni hafa verið geðveikir; samt sem áð- ur hefir þessi ætt haldið áhrifa- j mestu stjómarstólum \ Evrópu í þrjú hundruð ár. Frá Islandi. Eftir Dagsbrún). Kvæði Bólu-I íjálmars, útgáfa H. Hafsteins, vom seld á uppboði ný- lega og fóru á 12 kr. og 50 aura. KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj- umst það að vera algerlega hreint, og það bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufi. MUNNTÓBAK “Fylkir” heitir 2—3 arka tímarit um atvinnuvegi, verzlun og réttar- far sem Frímann B. Arngrímsson éAnderson) á Ak.ureyri er farinn að gefa út. Það á að koma út ann- anhvom mánuð. Er komið út eitt hefti sem kostar 1 kr. í því eru þessar ritgerðir: Til almennings, Hringgjá, Aflið i grend við Akur- eyri, Uppfræðsla og agi, Réttur og réttarfar, Ófriðurinn mikli. Rentu- lögin o. fl. Af Blönduósi er skrifað 20. okt.: “Þó seint voraði hér og snjóa levsti seint, var tíðin svo hagstæð stöðugt í tvo mánuði, sem bezt má verða fyrir allan gróður. Grasvöxtur var mikill bæði á túnum og úthaga, og þó að nokkuð rigndi með köflum voru þurkdagar á milli svo öll hey hafa verkast heldur vel yfirleitt i allri sýslunni.” að slátrun, en skar sig í fingur og hljóp blóðeitrun í sárið svo ekki varð að gert. Annar þáttur “Galdralofts” var Ieikinn á Akureyri í haust Sagt er að Guðbrandur Jónsson Jsonur Dr. Jóns Þorkelssonar) skjalaritari ætli að fara að gefa út nýtt dagblað. Akureyrar kaupstaður hefir keypt 4,200 skippund af kolum og borgað 13 kr. 41 eyri fyrir hvert skippund, en selja bænum aftur fyrir 14 kr. 75 au. Nýja bók eftir Gunnar Gunnars- son skáld ætlar Gyldéndals bóka- verzlun að gefa út í vetur. Einar Jochumsson trúboði hefir nýlega gefið ekkju með 6 börnum 50 kr. og Samverjanum /Tiknarfél.) 200 kr. Það er höfðinglega gert af bláfátækum manni. Maður sem Hildibrandur Kol- beinsson hét dó nýlega í Reykjavík af blóðeitrun. Hann var að vinna “Um jámbrautir” heitir rit sem er nýlega 'komið út eftir Bjöm bankastjóra Kristjánsson. Ólafur Bergsteinsson í Hvallátr- um á Breiðafirði á á sem tvö ár í röð var þrílembd og árið þar á eftir fjórlembd. t--------------------------------------------- Atkvæða yðar og áhrifa er óskað fyrir A. W. PUTTEE verkamanna frambjóðanda í yfirráðsstöðu fyrir D LI sæti Hann fylgir framförum og umbótum. Verkamanna flokkurinn byrjaði á þjóðeigna stefnu og hefir ávalt verið með henni. Winnipeg hefir hepnast vel með alt það, sem þar hefir verið reynt í þá átt. jpegar því einokunin teygir fram höndurnar til þess að hafa hald á lifsnauðsynjum, þá ætti þjóðin sjálf að hafa til sölu: eldivið, mjólk 0g brauð, þegar þess er þörf, og sjá um ísgeymslu á matvælum. ÞÚ VERÐUR ÁNŒGÐUR, HAMINGJUSAMUR 0G JAFNFRAMT ÓHÁÐUR Þegar þú átt lítinn búgarð og sijórnar honum í British Col- umbia með þúsund ”leghorn“ hœnum sem 1 verpa tvö hundruð eggjum hver á ári og fœrð fjörutíu og fimm cent fyrir tylftina pá græðir þú með hægu móti $2000 á ári aðeins á eggjum, og næsta ár getur þú haft berjarækt (loganber), sem gefa þér $6,000 virði af ekr- unni. Fimm ekrur með þessum berjum gefa því $3,000. Legðu þetta við peningana sem þú færð fyrir eggin og þá hefir þú $5,000 árstekjur. Hefirðu svo mikil árslaun nú sem stendur? pú getur sáð og ræktað valhnotutré. J?egar þau gefa af sér ávexti ættirðu að fá að minsta kosti $1,000 af ekrunni. Eða þú getur ræktað aðrar hnetur, sem gefa mikla peninga. l?essi litla jörð kostar þig $375. Aðeins $100 út í hönd og hitt í afborgunum með vægum skilmálum. petta land er í hjarta heilnæms lands, þar sem útsýnið er undur fagurt. Gott vatn og milt loftslag og jarðveg- urinn nákvæmlega eins og hann þarf að vera á lítilli bújörð í þéttbygðri sveit með talþráðum, flokkuðum skólum, með ókeypis bækur handa börn- unum, með kirkju, búðir o. s. frv. pú ættir að kaupa þér litla jörð tafarlaust. Dragðu það ekki þangað til á morgun.. Komdu inn á skrifstofu vora og fáðu fullar upplýsingar, eða skrifaðu oss. pú ættir ekki að láta þetta tækifæri hjá líða. SCOTT, HILL& Co. 22 Canada Life Bldg., Cor. Portage Ave. and Main St., WINNIPEG, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.