Lögberg - 14.12.1916, Síða 1
29. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER. 1916
NÚMER 50
r r — TIL JÖLANNA
■|3LESSUÐ bama jólin! bjarta gleðisólin! — mildið, þíðið kuldans bitra klakahjúp. Látið ljósið stækka — látið geislann hækka þeim, sem byrgir sorgamótt og saknaðsdjúp. Út í bændabýli — borgar inni’ í skýli, böm og móðir horfinn ástvin harma sinn — yfi’r á ófriðshöfum eða’ í Frakklands gröfum. — perrið tár af glókolls brá og grátni kinn. Heimahlýju fjærri — heljardyrum nærri stríðsdrengimir horfa’ í anda heim til sín. Látið ljós þeim skína — látið tómleik dvína. Leggið frið í lófann þeirra’ er líða pín. J?eim, sem ekkert eiga — ekkert gleðja mega unga sína: lítinn dreng og litla mey, sendið gull til glaðnings — gott í munn til saðnings — eina spjör, svo klæða þurfi köttinn ei. Alla aldna, hrjáða, örbirgð hlaðna, smáða látið vermast ami þeim, sem alvíð skín. — Hér er kaldur heimur — hér er dauðans geimur hverjum þeim, sem ekki lukkast arðsvon sín, Blessuð björtu jólin! blárra nátta kjólinn, lýsið þið 0g ljómið enn með litafjöld, þó að hátiu hæsta hafi gildið smærsta heimsmenning, sem friðinn brýtur Öld frá öld. Blessuð, blessuð jólin! brenni kærleikssólin eldrún sína: hátíð þína hjörtun á! — Bamsins er það iðja: óvissuna að biðja bctra lífs og fegri drauma framtíð hjá. porsteinn p. porsteinsson.
Leyndarmálið.
Nýgift kona talar við sjálfa sig.
(pýtt úr ensku).
Hvítur er snærinn, og blástjömur breiða sig
blikandi, dreifðar um ómælis höf,
eitthvað til heilagleiks heillar mig, seiðir mig,
himnesk er leynd mín og drottinleg giöf.
Hvíli eg vakandi, hugró og dreymandi,
hrekk upp við bergmál svo veikt, en svo djúpt,
hvíli eg, þúsundir hugsana geymandi —
hvíslar mér eitthvað í neggstað — svo Ijúft.
Rauðleit, sem fegurstu rósimar, leynd mín er
— rósinni munn gefa blaðvarir tvær —
Drottinn, til ástar og umhyggju beindu mér.
— Indæl er röddin sem vorheitur blær;
tæraar svo mjúkar, og ljúfar og laðandi
— lífið mun himneskt, er kyssi eg þær djúpt —
hendumar litlar og heitar og baðandi.
— Hvísla mér englar í neggstað — svo ljúft.
Brosa nú jólin — þeim böm mæta hlakkandi.
(Berst ei mitt hjarta! — J?íns leyndarmáls gæt!)
Næst er þau heilsa mér, hvað eg verð þakkandi.
— Hárauðir smásokkar! — alsæl eg græt. —
Dimt er. — Um alheiminn blástjömur breiða sig
— bergmálar áfram svo veikt, en svo djúpt.
Drottinn til heilagleiks heillar mig, seiðir mig. —
Hvíslar mér guðsríki' í neggstað — svo ljúft.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Bréf úr herbúðunum.
Witley Camp, 13. nóv. 1916.
Kæri Mr. Marteinsson,
Eg meStóik bréfiS þitt meö beztu
ákilum og þótti mér fjarska vænt
um aS fá það. Mér fanst eg vera
kominn inn á J.B.A. á meðan eg
var að lesa það og eg bara hrökk
við þegar eg kom að seinustu orð-
unum, mig langaði til að hevra
meir þaðan, hvað þá ef eg hefði
getað verið horfinn þangað svo
sem hálfan iklukkutima, til að sjá
og spjalla við gömlu kunningjana.
Eg vildi að striðið væri búið og eg
væri kominn inn á J.B.A. aftur.
Við félagar erum oft að tala um
það, hvað við skyldum þá hafa
skemtilegan tima ef við að eins
værum komnir þangað aftur.
Það ber ekkert til tiðinda hér,
svo eg er mjög hræddur um að
'þetta verði ákaflega lélegt bréf. Eg
er samt búinn að fara til London
síðan eg skrifaði þér, og eg var
þar i sex daga að “spóka” mig um
stræti stórborgarinnar. Það er
margt sem ber fyrir augu manns
þar, en ekki get eg sagt að eg yrði
neitt 'hrifinn af borginni sjálfri, en
það eru margir staðif og byggingar
slem er mikils virlSi að sjá, t. d.
“Tower of London”. Eg fór
þangað einn daginn og skoðaði
bygginguna hátt og látt. Eg kom
inn í herbergið þar sem tveir litlu
prinsamir vom myrtir og gekk of
an stigann þar sem lík þeirra fund
ust undir ; kom inn í herbergið þar
sem Sir Roger Casement var
geymdur í áður en hann úttók
hegningu sína. Eg skoðaði vopna
safnið þar, og það var meira en
litið samansafn. Gamlar fallbyss
ur, smærri byssur, sverð, spjót, ax
ir, jámkylfur, kross-bogar, og her-
klæði úr stáli af öllum tegundum.
Þar voru ein herklæði úr stáli sem
mér varð sérlega starsýnt á, þau
voru sex fet ioþá þuml. á hæð, og
ákaflega sterkleg að sjá. Maður-
inn sem bar þau hefir sannarleea
verið karlmannlegur á v*elli, hvað
sem hann hefir verið meira. Vopn
in þar voru mörg ákaflega einkenni
leg og þar gat maður séð hvað
mönnum hefir smátt og smátt farið
fram i byssusmíði. Gömlu “flint-
locks” byssumar eru einkennilegar
og bara hlægilegar nú á dögum.
T’að er miklu minni mismunur á
fallbyssunum. Einn daginn sem
tg var1 i London fór eg með lest-
inni til Hampton Court, og eg sé
Munið eftir gamla
" f ólkinu!
13
Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir ákveðið
að senda gamalmennunum á “Betel” jólagjafir. Eru
því allar kvenfélagskonur beðnar að hafa þetta í hyggju.
Sömuleiðis em allir aðrir, sem eitthvað vilja leggja
fram til þess að gleðja gamalmennin, beðnir að koma
gjöfum sínum í kirkju Fyrsta lút. safn. á föstudags-
kveldið milli kl. 8 og 10. Verður þar nefnd sú er gjöf-
unum veitir móttöku.
ekki eftir að eg brá mér þangað,
því eg held að það sé sá fallegasti
staður sem eg hefi nokkru sinni
séð. Garðarnir kringum kastalann
eru bara aðdáanlegir, og það er víst
eikkert til sparað að hafa það sem
fullkomnast, og veiztu hvað? Hlið-
in á girðingunni kringum kastal-
ann tók jámsmið sjö ár að búa til
(cg htld hliðin séu tólf). Og
myndirnar inni í kastalanum eru
ekki svo fáar heldur. Það tók mig
hejlan dag að skoða það merkileg-
asta, bæði úti og inni. Hugsaðu
þér bara hvort það hefir ekki kitl-
að hégómagimi mína að fá at
labba í hægðum mínum um her-
bergi, þar sem konungar og drotn-
ingar höfðu áður gengið um og
meira að segja að fá að koma inn
svefnherbergi Vilhjálms þriðja og
drotningar hans. Jæja, hvað s'en
þessu líður þá skemti eg mér barj
ljómandi vel þenna dag, og eg helc
að ef eg fæ nokkuð langan passr
um jólin að eg fari til írlands ti
bess að nota tímann sem eg verí
hér til að sjá sem mest.
Ekki hefi eg neina hugmynd un
hvað lengi við verðum á Englandi
en eg held að við hljótum að verð;
hér fram yfir jól að minsta kosti
Okkar herdeild er meira en full
skipuð núna, bvi að við fengum 141
menn úr 183. Wpg herdeildinni, sen
var skift í sundur þegar hún kon
hingað. 100., 108. og 144. en
allar farnar héðan frá Witley 05
eru nú í Seaford óhjá Brighton
Sussex), en hvort við förum héðai
veit eg ekki ennþá. Eg held þa'
gjöri lítinn mun hvort maður er hg
á Englandi, það rignir hér hvor
sem er mest af tímanum.
Gilbert og Villa liður ágætlega
eg lofaði þeim að lesa bréfið þit
svo eg ímynda mér að þeir skrií
þér bráðlega.
Þú spyrð mig í bréfi þínu hvor
það sé nokkuð sem þú gætir sen
mér, sem mér kasmi vel. Já, þa
er eitt sem mér þætti vænt um a
þú sendir mér og það eru íslenzk
blöðin þegar þú ert búinn að les
þau. Mér þætti vænt um ef þ
gætir sént mér þau númer ser
hafa komið út síðan eg fór fr
Canada. eg hefi ekki séð neitt a
þeim síðan eg kom hingað, og ei
skal segja þér að mig er farið a
langa til að sjá þau. Eg skil ekk
ert í því hvað bréf koma seint fr
Canada hingað. Eg hefi bara feng
ið eitt bréf þaðan fyrir utan þi(
bréf siðan eg kom bingað, og þa
bréf var fyrst sent til Cam
Hugh'es.
Eg býst ekki við að eg skrifi þé
annað bréf fyrir jól, eða ekki sv
að það nái heim til þin fyrir þan:
tíma, svo eg ætla að ósika þér gleði
legra jóla i þessu bréfi og eins fólk
l inu þínu. Berðu svo kæra kveðj
, öllu skólafólkinu og segðu þvi a
1 eg voni að það drelcki vel af Mími
bninni i vetur og fljúgi gegnur
prófið að vori. Vertu svo bless
aður og sæll.
Þinn einlægur
Sigurður.
Leiðrctting.
Eg sé í blaði þinu dags'. 30. nó\
að drpvrð hafi verið um rúmtepp
sem Ingibjörg Clements hafi gefi
Jóns Sigurðsonar félaginu, og e
bað ekki rétt. Eg gaf þetta rúm
t'eppi og bað konur fél. )>ess a
peningamir sem inn kæmu fyri
bað vrðu notaðir í þarfir heimkom
inna hennanna. — Með beztu ósk
um til Jóns Sigurðsonar félagsin
og Lögbergs. Með vinsemd.
Helqa B. Runólfsnn
752 Pacific Ave., Wpg.
m “ELOI LAMMA SABAKHTANR’ m
I. Svo lítil frétt var fæðing hans í fjárhúsjötu hirðingjans, að dag og ártal enginn reit, um adur hans ei nokkur veit. Og jafnvel samtíð okkar enn sér ekki sína beztu menn, en bylting tímans birtir alt og bætir sumum hundraðfalt. pví mótmælt hefði hans eigin öld, að afmælið hans sé í kvöld, og tengt þann atburð ársins við að aftur lengdist sólskinið. Hann alla sína fræðslu fékk á fátæklingsins skólabekk; en sveit hans veitti sína gjöf, þar sérhver hæð var spámanns gröf. Og skálda, er höfðu hegnt og kent, en heimska lýðsins grýtt og brent, þar feður hjuggu hold og bein, en hlóðu synir bautastein. par birtist verka vitmn hans, sem vitjar sérhvers göfugs manns, það kall að hefja, land og lýð og lækna mein á sinni tíð. Og margur sagði hugarhlýtt: “Sjá hér er spámanns efni nýtt!” Og móðurástar ótti og von sá undra mann í kæmm son. Hann skildi glögt hvað gengi að, og guðrækni ei fremst var það, né smædd, né örbirgð ættarlands, og ekki kúgun Rómverjans. Hann sá að eigin elskan blind var aldarfarsins stærsta synd, og þyngst á afl og anda manns var okið lagt af bróður hans. Sem grimd og lymsku lengst til ver, að láta aðra þjóna sér, sem aldrc: sér að auðna þín er allra heilí, og þín og mín. Hann kendi að mannást heit og hrein til himins væri leiðin ein; hann sá að alt var ógert verk sem ekki studdi mannúð sterk. Um okurkarl og aura söfn hans orð ei vom gælunöfn; hann tók í forsvar fallinn lágt, sem féll af því hann átti bágt. Á orð hans hlýddu hrifnir menn, um hugsjón sem þeir glegðu ei enn; því Jiugi fangar háleit sál, þó hljómi rödd sem duliðs-mál. En alt sem sjálfs hans sál var ljóst að sæju aðrir, við hann bjóst. — Hvern sannleik þér sem auðsær er, að aðrir skilji ei, byrgist þér. Hve áhrifalaust orð hans lá í anda lýðs, hann glöggvast sá, er gagnstætt hverri hugsun hans hann hylla vildu konung lands. Og fjöldinn enn ei eftir tók, að ekki er hugsjón “lærdóms bók”, pví flestir halda hún hlotnist send í hugvekjum sé lærð og kend. En hún er sál þín sjálfs, með rök in sömu, þrá og hugartök, sem hins er stóð við hennar dyr, þó hundrað öldum lifði fyr. II. Að geta ei friðað bræðra böl, varð beizkjan í hans dauða kvöl — af slíkri ást og and^ps þrá hvað afdrifin þau virtust smá! “Minn guð, hví yfirgafstu mig”, frá gröf hans hljómar kring um þig, er sérðu heift og hjátrú lands sig hópa undir nafnið hans. III. En altaf getur góða menn, og guðspjöll eru skrifuð enn — hvert líf er jafnt að eðli og ætt, sem eitthvað hefir veröld bætt. Og löndin eiga mikla menn — og menningin sér kemur enn og geislar andans allir sér, í einnar sálar brennigler. Og sama 0g hans er sumra mein, 0g sama þeirra dauðakvein: í smáum brotum byrjað fá á blessun lands og hverfa frá. pá hugraun líður Jietja sú sem hreinsa vildi sið og trú, en deyr sem andstygð almúgans í útskúfun síns föðurlands. Og þjóðskömngur böl það ber, á banadægri er þreyttur sér, að fólk hans loksins sveik sig sjálft og sættum tók við minna en hálft. Og skádið hreppir hlutfall það, sem hversdags lífið þrengir að, sem hnígur undir önn og töf, með öll sín beztu ljóð í gröf. Og sjálfur bóndinn veit það vel, sem vildi græða kalinn mel, en hnígur svo að séð ei fær að sveitin af hans starfi grær. Stephan G. Stephansson. .
Bæjarfréttir,
Landinn ætti að muna eftir því
að Guðmundur Johnson er fluttur
aftur mit't á meðal þeirra. Hann
er vel þektur frá gömlum dögum
og ætti nú að njóta þess í viðskift-
um.
Friðfinnur Jónsson frá Grund i
Argvlebygð og kona hans kontu
hingað til bæjarins fyrra þriðjudag.
Komu þau hingað með fósturdótt-
ur sína til lækninga til Dr. Jóns
Stefánssonar. Þau fara heim aft-
ur á laugardaginn.
%---------------------
§igurður Jónsson frá Minne-
waken gaf $10 til 223. herdeildar-
innar. í frétt um það frá E.
Breckmann i siðasta blaði varð sú
prentvilla að það hefðu verið $5.00.
Axel Jónasson frá Elf-ros og
kona hans komu til bæjarins á
þriðjudaginn. Mrs. Jónasson var
að leita sér lækninga hjá Dr.
Brandson. Með þeim var systir
hennar, er Ethel, McNab heitir.
B. Bergson frá Minto í Manitoba
var á ferð hér í bænum á föstudaer-
inn var. Fór hann norður til
Hnausa að finna Jón bróður sinn
og dvelur ]>ar nokkra daga.
Mrs. Henrietta Magnússon frá
Nesi í Nýia í slandi er stödd hér í
bænum. Kom hún hingað til þess
að sjá Martein Sveinsson son sinn,
s,em hér liggur veikur.
Jón Ólafsson frá Upham i Norð-
ur Dakota var hér á ferð fyrir
helgina. Hann var samferða B.
Bergssyni frá Minto.
Sigurður Stefánsson, sem að
undanförnu. hefir dvalið vestur í
Vatnabygðum kom hingað til bæj-
arins 6. þ.m. og dvelur hér um tima.
Thor Jensson trésmiður frá
Kandahar er starMur hér í bœnum
um þessar mundir; ætlar hann
noröur til Nýja íslands og vera þar
nokkra daga.
Marteinn Sveinsson aktýgja-
smiður frá Elfros var fluttur hing-
að til bæjarins nýlega mjög veikur
af botnlanga bólgu. Var botnlang-
inn sprunginn áður en hingað kom,
en Dr. Brandson skar hann upp og
er liann talinn úr allri hættu. Með
Marteini kom kona hans og dvelur
hún hér á meðan hann er veikur.
Þau biðja Lögberg að flytja Elfros-
búum innilega kveðju og þakklæti
fyrir drengilega hjálp þegar þessi
veikindi bar að höndum.
Viglundur Davíösson fór norður
til Nýja íslands á mánudaginn og
býst við að dvelja þar hjá föður
sínum og frændum fram yfir jólin.
Henry Bjömsson frá Elfros var
á ferð í bænum fyrir helgina. Lét
hann vel af liðan manna þar vestra
yfirleitt.
Munið eftir að sækja fyrirlest-
urinn um Einar Benediktsson á
föstudaginn.
JÓn Argrímsson frá Elfros liefir
\ærið hér i bænum að undanfömu;
hefir hann verið hér sér til lækn-
inga.
Þórarinn Bjamason frá Elfros
kom hingað inn á laugardaginn;
var hann aö flytja hingað vagn-
hlass af gripum.
Mrs. Kristín Benson frá Selkirk
er nýkomin frá Hallson og öðmm
bygðum Norður Dakota og finna
dóttur sína og móður og fleiri
frændur og vini. Bað hún Lögberg
að skila bezta þakklæti til E>akota-
búa fyrir góðar og hlýjar viðtökur.
Með henni komu norður tvær syst-
ur Þórarins Sigfússonar á Elfros
og fóru þangáð vestur.
Ræða sem Thos. H. Johnson ráð-
herra flutti nýlega á liberal klúlAs-
fundi um verkamannalöggjöfina
birtist síðar í Lögbergi. Hún var
sérstaklega merkijeg og fræðandi.
Hentugur tími að tala
um frið.
Jafnaðarmanna blað segir að
pýzkaland hafa svarað kærunum
viðvíkjandi því að það væri að
þrotum komið með því að her-
taka Bukarest.
Berlin 8. desember; — Jafnað-
armannablaðið “Varwaerts” flytur
ritstjórnargrein um hertekningu
Búkarest og lætur það í ljósi að
aðalþýðing þess sigurs sé falin í
því að það sanni að staðhæfingar
bandamanna um yeikleika Þjóð-
verja hafi verið staðhæfulausar.
Bandámenn hafi haldiö þvi fram
að friðarfúsleiki von Bethman-
Holwegs' hafi stafað af þvi að
Þjóðverjar væru að þrotum komn-
ir; þetta hafi Bukarest hertekning-
in sýnt að væri ósatt.
Blaðið segir að einmitt nú sé
einkar hentugur tími til þess að
yinna að friöi, meö því að sigur-
inn í Rúmaniu geri allar frekari
staðhæfingar bandamanna um
veilcleik Þjóðverja hlægilegar;
“Það var logið að fólkinu”, seg-
ir blaðið, “þegar því var sagt að
Þjóðverjar væru að því komnir aö
gefast upp. Það var logið að því
þegar því var sagt að Þýzkaland
vildi fá frið aöeins til þess að koma
í veg fyrir óhjákvæmilegan ósigur.
Það var logið að því þegar því var
sagt að Þýzkaland vildi fá frið til
]>ess að koma í veg fyrir að óvinir
þess gætu unnið fullkominn sigur.
Hver getur þýtt friðarræður Þjóð-
verja sem merki um veil leika eftir
sigurinn við Búkarest?”
Endir greinarinnar er þannig;
“Aldrei hefir verið talað hærra
og alvarlegar um friö á Þýzka-
landi, en um nokkrar vikur að
undanfömu, og samt sem áöur
hefir Þýzkaland unnið þær sigur-
vinningar, sein ef til vill eru mest-
ar síðan striðiö hófst, einmitt á
þessum vikum.
Stjómir annara landa breztur
hugrekki til þess að stilla til friö-
ar. Þjóðverjar hafa hugrekki til
þess og verða að gera það. Þjóð-
verjar hljóta aö sýna friðarfúsleik
og vinna að friði, þangað til hinir
þjóöimar losa sig við þær stjórnir
sem hvorki geta unniö sigur né
samið frið. Friðartilraunir verða
að koma fram frá vorri hlið, og ef
þær mishepnast vegna óforsjálni
hinna þjóðanna, þá getum vér hald-
ið áfram með góöri samvizku
þangaö til síðar og hermenn vorir
halda áfram herför snni.”
(Þýtt úr "Free Press” 9. des.)
Herskip ferst.
Frakkneska herskipiö 'Suffren’,
sem fór frá Frakklandi 24. nóv.
er talið tapað; líkkgt þykir að því
hafi verið sökt og ekkert bjargast.
Skipið var 12,575 smálestir að
stærð og kostaði $5,000,000. Það
var bygt 1913, 411 fet á leng l og
70 feta breitt. Voru venjuleea á
því 615 manns. Skipfð var með 4
tólf þumlunga byssur, tíu 6,4 þuml.
og margar smærri.
200 embættislausir.
Svo segir frétt a föstudaginn að
200 embættismenn í canadiska
hernum sem komnir séu til Eng-
lands, séu embættislausir eða ó-
þarfir, en fái þó full laun og hafi
fengið um langan tíma. Kostar
þetta þjóöina 2,500 (tvö þúsund og
fimm hundruð dali) á hverjum
degi eöa $912,000 á ári ('svo að
segja heila miljón dollara).
Nýlega hefir verið skipaöur
maður yfir canadiska herinn, sem
Tumer heitir og er sagt að hann
muni hreinsa burt úr hemum þessa
dauðu limi. Það er haft fyrir satt
að hann rmmi ^kki líða þá lengi
sem álíta að hern^ður sé í því fólg-
inn að klæðast herforingja fötum
og taka á móti háum launum.
Sumir þessara foringja sem send-
ir hafa verið eru allsendis óhæfir,
ýmist fyrir aldurs sakir eða vegna
einhvers annars. Er sagt að
Tumer muni senda alla þessa “for-
ingja” heim aftur nema þá, sem
hæfir séu til þess að fara þegar á
vígvöllinn og viljugir til þess.
Hospítal fyrir 1,000 særða menn.
Læknanefndin í Canada sem sér
um særða hermenn hefir farið þess
á leit að Winnipeg tæki á móti
1,000 særðum mönnum og hefði til
hospítal fyrir þá. Þarf til þess að
stækka núverandi hospítal eða
byggja annað nýtt og kostar það
um $700,000. Sambandsstjómin
Icggur til Yí af kostnaði, bærinn
nokkuð og fólkið nokkuð. Dr. Jón
Stefánsson vcrður við þessa nýju
stofnun, sem herlæknir.
Fóru með 144. herdeiIdÍDni
bórarinsson — Anderson
Jón Þórarinsson er fæddur 4.
febrúar 1889. Föreldrar: Þórar-
inn Jónsson frá Hóli í Sæmundar-
hlíð og Sigríður Þorleifsdóttir frá
Reykjum á Reykjaströnd í Skaga-
firði. Ilann ólst upp hjá móður
sinni og síðara manni hennar Frið-
rik Friðrikssyni í Uigbergs bygð í
Saskatchewan. Gekk fjóra vetur
á Wtesley College i Winnipeg, en
innritaðist i 144. herdeildina í jan.
siöastliðnum og er nú kominn á-
samt henni til Frakklands.
Jóhann Pétur Jón Anderson er
fæddur 1894. Foreldrar: Ólafur
Andrésson, ættaður úr Skagafirði
og Guðrún Þorleifsdóttir frá
Reykjum á Reykjastrcmd í Skaga-
firði. Hann ólst upp hjá foreldr-
um sínum í Lögbergs bygö í Sask-
atchewan. Gekk einn vetur á
Business College í Winnipeg, en
innritaðist í 144. herdeildina í jan.
1916 og er nú kominn með henni
til Frakklands.