Lögberg - 14.12.1916, Page 2
10
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER 1916
Fáið yður “S0N0RA” til
Jólanna!
Alt beimilisfólkið verður himin lifandi glatt ef það sér að
“SONORA” er komin á heimilið á jóladagsmorgunmn.
“SONORA” er sannarlega þess virði að bæta henni á heimilið.
Iíljómleikurinn og skemtunin eru altaf velkomin, og það er víst að
aldrei verður hentugri tími að útvega sér þetta en einmitt nú.
“SONORA” tekur öll kringlótt hljómborð; hún hefir demants
nál fyrir Edison, “Sapphire” nál fyrir Pathé og margföldunar nálar
ábyrgstar fyrir “Columbia” og “Victor” hljómborð. Búin til úr
mahogony reyktri eik.. Útlitið einkar fagurt og smíði vandað; falleg-
asti kassi sem til er. Verð frá $57.50 til $300.00.
MJÖG LÁGAR AFBORGANIR
Það er mikils vert þegar verið er að kaupa til jólanna
að geta keypt með þeim kjörum að greiða lágar afborganir.
Aðeins lítil niðurborgun er nóg til þess að útvega á heimili
þitt hvaða hlut sem er í vorri stóru verzlun; þar sem ofmikið
er fyrirliggjandi af alls konar munum. Lágar mánaðarborg-
anir nægja fyrir það sem eftir er. Og mundu eftir því. Vér
setjum engar aukarentur fyrir þessi þægindi.
J. A. BANFIELD
'COMPLETE HOME FURNISHER*
492 Main Street, WINNIPEG - Phone G. i^So
Sé;a Magnús Jónsson
“Vestan um haf.”
Efckert er þaS nú um tíma, sem
meira er talaö um, en fyrirlestur
|iann sem séra Magnús Jónsson á
ísafiröi flutti heima, eftir aö hann
kom héöan aö vetsan, og sem liann
kallar “Vestan um haf.’’
Ritstjóri Lögbergs var svo hug-
ulsamur að birta fyrirlestur þenna
í blaöi sínu, og má f>ví ætla, aö hann
nú þegar sé kominn inn á flestöll
islenzk heimili hér vestan iiafs.
I>aö er naumast til j>aö málefni,
sem okkur mönnunum er svo sam-
eiginlegt, aö öllum sýnist eitt um
j>aö. Og svo kann lika hér aö vera.
En þó þykir rnér það sönnu næst,
að hér sé um undantekning að
ræða. Eg ’held að ö'llum Vestur-
slendingum hljóti að geðjast illa
að fyrirlestri jæssum. En j>að
byggi eg á því, að andi sá sem
liggur i fyrirlestrinum sem heild,
er ýmist öldungis ósannur eða
bygður á algerðu þekkingarleysi í
Jæim efnum, sem um er að ræða.
Hins vegar er hinn upphaflegi
tilgangur fyrirlestursins sá, áð
gera grein fyrir þvi, hvað er rétt
og hvað er rangt, af því marga ó-
samkvæma sem fréttist frá Áme-
riku heim til Islands. Tilgang!
þenna virði eg við séra Magnús.
En hann er því ðkki vaxinn að
svara slíkum tilgangi.
I>að er enginn hlutur cðlilegri
en J>að, að jægar við ætlum að
framkvæma eitthvað sem er vanda-j
samt og j>ýðingarmikið, }>á veljum!
við til j>ess J>á menn, sem bera gott J
skynbragð á }>að málefni út afj
fyrir sig Þetta kemur öllum
mönnum saman um. Þannig sækj-
ura við lækni til að binda um bein-
brot, en ekki smið. Við fáum klæða-
sikera til að sauma fyrir okkur ný
föt, en ekki jarðytkjumann, og þar
fram eftir götunum.
Nú held eg að aJlir íslendingar
vestan hafs og austan kannist við
það, að mikil ósamkvæmni á sér
stað í öllum þeim fréttum, sem ts-
lendingar heima fá í blöðum og
bréfum hér að vestan, og að slík
ósamkvæmni kemur ser illa og
getur unnið á móti ákjósanlegri,
bróðurlegri samvinnu. Þess vegna
væri gott að opinbera ábyggilega
skýmgu af högum og háttum ts-
lendinga hér vestan bafs, og jafn-
fram skýringu á því, hvað kom
miinnum til að flýja ættjöröina.
Þá gæti J>að leitt í ijós, hvort J>að
var eintóm léttúð og ræktarleysi,
sem olli brottförinni, eins og séra
Magnús' gefur í skyn í V. kafla
fyrirlesturs síns.
En bverjir eru færastir til að
gefa slíka skýringu? Eni J>að lífs-
reynslulausir unglingar, jafnvel Jx>
J>eir væru útlærðir prestar? Eru
J>að helzt }>eir menn, sem aldrei
hafa drepið hendi sinni í kalt vatn,
hvorki heima á íslandi né í Ame-
ríku? Menn, sem taka alt til síns
viðurværis og án allrar likamlegr-j
ar áreynslu, af öðrum ? Eða eru
j>að máske öllu heldur mennirnir, j
sem tóku út á sínum eigin likama
og sál erviðið og hugarstríðið, sem
loksins leyfði J>eim að freista gæf-
unnar annarsstaðar á guðs grænni
jörð? Menniríiir, scm í mörg ár
U]>p frá J>ví kvöldust af heimþrá
og söknuði, og ’höfðu engin hugs-
anleg ráð með að leggja sér til eina
Jómengaða skemtistund? Mennirn-
ir„ sem einir vita raunverulega
hvað ættjarðarást er. Mennirnir,
sem urðu að líða hér öll J>au harm-
kvæli, sem J>vi er samfara að yfir-
stiga Indiána, skógarbimi, úlfa og
allskonar illþýði, og hvað sem
kröftunum leið, að treysta }>ó
jörðinni einni til að lána sér lífs-
krafta enn þá fáein ár, sem kynnu
að hrökkva til að búa um ástvin-
ina, svo þem gæti J>ó liðið betur?
Mennimir, sem stigu sigrihrósandi
fram úr öllum Jæssum hörmung-
um og hafa nú loksins um frjálst
höfuð að strjúka?
Máske j>að séu öllu heldur þess-
ir menn sem geta gefið marg vott-
festa skýringu á því, hvað rak þá
frá íslandi og hvemig J>eim hefir
liðið og líður nú í Canada.
Svo ófyrirleitinn er fyrirlestur
séra Magnúsar, að hann er í raun-
inni ekki svara verður, enda er það
tilgangur minn að ræða meira
málefnið, sem fyrirlesturinn með-
höndlar, heldur en að svara hon-
um. ,
Eins og eg hef sýnt fram á, J>á
hefi eg fullkominn rétt til að minn-
ast á Jætta málefni, af því eg hefi
með fullri eftirtekt, en meiri still-
ingu, siglt allan sama sjóinn og
séra Magnús, en verð mikið leng-
ur úti en hann. Og af því hins-
vegar, að mér er ísland og íslenzkt
þjóðemi mikið of kært til þess að
mér geti staðið á sama, Jx> að
bornar séu mótmælalaust ósannar
og villandi fréttir á milli, og J>ess
eðlis, að þær hljóta að spilla góöu
samkomulagi og samvinnu.
Hins vegar stendur séra Magn-
ús illa að vígi. Eg J>ekki hann að
visu ekkert persónulega. En það
veit eg, að hann kom hingað vest-
ur sem útlærður prestur, en jafn-
framt lífsreynslulaus. Nú, J>ótt
mentunin sé undirstaða farsældar-
innar, þá er J>ó flest bókleg fræði
meira og minna skeikul, og alls
dkki á borð berandi, ef hún stríðir
á móti lífsreynslunni.
Ritháttur og ályktanir séra M.
benda ákveðið á það, að hann hafi
kvalist af ójradi hér vestan hafs.
Lærðir menn dæma ekki þúsundir
manna eftir framkomu eins eða
fárra, sem J>eim hefir fallið illa í
geð eða miskilið. Þeir hlaupa
ekki á hundavöðum, ef þeir eru
með öllu ráði. Framkoma séra
Magnúsar í fyrirlestri Jæssum
minnir menn ósjálfrátt á söguna
af manninum, sem var hræddur
við konuna sína og skreið innund-
ir rúm til að forða sér, en ]>ar leizt
honum svo vel á vígi sitt, að hann
fék kjark til að kalla hátt og
sagði þá með skýrum rómi: “Eg
er þó alt af húsbóndi á mínu heim-
ili.”
Þegar séra Magnús er kominn
nógu langt í burtu, og seztur að í
faðmi íslenzkrar umönnunar, —
I þá snýr hann sér við og kallar há-
um rómi:
“Þið verðlaunið börnin ykkar
fyrir að vera svo siðprúð, að nefna
aldrei íslenzkt orð. Þið skrifið um
alt milli himins og jarðar, framúr-
skarandi þreytandi, af því ykkur
brestur alla þekkingu. Þið eruð
ládauðir og andlausir. Þið kunn-
ið ekki einu sinn að skrifa kröft-
uga rskammir, ekkert nema mátt-
laus stóryrSi, eins og þegar krakk-
ar henda torfusneplum í mannýg
naut I ykkur eru aldrei neinir
fjörkippir, hvorki til ills né góðs.
Ritsmiðar ykkar eru ekki virði
prentsvertunnar. Þið eruð ó-
mentaðir alþýðumenn. Svo mikil
er óvandfýsni ykkar, að ykkar
vönduðustu tímarit hirða það og
birta, sem ekki væri litið við hjá
okkur. Það er ykkar þjóðarein-
kenni og þjóöarsiðir. Ef þið fáið
færustu ritstjóra, sem- vilja útiloka
þvaðrið og langlokurnar úr blöð-
unu,—þá viljið þið ekki blöðin
lengur, þau svara þá ekki lengur
andlega lífjnu hjá ykkur sem
þjóð.”
Það eru ekki margar áttir að
reka í í Tungu, sagði vinnumaður-
inn, )>egar hiúsbóndi hans spurði
hann eftir hvert hann hefði rekið
sauðina.
Það eru heldur ekki margar
áttir í séra Magnúsi. í gegn um
allan fyrirlesturinn stendur hann
| af hafís og köldustu átt í garð okk-
ar Vestur-íslendinga.
Eftir að dr. Guðmundur Finn-
bogason hafði farið hér um meðal
Vestur-íslendinga, í öllum stærri
bygðunum og víða þar sem séra
Magnús hvorki heyrði né sá,—þá
sagði hann: Að enginn þekti is-
lenzku þjóðina til hlýtar, sem ekki
hefði neitt kynst Vestur-íslend-
ingum.
Eg þarf ekki að hafa fyrir því
að útlista hvað felast muni í þessu
áliti Dr. Guðmundar, eða hver
mismunur sé á skoðunum hans og
áliti séra Magnúsar Og heldur
ekki þarf eg að gera grein fyrir
því hvor Jæssara manna hefir æfð-
ari og yfirgripsmeiri dómgreind til
að bera.
Eg held' allir, sem lesið hafa fyr-
irlestur séra M. muni fallast á það,
að nauðsynlega hefði hann þurft
að vera vel kunnugur Vesturrís-
Fendingum, bygðum þeirra og bú-
skap yfir höfuð, til J>ess, ef hann
væri vel vandur að virðingu
sinni, að geta opinberlega niðrað
og ásalkað okkur heima á ættjörð-
inni frammi fyrir vinum oðckar og
vandamönnurrr eins og hahn gerði.
En nú er það kunnugt hér vestan
hafs að séra M. var hvergi úti í
sveitum hér að staðaldri nema í
Norður Dakota. Og ferðaðist held-
ur ekki um islenzku bygðirnar hér
vestan hafs, svo hann eyddi tima
i það, að keyra manna á milli og
kynna sér hagi manna og háttu.
Þekking hans er því eingöngu mið-
uð við andlegar og efnalegar á-
stæður íslendinga í Norður Da-
kota. Nema hvað hann hefir
spurt á hlaupum, og hvemig sem
J>á fer um heimildir prestsins.
Nú skyldi enginn ætla, að eg
meini það, að aðrar íslenzkar bygð-
ir hér standi Norður Dakota fram-
ar, eða að presturinn hafi ekki séð
i J>eirri bygð nema það lakasta hér
vestan hafs. Nei! Langt frá.
Einmitt fyrir Jæssa sök er séra M.
óafsakanlegur. í Dakota hefir
hann séð nrargt, sem skarar fram
lír öllu sem algengt er heima á
ættjörð okkar, án ]>ess hann hafi
nokkra ástæðu ti'l að segja að ís-
lendingar hér }>ykst af slíku yfir
íslandi eða íslendingum heima.
—Séra M gefur ekki í skyn, en
fnllyrðir, að islenzkt þjóðemi líði
hér strax undir lok. Og kryddar
ar svo ritsmíð sína aftar og fram-
ar þeirri bróðurlegu ályktun, að
)>að sé líka það sem við keppumst
eftir og ástundúm með þvi að taka
strax upp siði og hætti Canada-
manna
Það er okkur Vestur-íslending-
um ekkert launimgarmál að við
óttumst að bjóðerni oklcar eyðist
með árunum.
En það er alt í senn, ódrengilegt
og ópresblegt gagnvart okkur og
litilsvirðandi fyrir þióðina heima,
að bera J>að á borð fyrir hana, að
okkur sé vel sem vart með íslenzka
þjóðemið, Jægar það hins vegar
getur ekki farið fram hjá neinum
lesandi manni, að við kostum fleiri
þúsundum dollara á hverju ári til
viðhalds islenzku þjóðemi.
Eg býst við, að með þessu sé
presturinn sem kennimaður að
sýna okkur Vestur-íslendingum
hvernig eigi að skamma kröftu-
lega, jafnvel án orsaka. Honum
getur ekki verið ókunnugt um það,
að okkur Vestur-íslendingum yfir
höfnð, er okkar óumflýjaftlega
J>jóðemishnigtiun mjög viðkvæmt
mál, og situr ekki á honum að særa
okkur með því, ef hann getur ekki
gefið okkur nein framkvæmanleg
góð ráð.
Honum er það ekkert ókunugt,
að við í flestum bygðum íslendinga
hér vestan hafs, höfum okkar ís-
lendingadaga, reglulegar hátíðir á
hverju ári, þar sem ekkert nema
islenzkt fer fram. Hann hlýtur at
hafa séð það oft, að jafnvel örvasa
gamalmenni kljúfa þrítugan ham-
arinn til að vera þar viðstödd til
að heyra ástkæra ylhýra, málið, og
veram int á allar háleitustu og
helgustu endurminningarnar já,
jafnvel séð mestu kjarkmenn í
einlægni hjartai.s tárfella, þegar
talað er vel um miðnætursólina,
heiðavötnin, svanasönginn, jökl-
ana, fjöllin, fossana, og þrátt fyrir
alt og alt, bændabýlin }>ekku. Já,
hann hl’tur að hafa h'eyrt og séð
unga menn, fædda í Canada, halda
ræður á slíkum hátíðadögum á
góðu íslenzku máli og dáðst að
íslandi, sögurika spekinga og
hetju landinu.
Séra Magnvis kannast við að að
við séum gestrisnir enn þá, en
kunnum ekki lengur að búa til
kaffi. Séum slkrafhreifnir, en
getum ekki um annað talað en
gripi og dollara. Gefum okkur
ekki tma til að lita i bók; Tímum
ekki að halda vinnumenn. Hér sé
ekkert Verulegt skáld til nema
Stephan G. Stephansson. En und-
ur af leirskáldum.
Ef séra Magnús hefði ekki gefið
fljótfæmi sinni lausan tauminn þá
hefði hans geistlega hlið boðið hon-
um að standa upp, áður en hann
ungaði Jæssum ófögnuði út.
Er sá nokkur maður milli fjalls
og fjöru á íslandi, sem trúir því,
að konumar okkar Vestur-íslend-
inga, sem fóm fullorðnar að heim-
an, kunni ekki að búa hér til kaffi,
af sömu baunum og seldar eru
heima fRio kaffi og Java kaffi) ?
Mér er ljúft að kannast við alt það
sem eyðir ósvífni prestsins, og skal
eg þá geta }>ess, að víða er ekki
hægt að búa hér til verulega
bragðgott kaffi, J>ar sem menn
hafa ekki náð i gott vatn. Það er
og víða siður meðal íslendinga
hér, að kaffikannan er látin standa
utan Vert á stónni allan daginn, svo
fljótlegt sé að gripa til hennar, og
kann J>á svo til að berai að kannan
fari eklki að mannvirðingu, ef
henar er vitjað í nasti.
Skyldi nokkur maður geta áttað
sig á því, að við íslenzku bændum-
ir, sem vorum upp og ofan áHika
vel gefnir og vel að okkur, eins og
embættisbræður okfcar heima, að
við séum nú—fyrir iþað að hafa
ferðast nokkuð um menningarlönd
heimsins, séð meðhöndlað ýms nú-
tíðar menningar áhöld, lesandi is-
lenzk blöð og timarit að heiiman,
og hafandi allar atkvæðamestu ís-
lenzkar nútímabækur í okkar lestr-
arfélögum, og víða í heimahúsum.
—að við séum samt nú orðnir mik-
ið fáfróðari og óviðmælanlegri ?
En við það ber að kannast, að
hér eins og heima, er misjafn
sauður í mörgu fé. Það getur og
haft J>ýðingu hér, að minnast á
J>að, að Vestur-íslendingum yfir
höfuð er efcki eins eiginlegt að auð-
sýna virðingu, fyr en raunverulega
hefir verið til þess unnið. Það er
skiljanlegt af tveimur ástæðum.
Er sú önnur, að enginn er Jæraður,
og getur það auðvitað komið sér
illa við einstaka menn, sem gefa í
ranninni meira fyrfir mannvirðingu
en manngildi. Hin ástæðan er sú,
að menn sem víða fara og umgang-
ast marga, tapa smámsaman fínasta
næminu fyrir kitlandi metnaðar-
þörf einstakra meðbræðra sinna.
Eg er sannfærður um, að marg-
ir íslendingar heima hafa lesið um
það, að um 300 þúsund Canada-
menn eru komnir i herinn I.angt
tim meiri hlutinn af J>eim eru ein-
hleypir vinnumenn úr landinu, og
viðurkent er það, að íslendingar
séu í )>eirra flokki að fullkominni
tiltölu. Trúir þá nokkur maður
prestinum til j>ess, að enginn
vinnumaður hafi hjá okkur verið
eða frá okkur farið?
Þegar tekið er tillit til J>ess hvað
íslendingar vestan hafs eru mikill
hluti af þjóðinni heima, þá verður
efckert vestur-íslenzkt hugsjóna-
leysi sannað með því, að við eigum
elcfcert afbrigðaskáld nema St. G.
St. En af því eg fór ekfci af stað
til að þykjast af neinu og ætla
mér ekkert upp að gera milli
bræðranna hér og heima, þá hirði
eg ekki um að fara út í mikinn
mannjöfnuð. En það hygg eg
samt að mörguni bæði hér og
heima, sé misboðið með því, ef
ekki má orða þá með skáldum:
Sig. Júl Jóhannesson, Þorskabít,
Guttorm, J. Magnús Bjamason
og fleiri.
Á öllum tímum höfum við ís-
lendingar átt okkar gersemisskáld.
En eg kannast fúslega við, að það
er blettur á íslenziku blöðunum
hérna megin hafsins, hvað þau
standa auðveldelga opin fyrir efn-
islitlu rímgutli.
Séra Magnús segir, að hér með-
al íslendinga sé það alsiða, að sami
maður leggi gjörva hönd á alt
milli himins og jarðar, og það á að
sanna óvandfýsnina sem þjóðar-
einkenni Vestur-íslendinga.
Þ'etta er ein af prestsins villandi
staðhæfingum, sem hann i hugsun-
arleysi notar til að lítilsvirða Vest-
ur-íslendinga.
Auðvitað kannast allir við það
að sérfræðingar í hverri grein sem
er, hafa margfalt tækifæri til að
ná hærra fullkomnunar takmarki
en þeir, sem margt hafa í takinu.
En frá íslenzku sjónarmði er hér
ekki um neitt slíkt að tala. Hver
einasti íslenzkur bóndi hér vestan
hafs finnur daglega til þess, hvern-
ig honum er eins og frámunað að
æfa sína fjölbreyttu dýrmætu ram-
islenzku hæfileika. Auðvitað or-
sakast J>essi flónska prestsins af
hans lífsreynslujeysi. Hann lík-
lega veit það ekki, að flestir ísl.
bændur h'eima smíða sjálfr undir
hestana sina. Að Jæir smíða sjálf-
ir vatnsfötur og mjólkurílát o.s.
frv. Yfir höfuð, að Jieir leggja
gjörva hönd á alt og að það verð-
ur þeim sagt til hróss. En hvemig
er J>etta hér? Alt J>etta er sótt í
bæina, 'kaupstaðinn með örfáum
undantekningum. Einstöku fram-
úrskarandi afkastamenn smíða og
lagfæra sjálfir búshluti sína. En
vegnah vers? Af því J>eir höfðu
sína íslenzku fjölhæfni með sér
þegar þeir fóru til Ameríku.
Séra Magnús gefur í skyn, að
íslendingar hér vestan hafs leggi
fé til þjóðþrifa h'eima, ekki af ætt-
jarðarást, heldur af tómu drambi,
og að J>eir séu heldur ekki eins
ríkir og J>eir látist vera.
Hvað við kemur ríkidæmi ís-
lendinga, þá er það með öllu ó-
hrekjandi sannleikur, að margir
islenzkir bændur vestan hafs eru
blátt áfram orðnir ríkir menn.
Skömmu eftir aldamótin dó hér
vestan hafs íslenzkur bóndi. Þeg-
ar búið hans var skrifað upp, þá
var það 50 þúsund dollara virði,
að frádregnum skuldum. Þessi
maður kom bláfátækur til Ameríku.
Hann var óheppinn nokkur fyrstu
árin, og græddi því efni J>essi á að
eins rúmum 20 árum, sem hygginn
og framtakssamur bóndi í sveit.
Á J>eim tíma, sem séra M. dvaldi í
Dakota, seldi einn íslenzki bóndinn
þar nokkuð af löndum sínum fyr-
ir 17 þúsund dollara, og annar ís-
lenzkur bóndi í sömu bygð keypti
þessi lönd, án þess að ganga sjáan1
Itega nærri sér. Líklega hefir séra
M. orðið þessa var, þó hann kæri
sig ekiki um að vitna í það.
Þessi sveit, sem eg bý í, er ekki
eldri en; 14 ára gömul, síðan ís-
lenzkir bændur settust hér fyrst að
á algerlega viltu landi. í fyrra
haust var fcomuppskera íslendinga
t þessari sveit um eina og hálfa
milíón dollara virði. Auðvitað
sannar það, að mikið var fram-
Iteitt, sem hlýtur að leiða af sér
jafría velmegun, J>egar erfiöleikar
frumbýlingsáranna eru yfirstignir.
Eg hefi tekið þessi dæmi til að
sýna á hverju getspeki prestsins er
bygð. En jafnframt vil eg geta
Jæss, að mér er ógeðftelt að rita
mikið um þetta, af Jyví eg hefi enga
tilhneigingu til að þykjast af neinu
slíku, að eins að draga sannleikann
fram í dagsljósið.
Aldrei er dýrseðlið auðsæjara í
manninum, en Jægar hann sækist
eftir að standa ofan á meðbræðr-
um sínum til að upphækka sjálfan
sig.
Það er óverðsfculdaður löðrung-
ur fyrir menn, sem hafa eins og eg
safnað í nágrenni sínu nokkrum
centum til stuðnngs íslenzku þjóð-
þrifafyrirtæki, og fundið J>að viða
hér, bvað góðan’og einlægan vilja
menn höfðu, J>ó sumstaðar væri af
litlu að tafca,— af því að ættjörðin
og hennar framtiðarfarsæld sýnd-
ist standa á bak við fyrirtækið.
að verða að hlita ástæðulausum
getsökum fyrir slikt.
Séra M. segir tmdantekningar-
laust, að alt af sé í blöðunum okkar
hamast með uppskeruna, hvað hún
sé mikil og hvað löndin og gripirn-
ir og alt sé verðmætt. En aldrei sé
getið um 'haglveður sem komi og
eyðileggi alt á svipstundu, og frost-
in, ofþurka, of mikla bleytu, ryð
og fleira.
Eg nenni ekki að eltast við
svona ástæðulaust rugl, Jyví allir
vita að aldrei kemur svo haglveð-
ur eða frostnótt, sem skemmir, að
ekki sé óðara komin fréttin af því
í blöðin og í bréfum heim til ís-
H 0 ÐI R
SeljiS ekki húSir ykkar heima
fyrir—þvi þiS fáiS ekki bezta
verS þannig. SendiS þær til
mln og skal eg borga
17c til 24c
fyrir pundiS. — SkrifiS eftir
verSlista og merkimiSum til
F. W. KUHN
908 Ingersoll St., AVinnipeg.
lands.
Presturinn drjfur up á sig gler-
augu, sem hann kallar gleraugun
hennar Freyju, en það er auð-
heyrt á öllu, að með þeim sér
hann alt öfugt. Þá fer hann að
tala um vinnuvisinda hjónaband,
sem við höldum mikið upp á. Þá
gefur hann og það út eins og al-
menna reglu, að karlmannslik séu
klædd í karlmannsföt og látin hafa
flibba nm hálsinn. Einu sinni hefi
eg séð það í 12 ár, sem eg er búinn
að vera í Ameríku. Það þykir hon-
um sem presti hálf-ergilegt, }>egar
knattleikamir eru farnir að verða
það eina sáluhjálplega í ‘ huga
manna. Hann segir og þá líka, að
knattleiksmenn séu hafðir í meiri
metum en ágætustu vísindmenn
og spekingar þjóðarinnar.
Vinnuvisinda hjónabandið )>tekk-
ist ekki hér. En af því séra Magn-
ús er drottins þjónn, J>egar hann
er að gefa saman hjón, þá veit eg
hann skrökvar þvi ekki, að hann
hafi guði þóknanleg gert nokkur
slik hjónabönd suður í Dakota.
Hvað viðkemur útfararsiðum hér
meðal íslendinga, þá eru þeir að
mestu leyti alveg eins og heima.
Þó er sá munur á því, að á lík-
kistunum er lítið lok vfir andliti
og brjósti hins framliðna; undir
loki ]>essu er rúða, og má í gegn
um hana sjá líkið. Ef ekki er
neina næma hættu að óttast, \á
býður presturinn vanalega við-
stöddum mönnum að }>eir megi fá
að sjá likið ef ]>eir vilji, áður en
það er borið út, eftir að húskveðja
hefir verið haldin; og hefi eg
haldíð að enþinn mundi hneykslast
á þvi..
Knattleikamir era upáhald
einkum ungra manna, og eins og
Norðlendingar eru spentir fyrir
því að frétta hver hefir orðið
skriðdrjúgastur á skautum á Mý-
vatni við ]>etta eða hitt tækifæri, á-
líka áhtiga valda knattleikamir hér.
En svo má af öllu gera, að ofmik-
ið sé. Og veit eg að knattleikar
ganga víða úr hófi. En gleiðgosa-
leg er sú meðhöndlun Jæssa máls,
og það af presti, að segja að knatt-
leikar séu að verða sáluhjálplegir í
huga manna.
Óvart er Jættaj orðið lengra en
eg ætlaði í fyrstu, og er }>ó margt
eftir að minnast á af hneyxlunar-
htellum séra Magnúsar. Hann
segir að hér læri menn til að ná
embœttum, en ekfci til að mentast.
Á Jiessari staðhæfing prestsins
hefi eg ekki hneixlast eins mikið
og sumir aðrir, því sjálfur hefi eg
fundið til þess hvað sumir lærðir
menn eru hér lítið víðsýnni en
bændagarmamir í plógsætinu, en
það hefi eg haldið að kæmi til af
því að slikir menn hefðu efnislaus-
ir verið, máske til alls. Hitt er ó-
eðlilegt, þar sem ekkert fast em-
bœtti er til, að ekkert nema verð-
I'eikar mannanna vinni hylli alþýð-
unnar.
En eg óttast það. að séra Magn-
ús sé ekki nógu mentaður til Jæss,
að kunna að virða kosti íslenzkrar
alþýðu, hvort heldur sem er aust-
an hafs eða vestan.
Mozart, 7. des. 1916.
Friðrik Guðmundsson.