Lögberg - 11.01.1917, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.01.1917, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JANÚAR 1917. The Huntsman By KRISTJÁN JÓNSSON. Whcre Mississippi’s might of floods is flowing, And river voices o’er the forest range; Where sunset’s elemental gold is glowing, And birds sing carols wonderful and strange; Where wolves like shadows rush through forest-spaces And weary stag before the hunter flees; Where warily his prey the panther traces, With eyes of peril gleaming through the trees. There as the radiance of ev'e was gleaming, And failed the mild magnificence of day, Where through the forest lawns the floods were streaming, There gazed upon them—silvering to gray, A stalwart hunter on his robe reclining, Beside his gun, awearied from the chase, And with a sombre eye intently shining, He murmered as his musings rose apace; “Who is so lone, forelorn and unbefriended ? —The thought my mind is helpless to ignore— Who in the wrongful tide of times has wended His way so far from all he loved before. Days of my youth and friends of youth are vanished, Also the alchemy of boyish dreams, There rush upon me visions time has banished, Where memory through starry spaces gleams. ____ Translated by Rev. R. FÉLDSTED “My youth has vanished like the summer roses; My days are leaves upon the autumn breeze; The snow of age upon my locks reposes; My day of fame forgets its melodies; And over sorrow-shadowed hours sweeping, The lightning glance of memeory dismayed, Sees broken friendships, love that turned to weeping And follies sad and innocence betrayed. “My skein of sorrows I would not unravel, Nor wish on wings of memory unfurled, ’Midst troubled ghosts of former days to travel, That rise in angry judgment of the world; I fled the shining scenes of youth, a weary, And roamed afar by land and chilly sea, I longed for peace *through many moments dreary, And in this forest she keeps tryst with me. “There may be little here to please another, And slender solace live within this place; There is no friend, there is no loving mother, Nor smile that shines upon a human face; No hand that strokes the brow when tears are shining. Nor voice that bids a fainting hope to live; No gentle head upon my breast reclining, Rejoicing in the lov'e my heart could give. “But that cannot disturb me, to a measure, ,Thorvaldson og Miss Hermann; sú fyrnefnda meö sína tilþrifamiklu tónbreytingu, svo áheyrendum finst likast eins og skelli á stórþrumur, stormur og eldingar, en á næsta augnabliki blíöviðri og blæja logn, en þó svo tignarlegt bergmál af hljómllTæöinni; og sú síöarnefnda þar,- sem rómur klífur þögnina svo fjötbreyttur á sömu mínútu, stund- um svo töfrandi, blíöur og þrung- inn sem ámiöur og aftur svo sterk- , ur og hótandi eöa svo biðjandi og viökvæmur. Og allur fjöldinn kann- ast við hina alþdctu snild Miss S. Frederickson, þar sem fingurnir eru svo þaulæfðir í að leiða í ljós verk andlegrar fullkomnun- ar og jafnframt lýsa sálarástandi og dýpstu þrá mannsandans í ýmsum tónstiga breytingum, annaöhvort hugljúfutn'og angitr blíöum en þó fjörugum fuglakliö, eöa í þeim stetkasta hreim af hafróti sem flyst frá djúpi sjávarins. Einnig eru söngmennimir, Jón- assons og Metúsalemsons bræður víst flestum kunnir aö sinni ágætu sönggáfu og þarf því ekki frekar aö lýsa, nema hvað mér fanst að söngflokkurinn allur 'í heild sinni sýna frægð sína í þetta sinn sem endra nær. En um sönglistina í hcild sinni leyfi eg mér aö bæta hér viö stefi eftir hagyrðinginn “Yndó”, þar sem hún Ikemst svo aö oröi: “The suns of France beheld my infant hours, In that fair land my noble parents stayed; Upon the banks of Seine I plucked the flowers, A merry boy I gambolled there and played; And hand-in-hand in happy jubilation, We roved together little playmates small, And all showed love and true consideration; A happy beauty hovered over all. “Paris, where first nty infant eyes saw morrow, Thy magic vision fascinating gleams, Where folly strives to drown the voice of sorrow, And lure it to strange wonderlands of dreams. I mind the thrilling lute-string softly sounding And sparkling wines in glowing beakers pearled; I dwelt with friends in happiness abounding, Nor knew the feigning, dark-dissembling world. : ‘ I well remember lustrous black eyes glowinig, And trembling smiles upon the fervent lip, The lily hand and massy ringlets flowing, That wrench the heart in lov'e’s enthralling grip; I dreamed of bliss and rapture heaven-scorning, And little thought what bane the fates would brew; My heart was then as happy as in morning The lily cooled in silver-shining dew. My day can be serene, apart from these; For I have drunk the world’s gay cup of pleasure, And found it bitter to the very lees: Far o’er the world, mtthinks, is ever driving A floating vapor and deceiving lure; In solitude its opposites are thriving, The things exalted, and sincere, and pure. “I woUld abide in these haunts forest-shaded, And when my course is finished, I am fain To lie there under falien leaves and faded, In slumbers sweet without a sense of pain; And I shall hear the nightingale in dying, My sighs be hushed on twilight breezes free; And then the world, to giddy follies flying, Will loudly laugh, without a thought of me. And when the day is fading in the gloaming, And the last golden gleams have taken flight, My wistful spirit, in these bowers roaming, Will court the mellow quietude of night, And smile as in the happy day of childhood, Against the friendly radiance of stars, And vanish in the flowers of the wildwood, When dawn glows on the hills in golden bars.” —Minneota Mascot. Bréf frá Gimli. Stundum þegar verið er að spyrja mig, bæði í bréfum og munnlega, h\ernig þaö gangi á Gamalmenna-heimilinu. — Hvernig öllum líði, — þá dettur mér i hug, að Mr. Amór Árnason hafi ekki verið staddur lajigt frá spádóms- gáfu. þar sem hann í gnein sinni i fyrra vetur um svipað leyti og nú, nefnir Gamalmenna-'heimilið: “Óskabarnið”. — Þ'ví ekki er æfin- lega spurt af forvitni, heldur af einlægri hluttekningu, og áhuga fyrir því að alt gan^i hér vel. Og þó ekiki væri n'ema svipurinn, sem talar oft meira en orð, — þá eru þó verkin. Og “af ávöxtunum skuluð þér iþekkja þá”, og þarf ekki nema að Iita i fréttablöðin og gjafalistana til þess. Svo er ótal margt þar fyrir utan, sem aldrei hefir fæðst á pappírs-jörðina. Má sem dæmi upp á það nefna þau Kernesteðs- hjón, Mr. og Mrs. H. Kernesteð, sem eiga heima á Kjarna hér skanit frá Gimli, og hafa þau nú í meira en stöðugt heilt ár sent hing- að skéyr fágætt skyr), sem hefir stöðugt nægt handa öllu heimilinu, og aldrei orðið á milli, svo enginn ölundarsvipur hefir þurft að koma á nokkurt andlit yfir vöntun á skyri. Svo er meira og meira, sem eg 'ekki man i svipinn, sem er tal- andi vottur um góðfýsi fólksins til þessa heimilis. Til dæmis núna um jólin sendi kvenfélag Fyrsta lút. safnaðarins i Winnipeg ýmislegt til jólagjafa, svo allir liafa fengið eitt- hvað. Það er eins og konurnar, eða kvenfélögin geti klofið alla örðugleika. og einlægt verið eitt- hvað að hjálpa einhverjum, þar sem neyðin með öllu sinu fylgdar- liði er á ferðinni, eða |>ar sem lik- indi eru til að hún muni geta komið. Svo tók Dr. Brandson upp á því að senda hingað á jólunum tvo stóreflis “tyrkja”, sem áttu víst að herja á oikkur gamalmennin og leggja alla í húsinu undir sín yfir- ráð, en þar á urðu hausavíxl. Allir hér á heimilinu sýndu hina mestu hrCysti; og svo fóru lerkar þó örð- tigt gengi að “tyrkimir” urðu sigraöir, og allir ánaegðir með þann bardaga. eða komu þeirra; og beiddu blessunar yfir alt hið góða í öllum heimi.— Svo hefir eflaust Mrs. Pálsson í Leslie dreymt eitt- hvað um ]>að að jólin myndu að einhverju leyti niinna á hangiket, því hún sendi hingað góðan skerf af þvi, svo allir gátu vel munað eftir hangiketinu heima á fslandi, — enda var það auðséð á sumum andlitunum að hugurinn sveiflaði sér heim til islenzku baðstofanna.— Einhverjum, sem les nú þenna greinarstúf, kann að finnast að alt of mikið sé nú talað um mat og matargjafir; því alt er þetta sem eg hefi nú minst á mat-gjafir frá þessum áminstu mönnum. En gæta verður að því, að nú á þessum ein- kennilegu og mjög alvarlegu tímum, er matur engu siður mikils virði en peningar og hver önnur auðlegð. Hvað snertir heilsu og liðan fólks hér á heimilinu þá er hún heldur góð, þegar miðað er við það sem vænta má um fólk á þeim aldri, sem þetta hús hefir að geyma. Samit kom hér fyrir jólin ljót kerlingar- skrugga, sem hét “Mrs. Influenza og sagðist hún hafa komið við höfuðborginni Winnipeg og vera nú kornin hingað. Hún gerði boð fyrir hvem mann i búsinu og sarð- ist hafa erindi, og allir fundu hana eitthvað og báru á eftir mismun- andi meniar um komu hennar. En þegar eg iheyrði að komin væri frú frá Winnipeg, flanaði eg út, en Iþegar eg sá að þetta var Mrs. Influenza, ætlaði eg að flýta mér inn aftur, en hún varð fvrri til, oe greip mig um hálsinn. Og núna á meðan eg er að skrifa þetta er hún hér inni hjá mér, en ósköp sann- gjöm og kurteis enn, þvi hún veit af rúðunni á glugganunv sein eg get opnað á hverri minútu sem eg vil, bæði dag og nótt; hún veit að lífsloftið er hennar versti óvinur En rúður, sem hægt er að opna, em í öllum herbergjum og stofum hér á heimilinu, svo að likindtim stend- ur hún ekki lengi við hér. — Eg er nú búinn að segja ykkur sem af góðvild ykkar er svo ant nm að h'eyra héðan frá Beteþ það allra helzta, sem, er frekar góð heilsa, og hylli allra góðra drengja og göfugra kvenna. Þama kemur það, sem prestamir eru einlægt að hamra á við okkur mannanna böm, að maður sé of 'holdlega sinnaður, taki hin líkam- legu gæði, tnat og drykk, fram yfir hin andlegu. — Eg gleymdi alveg að minnast á hinar andlegu vel- gjörðir okkur B'etelbúum til handa. — Og því er það fyrst, sem næst er: Um jólaleytið, 27. desember, kom hingað söngfól'k frá Winnipeg til þess að skemta okkur með söng og hljóðfæraslætti. í flokknnm voru ‘]>essir: Miss Sigriður Frið- riksson, Miss Efemia Thorvaldson. Miss Halldóra Hermann. Davíð Tónasson og þeir bræður Bjöm og Halldór Metúsalemsson. Einnig komu hingað í sumar sem leið þau hiónin Mr. og Mrs. P. Dalmann í Winnipeg, og söng Mrs. Dalmann rnörg falleg lög, en hann spilaði. Siðar í sumar komu hingað þau hjónin Mr. og Mrs. H. Thórólfsson og böm þeirra. Söng Mr. Thór- ólfsson öll þau islenzk lög og vísur, sem við hér öll könnuðumst við, en döttir þeirra, sú eldri spilaði. Og fór þetta fólk alt héðan aftur með heillaóskum og kæru þakiHæti fyrir góða frammistöðu. Einnig kom hér i vetur Mr. Jón Friðfinnsson frá Winnipeg, gerði hann við orgel- ið hér og söng fyrir fólkið mikinn part úr kveldinu. Alt þetta fólk vann fyrir ekki neitt, aðeins til }>ess að skemta okkur hér. Sögðu það menn mér vitrari í söngfræði að þetta væri alt bezta íslenzka söng- fólkið i Winnipeg. Og af því að eg var einmitt að láta góðan rjóma góðgjörðasemi konanna hér á Gimli bæði sem kvenfélag og hver einstök út af fyrir sig, og koma þær oft margar í hóp með kaffiveitingar og tilheyrandi góðgæti hingað heim á heimilið, og síðast komu þær núna rétt fyrir jólin. Þó eg nefni hér konurnar ein- ungis, eiga blessaðir karlamir þeirra heiður og þakkir fyrir það að kunna að meta kosti þeirra, og hindra þær ekki á braut þeirrar dýgðar, sem . heitir gestrisni og góðsemi. — Svo að endingu skal af okkur öllum hér á heimilinu gefin viður- kenning með þakklæti fyrir undur snotra og velhugsaða sendingu hing- að til B'etel á jólunum. Það var pakki með 30 jólaspjöldum, öllum af sömu tegund1: Trú, von og kœr- leiki i gyltu málverki innan i græn- um hjartalögðum kransi, og gleði- leg jól með gyltu letri fyrir neðan, en innan í eru mjög falleg og vel valin orð og smekklegar vísur eða erindi með gyltu letri. Þessi jólaspjöld eru búin til af Mr. Andrési Helgason á Baldur og send af honum með vinsamlegri kveðju til allra hér á heimilinu. Og send- ist hér með kveðja til hans frá öll- um meðtakendum. Gleðilegt og gott ár til ykikar allra sem látið yklkur ant um okkur gamla fólkið hér og spyrjið mig frá Betel. Gimli 1. janúar 1917. Jakob Briem. — Óvilhalt álit. Eg verð að biðja afsökunar á því að eg er ekki fær um eða vön að skrifa um söng né hljóðfæraslátt, svo ef fólki likar ekki það sem eg ætla hér að segja, þá vona eg að það samt virði mér vanþekkinguna til vorkunnar. En mig langar til að láta í ljós ánægju þá, er eg naut á samkomunni sem haldin var i lútersfcu kirkjunni á Gimli þann 28 des., til arðs fyrir gamalmennaheim- ilið Betel. En eg er máske nokkuð sérstök með það að mér finst eins mikil þörf á andlegri fæðu eins og þeirri líkamlegu, og í þetta skifti fanst mér eg njóta hennar í ríkum mæli, hvað s»em öðrum kann að hafa fundist. Og eg álít að Gimlibúar hafi fengið bæði vel ti’reiddan og ódýran kveldverð. Ekki má heldur minna vera en söngfólkið fái viður- kenningu víðar að en úr einum stað, fyrir sína snildar framkomu og miklu fyrirhöfn. En of fátt þótti mér sækja slíka sikemtun; aðeins liðlega fimtíu manns, sem siálf- sagt hefir stafað af þvi að fátt er af mönnum á Gimli nú um þessar mundir; var það því ekki söng- fólkinu að kenna og var það mikið kærleiksverk að svneja fvrir bless uð gamalmennin, eins og það gerði í kaffið mitt þegar þetta var sagt, 1 seinni part snnnudavsins á heimil- þá datt mér í hug, og eg sagði það: | inu Betel. Þvi hefir hlo'ið að Þetta fólk, sem einhver hulinn 1 finnast unun að hlíða á bœði fjór- kraftur hefir sent hingað að Gimli. raddaðan og tviraddaðan söng, þar til Betil, er þá rjóminn ofan af hinu islenzka söngfóliki Winnipeg- borgar. Bkki má eg enda þessar línur svo að eg gleymi því sem næst er: sem raddir karlmanns og kven- manns samblandast eins óháð eins og sólskinið sameinast r'agsbirtunni. Og þá efcki síður h'nir indælu ein- söngvar, sérstaklega þeirra Miss Eg lúti þér hrifin hIjé>mdrotning blíð með hreinleikans trú, sem í rödd þinni geymist, þú dansar á öldum sem álfamær frið í ómælis hafið, hvar hlýgeislinn leynist. Þú átt ljós sem burt hrekur hvert lamandi stríð unz lífið og vinina um tign þina dreymir. Ein af áheyrendum. Mannalát á Islsndi s ____ Nýkomið bréf frá Islandi flytur tvær dánarfregnir, Sem hér grein- ir:— Guðni Einarsosn, fyrrum bóndi á Bálkastöðum Hra-n>) í Hrúta- firði. Hann var fæddur að Sól- heimum í Dalasýslu 2. sept. 1858; andaðist 10. okt. 1916 á Borðeyri i Strandasýslu. Guðni sál. var mjög vel gefinn maður og vel metinn í hvivetna. Ekki var hann skóla- genginn, en þó einkar vel að sér í mörgum greinum. Reikningsmað- ur var hann tainn með afbrigðum, ritaði fagra hönd og var fróður mjög um sögu, sem mörgum ís- lendingum er töm list. Námsgáfu hafði hann óvenjulega góða og kunni heila rímnaflofcka og ljóð, sem hann nam jafnótt lestri, enda var hann sjálfur hagorður vel, þó litt aefði hantMfá&uþá. Umimarga vetur starfaði hann að kenslu ung- linga og eldri, en vann á Borðeyri að verzlunarstörfum eUa. Kona Guðna sáluga, Guðrún Jónsdóttir, (systir Jóns sál. Hrafm'als, er margir }>ekttt hér vestan hafs, sem austan), gáfuð kona og atgervileg, dó 30. maí I9<í6. Þeim mun hafa orðið sjö bama auðið, og syrgja nú fimlm, }>au er á lifi eru, foreldra sina hina ástríku og umhyggju- sömu. Sonur þeirra einn er séra Jón, prestur i Staðarhóldþingum í Dalasýslu. Dóttir þeirra ein er út- skrifuð úr kennaraskóla á íslandi, og vist einn sonur byrjaður á Skóla námi. Bróðir Guðna sál. er Jón Einarsson, Foam Lafce, Sask. í bréfi frá bændaöldungnum Finni Jónssvni á Kjörseyri, sem var svo að segja i nágrenni Guðna sál. alla æfi, farast honum þannig orð: “Það eru fleiri en eg, sem trega Guðna sál. Eg hefi efcki þekt eins vinsælan mann eða að minsta kosti vinsælli og voru Iþó allargir sem kvntust honum, bæði flestir viðskiftamenn Riis Verzlunr og ó- tal fleiri, og allir lulku upp sama munni um þenna glaða og göfug- lynda hugljúfa 'hvers manns, og þykir þar mörgum skarð fyrir skildi vera” Þessi frásögn er ekki fleipur ettt út í bláinn, eftir ein- hvem ópennavanan oflátung. Hr. Finnur Jónsson er óefað einn hinna allra merkustu bænda í Stranda- sýslu, og þektur um land alt, fyr- ir fjölmargar ritgerðir í blöðum og tímaritum ('t.am. Skirni og And- vara o.fl.), og hefir lan^sjóðslaun til að safna og rita ýmsan “Sögu- legan fróðleik”. Óefað verður Guðna sál. frékar minst í blöðum á íslandi. Jón J'órðarson, um fjöHamörg ár bóndi i Skálholtsvík í Stranda- sýslu. Hann var há-aldraður maður, fæddur 1828, mun hafa dáið í byrjun októbermán. 1916. Tón sál var starfsmaður mikill, sem bújörð hans ber ljós merfci. Smið- ur á tré og jám og atgervismaður um marga hluti. “Úlíkur var hann at mörgu því er öðmm mönnum var titt” mátti seeja um hann. Bók- fræðiWa þekfcingu, af eigin ram- Irik, hafði hann lanet fram yfir vranna sina, las mikið og muVidi flest, er hann las. Hugsunarveg- ir hans l'gu fram í átt, en ekki til baka, eins mjög og sumra annara. t’ótti mörgum jþví sem hann væri sérvitur, og fejrst svo jafnan við menn. sem me'þa og skyrar hugsa en fjöldinn eerjr. Tón var orð- heppinn maðurjog lét stökur fiúka ef á lá, en mvnjdi þó fremur teliast til alvörueefinnja manna. Góð var vist að Skálho'tjsvík og var þó unn- ið af kaopi mifclu og frístun ’ir fá- ar. Að nota tímann vel áleit Jón hvers manns ikyldu. Konu sina, Guðnýju, ágætiskonu hina mestu, misti Jón fyrir mörgum árum, og var eítir hennar daga til heimilis hjá syni sínum, Jóhannesi, sem tók við búi föður síns. Annar efnis- bóndi, sonur Jóns, er Magnús, bóndi að Miðhúsnm í Hrútafirði. Sveitungar Jóns eiga hér á bak að sjá einum sínum bezta manni, og meiri manni en þeir á stundum virtust meta mann. Kunnugur. Guðsfriður Eftir Selmu Lagerlöv. TNiðurl.) Seinna um daginn sat húsmóðirin á sama stað og var að lesa í bibli- unni. Ilún var alein; kvenfólkið hafði farið til kirkju en karlmenn- irnir voru á bjamaveiðum úti í skógi. Jafnskjótt og Ingmar Ing- marsson hafði hrest sig á mat og dryfck, fór hann út í skóg og lét syni sína fara með sér; því það er skylda hvers einasta manns að drepa bjöm hvar sem hann finst og undir hvaða kringumstæðum sem hann finst. !Það dugar ekki að hlífa bimi, því fyr eða síðar fer svo að hann verður gráðugur í kjöt og þá þyrmir hann hvorki mönnum né sfcepnum. En iþegar þeir voru famir varð húsmóðirin gamla gagntekin af skelfingu og hræðslu, og svo fór Ihún að lesa í biblíunni sinni. Hún las guðspjall dagsins, sem einnig var texti fyrir ræðu prestsins, en hún lcomst ei lengra en að orðun- um; “Friður á jörðu, velþóknun yfir mönnunum.” Hún sat grafkyr og starði á þessi orð döpmm augum. Hún and- varpaði djúpt öðru hvoru. Hún las' éfcki lengra, en séint og fjörlaust, eins og henni var lagið, endurtók hún hvað eftir annað orðin: “Frið- ur á jörðu og velþóknun yfir mönn- unuin.” Elzti sonur hennar kom inn í stofuna rétt í þvi að hún ætlaði að fara að byrja á orðunum einu sinni enn: “Mamma!” sagði hann þýðlega. Hún heyrði til hans en leit ekki upp frá bókinni. “Ert þú efcki með hinum piltun- um úti í skóginum?” sagði hún. “Jú, eg var þar,” svaraði hann, 'enn þá þýðlegar. “Komdu að borðinu, séo eg geti horft á þig!” sagði hún. Hann kom nær henni og sá hún þá að haiyi titraði. Hann varð að styðja höndunum þétt á borðið til i}>ess að geta staðið kyr. “‘Hafið þið náð birninum?” spurði gamla konan. Hann gat engu svarað en lirysti höfuðið. Gamla konan stóð upp og gerði það sem hún hafði ekki gert síðan drengurinn hennar var barn. Hún gekk til 'hans, tók í handlegginn á honum og dró hann að bekknum. Hún settist siðan hjá honum og tók utan um hendurnar á honum. “Segðu mér nú hvað skeð hefir, drengur minn!” sagði hún. Hinn ungi maður kannaðist við hluttekningar- og bliðu atlotin, ,sem höfðu huggað hann og styrkt áður fyr, þegar eitthvað gefck að honum og illa lá á honum. Og þetta hafði svo sterk áhrif á hann að hann fór að gráta. “Það gengur líklega eitthvað að honttm föður ykkar,” sagði ihún. “Það er verra en það,” svaraði hann með efcka. “Verra em það?” Ungi maðurinn hágrét eins og barn. Hann hafði efckert vald á röddinni. Loksins/ íyfti hann upp hendinni, sem var stór og hrifcaleg með breiðum fingrum, og benti á bókina einmitt þar sem móðir hans hafði verið að lesa—éinmitt á orð- in: “Friður á jörðu.” “Er }>að nokkuð viðkomandi því?” spurði móðir hans. “Já,” svaraði hann. “Er það nokfcuð um jólafrið- inn ?” “Já.” “Og guð hefir refsað okkur?” “Já, guð hefir refsað okkur.” Svo sagði hann henni hvernig það hafði viljað til. Þeir höfðu fundið bjama.riiýðið eftir talsverða erfiðleika, og þegar þeir voru komnir svo nærri því, að }>eir gátu séð kvistahrúguna, staðnæmdust beir til þess ð hlaða byssurnar. En áður en þá varði, ruddist björninn út úr hýðinu og stefndi rákleiðis til Iþeirra. Hann leit hvorki til hægri né vinstri, heHur stefndi beint á Ingmar gamla Ingmarsson og veitti honum hebarhögg með hrammin- um beint ofan á höfuðið, svo mikið að hann féll til iarðar samstnudis eins og hann hefði orðið fyrir eld- ingu............... Biöminn réðst á engan annan í hópnum en þaut fram hjá þeim i hendingsfcasti og út í skóg. Eftir hádtegið óku þau kona Ing- mars Ingmarssonar og sonur ihenn- ar 'heim til prófastsins til þess að láta hann vita af dauðsfallinu. Sonur hennar hafði orð fyrir þeim og gamla konan sat og hlust- aði með svo staðfestufullum svip, að vel hefði mátt villast á henni og steinlíkneski. Prófasturinn sat í hæginda- stólnum sínum rétt hjá sikrifborð- inu. Hann hafði skrifað nafnið i dánarskrána. Hann hafði gert það fremur hægt og seint. Hann vildi fá ráðrúm á meðan til þess að hugsa sig um hvemig hann ætti að haga orðum sínum við ekkjuna og son hins látna. Þv þetta var sannarlega meira en meðal dánar- fre°m. Sonur gamla mannsins ''afði sagt prófastinum afdráttar- laust hvemig þetta hafði viljað til; HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssöium en }>að var prófastinum áhugamál, | að komast eftir því hvernig þau mæðginin litu á málið. Það var afar einkennilegt og dkki eins og fólfc gerðist flest—þetta Ingmars fólk. Þegar prófasturinn hafði látið aftur bókina, hóf sonur hins látna máls á Iþessa leið: “Okkur langar til þess að láta yður vita það, herra prófastur, að við viljum ekki að æfisaga hans eða neitt af henni sé lesið upp í kirkjunni.” Prófasturinn lyfti gleraugunum upp á ennið og horfði rannsakandi framan í gömlu konuna. Hún sat alveg í sömu stellingum og fyr og henni sást ekki bregða fremur en áður. Að eins velti hún dálitið í höndum sér vasklútnum sem hún hélt á. “Við viljum láta jarða ihann á virkum degi”, sagði ungi maður- inn enn fremur. “Er það virkilega!” sagði pró- fasturinn. Hann gat tæplega trú- að sínum eigin eyrum. Að grafa Ingmar gamla Ingmarsson án allr- ar viðhafnar! Var Iþað mögulegt, að jarðarför hans ætti að fara fram án þess að allur söfnuðurinn og all- ir í grendinni stæðu uppi á hólum og hæðum til þess að reyna að sjá dýrðina og viðhöfnina þegar hann væri borinn til grafar! “Það Verður engin erfisdryfclcja. Við höfum látið nágranna okkar vita af því, að þeir þurfi ekki að hafa nofckum undirbúning fyrir jarðarförina.” “Er það virkilega; er það virki- lega!” sagði prófasturinn aftur. Hann gat ekki látið sér detta eitt einasta orð í hug annað en þetta. Honum var það fullkunn- ugt hvað það þýddi fyrir fóllkið að fara alls þess á mis, sem venjulega fór fram við erfisdrykkju. Hann hafði séð bæði ekkjur og munaðar- leysingja huggast við það að veglég erfisdrykkja hafði verið haldin. “Það verða engir víð jarðarför- ina nem eg og bræður mínir,” sagði ungi maðurinn enn fremur. Prófasturinn horfði fast framan í gömlu konuna, og það var eiris og hann segði með augunum, að þetta tæki þó engu tali. Það var idins og ‘hann spyrði hana þegjandi hvort það væri mögulegt, að hún væri samþyfck þessum ósköpum. Hann spurði sjálfan sig, hvort það gæti verið að sonur hennar talaði máli iþeirra beggja eða þetta væm einungis hans eigin kenjar, sem hún ef til viJl sætti sig við þegj- andi en nauðug. Hún sat þarna steinþegjandi og honum fanst eins og hún væri svo utan við sig að hún léti það að feins líðast, að hún væri svift því sem hlyti að vera henni kærast og hjartfólgnast—kærara en gull og silfur. “Við látum ekki hringja kirfcju- klukkunum og við látum engan silfurskjöld á Ikistuna. Við mamma höfum komið okkur sam- an um að hafa það svona; en við segjum yður frá þessu öllu, herra prófa'stur, til þess að fá álit yðar um það, hvort við munum gera pabba rangt til með þessu.“ Nú rauf gamla konan þögnina. “Okkur þætti vænt um að fá að heyra hvort yður, háæruverðugi herra prófastur finst að við með íjæssu gerum hinum framliðna rangt til.” Prófasturinn þgði og gamla kon- an bætti við með enn þá meiri á- kafa og alvöru: “Eg verð að láta yður vita það, háæruverðugi herra prófastur, að ]>ótt Ingmar sál hefði syndgað á móti konginum eða yfirvöldun- um eða þó eg hefði orðið að skera hann niður af gálganum, þá ökyldi hann samt hafa hlotið eins heiðar- lega greftrun og faðir ihans hlaut, þvi Ingmars ættin óttast ekki neina menn né mannadóma og Ingmars- fólkið þarf ekki að víkja úr vegi fyrir neinum manni á jarðríki. En á jólum hefir guð almáttugur samið frið milli manna og dýra og veslings dýrið hélt boðorð drottins. en við höfum brotið það. Og þess vegna verðum við nú að þola refs- ingu guðs og reiði. Það færi því illa á því ef við bærumst mikið á við þetta tæfcifæri.” Prófasturinn stóð upp og gekk til gömlu konunnar. “Þér hafið rétt að mæla,” sagði hann; “og þér skuluð fylgja rödd- um eða ráðum yðar eigin sam- vizku.” Og eins og utan við sig bætti hann við fremur við sjálfan sig en þau: “Ingmars ættin er stórfcost- leg ætt—merkileg ætt!” Gamla konan rétti dálítið úr sér }>egar hún heyrði prófastinn segja þessi orð og þá var eins og hún sjálf yrði heil rituð saga, þar sem Umboðsmenn Lögbergs. Jón Péturson, Gimli, Man. Albert Oliver, Grund, Man. Fr. Frederickson, Glenboro, Man. S. Maxon, Selkirk, Man. S. Einarson, Lundar, Man. G. Valdimarson, Wild Oak, Man. Th. Gíslason, Brown, Man. Kr. Pjeturson, Hayland, Man. Oliver Johnson, Wpgosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Joseph Davíðson, Baldur. Man. Sv. Loptson, Churchbridge, Sask. A. A. Johnson, Mozart, Sask. Stefán Johnson, Wynyard,* Sask. G. F. Gíslason, Elfros, Sask. Jón Ólafson, Leslie, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Guðm. Johnson, Foam Lake, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. O. Sigurdson, Burnt Lake, Alta. S. Mýrdal, Victoria, B.C. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. Jónas S. Bergmann, Gardar, N.D. Sigurður Johnson, Bantry, N.D. Olafur Einarson, Milton, N.D. G. Leifur, Pembina, N.D. K. S. Askdal, Minniota, Minn. H. Thorlakson, Seattle, Wash. Th. Símonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash. prófasturinn á því augnabliki sá og las öll einkenni allrar þeirrar þjóð- ar, sem hafði skapað 'hana. Hann skildi nú hvað það var, sem hafði gert þetta þunglyndislega, þögula fólk leiðtoga i söfnuðinum og hér- aðinu öld eftir öld. “Það er Ingmars ættinni sam- boðið að vera öðrum til fyrirmynd- ar,” sagði hún. “Það er okkur samlboðið að sýna, að við beygjum kné vor og höfuð fyrir guði.” (Sig. Júl. Jóh. þýddi.) Loftskeytastöð i Roykjavík. Við Marconi Wireless Telegraph Company i London var í síðast- liðnum júlimánuði gerður kaup- samningur um loftskeytastöð, sem ákyldi reist í nánd við Reykjavík. Samningurinn var frá hálfu Mar- aonifélagsins því skilyrði bundinn, að brezlka stjórnin veitti útfutn- ingsleyfi á vélum og öðru efni til stöðvarinnar. Útflutningsleyfið er nú fengið og byrjað verður næstu daga á bygg- ingu stöðvarhússins, undirstöðum, og fleira. Stöðin verður reist sunnan til á Melunum, þar sem nægileg lóð, 80 X250 metrar, er fengin samkvæmt samkomulagi við bæjarstjóm Reykjavíkur. Stöðin verður 5 kw teg., og lang- drag hennar er, að degi til, ábyrgst 750 km yfir sjó, sem er hér um bil fjarlægðin frá Reykjavík til Fær- eyja. Sem rekstursvél verður notuð, minsta kosti þangað til hægt verð- ur að fá rafmagn fyrir viðunanlegt verð, þriggja cýlindra steinoliu mó- tor 15 hestafla, áfastur við jafn- straumsvél 7,5 kw 110/160 volt. Frá þes'sum vélum er rekin straumhreyfivél og sömuleiðis raf- magnsgeymir, sem getur rekið straumlhreyfivélina þegar steinolíu- mótorinn er ekki í gangi. Raf- magnsgeymirinn hefir 60 eindir með 260 ampere-stundum við þriggja stunda tæmingu. Straumbreytivélin framleiðir einfasaðan breytistraum 500 volts, 300 períóður. Spennibreytir hæfck- ar spennuna til notkunar í loftnet- inu, Loftnetið verður T-antenna, bor- in af 2 stálpípumöstrum hvort 77.1 m T253 ensJk fet). Auk þess verður sett minni antenna frá öðru mastrinu fyrir stuttar bylgjur. Hægt verður að senda með alt að 1800 m. og taka á móti með alt að 3500 bylgjum. — Tímar. Verk- frœðingafcl. Mynd send frá Islandi. til dönslfcu sunnrdagsskólanna, tek- in eftir málverki Ásgríms í Höfn í Hornafirði. Er yfir bygðinni iein- kar svipfagurt fjall. Segir svo í “Jólakveðjunni” sem næst var getið, um sendingar héð- an: “Myndimar frá íslandi, sem þið hafið sent oss, hana nú í um- gerð með gleri yfir á veggjum ýmsra sunnud.skóla vorra. Þökk fyrir þær og hlýjar heillaóski á- letaðar.” Myndin er allstó og eiguleg, og selur útgefandi, kand. S. Á. Gisla- son, á 1 kr. 50 a. — N. Kbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.