Lögberg - 11.01.1917, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.01.1917, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JANúAR 1917. Minning Ögmundar Ögmundssonar (F. 9. Maí 1845—D. 13. Sept. 1915.J sf2> '/£ og konu hans Þorbjargar Gísladóttur (F. 15. Marz 1847—D. 4. Nóv. 1911.; frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Blómknýti á leiðið úr liljanna sveit — laufin af björkinni heima vel eg úr myndríkum minningareit minningu ykkar að dreyma, meðan eg horfi á horfin mín ár huganum speglast með bros sín og tár.------ Hægur en ákveðinn hugurinn bjó ,hvar sem var sanngimiri björtust. Mannástar hlýindin miðluðu fró mörgum er nóttin var svörtust. Dagfarið góða var grunnurinn sá, gæfan sem bygði sitt musteri á. Bjartur sem vorsær í blikandi sól blysfarir árgeisla myndar andi ykkar sýndi hin íslenzku jól æskunnar tærustu lindar. Hrein eins og döggin og blítt eins og barn ibjóðandi tendraðan kærleikans arn. Vér getum ftogið sem fugl yfir höf— farið á veraldar enda, samt, ef að elskum vér ættlandsins gjöf — andann úr gullimi brenda, verður hún alt af í huganum hæst, hjartanu samgrónust, eðlinu næst. Svo var með ykkur. En upplagið gott efalaust réði hér mestu. Stilling og. festa að fleygja ei brott feðranna gáfunum beztu. — Drenglyndi og ljúfmenska héldust í hönd. Heilleik og trygð knýtti ástin í bönd. Systrabörn heilögum svefnfriði í sál ykkar værðardraums nýtur. Varðenglar svífa yfir vorlandi því, v'onin og trúin sem lítur. Arminum lykur hvert annað í blund ástin, sem vaknaði á bernskunnar stund. Ástin, sem létti og yngdi hvert spor, ástin í bltðu og stríðu; ástin, sem barna ykkar auðgaði vor, ástin í viðmóti þíðu. Meðan að goldin er ástin með ást, endurskin hennar í lífi mun sjást. t>ví er oss öllum svo hjartkær og hlý hugljúfa minningin bjarta: Sigurinn speglaður sólstöfum' i — samtíðar þökkin í hjarta. — Heiðrík sem stjarmkrýnda haustnóttin löng horfir mín von út t skuggann—í söng. Þ. Þ. Þ. ■ farlþegunum til Aðalvíkur, vegna hríðar, átti 'þó að reyna að senda bát með skeytið, en það virðist ekki hafa tekist, því að við það er bætt á föstudaginn. Um ástand skipsins segir í skeyt- inu, að það ,‘standi hart”, en 'kviku laust er þar sem það strandaði. Sjór er í vélarrúminu og “stórlest- inni,” en ómögulegt að dæla vegna þess að gufupípan frá katlinum hefir sprungið, er skipið rakst á grunn. Manntjón varð ekkert og hefir farlþegunum verið komið fyrir á Látrum við Aðalvík, len Flora fengin til að flytja þá norður. Vörur þær, sem í skipinu voru, er byrjað að flytja á vélbátum til Aðalvíkur. Björgunarskipiö Geir fór héðan norður í gærkveldi kl. 7, til þess að reyna að ná Goðafossi út. Er það von manna, að það takist, ef ekki breytir um veður eða vindstöðu og kvikulaust verð- ur þar sem hann liggur. — Hve miklar slkemdir hafa orðið á skip- inu vita menn ekki, ien á ísafirði er sagt að þær muni vera tals- verðar. Goðafoss er vátrygður fyrir goo þús. kr., en bókfært verð hans var 538 þús. að frádregnum 18 þús. kr., sem ákveðið var að draga frá verði hans á sxðasta aðalfundi félagsins. Kvikulaust hefir haldist þar sem Goðafoss liggur, austanátt þar enn í morgun (4. d'es.) og gerir skipstjóri sér góðar vonir um, að skipið 'hafi ekki brotnað meira en svo að því megi halda uppi “á dælunum” til ísafjarðar, ef það næst út. Fimm mótorbátar frá ísafirði hafa unnið að því að flytja farm skipsins til Ísafjarðar, og verður því haldið áfram á fleiri bátum til að létta sem mest á skipinu. Goðafoss strandaði yzt vestan á Straumnesinu, sem liggur í norð- vestur, og er því í afdrepi fyrir austanátt. Símskeyti frá framkvœmdar- stjóranum. í morgun barst EimSkipafél. simskeyti frá Ntelsen framkvæmd- arstjóra, sem fór vestur með “Geir” í fyrradag. Segir hann að ekki sé vonlaust um að skipið ná- íst út ef veður ihaldist gott, en það standi á hættulegum stað yzt á nes- inp. Allar lestir fullar af sjó en nú byrjað að dæla með dælum frá “Geir”.—Um 150 smál. af vörum hafa þegar verið fluttar á mótor- kútterum til Isafjarðar. Hve mikið s'kipið hefir brotnað, er enn óvíst. En byrjað var að dæla sjóinn úr vélarrúminu gær, og var aðal gufupípan ósprungin. Ef vélarúmið verður tæmt, ætti skipið sjálft að geta hjálpað til. Goðafoss strandaður Reykjavík, 3. Des. 1916. í gær, á fimta tímanum, barst Eimskipafélaginu sírpekeyti frá skipstjóranum á Goðafossi, um að hann hefði strandað við Straum- nes, tiorðan við Aðalvík, á fimtu- dagsnóttina um kl. 3. Skeytið var sent frá ísafirði. Goðafoss fór frá Isafirði á miðvikudagskvöld um kl. 12, í hríðarveðri og mun hafa skollið á stórhríð um nóttina. Nokkur hluti skeytisins' er skrifaður á fimtudag og segir skipstróri að ómögulegt hafi verið þá um daginn að koma Meiri aðstoð. St'j óm félagsins sjmaði véstur til Ungerskov í gær og bauð að út- vega botnvörpunginn Apríl til hjálpar og fékk það svar í morg- un, að hún skyldi búa Apríl til ferðar og láta hann fara vestur í kvöld kl. 11, ef ekki yrði þá kom- in gagnstæð fyrirmæli að vestan, og er Apríl nú að týgja sig til ferðar. Farþegar á Goðafossi. Meðal þeirra, sem á skipinu vou, hefir Vísir heyrt þessara getið: Árni Gíslason læknir, Guðrún Bjamadóttir frá Steinnesi, Jón Bergsveinsson síldarmatsmaður, J. Olafsson kaupmaður á Akureyri og Zöllner stórkaupmaður. Hjálpin kom einum degi of seint. Svo fór það. Fyrri hluta dags- ins í gær (4-) gerðu menn sér góð- ar vonir um að takast mundi að ná skipinu út. Veður var gott þar vestra og átt óbreytt. Um miðjan dag kom sú fregn, að búið væri að dæla allan sjó úr skipinu, og að vélin væri komin x gang. Sú frétt var sögð Eimskipafél. í símtali frá ísafirði milli kl. 2 og 3. Hvort hún hefir verið rétt, vitum við ekki. Síðan kom engin fregn að vestan fyr en fcl. 8, þá barst félaginu þetta símskeyti frá’framkvæmdar- stjóranum: “Aðstaðan versnar. Nœstum vonlaust. April getur ekkert hjálp- að. Vestankvika fer vaxandi og hefir kastað Goðafossi lengra upp.” Um sama leyti fékk Hjalti Jóns- son skipstjóri þetta simskeyti frá Ungerskov, skipstjóra á Geir: “Farið ekki; öll von úti. Skipið er fult af sjó og því hefir skolað alveg upp á land.” Loks barst Em'skipafélagsstjóm- inni þetta símskeyti frá E. Nielsen, framkvæmdarstjóra, kl. 9 í gær- kveldi; “Bíð hér ásamt “Geir” betra veðurs, til að bjarga því sem bjarg- að verður af áhöldum og öðru laus legu. Skipshöfnin er á Geir. Farm- in'um var bjargað að mestu leyti, nema steinolíu úr neðri farmlest- inni. — Ef sjór hefði haldist kyr einum degi lengur, hefði tekist að bjarga skipinu.” Skeytin öll send frá Aðalvík méð vélbátum til ísafjarðar. Einum degi of seint. Fregnin af strandinu barst hing- að einum degi of seint. Skipið strandaði á fimtudagsnótt, en fregnin barst ekki fyr en á sunnu- dagsmorgun. Ef Geir hefði getað brugðið við starx, hefði 'ef til vill tekist að bjarga Goðafossi; ef sími hefði verið kominn alla leið til Að- alvíkur, er ekki óhugsandi að það hefði tekist; ef loftskeytatæki hefðu veið komin upp hér í R.vík, eða ef Geir hefði haft þau, eru miklar líkur til þess að Goðafoss hefði komist á flot aftur. — En það er svo margt hér hjá oss, sem er einum degi of seint. Raunar var lanrsstjómir.ni heimilað að koma hér upp loftskeytastöð á þingí Toi3, en það hefir ekki komist í framkvæmd enn. — Ef loftskeyta- stöð hefði verið komin upp hér, þá hefði þegar verið Ihægt að kalla Geir til hjálpar, þó að ófært væri til Aðalvíkur fyrir hríð, vegna þess að Goðafoss fiafði loftskeytatæki. Og Geir hefði getað tekið til starfa á föstudag eða laugardag í stað þess að fara héðan á sunnudags- kvöld og byrja að starfa á mánu- dag. Loftskeytatækin eru nú komin hingað og eiga vafalaust eftir að firra oss Islendinga ýmsu tjóni, en Goðafoss fá þau ekki bjargað. Tjónið. Eimskipafélagið bíður auðvitað talsvert mikið óbeint tjón af þessu strandi, þó Goðafoss væri vátrygð- ur fyrir miklu meira en hann kost- aði. Hæpið, að nolkkurt skip verði hægt að fá í hans stað; jafn gott skip líklega alls ekki fyrir vátrygg- ingarupphæðina. En óþægindin fyrir landsmenn, að missa skipið á þessum tima eru óútreikanl'eg. Við máttum illa við þv að missa nokkurt skip úr förum. — En þó eru miklar líkur til að annað svíði sárar an fjár- tjónið eða óþægindin. Skyldu iþeir ekki vera nokkuð imargir, íslendingarnir, sem finst eins og einhver hluti af þeim sjálfum sé að velkjast og berjast um í brimrótnu norður við Straum- nes? Orsakirnar. Ýmislegt er talað unx orsakirnar til þessa óhapps. En það eitt veit maður, að skipinu hefir verið stýrt of nærri landi. hvemig sem á því stendur. En það kemur vænt- anlega fram í rannsókn þeirri, sem nafin verður út af strandinu. Þangað til þeirri rannsókn er lok- ið, er bezt að tala sem fæst um það. Frá farþegum. Á Goðafossi voru alls 58 manns er hann strandaði; skipverjar 23 og farþegar 35, og lágu allir í skip- inu í 32 klukkustundir; hríðin svo mikil, að ekki varð komist til Að- alvífcur. Farþegarnir voru stðati fluttir itl Aðalvíkgr og voru þeir þar í tvo sólarhringa. Var 24 kom- ið fyrir t skólahúsinu, en hinum í heimahúsunt. — Flora tók nokkra farþega í Aðalvík til Sauðárkróks, og þá sem lengra ætluðu, en hinir voru fluttir til ísafjarðar. Ein björgunartilraun enn. Botnvörpungurinn Apríl lagði af stað héðan í mogun (6. des.) kl. 8 á leið norður að Straumnesi, eftir beiðni þeirra Nielsens fram- kvæmdastjóra og Ungerskov skip- stjóra á Geir. Hafa þeir í hyggju að gera eina tilraun enn til að ná Goðafossi út, en telja þó nær enga von um að það tákist. Geir kom inn ti'l ísafjarðar i ' gærmorgun og taldi þá, að því er , Vísi var símað frá ísafirði, alger I lega vonlaust ttm að skipið næðist | út. En 'síðari hluta dagsins kom I s'kip af hafi til ísaf jarðar, og sagði kvikuna minni útifyrir, og þá hef ir þótt réttara að gera eina björg- unartilraun enn, vegna þess að skipið hafði verið mjög litið brot ið eftir fyrsta áreksturinn. Auð vitað má gea ráð fyrir því, að það hafi botnað allmikið síðar. Hvernig fyrstu tilrauninni lauk. Það var búið að dæla allan sjó úr Goðafossi, eins og sagt var hér í fyrradag. Vörur höfðu einn- ig næ allar verið fllutta úr skipinu og Ipað var því orðið eins' létt og unt var að gera það, átti að reyna að draga það út. En um kl. 1 breyttist áttin og gerði þá svo mik- ið brim, að stálvírar og festar all- ar, sem búið var að leggja á milli Goðafoss og Geirs slitnuðu eins og kveikur og öldurnar köstuðu Goða- fossi í einu vetfangi 7 föðmum nær landi. Frá Goðafossi var engin ný fregn komin í gær (7.).—Vísir. Frá Islandi. Farið er að leggja í sjóð á ís- landi til þess að kosta útlendan miðil heim eftir að stríðinu er lol.- ið. Hefir einn maður lagt í þann sjóð 500 kr.; fátæk 'ekkja 50 kr. o. frv. Virðists svo, sem betur mætti verja fé á ættjörðu vorri en á þennan hátt. ísafold segir frá því, 29. Nóv. að þremur enskum botnvörpung- um hafi þegar verið sökt af neðan- sjávarbátum við strendur íslands'. Ljóðabók eftir Hannes Hafstein er nýkomin út. Það er stór bók, 480 blaðsíður og hefir Þ'orsteinn Gíslason kostað útgáfuna. Þessi bók ætti að fá mikla sölu hér fyr- ir vestan, því Hannés er dýrðling- ur iþjóðarinnar hér sem heima, >egar alt ikemur til alls, þrátt fyrir pólitiskt moldviðri. Dr. Jón Stefánsson í Lundúnum hefir nýlega samið stóra bók um Island, Sviþjóð, Danmörku og Finnland. 15 manns vinna við símastöðina í Reykjavík. Segir Isafold frá því 25. ,Nóv. að allir sem á síma- stöðinni vinna, hafi fengið sendan 100 kr. seðil hver um sig frá ein- hverjum ónefndum gefanda; er það laglega af sér vikið hver sem hann er. í blaðinu Times 14. Sept. er þýð- ing af kvæði séra Matthíasar Joch- untssonar, er hann orti á 300 ára afmæli Shakespears; heitir sá Is- rael Gollancz er þýtt hefir. 11. Nóv. var vígður hinn nýi sal- ur hjálpræðishersins í Reykjavík. í löngu kvæði eftir Benedikt Þ. Gröndal, sem heitir “Hinn grimmi dans”, er niðurlags erindið þetta: Um orsakir til óráðsins, sem öndvegis þjóðir tryllir, ef hygst þú spyrja; og hatursins, sem heiminn allan fyllir —þá vittu að f'eikna fjárgræðgin. hún flestöll skapar vígin ; já, kringum gamla gullkálfinn er grimmi dansinn stiginn.” Háskólabókin heitir rit, sem gef- ið er út árlega af háskóla íslands; í ár fygir henni ritgerð sérprentuð eftir Guðmund Hannesson lækni og háslkólakennaa, sem var rektor skólans síðastliðið tímabil. Þ etta rit hans er “Um skipulag bæja” og er fróðlegt, bæði frá heilsufræði- legu sjónarmiði og verklegu. Þetta kvað vera mjög merkilegt rit. 4. Nóv. fórst bátur frá Grundar- firði, druknuðu þrír menn en hin- um fjórða varð bjargað. Þeir sem druknuðu voru Sigurður Ólafsson, steinsson og Snjóífur Bjarnason. > 8 ö L S K I N 8 ó Ii S K I N / 8 aði á bak við tunnur og kassa og héldu því leitar- mennimir að Merlin feldist þar. Á þennan hátt tafði hundurinn fyrir þeim svo lengi, að klukku- tímum skifti, en á meðan komst Merlin í burtu og þeir fundu hann ekki. Loksins fóru leitarmenn sneiptir heim aftur til hirðar konungsins og sögðu honum að þeir fyndu Merlin ekki; hann væri strokinn. Um dagsetur komst Merlin í stóran skóg og víðáttumikinn. í skóginum var fjöldi villidýra. Enginn hafði þorað að ryðja skóginn vegna ó- argadýra og torfæra. par voru líka margar stór- ár og var það trú manna, að árnar þomuðu ef skógurinn yrði ruddur; og þá yrði landið ófrjótt. Merlin var því viss um, að enginn elti hann þang- að. Hann hélt því áfram þangað til hann var orðinn dauðþreyttur. Loksins lagðist hann til hvíldar á mosabreiðu í skóginum í skjóli gamals trés. Hann fékk sér brauðbita og ávexti og fór svo að sofa. pegar hann hafði sofið stundarkom vaknaði hann við einhverja kveinstafi. Heyrði hann að kallað var: “Hjálp! hjálp!” Hann litaðist um og sá rádýr með tvo unga. Refur hafði náð í annan ungann og ætlaði að draga hann inn í bæli sitt. Merlin stökk á fætur og reiddi upp brodd- stafinn að refnum. En refurinn sagði: “Leyfðu mér að halda þeirri bráð, sem eg hefi náð. Eg get sagt þér hvar fársjóður er falinn. Heilmikið af silfurpening- um er falið í holu tré og skal eg sýna þér það, ef þú leyfir mér að halda rádýrsunganum.” “Eg kæri mig um ekkert silfur,” sagði Mer- lin og sveiflaði stafnum og barði refinn á trýnið; slepti hann þá rádýrsunganum og snautaði í burtu nöldrandi. “Merlin, eg skal muna þig, mín skal hefndin greinileg ” Merlin skifti sér ekkert af hótunum refsins, en hann tók eftir því að það blæddi úr rádýrs- unganum eftir refstennumar. Hann flýtti sér að tína nokkrar jurtir, sem þar uxu, og lét vökvann úr þeim drjúpa á sárin; þá stöðvaðist blóðrásin. pegar hann lét rádýrsungann á jörðina, hljóp hann himinglaður heim til mömmu sinnar, en Merlin tók stafinn sinn og hélt áfram. Rádýrið hneigði fyrir honum höfuðið og öskraði eins og rádýr alt af gera, þegar þau öskra, og sagði: “Merlin. bezfca þökk sé þér, þú skalt hljóta Iaun frá mér.” Merlin hélt nú áfram þangað til hann kom inn í skógargöng, þar sem kveldsólin gylti alt með geislum sínum. par var undur fagurt blómskrúð, bláklukkur, sóleyjar, fíflar, gleym-mér-ei, rósir, liljur og fleira, en skógurinn var alt í kring eins og vamarmúr. Merlin leizt vel á þennan stað og lagðist til hvíldar undir háu tré. Næsta dag hjó hann staura, bjó til úr þeim hæla, rak þá niður í jörðina og fléttaði og lagði yfir þá tágar og kvisti og þakti síðan með mosa og berki. Inni í þessum kofa bjó hann til mosa- rúm. Loks hjó hann til tvo trjábúta, sem hann hafði annan fyrir stól og hinn fyrir borð. f þessum kofa var hann í ró og næði; safnaði skógarjurtum og rannsakaði græðslueðli þeirra. Auk þess eyddi hann tímanum með því að skoða og rannsak stjömurnar og hjálpa þeim dýmm, sem voru særð eða veik eða eitthvað gekk að. Og eftir nokkum tíma fóru þau blátt áfram að koma heim að kofanum hans ef eitthvað var að þeim. Hann hafði ekkert til viðurværis nema skóg- arber, sveppa og rætur, en honum leið vel með það.' pannig liðu tveir mánuðir, án þess að hann saknaði konungshirðarinnar, því honum þótti skemtilegt á þessum blómstravöllum. Svo var það kvöld eitt að hann sá það á stjöm- unum, að stór hætta var á ferðum fyrir hann, en hann gat ekki séð hvaðan hún mundi koma. Á meðan hann stóð hugsi og horfði upp í stjömu- heiðan himininn, heyrði hann rádýrsöskur í skóg- •inum og skildi þessi orð: “Flýðu!—efa ei orðin mín, óvinimir leita þín.” í sama bili heyrði hann hávaða úti í skóginum og brakaði í greinunum 0g þurru laufinu. Hann skildi brátt hvað um var að vera. Refuririn hafði safnað saman óargadýrum skógarins, úlfum, villi- svínum og bjömum. Refurinn hafði klagað hann fyrir það, að hann hugsaði sér að verða herra skógarins og koma í veg fyrir það, að dýrin gæti náð sér í bráo. pó Merlin væri hraustur og hugrakkur þorði hann ekki að leggja til orustu við mörg rándýr. Hann festi því öxina við belti sitt, stakk brauði í vasa sinn og nokkru af rótum og ávöxtum og berjum, tók síðan stafinn sér í hönd og ætlaði burt úr kofanum. f því hann var að fara, heyrði hann rádýrið öskra: “Kjósir þú hinn vota veg, verður förin heppileg.” Merlin flýtti sér út í þann hluta skógarins, sem hann hafði aldrei verið í áður. pegar hann hafði gengið spölkom heyrði hann vatnsnið. par var stórá, sem streymdi ægileg fram af björg- um ofan í gljúfur. Merlin batt upp skikkju sína, studdi sig við stafinn og komst klakklaust yfir ána með því að stökkva á klett af kletti. pó vatn- ið oft næði honum í mittisstað, þá stóðst hann samt strauminn. Dýrin voru komin nálægt honum. Fyrst tróðu þau niður kofann hans svo þar stóð ekki kvistur yfir kvisti. pegar þau sáu, að hann var þar ekki, þá röktu þau spor hans út að ánni; en þangað komu þau ekki fyr en hann var kominn yfir á bakkann hinum megin. Hvorki úlfar, birnir né vísundar þorðu að fara út í strauminn. pama stóðu nú dýrin á bakkan- um og ýlfruðu , öskruðu og mmdu; en þegar þau sáu að ekki var hægt að hefna sín á öðrum, þá réðust þau öll á refinn og tættu hann í sundur. Merlin hélt áfram upp með ánni þangað til hann kom að stóru vatni, sem áin kom úr. Vatn- ið var óútmálanlega fagurt, slétt og kyrt. Vatns- liljur og rósir vora umhverfis það eins og undur fagur blómakragi, en í vatninu sjálfu speglaðist heiðblár himininn. Sólin breiddi með geislum sínum unaðsljóma á vatnsflötinn, en skógurinn stóð tignarlegur og dökkur umhverfis alt í kring. Merlin leizt vel á þennan friðsæla stað. Hann lagðist út af undir einu trénu og steinsofnaði, því harin var dauðþreyttur. H'ann hafði blundað stundarkom þegar hann vaknaði við rödd sem sagði kveinandi: “Æ, æ! hjálp! hjálp!” pegar hann opnaði augun og leit í kring um sig, þá sá hann lítinn fisk, sem var eltur af stórri geddu. Geddan var rétt að því komin að ná í litla fiskinn þegar Merlin stóð upp og greip stóra leð- urhattinn sinn, sem verndaði hann frá sól og regni. Hann náði fiskinum upp í hattinn og bjargaði honum þannig. Fiskarnir eru alveg mállausir, en Merlin skildi það þegar geddan sneri sér við og buslaði í vatninu, sem hún vildi segja: “Gefðu mér þennan fisk, sem eg hefi elt. Héma úti á vatnsbotninum eru perlur og kórallar; það skal eg gefa þér, ef þú lætur mig hafa fiskinn.” “Eg vil ekkert hafa með perlurnar þínar né kórallana,” svaraði Merlin, tók fiskinn og fór með hann upp í lítinn læk, sem streymdi milli fagurra blóma og unaðslegra grasa. Bláleitir gullsmiðir flögruðu kátir yfir vatninu og lækur- inn var svo lítill, að geddan komst ekki þangað til litla fiskjarins. pegar geddan sá að Merlin kærði sig ekki um þau auðæfi sem hún bauðst til að vísa honum á, fór hún að busla í vatninu með ákafa og Merlin skildi, að hún sagði: “pú skalt vera í minni mér, Merlin, eg skal borga þér.” Merlin skifti sér ekki af heitingum geddunn- ar, hann stóð kyr og horfði á litla fiskinn, sem synti nú himinglaður og frjáls meðal félaga sinna og um leið og hann synti í burtu heyrði Merlin hann segja: “Hjálpina eg þakka þér, þú skalt hljóta lið frá mér.” pegar lýsti af degi, fór Merlin að safna tág- um meðfram vatnsströndinni; svo tók hann sér nokkra staura, lagaði þá til, rak þá niður í jörðina, riðaði tágar á milli og þakti svo með sefi. pannig bjó hann til annan kofa handa sér. Hann bjó sér til rúm úr stör; hann sá hvar trjástofn flaust eftir ánni; tók hann og bjó til úr honum stól og borð. f þessum kofa bjó hann nú í ró og næði. Hann safnaði saman vatnsjurtum og reyndi græðslu- kraft þeirra; skoðaði stjömumar og hjálpaði dýr- unum í skóginum og fiskunum í vatninu. pegar eitthvað gekk að dýrunum, komu þau til hans, og þegar fiskamir áttu eitthvað erfitt, þá syntu þeir uppað vatnsbakkanum þar sem hann var. Hann hafði hnetur til matar, því mikið óx af af þeim skamt frá vatninu í stórum runnum; og svo drakk hann vatnið, sem var tárhreint og heilnæmt og honum leið vel. pannig var hann í heilt missiri án þess að hann saknaði konungshirðarinnar, því honum leið svo vel hjá hinu bláa kyrláta vatni. .. Nú kom veturinn og breiddi hvítan dúk á skóga og grundir, blóm og tré. Merlin leið þó (fkki mikið af kulda, því það var skjól af skóginum fyrir hinum kalda vindi. pakklátur íri. pað var verið að safna meðal almennings á írlandi samskotum fagnaðarerindinu til út- breiðslu eða til kristilegs missíónarstarfs. pá kom fátækur íri nokkur og lagði fram stóran skerf til fyrirtækisins. Ástæður hans voru kunn- ar og var reynt að telja hann af því að gefa svona mikið. En hann svaraði: “Takið þið hiklaust við því, því fagnaðarer- indi drottins á eg að þakka alt, sem eg á, bæði nægilegt daglegt brauð og vissuna um eilífa sælu á himnum.” Gjöfin hans var þá þegin, og hinum þakkláta íra varð ekkert fyrir, því guð blessar glaðan gjaf- ara. pessi maður var þakklátur fyrir guðs orð, og

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.